Skip to main content

Full text of "Skírnir : ný tíðindi hins Íslenzka bókmentafélags"

See other formats
SKIRNIR 

TfMARIT HINS ÍSLENZKA 5ÓKMENTAFELAGS XC Ar '''^'^tM''^' RITSTJÓRI 

GUÐM. FINNBOGASON 

DR. PHIL. 

REYKJAVÍK 
ÍSAFOLDARFRENTSMIÐJA - 1916 \ A\.. 


tKi 7T 

735/ 


Efnisskrá. BIs. 

Matthias áttræ&ar, eftir Sigurð Guðmundsson 1 

Lesturinn og sálarfrœðin, eftir Ouðm. Finnbogason 17 

Rðntgensgeislar, eftir Gunnlaug Claessen 82 

Ðraamljóð, eftir Theodóru Thoroddsen 51 

Draamar (smásaga), eftir Þóri Bergsson 65 

Utan ár heimi, eftir Héðin Valdimarsson 70 

Athugasemd, eftir Finn Jónsson 83 

8var, eftir Bjöm M. Ólsen 84 

Ritfregnir, eftir Bjöm M. Olsen, Sigurð Nordal, Jón Jónsson, 

Gruðm. Finnhogason, Helga Jónsson, Pdl Eggert ólason . 85 

ísland 1915, eftir Þorstein Gislason 103 Aldarafmæli hins islenzka Bókmentafélags, eftir Björn M. ólsen . 113 

Útsnr (kvæði), eftir Einar Benediktsson 116 

Um Þorleif Gaömundsson Repp (með mynd), eftir Pál Eggert ólason 121 

Þegnskyldavinna, eftir Hermann Jónasson 158 

Hvað verðar um arfleifð íslendinga, eftir Bjama Jónsson frá 

Vogi 196 

Utan úr heimi, eftir Héðin Valdimarsson 205 Snorri Sturluson, eftir Sigurð Nordal 225 

Hvað eru Röntgensgeislar ?, eftir Þorkel Þorkelsson 256 

Traast (aaga), eftir Einar S. Frimann 262 

Benrögn, eftir Steingrim Matthiasson 275 

Utan úr heimi, eftir Héðin Valdimarsson 290 

Ritfregnir, eftir Björn M. ólsén, Holger Wiehe, Jón Helgason, 
Bjama Sœmundsson, Sigurð Nordal, Einar Hjörleifsson, 

Sigurð Guðmundsson 304 

Athagasemdir við timataUritgerð G. B., eftir Jóhannes L. L. 

Jóhannsson 332 

Fom daganöfo, eftir Jón Jónsson Sd5 \s/ 

H- EfnisBkrá. [Skirnír 

Bls. 

Aldarafmœli hins islenzka Bókmentafélagg 387 

Ræða, eftir Þorvald Thoroddsen 339 

Tunglskinsnótt (kvæði), eftir Guðm. Friðjónason 343 

Landið og þjóðin, eftir Guðm. Finnbogason 347 

Edda i kveðskap fjr og nú, eftir Janus Jónsson 368 

Dúna Kvaran (saga), eftir Goðmund Kamban 378 

Nýjar uppgötvanir um mannsröddina, eftir Alexander Jóhannesson 391 

Þjóðareignin, eftir Indriða Einarsson 405 

Grátur (smásaga), eftir Mariu Jóhannsdóttur 415 

Dómaskipun í fornöld, eftir Finn Jónsson 422 

Jöklar k Islandi 1 fornöld, eftir Helga Pjeturss 429 

Fáfnir og forn þýzka, eftir Helga Pjeturss 431 

Þú — ! (kvœði), eftir Árna Óla 436 

Ritfregnir, eftir Björn M. Olsen og Goðmund Kamban . . . 437 

Leiðrétting, eftir Jóh. L. L. Jóhannsson 448 

Prentvillur 44« 

Skýrslur og reikningar Bókmentafélagsins 1915 I— XXIX « Matthías áttræður. ÞÍD andans tilþrif, fjörtök frjáls og hör&^ 
sem fagrír tindar risa app af heiðí. 
£g fæst ei aoi, þótt bnjúka skilji skörð 
og Bkriöar nokkrar grœnam hliðam eyðí. 
JJannes Hafstein. 

Æðsta presti þessa lands, síra Matthíasi, heflr nú hlotn- 
:ast það, sem fæstum veitist, að komast ungur á níræðis- 
aldur og öðlast einróma viðurkenning þjóðar sinnar á 
goðagáfum sinum og æfistarfi i þarfir bókmenta vorra. 
Eru nú allir fuglar himins og dýr merkurinnar með 
088 full lofgerðar um háran örninn, sem enn lyftir vængj- 
unum hraustlega til flugs, hvilist á háum hamrastöllum 
og hreykir þar höfðinu mót himni og sólu. 

Síra Matthías heflr oft ort y f i r 1 i t s k v œ ð i , þar 
sem hann lætur ágætismenn íslenzkrar sögu llta yflr lif 
sitt eða flýgur sjálfur yflr kafla úr sögu lands vors. Það 
á þvi ekki illa við, að gerð sé tilraun til að gjalda hon- 
um liku líkt og líta yflr lif hans og skáldskap. En skáldið 
og lesendurnir verða að fyrirgefa, að ekki er kostur á að 
gera honum sömu skil sem hann heflr gert þeim merkis- 
mönnum, er hafa verið þeir hepnismenn að komast í 
hendur honum til skáldlegrar meðferðar. Braut hans er að sumu leyti hlykkjótt, og tókst seint 
-að koma honum á rétta götu. ^ljög ungum er honum 
komið fyrir hjá móðurbróður sinum til náms, en þar verð- 
ur lítið úr lærdómi, hvað sem valdið hefir. Skömmu eftir 

1 -2 Matthias áttræðar. Skirnir^ 

fermingu fer hann þaðan til Flateýjar og fæst þá nokkur 
ár við búðarstörf. Þá er hann er rúmlega tvítugur, á 
hann að verða verzlunarmaður, og hann Fer þá utan til 
verzlunarnáms. Matthias Jochumsson kaupmaður eða 
verzlunarstjóri ! Verzlun Matthíasar Jochumssonar! Það er 
í senn broslegt og sorglegt að hugsa til sliks! Ef mönn- 
um hefði verið vel Ijóst, hvað i honum bjó, hefði aldrei 
komið til slikrar ráðagerðar. Kveikir þetta ónotalega 
grun á, að margir lendi á röngum stað i lííinu. 

En verzlunarnemi vor var óvenju hneigður fyrir fagrar 
mentir. Hann sökti sér ofan i lestur góðra skáldrita, og 
naut þar einhvferrar beztu leiðsagnar, cr þá var kostur á 
meðal íslendinga. Háskólastúdent Steingrimur Thorsteins- 
son las með honum »valinn skáldskap, bæði þýzkan og 
klassiskan, og hann las fyrstur mcð mér Sæmundareddu, 
Ossían og þýðingar griskra höfuðskálda« (»Fyrsta utanför 
mín«. Skirnir 1914). Eftir ársdvöl erlendis hverfur hann 
heim aftur. En svo er að sjá, sem hann hafi ekki þótt 
efnilegur verzlunarmaður. Þá fyrst er farið að hugsa til 
að koma honum í skóla. Nærri hálfþrítugur fer hann íi 
latínuskólann, og er það venjulegur kandídatsaldur annar- 
staðar. Síra Matthías sezt þá fyrst á skólabekk, er beztu 
námsárin eru flogin framhjá. Eftir það heldur hann fljótt 
og rakleitt lögboðna skólabraut, og tók prestsvígslu rúm- 
lega þritugur. Gerðist hann prestur i Kjalarnesþingum, 
er voru þá eitt hið lélegasta prestakall lantlsins. 

Á næstu árum skella á hann stórir harmar. Meðan 
hann þjónaði Kjalarnesþingum, fer hann tvívegis utan, 
ferðaðist til Englands, Noregs og Danmerkur i fyrri för- 
inni. 1874 lætur hann af prestsskap og gerist nú ritstjóri 
Þjóðólfs nokkur ár og skrifar þar um alt milli himins og 
jarðar og þar fyrir ofan. En óróinn og útþráin ólga í hon- 
um. Hann fer enn til útlanda 1876. Hann ferðast og um 
ísland á þessum árum. 1881 fer hann aftur i þjónustu 
kirkjunnar og fluttist þá að Odda á RangárvöUum. Bætt- 
ist þá við einn þátturinn í sögu þessa merkisstaðar, þar 
sem Sæmundur fróði var prestur mörgum öldum áður,. Skirnir. Matthiat ittræöar. 8^ 

Jón Loftsson stýrði næstum öllu landinu og Snorri Sturlusou 
ólst upp. Varð hann nú að stunda búskap, og er mælt, 
að honum hafi þar vel búnast. En útsækinn var hann 
enn. Hann brá sér utan 1885. Hann flyzt búferlum til 
Akureyrar 1887 og hefir siðan átt þar heima. Hann far 
lausn frá prestskap árið 1900 og 2000 kr. eftirlaun. Hann 
heflr ekki hætt utanferðum sinum, þótt aldur hafi færst 
yfir hann. Hvað eftir annað hefir hann skroppið út fyrir 
hafið, og 1893 fór hann til Vesturheims, á Chicagosýning- 
una miklu. Hefir víst enginn islenzkur prestur farið líkt 
því eins oft utan og hann. Hefir hann þó oftast verið 
félitiU. Sýna þessar utanferðir sérkennileik hans. Svipar 
honum i þessu til elzta þjóðskálds vors, Egils Skallagríms- 
sonar, sem eirði ekki lengi heima í einu. Forfeður vorir 
skildu ekki þessa útþrá Egils og eignuðu hana fjölkyngl 
Gunnhildar kongamóður. Vér vitum, að hún er göfugs 
eðlis, Braga ættar, og fylgja margra andans manna. 

Þá er talin eru svokölluð trúnaðarstörf og stöður 
hversdagsmanna, getið hjúskapar þeirra og bama, er lokið 
æfisögu þeirra. Þá byrjar sérsaga afreksmanna og afar- 
menna. Ef rent er augum yfir verk og æfikjör sira 
Matthiasar, sést óðara, að svo mikið liggur eftir hann, að 
það skipar honum á bekk með afburðamönnum þjóðar 
vorrar. Hann lýkur ekki námi fyr en um þrítugt, verður 
siðan að hafa bókmentastörf og andlegar iðkanir i hjá- 
verkum, þar til hann er hálfsjötugur, gegnir erfiðum presta- 
köllum, fæst við búskap og kenslu, á við þröngvan fjár- 
hag og mikla ómegð að stríða og verður oft að eyða orku. 
í að sjá sér þar úrræði og útvegi. Alt fyrir þetta er hann 
Ijóðfrjóasta þjóðskáld vort. Ljóðmæli hans, þýdd og frum- 
ort, eru 5 bindi, en ekki alUítið hefir bæzt við, síðan 
þau komu út. En þau eru ekki nema nokkur hluti verka 
hans. Hann hefir þýtt nokkur ágætustu skáldrit heimsins 
á vora fálesnu tungu. Hann hefir glímt við skáldtröllin 
brezku, Byron og Shakespeare, þýtt »Manfred* með hinni 
mestu snild, *Othello<, »Romeo og JúUu*^ ^Hamlet* og 
»Machethoi. Auk þess hefir hann þýtt *Brand<i Ibsens og^ 

1* 4 Matthias áttrsður. Sklriiir. 

Friðþjófssögu Tegnérs, eitthvert frægasta verk sænskra 
bókmenta. Á þessar þýðingar hans hefir verið lokið miklii 
lofsorði. Eg held, að mig raisminni það ekki, að einhvein 
tíma á Hafnarárum minum hafði danski rithöfundurinn, 
Otto Borehsenius, i grein um Matthias i »Dannebrog«, það 
^ftir sænska skáldinu og læ.rdómsmanninum, Viktor Kyd- 
berg, að hann mundi vera einhver hinn bezti þýðari, er 
^á væri uppi. Er dómur sliks manns mikils virði, því að 
hann gat hér trútt um talað, var höfuðskáld þjóðar sinn- 
-ar og ágætur þýðari, hefir meðal annars þýtt Faust 
Ooethes á sænsku. Matthías heflr og þýtt sögur herlæknÍB- 
ins, mörg bindi. Enn hefir hann frumsamið leikrit, svo sera 
Jón Arason og Skugga-Svein, ort Grettisljóð, ritað bæk- 
linga og urraul blaðagreina, verið bæði raikilvirkur og 
hraðviikur við blaðastörfin, þótt hann fcngist ekki við 
ritstjórn. A Akureyri gaf hann tvö ár út blaðið Lýð, 
-(1888 — 90). Myndu blaðagreinir hans fylla nokkur bindi, 
^f gefnar væru út i heilu lagi. I brjósti honum hefir búið 
og býr enn þörf á að veita öðrum hlutdeild í þeim fróð- 
leik og andans gæðura, er hann hefir afiað sér og hara 
snortið hug hans, og er slikt aðal andans raanna. Mér 
segja og skilríkir raenn, að hann sé hverjura raanni af- 
kastameiri bréfritari, skrlfist á við fjölda raanna, bæði 
•utan lands og innan, konur og karla, unga og garala, háa 
og lága. Verður það einhvern tiraa raikið verk að safiia 
bréfum hans og gefa þau út. Matthías á eftir að kora- 
xist duglega í hendurnar á mnlfræðingura og grúskurum 
seinni tíraa. 

Síra ^iatthías cr þegar orðinn klassiskur, orðinn 
úrvalshöfundur i lifanda lífi. 

Nýlega eru korain út úrvalsljóð hans (Matthias Jochums- 
son, Ljóðraæli. Úrval Rvik 1915, Bókaverzlun Sigfúsar 
Eyraundssonar). Dr. Guðra. Finnbogason hefir valið kvæð- 
in. Segir hann i forraálanura, að skáldinu verði »að fyrir- 
gefa, að hann hafi ort fleiri góð kvœði en komast fyrir i 
|)es8ari bók.« Skirnir. Matthfas áttrœður. 9 

Á útgáfu þessari var þörf af ýmsum rökum. A 
þessum úrvalsljóðum skilst mönnum liklega betur, en 
á útgáfunni 'af öllum kvæðum skáldsins, hve margt fag- 
urt hann hefir ort. Þess er og ekki að dyljast, að útgáfu 
östlunds var i ýmsu áfátt. Kvæðin voru öll prentuð í 
hrærigraut, þýðingar og frumort hvað innan um annað, 
þeim var hvorki raðað eftir efni né aldri, þess ekki getið, 
hvenær þau væru ort nema um stöku kvæði, t. d. tæki- 
færiskvæði, og við erfiljóðin eru greind dánarár þeirra, er 
þau eru gerð eftir, en vant er að vita, hvort þau hafi 
verið ort þegar eftir dauða þeirra eða ef til viU ekki fyrr 
en löngu siðar. Hér er reyut að bæta úr þessu, þótt nokkuð 
skorti á, að vel sé. Á eftir fyrírsögnum erfiljóðanna er 
enn sem fyrr aðeins nefnd dauðaárin, og sumstaðar hefir 
láðst að tilfæra fæðingarár kvæðanna t. d. við »Fó8t- 
urlandsins Freyja,« (frá þjóðhátíðarárinu) og »J ó n 
Arason á af t ök ustaðnu m«. (Það var prentað í 
Suðra.) Hér eru og falleg kvæði, sem ekki eru i útgáfu 
Ostlunds, svo að allir islcnzkir Ijóðavinir verða margs vegna 
að eignast þetta bindi. Má hér geta óraþýðra vísna til 
Hannesar Hafsteins, þar sem skáldið býst við svefninum 
hinsta, scm hann óttast ekki Hann á heima hjá himn- 
esku valdi. Hjartað finnur það — og það nægir. Lifs- 
sorg huns er horfin, hann litur með ró lífsfar sitt liða um 
8jó forlaganna. Það ber til hans árroða og óma frá æðri 

ströndum. 

„Það dagar, það dagar 
við dnlarhafsbrá 
og ómarnir berast mér 
æðri ströndam frá.'* 

„Himintónar skiftast 
TÍð bjarta mins óð 
manarmálið feðra 
og mœðra vöggaljóð." Gerum n\ð fyrir, að sira Matthias hefði lokið fullnaðar- 
prófi úr lærða skólanum á skaplegum stúdentsaldri og hefði 
ekki verið féfátt, svo að hann hefði getað stundað þa5 < Matthiðs áttræöar. Skirnir. 

nám, er honum lék mestur hugur á. Mér þykir líklegt, að 
hann hefði þá hvarflað milli norrænna fræða og guðfræði. 
Líklega hefði guðfræðin þó orðið hlutskarpari. 

í æfisögu Matthíasar (í Minningarritinu Matthíaa Joch- 
umsson. R \ik 1905) tilfærir Þorsteinn Gíslason þessi orð 
hans: «Eg hafði stöku sinnum stunið þvi upp við guð að 
gefa, að eg yrði prestur; hafði gömul kona spáð mér þvi 
þá fyrir þremur árum.« Var hann þá fyrir innan ferm- 
ingu, er hann hafði orðað þetta við skaparann, En hvernig 
sem þessu er háttað, þá er það auk Braga aðallega tvent, er 
skiftir anda hans á milli sín: íslenzk fræði, tunga vor, 
fornkvæði og saga, og kristin trú ogtrúarskoðanir 
(og í sambandi við það dulræn efni). En andlegum áhuga 
hans, fjöri og sannleiksþrá gat aldrei fullnægt að ein- 
skorða sig við sérstakar fræðigreinir, sera A^erður stundum 
raunalegt hlutskifti mætra manna. Þótt svo megi virðast, 
sem guðstrúin ætti að leysa lifsgátuna, hefir hann samt 
ákafan hug á að kynnast ráðningum vísindanna á henni. 
Þekkingarþorsti hans kemur skýrt fram í þessu erindi: 

„Dæmdu mér i dauða, 
drottinn, meiri þekking 
— íyrir veika vitund 
vélta margri blekking: 
glaðaljós að greina 
gegnum rúm og tíma; 
víki fyrir vissu 
villuljóssins skima." 

Það hefði farið vel á, að i afmælisriti skáldsins hefðí 
A^erið tveimur ritgerðum fleira, önnur um Matthías og 
islenzkuna, hin um Matthías i kirkjunni, eða með öðrum 
orðum um sálma hans. 

Hér er ekki kostur á að fylla það skarð, enda getur 
filikt ekki átt heima i stuttri yflrlitsgrein. 

Þeir sem kunna að rannsaka áhrif annarra skálda <á 
síra Matthías og skáldleg leiðarljós hans, ættu að leita vel 
í íslenzkum bókmentum, áður en þeir fara lengra, T 
kvæðum hans kennir áhrifa frá Jónasi og Gröndal, en 
ekkert hefir víst enortið hann svipað þvi sem Eddukvæð- Skirnir. Matthias áttradnr. 7 

in og 8um fornkvæði vor. Hann á Bammerkt i þvi við 
eldri skáldin, bæði Sveinbjörn Egilsson, Jónas og Gröndal, 
Að hann befir numið margt af Sœmundar-Eddu. Manni 
dettur stundum i hug, að hann kunni hana alla utan bókar. 
Hann hefir mál hennar og blæ einkennilega vel á valdi 
sinu og leikur sér að háttum hennar. Á þessi fombún- 
ingur oft undarlega vel við, t. d. í kvœðunum um þá 
bræður, Guðbrand og Sigurð Vigfússonu, þar sem sést 
vel, hve samgróinn hann er anda Eddukvæðanna, lit þeirra 
-og list, en hefir þó ekki týnt sérkennum sínum, t. d. i 

þessu erindi: 

„Glömruðu gDnnlilifar, 
en ég geigs kendi, 
hlömmuðu h&salir, 
hurfu goðmegin. 
Hrannir fóru helsingja 
hátt á blálofti, 
iðnðu blikvæugir 
við beran mána". 

Rennur hér einkennilega saman nýtt og gamalt. Skáld- 
•fikapur Matthíasar birtist hér i búningi fornkvæðanna, 
t)æði máli þeirra og háttum. Seinasta braglínan minnir 
vist fiesta, er lesið hafa Völundarkviðu, <á vísuorðin : «Skildir 
ibliku þeira — við enn skarða mána.» Yfir þessum kvæðum 
hans hvilir einkennilegur forneskjulitur, er heillar vist flesta 
íslendinga. Ef til vill kemur þó hvergi eins vel i Ijós og 
i eftirmælunum eftir Stefán prest Jónsson, hve vel forn- 
búningar vorir geta farið í nútiðarskáldskap, ef málið 
■verður ekki of.forneskju blandið t. d.: 

„Glúpnað bafði blóðdrekkur, 

skriðið i bergsboru, 

svalt dýr drösuU 

drottinlaus á heiði". 
Stundum hrjóta vísuorð eða vísnabrot úr Eddu með öllu 
<ibreytt inn í Ijóð hans, eins og finna má dæmi til hjá Jónasi. 
T. d. i kvæðinu eftir Bjömson: »gullu við gséss* (sbr. Sig- 
urðar kviðu skömmu: »GuIlu við — gæss í túni«); tek- 
ur hann og orðrétt upp kafia úr Hákonarmálum og heim- 
fœrir upp á Björnson. Á kvæðinu um Pál Briem má sjá, 8 Matthlas ittræðar. Skfrnír- 

hve mjög hann hefir numið orðaskipun'af Eddukvæðunura. 
Þar stendur þetta erindi, sem er jafnsnjalt að máli og: 
hugsun, hljómlist og myndlist: 

„Miðlangsmenn 
á miðum úti 
viðra voða 
veðurspáir ; 
en hœrra hlær 
hrönn og vindi 
hugur hetju, 
er til himins stefnir". 

Annað vísuorðið, «á miðum úti,« á vist uppruna að* 
rekja til vísuorðsins »á viðum úti« i Völsungakviðu enni 
fornu. Er gaman að taka eftir, hvernig nýtt á sér upp- 
tök í fornu, á sér fjörgamla foreldra. 

Orðgnótt Matthiasar í íslenzku heflr lengi verið við- 
brugðið að makleikum. Þá er eg hygg að málinu á Ijóð- 
raælum hans og þýðingum, veit eg ekki, hvað mér flnst 
mest um: hve mjög hann heflr sogað i sig blæ og anda 
málsins — en á því veltur þeim mest, er rita vill gott 
mál, — eða hve flmlega honum farast samsetningar orða 
eftir lögum fornmálsins, eða þá orðasæg hans, sem minnir 
á stjörnur himins. Orðin þjóta sem gneistaflug út úr hon- 
um. Heflr þessi orðkyngi ekki alt af bætt kvæði hans^. 
en hefir komið honum að haldi, er hann þýddi rit Shake- 
^ speares og Byrons. Án hennar hefði hann alls ekki getað* 
^ýtt á vora tungu ágætustu verk orðauðgasta skálds Breta. 
Honum er jafntamt Eddumál og lifandi sveitamál. Auður 
islenzks dalamáls sést víst hvergi betur en á þýðiugum 
hans. Eg segi ekki, að sitthvað kunni ekki að mega 
finna að máli hars. En hann hefir náð svo mörgum og- 
fögrum sprettum úr móðurmáli voru, að ekki er ofhermt, 
að hann sé óskmögur íslenzkrar tungu, enda ann skáldið- 
þessari fóstru sinni hugástum, og hefir ort til hennar lof- 
snjöll erindi i kvæðinu til Vestur-íslendinga. 

Það er eðlilegt, að hann geti næstum þvi endalaust 
sett saman orð á ramforna vísu, úr því að málblærinn er 
honum innrættur, eins og hann hcfði drukkið hann með^ Skirnir. Matthias áttrK&nr. 9^ 

móðurmjólkinni. Þá er hann yrkir undir fornum háttum, 
fer hann nákvæmlcga að eins og fornskáldin. Hann 
skeytir orðstofna og orð saraan. Þessi orð eru einatt næsta 
aflmikil, t. d. »hlymhrönn« = hlymjandi hrönn (smbr. 
»hlyragarðr« eða »hryngarðr« hjá Þjóðólfi Arnórssyni), 
>glymháls« (sambr. »glymrö3t« = glymjandi röst), »frjó- 
dalir«, »fagurhjálmur« (sambr. »fagurlimi« i Alvíssmálum). 
Mœtti lengi telja slík orð. 

Hann ann ekki eingöngu krafti og hljómi setninga 
ogkvæða, heldur fá einstök orð og orðasambönd honum yndi& 
og nautnar. Mun þessi orðnautn einkenna flesta, er gefið 
er næmt máleyra. I eyrum margra lætur slikt sem ftírán- 
legt glaraur og orðaglingur. Orðið »Dvalin8raál« hefir 
náð töfratökura á skáldinu. Sama má segja um lýs- 
ingarorðið »svás< og miklu fleiri orð, ekkí sízt samsett- 
mannanöfn, heiti, kenningarnöfn og örnefni. 

Það er erfltt að gera grein fyrir málgildi kveðskapar 
Matthíasar og þýðinga. Efnið er órannsakað. Eg veit ekki, 
hvort hann heflr búið til mörg nýyrði til að merkja hug- 
tök eða hugmyndir, er tungu vora skorti áður orð á. 
Það er og ókannað, hve mörgum orðum úr mœltu málí 
hann hefir fyrstur manna auðgað ritmálið. En eg held, að- 
óhætt sé að segja, að hann hafi fiestum fremur sýnt auð- 
íslenzkunnar, mátt og firaleik, auk þess sem rit hans eru 
dj'rmæt gullnáma öUura þeim, er heyja vilja sér orðaforða 
og hvessa næmleik sinn á svip og sérkennura íslenzkrar 
íslenzku. 

Það er auðskilið, að Matthíasi hefir ekki orðið mál 
höfunda Eddukvæðanna og annarra fornkvæða vorra tor- 
numið. Hann er að eðlisfari likur þeim. Hann er í senn 
fræðimaður og skáld sem þeir og höfundar Islendinga- 
sagna. Kennir þessa i suraura kvæðunura. Hann verður 
sumstaðar að hafa söguskýringar neðanmáls, eins og^ 
Eggert Olafsson, t. d. í einu flughraðasta kvæði sínu,.. 
»Skagafirði«, Vígi Snorra Sturlusonar, og hefði suraura 
vist verið þörf á þeim i kvæðinu til Vestur-íslendinga. 
Eg held, að menn skilji betur Eddukvæðin, er þeir hafa :10 Matthias áttræðar. Skirnir. 

lesið kvæði Matthíasar vel, og að það sé heilræði sumum 
Eddufræðingum, er þykir gaman að sýna lærdóm sinn á 
að finna þar sem flest innskot, að kynna sér vel kvæði 
hans. Matthias hefir mætur á allri sögu íslands og fræði, 
og það er engin tilviljun, að hann er einn stofnenda 
Þjóðmenjasafnsins. 

Það má snúa því upp á skáldið, sem hann lætur 
.fiögugyðjuna eða fræðidís lands vors segja við Guðbrand 
Vigfússon látinn. 

„"Fræðin min þú knnnir 
fastara og betar flestnm, 
sem eg fæddi á brjósti". 

Það er þvi eðlilegt einkenni á erfiljóðum hans, að honum 
hepnast þau eftirmæli bezt, er ort eru eftir fomfræðinga, 
t. d. Sigurð heitinn málara, Jón Arnason og þá Sigurð og 
Ouðbrand Vigfússonu, er allir fyltu hug sinn fornum rök- 
um og rúnum. Hann dregur listamyndir af andlegum sjóð- 
um þeirra, og lýsir skáldið þar altaf óafvitandi sjálfum 
sér að nokkru. Og ættjarðarást lifir í Ijóðum hans, enda 
hefir hann ort mörg fósturjarðarkvæði, og hann skortir 
-ekki þjóðarmetnað : 

„En á meðan bátt i hæðam 

bróðar unir listamanns, 

sannast mnn af fornum fræðam: 

Fjallkonan var móðir hans", 

kveður hann um Niels Finsen. Þetta eru seinustu vísuorð- 
in i úrvalsljóðunum. Má hafa þau ura Matthias, svo ram- 
íslenzkur sem hann er í eðli, mentun og anda. 

Það hefði mátt gefa út all-álitlegt Ijóðsafn eftir hann, 
annars konar en úrvalsljóðin, og kalla íslendingaljóð. 
Egá þar við kvæði þau, er hannhefir kveðið um merkis- 
menn sögu vorrar, og sum erfiljóð hans. Þá hefði alþjóð 
manna mátt sjá, hvílíkt þjóðræknisverk hann hefir þar 
unnið. Ekkert íslenzkt Ijóðskáld hefir gert neitt svipað. Erfiljóð hans eru mörg bandið eða brúin milli sögu- 
Ijóða hans og sálraa, milli fræðimannsins og trúmannsins, £kiroir. Matthias itttrBÖnr. 11 

mannvinarins og prestsins. Það er eðiilegt, að hann kveði 
um merkismenn samtiðar sinnar, úr þvi að honum lætur 
Ævo vel að yrkja um mæringa fortíðarinnar, í erfiljóðun- 
um gaf og færi k þvi i senn, að lita yíir liðna æfi og lofa 
guð i hæðum. 

Það er islenzku kirkjunni til litillar virðingar, að hún 
hefir ekki sýnt sira Matthiasi meiri sóma en hún hefir 
^ert. Og það gegnir furðu, að enginn islenzkra kenni- 
manna hefir gerst til að rita um sálma hans, finna fyrir- 
juyndir hans þar og meta gildi þeirra. 

Ekki þarf lengi að blaða i Ijóðmælum hans til að kom- 
.ast að raun um, hve brennheitur trúmaður hann er. Eng- 
;ir vantrúarstormar hafa brotið trúarstofn hans, þótt þeir 
kunni að hafa sveigt lauf hans og liraar. Þorsteinn Gisla- 
flon segir, að skáldið hafi kynst rammasta trúleysingja, 
-er hann var á fermingaraldri, og hafi honum staðið stugg- 
ur af skoðunum hans. Mér segja og merkar frændkonur 
skáldsins hér i Reykjavik, að móðurætt hans sé mjög trú- 
hneigð. Eg held, að mönnum sé ekki Ijóst, hve geysi- 
mikið ber á trúmanninum i Ijóðum hans, og truflar það 
stundum listina, sem Poestion bendir á. Lesi menn erfi- 
Ijóð hans og taki eftir, hve guðs nafn er þar oft nefnt, 
og Matthias leggur það ekki við hégóma. í þessu efni er 
fróðlegt að lesa visurnar »StjórnarmáIið«, ortar 1869, er 
fyrri stjórnarbaráttan við Dani stóð sem hæst. Hann veit 
eitt ráð, er dugir í stjórnmálastriðinu : að horfa »upp til 
himins, unz heilög sólin skin«. Margir kannast við, að 
hann endar kvæðið um Skagafjörð á trúaráminning til 
héraðsmanna. Eg held, að það lýsi vel, hve trúin er rik 
i hug honum, er hann lætur slíkan veraldarmann sem 
.Snorra Sturluson óska þess i skriftamálum sinum, að guð 
leyfði honum að ganga i klaustur. Án trúar flnst skáld- 
inu hann alls ekki geta lifaö: 

„Eg trúi, þvi að alt er annars fari&, 
og ekkeit, sem er mitt, er lengur til". 

Einkennileg er sú trú hans, að einhverir huldir vernd- 
.arvœttir sveimi umhverfls oss og með oss: 1Í Matthlas áttræðar. Skirnir^ 

' „Eina erta aldrei, svo ÍBnir hyggjaa min, 

þvi verur eru nærri, sem vilja gæta þin". 

En trú skáldsins kemur auðvitað best í Ijós i sálm- 
um hans. 

Matthías segir í erindi um Hallgrim Pétursson (Skírnir 
1914, bls. 191): »Þegar vér svo virðum H. P. fyrir oss 
sem sálmaskáld eingöngu, megum vér sleppa öllum sam- 
anburði ; í þeirrí grein ber hann höf uð og herðar eigi ein- 
ungis yfir alla samtíðarmenn sina hérlenda, heldur öll 

sálmaskáld vor, sem síðan hafa lifað. Þótt þá og 

siðan hafl verið ort einstök guðrækin Ijóð jafn fögur og 
hrifandi, hafa þau verið stutt og á stangli ; er margt á 
miUi að yrkja einn og einn ágætan sálra, og samstiltan 
ílokk margra sálma, eins og píningarsálmar H P. eru.« 
Nokkuð kann að vera hæft í þessu. En eg held samt,. 
að séra Matthías hafl ort alfegurstu sálmana, sem við eig- 
um. Mér finnast engir sálmar eins hrífandi og sálmar 
hans. Og það er trú mín, að þar takist honum bezt. Þar 
eru engir utúrdúrar, ekkert, sem glepur né spillir áhrif- 
unum, mælska og rímlist hleypur þar aldrei með hann í 
gönur, þar skortir aldrei efni. Eða hvað getur fegurra 
en þessi erindi: 

„Hann heyrir stormsins hörpuslátt, 
hann heyrir harnsins andardráttt, 
hann heyrir sinum hirani frá 
hvert hjartaslag þitt jörðu á. 

I hendi guðs er hver ein tíð, 
i hendi guðs er alt vort strið, 
hið minsta happ, hið mesta fár, 
hið mikla djúp, hið litla tár". 

Er það áhrifamikið, að skáldið nefnir í sömu and- 
ránni hið smæsta og stærsta: »hið mikla djúp, hið litla 
tár«,og hæsta oglægsta: »storrasins hörpuslátt* og »barns- 
ins andardrátt«. Hann fer hér likt að og Jónas i þessum 
gullfögru orðum: »H;\a skilur hnetti | himingeimur | blað- 
skilur bakka og egg*. Og hvergi sannast það betur er^ -:Sk{rDÍr. Matthias áttræöur. 13 

í einum nýárssálminurn, að hann nái hæsíum tónum »af 
landsins 8onum«, þeim er byrjar svo: 

„Aftar að sólunni sveigir nú heimskaatið kalda. 

SoDurinn týndnr i áttbagann girnÍBt a& halda. 

Sólnanna sól, 

sál vor er reikaodi hjól, 

snú þú 088, Alfaðir alda." Guðstrú síra Matthiasar á víst mikinn þátt i bjart 
'flýni hans. Hann trúir því, að lífið hér á jörðunni batni: 
»Jú, 8Ú trú, að tárin sjatni, | trú min8 lífs, að jörðin batni, 
i sættir mig við guð og geim«. Hann trúir á sigur þess, 
flem gott cr kallað í mannseðlinu, finnur það víða og er 
tamast að lýsa þvi. »Ekki er það af ointómum fieðuhít- 
um eða smjaðri, að eg kannast fremur við kosti manna 
en lesti, heldur er raér eiginlegt að lýsa hcldur hverri 
kind með heilu reifi og haustholdum, cn horaðri og naktri 
.að vori til«, skrifar hann (»Ferð um fornar stöðvar*, Rvík 
1913). Af þessu stafar það, að honum sýnist stundum 
fara i erfiljóðagerð likt og sólunni, er skin jafnt á réttláta 
og rangláta. Erfiljóð hans bera mannúð hans fagurt vitni, 
og ekki er það kynlegt, þótt hann eigi miklum vinsældum 
að fagna. Mörgum syrgjendura og grátendura, ekkjum og 
^instæðingum, hefir hann eent huggunarljóð. Hann yrkir 
bæði eftir höfðingja og smælingja. Hann er saraúðar- 
maður, samúðar- og raannkærleikaskáld. 

„Fast bindur auður og ábati lönd, 
andinn þó sameinar betur; 
elskan þó bezt, hennar alveldis hönd 
yfir tekur", 

kveður hann. Þessi trú er engin uppgerð' né látalæti, 
heldur á hún sér rætur í upplagi hans og hjarta. »Það, 
.flem maður fyrst rekur augun i hjá sira Matthiasi, næst 
vexti og ytra útliti, er glaðlega, vingjarnlega viðraótið, 
hvar sem hann hittist. Það eru engir kaldir, grannir 
fingurgómar, sera rétt er tylt í hendi raanns, þegar hann 
Jieilsar, heldur er það heill, hlýr og rajúkur hramraury 14 Matthias áttræðar. Skirnir^ 

sem grípur um höndina og skekur hana vingjarnlega og' 
ynnilega*, ritar Guðmundur Hanncsson. Þessi hlýi hramm- 
ur tekur hvarvetna í Ijóðmælum hans í hönd lesendunum 
og vermir þá, hvort sem honura tekst eða bregzt braglistin. 
Við hálfgrátura, er við heyrura hann raula margar vísur 
sínar, grátum líklega oftar, er við erum með honum, cn 
með nokkru öðru islenzku skáldi. I Ijóðraælura hans finu- 
ast víst engin haturraál, og þar kennir litiUar andúðar. 
Hann er að þessu leyti gagnólíkur Þorsteini Erlingssyni,. 
og var von, að þeir ættu ekki skap saman. Matthías 
ræðst sjaldan á, rífur ekkert niður, getur ekki refsað, eins 
og haft er eftir honura ura sjálfan sig. Þó raá raarka 
það af »Nýársósk Fjallkonunnar« (sera því miður vantar 
í úrvalsljóðin) og af »Hringsjá« hans til Valdiraars Brieras, 
að hann skortir ekki auga á göUura og glöpura mannanna. 
Það sýnir kraftinn og alvöruna í bjartsýni sira Matt- 
híasar, að engir harmar hafa getað feykt henni til. Þá 
er ritað er um skáldið, er ekki auðið að láta lifssorgar 
hans ógetið. Hann kveður um hana: 

„Vera má, að vissar taagar 
visnað hafi i þeirri hviða; 
vist er eitt, að engir strengir 
æðra lifs mins skaða biða". 

Og þetta er víst dagsanna. Þessi mikla sorg hefir 
meira að segja verið lifgjafí eins allra bezta kvæðis hans, 
og f jölraörg þeirra eru lauguð og hituð í henni. Er dapur- 
legt að hugsa til þess, að þau eru shku verði keypt. Og raun 
þetta eiga heiraa um mörg ágætustu skáldrit og kvæði — 
þau eru sprottin af þjáningum og sársauka. 

"Thi Sangerens Bryst, naar han rigest bevœrter, 
er dybt som Gndsmoders velsignet med Smerter, 

kveður danskt skáld, Sophus Claussen. 

Og fleira hefir blásið á móti. En hörmulegast er þó 
það, að hann hefir ekki notið sin, ekki orðið það sem 
efni voru til. Það er ekki gott að verjast þeirri hugsun, 
er menn eiga við hann samræður, að furða sé, að hon- 
um hefir ekki orðið meira úr hæfileikum sínum, svo mikl- Skirnir. Matthias áttrœdar. 1&- 

um tilþrifum og háura tónum, sem hann heflr þó náð. 
Alt verður að myndum og lílvingura, er hann skynjar og- 
um hugann flýgur, haun kann kynstur af sögura og segir 
allra raanna skemtilegast frá, og mörg athugasemd sýnir 
skilning hans á raönnum og mannlegu lifi. Sorglega 
skammsýnir voru þeir, löggjafar vorir á fyrstu löggjafar- 
þingunura, er þeir veittu Matthiasi ekki full skáldalaun, 
8V0 að hann gæti helgað líf 3itt skáldskap og þýðingura 
á ágætisverkura útlendra bókmenta, t. d. þýtt öll rit 
Shakespeare's. í kringura 1880 hafði síra Matthíasi hug- 
kværast svo margt, sera engura nema guðs og Braga úr- 
völdum pat dottið i hug, og sýnt hvilíkur afburðaþýðari 
hanu var, að það er ófyrirgefanlegt, að hann var þá 
nej'ddur til að stofna bú og sækja um prestakall. Honura 
eru fyrst veitt sæmileg skáldlaun, er hann er hálfsjötugur. 
Hagsýnir menn kaupa helzt unga gæðinga, en íslending- 
ar kaupa skáld og andans raenn þá fyrst, er þeir gerast 
gamlir og þeir hafa þrælkað þá beztu ár æfinnar. Eg vona, 
að menn fyrirgefi, þótt dæmið kunni að vera heldur rudda- 
legt, en það er vel fallið til skýringar á þessu ráðlagí 
stjórnmálaraanna vorra. Enginn veit, hve langt verður 
þess að biða, að slikur þýðari sem Matthias risi upp á 
meðal vor. Hanu finnur sáran til þess, að honum hefir 
ekki veizt sá. þroski, er hann hefði getað tekið og átt 
að taka: 

„Og lengst af œfi á sollnam sœvi mitt sigldí far 

viö skort á þekking, við brask og blekking og barst um mar; 

þess geldar hnekkis mitt gáfnaskar, 

að gæfan ekki mér betri var". 

Og enn kveður hann: 

„Týnda bragarblómim 
bætir enginn mér. 
Ekki nema óminn 
eftirlœt ég hér". 

Og enginn bætir íslandi »týndu« blómin hans. En merki- 'lö Matthlas áttrœður. Sklrnir. 

legt er. að ckki verður vart kulda né gremju, er skáldíð 
hugleiðir slikt hlutskifti. Af bálför enska'stórskáldsins og mannvinarins, Shelleys, 
^r^sögð sú saga, að hjartað hafi ekki brunnið, og það hafi 
verið tekið óskemt úr bálinu. Er sögn þessi merkileg, 
snertir oss sem opinberun æðri sanninda. Það liggur fyrir 
okkur flestum, að sibrennandi Surtarlogi eyðir oss og öll- 
um verkum vorum, óðara en þau eru unnin og vér er- 
um horfnir af leikvelli hfsins, svo að ekki sér þar eftir 
tangur né tötur. Að eins örfáu vinna eldarnir ekki á. 
Hjartað í síra Matthíasi verður eilt þess örfáa, er lengL 
áBtenzt loga tortimingar'og tiða. 

Sigurðu)' Guðmundsson. f LLesturinn og sálarfrædin. Fáar mannlegar athafnir eru algengari en lesturinn, 
<og engin algeng athöfn er mannlegri. Hvað sem kann 
-að vera um mál dýranna, þá er vist, að þau eru ólæs. 
Með lestrinum fá menn í siðuðum löndum meginið af allri 
íræðslu. Hann er aðallykillinn að auðæfum andana, forn- 
um og nýjura. Sjaldan líður svo dagur, að mentaðir 
menn taki sér ekki bók eða blað i hönd, og þótt þeir 
geri það ekki, þá mætir auganu í öðruhverju spori letur, 
sem það les. 

Það ætti því að vera skylt, að vita ögn um það í 
hverju þessi athöfn er fólgin, hvernig vér förura að þvi 
að lesa. Lesturinn er ágætt dæmi þess, að það er sitt 
hvað að kunna eitthvert verk og hitt, að vita gjörla 
hvernig ma5ur fer að því. Rannsóknir þær, sem gerðar 
hafa verið á lestrarathöfninni, eru og vel fallnar til að 
sýna rannsóknaraðferðir sálarfræðinganna og hvernig þær 
greiða úr ýmsum atriðum, sem ekki verður leyst úr með 
einfaldri sjálfsathugun. Eg ætla þvi að skýra nokkuð frá 
þeim. 

í fijótu bragði kynni að virðast svo sem lesturinn 
væri fremur einföld athöfn, en í rauninni er hann eitt af 
þeim störfum, sem flóknust eru og erfiðast er að rann- 
saka, þvi við lesturinn koraa til greina allar hliðar með- 
vitundar vorrar, og þó með ýmsu móti eftir þvi hvemig 
leaið er. 

Fyrst er s k y n j u n i n, vér sjáum það sem vér les- 
'um; þá er hugsunin, vér komumst að merkingu hins 

S 18 Lestarínn og sálarfræðin. Skirnir.. 

lesna; minnið geymir i huganum það sem vér vorum 
að lesa, meðan vér lesum áfram ; skilningurinn 
flnnur þráðinn i því ; v i 1 j i n n ræður þvi hvernig vér 
beitum oss við lesturinn; tilflnningin gagntekur 
oss meira eða minna, eftir þvi hvert efnið er (og það 
hefir mikil áhrif á lesturinn sjálfan); og loks eru 
talhreyfingarnar, hvort sem vér lesum upphátt 
eða með sjálfum oss. En þótt lesturinn sé svona marg- 
þætt athöfn, þá gengur hún svo reiprennandi fyrir æfðum 
lesara, að hann finnur ekkert til þess hve flókin hún er. 

Það sem nú var sagt getur hver maður fundið sjálf- 
ur með athugun og íhugun. En hitt, hvern þátt hvert 
þessara atriöa á í lestrinum, hvernig þeim er háttað hverju 
fyrir sig og hvernig þau vinna saman, um það vissu menn 
ekki og gátu ekki vitað nema með því að gera tilraunir. 

Vér skulum þá fyrst lita á það, hvernig augun starfa, 
er vér lesum. 

Ef vér sitjum beint fyrir framan mann sem er að 
lesa og gefum nákvæmar gætur að augunum i honum, þá 
sjáum vér, að þau hreyfast allreglulega eftir linunum, frá 
einni hlið blaðsiðunnar til annarar. Þetta kemur þó ef 
til vill enn betur i Ijós, ef vér leggjum spegil á blaðsið- 
una, andspænis þeirri sem verið er að lesa, og horfum i 
liann yfir öxlina á lesaranum. Vér getum talið hve 
margar feröir augun fara þannig frá vinstri til hægri á 
einni blaðsíðu, og reynast þær þá jafnmargar og linurnar. 
Ef vér athugum vel, sést það og, að augun hreyfast ekki 
jafnt frá vinstri til hægri eftir linunni, heldur i smárykkj- 
um til enda hennar, og fara svo aftur, venjulega i einum 
rykk, til vinstri að byrjun næstu línu. Þó undarlegt sé, 
þá höfðu menn ekki veitt þessu eftirtekt, eða að minsta 
kosti ekki svo kunnugt sé getið þess á prenti, fyr en 
franskur brautryðjandi i þessum rannsóknum, Javal að 
nafni, gerði það árið 1879. 

Það er þó engan veginn auðvelt að athuga hreyfingar 
augans þannig beinlínis, einkum ef hart er lesið, og ná- 
kvæm vitneskja um hraða þeirra og eðli alt, og hve lengi Skiroir. Lestarina og sálarfriBÖin. V^ augað nemur staðar á hverjum stað, fæst ekki með því 
móti. Þess vegna hafa verið fundnar upp hugvitsamleg- 
ar aðferðir til að gera hreyflngar augnanna og viðstöður 
sýnilegar og mælanlegar. Ameriskur sálarfræðingur, Huey 
að nafni, sem raikið hefir gert að lestrarrannsóknum, bjó- 
Mynd af lestrarhreyíiognui augans, eftir H n e y. 

Myndin tekar yfir sex linar, sem lesnar vora, of; tvær á andan og 
tvær k eltir, sem ekki vora lesnar. Aag^nam var þar litið frjálst yfir 
linarnar endanna á milli og að eins fest sjón & bjrjan þe.rra og enda. Breiða, 
lóðrétta linumar og feita deplarnir sýna hvildir aagans, en litla depl- 
arnir i lárétta linanum era sinn eftir hvern neista. Eyður era i linanam 
þar sem vi8irinn hefir ekki namiö við papplrinn. 

til næf urþunnan hring, er hann f esti á homhimnu augans. 
Þetta oili engum óþægindum, af þvi að augað var deyft 
með »kokaíni«. Á þennan hring var festur laufléttur vog- 
arstangararmur, er stóð i sambandi við eins konar visi. 
Oddurinn á þessum visi snerti hliðina á slvalning, er sner- 
ist fyrir úrverki. Um sivalninginn var pappir, svertur l 
lampareyk. Visirinn ritaði þvi hreyfingar augans í lampa- 
reykinn á pappirnum. Til þess að mæla hraða þeirra, var 

2* 20 Lestarino og sálarfrœðin. Skimir. 

rafmagnsstraumur leiddur gegnum vísinn til sívalnings- 
ins. Straumurinn var slitinn með jöfnu, stuttu millibili 
(0,0068 úr sek ) og markaði þá neistinn depil á pappírinn. 

Slikar rannsóknir hafa nú sýnt, að augað fylgir hverri 
linu i smá rykkjum með hvildum á milli, frá vinstri til 
hægri, en fer svo í einum rykk aftur til vinstri. Þó ber 
iþað við, að augað staðnæmist áður en það nær byrjun 
næstu línu, eins og til að átta sig, einkum ef línan er 
löng. Sé lesraálið i meðallagi auðvelt og línulengd eins 
og í »Skírni«, eru rykkirnir rainst tveir en mest sjö, eftir 
hverri línu, venjulega fjórir til sex. Rykkirnir verða ekki 
fleiri eða færri eftir því hvort blaðið er nær eða fjær 
^uganu, en þeim fjölgar er letrið sraækkar, eða tekstinn 
þyngist. Auðvitað verður hver rykkur augans styttri 
þegar blaðið færist fjær, og sraáar hreyfingar þreyta aug- 
^ð meira en langar. Þess vegna hættir mönnum, eink- 
um börnum, við að færa bókina nær augunura, en þar 
með vex hættan á nærsýni. 

Augað byrjar sjaldan alveg frerast á linunni, heldur 
•ögn inni í henni, og skilur þó lengra bil eftir frá endan- 
«m. Á »SkírnÍ8«-Iínu fer það yfir 78— 82^0 af linu- 
lengdinni. 

Rykkirnir eru rajög raislangir, og eins hvildirnar 
milli þeirra. 

Ef menn lesa eins hart og þeir geta, fækkar hvild- 
'um hverrar linu, og um leið verða þær styttri. Augna- 
Tykkirnir verða að saraa skapi lengri, en hraði þeirra vex 
-ekki, enda virðist hann ekki lúta stjórn viljans. Fyrsta 
hvildin í hverri linu er lengri en hinar, einkum ef hart 
er lesið. Það er eins og athyglin sé að búa sig undir 
það sem á eftir fer. 

Tilraunir með börn, 9 — 11 ára, sýndu að augu þeirra 
taka fleiri og lengri hvíldir en fullorðinna, en augnarykk- 
irnir eru eins snöggir hjá þeim. 

Rykkir augans eru nú svo snöggir, að vér greinum 
€ngin orð meðan á þeim stendur. Lesturinn fer þvi fram 
i hvíldunum. Skirnir. Leatnrinn og sálarfraöín. 2t 

Tilraunir hafa sýnt, að fái augað 80-— 60 mismunandi 
áverkanir á sekúndunni, getur það ekki greint þær að, 
heldur renna þær saman fyrir skynjaninni, Sé t. d. 
kringlu með hvítum og svörtum geirum til skiftia snúið 
hratt, þá sér augað ekki hvitu og svörtu geirana, heldur 
sýnist kringlan grá. Nú eru rykkir augans svo snöggir, 
að það fær fleiri en 60 áverkanir á víxl af svörtum stöfum 
og hvítum bilum á sekúndunni. Mætti því búast við a^ 
leturlínan yröi að giáu bandi fyrir auganu, en svo erekki. 
Hvernig á þessu stendur er óvíst enn þá. Þó hefir veri^ 
bent á það, að hver rykkur augans varir oftast ekki meira 
eu fjórðapart af þeim tima sem hvildin á undan tekur. 
Minningin um það sem augað sér á hvildinni varir, og 
getur því ef til viU bægt frá meðvitundinni áhrifunum 
sem augað fær á hreyflnguniii, og næsta hvild máð þau út. 
Hins vegar kæmi oss það að engu gagni, að sjá línuna 
sem grátt band, og vér gefum löngum engan gaum að þeim 
áhrifum sem ekkert stoða oss. 

En hve mikið grípur nú augað yflr i hverri hvild? 
Ef vér lítum á prentaða blabsiðu, flnst oss vér Sjá yfir 
talsvert svæði nógu vel til að lesa það, en þetta er ímyndun, 
sem ef til vill kemur af þvi, að blaðsíðan er nokkurn veginn, 
jafnbjört fyrir sjóninni, og svo gefum vér ekki gaum aö- 
ósjálfráðum hreyfingum augnanna. I raun og veru er það- 
lítið svið, sem augað getur lesið án þess að hreyfast. 
Þetta má reyna með því að stara á tiltekinn staf i línunni 
og athuga hve mikið maður getur lesið i kring, en það- 
er ákaflega erfitt, af þvi auganu hættir við að hreyfast 
og þreytist fljótt, ef starað er. Hefir það reynst svo, a^ 
raenn gátu lesið meira af prentuðu máli, ef þeim var sýnt 
það Vioo úr sekúndu en ef sýningin varaði lengur. 

Tii slikra rannsókna er venjulega snarsjáin (tachisto- 
skop) höfð. Það er verkfæri sem sýnir á örlitlu broti úr 
sekúndu það sem athuga á. Er þvi stundum hagað svOy 
að málmplata með þverrifu á er látin falla framan við 
linuna sem lcsa á. Linan sést þá aðeins meðan rifan fer ."22 Lestnrinn o^ sáUtrfrsöin. Skimir. 

framhjá, og því skemur sem húri er mjórri og platan fell- 
ur hraðar. 

Með snarsjánni má nú prófa hve langa parta úr linu 
inenn geta lesið vilIulauBt i einni svipan. Huey prófaði 
t d. fjóra menn og lét línuna sjást '/o8 ^r sekúndu. Þeir 
lásu á þeim tima að raeðaltali um 11 stafa bil, og svarar 
það til þess er menn lesa í venjulegura lestri i einni hvild 
augans, að meðaltali. En stöku sinnura gátu þeir lesið i 
einu sem svarar hálfri »Skirnis«-linu. 

En hve raikið tekst að lesa i einni svipan, fer rajög 
•eftir orðasarabandinu. Auðveldast er að lesa þegar orðin 
falla i stuðla eða rim, eða eru á annan hátt nátengd, erf- 
iðast að lesa sundurlaus oið. Orðasarabandið virðist og 
ráða raiklu um það, livoru megin við stardopilinn vér les- 
um meira, en stardepil kalla eg þann stað er vér fcstum 
«jón á. Venjulega lesa menn raeira hægra raegin við 
stardepihnn, þegar langt er lesið, sem kemur Hkiega af 
þvi, að betur raknar úr rainningum vorum áfrara en aft- 
ur á bak, vér erum t. d. fljótari að telja áfram en öfugt. 
'Orð sem vér festum sjón á vekja grun um hvað eftir 
muni fara, og hann hjálpar oss til að greina það. Fyrri- 
hluti orðs, sem vér sjáura til hægri, dregur freraur seinni- 
hlutann frara i hugann, heldur en seinni hluti orðs, er 
vér sjáum lengst til vinstri, fyrri hlutann. 

Einkennilegt er það, að menn geta lesið orð i meiri 
fjarlægð frá stardeplinum en einstaka stafi og þózt þó 
«já alla stafi orðsins skýrt. Af ósarastæðura stöfum eins 
og i. á. V p þ 8 r h m geta menn venjulega ekki lesið 
meira en 4 — 5 í senn, þó þeir geti ef til vill lesið 2ð-8tafa- 
orð á saraa tiraa. Æfðir lesarar greina i raeðallagi langt 
orð á ^lxQQQ úr sek. og eru jafnfljótir að lesa það eins og 
-einstakan staf. Af þessu virðist nú auðsætt, að vér lesum 
>ekki staf fyrir staf, heldur skynjura orðin í heild. Um 
þetta geta lesendurnir skapað sér skoðun sjálfir, mcð þvi 
að gera tilraunir með lista þann sera hér er prentaður^ 
lesa fyrst stafadálkinn niður eftir eins hart og þeir geta, 
Annaðhvort upphátt eða með sjálfura sér, og raarka tím- :8kirDÍr. LeatarÍDn og ■&larírædin. 23 -ann sem það tekur (helzt með markúri), lesa svo á sama 

hátt hvern dálkinn af öðrum og bera saman tímana sem 

þeir taka hver fyrir sig. í öðrum dálki eru fjögra stafa, 

i þriðja átta stafa og í f jórða dálki tólf stafa orð. Tilraun- 

in mun sýna, að stafafjölguuin tefur tiltölulega litið. r 


bagi 


rifrildi 


skuldamiðabók 


V 


axla 


hnjóskur 


aðfangadagur 


æ 


ri8t 


aðdjúpur 


sýkingarefni 


:Þ 


tafl 


bruUaup 


hindurvitnin 


ö 


frjó 


grallari 


púðurstikill 


z 


haft 


flakRaAt 


organsláttur 


P 


ermi 


jarteikn 


ókunnugleiki 


X 


iður 


postulin 


ritþráðarstöð 

list 


þýlyndur 


ólastanlegur 


á 


bygg 


jóreykur 


mjúkraddaður 


b 


fans 


kampavin 


verksummerki 


d 


díll 


dálitiil 


munnsöfnuður 


i 


glit 


búsifjar 


undandráttur 


f 


pils 


álengdar 


sveitarsakir 


e 


áfir 


bruggari 


tvískinnaður 


i 


kyrr 


flaumósa 


skikkanlegur 


k 


prik 


gunnfáni 


hverfisteinn 


m 


fíkn 


drýldinn 


bráðabirgðir 


-ó 


bris 


heilagur 


afturkreista 


a 


seil 


einhentur 


suddarigning 


n 


gnýr 


ábristir 


niðurskurður 


.ý 


skál 


harðýðgi 


ósjálfstæður 


u 


ásjá 


eyjóttur 


austurrískur 


j 


^iigS 


afskrifa 


skrykkjóttur 


é 


heit 


snikkari 


huliðshjálmur En hvað sjáum vér þá i raun og veru þegar vér 
lesum? 

Um það eru nokkrar mismunandi skoðanir, sem eg 
31Ú skal drepa á. Þœr eru allar bygðar á tilraunum og 
iíklega allar réttar, hver um sitt tilfellið. 24 Lestnrnni og sálarfræðin. Skimir^ 

Ein skoðunin er sú, að vér lesum ekki heil orð og- 
ekki heldur alla stafi í hverju O'rði, heldur sjáum í raun 
ogveru aðeins nokkra stafl, sem auðkenna orðið og kalla 
mætti »kenni8tafi«, hinum bætura vér við frá sjálfum oss, 
þvi að tilraunir sýna, að menn lesa orðið í snarsjánni, ef 
kennistaflrnir eru þar, þótt hina vanti eða aðrir séu settir 
i staðinn. Þannig mundu menn eflaust lesa hmgr, glly 
svrdgi, fllibjlr, og einkennilegt er það, að menn sjá 
oft eius skýrt þá staflna sem vantar, eða sýnist réttur 
stafur vera þar sem rangur er, svo sem þegar mönnum 
sést yflr prentviUur. Fyrsti stafur hvers orðs er nálega 
ávalt kennistafur, t. d. mundu fáir sjá að ugu ætti að' 
vera augu eða að ygi ætti að vera lygi. 

önnur skoðunin er sú, að vér þekkjum orðin sem 
heild, af lengd þeirra og lögun, af því að tilraunir sýni 
að menn geta lesið kunnug orð úr meiri fjarlægð en svo 
að einstakir staflr verði greindir, enda sé það yfirleitt svo,, 
að vér þekkjum ekki heildina af pörtunum, heldur af form- 
inu, skipulaginu, vér sjáum ekki að - i d sé 5 eða -í I 

r 
u 

sé K, og vér sjáum ekki i einni svipan að ^ á að 

e 
1 

vera lestur. 

Þriðja skoðunin fer bil beggja hinna. Hún játar að 
vér þekkjum orðin að miklu leyti af »kenni8töfum«, en; 
leggur þó mikið upp úr heildarsvipnum. Orðið fær ein- 
mitt svip, lögun og liðamót eftir hæð, breidd og lögun 
stafanna, sem i þvi eru; orð eins og t. d. mannamunur,. 
góugróður, lítilsvirða, náttgalakliður, þjóðvalds8tjórn\ hafa 
hvert sinn svip. 

Sannleikurinn mun nú vera sá, að sin ,af þessum 
skoðuuum kemur heim i hvert skiftið. Vér lesum ekki. 
altaf eins, stundum þekkjum vér orðið aðallega af »kenni- 
8töfunum«, stundum sem heild, stundum i liðum. Því 
kunnari sem orðin eru eða lesmáh'ð auðveldara, því meir 
þekkjum vér orðin af svipnum einum, en þegar orðin eru 
ókunn eða erfið, verður lesturinn Hkari þvi sem á sér Skiniír. LeBtarínn og sálarfrsðÍD. 25* 

stað hjá byrjendum, og getur jafnvel farið 8vo, að vér 
lesuni staf fyrir staf. 

Um það, hver hluti orðsins 8é raikilvægastur við le8t- 
urinn, geta menn gengið úr skugga með þvi að lesa t. d. 
tólfstafaorðalistann hér að fraraan, þannig að festa sjónir 
fyrst á fyrri hluta hvera orðs, ein8 og raönnum er eðli- 
lega8t, og síðan lesa hann þannig, að stardepillinn verði 
nær enda hvers orðs. Sama má sjá með því að lesa tvo 
texta, þar sem í öðrum eru feldir burt fyrri hlutar orðanna 
en i hinum seinni hlutarnir, og athuga hvort betur geng- 
ur. Reynist þá svo, að meira er komið undir fyrri hlut- 
anum, enda Hggur í voru máli áherzlan á honum, og í 
fyrstu samstöfunum er venjulega aðalmerking orðsins fólg- 
in. Og 8V0 raknar hér sem annarstaðar greiðar úr minn* 
ingunum áfram en aftur á bak, 

Að efri hluti orðsins má sín meira en neðri hlutinn 
fyrir skynjun vorri, má sjá með því að leggja t. d. rönd- 
ina á pappirsblaði eftir miðri línunni, svo að helmingurinn af 
af orðunum standi upp undan eða niður undan blaðinu, og 
reyna svo að lesa. Að ef ri hlutinn er meir varðandi, raun koraa 
af þvi, að miklu fleiri stafir skera sig úr linunni að ofan en 
að neðan, og svo gefum vér að jafnaði meiri gaum efra 
parti hlutanna en neðra, og keraur það ef til viU at þvi, 
að vér stöndura ekki sjálfir á höfði. 

Þá höfura vér og mikinn stuðning við lesturinn af 
því sem vér sjáura út undan oss. Hefir það verið sýnt 
raeð þvi að láta raenn lesa raeð gleraugum, sem hindruðu 
alla sjón til hliðar, og truflaðist lesturinn mjög við það. 
Margt bendir til, að mönnura megi skifta í tvo flokka, 
eftir því hvemig skynjan þeirra er varið við lesturinn. 
Sumir festa sjónina skarpt á því sem þeir lesa, þeir 
grípa yfir litið i senn, en lesa nákvæmlega, vita með 
vissu hvað þeir sjá og geta litið í eyðurnar. Aðrir gripa 
yfir stærra bil, hafa hugann aðallega á þýðingu þess sem 
þeir sjá, lesa orðin i heild, eða jafnvel heilar málsgrein- 
ar, og geta drjúgum í eyðumar. Þeir eru þó ekki œtí?>' 
fijótari að lesa en hinir. — aS Lestorínn og sálarfræðin. Skirnir. 

Vér höfum nú séð, hvernig sjónin starfar að lestrin- 
um, og skulum nú víkja að öðrum hliðum hans. 

Þegar menn lesa með sjálfum sér, þá er það venju- 
lega svo, að þeir ekki eingöngu sjá orðin sem þeir lesa, 
iheldur hafa þau og yíir i huganum og oftast heyra þau 
þar lika. öllum sem þetta mál hafa rannsakað hefir 
reynst það svo, og þykir þvi sennilegt, að þetta »innra 
tal« eigi sér alment stað hjá öllum lesurum, að lesturinn 
sé fólginn i þvi, að snúa riti i tal. Þó er sagt að ein- 
stöku niönnum takist að lesa, þótt þeir þylji samtimis 
eitthvað upphátt, sem hindrar þá í að tala í huganum, 
t. d. segja ótt og títt 1, 1, 1, 1, 1, 1, eða a, a, a, a, a, 
og liklegt þykir að vér með æfingu gætum lært að lesa 
nokkurn veginn með augunum einum ; en flestum gengur 
mjög erfitt að skilja nema örstuttar og auðveldar setning- 
ingar, er þeir lesa þannig. 

Ef menn vilja vita hvemig »innra tali« þeirra er 
varið, er hentast að athuga eitt i senn, t. d. lesa kafla 
lágt og gæta að, hvernig orðin hljóma i huganum; lesa 
svo annan kafla þannig, að bera orðin skýrt fram í hug- 
anum, lesa þar næst með lokuðum og óhreyfðum vör- 
um, 0. s. frv. Finnur þá lesarinn fljótt hvað honum er 
sjálfum eðlilegast. 

Menn lesa hraðar lágt en upphátt, því vér getum 

Jesið með sjálfum oss jafnt meðan vér öndum að oss og 

frá oss, en ekki upphátt meðan vér öndum að oss. Auk 

þess munu flestir hlaupa á orðunum í huganum, að minsta 

kosti er þeir lesa hart. 

Varahreyfingar eru almennar framan af hjá börnum, 
er þau lesa lágt, en með aldri og æfingu hverfa þær að 
.mestu hjá flestum. 

Vér byrjum eflaust að hafa upp orðin i huganum 
undir eins og augað heflr greint þau, en talfærin verða 
þó venjulega lítið eitt á eftir augunura, og lengra þegar 
hart er lesið. Þessu má bezt veita eftirtekt er vér flytj- 
um augun yflr á nýja blaðsíðu ; vér eigum þá oftast nokk- 
ur orð ósögð á hinni. Amerískur sálfræðingur, Quantz dSkiniír. LestarÍDii og sálarfraeðÍD. 27 

xið nafni, gerði tilraunir um þaö, hve margra orða bil 
vœri milli augnanna og raddarinnar við lesturinn. Hann 
jfikaut spjaldi yfir blaðsíðuna á tilteknum stöðum, sem 
lesarinn vissi ekki fyrir, og gáði svo að hve langt hann 
gæti haldið áfram eftir að lesraálið hvarf 8ýn. Niðurstað- 
an varð sú, að það fór eftir þvi hvar i línunni spjaldið 
var sett: »þegar lesarinn cr að bera fram orð i byrjun 
linu, er augað að meðaltali 7,4 orð á undan röddinni ; i 
miðri hnu 5.1 orð og við enda línu 3,8 orð, að meðaltali 
5,4 orð«. Komi óþekt orð fyrir, getur auðvitað bilið horf- 
ið, og aftur oiðið óvenjulangt við alkunnar setningar. 
Quantz segir, að þeir sem séu fljótir að lesa með sjálfum 
sér séu og lengst á undan röddinni, er þeir lesi hátt, og 
heldur hann að talsvert bil milli augna og raddar sé 
fikilyrði þess, að menn geti lesið vel og með greind. 

Af því, hvernig skilningur hins lesna truflast, þegar 
■088 er varnað að hafa það upp fyrir oss í huganum, er 
-auðsætt, að þetta >innra tal« er mikil stoð fyrir skilning- 
inn, og er þá eftir að vita hvernig á því stendur. Eðli- 
legasta skýringin virðist vera sú, að sambandið raiUi 
merkingarinnar og orðsins eins og það er talað sé fastara 
•en milli raerkingarinnar og orðsins eins og það litur út 
á pappírnum V3gna þess, að vér lærum málið á því að 
heyra það og tala löngu áður en vér lærum að lesa það. 

Um leið og hið »innra tal« vort glæðir meðvitundina 
ura raerkingu orðanna, hjálpar það til að hugfesta orðin 
og þar raeð halda þræðinura í hugsuninni, en jafnframt 
rennura vér grun i hvað eftir rauni fara. Slíkar eftir- 
væntingar eða ósjálfráðar getgátur eru alt af á öðru leit- 
inu undan lestrinura, reiðubúnar að fylla í eyður skynj- 
anarinnar, svo að vér i rauninni r á ð u ra orðin fremur 
en vér s j á u m þau. Að vér rennura grun i aðalhugsun 
málsgreinarinnar, áður en vér segjum hana, sést á þvf, 
hve oft raenn raislesa þannig að þeir koma raeð annað 
orð en sörau merktngar og það sem í tekstanum stendur, 
og eins á hinu, að það er tiltölulega auðvelt að segja með 
öðrura orðura efnið úr því sem maður les ura leið. 28 LestarínQ og sálarfræðin. Skiniir.>- 

En hvernig er nú varið raeðvitund lesarans um efnið- 
sem hann les um? Yflr það hafa tilraunir seinni ára- 
brugðið nokkru Ijósi. Margt er þó enn óljóst í þessu efniy. 
enda má ekki búast við að öllum sé eins varið, Meðvit- 
und lesarans breytist og með hverju augnabliki, eftir því 
hvað hann les og hvernig hann er fyrirkallaður. 

Þegar menn reyna að lesa einhverja alkunna setn- 
ingu eða orðtæki í snarsjánni, ber það við, að þeir skilja- 
undir eins hugsunina, án þess að hugmyndirnar sem 
svara til orðanna hvers fyrir sig komi fram i hugann. 
Oft geta menn þá eftir á veitt þvi eftirtekt, hvernig þess- 
ar hugmyndir koma fram hver af annari. Svipuð verður 
reynslan er vér lesum hart um eitthvert auðvelt efni» 
Vér fáum þá oft engar sérstakar hugmyndir, og vit- 
um þó upp á hár hvað meint er. Það er þvi mikill mis- 
skilningur, að halda að hugur lesarans sé eins konar óslit- 
in kvikmyndasýning. 

Huey gerði tilraunir um þetta með þeim hætti, að' 
hann tók tvær greinar, sina um hvort efnið, klipti orð' 
fyrir orð úr þeira, líradi sitt orðið á hvert spjaldið, rusjl- 
aði þeim og sýndi siðan hvert orð 4 sekúndur. Atti les- 
arinn að þeim liðnum svo að segja hvaða hugmyndir orð- 
ið hefði vakið. 

Siðar voru sömu greinar sýndar þannig, að Hnurnar 
voru límdar saman, hver aftan í aðra i réttri röð, og les- 
arinn svo látinn lesa áfram eitt orð eða setningu i senn á 4 
sekúndum og gera síðan sömu grein og ura einstöku orðin. 

Slikura tilraunura raá og haga þannig, að einstök or^- 
eða setningar eru lesnar upp og áheyrandinn látinn segja 
sarastundis hvað honura keraur i hug. 

Að skýra frá þessura tilraunura i einstökura atriðum 
yrði of langt raál, enda geta þeir sem vilja gert þær 
sjálfir. Býst eg við að margan muni þá furða, hve lítið 
af ákveðnum hugmyndura ýms einstök orð og jafnvel 
heilar setningar kalla fram í hugann, og það eins þegar' 
vér skiljum vel. Þráður hugsunarinnar er oft spunninifc^ 
úr efni sera mjög erfitt er að handsama og lýsa í orðum^ rSkiniir. LestnrinD ofi^ sálarfræöÍD. 29 

Lestrarhraða manna má prófa með því að láta þá 
lesa tiltekinn kafla og mæla tímann sem það tekur, ýmist 
er þeir lesa lágt eða upphátt, eins og þeim er eðlilegt eða 
eins hart og þeir geta. Menn eru mjög misfljótir að lesa, 
þó þeir séu þaulvanir lesarar. 

Quantz prófaði leatrarhraða 50 amerískra háskóla- 
stúdenta. Þegar þeir lásu með sjálfum sér og eins og 
þeim var eðlilegt, las sá seinasti 3,5 orð á sekúndunni, en 
sá hraðasti 8,8 orð; með hraðlestri las sá seinasti 
3,5 orð, en sá hraðasti 12,2. Þegar þeir lásu hátt ogmeð 
eðlilegum lestri, var lestrarhraðinn 2,6 til 3,9 orð á sek- 
úndinni. Venjulega voru þeir sem eðlilegt var að lesa 
hart fljótastir i hraðlestri, en seinir lesararseinir við hvor- 
tveggja. Hröðu lesararnir reyndust að meðaltali 37 °/o 
betri en hinir í því að skýra á eftir rétt frá þvi sem þeir 
höfðu lesið. 

Til að verða fljótur lesari telur Quantz einkum nauð- 
synlegt að vera sjónhraður, iðka lestur frá barnæsku, 
vera fylginn sér og snarhugull. 

Lestrarhraðinn fer auðvitað nokkuð eftir þvi hvað 
lesið er. 

Talið er liklegt, að menn geti vanið sig á að lesa 
talsvert hraðara með sjálfum sér en áður, án þess að hafa 
minni not af lestrinum. 

Tilraunir þær sem eg nií hefi drepið á hafa verið 
gerðar með fullorðið fólk, þaulvana lesara. Eg get ekki 
að þessu sinni gert grein fyrir því, hvaða munur er á lestri 
bama og unglinga og fullorðinna, né heldur hinu, að 
hvaða gagni þessar og aðrar slikar rannsóknir geta kom- 
ið, þegar á að skera úr því hver lestrarkenslu aðferð sé 
bezt, eða hvernig bækur eiga að vera iir garði gerðar til 
þess að vér getum lesið sem mest á sem styztum tíma, 
með mestu gagni og minstri þreytu. Þó get eg ekki stilt 
mig um að minnast á eitt atriði, sem jafnframt getur 
getur verið dæmi þess, hvað leiða má útaf slikum rann- 
sóknum. Það er línulengdin. 

Þegar maður heflr bókina beint fyrir framan sig og 80 Lesturina og sálarfræðin. Skirnir..' 

horfir á miðja línu, verður stilling beggja augna jöfn, en 
því lengra sem dregur frá línumiðju til beggja handa, þvi 
ójafnari verður augnastillingin, og það því meir sem línan 
er lengri, svo framarlega sem lesarinn ekki færir bókina 
eða höfuðið til, sem yrði mjög þreytandi. Ojöfn augna- 
stilling þreytir augun. Þess vegna eru langar Hnur skað- 
legar. Því lengri sem línan er, því erfiðara er og að finna 
næstu línu. Það þreytir lika. 

Og loks er eitt: Það kostar meiri augnahreyfing- 
ar að lesa sama kaflann þegar hann er prentaður i 
löngum linum, heldur en þegar hann er í stuttum lin- 
um. Eins og eg gat um áður, byrjar augað ekki fremst í 
línunni, heldur ögn inni i henni, og skilur svo eftir lengra 
bil við enda hennar. Maður sér þannig byrjun og enda 
línunnar út undan sér. Þessir hlutar línunnar eru nokk- 
urn veginn jafn stórir, hvort sem hún er löng eða stutt, 
og verða þvi stærri brot af stuttri línu en langri. Þann- 
sparast augnahreyfingar þegar linan er stutt. Huey fann, 
að menn gátu lesið 25 millimetra linur án þess að hreyfa 
augun neitt, og stundum jafnvel 30 mm. linur. A stuttri 
linu eru og að jafnaði lesin fleiri orð i hverri hvíld. I 
dálki með 60 mm. linum komu hér um bil SVa orð á 
hverja hvíld, en i dálkum með iOO — 120 mm. linum 2 
orð á hverja hvild. Auk alls þessa er það margsinnis 
reynt, að augun komast fljótar á lagið með reglubundn- 
ar hreyfingar eftir stuttum línum en löngum, en það greiðir 
fyrir fijótum lestri. 

Þegar á alt þetta er litið, er það skiljanlegt, að 
Huey kemur með hugleiðingar um það, hvort ekki mundi 
ef til viU vera hentara að prenta orðin i dálkum hvert 
niður undan öðru, að dæmt Japana og Kinverja, heldur en 
i láréttum línum eins og vér gjörum. Með þvi móti, seg- 
ir hann, gæti augað þverskorið orðin, séð byrjun þeirra 
og enda út undan sér, og þannig fengið það sem þarf til 
að lesa fjögur eða fimm orð, með hreyfingu sem ekki er 
lengri en eitt orð tekur nú. Vér gætum þannig ekki a^ 
eins sparað oss að minsta kosti þrjá fjórðu hinna þreyt- Skirnir. Lesturinn og aálarfræðin. 8f 

andi augnahreyfinga og þi-já fjórðu hvildanna 1 tilbót^ 
heldur gœtum vér og altaf notað efri og neðri hluta net- 
himnunnar til að gripa yfir miklu meira lesmál á undaa 
og eftir en vér nú gerum, Lestrarsvið hvers augnabliks 
ykist þannig til mikils gagns. 

Svo mörg eru þessi orð. 

En nú er eftir að vita hvernig útgefendum, prentur- 
um og lesendum litist á slikar bækur. 

Guðm. Finnbogason. 


Röntg'ensgeislar. Að fornu og nýju eru til sagnir um það, að einstöku 
nnenn hafi séð gegnum holt og hæðir; en þó við séuni 
ekki svo miklir galdramenn, getur okkur þó tekist á vor- 
um tímum að skygnast gegnura ýmsa hluti, þar á meðal 
líkamsparta manna og dýra. Þeir sem sérstaklega hag- 
nýta sér þessa list eru auövitað læknar, því einmitt lækn- 
ana skiftir mestu hvernig umhorfs er innan i fólki, þeirra 
hlutverk er það oft og einatt »að rannsaka hjörtun og 
nýrun«. Auk læknanna þurfa og ýmsir iðnaðarmenn á 
þessari list að halda og skal nánara vikið að þvi síðar. 

Alt er þetta bundið við geisla þá sem Röntgens- 
geislar kallast. Nú eru liðin rétt 20 ár síðan þýzkur 
eðlisfræðingur, Wilhelm Konrad Röntgen^ þáverandi 
prófessor við háskólann i Wiirzburg, fann geisla þá sem 
við hann eru kendir; sjálfur nefndi hann upprunalega 
geislana X - g e i s 1 a og eru þeir líka of t nefndir því 
nafni meðal visindamanna. 

Eðli geislanna. Það var engin f urða þó mönn- 
um þætti, þegar í byrjun, geislar þessir næsta einkenni- 
legir, sérstaklega i samanburði við þá geisla, sem allir 
þekkja eitthvað til — Ijósgeislana. R-geisIar ^) eru ósýni- 
legir, þ. e. a, s. þeir hafa ekki áhrif á nethimnu augans 
eins og Ijósgeislar. MikiU munur er á hvernig Ijósgeislar 
og R-geisIar fá komist gegnum ýmsa hluti. Ljósið fer eins 
og allir vita hæglega gegnum gler, en R-geisIar miklu ') Til styttingar kalla eg Röntííensgeisla í grein þessari R-geisla, 
Jlöntgensskoðan R-skoðan o. s. frv. -SkirDÍr. Röntgensgeislar. 83 

^idur; þeim gengur aftur á móti miklu betur að kom- 
ast í gegnum venjulega gluggahlera úr timbri, heldur 
-en nokkurnveginn þykka gluggarúðu. í raun og veru 
komast R-gei8lar inn i eða gegnum alt sem á vegi þeirra 
verður, en þó er mjög mikill munur á hve mikið viðnám 
«fnin veita þeim ; erfiðast gengur þeim gegnum málma, 
«n stöðvast þó ekki á rás sinni af málmþynnum. Venju- 
legur fatnaður tefur sama og ekkert fyrir þessum furðu- 
legu geislum og stæði þvi í rauninni nokkurnveginn á 
sama hvort sjúklingar væru skoðaðir með geislum, í föt- 
unum eða berir, ef ekki væru í fatnaði manna hringjur^ 
tölur, krækjur og prjónar, sem trufla skoðunina. — Það 
■er kunnugt, að Ijósgeislar brotna þegar þeir lenda skáhalt 
t. d. á gleri eða vatnsfleti ; þetta gera R-geislar ekki, þeir 
breyta aldrei stefnu sinni, líta hvorki til hægri né vinstri. 
R-geislar geta valdið »glóri« (fluorescens) þ. e. a. s. komið 
sumum efnura til þess að lýsa í myrkri; þetta eðli geisl- 
anna er notað til þess að framleiða skuggamyndir við 
Ævokallaða Röntgenslýsing, sem siðar mun vikið að. 
— Loks valda R-geislar efnabreytingum og mest er um 
■vert í þessu efni, að þeir hafa sömu áhrif og Ijósgeislar 
-á venjulegar Ijósmyndaplötur. 

Myndun geislanna. Til þess að f ramleiða 
:R geisla þarf rafmagn; straumurinn þarf ekki að vera 
mjög sterkur, en hafa verður hann mjög háa spennu. 
Rafmagnsspenna er mæld í Voltatali. Spenna þess straums, 
sem hafður er til Ijósa, er venjulega 220 eða 110 Volt, 
stundum enn lægri; við framleiðslu sterkra R-geisla þarf 
spenna rafmagnsins að vera margir tugir þúsunda Volt. 
Straumi með þessari geysiháu spennu er svo veitt gegn- 
um Röntgenslampa, þeir eru úr næfurþunnu gleri. R-lamp- 
-ar, sem notaðir eru á seinni árum, eru oftast nær hnött- 
óttÍT, á stærð við mannshöfuð eða minni; þessi stóru gler- 
hylki eru dæld nærri alveg lofttóm. Rafmagnsstraumnum 
-er veit't að lampanum á tveim stöðum, um forskaut og bak- 
fikaut, og streymir svo gegnum lampann. Eg gat þess, að 
R-lamparnir væru nærri því alveg lofttómir og er því 

3 84 £öiitgeÐ8geislar. Skiniirv 

skiljanlegt að rafmagnsstraumurinn þarf að vera há-spent- 
ur til þess að komast leiðar sinnar gegnum lampann^ 
Þeir sem nasasjón hafa af rafmagnsfræði munu kannast 
við svokallaða bakskautsgeisla (Katode-geisla); þeir 
myndast þegar rafmagnsstraumi er hleypt gegnum gler- 
hylki, sem að mestu leyti eru lofttóra, t. d. R-lampav 
Nú er þvi svo til hagað, að þessir bakskautsgeislar, á rás- 
sinni inn i lampanum, skella á sérstakan stað, andskautið,. 
sem oftast er haft úr volframi eða öðrum torbræddura 
málmi ; og einmitt á þessum ákveðna litla bletti, þar sera 
bakskautsgeislarnir mætast og verða fyrir mótstöðu,. 
myndast aðrir geislar, R-geislar eða X-geislar, sem svo- 
streyma gegnum glervegg lampans. Xotkun Röntgen8geisla við sjúkdóma. 

R-geisla nota læknar sumpart beinlínis til lækninga^ 
surapart til skoðunar á sjúklingum, til þess að leita frekari 
vitneskju um, hvað gangi að sjúklingunum, heldur en hægt 
er að fá með öðru móti. Sjúklingana má skoða á tvennan 
hátt með R-geislura; í fyrsta lagi raeð svo nefndri Rönt- 
genslýsing, sera sýnir skuggarayndir af hffærunum og 
hreyfingu þeirra, t. d. hjartans og meltingarfæranna ; l 
öðru lagi með þvi að taka Röntgensrayndir á Ijósraynda- 
plötur, framkalla þær svo og fara að öðruleyti með þær 
sem venjulegar Ijósmyndir. Það sera einna fyrst var 
skoðað með R-geislum voru beinbrot og ýmsir aðskota- 
hlutir (corpora aliena). 

Aðskotahlutir. Svo nefnast þeir hlutir, sem 
komast inn i líkamann og eiga þar ekki heima, t. d. saum- 
nál, er kann aö brotna i fingri á saumastúlku eða pen- 
ingur, sem barni verður á að gleypa; það er næsta ótrú- 
legt hvað fólk getur gleypt i sig, ekki síst börn og geð- 
veikir menn. Flest af þessu dóti gengur niður af sjúkl- 
ingunum raeð saurnura, en getur þó stundum staðið fast 1 
vélindÍHU eða neðar í meltingarfærunum. Það viU nú svo- Skirnir. RöntgeaBgeislaT. vel til að mjög raargir aðakotahlutir eru úr málmi, svo 
sem prjónar og peningar, öngulbrot, högl og byssukúlur; 
alt þetta kemur vel fram i\. R-myndum; ennfremur miS 
nefna hluti úr gúmmi, t. d. falska góma sem stundum 
hrökkva ofan í fólk, og gleri, sérstaklega ef um blýgh-r 
cr að ræða. I stríði því, sem nú geysar i Norðurálfunni, 
eru auðvitað ógrynnin öll af særðum hermönnum skoðaðir 
mcð geislunum til þess að leita uppi byssukúlur og flísar 1 


tÉ^- '' 


t ^ 


-,. 


s 


>^ 


'QH 


p'''-' ^^Ké^^P 


^ .^mm^ 


^H^^H 


1 

í 


b 


" Nálarbrot i hendi saamaHtúlkn, úr sprengikúlum, sem oft þarf að ná út til þess að skot- 
sárin geti gróið. Sérstakir Röntgensvagnar eru útbúnir 
með geislatækjum, sera nauðsynleg eru til þesskonar 
skoðana, og raá því heita svo að særðu herraennirnir séu 
geislaðir á sjálfum vígvellinum. 

R-skoðunin sýnir ekki eingöngu hvort þessir annar- 
legu hlutir hafa inn í hkamann komist og orðið þar eftir,. 
en á þvi getur stundum leikið vafi; geislarnir leiða Hka 
í IjóB nákvæma legu hlutarins, inni i holdi sjúklingsins «6 Röntgensgeislar. Skirnir. og einmitt þetta er mikilsvert fyrir skurðlækninn þegar til 
skurðarins kemur; oft er ótrúlega eríitt að finna smáa 
hluti, t. d. nálarbrot, sem stundum getur færst til langar 
leiðir frá þeim stað, sem það stakst i. 

Beinbrot. Sá partur mannlegs likama, sem bezt kem- 
ur fram á R-myndinni, eru beinin, og má þakka það kalkinu, 
sem í beinunum er; allskonar sjúkdómar í beinum koma 
líka greinilega fram, þar á meðal b e i n b r o t. Oft er 
læknirinn i vafa um hvort bein sé brotið eða ekki, en 
BrotÍDn fótleggar. varla getur farið hjá því að slikt komi fram á R-mynd. 
Þar að auki getum við lesið ýmislegt annað út úr mynd- 
inni. Sé sjúklingurinn skoðaður þegar búið er að koma 
brotinu i stellingar og binda um það, sýnir R-skoðuriin 
hvort beinpipunum hefir verið kipt í það lag, sem nauð- 
synlegt er til þess að þær geti gróið saraan. Eg sagði, 
að sjiikiinginn mætti skoða eftir að lokið væri við að 
binda um brotið, því myndin af brotinu getur orðið vel 
skýr í gegnum gipsumbúðir eða þó geislamir þurfi að fara 
gegnum pappa- eða tréspelkur. Sjúklingunum er auðvitað 
miklu þægilegra og þjáningaminna að ekki þarf að hrófla Sklrnir. RöDtgensgeislar 87 

við umbúðunum meðan skoðunin fer fram. Ef myndin 
sýnir að beinpípurnar séu skakt settar saman, er auð- 
veldara að laga slíkt undir eins, heldur en brjóta brotið 
upp seinna, ef skakt grær saman. Stundum sýnir R-skoð* 
unin að brotið muni ekki gróa án uppskurðar; svo iU- 
kynjuð geta beinbrot verið. Ekki sizt eru það bein her- 
mannanna, sem oft mölbrotna svo af sprengingum, að 
herlæknarnir þurfa á allri list sinni að halda til þess að 
bjarga hinura brotna lim. 

L i ð h 1 a u p. Annar sá sjúkdómur, sem oftast orsak- 
ast af slysum, eru 1 i ð h 1 a u p. Oftast nær eru þau svo 
greinileg, að ekki er um neitt að villast, en stundum er 
læknirinn þó í vafa um sjúkdómsgreininguna, sér i lagi 
ef beinin eru bæði brotin og hlaupin úr liði; það gefur að 
skilja, að þá verður alt fióknara; mjög algengt er að 
samtimis liðhlaupinu kvarnist meira eða minna úr beininu. 
Liðhlaupin er hægðarleikur að sjá með geislunum, eins 
má skoða sjúklinginn eftir að búið er að kippa i liðinn til 
þess að aðgæta hvort það hafi tekist rétt. Meðfædd lið- 
hlaup eru ekki óalgeng, sérstaklega i augnakörlunjm Vi5 
lækning á þessum sjúkdómum er R-skoðun ómissandi. 

Beinbrot og liðhlaup eru ekki einu sjúkdómarnir i 
beinum og liðaraótum, sem Rskoðunin leiðir í Ijós. R- 
skoðun kemur oft að góðu haldi við ýmsar bólgur, t. d. 
berkla og fransós, i beinhimnu og beinura ; oft gref ur veik- 
in sig inn í sjálf liðaraótin. Sérstaklega eru þessar R- 
myndir læknunura góð hjálp þegar um líkarashluti er að 
ræða, sera erfitt er að koniast að með aðra skoðun, t. d. 
ef skerad er í hryggjarliðum. Berklaveiki í beinum — 
b e i n á t a — lýsir sér margvíslega. í nafninu beináta 
felst það, að sjúkdómurinn éti upp beinin, þ. e. a. s. i 
beinvefinn kemur drep ; hann eyðist og i stað hans raynd- 
ast holur i beinið fuliar af grefti; holur þessar eru oft 
rajög skýrar á R-rayndum. Ef beinátan er á yfirborði 
beinsins, litur oft út á R-myndinni sem nartað eða na£:að 
hafi verið í það. 

Börn og unglingar fá stundum illkynjaðar bólgur í «« Röntgensgeislar. Skirnir. t)cinmerg og beinhimnu, sem stafa af öðrum eóttkveikj 
um Afleiðing þessa sjúkdóms er oft að drep kemur í 
stærri eða smærri parta beinanna, sem ná þarf i burtu 
til þess að sjúklingnlim batni. R-myndirí sýnir nú hvar 
þcssara beinflísa er að leita, hve stórar þær eru og hve 
margar; það má geta nærri, að skurðlæknum kemur vcl 
að fá þessa vitneskju. 
OlDbogi úr liði. 

Sullir setjast stundum að í beinum, líka krabba- 
tn e i n og fleiri mein, sem eru gjörsamlega banvæn, nema 
hægt sé að taka i burtu þann líkamshluta, t. d. hand 
legginn, sem meinið hefir sezt í. R-skoðunin er oft ómet- 
anleg hjálp til þess að komast að raun um sjúkdóminn í 
tæka tíð; undir þvi er alt komið. 

T e n n u r. Tannlæknar nútimans kappkosta að varð- 
veita sem mest af tönnum sjúklinganna, en draga sem 
fæstar út; ennfremur rétta þeir tennur, er skakkt standa. 
R-myndir af tönnum sýna nú tannlæknunum þann hluta fikirnir. Rönt^enigeislar. "^9 

tannarinnar, sem falinn er i tannholdi og kjálkabeinum, 
og má oft mikið á því græða; oft sjást ígerðir utan um 
tannrætur, rótabrot sem leynast kunna i kjálkanum og 
ýmislegt viðvíkjandi óskipulegri tannmyndun. 

Þvagfærin. Af svokölluðum innvortis Bjúkdómum 
"voru það sjúkdómar i nýrum og þvagblöðru, sem menn 
■fóru einna fyrst að ekoða með R-geislum, sérstaklega 
'þegar læknarnir höfðu grun um steinmyndanir i þessum 
liffærum. Oft lýsa nýrnasteinar sér svo greinilega, með 
einkennilegum kvölum i lendunum og blóði og jafnvel 
^másteinum i þvaginu, að ekki er uni neitt að villast, 
enginn vafi leikur á um nýrnastein. En oft er ástand 
Bjúklingsins þannig, að læknirinn er ekki viss i sinni 
fiök. Fram úr þessum efa getur R-skoðunin oftast ráðið, 
því mönnnm telst svo til, að ekki séu nema 2% af stein- 
iim, sem ekki koma i Ijós við skoðunina ; R-skoðunin hefir 
það líka fram yfir aðrar rannsóknaraðferðir við nýru og 
þvagblöðru, að hún er sársaukalaus. Læknar eiga sér 
áhald, sem blöðrukíkir kallast ; hann er færður inn ura 
þvagganginn, inn í blöðruna, og hiin svo spegluð innan 
með raf magnsljósi ; lika eru til steinkannar af öðrum 
gerðum; það gefur að skilja, að slíkar skoðanir eru ekki 
sársaukalausar og að öðru leyti sjúklingunum ógeðfeldar. 
TSÆyndirnar sýna ekki eingöngu tilveru steinsins, heldur 
og hvort um fieiri steina en einn er að ræða, hve stórir 
steinarnir eru og hvar þeirra er að leita i nýranu. Vitn- 
eskjá um alt þetta kemur auðvitað að góðu haldi á und 
an skurðinum, þvi öðruvísi en með stórum uppskurði er 
ekki hægt að losa sjúklinga við nýmasteina, nema þeir 
«éu Bvo smáir, að sjúklingarnir geti kastað þeim af sér 
■með þvaginu. 

Mörgum mun kunnugt, að kalk myndast oft í lung- 
«m berklaveikra. Séu menn nú haldnir berklaveiki í nýr- 
um, hleðst þar stundum kalk. Ef svo er, kemur það 
•flkýrt fram á R-myndum. Hæpið er að verða nokkurs 
vísari um aðra nýrnasjúkdóma en þá, er þegar hafa ver- 
ið taldir. 
40 Böntgensgeislar. Skirnir^ 

Meltingarfærin. Geislaskoðun á maga og þörm- 
um er mörgum eríiðleikum bundin, enda eru meltingarfærin 
það svið likamans, sem R-læknunum einna siðast tókst|a(y 
ráða við. Vélindi, magi og garnir eru ósýnilegir hlutir á 
R-myndunum, nema gripið sé til þeirra ráða, að láta 
sjúklingana neyta fæðu, er kasti sterkum skugga á mynda- 
plötuna. Þetta er sú krókaleið, sem hugvitsömum vis- 
indamönnum heflr hugkvæmst eftir margra ára'*til- 
raunir. Baríum og vismút eru efni, sem hræra má 
saman við graut og gefa sjúklingum að eta; duft þessi 
gera það að verkum, að fæðan og meltingarfærin^koma 
fram á R-myndaplötuna sem greinilegur skuggi. 

Nú getum við rakið leið fæðunnar frá þvi að sjúkl- 
ingurinn kyngir henni og þangað til hún er komin^allar 
götur niður i endagörn. Við látum sjúklinginn fá sér 
vænan baríum-grautarspón, setjum vélamar i gang tii 
þess að geta gegnlýst vélindið, gefum sjúklingnum merki 
þegar hann á að renna niður grautnum og sjáum svo 
skuggamynd — lifandi mynd — af því, hvernig munn- 
fyllin færist ofan vélindið. Allar R-lýsingar verða að 
gerast i koldimmu herbergi. A heilbrigðu fólki gengur 
þetta viðsfcöðulaust. En séu þrengsli einhverstaðar — 
venjulega vegna krabbameins í vélindinu — sést að fæð- 
an neraur þar staðar, en kemst svo misjafnlega fljótt í 
gegn, eftir þvi hvað þrengslin eru mikil. 

M a g a s j ú k d ó m a r. Nú er fæðan komin ofan i m a g- 
ann. Fyr á tímum leituðu sjúklingar alt af meðalalækna^ 
ef ólag var á meltingunni; nú er öldin önnur. A vorum 
timum eiga margir þessara sjúklinga heima hjá skurð- 
læknunum; skurðlækningar á mögum mannanna eru raarg- 
víslegar ; ef þrengsli eru í vjelindinu svo að fæðan kemst 
ekki eðlilega leið ofan i raagann, er stundum rist á raagál 
sjúklingsins og gert op á raagann til þess að koraa raegi 
fæðu þar inn; sé maginn siginn, er hann saumaður upp;. 
ef um magasár er að ræða eða krabbamein, er reynt a^ 
skera það burt; séu þrengsli i neðra magaopinu, er raynd- 
aður nýr gangur miUi maga og garna. Enginn góður Skirnir. RuÐtgeoB/i^eitlar. 41' læknir gerir þessa skurði án þess að nákvœm og marg- 
vísleg rannsókn á maganum sé á undan gengin; mikila- 
verður liður á þessari raunsókn er skoðun með R-geisIum. 
Uagasár (við skaröið, sem X stendor viö). -43 Röntgensgeislar. Akirnir. 

Þegar sjúklingurinn er búinn íið fenna fœðunni nið- 
nr i magann og Rlýsingin á honum byrjar, er margt að 
athuga. Fyrst og fremst sést lögun magans, sem oft 
verður óeðlileg, ef um magasár eða krabbamein er að 
•ræða; maginn getur jafnvel tekið svo miklum myndbreyt- 
;ingum vegna þessara sjúkdóraa, að hann greinist i tvo 
hluti og milli þeirra mjór og langur gangur; það kalla 
læknar stundaglasmaga. Stundum orsaka s<árin djúp vik 
•eða skorur í útlinur magans. Þá er athuguð lega magans, 
hvort um magasíg sé að ræða; ennfremur sjást hreyfing- 
ar magavöðvanna ; stundum eru þeir slakir. stundum er í 
iþeim krampi. 

Mjógirnið keraur lítt í Ijós við R skoðanir. 

Langinn er betri viðureignai-; þrengsli sem oftast 
-fitafa af meinsemd eða berklaveiki, koma oft vel fram; 
ennfremur sést hvort langinn er siginn eða vaxinn við 
þau liffæri sem að honum liggja. 

L i f r i n. Stundura geta geislarnir sýnt 1 i f r a r s u 1 11, 
•en ýmsar ástæður eru til þess, að R-skoðanir á lifrinnl 
•eru miklum vandkvæðura bundnar. 

Gallsteinar eru miklu erfiðari viðureignar en 
nýrnasteinar ; gallsteinar eru flestir kalklausir. en mynd- 
aðir af lífrænum efnura ; þess vegna er rajög hæpið að 
leiða þá í Ijós á R-myndunum. 

L u n g u n, Á síðustu árura hefir koraið frara ný lækn- 
Ing við lungnatæringu. ítalskur læknir, Forlanini 
að nafni, er höfundur þessarar lækningar. Hún er i þvi 
fólgin, að stungið er á sjúklingnura og lofti blásið inn í 
Ijrjósthol hans, inn að lunganu sera sjúkt er. Tilætlunin 
er sú, að loftið sera inn er blásið þrýsti svo fast að lung- 
anu, að það hætti að hreyfast i hvert sinn er sjúklingur- 
inn dregur andann. — Fái raaður berklaveiki í úlnliðinn, 
-eru lagðar um hann gipsumbúðir, til þcss að liðamótin 
fál fullkorana ró og hvild; þvi raargfcngin reynsla er fyr- 
ir því, að ef svo er um búið, cru bezt skilyrði fyrir bata. 
Að sínu leytl er eins farið með lungað; loftið sem 
Jblásið er inn i brjóstholið kemur þvi í ró með því að ^kiroir. RöntgensgeÍBlar. 43 

þrýsta því saman. Menn kunna nú að spyrjn, hvað þetta 
komi R-geislunum við. En svo er mál með vexti, að 
innblásturslækningin er ýmsum erfiÖleikum bundin, sér- 
«taklega er erfitt fyrir læknirinn að fá vissu fyrir þvi 
með venjuiegri hlustun hvað líður samdrætti lungans; oft 
-er lungað að meiru eða minna leyti eamloðandi siðunni, en 
sá samvöxtur þarf að losna. R skoðunin sýnir nú nákvæm- 
lega hvað líður samdrætti lungans, hve langt hann er á 
veg kominn og hvort yfirleitt eru nokkur tiltök að koma 
þessari lækningu við. Síðan þessar lækningar fóru að 
tíðkast hafa flest heilsuhæli fyrir brjóstveika eignast 
R áhöld. 

Oft er það, að hlustunin ein getur ekki skorið úr hvort 
sjúklingur hafi tekið lungnatæringu, né heldur á hve háu 
stigi hún kann að vera. Það er þvi ekki einhlítt að 
hlusta lungun, stundum verður að visa sjúklingnum til 
R-læknis til þess að »sitja fyrir«. Þar sera skemd er í 
lungunum, koma fram skuggar á myndinni. 

Aðrir sjúkdómar í lungum, svo sera igerðir, sullir og 
krabbaraein, sjást oft vel; lika vessi i brjóstholinu, vegna 
brjósthimnubólgu. 

H j a r t a ð. R-lýsingin sýnir hvernig hjartað dregst 
saman og þenst út við hvert hjartaslag. Aðallega er það 
stærð hjartans, sem keraur til greina að athuga raeð geisl- 
uiium; rayndir af hjartanu verða ekki skýrar nematekn 
ar séu á örlitlura parti úr sekúndu. 

Sá eiginleiki Rgeislanna, sera vér hingað til aðallega 
höfura skýrt frá, er geisla-k rafturinn, hvernig geisl- 
amir bruna gegn ura raannlegt hold án þess að raissa 
kraftinn að raiklnm raun. Vér dáurast að hve hæglega 
vér i lifanda lifl raeð hjálp geislanna fáura séð okkar 
eigin beinagrind eins og hún verður þegar vér höfum 
legið áratugi i gröf vorri; vér sjáum lungun og þindina 
hreyfast við andardráttinn, hjartað dragast sundur og 
flaman, og magann melta það. sem í hann er látið; vér 
getum sýnt h rayndaplötura, svart á hvítu, hvernig kven- 
íólkið afmyndar brjósthol og kviðarhol mcö strengdum 44 Röntgensgeislar. Skirnir^ 

»líf8tykkjura«, og óteljandi aðra — óverðskuldaða — sjúk- 
dóma leiða geislarnir í Ijóa. Lesandanum mun varla 
blandaat hugur um, að geislarnir eru læknunum ómetan- 
leg hjálp til réttrar sjúkdómsgreiningar (diagnose), en vi&- 
það styðst aftur rétt meðferð á sjúklingunura. 

R-lækningar. Auk þessarar miklu hjálpar, seiB' 
geislarnir láta læknum og sjúklingum i té, eru R-geislar líka 
notaðir beinhnis t i 1 1 æ k n i n g a, til þess að vinna bug^ 
á sumum sjúkdómum; þetta geta geislarnir einir, áa 
þess að stuðst sé við aðrar lækningaaðferðir. Nokkm 
eftir að læknar fóru að nota R-geisIa kom það í 
Ijós, að geislarnir höfðu mikil áhrif á mannlegt hold^ 
þvi miður kom þetta í fyrstu fram með sorglegu móti. 
R-Iæknarnir urðu varir við skaðvæn áhrif geislanna á 
hörund sitt; þeir fengu illkynjuð sár á hendur sinar, 
Þessi sár fengust oft ekki til að gróa, en átu sig inn að 
beini og upp eftir handleggnum. Sumir R-læknar og ein* 
iðnaðarmenn, er unnu að tilbúningi R-áhalda, mistu fing- 
ur og hendur; stundum myndaðist krabbamein í sárun- 
um og reið það auðvitað þessum ógæfusömu mönnum a^ 
fullu. Eldri læknarnir á R-stofnunum erlendis bera flestir 
einhverjar menjar eftir skemdir, sem hörund þeirra hefir 
orðið fyrir af R-geisIunum. Allar þessar hörmungar stafa 
af þvi, að i fyrstu vissu menn ekki hve hættulegir geisl- 
arnir geta verið, ef hörundinu er ofboðið. R-Iæknamir 
skeyttu þvi engu, þótt hendur þeirra yrðu stöðugt fyrir 
áhrifum geislanna, og dagleg störf R-læknanna eru þannig^ 
vaxin, að þeim er stórkostleg hætta búin, nema sjerstök- 
um varúðarreglum sé beitt. Nii verja R-læknar hendur 
sínar með því að brúka hanzka úr blýi og gúmmí; lika 
svuntu úr saraa efni. Enn freraur er þvi svo hagað, að- 
R-læknirinn getur staðið i skjóli við verndarvegg, fóðrað- 
an blýi, meðan R-Iamparnir senda frá sér geisla; lækn- 
unum ætti þvi að vera borgið, ef þeir eru altaf á verði^ 
en misbrestur vill verða á þvi; sjúklingunum er engÍD 
hætta búin, því nú hafa menn tæki til að mæla þann Skirnir. Röntgeniigeislar. 4b 

mesta skamt af R-geislum, sem bjóða má hverjum manni 
án þess hann saki. 

^ienn kunna nú að spyrja, hvemig nota megi tii 
lækninga þessa voða-geisla, sem brenna sundur hörund 
manna og jafnvel valda dauða þeirra; i íijótu bragði virð- 
ist einkennilegt, að slíkt geti orðið sjúklingum að liði. 
Vandinn er að finna hinn rétta geisla skamt, sem hefir 
fiin áhrif á sjúkdóraa þá, eem geislunum er œtlað að lækna, 
án þess að vinna líkamanum tjón á nokkurn hátt. En 
veikt hold, t. d. krabbamein, eyðist miklu fyr af R-geisl- 
unum heldur en heilbrigða holdið, sem næst er meininu, 
og hér má þvi með geislunum koma ár sinni vel fyrir 
borð. R-læknarnir ganga á lagið og stilla svo til, að 
geislarnir verki hæfilega lengi á meinsemd þá, sem þeim 
■er ætlað að eyða, en þó ekki svo lengi að heilbrigðum 
liffærum, sem næst eru meininu, staíi hætta af. 

Húðsjúkdómar. Aðallega eni það húðsjúkdómar 
og meinsemdir, sem læknaðir eru með R-geislum. Eg ætla 
að nefna fáeina algengustu sjúkdómana, sem dæmi. E x- 
€m getur verið mjög þrálátt; það læknast oft m.eð geisl- 
unum, jafnvel þótt sjúklingarnir hafi verið verið veikir i 
mörg ár og reynt ótal smyrsli. K 1 á ð i er einn hinn 
þrálátasti og erfiðasti sjúkdómur; eg á ekki við kláða, 
8em stafar af kláðamaurum; en það eru til sjúklingar, 
sem eru viðþolslausir af kláða án þess að hægt sé að 
finna orsök til þess. Mjög oft er það kláði við endaþarm- 
inn eða fæðingarstaðinn, sem um er að ræða; þetta er 
ilt ástand og oftast versnar um allan helming þegar þess- 
ir veslings sjúklingar taka á sig náðir og leggjast til 
svefns, vegna rúmhitans. R-geislar eru eina lækningin, 
sem dugir við þessum óþægilega kvilla. 

Margir munu kannast við tjöruleppinn, sem hafður 
var við geitnakollana i gamla daga. Eina ráðið til þess 
að lækna g e i t u r er að ná rækilega i burtu, meö rót- 
imi, höfuðhárunum á þeim blettum, sem geitumar eru, og 
hafa menn lengi vitað það; en þetta er ekkert áhlaupa- 
verk. Ef okkar höfuðhár væru talin, sæist bezt hvilík 46 Röntgensgeislar. * Skirnir^ 

vinna það er fyrir læknana, að reita með töng eitt og eitt 
hár í senn, ef til vill úr mestum hluta kollsins. Það er 
óneitanlega fljótlegri aðferð, að srayrja tjöru á lepp, emella 
honum ofan í geítnakollinn, lofa houum að límast vel föst-^ 
um og rykkja svo leppnum upp með öUu sem honunk 
fylgir. Fleiri en þeir, sem beinhnis eru hársárir, muna 
hafa kveinkað sér við þessa lækningu. — R-Iækningin 
leysir hér úr öllum vanda; afmældum skamti af geislun- 
um er hleypt á hársvörðinn ; ef tir rúmar tvær vikur fara- 
hárin að losna og detta út; með þeim hluta hársins, sem- 
falinn er í hársverðinum, fylgir sveppurinn, sem sjúkdómn- 
um veldur; þar með er sjúkdómurinn læknaður; eftir 
verður sköllóttur blettur, en eftir nokkrar vikur kemur 
hárvöxtur á ný. Á þessu sumri hefi eg haft undir hendl 
á Röntgensstofnun háskólans fjóra sjúklinga með geitur; ein 
stúlka var búin að hafa sjúkdóminn í tíu ár. Höfuðið var 
svo útsteypt, að eg neyddist til að gera hana alsköllótta;. 
það er einkennilegt að sjá ungar stúlkur þannig leiknar. Nú; 
hafa allir þessir sjúklingar á ný góðan og þéttan hárvöxt 
og hafa nú feugið bót á sínum langvinna sjúkdómi. Marga 
fleiri húðsjúkdóma eru geislarnir notaðir við, en of langt 
yrði að fara út í það hér. 

Algengur kven-sjúkdómur eru æxli á móðurlífinu og 
fylgir þeim oft mikill og langvarandi blóðmissir. Ef sjúk- 
dóraurinn er á háu stigi, var áður fyr ekki um annað a^ 
tala en uppskurð ; nú er fengin reynsla fyrir þvi, að marg- 
ir af þessum sjúklingum læknast með geislum og kom' 
ast þannig hjá meiri háttar uppskurði. 

M e i n s e m d i r. Kærkomnastar eru R-lækningarnar 
án efa sjúklingum með illkynjuð mein, þ. á. m. krabbamein^ 
sem óefað er eá sjúkdómur, sera almenningur er einna 
hræddastur við; það er heldur ekki að furða, því fáir 
þessara sjúklinga fá aftur heilsu sina. Án þess að móðga 
skurðlæknana má óhætt fullyrða, að margir slíkir sjúkl- 
ingar eru skornir, en fáum batnar. Flestir læknar eru nú 
sammála, um að R-geislar séu góð hjálp í baráttunni 
við illkynjaðar meinsemdir. Skilyrðið er,, að meinið sé Skírnir. Röntgensgeislar. 47* 

nálægt yfirborði líkamans, en ekki i innýflunum. — Tök- 
um til dærais að kona hafi krabbaraein i brjóstinu ; raein- 
ið er skorið burt og, oftast hepnast það vel. En hættan^ 
er að sjúkdóraurinn taki sig upp aftur eftir lengri eða 
skemri tíma af því að ekki hefir með hnifnura náðst al- 
veg fyrir rætur raeinsins. Nú er Rgeislum hleypt á 
Bárin opin eða eftir að þau hafa verið saurauð saman, tit 
þess að eyða því sera cftir kann að vera af raeininu, en 
ekki sjáanlegt þegar skorið var. Stundura eru geislarnir 
lika notaðir án þess að skorið sé fyrst, t. d. við krabbaraein 
i vörinni, sera ekki eru óalgeng, sérstaklega á karlmönnum, 
sem reykja pípu. Of t fá þessir sjúklingar bata með skurði, 
en hér fylgir böggull skamrarifi, þvi að við skurðinn 
missir sjúklingurinn stærri eða smærri parta úr vörinni; 
hjá þessu raá sneiða með geislalækningunni. 

Eg hefi að eins drepið á algengustu K-lækningar, en 
ætla auðvitað ekki að rekja alla sjúkdóma, sem hægt er 
að nota geislana við. Eg gizka á, að einhverjum fijúgi 
nú i hug, hvort þessar lækningar séu ekki mjög sárar, 
fyrst geislarnir geta skaðskemt svo hold raanna, sera fyr 
er getið, en það eru R-Iækningar ekki; þær eru alger- 
lega sársaukalausar. R-geisIarnir eru i eðli sínu og áhrif- 
um ákaflega einkennilegir. Svo sera að ofan er getið, 
eru R-geisIar ósýnilegir, hafa ekki áhrif á sjóntaugaruar, 
bera þvi enga birtu, en^ geta þó koraið öðrura hlutum 
til þessj að skína skært. Eins er það,^ að^ Rgeislar 
hafa ekki áhrif á tilfinningataugar hörundsins, valda 
því engura sársauka, en geta þó þegar frá liður 
valdið djúpura sárura. Þetta er afar einkennilegt og ein- 
stakt; geislarnir eru tveggja handa járn og ekki óvita 
meðfæri. Það sera gerir oss unt að færa oss i nyt bless- 
unarrík áhrif geislanna eru afrek R-vísindanna, sera kenna 
R-Iæknunura að raæla sjúklingunura tiltekinn geislaskarat^ 
sera á við sjúkdóra þeirra, en vinnur þeira ekki tjón að neinu 
leyti; en mönnura skilst, að R lækningar eru ábyrgðar- 
mikið starf. ^8 Röntífensgeislar. Skirnir. 

Notkun Rðntgensgeisla i idnadi. 

Því fer fjarri, að læknarnir séu cinir ura að hagnýta 
sjer R-geislana. Sjálfum tókst prófessor Röntgen, sköramu 
•^ftir að hann fann geislana, að taka R-raynd af byssu- 
hlaupi; á myndinni kora ekki eingöngu fram patrónan, 
fiem byssan var hlaðin, heldur sást lika missmiði á byssu- 
hlaupinu; það kora i Ijós, að hlaupið var ekki alstaðar 
jafnþykt. Þetta varð til þcss að raenn tóku að nota 
geislana við vopnasmíði og annan m á 1 ra i ð n a ð. 
Það er ekki lítils vert að geta fundið sraásprungur eða 
aðrar ósýnilegar misfellur á byssuhlaupum áöur en farið 
er að skjóta úr þeira; slíkt keraur greinilega frara á R- 
myndunum. Geislarnir koma með þessu í veg fyrir slys, 
sem annars gætu hlotist af skotvopnura þessura. I járn- 
verksmiðjunum eru járnbútar og steyptar súlur stundum 
skoðaðar með R-geislum til þess að tryggja sér að ekkl 
séu í þeim sprungur eða holur, er veikt geti burðarafl 
þeirra um of; jafnvel gegnura panzraðar stálplötur kora- 
ast geislarnir og sýna misfellur í þeim. Mönnura gæti 
dottið i hug að þessum furðulegu geislum væri enginn 
hlutur ómáttugur. 

í verksmiðjum, sem búa til s í m a (kabel) til raf- 
magnsveitu, vinna geislarnir mikið gagn, þvi hvergi má 
vera slit á þræðinum. Símarnir eru eins og menn vita 
stundum margar mílur að lengd; þó ekki sé neraa sraá 
sprunga gegnum símann á einum einasta stað, er alt 
ónýtt; þá stöðvast rafmagnsstrauraurinn i rás sinni eftir 
símanum. Slik raissmiði koma iðulega fyrir í verksraiðj- 
unum, en með geislura má á skömraum tima skoða margra 
kilómetra langan þráð og finna bilun á honum. — I fyrra 
fikoðaði eg á Röntgensstofnun Háskólans slitinn sæsímaaf 
Vestfjörðum, og kora slitið greinilega fram. 

í gimsteinaiðnaði þarf að halda á öruggum 
aðferðum til að greina dýrustu steinana frá þeim, sem 
eru minna virði. Nú hafa menn fundið, að ýrasar gira- 
Æteinategundir varpa mjög misjafnlega sterkum skugga á Slclrnir. Hontgensgeitlar. 49 

R-rayndir. Geislarnir fara t. d. næstum þvi eins hæglega 
gegnum demant eins og loft eða vatn; þannig má að- 
greina tæran demant frá 8ilfurbergi, hvítum safír eða 
tópassteinum, sem veita geislunum miklu meira viðnám 
og gefa því sterkari skugga. Skirar perlur hleypa lika 
geislunum jafnhæglega gegnum sig og demant, en fals- 
perlur miklu síður. 

M a t V æ 1 i eru líka stundum skoðuð með R-geislum 
til þess að leiða í Ijós falsanir, t. d. ef matvælin eru 
blönduð ýmsum litarefnum úr málmsamböndum ; oft geta 
eitranir stafað af shkum fölsunum. 

Fundur R-geislanna hefir skapað alveg nýja iðnaðar- 
grein, sem sé tilbúning allra þeirra dýru og margvislegu 
áhalda, sem notuð eru á R-stofnunum. Erlendis eru R- 
Ahöld á öllum sjiikrahúsum, nema þeim allra minstu, og 
flcst heilsuhæli þurfa lika á R-vélum að halda. Að fram- 
leiðslu R-tækja vinna tugir þúsunda iðnaðarmanna í vmB- 
um löndum; ein verksmiðja i Berlin segist hafa 800 manns 
i vinnu, sem eingöngu starfa að R-iðnaði. Vélarnar taka 
stöðugt breytingum; með hverju ári eru þær fullkomnað- 
.ar. Þær ganga líka mikið úr sér; R-lampar, sem kosta 
hátt á annað hundrað krónur, endast venjulega ekki 
nema nokkra mánuði, stundum bila þeir jafnvel eftir 
fárra daga brúkun, og er sjaldan hægt að gera við þá. 
R-lækningarnar hljóta því altaf að verða dýrar. Hvað eru R-geislar? Það veit enginn með vissú. 
Visindamennimir starfa stöðugt að lausn þeirrar gátu. 
Menn gera sér aðallega tvennskonar hugmynd um hvað 
geislarnir i raun og veru séu. Onnur kenningin er sú, 
að R-geislar séu eins og Ijósgeislar sveiflur i Ijósvakan- 
um; sveiflulengdin sé aðeins miklu minni, ef til vill þús- 
und sinnum styttri en Ijóssveiflurnar, og komist R-geisI- 
amir þessvegna svo hæglega inn á milli frumagna efn- 
anna og þannig gegnum þau ; þetta er svokölluð s v e i f 1 u- 
k e n n i n g. Hin hugmyndin, sem menn gera sér um insta 
eðli geislanna, er svonefnd efnis-kenning; samkvæmt 

4 50 Röntgeatsgeislar. Skirnir^ 

henui ættu R-geislarnir að vera straumur af óendanlega 
smáura efnis-ögnum, i byrjun knúinn áfram af rafmagni. 
Að áreiðanlegri niðurstöðu eru menn ekki komnir. 

Það eru svo fáir menn, sem í raun og veru hljóta- 
ódauðlegt nafn; einn þessara fáu manna hlýtur prófessor 
Röntgen að verða, því svo undursamlega hluti heíir hann 
opinberað mönnunum með geislum sinum. Álfkonan gaf 
Abdaliah smyrsl, sem hafði þá náttúru, að hann gat séð- 
alt gull og silfur, sem fólgið er i skauti jarðarinnar, þeg- 
ar hann bar smyrslið á augnalok sér. Röntgen gaf mönn- 
unum geisla, sem lofa þeim að sjá gegnum alla lifandi 
og marga dauða hluti. Mörgum sjúklingum, sem eg 
skoða á Röntgenstofnun Háskólans, verður að orði: »A 
miðöldunum hefðuð þið geislalæknarnir verið brendir á 
báli«. Og þó er Röntgen ekki galdramaður; hann veit 
að visu ekki hvað R-geislar eru i insta eðli sinu; það 
vita menn heldur ekki um rafmagn. En prófessor Rönt- 
gen hefir sýnt hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi. 
til þess að R geislar myndist og rannsakað til hlítar þau 
lögmál eðlisfræðinnar, sem R-geisIar lúta. Samt held eg 
að sjúklingarnir hafi rétt fyrir sér; það var lán, að sam- 
tímamenn Röntgens skildu hann og báru gœfu til að færa 
sér í nyt það ómetanlega gagn, sem geislarnir vinna 
mannkyninu. 

Myndir þær, er fylgja þessari ritgerð, era teknar eftir Röntgens- 
myDdum teknum i Röntgensstofnnn Háskóla Islands. 

Gunnlaugur Claessen. Draumljóð. Ókunnugt er mér um það, hvort draumljóð eru sér- 
eign vor íslendinga, eða þau eru alþjóðaeign. Hitt er á 
allra viti, að jafnlangt og sagnir ná aftur í timann hefir 
ósjaldan brytt á þvi, að menn hafi dreymt visur og stef, 
er þeir annað tveggja hafa sjálflr kveðið í svefni eða 
aðrir kveðið við þá. 

í »Þjóðsögum« Jóns Árnasonar og viðar i sagna- og 
fræðiritum er þó nokkuð prentað af draumljóðum, en þó 
mun það sanni nær, að miklum mun tíeira er til i munn- 
mælum manna á milli. Álit eg það vel þess vert, að 
slíku sé til haga haldið og komið á framfæri, og i þvi 
skyni er það, að eg hefi tint saman fáeinar draumvisur, 
er eg hygg að ekki hafi verið prentaðar fyr, og hér fara 
á eftir, ásamt þeim tildrögum er að þeim liggja. 

Ekki skal eg þreyta góðfúsan lesara á boUa- 
leggingum um það hvaðan mönnum koma slik Ijóð, tel 
það ekki á mínu færi að ráða þær d u 1 r ú n i r ; sömu- 
leiðis tek eg það f ram, að það eru að eins örfáar af þess- 
um visum, er eg tek ábyrgð á að séu i raun og veru 
draumljóð, þó eg fyrir mitt leyti trúi þvi að svo sé, þá, 
má vel vera að þetta séu þjóðsagnir einar eða sjálfráður 
skáldskapur. Eg hefl snapað þetta sitt úr hverri áttinni 
og sel það ekki dýrara en eg keypti. 

Það er ekki ótitt að draumvísur séu skothendar og 
lélega kveðnar, en sannast að segja hefi eg fremur sneitt 
hjá að taka þær i þetta litla safn, þó mér hafi borist þær 
i hendur, en haldið mér við þær einar, er mér hafa virzt 

4* 1^2 Ðraamljóð. Skirnir. 

sæmile^a kveðnar, því eg er á því, að lélegum kveðskap 
sé lítt haldandi á lofti, hvort heldur að kveðið er 1 vöku 
eða svefni. 

Margar voru þær mergjaðar kynjasögurnar, scm mér 
T^oru sagðar 1 æsku, en engin held eg að hafl orðið jafn 
rótföBt i huga minum og ein saga, er gömul kona sagði 
mér. Átti hún að hafa gerst á Vestfjörðum, líklega seint 
-á átjándu eða snemma á nitjándu öld: 

Fátæk hjón bjuggu í veiðistöð á Vestfjörðum, var 
l)óndinn háseti á skipi, er gekk til fiskjar þaðan úr ver- 
inu. fljónum þessum kom með 'afbrigðum illa saman. 
Eitt sinn sem oftar var það, að bóndi skyldi á sjó, deildu 
hjónin að vanda, og urðu kveðjur þeirra að lokum þær, 
að húsfreyja sagði, að hann skyldi fara til helvítis. Þann 
sama dag gerði ilt veður, barst mörgum skipum á, þar á 
nieðal þvi er bóndi reri á, fórst það og skipverjar drukn- 
uðu allir. 

Næstu nótt eftir dreymir konu bónda, að maður henn- 
ar kemur til hennar sjóvotur og i meira lagi svakalegur 
•og kveður: 

Kroppurinn liggur kaldur i hlé, 
kann ei lengar svamla. 
En bvar heldurðu að gálin sé 
seimanornin gamla? 

Sagt var, að konunni yrði svo mikið um drauminn, 
að hún brjálaðist og hefði aldrei heila sansa upp frá þvi. 
Hefir líklega þózt renna rétt grun i, hvað orðið hafi 
um sál bónda sins. Eg var ekki heldur á æskuárum mín- 
um i neinum vafa um, hvar hún hefði lent. Ekki alls fyrir löngu bar það til i Stykkishóhni, að 
«túlkur tvær sátu að vinnu sinni i húsi einu þar i kaup- 
staðnum. Verður þá annari þeirra litið út um gluggann 
og sér tvo menn koma eftir stígnum. Spyr hún stall- 
fiystur sína hvort hún þekki þessa menn, og hefir orð á Skirnir. Draamljúð. 5$ 

því hvað annar þeirra eé sélegur, og segir i spaugi, ab 
hún vildi að hún ætti hann að eiginraanni. 

Hin segir menn þessa vera framan úr eyjum, o^ 
kveðst þekkja þá báða. Feldu þær svo talið. 

Næstu nótt eftir dreymir þá stúlkuna, sem orð hafði 
á þvi, hvað maðurinn væri eigulegur, að sá hinn sami 
kemur til hennar, er hann allur sævi drifinn, og kveður 
visu þessa: 

Kjörinn ei við ektastand, 
jndiðlega stúlkan min. 
Nýt þó sælu lifs am land, 
Ijómandi hvar gleðin skin. 

Vlsan er sem sjá má lélega kveðin, en eg hefl samt 
sem áður ekki slept henni úr, því svo bar til að menn 
þeir, er stúlkurnar áttu talið um, druknuðu á heiraleið úr 
kaupstaðnum sama dag, svo þetta horfir töluvert kynlega 
hvað við öðru, sararæða þeirra stallsystra, druknun mann- 
anna, sem stúlkunni var ókunnugt um, og svo draumurinn. Eonu undir Jökli, er raist hafði unnnusta sinn i sjó- 
inn, dreymdi skömmu eftir druknun hans, að lagst var 
ofan að glugga er var yfir rúmi hennar og kveðið: 

Lítta i skjáinn skykkjngná, 
og skalta fá að sanna, 
að vofam hjá úr votri lá 
vakir þr& til manna. 

Stúlkan vaknaði við og þóttist kenna málróm unnusta 
sins, en hug brast hana til að lita upp i gluggann, enda 
virtist henni 1 sama bili sem einhver rendi sér niður bað- 
stofu-þekjuna. 

I óprentuðu handriti eftir Gísla sagnfræðing Konráðs- 
son, er þess getið, að mann norður á Ströudum, Tómaa 
að nafni, »dreymdi að maður kæmi að sér um nótt og kvœði 
Yisu þessa: 

Bezt er að leggja hrekin af 

og hera vel rannir harðar, 54 Draumljóð. Sklrnir. 

nú er meira en hálfsótt haf 
heim til sœla-jarðar. 

Nam Tómas vísuna og sagði frá henni er hann vakn- 
íiði«. Næsta dag eftir varð Tómas þessi bráðkvaddui. Þorvaldur prestur Björnsson, er síðast hélt Mel í Húna- 
þingi, druknaði þaðan laust eftir síðustu aldamót, með 
þeim hætti, að hann féll niður um is að nóttu til. Þá 
hina sömu nótt og slysið bar til, dreymdi bónda þar nyrðra 
að prestur legðist á glugga hjá sér og kvæði: 

Er á ferðam engin töf, 
ekki er gott að skilja. 
Sigli eg yfir soUin höf, 
svöl er nætarkylja. 

Ðjúpam ofar hætta hyl, 
hlaðinn þangam vanda, 
samt eg horfi sjónam til 
sólar-fegri landa. Gömul kona, er lengi var á vist með foreldrum min- 
«m, sagði mér frá þvi á æskuárum minum, að faðir sinn, 
hann hét Arngrímur og var mesti greindar og sómamaður, 
ihefði sagt, að það hafi sér þótt kynlegast af því er fyrir 
8ig hafi borið um dagana, er mætti honum eitt sinn er 
hann var á ferð að vetrarlagi. 

Hann átti heima inni i Dölum, og var á heimleið utan 
Skógarströnd. Hafði hann ætlað sér að ná að Vörðufelli, 
sem er á Inn-ströndinni, sem kölluð er, næsti bær fyrir 
innan Breiðabólstað. Er það ærið löng bæjarleið, og svo 
er þar landslagi háttað, að þar eru fell ekki allsmá hvert 
inn af öðru en holt og mýrar á milli, með smábörðum og 
lautum, og vegur, að minsta kosti á þeim tíma, fremur 
óglöggur þegar snjór var á jörðu. 

Það var fyrir löngu orðið dagsett, þvi þetta var i 
svartasta skammdeginu; tunglskin var, en þess naut að 
eins öðru hvoru, því loft var skýjað og talsverður 
skafrenningur. Arngrimur vissi sig samt vera á réttri ^kirnir. Draamljóð. 05 

leið og hélt öruggur lciðar sinnar. Alt 1 einu verður 
hann þess var, að maður gengur á snið við hann, ekki 
sá hann i andlit honum, því hann hafði barðastóran hatt 
á höfði og fremur virtist Arngrimi maðurinn skuggalegur. 
•Ganga þeir svo um hrið; að hvorugur yrðir á annan, en 
loks vikur komumaður sér að Amgrímiog segir: »Komdu 
sæll lagsmaður*. Arngrimi varð hálf-hverft við, en svarar 
þó, og það fremur stuttaralega : »Eg veit ekki hvort eg 
er lagsmaður þinn eða ekki«. Ekki töluðust þeir fleira 
við, þvi í sömu andránni skrikaði Arngrími fótur, og er 
hann leit upp var komumaður horfinn, og sá hann ekki 
-meira af honum. Tók hann nú að greikka sporið og komst- 
í vökulokin að Vörðufelli. Fékk hann þar gisting og góð- 
an beina. Um nóttina dreymir hann að til sin kæmi 
-maður, þekti hann að þar var kominn félagi hans frá 
.«kvöldinu áður. Hann kvað visu þessa: 

Enginii breiöir ofan á mig 
npp i heiðar-drögum ; 
fram á greiðam fanna-stig 
feigðin eyðir dögam. 

Amgrimur vaknaði við og þóttist sjá manninn ganga frá 
rúminu. Búi prófastur Jónsson, er lengi var prestur að Prest- 
bakka í Strandasýslu og dó þar árið 1848, var gáfumaður 
og hagorður vel, en hafði það til að vera keskinn. Á 
hans dögum var það að draugurinn Ennis-Móri, er síðar 
var kendur við Sólheima í Laxárdal, var 1 almætti sinu 
þar á ströndunum og gekk þar Ijósum logunum. Búi pró- 
fastur lagði lítt trúnað á shkar bábyljur, og eitt sinn er 
tilrætt var á heimili hans um illa aðsókn Ennismanna og 
skráveifur þær er Móri gerði, sagði prófastur að þetta 
væri hjátrú ein og hindurvitni, kvaðst ekki trúa þvi að 
Móri væri til, og manaði hann að gera vart við sig eða 
fiýna sig ef hann væri til. Kona prófasts kvað þetta 
•óþarfa hjal, sem bezt væri að láta sem fyrst falla niður. 

Nœstu nótt, er menn á Prestbakka voru fyrir góðri 56 DraamljóS: Skirair^ 

stundu gengnir til svefnsy vaknar húsfreyja við það, að- 
bóndi hennar biður hana að lofa sér að fara upp fyrir 
hana i sænginni. Spyr hún hverju slikt sæti. Segir pró- 
fastur að sig hafi dreymt, »ð kveðið væri á glugga yfir" 
rúmi þeirra hjónanna, með dimmri rödd og dólgslegri: 

Vaki þá Bái 

viljirða sjá Móra, 

kreptar er knúi, 

kyrkt hefi eg þá fjóra. 

Litta í Ijóra, litta upp i Ijóra. 

Við þetta vaknaði síra Búi og varð litið upp i gluggann,- 
og þótti gesturinn fremur ófrýnn, er lá á rúðunni. Kvaðst 
prófastur ekki myndi oftar bera brigð á að Móri væri til. 
Nokkrir voru það, er gátu þess til, að síra Búa hefði alis 
ekki dreymt vísuna, heldur gert þetta af keskni, en hinir 
voru miklu fleiri, er trúðu þvi að alt hefði þetta gerst svo 
sem prófastur sagði frá. Um síðustu aldamót dó kona á Vesturlandi, er Krist- 
in hét, hún var ekkja og lét éftir sig dóttur eina barna,. 
var telpan um fermingaraldur, er móðir hennar dó. Treg- 
aði hún mjög móður sína, sem vonlegt var, þar sem hún- 
stóð eftir munaðarlaus. 

Eitt sinn er hún hafði sofnað venju fremur sorgbitin, . 
dreymir hana, að móðir hennar kemur til hennar glaðleg 
í bragði. Hún strauk hendinni um vanga hennar og kvað;. 

Yið skalum gleyma gráti og sorg, 
gott er heim að snúa. 
Láttu þig dreyma bjarta borg 
búna þeim sem trúa. 

Baminu var að vonum mikil huggun að draumnums; 
og visunni. Ekki alls fyrir löngu voru á Vesturlandi fóstursyst- 
kini, var þeim vel til vina. Þau ólust upp við sjó. HafðL 
stúlkan oft orð á þvi hvað ölduhljóðið seiddi og hve: Skirnir. Ðraamljó&. 67 

notalegt það myndi vera að láta báruna taka sig í votan 
faðrainn og vagga sér. 

Þegar pilturinn var kominn um tvitugt fór hann í 
ver. Eina nótt á vertíðinni dreymir fóatureystur hans að 
hann kemur að henni og kveður: 

£g er á floti út við sker, 

öll er þrotin vömin, 

báran vota vaggar mér. 

Þú veizt hvað notalegt það er. 

Seinna frétti hún að hann hefði druknað í fiskiróðri 
skömmu áður en hana dreymdi draurainn; fanst lik hans 
aldrei. Vinkonur tvær höfðu bundist fastmælum um það, að 
hvor þeirra er fyr dæi skyldi láta hina vita um líðan 
sina, væri þess kostur. 

önnur þeirra, er Guðrún hét, hafði ekki raikla trú á 
þvi, að slikt væri framkvæmanlegt, enda kvaðst hún fyr- 
ir sitt leyti ásáttust með að sofa og hvílast eftir verald- 
arvolkið. 

Nú bar svo til að Guðrún dó fyr, og beið nú vin- 
kona hennar með óþreyju eftir þvi að hún vitjaði sín, en 
það varð þó ekki fyrst um sinn að hún gerði vart 
við sig. 

En er liðin voru þrjú ár frá dauða Guðrúnar dreym- 
ir vinkonu hennar eitt sinn, að Guðrún komi til sin. Þyk- 
ist hún hafa orð á því. hve lengi henni hafi láðst að efna 
heit sitt og spyr hana jafnframt hvernig henni líði þarna 
hinum megin. Ekki gaf Guðrún neina skýringu á þvi hvað 
sig hefði tafið, en vísu þessa kvað hún: 

Svefn er Ijúfar, ssng er hæg, 
Bvalað er löngan minni. 
Hvildin verðar þreyttam þæg 
á þeirri jörð sem hinni. 

Konan mundi visuna er hún vaknaði, en ekki veit eg til- 
að hana dreymdi Guðrúnu oftar. .28 Draamljó&. Skirnir. 

Mann nokkurn er Jón hét dreymdi fyrir fám árum 
kunningja sinn, er var til heimilis í öðrum landsfjórðungi. 
j>ótti honum hann koma til sin dapur í bragði og kveða: 

Veðrið syngur vetrarbrag, 
vafið er lyng i klaka. 
Vofur kring^m dáinn dag 
dansa i hring og vaka. 

£g hef hallað höfði á grnnd, 

hlýtt á kallið grimma. 

Hittir alla hin binsta stnnd, 

þeir bniga, og falla i dauðans bland. 

Skömmu siðar frétti Jón að þessi vinur hans hefði 
'Orðið úti sömu nóttina og hann dreymdi visurnar. Hafði 
Jóni þótt draumurinn svo kynlegur, að hann skrifaði hjá 
sér dag og stund þá er hann dreymdi. Undir Jökli fórst fyrir mörgum árum sexæringur sem 
kallaður var »Gammurinn«. Aður en slysið fréttist heim 
i sveitir dreymdi konu þar einn skipverjanna, er var 
iienni nákominn. Kom hann til hennar sjóvotur og kvað: 

Aldan freyddi, öldin hveið, 
Ægir reiddi bramminn, 
böggið greiddi, brönnin reið 
til heljar leiddi Gamminn. Fyrir nokkrum árum dvaldi kona er Guðrún hét á 
Vesturlandi; hún var ógift alla æfl; fremur var hún dul í 
skapi, en greind og vel hagorð. Þegar hún var komin á 
iimtugs aldur fór hún i kynnisför til vinkonu sinnar, er 
bjó i næstu sveit. Þetta var á útmánuðum. A áliðnum 
degi kom hún að bæ nokkrum á sveitar enda; átti hún þá 
aðeins eftir að fara yfir háls, ekki all-lágan, er skildi 
hreppana að. Var heimili vinkonu hennar hinum megin 
hálsins, og hafði Guðrún einsett sér að komast þangað 
um kvöldið. 

Henni var boðin gisting á bæ þeim er fyr getur, en 
iiún var ófáanleg til að vera þar um nóttina. Hélt hún ^kirnir. Draamljó&). 59 

flvo leiðar sinnar, og var unglingsstúlka, sem henni var 
kunnug, látin fylgja henni fram undir hálsinn. Fremur 
var Guðriin fátöluð að þessu sinni, en áður þœr skildu 
kastaði hún fram þessari vísu: 

Vofar allar era á ferð 
út þá hallar degi. 
£g mnn varla öfandsverð 
ein á fjallavegi. 

Stúlkan nam visuna. Ámálgaði hún við Guðrúnu að snúa 
heim með sér og þiggja gistinguna. En það var ekki við 
það komandi, kvað hún engan mega sköpum renna og 
kvaddi stúlkuna. 

Liðu svo nokkrir dagar. Undraðist enginn um Guð- 
rúnu, því veður hélzt allgott til næsta dags. En þriðju 
nótt eftir dreymdi stúlku þá er Guðrúnu hafði fylgt, að 
hún kæmi til sín, var hún föl og fannbarin og kvað: 

'Feigðarelfan fanst mér djdp^ 
fór sem hogar sp&ði. 
Nó er eg falin fannabjúp 
fram á kölda láði. 

Stúlkan sagði frá draumnum og visunni ura morgun- 
inn. Var nú farið að spyrjast fyrir ura ferðir Guðrúnar. 
Hafði hún ekki koraið frara. Var hennar leitað og fanst 
hún örend skarat frá læk, er féll úr gili þar í hálsinum. 
Var þess getið til, að hún hefði fallið í iækinu niður um 
ís, koraist að visu upp úr honura aftur, en orðið innkulsa 
af vosbúðinni, lagst svo fyrir og liðið i brjóst, þvi frost 
var nokkuð, þó veður væri að öðru leyti meinlaust. 


* Fyrir mörgura árura bar það til vestur í Dölura, að 
ungur raaður, Olafur að nafni, varð úti i fjallgöngum. Var 
hans lengi leitað og fanst hann ekki. 

Um sama leyti eða litlu fyr dó faðir hans, gamall 
maður forn í skaj)i. Lagðist sá orðrómur á, þótt undar- 
legt megi virðast, að það væri af völdura garala manns- 
ins að Olafur fyndist eigi. Styrktist og að raun við það, €0 Ðraumljóð. Skirnir^ 

að kunningja Ólafs, er löngum hafði verið ótrauður i að- 
leita hans, dreyradi um þetta leyti, að Ólafur kæmi til- 
8ín og kvæði: 

Veit eg að ykkur vilt er sýn, 
veldar galdramugga. 
A bersvæði liggja beinin min, 
ber i engan skngga. 

Þá er liðin voru tiu ár frá hvarfi Ólafs, fann smala'- 
drengur bein hans fram á fjalli, örskamt frá alfaravegi. 
Þektist hann af húfu hans, er var ófúin, og fleiri munum^ 
er þar voru hjá beinunum. 

Sagði þjóðtrúin, áð þá mundi kraftur gamla manns' 
ins þrotinn, til að villa fyrir leitarmönnum. Kona, er eg kyntist á Vestfjörðum, sagði mér, að vin- 
konu sína, er mist hafði mann sinn i sjóinn, dreymdi 
skömmu eftir lát hans, að hann kæmi til sín þar sem hún. 
lá í sæng sinni og harmaði hann að vanda. Var hann^ 
dapur i bragði og mælti fram þessa vísu: 

Undir þvölum unnarstein 
iU er dvöl um nætur, 
og BÍfeld kvölin söm og ein 
að 8já þitt böl, þú grœtur. Aðra konu dreymdi unnusta sinn, er einnig var drukn- 
aður fyrir stuttu. Laut hann ofan að henni og kvað: 

Þó kólga yafinn kroppur minn 
hvlli á votum beði, 
i Ijósaskiftunum leita jeg inn 
og langar i horfna gleði. Merka konu, hagorða vel, er á heima norður i Eyja- 
firði, dreymdi eitt sinn veturinn 1913 — 14, að til sín kæmí 
ókunnur maður, er hana hefir þó dreymt áður, og jafnan^ 
svo, að hann hefir sagt henni fyrir stórviðburði. Að- 
þessu sinni kvað hann fyrir henni visu þessa: rSklrnir. Draumljóö. 61 

Hefst ná sögn am systar tv»r, 
sárt er að bera gjöldio, 
Sigrún grœtur, Hildar hlær, 
hún á að taka völdin. 

Áleit konan og þeir, er hún sagði drauminn, að þetta 
mundi verða fyrir harðindum og máske fellir. En er 
ófriðurinn mikli skall yflr sumarið 1914 þótti þeim sem 
draumurinn væri ráðinn. Ekki ósvipað þessu að merkingu, þó ólíku sé ver 
kveðið, virðist það er mann á Vesturlandi dreymdi fyrir 
fám misserum. 

Þóttist hann eiga tal við kunningja sinn um stjórn- 
raálahorfur, bæði hér á landi og annarstaðar. Þykir hon- 
tim þá mann nokkurn bera þar að, var hann mikilúðleg- 
ur mjög. Hann vék sér að þeim og mælti: 

Riddari, blind sár, 

ill man öld. 

Yfir það ieggar blóðgao skjöld. Það er sögn, líklega nokkuð forn, að á heimili einu 
væri að jafnaði glaumur og gleði mikil, og það fremur en 
góðu hófi gegndi. Ber það þá eitt sinn til, er menn voru 
gengnir til svefns, að konu þar á bænum, er vön var að 
standa framarlega í gleðskapnum, dreymdi að við sig 
var kveðið: 

Tiðin naam er tæp og hál 
til að I&ta svona. 
Siðar aam og óforsjál 
af illam draami vaknar s&I. 

Varð hún hugsjúk út af visunni, en ekki er þess getið 
að draumurinn boðaði neitt sérstakt. Foreldrar Friðriks Jónssonar, er löngum var kendur 
við Hjalteyri, druknuðu á heimleið frá kirkju fyrir miðja 
nítjándu öld. Böm þeirra voru mörg og flest eða öU i 
ómegð er þau féllu frá, voru þau öU tekin i fóstur með- 
lagslaust, nema Friðrik. Var hann 6 ára þegar foreldrar k 62 Draamljóð. Skirnir.. 

hans druknuðu, varð enginn til að bjóða honum fóstur^ 
og var honum því komið til l^enedikts prests á Hólum í 
Hjaltadal og lagt með honum. Atti hann allstrangt upp- 
eldi hjá fóstra sinum, sem þótti litt mjúklyndur. 

Áður en börnunum var ráðstafað dreymdi önnu Þor- 
leifsdóttur, ömmusystur Friðriks og þeirra systkina, er 
annaðist börnin, að Kristin móðir þeirra kæmi á glugga^ 
yflr rúmi þvi er hún svaf i ásamt yngstu börnunum. Var' 
Kristín sorgbitin og kvað: 

Harmaljárínn hjartað sker, 
hrygðin sár vill speona. 
Friðrik stár í mnna mér, 
min þvi tárin renna. 

Anna dóttir Friðriks hefir sagt mér frá þessu. Það er i munnmælum að prest, er hafði 1 hyggju' 
að breyta um brauð og býli, hafi dreymt vin sinn látinn. 
Hygst prestur að fá hjá honum vitneskju um framtíð sínæ 
og þykist kveða: 

Hvar á að byggja? Hvernig fer? 
Hvar á að bera að landi? 
Hvað á að tryggja hag minn hér? 
Hvað á að liggja fyi;ír mér. 

Þykir honum vinur sinn svara: 

Það um varðar þig ei grand, 
þér á að nægja vonin. 
(ruð ákvarðar Hf og land, 
lán, búgarða, auð og stand. 

Og fékk prestur ekki frekari úrlausn. Þá er að lokum sú sagan er eg tek ábyrgð á, að sé 
sönn og rétt frá skýrt, þvi eg heyrði i æsku föður minn, 
Guðmund prófast Einarsson, segja hana oftar en einu sinni; 
hafði hann sjálfan dreymt vers það er henni fylgir og 
kveðið það að nokkru leyti sjálfur i svefninum. 

Faðir minn var um langt skeið þingmaður Dalamanna. 
A þingvistum sinum kyntist hann eitt sinn ungum náms- 
manni, er þá var þingskrifari. Maður sá var glaðlyndur B 81 Skírnir. Ðraamljóð. 68- 

og skemtinn. Faðir minn unni og hófiegri glaðværð og 
tókst því með þeim góð vinátta um þingtímann. 

Nokkrum mánuðum eftir að faðir minn var heim 
kominn af þinginu, dreymir hann eitt 8inn, að hann þyk- 
iat kominn til Reykjavikur og er á gangi þar sem nú 
heitir Bankastræti, en þá var kallað Bakarastigur. Þar 
mætir hann vini sínum, þingskrifaranum. Er hann glaður 
í bragði og segir föður mínum i óspurðum fréttum, að 
nú sé hann í þann veginn að festa ráð sitt, og sé trúlofaður. 

Faðir minn árnaði honum heilla og spyr jafnframt 
hvert konuefnið sé. 

Hinn segir honum ætt hennar, en ekki nafn, en kveðst 
skyldu sýna honum hana ef hann vilji fylgja sér eftir. 

Ganga þeir siðan niður i bæinn og að húsi einu i 
miðbænum. Þar ganga þeir inn, og vísar ungi maðurinn 
föður mínum til stofu. Freraur var þar skuggsýnt inni. 
I öðrum enda stofunnar stóð kona ung og gervileg og seg- 
ir ungi maðurinn föður mínum að þarna sjái hann nú 
unnustu sina. 

I sömu svifum brestur sundur gólfið undir fótum kon- 
unnar og fellur hún þar niður. Heyrir faðir minn jafn- 
framt kveðið að baki sér: 

Sjáið þið nú fúa fjanda, 
fótnm andan brast bann bér, 
þar sem anðgrand á réð standa 
og ngði ekki grand að sér. 

Þá þykist hann sjálfur bæta við: 

Og andskotinn enn i á&g 
ávalt hefir ssma lag, 
blómpallnr bans býsna friðnr 
brestar þegar me«t á riðnr. 

Við þetta hrökk hann upp, mundi hann versið og 
skrífaði hjá sér. 

Með næstu póstferð eftir þetta fekk hann bréf frá 
eykjavík; er þess getið þar, meðal annara frétta, að 
kunningi, hans þingskrifarinn, só trúlofaður frændkonui 64 Dranmlj'^ö. Sklrnir 

sinni. Bar það mjög saman við það sem hann sagði föð- 
ur mínum i draumnum. 

Þau giftust síðar, og veit jeg ekki annað en vel færi 

á með þeim, þó fjárhagur þeirra muni lengstum hafa 

verið þröngur. Svo draumur þessi hefir annað tveggja 

verið markleysa ein, eða haft aðra merkingu en þá er 

:iiæst liggur að smíða sjer. 

Theodóra Thoroddsen. Draumur. »Eg 8vaf iUa í nótt«, sagði Pálmi, »mig dreymdi erfið- 
an draum og eg gat ekki sofnað lengi eftir að eg hrökk 
upp. Mig dreymdi að eg var veikur og bróðir minn var 
lika veikur og mér þótti læknirinn hafa sagt, að við gæt- 
um ekki með nokkru móti lifað lengur en til kvelds. Það 
var um miðjan dag og við vorum þar, sem við áttum 
heima böm. Eg fann ekkert til líkamlega, en eg háttaði 
þegar. Bróðir minn lá í rúmi skamt frá mér. Hann er 
Ijóshærður, en mér sýndist hárið dökt og eg tók eftir 
því, að hann var ákaflega fölur. Náhvitur. Eg varð 
óstjómlega hræddur, hjartað barðist eins og það ætlaði að 
springa. Skyrtan mín var blaut af svita og eg fann 
hvernig straumamir runnu niður andlitið. Móðir mín 
stóð hjá rúminu. Hún var alvarleg eða döpur i bragði, 
en þó róleg að sjá. Hún kom með aðra 8kyrtu.« 

»Þú 8egi8t hafa orðið hræddur«, 8agði eg. »Fan8t 
þér 8V0 óttalegt þótt þú ættir að deyja stundinni fyr en 
þú hyggur að muni verða. Hvað fanst þér óttalegt við 
dauðann?* 

»Vi88an«, 8agði Pálmi, «alveg eins og færi fyrir þér 
ef þú vis8ir að þú ættir óumflýjanlega að deyja eftir 
nokkra klukkutíma. Ef þú ættir til dæmis að deyja i 
kveld, þótt þú sért nú heill heilsu. Draumurinn var 8vo 
raunverulegur, að mér var ómögulegt að finna annað en 
það væri alt að gerast í vöku. Mér fanst 8vo hræði- 
•legt að eiga að hverfa inn i myrkrið og eiga að skilja 

5 66 Draamar. Skimir»- 

við alt, sem eg var bundinn við, allar vonir og öll áform. 
Alt ógert. Og mér fanst svo mikið lif eftir i mér — en 
var sannfærður um að hjá þvi varð ekki með nokkru 
móti komist að skilja við það alt. Eg man hversu eg varð 
lamaður af skelfingu. Eg lá upp i loft i rúminu og sá 
hvernig brjóstið gekk upp og niður þegar hjartað barðist. 
Eg var alveg máttlaus.c 

»Hafðirðu þá enga von um að lifa eftir dauðann eða 
varstu ekkert forvitinn að fá að vita hvort þetta »annað 
lifc væri til. Langaði þig ekki til að líta bak við tjöldin?« 

»Nei. Eina vonin sem eg hafði var að eg tórði til 
morguns — tórði dálitið lengur en mér var lofað. Von 
min var öll bundin við þetta lif. Móðir min sagði mér 
að eg lifði kanske til morguns, hún var að reyna aö 
hughreysta mig. Eg spurði hana hvort við bræðumir- 
yrðum ekki látnir i sömu gröf. O, hvað eg átti bágt með 
að stynja því upp. Jú, það átti að gera það. Mér varð' 
heldur hughægra við það snöggvast, en svo greip óttinn 
mig aftur enn ákafar en fyr*. / 

»Trúir þú alls ekki á annað lif ?« spurði eg, »eða hef- 
irðu enga von um það?« 

»í vöku finst mér það heldur líklegra að við höld- 
um áfram að vera til eftir dauðann«, sagði Pálmi. 
»0g mér flnst eg mundi geta dáið karlmannlegum 
dauða þótt ekkert væri nema forvitnin, sem hjálp- 
aði mér til þees. En þarua í draumnu«i var eg alveg 
laraaður af óttanura, þar komst engin karlmennsku- 
hugsun að. Mér var það óbærilegt að eiga að sofna 
draumlausum svefni og vakna aldrei aftur, skilja við alt, . 
sem eg átti eftir ógert og alt sera eg þurfti að gera, mér fanst 
sál min altof merkileg til þess að eiga að verða að engu, 
en annað fanst mér þó ómögulegt. Eg leit á bróður 
minn. Mér •sýndist hann líða líkar kvalir, en hann bar 
sig samt betur. Hann hafði áður sagt mér það, að hann 
gæti sætt sig við það, að verða afmáður, hverfa. En nú 
sá eg af hverju hárið sýndist dökkt. Það var af svitac. 

Við sátum þegjandi um stund. Eg var að reyna^ Skirnir. Ðraamar. 67 

að rannsaka minn eigin huga, satt að segja dvaldi 
hann ekki oft við»umhug8unina um dauðann og dóminn«, 
eg var ungur og hraustur. Pálmi sat á móti mér og 
reykti pípuna sina, hann var fölur og dálítið skjálfhentur, 
tekinn til augnanna. Það var hann ætið. 

»Nú, og hvernig fór svo þetta?* spurði eg. 

»Eg hefi áður staðið augliti til auglitis við hræðsluna«, 
sagði hann og röddin skalf dálitið. »0g einmitt af því að 
eg hefi forðast hana síðan, heflr hún ásótt mig. Hún er 
dökk — endalaus og óskiljanleg — eins og svefn dauðans. 
En þó vil eg heldur berjast við hana til eilífðar en sofa 
til eilifðar. Þvi þótt hún hafi yfirtökin með köflum og 
sigri að vissu leyti, þá sigra eg i mörgu og sigurinn yflr 
því mikla afli heflr óumræðilega gleði i för með sér. « 

Hann stóð upp og gekk um gólf. 

»Móðir mín gekk til bróður mins. Hún spurði hann 
hvort hann tæki mikið út. Nei, nei, sagði hann. Finn 
ekkert til. Svo sneri hann andlitinu frá henni, hann vildi 
fá að vera einn með hugsanir sinar. Hann sýndist alveg 
rólegur. Komdu til min ! kallaði eg til hennar, komdu til 
min!« 

»Hún kom til min, kraup niður við rúmstokkinn minn 
og þurkaði af mér svitann. — Þið fáið að vera saman i 
gröflnni, sagði hún, — og svo kem eg á eftir. Þá flnn- 
umst við þar, sem ekkert skilur okkur. — Við fáum að 
vera saman í gröfinni, hugsaði eg i sálarstriði minu og 
skelfingu, en við verðum svo óendanlega langt hver frá 
öðrum, endalaust langt i svefni eyðileggingarinnar og myrk- 
ursins. Hræðslan, hræðslan, breiddi dökka vængi sina 
yfir mig — kolsvarta vængi sina. — En ef við deyjum, 
flaug mér skyndilega i huga, þá verð eg ekki einn, hann 
kemur með, við verðum að vera samferða, svo við töp- 
um ekki hver af öðiiim i þesaum ókunna heimi. Við 
verðum að leiðast. Og við verðum að muna eftir að vera 
altaf nálægt þeim, sem við elskum, ástvinum okkar, til 
að taka á móti þeim þegar þeir koma og leiða þá. Eg 
barðist af alefli við að halda þessari hugsun fram & móti 

5* €B Ðraamar. Skirnir. 

hræðslunni, halda henni fyrir framan aðrar hugsanir mín- 
AT, það voru siðustu forvöð.« 

»Skelflng hefirðu tekið út i svefninum«, sagði eg, »eg 
held helzt að þessi draumur hefði engin áhrif haftá mig.« 

»Eg gat samt ekki lengi haldið þeirri hugsun,« sagði 
Pálmi, »hún þoldi ekki að endurtakast, og eg varð aftur 
undir i viðureigninni við dauðaóttann. Eg fór að reyna 
að biðja guð, en hugur fylgdi þar ekki huga, því eg þekti 
•ekki guð, trúði því ekki að hann gæti gert neitt fyrir 
mig. I vöku heflr mér fundist eg geta trúað á kraft 
bænarinnar, en þarna i draumnum var eg alvegtrúlaus«. 

»0g þá kom læknirinn inn. Hann leit á mig. Nú, það 
er svona, sagði hann, hann er að skilja við. — Eg rauk 
upp i rúminu. — Þér Ijúgið, sagði eg, eg man hvað eg 
átti bágt með að tala, tungan vafðist mér um tönn, eg 
var eins og þrumu lostinn af skelflngu, mér fanst sálin 
vera i ógurlegustu kvölum, en likaminn óviðkomandi hlut- 
VT utan við hana. Mér fanst likaminn vera dauður og 
sálin vera að deyja. Þér Ijúgið hvislaði eg, eg er ekki 
að deyja, eg er friskur, hefl aldrei getað hugsað betur — 
þarf að skrifa, skrifa og verða frægur. — Eg fann 
hvemig hræðslan þrengdi sér að mér, þung, þung, alt var 
fult af henni kring um mig, loftið var þykt svo það komst 
ekki upp í mig og hugsanimar rákust á hana — þessar 
hugsanir, sem eg hafði verið að leita að, sem áttu að 
gera mig frægan, þær rákust á hana og duttu niður i sjálf- 
ar sig, eyðilagðar um aldir alda. — Skrifa, skrifa og verða 
frægur, — verða frægur, lifa, lifa! og eg vaknaði.« 

Pálmi settist niður og lét i pipuna sina. Hann fór 
hægt að þvi. Hann settist niður eins og hann væri dauð- 
þreyttur, augabrj nnar vom dálitið ofar en vant var, var- 
imar skulfu dálitið — það voru drættir í andlitinu, sem 
eg hafði séð þar áður og skildi nú hvemig stóð á. Aug- 
un vom stærri en vanalega, augasteinamir sýndust miklu 
Btærri. Hann sat þegjandi stundarkom og hélt á pípunni, 
fivo tók hann eldspýtur, kveikti í henni og leit á mig bros- Skiroir. Ðraamar. 6^ 

andi. Hann varð á sama augnabliki alveg eins og hana 
átti af sér að vera. 

»Skrifa, skrifa og verða £rægur«, sagði hann, »það 
var hið síðasta af þessum draumi, það var siðasta hugsun 
mín þegar eg var að deyja, hugsunin sem aldrei rættist 
og aldrei gat með nokkru móti ræzt. Eg varð að sofna 
til eilifðar og gleymast. Ekkert lifði eftir af mér, eng- 
inn afkomandi, ekkert orð sem gat geymst. Eg hvarf 
eins og regndropi sem dettur i hafiðc. 

»0g hvernig leið þér þegar þá vaknaðir?« spurði eg^ 

»Það fór vel um mig i rúminu þegar eg vaknaði«, 
sagði Pálmi, »eg var ekki sveittur og hjartað sló rólega. 
Draumurinn hafði cngin áhrif haft á iikamann. Eg sett- 
ist upp í rúminu, það var kolsvarta myrkur. Á eg að 
segja þér hvað eg gerði fyrst þegar eg var vel vaknaður?* 

»Já, fyrst þú heflr sagt mér söguna að þessu, þá verð- 
urðu að Ijúka við hana«, sagði eg. 

»Eg þakkaði guði innilega og af verulega hrærð- 
um huga fyrir að eg var enn á lifl. Spenti greipar og 
þakkaði guði.« 

Eg gat ekki annað en brosað. 

»Þú spentir greipar og þakkaðir guði«, sagði eg. 

Þórir Bergsson. Utan úr heimi. Herbúnaður atvinnulífsins í Þýzkalandi. 

I. 

Þa5 tvent, sem er einna markverðast við nítjándu og tuttng- 
«8tu öldina, er mannfjölgunin og vöxtur framleiðsl- 
ti n n a r í heiminum. Arði framleiðslunnar, a u ð n u m, má annaö- 
hvort eyða þegar í stað til ueyzlu eða verja honum til frekari 
framleiðslu, vinna að því að fá meiri framtíðararð. Þessir Draupnis- 
liæfileikar auðsins, að geta getið af sér aukinn arð, hafa valdið 
kapphlaupum einstakliuganna um auðinn og sérstaklega sett mark 
flitt á nítjándu og tuttugustu öldina, sem þess vegna hafa veriö 
nefndar auðmagnstímabilið, En því meiri sem þjóðarauðurinn er, 
J)e88 betut getur þjóðinni í heild sinni vegnað, þess hœgar getur 
hún staðið straum af mannfjölguninni, þess voldugra er ríkið. Af 
þessu stafa veðhlaup ríkjannaum auðinn, afl þeirra 
bluta sem gera skal. 

Styrjaldir nítjándu aldarinnar stöfuðu flestar af pólitískum 
ástæðum. Tilefui Norðurálfustyrjaldarinnar var eins og menn 
minnast morðið á rikiserfingjanum í Austurríki, aðdragandinn var 
Balkanstyrjöldin, en meðal hinna raörgu d/pri orsaka má fyrst og 
fremst nefna baráttuna milli Þjóðverja og Englendinga um auð- 
magnið. En auður skapast ekki nema á atvinnusviðinu, og barátt- 
an um auð vetður því baráttan um völdináatvinnu- 
flviðinu og heimsmarkaðinum. 

Og eins og aðalorök ófriðarins stafar af atvinnusviðinu, svo 
^eisar einnig styrjöldin þar. Þjóðirnar berjast ekki 
-einungis með mönnum, heldur og með auð i ymislegri mynd. 
Báðir flokkar reyna að hnekkja atvinnulífi fjandmanna sinna eins 
og þeim er unt, vegna þess að þeir víta. að þó að miljónir manna 
8ÓU drepnar, þá fœðast þó aðrir í þeirra stað, en ef möguleikum ■Skirnir. Utan ir heimi. 71 

fjhndmannanna á atvinnusyiSinu er hnekt^ þá er þar meS skoriS á 
lífœC þjóðarinnar og bœði sigri hennar í þeuari styrjöld og framtíð 
heunar sem heimsdrottins spilt um aldir. 

Hugsjón Napóleons mikla var að koma Englendingum á kné 
með því aS loka meginlandi Evrópu íyrir verzlun þeirra. Þessa 
.faugsjón Napóleons hafa nú Englendingar tekið upp gagnvart Þjóð- 
verjum. Bandamenn umlykja Þjóðverja á alla vegu, þeir hafa 
völdin á hafinu og bcgsjóu þeirra er, að beygja Þjóðverja, ef ekki 
með vopnum, þá með því að spilla verzlun þeirra við 
-önnur lönd. 

Þjóðverjar hafa á síðustu áratugum orðið að iðnaðarþjóð, og 
hafa þeir því stöðugt orðið að flytja meira og meira af matvœlum, 
fóðurvörum og vöruefuum (óunnum vörum) inn í landið frá útlönd- 
um, en hafa goldið það með iðnaðarvörum. Nú hætti þessi verzlun 
alt í einu. Þ/zkaland varðj eins og umsetin borg, og leit út fyrir 
að alt atvinnulífið mundi fara í kaldakol, en bœði herinn og aðra 
hluta þjóðarinnar skorta það, sem þurfti til að framfleyta lífinu 
og halda ófriðnum áfram. 

Nú varð því að grípa til einhverra ráða. Þrátt fyrír alla sína 
framsjni höfðu Þjóðverjar einungis búist undir ófrið á hermála- og 
fjármálasviðinu, en ekki á atvinnusviðinu. Það sem hér varð að 
gera, varð því að hugsa frá grunni og þó skjótlega^ b œ ð i m e ð 
tilliti til þarfa hersins og atvinnulífsins. 

Þó að örðugt sé að afla sér vitneskju um ráðstafanir þœr, 
sem gerðar hafa verið, skal eg reyna að skyra frá því helzta, sem 
gert hefir verið í tveimur aðalatvinnuvegum Þjóðverja: landbúnaði 
og iðnaði. 

II. 
A. Uppskeran á Þ/zkalandi varð í minna lagi haustið 1914 og 
•synt var, að minka varð n^yzlu matvœla á einhvern hátt, ef þau 
áttu að eudast til nœstu uppskeru. Nú var um tvent að 
velja. Ríkið gat látið alla verzlun með matvœli afskiftalausa 
og búist við, að verðið mundi verða sett svo hátt af kaup- 
mönnum, að birgðirnar entust, en fyrirsjáanlegt var að það mundi 
því að eins takast, að meiri hluti þjóðarinnar, efnalausir raenn, 
syltu. E ð a stjórnin gat tekist á hendur að koma skipulagi á 
neyzluna, annaðhvort með því að koma á meiri sparnaði i tilbún- 
ingi matvæla, œtla mönnum bluta af því, er húsdyr ueyttu, setja 
.^áverð á vörur o. s. frv., eða jafnvel skamta öllum matvœli ár hnefa. 72 Utuk úr freimi. Skirnir^ 

Ríkisþingið samþykti óðara lög 4. ágúst 1914, sem gáfii stjórn- 
inni heimild til aCgeraallar nauösyniegar ráð- 
stafanir á atvinnusviðinu. Auk þess voru þá samþykt 
önnur lög, sem gáfu yíirvöldunum heimiid til aS ákveða 
háverS á matvœlum, að viðlögðum ströngum ref&ingum, ef 
menn seldu d/rara^ og eignarnámi', ef menn vildu ekki selja. Nú 
var því víða ákveðið háverð á vöru í smásölu, en það kom að til- 
tölulega litlu gagni vegna þess, að bœði var verðið ekki sett til- 
tölulega jafnhátt alstaðar, og ekki alstað^r sett háverð, og menn 
seldu því birgðirnar þar, sem verðið var hœat. Auk þess var ekkert 
háverð á vörum í heildsölu. Af þessu leiddi verðhœkkim þá, er 
sést af töflunni. Meðalverð í mörkum fyrir 1000 kg. 

Hveiti. Rúgur. 

JÚIÍ 

Ágúst 

September 21 — 26 

26.-3. október 

Október 5.— 10 

12.— 17 

19.— 24 

Verðið á hveiti og rúg, sem hafði verið fremur hátt í ágúst- 
mánuði, hækkaði jafnt og þótt. Verðhœkkunin á hveiti svara ði til 
30 '^/o og á rúg 50 7o' Sama máli var að gegna um aðrar kornteg- 
undir. 

Sambandsstjórnin neyddist því til að ákveða háverð á rúg 
og hveiti í öllu ríkinu með tilskipun 28. okt. 1914. Verðið 
var heildsöluverð á þ/zku korni og var ákveðið álíka hátt og 
markaðsverð á þeim tíma. Tilgangurinn var því einungis að koma 
í veg fyrir frekari verðhœkkun, en ekki að setja aérstaklega lágt 
vei9. Ætlunin var að neyzlan mundi minka, vegna þess hve hátt 
verðið var, og að þessi ráðstöfun mundi nægja. Eigandi var skyldur 
að láta birgðir sínar af hendi til sveitarstjórna, ef krafist yrði. Auk 
þess var skipað fyrir að blanda hveiti með rúg, rúg með kartöflu* 
mjöli, bannað að fóðra húsdýr með brauðkorni, ölgerð og brenni- 
vínsframleiðsla minkuð að miklum mun. 

Brátt sást samt, að ráðstafanir þessar voru ófullnœgjandi. Að- 
algallinn var, að háverð var aðeins sett á einstöku vörutegundir. 
Þar sem skortur var á ö 1 1 u m matvœlum gátu því hinar vörurnar, 
sem ekki var sett háverð á, stigið upp úr öllu valdi, og auk þess 
var ekkert háverð á mjöli né brauði, svo að hœgt var að selja það' 206 


174 


225 


194 


250 


224 


247 


222 


252 


224 


260 


228 


267 


234 Skírnir. UUn &r heimi. 78 

meS geipiverði. Stjórnin varC því nokkru síðar að setja háverð á' 
hafra og kartöflur til manneldia. 

Með tilskipunum þeim, sem nefndar bafa verið, hafði stjórnin 
þannig komið i veg fyrir frekari verðhœkkun á helztu kornvörum 
og gefið góö ráð og skipað fyrir um notkun þeirra. AUar þessar 
ráðstafanir voru eins að því leyti, að þær miðuðu aðeins ó b e i n t 
að því að sjá fyrir matvælum, en skiftu sór ekkert af hjá hverjum 
birgðirnar 1 e n t u. Atgerðirnar voru flestar í þágu neytenda, en 
ríkið lét >frjál8 við8kifti« halda áfram eftir sem áður og afskifti 
þessi urðu eingöngu skoðuð sem leiðréttingar á verstu göllum- 
^frjálsrar samkepni«, bœtur á gömlu fati. Sökum skorts þess á 
öllum matvælum, sem varð sí og œ tilfinnanlegri, stoSuðu þessar 
ráðstafanir ekki. 

Til þess að fá fulla vitneskju um, hvernig ástandið vœri land- 
inu, lét stjórnin nú halda rannsókn um allar matvælabirgðir í 
desember. Ekki hefir árangurinn verið látinn uppi, en þó hefir 
ástandið ekki virzt glæsilegt, því að nú var gripið til enu strangari- 
aðgerðar. Hafði ekki enn hepnast að koma æskilegu lagi og sparn* 
aði á neyzluna. 

Prússastjórn hafði komið því til leiðar, að stofnað hafði verið' 
ófriðarkornvörufélag (Kriegsgetreide Gesellschaft), sem 
átti að komast yfir eins mikið af kornvörum og unt vœri, til neyzlu 
BÍðustu mánuðina fyrir uœstu uppskeru. Félag þetta, sem var 
stofnað af löndum, sveitum og stórum iSnaðarfyrirtœkjum, mátti' 
ekki gefa meira en 5^/^ í arð og var því ætlað eingöngu til al- 
menningsbeilla. Brátt sást nú, að erfitt mundi verða að afla þess- 
ara birgða, og vegna eftirspnrnar félagsins jókst skorturinn enn ' 
þá meira í bráð. Var því fyrst sveitarstjórnum gefin heimild til 
að gjöra upptœkh korn, en það stoðaði ekki, af því aS þetta varð- 
ekki gert alstaðar og eigendur kornvörunnar voru ekki skyldaðir 
til að gefa sk/rslu um birgðir sínar. 

Nú var ekki nema um eitt að gera til að tryggja nægan 
sparnað á matvœlum, koma í veg fyrir að- verðiö hækkaði' 
gegndarlaust og pjá um, að allir fengju nóg til að geta lifkð. Sam" 
bandsstjórnin neyddist til, þvert á móti vilja sínum, að fyrirskipa 
25. janúar 1915 lóghald á öllum hveiti- rúg- og mjölbirgðum í- 
ríkinu, enda hafði almenningur heimtað þ*ð fyrir löngu. Ófriðar 
kornvörufélagið fékk umráðin yfir hveiti og rúg, en sveitastjórn- 
irnar yfir mjöli, Kornvörurnar voru samt ekki gerðar upptækar' 
þegar í stað, en eigendurnir voru skyldaðir 6il að^ geyma birgSim*- '74 Utan úr heimi. Skirnir. 

ar óeyddar, þangað til þeirra yrSi krafist. Allir voru skyldir að 
^reina frá, hve miklar birgöir þeir hefSa af vörum þessum. Kaup- 
verðið er sett af sveitastjórnum í námunda við háverðið, og mjöi- 
"verðið eftir kornverðinu. 

Með þessari tilskipun tókst ríkið á hendur einkaverzlun 
áþýzkum kornvörum (ekki útlendum) og framvegis hefir 
,|)ví enginn umráð yfir sölu á þýzkum kornvörum nema ófrið- 
arkornvörufélagið. Eigendurnir urðu að geymendura birgðanna, 
mylnurnar komust í þjónustu rikisins, mjölverzlanir og brauðgerðar- 
iiús o. fl. urðu að úthlutunarstöðum. 

Nú var ekki að eins að ræða um eftirlit, heldur einnig aukinn 
neyzlusparnað, og var því sett á stofn ríkisniðurjöfnunar- 
s t o f n u n (Reichsvert€ilungs8telle), sem ákveður í samráði við 
'<Sfriðarkornvörufélagið niðurjöfnun birgðanna til sveitastjórna, sem 
-.svo eiga að annast frekari úthlutun. Úthlutuninni er nú orð- 
ið alstaðar hagað þannig, að hverjum manni eru fengnir í hendur 
brauðmiðar, sem gefa tilkall til ákveðinnar brauðstœrðai fyrir 
ákveðið verð. ÖUum er þannig skaratað jafnt úr hnefa. Mönn- 
um hefir reiknast til, að n e y z 1 a n á kornvörum hafi þannig verið 
færð niður um 39 — 50''/o. Neyzlan hefir minkað mest í sveit- 
inni og hjá efnalitlu fólki í bæjunum, sem ekki hefir haft ráð á 
að neyta kjöts o. fl. að jafnaði. 

Á þenna hátt tókst Þjóðverjum að láta kornbirgðirnar endast 
-til næstu uppskeru, og það jafnvel svo, að 15. ágúst var 700000 
Jesta afgangur af korni. 

Þegar leið að uppskerunni 1915, fóru menn að ræða hvemig 
ikornvörustefnan ætti að vera næsta uppskeruár. Loks var gefin 
út tilskipun 28. iúní um ófriðarhagsstefnu ríkisins. 
Tilskipun þessi er að mestu einungis heildaryfirlit yfir lög þau 
sem gerð höfðu verið árinu áður. Þó er framkværadarvaldið nú 
víða falið sveitafélögum. Þannig er af sveitafélögum lagt hald á 
. alt brauðkorn þessarar uppskeru, en þann hlutann, sem þau þurfa ekki 
á að halda, fá þau í hendur ríkiskornforðabúri, sera sér 
um hvað við það verði gert. Verðið á brauðkorni er sett álíka 
>hátt og í vetur sem leið. 

B. Annar flokkur matvœlanna er k j ö t i ð. Fraraan af var 
bannað að slátra ungum kúm og kálfura, til þess að reyna 
að koraa í veg fyrir að bændur skœru bústofninn niður, vegna fóð- 
urskortsins og verðhækkunarinnar á kjöti. Þessi slátrunarbönn 
jninkuðu slátranir, en þá varð fóðurskorturinn enn tilfinuanlegri 1^^ 

.iBkirnir. Utan úr heimi. iS 

■«g auk þesB át kvikfénaðuritin þá kornvurur, sem annars mundu 
teia ▼eriS haföar til manneldis. Bönnum þessum var því létt af, 
en /mÍBlegt gert til tf muka fóSurbii^Sir, bifinnivínsframleiSBlan 
minkuð, /ms Bykursambönd notuð til fóðurs, því aS af sykri var 
meira en nóg til vegna útflutningsbanns o. s. frv. En þar sem 
cmönnum taldÍHt aS Þyzkaland skorti 6 milj. lesta af fóSurvörum 
«uk kartaflna, þá var einsynt, aS eiua ráSiS til þess að láta birgS- 
irnar nœgja, var aS skera niSur aS meira eða minna leyti. 
Hœgt var að fá meun til þessa á tvennan hátt: gera kvikfjárrœkt 
-óarðberandi með því að hœkka verð á fóðri, auka eftirspuru eftir 
kjöti á einhvern hátt svo að verðíð hœkkaði. 

1. Alt fyrsta árið var fóðurverðið of lágt til að geta vegið á 

-móti verðhækkuninni á kjöti, og gat því ekki gert kvikfjárrœkt- 

-ina óarðberandi. Ein af ástœðunum til þess var, að um leið og 

faáverð var sett á rúg og hveiti, var sett mjög lágt háverðá 

k 1 í ð og b y g g, til þess að freista manna ekki til að fóðra með 

abrauðkorninu. 

Til þess að minka notkunina á h ö f r u m, var í janúar banuaS 
aS gefa öSrura dýrura en hestum hafra, og var ákveðin viss gjöf 
á hest; 13. febrúar 1915 var svo háverðið hœkkað. Þessi 
ráðstöfun þótti samt ekki nœgja; var því jafnframt verðhœkkun 
inni komiS áeiukaverzlunáþyzkum höfrum,og var 
hún fengin í hendur heyfangamiSstöðinni. Auk þess 
'fékk hún í marz einkaverzlun á b y g g i. 

Hinn 12. febrúar var aðdráttarfélagi bœnda — eins- 
konar kaupfélagi — veitt umboðsstjórn og einkasala á öllu s y k- 
urkendu fóðri, og loks var því svo i marz fengin í hcndur 
einkaverzlun með k I í ð. Algert einkaleyfi fékk félagið 4. apríl, 
þegar fyrirskipað var, að ekki mœtti verzla með neitt þyzkt 
kraftfóður annarstaðar en í félaginu, og voru því fengnar í 
faendur allar birgðir, sem œtlaðar voru til sölu í landinu. Aðdrátt- 
arfélagið selur svo sveitunum fóðrið. Rikiskanslarinn ákveður verðið. 
Einkaverzlun þessi átti að eins að ðtanda yfir til 31. maí, en faefir 
verið framlengd. 

Utan allrar þessarar tilfaögunar voru kartöflurnar, sera 
kallaðar eru varasjóður Þjóðverja, og bafa þœr verið óvanalega 
mikið notaðar i þessum ófiiði bœði til manneldis og skepnufóðurs. 
1 desbember var sett fa á v e r ð á fóðurkartöflur. Kartöflur voru 
þó með þessu háverði ódyrasta skepnufóðrið og voru því notaðar 
til þess, en komu «kki ;á markaðinn. Hið lága háverð faafði því 76 Utan úr heimi. Skirnir^ 

þau áhrif, a6 mena slátruðu nú ekki, og Tar5 því að hækka há- 
verðið í febrúar. Sarat sem áður kom lítið af kartöflum á mark- 
inn, og kröfðust þá margir að ríkið gerði karltöflubirgðirnar upp- 
tækar, en það varð þó ekki. Aftur á móti var í apríl sett á stofa 
miðstöð fyrir kartöfluaðdrátt, sera átti að koma 
reglu á kartöfluniðurjöfnunina meðal sveitafélaganna. Hver sveit^ 
á að halda kartöflutalning, og ef birgðirnar reynast of litlar, getur 
sveitín fengið keyptar kartöflur hjá miðstöðinni, sem fær þær frá 
birgum sveitum, £ftir þessar ráðstafanir var um hríð fullnóg af 
kartöflura, en nú hefir aftur minkað salan á þeim. 

2. Auk þessara ráðstafana allra, sem miðuðu að því að gera 
kvikfjárræktina djrari en svo, aö hún gæti borið sig, voru jmsar ráð- 
stafanir ge rðar til að fá menn til að skera niður, með því að auka 
eftirspurnina, og hafa þær ráðatafanir átt mestan þátt í því, a5 
Bvínunum, sem voru um 25 miljónir l.des. 1914, hafði fækkað niður 
í 1672 raJíjóo 15. apríl, þ, e. s. um 35 ^/q, og síðar hefir þeira 
eflaust fækkað muu meira. Aðalástæðan til þessa var, að bœjum 
og stórum sveitafélögum var gert að skyldu með tilskipun 25. jan. 
1915 að sjá um að nægar birgðir væru til af geymanlegum 
kjötvörum. Af þessu leiddi mikla verðhækkun og slátrsnir, og 
var þá sett háverð á svín. Þegar bæjafélögin höfðu birgt 
sig upp, var kvöðinni létt af þeim í maí. 

I lok október hafa verið gerðar ýrasar ráðstafanir til að minka 
kjötneyzluna ; þannig er sala á kjöti og kjötvörum bönnuð tvo 
daga í viku. Þetta hefir samt ekki haft tilætluð áhrif, því a& 
menn birgja sig þá upp til fleiri daga. 

Kjötverðið hefir samt hækkað eftir því sem lengra hefir liðið 
á haustið, og hefir þess vegna hingað og þangað verið sett há- 
verð á kjöt í smásölu, og samttandsráðið mun í nóveuiber œtla að ■ 
setja háverð á kjöt alstaðar í Þyzkalandi og koma á skömtunar- 
fyrirkomulagi. 

Mjólkurverð og ostverð hefir einnig bækkað rajög, og er 
búist við, að þar verði bráðlega sett háverð og komið á sköratun- 

arfyrirkomulaginu. 

♦ ♦ 

Það, sem stjórnin befir lagt einna mesta áherzlu á, er auðvit- 
að að sjá hernura fyrir nægura matvœlum. Til þess er höffr- 
sérutök stofnun, hervistafangamiðstöðin, (Zentralstellfr- 
zur Beschaffung der Heeresverpflegung), sem er undir stjórnarráðj 
utanríkismálanna. Ríkið hefir sett eftirlitsraann raeð stofnuninni. ^kirDÍr. Uten úr beimi. 77 

Yistafangastjórn hersins skýrir hervistafangamiðstöðinni frá mánað- 
■4trþörfum hersins af matvœlum og jafnar hún svo vistakröfunum 

niður á sveitafélagin aamkvœmt birgðadk/rslum, sem gerðar eru 
'tnánaðarlega í hverri sveit. Sórstakar sveitanefndir sjá bvo um 

útvegun birgðanna frá bœndum, félögum og kaupmönnum. Verðið 
•er sett af fastri netnd eftir aðalmarkaðsverði á kornvörum í land- 

inu. Bœði landbúnaðurinn og kornvöruverzlanir eiga fulltrúa í 

nefnd þessari. 

Auk þessarar stofnun&r er einnig ríkisinnkaupastofn- 

un í Hamborg. Kaupir hún sérstaklega allar þœr útlendar vörur 

aem herinn þarfnast. 

Þjóðverjar byrjuðu með því að setja háverð á brauðkorn. En 
þegar skortur er á allskonar matvœlum, þá er það ekki nóg, held- 
ur þarf að koma skipulagi á neyzluna. Og e i n a r á ð i ð til að koma 
því í framkvœmd, þannig að hvorki nejzlan verði of mikil né 
verðið of hátt, fyrir almenning, er að ríkið leggi löghald á mat- 
vœlabirgðirnar og skamti öllum úr hnefa. Eftir því sem 
minkað hefir um matvœli í Þ/zkalandi, hefir þetta náð til 
fleiri vara, en þar sem því hefir verið komið á, hefir það nœgt, 
þó að menn hafi auðvitað orðið að bafa minna viðurvœri en áður. 
Varla er héðan af hœgt að búast við þvi, að Þjóðverjar verði 
flveltir inni. 

III. 

I upphafi ófriðarins leit út fyrir að þ/zkur i ð n a ð u r mundi 
verða hart leikinn í ófriðnum. Atvinnurekendur höfðu ekki búið 
sig undir ófrið, og var því útlit fyrir, að verkemiðjurnar mundi 
brátt skorta vöruefni þau, sem þœr fengu vanalega frá út- 
löndum, auk þess sem útlandamarkaðurinn fyrir iðnaðarvörur lok- 
aðist að mestu. Þar að auki var fjöldi verkamanna kvaddur í 
herþjónustu. En bráðlega kom nú eftirspurn h e r s i n s eftir iðn- 
aðarvörum í stað eftirspurnarinnar frá útlöndum. Þjóðverjar sáu 
skjótt, að í ófriði þessum var einna mesc undir því komið, að sem 
II 'mest af iðnaðinum ynni í þjónustu hersins, og til þess að koma 
þrí til ieiðar og koma skipulagi á framleiðsluna, voru nú gerðar 
ymsar ráðstafanir. 

Hinn 13. ágústmánaðar 1914 var stofnuð deild í stjórnar- 
ráði hermálanna, stjórnardeild fyrir hervöruefni 
•(Kriegsrohstoffabteilung), sem á að sjá hernaðariðnaðnum fyrir nœg- 78 Utan úr heimi. Skirnir^ 

um vöruefnuTn, koma í veg fyrir óþarfa eySsln á þeim og kom» 
skipulagi á notkunina. Tíl þess aS komast eftir hvernig ástandiW 
vœri í Þýzkakindi, voru svo í byrjun ágústmánaðar sendar fTrir- 
spurnir til atvinnurekenda, og þegar svörin korau, var hægt að sjá 
hvar og hve mikið vœri til í landinu af vöruefnum. Auk þessa- 
þurfti að ákveða hverir fengju afnotarétt á vöruefnum, og;^ 
voru iðnaðargreinar þær, sem í hlut áttu, hvattar til að koma 
sjálfar skipulagi sín í milli á aðdrætti og niðnrjöfnun vöruefnanna. 
Iðngreinar þessar stofnuðu þá í þessu skyni vöruefnahluta— 
f ó I ö g , og fengu þau rétt til að leggja löghald á birgðir. 
Fólög þessi eru undir umsjón ríkisins, og hefir umsjónar- 
maður ríkisins synjunarrétt. Félögin mega ekki gefa neinn ágóða. 
Samhlið& fólögum þessum var komið á fót óvilhöllum dóms- og 
niðurjöfnunarnefndum, sem skera úr því hvernig vöruefnunum skuli' 
skift niður. 

Vöruefnunum er jafnaS niður á þann hátt, að verksmiðjurnar' 
geti sem bezt fuUnægt þörfum hersins. 

Hernaðarþarfirnar höfðu nú í för með sér umbreytingnr 
iðnaðarins, þanuig að friðarstörfin voru minkuS eins og fram- 
ast var unt og verksmiðjurnar látnar vinna fyrir herinn. Starfabreyt- 
ing þessi var gerð af iðugreinunum sjálfum með tilstyrk ríkisinB;. 
áttu tvö aðal sambandsfélö^ iðnaðarins mikinn þátt í þessu, og settu 
þau á fót sameiginlega ófriSarnefnd. "Voru nú nýjar iðngreinar 
stofnaðar og aftur á móti hætt við ýmiskonar framleiðslu aðra. 
Telst mönnum núað fjórir fimtu hlutar iSnaSarins 
vinni að mestu leyti í þarfir hersins. 

Alt var gert til aö auka vöruefnabirgðirnar. I n n f I u t n - 
ingur frá hlutlauaum þjóðum var aukinn svo mikið sem unt var,. 
t. d. með undanþágum frá toUskyldu o. fl. í 1 ö n d u m þ e i m,. 
sem Þjóðverjar lögðu undir sig, voru settar á fót h a g* 
n e f n d i r til þess aS útvega vörur þær, sem herinn þarfnaSibt, og: 
koma þeim til miSstöðva á Þjzkalandi, en þar eru þær greindar* 
sundur og síSan sendar þangaS sem á aS nota þær. Ofriðar-. 
hagshlutafólag var stofnað til aS hagnýta sór emi þau í. 
óvinalöndum, sem hernaSariSnaSurinn þurfti ekki á aS halda. A. 
þenna hátt hafa Þjóðverjar t. d. tekið að herfangi ull fyrir yfir 
500 miljónir raarka. í sjálfu Þ/zkalandi var svo vöruefnum/ 
safnað saman eins og hœgt var. Ríkið lagði löghald á fágœt vöru- 
efni og menn voru skyldir að láta þau af hendi, t. d. koparmuni. 
Loks breyHu menn til um vöruefni, þ. e.a.s. notuðu n/jr- l Skirair. Qtan Ar heimi. 79^ 

ar eða aðrar tegundir, sem nóg var til af, í stað vanalegra vöru- 
efna. T. d. er nú víSa notaS stál og sínk í stað kopars og tins, far- 
iS aS nota pappírspoka, köfnunarefni unnin ár loftinu (ríkis- 
einkaframleiSsIa), o. fl. í marz I/sti þ/ska stjórniu yfir því, að 
nú vœri svo komiS, aS herinn þyrfti ekki aS óttast skort á efni- 
vörum, hve lengi sem ófriSurinn stæSi, og víst er þaS, aS Þjóðverj- 
ar atanda aS /msu leyti betur aS vígi meS vöruefni en í byrjun 
ófriðarins. Nú hafa þeir og feugið mikið herfang (kopar) í Serbíu 
og ná alla leið suður til Litlu-Asíu. 

Til þess að skifta verkum milli verksmiðjanna, voru höfð 
ymis gömul iðnfélög eða stofnuð ny fólög. Tekið er tillit til friðar- 
þarfanna eftir því, sem unt er. Til þess að koma í veg fyrir 
óhæfilega hátt verS, er sett h á v e r ð. Séð er um að verkamenn 
þeir, sem þarf við, sóu ekki kvaddir í herþjónustu. Einnig er 
reynt að koma sem flestum atvinnulausum verkaraönnum að vinnu, 
og ef k a u p verkamanna fer niður úr kauptaxta, geta þeir kært 
og fengið það hœkkað. Aftur á móti geta verkamenn ekki hætt 
ófriðarvinnu að ástœðulausu. 

Einungis með þessum og fleirum ráðstöfunum, sem menn vita 
ekki glöggt um, hefir Þjóðverjum tekist að halda iðnaðí sínum við 
avo að miljónir manna yrðu ekki atvinnulausar, og þó þannig að 
herinn var látinn ganga fyrir öðru. í landbúnaði skifti níkið sér 
ekki beint af sjálfri framleiðslunni, heldur aS eins af niSurjöfnun 
matvœlanna. Iðnaðarframleiðslunni þurfti aftur á raóti uð breyta 
algerlega, og s/nir það bezt á hve tcaustura grundvelli iðnaðurinn 
var, að takast skyldi að vinna bug á erfiðleikunum. 

En auk þessara raðstafana í iðnaði og landbánaði, þá hefir' 
ríkið gert ótal raargar aðrar í peningaraálura, í frarafœrsluraálura, 
yfirleitt á flestura sviðum þjóðlífsins. Hvervetna er stefnan hin 
Mma: ríkið tekur í taumana. Og þessum atgerðum eiga 
ÞjóÖverjar það að þakka, hvernig þeim hefir gengið í þessari styrj- 
öld. Aðrar þjóðir hafa afrekað mikið á mörgum sviðum, en Þjóð- 
verjar hafa gert víStœkari ráSstafanir, gengiS á undan og aS mörgu 
leyti hepnast betur, þó aS þeir hafi átt viS raikla örSugleika aS 
BtríSa. Sagt er aS þaS hafi veriS þjzku skólakennararnir, sem 
sigruSu Frakka 1870, en nú séu þaS þ/zkir hagfræSingar og at* 
vinnurekendur, sera bjargi Þjzkalandi. Snemma í ófriSinura var 
stungiS upp á því, aS stofna eins konar herstjórnarráð] á landshags- 
iTÍSinu, af atvinnurekendum og hagfrœðingum. Þetta hefir þó ekkt '80 Utan úr heimi. Skirnír. 

veriS gert algerlega enn þá, þó að játað né, að á þann hátt befði 
verið hœgt að koma í veg fyrir margt fálm og fát. 

IV. 
Þó aS örðugt sé að skygnast inn í framtíðina, þá mun þó 
óhœtt að segja, að margt af þv/, sera nú befir staðist eldraunina, 
mun standa eftir ófriðiun og ríkið muni framvegia skifta sér meira 
af atvinnulífinu en bingað tíl. Liggja til þess ýms drög. 

1. Fyrst og fremst til að vera viðbúið ef ófrið ber 
að höndum. Þannig er haldið fram, að ríkið eigi framvegis að 
sjá um, að atvinnuvegiroir séu alt af færir til að leggja út í ófrið. 
Ýmsir hagfræðingar Þjóðverja halda því fram, að sem stórþjóð 
muui þeir að staðaldri vera neyddir til að flytja inn frá útlöndum 
allmikið af efnivörum og matvœlum. Til þess að tryggja sjer, að 
ekki verði skortur á þessu, eigi ríkið alt af að hafa eins árs birgðir 
af vörum þessum fyrirliggjandi (forðabúr). 

2. Önnur ástœðan er fjárhagurinn. Fyrir ófrið- 
inn voru skuldir þjzka ríkisins 5000 miljónir marka og árlegar 
rentur og afborganir af þeim 240 miljónir marka. Skuld- 
irnar aukast gífutlega í ófriðnum. Þjóðverjar hafa nú tekið 25000 
miljónir marka innanlandslán til bernaðarins og mun það varla 
nægja. Af lánum þessum munu þeir verða að gjalda um 1500 milj. 
marka árlega í rentur og afborgun (5 + 17o)- Tekjur ríkisins 
þurfa því að aukast að miklum mun. Sambandsríkin hafa ráð yfir 
beinu sköttunum, svo að ekki verður hœgt að nota þá. Ekki verð- 
ur heldur hœgt að auka tekjur af eignum ríkisins eins mikið og 
við þarf hér ; til þess eru ríkiseignirnar of litlar. Viðskiftaskatta 
er ekki heldur hægt að auka að miklum mun, því það mundi 
leggja of mikil höft á alt viðskiftalífið. Þó að hœgt vœri ef til 
viU að hækka toUana svo mikið að fylt yrði upp í skaröið, þá 
eru þeir óvinsælir af því, að þeir koma harðast niður á efna- 
litlu fólki, og stjórnin mun því sjálfsagt varast toUhœkkun í lengstu 
lög, af pólitískum ástæðum. Eini vegurinn út úr þessum ógöngum 
virðist því vera að r í k i ð takist á hendur einkaverzlun eða 
einkaframleiðslu af fjölda af vörum. 

3. Þriðja ástæðan til afskifta ríkisins af atvinnuh'finu eru 
viðskiftin viö útlönd. Varla er reyndar hægt að búast 
við, að ríkið takist sjálft á hendur verzlun og siglingar, nema ef 

r til vill Ham burg American Ifnuna*) og Norddeutscher Lloyd, en 
*) Geta má þess, að i Sviss hefir nú verið komið i rikiseinkainn- ífikirnir. Utan úr heimi. 81 

aðalhlutverk ríkisiiis verður hér, að ráða stefnu viSskift- 
aiina. Þjóðverjar hafa sóö af ófriðnum, hve háðir þeir hafa vor- 
ið útlöndnm að mörgu leyti á atvinnu- og fjármálasviðinu. Fram- 
•V3<;Í8 vilja þeir vera sjálfum 6Ór nógir, eftir þvi sem hægt er. 
iHugsjón þeirra er að koma fótunum undir »lokað verzlunar- 
r í k i <(, sem helzt ætti að ná alla leið frá Noiðurlöndum suður til 
Litlu-Asíu, að minsta kosti sameina Þ/zkaland og Austurríki sem 
fastast, og er nú verið að vinna að því. R(ki þessi ættu að vera 
hvert öðru hliðholl í tolllöggjöf, jafnvel gera toUsamband með tím- 
anum, en afstyra samkepninni frá öðrum löndum með háum toll- 
garði. Til samauR rettu ríki þessi að geta framleitt flestar vörur, 
sem þyrfti. — Auk þess ætlast margir til, að stjórnin beini straumi 
iþeim af auði og mönnum, sem Þyzkaland hefir yfir að ráða, sem 
mest inn á við, en því næst til núverandi sambandsmanna sinna og 
hlutlausra smáþjóða, sem Þjóðverjar gœtu náð til með hernum, e' 
jþeir neyddust til þess. — 

Allar þessar ráðstafanir og ráðagerðir eru grundvöllurinn und- 
ir þeirri nyju stefnu í stjórnmálum, sem nú vitðist vera 
að brjótast fram úr rayrkri ófriðarins, greinilegast á Þyzkalandi, en 
þó alstaðar í Norðurálfunni : Herbúnaður atvinnulífsinti 
uiidir forustu ríkisins. Fyrirmyndin er skipulagið á hern- 
uni, þar fcem afkastið er raest vegna þess, að þar eru notuð öll 
-fullkomnustu verkleg tœki uútímans, stjórnsemi og agi ríkir þar 
■ eFtir því sem verða má, og allir ganga fram í einingu að sama 
takmarki, viuua fyrir land og lýð. 

En stefna þessi á sór dypri rœtur, þó að hún só nú fyrst að 
•brjótast fram, sökum ófriðarins. Þjóðirnar hífa fundið, að þorf 
er á nyjum grundvelli til þess að koma í veg fyrir stefnuleysi og 
kraftatap hinnar svonefndu »frjálsu samkepni^, sem í upphafi stefndi 
að þroskun einstaklingsins, en hefir haft í för með sér kúgun fjöld- 
ans undir fáa menn, tem ráða yfir auðnum. í stað þess vilja 
menn ná öllum landsbúum í saravinnuna, en láta ríkið hafa 
mest áhrif, vegna þess að það er fulltrúi heildarinnar um aldir, 
getur verið langsynna og víðsynna. Fyr meir álitu stjórnmála- 
flokkarnir, að alla stund œtti að leggja á framför einstaklingsins, og 

flutningi á innflnttri kornvöru og stjórn Breta birgði England upp með 
Byknr i byrjun ófriðarins. I Noregi hafa einnig verið samþykt lög 20. 
ágástmánaöar 1915, sem veita stjórninni heimild til, að koma á einka- 
innflutningi á nauðsynjavörum, ef þörf geriít, o. fl. I Austnrrlki er 
^einkasala á kornvörum. 82 Utan úr heimi. Skirnir^^ 

ríkið vœri að eius vegur til að koma því til leíðar, en beildarstefn- 
an miðar að því að þroaka fyrst og fremst heildina og þar með'^ 
eiunig einstaklinginn. Hið gamla fyrirkoraulag atvinnulifsins stefndi 
að því( að einstaklingurinn nœði i sem mestan fjárgróða, hið njja- 
að a f k a s t þjóðfélagsins verði sem mest. Skilyrðið fyrir slíkrr 
stefnu er fyrst og fremst breyting bugarfarsins, og einkunnarorð' 
hennar hljóma nú miljónrödduð utan úr heiminum frá ófriðarþjóð* 
unum : Einn fyrir alla, allir fyrir einn. 

Kaupmaunahöfn i nóvember 1915. 
Héðinn Valdimarsson. H e i m i I d i r : Brs^ndt : Die deutsohe Industrie im Kriege- 
1914 — 15. Eltzbacber:- Die deutsche Volksernáhrung und der 
englische Ausbungerungsplan. A.rchiv fúr Soziahvissenschaft undi 
Sozialpolitik. Weltwirtschaftliches Archiv. Nationalökonomisk Tid- 
skrift. Dansk Land. Blaðagreinar o. fl. Athugaseind. Hr. próf. Bj. M. ÓlseD hefur í athugMemd viö riógjörð mína 
um hinn síSasta bardaga fíunnlaugs og Hrafns í síðasta hefti Skírnis 
ekki kannast við að jeg hafi hermt orð hans um þetta mál rjett, 
Þetta kom mjer óvart, því að jeg vil engum rángt gera og síst allra 
viui mínum B. M. 0. En jeg fæ ekki sjeð, að jeg hafi gert það. 
Þau orð sem jeg hafði um skoðun B. M. 0. voru ekki í tilvísunar- 
roerkjum. Vœri ummœli B. M. Ó. rjett, þá hl/tur frásögu bögunuar 
að vera skáldskapur, og B. M. ó. hlytur — finst mjer — að skoða 
bana þannig, þ ó a ð hann kunni að álíta að Gl. og Hr. hafi barÍ8& 
— einhversstaðar annarRtaðar í Noregi. Ljsingin er svo nákvœm og 
Bvo samtvinnuð þeBsum stað, að ef ekkert liggur bak við hana, þá 
e r hÚD tómur skáldskapur og ekkert annað. En svo að menn geti 
dœmt um málið, vil jeg tilfœra orð B. M. Ö. sjálfs. Eftir að hafa 
getið þess að hann hafi uvergi fundið nöfnin segir hann : 

]>Hafi til verið góð og gild (ægte) arfsögn um að orusta G.s 
og Hr.8 hafi háð verið á Dinganesi — og það er ekki ómögu- 
legt — . . verður það að hafa verið á Dinganesi við Sogn 
(gleiðletrað hér). Þennan stað gat höf. sögunnar ekki notað, úr 
þvi að hann á bls. 265 segir frá, að £iríkur jarl hafði bannað þeim 
að berjast í hans ríki, og hann (höf.) lætur því orustuna eiga sjer 
stað á up^xiiktuðu (fingeret) Dinganesi í hjeraði á takmörkum Norega^ 
og Svíþjóðar, svo laugt frá almannavegi sem hœgt var.< £f þetta 
Tœri svo, er það ekki skáldskapur? Annars má ne^na það hvernig 
sem vill. En jeg er eftir sem áður í engum vafa um, að sagau er 
i öllu V e r u 1 e g u alveg rjett og að hjer er um engan þess konar 
likáldskap að rœða. «4 Svar. Sklrnir. 

Svar. Athugasemd mfns heiðraða vinar hjer að framan hefur ekki 
sannfsert mig uro, að jeg hafi í ritgjörð minni um Gnnnlau^s* 
«ögu í ritum hina danska Vísindafjelags (7. Rsekke Hist.-filos. 
Afd. II. 1, á 52. bls. neðanniáL-t) haldið fram þeirri skoðun, að 
»frá8Ögnin um hinn síðaata bardaga þeirra Gunnlaugs væri ekki 
annað en skáldskapur^. Þvert á móti tek jeg það beint fram að 
fráaögn þessi geti verið runnin frá sannsögulegri arfsögn, að því 
€r sjálfan viðburðinn snertir, bardagann »á Dingane8i« og fall þeirra 
betrgja Gunnlaugs og Hrafns, og er hún þá eittbvað annað og meira 
enn eintómur skáldskapur. Um hitt hef jeg efast, og efast enn, að 
bardaginn sje rjett staðsettur í sögunni. Á þeim stað, sem F. J. 
heldur að sagan eigi við, eru engir »8ljettir vellir« og enginn 
»lœkur«, sem þó ætti að vera, ef lísing sögunnar væri nokkuð að 
marka. Jeg get því als ekki viðurkent, að »li8Íng sögunnar gje 
nákvæm« eða »8aratvinnuð þessum btað,« eins og F. J. kemst að 
orði, og jeg skoða það, ekki sem ^skáldskap^, heldur sem hugar- 
hnrlS, að orustan hafi staðið þarna. 

B. M. O. Ritfregnir. Jón Jónsson: íslandssaga. Reykjavík 1915. BókaversluQ 
Sigf. Eymundsaonar. 

6ók þessi œtti að vera öllum íslendingum kærkominn gestur. 

Að VÍ3U hefur mart verið ritað, og ritað vel, um sögu Islendinga 
bæði að fornu og níju, einkum þó um elsta kaflann, frá uppbafi 
íslauds bigðar þangað til þjóðveldið leið undir lok. Af ritum á 
íalensku um sögu vora undir konungsvaldinu niður til vorra tíma 
kveður langmeist að Árbókum Jóns Eapólíns. Var það ágœtt rit á 
sinni tíð, enda hefur það verið sá brunnur, sem fieatir íslendingar, 
leikir menn og lœrðir, hafa ausið af sagnafróðleik um þá tíma, sem 
það nœr ifir. Enn menn hafa ekki haft fult gagn af því, einkum 
sakir þess að þar er hrúgað saman svo mörgum ómerkilegum við- 
burðum, að iesandanum hættir til að kafna í þeim og missa sjónar 
á sögubeiidinni. Hingað til hefur oss tilfinnanlega vantað gott og 
skilmerkilegt ifiilit ifir alla sogu landHÍns frá elstu tímum til vorra 
daga. Agrip eru að vísu til, enn þau eru ekki annað enn magrar 
beinagrindur, og hafa því ekki fuUnœgt þörfum vorum. 

Nú er bætt úr þess&ri þörf með þeirri bók, sem hjer liggur firir. 
Iblandssaga Jóns Jónsaonar rekur megindrœtti sögu vorrar frá 
elstu tímum til vorra daga, dregur fram í birtuna þá viðburði, eem 
niestu máli skifta, lísir þeim átakanlega í snjöUu máli, klæðir þá 
boldi og blóði, þó að frásögnin sje stutt, sinir orsakir þeirra og 
afleiöingar, enn missir þó aldrei sjónar ásöguheildinni, svo að sagan 
verður, þegar vel er að gáð, einn óslitinn þráður. Þetta var einmitt 
þaS sera vjer þurftum að fá til að átta oss í völundarhúsi sögu 
vorrar. Bókin er sannkallaður áttaviti firir hvern þann bem fœst 
við sögu laiidsins að fornu og níju. 

Það er ekki IitiII vandi að velja efni í slíka bók, vinsa úr þá 
viðburði, seni merkilegir eru, og hafua hinum. Það getur engina 
uema bá, sem hefur um langan aldur lagt stund á sögu landsina. ^ Ritfregnir. Skimir, 

kiut sjer vel allar heimildir, vegið þœr á metaskálar sögulegra 
rannsókna^ lesið alt, sem um sögu vora hefur veriS rita? fir og síðar. 
Það má kalla, að nœHtum þvi hver lina i bókinni beri þess vott, 
að hún er bigð á viðtækum og nákvæmum sogulegum rannsóknum, 
og að höf. hefur það til að bera, sem mest er um vert, heilbrigða 
dómgreind til að skilja gang sögunnar, dæma milli heimildanna, 
velja hið rjetta, enn hafna hinu ranga. Auðvitað getur það verið 
ilitamál, hvað eigi að taka i slika bók og hverju að sleppa. Vini 
mínum, aðjúnkt Þorleifi H. Bjarnason, sem hefur ritað um bókina 
i »Iðunni«, þikir höf. hafa verið of fjölorður um Guðmund Arason 
og Sturlungaöldina, Það finst mjer nokkuð vafasamt, þvi að biskups- 
dómur Guðmundar, og sjerstaklega deilur hans við höfðingja, marka 
nokkura konar timamót i kirkjusögu landains, þó að mart megi að 
Ouðmundi finna, og um Sturlungaöldina er það að segja, að breiting 
sú sem varð á stjórnarfarinu, þegar landið komst undir konung, 
veiður ekki skilin til neinnar hlitar, nema saga Sturlungaaldarinnar 
8Je rakin með talsverðri nákvæmni. Aftur á móti er jeg saraþikkur 
Þ. H. B. um það, að höf. hefði átt að skira betur frá sögu kirkju- 
legra mála á 19. öldinni — um það atriði er sama sem ekki neitt 
i bókinni. Ifir höfuð að tala fer höf. nokkuð fljótt ifir sögu 19. 
aldarinnar og þess sem af er tuttugustu, nema ifir stjórnmála- 
BÖguna, sem er mjög vel sögð, og hlutdrægnislaust að mínu áliti. 
£nn þetta finst mjer gera minna til, þvi að saga þessara nijustu 
tima er flestum meira eða minna kunn, svo að þar er siður þörf 
á fræðslu, enda hægt að afla sjer hennar af öðrum ritum. Hitt er 
'ineira vert, að höf. hefur rakið mjög rœkilega sögu miðaldanna, 
frá þvi er landið komst undir konung til siðaskiftanna, og níja 
timans frá siðaskiftunum til loka 18. aldar, þvi að um þessa kafla 
sögu vorrar var skorturinn á góðu ifirliti tilfinnanlegastur, þó að 
imsar vel samdar ritgjörðir sjeu til um einstök atriði, ekki sist 
■eftir Jón Jónsson sjálfan. 

Höf. er sú list lagin að rita alþíðlega um visindaleg efni. Jeg 
er sannfærður um, að hver óbreittur alþíðumaður getur haft full 
not af þessari bók og get undirskrlfað það, sem Þ. H. B. segir í 
ritdómi sinum: ^íslandssaga þessi er alþíðubók í orðsins besta 
8kilningi«. Búningur hugsananna er víðast hvar Ijós og málið lip- 
urt. Þó bregður sumsta-ðar firir úreltum fornirðum, sem stinga 
óþægilega i stúf við hið óbreitta og eðlilega daglega mál i kring. 
Á bls. 197 og 309 kemur firir »mælti af stundu«; slíkt finst 
mjer ópriða og ekki eiga við i bók, sem er ætluð skólum og alþiðu. .Skirnír. Rkfregnir. 87 

OrCiS uppbteitur (197. bls.) er ekki ástœSa til aS knjesetja 
aftur í málÍDU, ekki heldur orSið útistöQur, sem höf. virCist 
vera of tamt (191., 280. og 2^7. bls.). Oröin spytingar og 
ipakkavaSmál (á 175. bls.) hefVu og þurft skíringar viS, sömu- 
leiCis fatabúr (177. bls.). Á 271. bls. hrósar höf. Jóni Giz 
urarsini firir þa8, aS hann í ritgjörS sinni i^segi látlaust frá 
öllu í daglegu máli samtíðar 8innar<s(. Sömu reglu 
hefði hann sjálfur átt að filgja stranglega í þessari bók, og gerir 
iþað líka víðast hvar, enn stundum vill bregða út af. Á tveim 
stöðum kemur firir orðasambandið ]^að látasér nœgja 
með eitthvað^ (185. og 205. bls.); er það dönskuskotið, og 
œtti að vera að láta sjer eitthvað uægja. Enn þetta 
er undantekning — annars ritar höf. vanalega hreint mál. 

Ifir höfuð að tala virðist bókin vera mjög nákvæm og skilrík 
.í frá&ögn sinni, að svo miklu leiti sem jeg get um dœmt. Á etöku 
stað bregður þó firir vafasömum staðhœfingum eða jafnvel villum, 
og hafa þeir, sem um bókina hafa ritað, bent á sumt, sem jeg 
geng fram hjá. Af því að bókin mun vafalaust iunan skams 
.koma út í nírri útgáfu, skal jeg taka fram nokkur vafasöm atriSi 
>höf. til athugunar. I innganginum segir höf. á 5. bls., að af þeim 
víkingum, sem veittu Englandi heimsókn á víkingaöldinni, hafi 
■>einna mest kveðið að Ragnari loðbrók^. Þessu ætti að sleppa, 
,því að >saga Ragnars loðbrókar er mestmegnis tómur skáldskapur ; 
hann er frægastur allra víkinga í fornum frásögnum, og þó veit 
enginn með vissu, hvenœr] hann hefur verið uppi, hverra manna 
'hann hefur verið, hvaða ríki hann hefur ráðið, eða hver afreksverk 
>hann hefur unnið« (Jón próf. Jónsson, Víkingasaga 38. bls.). — Á 
J6. bls. segir, að Retill hœngr hafi numið :^RangárvöIIu alla milli 
•fjals og fjöru«. Hjer filgir höf. Egils sögu, og úr henni hafa þessi 
takmörk landnámsins slæðst inn í Landnámuhandritin Sturlubók 
■og Hauksbók. Enn það má sanna, að hin elsta heimild, 
hin upphaflega Landnáma, hefur eignað Katli miklu þrengra land- 
nám (sjá ritgj. mína um afstöðu Egils sögu og Landnámu í Aarb. 
f. nord. oldkyndighed og historie 1904, 183.— 193. bls.). — A 24. 
bls. segir, að Grímr geitskör hafi kannað landið » t i 1 a ð s j á 
út allsherjar þingstað«. Þetta er nokkrum efa bundið. 
Ari fróði segír að eins, að Grímr »hafi kannað landið alt að ráði 
'lfljóts, áður alþingí væri átt«, og virðist líklegt, að erindi hans í 
þeirri könnunarferð hafi öllu fremur verið að leita húfanna hjá 
•höföingjum og laða þá til filgis við hina níju allsherjat stjórnar- 68 Ritf^egnir. Sklrnir;. 

skipun enn að sjá út þingstaS. — Mjög er það og vafasanit, aö- 
Loftur ríki Giittormason hafi »haft í skjaldarmerki sínu hvítan val 
í bláum feldi<i: (183. bU.). þó að það sje sögn Jóna Gizurarsoiíar 
eða, rjettara sagt, áliktun, dregin af því, að afkomendur Lofti í> 
kvennlegg, sinir Jóna Magnúasonar á Svalbarði, höfða þetta 
skjaldarmerki (sbr. Safu til s. íal. L 672.-673. bls.). Víst er" 
það, að innsigli Lofta er enn til frrir brjefum og að í því er, ekki* 
valur, heldur ormur (sbr. Aarb. f. nord. oldk. og hist. 1914f. 
185. bls.). 

Þetta og því um líkt, sera jeg og aðrir höfum fundið að efni' 
bókarinnar, er alt mjög smávægilegt og rírir als ekki gildi bókar- 
innar í heild sinni, enda má laga það með einum penuadrœtti ^ 
nírri útgáfu. 

Prentvillur eru ekki sjerlega niargar, enn þó nokkrar; einna- 
meinleguat er »2« firir 3 á 333. blaðáíðu neðst. 

Á formálanum sjest, að bókin er sjer&taklega ætluð til kenslu^ 
i hinum æðri mentastofnunum vorum, eiin að höf. befur þó jafn- 
framt haft þarfir íslenskrar alþíðu firir augum. Um það hefur orð- 
ið ágreiningur, hvort bókij sje hentug skólabók. Þ. H. B. finnuKT 
það að henni, að hún sje of löng firir mentaskólanemendur og of' 
raikið teigt úr sumum köflum, enn of fljótt farið ifir sögu í síðasta' 
þættinura, um sögu 19. og 20. aldariunar. Aftur á móti hefur 
skólastjóri kennaraskólans, herra Magnús Helgason, sagt í mín eiru,- 
að hann hafi notað bókiria við keiislu í kennaraskólanum, það sem- 
af er vetrinum, og felt sig vel við hana ; telur hann bókina mjög^ 
vel við hæfi kennaraskólanemenda og ágæta sem handbók firir 
kennara til hliðsjónar við kenslu í barntiskólum, ef þeir kunna að- 
nota hana rjett. Dissentiunt docti; hjer ber fróðum mönn- 
um ekki samau, og treisti jeg mjer ekki til að skera úr, hvor 
þeirra hefur rjettara firir sjer. Enn þó er jeg sannfærður um, að- 
hinn ágæti aögukennari mentaskólans mundi vel geta með nokk- 
urri firirhöfn keut lærisveinum sínum eftir þessari bók, slept því 
úr, sem honum þikir of aukið, og bætt við öðru, aem honum þikir 
vanta, og aö árangurinn af þejrri kenslu mundi vorða miklu betri' 
þekking enn að undanföruu, þegar kent var eftir hiuum mögru og 
ófullkomnu ágripum. 

Hitt játa allir, sem um bókina hafa skrifað, að hún er ágæt- 
alþíðubók, sem á skilið að komast inu á hvert einasta heimili. 
JÞá er íslendiagum, söguþjóðinni, iUa í œtt skotið, ef þeir taka ekkit Sklrnir. Ritfregnir. 89" 

slíkri bók fegins hendi og þakka ekki böf. þesBa góðu gjöf me& 
því aS bagníta sjer bana. 

Það tel jeg mikiö meiu, uð bókinui filgir ekki skrá ifir manua- 
nöfu til leiðbeiuingar keunurum og öðrum, sem nota bana Hem 
baudbók. Enn úr því veröur vonaudi bœtt bráðlega í nírri útgáfu. 

Reikjavík 10. janiiar 1916. 

Bjorn M. ólsen. Ágúst Bjarnason : Yfírlit yfir söga niannsandans. Vestnr- 
lönd. Reykjavík, 1915. 500 bls. 

Þetta er óvenjulega efnismikil bók. Hún byrjar á því að lysa 
nienningu ítala á dögum Eudurreisnarinnar, skyrir því næit frá siðbót- 
inni, tildrögum bennar ogafleiðingum, og þá f rá beimsmyndinni nyju, 
landafundunum, Kopernikus og Giordano Bruno, Kepler og Newtou. 
Eu þetta er aðeins inngangurinn. Meginþáttur bókarinuar fjallar 
um beimspekina á 17. og 18. öld — um menn eius og Descartes, 
PuEcal, Spinoza, Rousseau og Herder, svo að eg nefui nokkur nöfo 
• af handabófi. Lesandiiui hefir þá fylgt för mannsandans eftir ein- 
um af veglegustu köflum brautar hans, frá því að bann rauf kryst- 
alsþak bimnanua, sem miðaldakirkjan hafði hvelft yfir höfuð manna, 
og braut hlekki skólaspekiunar af hugsuninui — og fram að þeim 
tima þegar heimspeki Kants, skáldskapur Goethen og stjórnarbylt- 
ingin mikla hefja nytt timabil, sem enu þá er ekki lokið. 

Það eru slíkar bækur, sem framar öðrrm benda mönnum á 
kjarnann í lífsgildi sagufræðiuiiar. Það er ekki fróðleikuriuii. Eu 
það er útsyuið, yfirlitið. Lesandiun sér skoðanir og kenningar 
fæðast, berjast og falla. Hann lœrir umburðarlyndi og gætni. 
Skyldu ekki sumar skoðauirnar, sem banu sjálfur er sannfærðastur 
um, Hem iiú erii alnieiit viðurkendar, eiga eftir að sœta sömu for- 

L lögum? Og vonirnar um framtíb mannkynsins fá byr undir væugi. 

I Nú læra börnin í skólunum það seni spekinga 17. aldarinuar óraði 

■ ekki fyrir. Engiuu eygir til fulls þau takmörk, sem maunsandan- 

■ um eru sett. 

^ En auk þess cru þeir menn, sem látið hafa eftir sig afbragðs- 

H rit. meira eii tóm saga. Þeir lifa eiiu þá. Rousseau og Pascal 
H eiga engu síður fylgÍMmeiin og aiidstæöiiiga nú en meðau þeir 
H lifðu. Giordano Bruuo getur enii þá lyft möuuum tíl flug^ 
^H með sér út í ómœli himingeimsins. Spiiioza getur ennþá bafiS' ^ Ritfregnir. Skirnir. 

fuenn upp úr ástríðam og áhyggjum daglega lifsins í áttina til 
«álar alheimsins. 

Og samt er »saga mannsandans« ekki nema hálfsögð í þessum 
>bókum Agústs Bjarnasonar. Samtímis beímspekingunum, sem bann 
segir frá, lifa skáld eins og Sbakespeare og Racine og málarar eins 
og Rembrandt og Rubsns. Auðvitað er það einum manni ofætlun að 
skrifa um allar kvíslar menningarinnar. En mikið vill meira. 
Ef alþjðan okkar á að balda áfram að vera bezt sjálfmentaða 
alþyða veraldarinnar, þá verður að galopna dyrnar að veizlusal 
albeimsmenningarinnar fyrir benni. Nú er Agúst Bjarnason búinn 
að gefa gott yfirlit yfir sögu beimspekinnar. Hver vill nú halda 
áfram og skrifa almenna bókmentasögu, um meginstraumana í and- 
legu lífi 19. aldarinnar o. s. frv. ? Verkefnin verða ekki talin. Það 
vantar menn til þess að skrifa og duglega bóksala, en ekki kaup- 
«ndur. Eg veit, að rit Ágústs Bjarnasonar, sem þó oft fjalla um 
torskilin efni, eru keypt mikið og lesin enn þá raeira út um allar 
sveitir. Ekkert sannar betur, að bann hefir náð tilgangi sínum 
■með bókunum : að gera stærstu viðfangsefni mannsandans bugnæm 
fyrir íslenzkri alþyðu með því að skýra Ijóst og skýrt frá því, sem 
.andleg mikilmenni á öllum öldum hafa bugsað um þau. 

Signrðnr Nordal. Jón Transti : Góðir stofnar. Sögur frá fyrri öldum II.-IV. 
.(Veislan á Grund. — Hækkandi stjarna. — Söngva-Borga). Rvík 
Bókaverslun Sig. Kristjánssonar. 

Islenzkir skáldsagnaböfundar hafa ekki gert mikið að því bing- 
að til, að velja sér yrkisefni úr sögu vorri, enda er skáldsagnalistin 
enn þá ung bór á landi að kalla má. Þó hafa nokkrir höfundar 
riðið á vaðið í þvl efni, svo sem Torfhildur Hólm, Jónas 
J ó n a 8 8 o n og nú síðast Jón Trausti í Sögum frá Skaft- 
áreldi og sagnabálki þeim, er bann nefnir Góða stofna, og befir 
iþessari viðleitni verið að maklegleikum vel tekið. Saga vor frá 
fyrri öldum er stórauðug að uugðnœmum yrkisefnum, einkennileg- 
um mönnum og ábrifamiklum viðburðum, sem einkar vel benta til 
að færa í skáldlegan búning. Þessi yrkisefni hafa mörg til að bera 
|)anu rómantíska blæ, sem óojálfrátt heiUar ímyndunaraflið, enda 
eru lífsbættirnir að svo mörgu frábrugðnir nútímasniðinu, og sé vel 
á haldið, leiða slikar skáldsögur lesandann betur inn í anda og ald- 
^rhátt liðinna tíma, en löng og ítarleg sögurit. En þessi tegund SkirDÍr. BitfregDÍr 91 

.0káld8ai2;nalÍ8tar er þó þannig vaxin, aS talsvert er vandfarið meS 
ihana, því ef vel á aö vera útheimtir hún hvorttveggja í senn 
skáldlegt ímyndunarafl og samvizkusamlega rannsókn ug meSferð á 
• heimildunum, og hefir sumum böfundum orðið hált á því svelli. 

Að vorum dómi hefir Jóni Trausta tekist að mörgu leyti prjð- 
isvel í þeim Bögum sínum, er hann byggir á viöburðum fyrri alda. 
rSögur hans frá Skaftáreldum munu flestum minnisstæðar, sem þ«r 
•hafa lesið, einkum fyrri hlutinn, og eru sumir kaflar í þeim stór- 
feldir og áhrifamiklir. í fyrstu sögunni af Góðum stofnum, sem út 
kom í fyrra (Önnu frá Stóruborg), bregður og víða fyrir góðum 
glefsum, en í heild sinni stendur hún þó hinum að baki að vor- 
um dómi. Aftur á móti hefir höf. tekist að flestu leyti mjög vel 
upp í þeim sögum, er hér tim ræðir, enda hefir hann valið sér 
einkar heppileg yrkisefni, því menn þeir og viðburðir, er hann skyrir 
frá, eru bæði hugðnœmir og einkennilegir, og um leið svo langt 
um liðið og svo lítið um þá kunnugt í einstökum atriðum, að höf. 
hefir œrið frjálsar hendur og getur látið ímyndunaraflið leika mikið 
til lausum hala. Það er og s/nilegt^ að höf. hefir gert sér mikið 
far um að rannsaka heimildirnar, bera saman frásagnirnar og setja 
8ig sem bezt inn í anda, siði og aldarhátt á þessum löngu liðnu timum. 

Fyrsta sagan, Veizlan á Grund, segir frá Grundarbardaga, er 
þeir Smiður Andrésaon hirðstjóri og Jón skráveifa voru af lífi 
teknir. Um þann atburð hafa gengið ymsar sagnir á fyrri öldum, 
eigi alls kostar samhljóða, cg hefir höf. hór fylgt því, er houum 
.þótti líklegast. Aöalpersóna sögunnar er Grundar-Helga, 
móðir Bjarnar Jórsalafara, og er talið að hún hafi átt mikiun þátt 
i þessum atburðum. Hún var ein hin mesta hefðarkona og skör- 
ungur á sinni tíð, að því er virðist, og hefir skáldinu tekist pryð- 
isvel að lysa henni og leiða hana fram í allri sinni dyrð. Hún er 
bæði sterk og stórbrotin í lund, en þó um leið kvenleg og glœsi- 
leg, og undir hinu fasmikla látbragði er eins og votti fyrir laðandi 
•blíðu og viðkvæmni, sem hún heldur í skefjum. Að vorum dómi 
hefir þó skáldinu ekki siður tekist að lysa Snjólfi kanúka, 
skriftaföður Helgu, munkinum, sem hefir í orði kveðnu afneitað 
heiminum og situr kuflskryddur og krúnurakaður yfir fornum 
dyrlingasögum, en er þó svo skapi fariim undir niðri, að hann verð- 
ur altekinn af œfintyralöngun og framkvœmdarþrá óðar en hanu 
verður þess áskynja, að eitthvað mikiö stendur til, svo engin bönd 
fá haldið honum. Þá er og S k r e i ð a r- S t ei n u ekki óskemti- 
legur náungi, stúrinn og geðstirður og heimskur eius og hann er, 93 Ritfregnir. Skimir^ 

eu þó ber þv( eigi að neita, að lysing höf. á honum er nokkut^ 
/kjukend og öll frásagan um viöakifti þeirra Sujólfð býdna ósenni- 
leg, þó að hún sé mjög skemtileg. Yfirleitt er uaga þessi prjðis— 
góð og perdónulýsingarnar ágœtar, svo það er eins og maður sjái 
þennan minnisstœða atburð lifandi fyrir augum sér í allri sinni 
fjölbreyttu og einkennilegu mynd. 

Önuur sagan — Hækkandi stjarna — er um þau feðgin 
B j ö r n bónda Einarsson Jórsalafara og dóttur hans 
Vatnsfjarðar-Kristínu. Kristín er aðalpersóna HÖgunnar, 
og segir i fyrri þættinum af þeim systkinum, Þorleifi og henni, i 
föðurgtirði. Þorleifur var þá í fullum æskublóma, og framtíðin 
brosti við honum svo glœsileg, sem framast mátti verða, því ekkr 
skorti auðinn og metorðin, en Kristín var á þeim árum mjög heilsu- 
tæp, og syndist varla eiga langt líf fyrir höndum, þótt henni segði 
jat'nan hugur um, að hún mundi lifa bróður sinn. Að þessu leyti 
hefir höf. alveg nákvæmlega fylgt heimildunum, og sjáum vór ekk- 
ert athugavert við Ijaingu hans á sjúkdómaeinkennum Kristínar,. 
því þetta leiðsluástand hennar kemur vel heim við ýms fyrirbrigöi i 
daglegu lífi á öllum Öldum, og er það réttraætt hjá höf., er hann kall- 
ar þennan þáttinn »milli tveggja heima.« Þessi þáttur endar á 
þeim miklu umskiftum, sem verða á hogum þeirra systkinanna, 
því Þorleifur druknaði vofeiflega, en Kristín reis úr rekkju og náði 
brátt fullri heilsu. Þetta er og í fullu samræmi við heimildirnar. 
og hefir höf. ekki gert annað en að færa það í skáldlegan og skemti- 
legan búning. — I seinna þætti sögunnar er Kristínu lyst í fylsta 
blóma, og sagt frá brúðkaupi hennar og Þorleifs Arnasonar frá Auð- 
brekku, sem lagði grundvöllinn undir hinn mikla auð og gengi œtt- 
arinnar á seinni hluta 15. aldar. Brúðkaupinu í Viðey er lyst af 
miklu fjöri, og allri þeirri glœsilegu viðhöfn, sem því var samfara, 
og hefir skáldið haft þar víðan leikvöll fyrir j'myndunarafl sitt, en 
helzti íburðarmiklar hyggjum vór lýsiugar haus á skrauti manna i 
klœðabarði um þœr raundir, og rajög vafasamt, að bann lysi rétt 
klæðabúnaði kvenna, þótt erfitt sé að segja nokkuð um það me5 
fullri vissu, þar sem engar (sl. myndir eru til frá þeim tímum. Þá 
gerir hann og vafalaust of mikið úr mannfallinu í Svartadauða, og 
nær það varla nokkurri átt, að mannfjöldinn hafi verið hér á landi' 
hundrað þúsund tólfrœð fyrir pláguna, þótt Espólín hermi það, og 
tveir þriðjungar manna hafi fallið. £n þetta skiftir auðvitað ekki 
miklu máli í þessu sambandi. 

Síðasta sagan er um Söngva-Borgu, dóttur Jóns lög— dSkirair. Ritfregnir. 93 

iDHnns Sigroundssonar, og Kristínn á Geitaskaröi, dóttur Gott- 
skálks b'skups, og er þaS bin alkunna og illrœmda vi6ureign þeirra 
biskups og lögmanns, sem varpar eorgarRkugga á líf aðalpersón- 
unnar og gerir hana að aumingja og auðnuleysingJH, þótt upplagið 
8Ó gott. Höf. hefir mjög vel tekiat að l/sa báðum þessum konum, 
8V0 óh'kar sem þœr eru að eðliafari, en ekki verður því neitað, að 
Krigtín dregur alveg til sín athyglina og samúðina, eftir að hún 
kemur til sögunnar. Höfundurinn hefir bæði í þessari sögu og hin- 
um fyrri tekið sór fyrir hendur að yrkja í miðaldastíi, og er það 
ekki á hvers manns færi, eða ef til vill á einskis manns færi 
8VO verulega vel né, því það sem lætur einfaidlega og eðlilega í 
eyrum í eldri kvœðum, verðor oft óeðlilegt og tilgerðarlegt i eftir- 
Btœlingum. En það má Jón Trausti eiga, að hoiium hefir tekist 
óvenju vel að ná réttum blœ í suraum kvœðunum, eða að minsta 
koAti í sumum vísunum. 

Þœr sögur Jóns Trausta, sem hór hafa verið gerðar að um- 
talsefni, eru mjög hugþekkar á marga lund, og óskum vér og von- 
um, að þœr verði kærkominn geátnr víða um land, og hins eigi síð- 
ur, að höf. eigi eftir að finna marga fleiri góða stofna í œttkvísl- 
um vorum og Ivda þeim jafn vel og huglátlega, sem bann hefir 
gert í þessum sögum. 

Jón JÓDSson. Jónas Jónasson : Ljós og sknggar. Smásögur. Reykjavík. 
Bókaverzlun Sigurðar Kristjánssonar 1915. 

Sögur þessar eru gamlir kunningjar nr Iðunni, sögusafni Þjóð- 
ólfH og víðar að. Var það vel til fallið að gefa þær út saman. 
Þœr eiga sérstakt sœti í bókmentum vorum, og munu verða lesnar 
•enn, þótt margt sé nú breytt frá þeim tíma, er þœr voru ritaðar. 

Það hefir ekki verið gleðin yfir manngœzkunni, sem gerði síra 
Jónas Jónasson að söguskáldi. Mannvonzkan, heimskan og vesöld- 
ÍD, andleg og líkamleg, eru hans yrkisefni i öllum þessum sögum. 
Hann gripur i sinni sögunni á hverju kylinu, og þó stundum á 
fleirum í senn. í einni er það faðirinn, er neyðir dóttur sína til 

Iað giftast manni, sem bún hefir andstygð á; í annari hreppstjór* 
inn, sem níðist á skjólstœðingi sínum, umkomulausri ekkju ; í þriðju 
«ru það embœttismenn þjóðfélagsins, sem hylma yfir skömraina 
liver með öðrum ; í fjórðu er það óþrifið hreppsómaga heimili, með 
■auUaveiki og aðdáun á ósvífuum skottulækni; í fimtu ágjarn pró- 
l 94 Ritfregnir. Skimir^ 

fastur ; í sjött'j stjórnmálarembingur, vindbóla, sem þjtur upp og" 
hjaðnar samötundis aftur; í sjöundu vitlaus áfengisiöggjöf; í átt- 
undu réttleysi leiguliSa; í níundu hestaníðingar og í tíundu mein- 
særi { gróðaskyni og af heigulskap. Oðjálfrátt fljúga manni i hug 
orö Bólu-Hjálraars um Akrahrepp: 

»Eru því flestir aumingjar, 

en illgjarnir þeir, sem betur mega^. 
Bókin hefði átt að heita )>Skuggar«. Ljós mannlífsins finst 
þar naumast nema eins og glæta, sem er að kafna undir skug^a- 
jöðrunum. Slíkar bœkur hafa að vísu hlutverk að vinna. Þær geta 
oft opnað augu manna fyrir því sem aflaga fer í þjóðfélaginu, — 
brennimerkt það í almenningsálitinu. En í óvita höndum, einkiim 
útlendra, geta þær h'ka orðið brennimark á þjóðina alla. Þeim, 
sera lítið þekkja til, hœttir við að dæma þjóðina eftir því, hvernig 
henni er I/st í skáldsögum ; jafnvel hálærðir fagurfræðingar virð- 
ast stundum gleyma því, að a 1 1 a r skáldsögur eru »IygÍ8Ögur4:, 
þó munur sé á, hve líklega er logið, 

Síra Jónas segist í formálanum aldrei hafa ímyndað sér að hann ' 
væri skáld. Það er hann nú engu að síður, því að hann segir 
þannig frá, að persónurnar fá líf, svip og rödd. Frásögnin er svo- 
blátt áfram, svo tilgerðarlaup og fjarri öUu pírumpári, að lesaudinn 
trúir henni. Einmitt af því að höfundurinn virði&t ekki gera sér 
far um að veiða menn með neinum listabrellum, nær hann þeim í 
snöruna. Samtölin eru oft eins og þau væru hraðrituð af vörum 
þeirra sem tala, og gera þar fáir betur. Þessi trúverðugleiki er 
listin í sögunum, og truflast þó á stöku stað við það, að höf. tek- 
ur fram í og segir sína skoðun. 

Bezta sagan ficst mér »Eiður<i:, þó athugavert sé hvernig sýslu- 
roaður hagar róttarhaldinu. »Eiður« mun vera yngsta sagan, og bendir 
það á, að höf. muni ef til vill enn eiga eftir að ná hámarki listar 

Binnar. 

G. F. Hnlda: Æsknástir. Smásögur. Reykjavík. Bókaverzlun- 
Sigurðar Kristjánssonar. 1915. 

Eg hefi tvílesið þessa bók — með ánœgju. Það er gaman að- 
heyra hljóSiS í n/jum stteng. Og þessar sögur eru vorblær í 
íslenzkri sagnagerð, hreinn og þyður. Þar et birkiangan og blóm- 
ilmur frá gróandi dðlum. Þarna er skáldkona, og segir frá-- Skirnir. Ritfregnir. 9& 

ísleazkum koQum. Og þ(S það sé fróMegt a8 heyra hvað karlmenn' 
finua í sálum kvenna, þá mundi hinu verSa trúað betur, sem kon{b<^ 
sef^ir frá systrum sínum. Reyndar vœri synd að segja, að íslenzkuov 
konum vœri borin illa sagan í bókmentum vorum að fornu eða 
njju. Þar eru margar kvenperlur. En ekki ófríkkar hópurinn met^ 
þeim sem Hulda leiðir við hönd sér ofan úr dölunum. Þær eru- 
hver annari yndislegri. Einkenni ]>eirra er óeigingjörn ást^ 
sem veit hvað hún vill, en heimtar ekki meira en fyrir er. Þarna 
eru íturvaxnar og sjálfstæðar konur, sem drekka bikar saknað- 
arins með tign yfir hvarmi, ásökunarlaust. Hugljúfari dalablónV' 
hafa ekki vaxið í íslenzkum sögum. 

Bezta sagan þykir mér ]^Sumar«, og er nierkilegt ef hún fer 
ekki víðar en um ísland. 

Einn af stærri spámönnum bókmenta vorra hefir kveðið til 
Huldu, að hún væri »fyrsti gróður vors nýjasta 
8 k ó 1 a « . Þau orð mega vel fylgja þessari bók. 

G. F. 

Ljóðmæli eftir Hjálmar Jóosson í Bólu. Jón Þorkelsson' 
hefir búið undir prentun. 1. hefti. Á kostnað Hjálmars Lárus- 
sonar. Reykjavík 1915. 

Hér er byrjað á útgáfu af kvæðum BÓIu-Hjálmars, se<^ gert er 
ráð fyrir að veiði 3 hefti og taki það af kvæðum hans er til næst 
og tækt þykir. Flest kvæðin í þeasu hefti eru áöur óprentuð, 
enda svo nærri gengið um útgáfuna, að grípa hefir orðið til grísku- 
leturs til að fleyta sumu sera þar er. Er því enn þörf grísku- 
kunnáttu í landinu, þar sem Bólu-Hjálmar verður ekki að fullu 
lesinn án hennar. Fátt er hér af betri kvæðum Hjálmars, og þó 
nóg til þess að menn kaupi heftið. Nefni eg t. d. hina snildar- 
fögru þ/ðingu á latínuvísum Guðmundar heyrara Steinssonar um 
meistara Jón. Hefir Hjálmar tekið bragarháttinn eftir hinni gtiU- 
fögru þyðingu Jóns Þorlákssonar á kvæði Hórazar: »Um hva& 
biður óðarsmiður Appollín^, og er. gaman að sjá hvernig hátturinn 
eykur Hjálmari ásmegin, einmitt af því bann er honum nyr. Ef 
til vill sóst hvergi betur hvílíkt vald honum var gefið yfir íslenzk- 
unni. Það hefðu orðið merkileg Ijósbrot í þeim gimsteini, ef hann 
befði fengið að sl/past eins og bezt mátti verða af hentuguov 
lifskjörum, í stað þess að ;»glóa í mannsorpinu< einb og hann koa> 
lúr námunni. 

Pappirinn i útgáfunni er leiðinlegur. 6. F. f96 Ritfregnir. Sklrair. 

Signrður GnðmnD(l8Son: Ágrip af forníslenzkri böknienta- 
eögn. Reykjavík 1915. Bókaverzlun Sigf. Eymuiidssonar. 

Þetta er skólabók handa Mentaskólanum og öðrum Bkólum, 
þar sem bókmentasaga Islands er kend. Segir húii frá bókmentum 
vorura fram að 1450. Bókiu er prvðisvel samin. Höf. hefir tekist 
að draga fram aðalatrióiíi og gefa Ijóst yfirlit. Þar sem fræðimenn 
greinir á, skyrir haim stutt og gagnort frá mismunatidi Bkoðunum 
þeirra og rökunum sem þeir færa, oft með orðum sjáirra þeirra. 
Lætur hann svo lesandann RJálfan um það hverjum hann vill fylgja. 
Þetta er viturlega gert. Frásögnin er létt og lipur, og svo skemti- 
leg, að manni finst að bókin hefði mátt vera lengri, því vegalengd 
gleymist á góðum vegi. Athugasemdir höf. sjálfs eru glöggar og 
góöar, og oftast stillir hann orðum sínum vel í hóf. Þó fiiist mér 
freklega að orði komist nm Islendingasögur, á bls. 58, ef það á 
að gilda alment: »En hins vegar virðist auðsætt, að höfundarnir 
hafi lagaðefnið mjöj;í hendisértil þess að sjna sem 
•bezt skaplyiidi þeirra manna, er þeir lystu, og í því skyni búið til 
viðræður, athafnir og atburði.« Hví er það auðsætt? Það má fara 
ökáldlega með efni sem fyrir liggur, þó e k k e r t sé búið til frá 
rótiim, viðrœður, athafnir né atburðir. Það má gera það með úr- 
valinu, úrfellingunni, og samsetningunni. Og vitum vér hve 
auðugar munnmælasögurnar voru, sem söguhötundarnir hófðu fyrir 
sér, er þeir »8ettu sögurnar saman«? Hvað er ósennilegra, að jafn- 
vel viðræður manna hafi geymst í minnum kynslóð eftir kynslóð, 
• unz þær voru ritaðar, heldur en t. d. lögin? Eg spyr aðeins. 

En hvað sem slíku líður, er bókin snjallasta skólabók og ósk- 
andi að framhaldið komi sem fyrst. G. F. B. Sæmnndgsoni Zoologiske Meddelelser fra Island XII 
og XIII. 50 bls. Sérprentað úr Vidensk, Meddel. fra Dansk naturb. 
Foren. i Kbhvn. Bd. 65. 

í riti þessu er getið um 15 fiskategundir og 31 fuglategund. 

Svo lítur út sera fiskaríki íslands só tegundaríkt, því að ávalt 
finnast nýjar og nýjar tegundir svo að segja á hverju ári, og í riti 
þessu eru taldar upp 7 tegundir, sem bæzt hafa við á seinni árum. 
í fyrsta kaflanum eru þessar 7 tegundir taldar upp og nákvœralega 
sagt frá hvar þær hafa fundistog ýrasum þeirra Ijst að nokkru leyti. I 
öðrum kafla ritsins er getið um 8 fiskategundir^sera eru fremur sjaldgæf- 
_ar hór við land. Er sumum lystítarlega t.a.m. Centrolophus bri- •Skirnir. Ritfregnir. 97 

t a n n i c u 8 Gthr. með mynd, AphanopuB SchmidtiB. Sœm. 
Pbycis borealis 6. Sœm., n. «p. me6 mjnd. 

Seinni hluti ritsins er um fuglana. Þar er getið um sjaldgæfa 
fugla, og nokkrir þeirra eru nýir borgarar i fuglaríki íslands. Ná- 
kvœmlega er sagt frá hvar fuglarnir hafi fundist eSa sést og sum- 
um l/st að nokkru leyti. 

H. J. Stnrlnnga saga. BúiS hefir til prentunar Benedikt Sveins- 
aon. Fjórða bindi. Reykjavik. KostnaSarmaður SigurSur Krist- 
jánsson. 1915. xxxij -(- 436 bls. 8vo. 

Þar með er þá lokið alþjðuútgáfa þeirri af Sturlunga sögu^ 
■er þeir hafa séð um dr. phil. Björn Bjarnason úr Viðfirði og Bene- 
dikt alþingismaður Sveinsson. Hefir dr. Björn gefiö út I. og II. bindi 
-en 'Benedikt III. og IV. bindi og þar með samið allitarlegan for- 
inála ásamt vísnaskýringum og nafnaskrám, sem fylgja þessu sið- 
asta bindi. 

Fá sagnarit munum vér íslendingar eiga Bturlunga sögu merk- 
ati né sannorðari og eigi er frásögn meir litandi en þar i fornrit- 
um vorum, enda höfundar sagna þeirra, er í Sturlunga sögu eru 
komnar, annað tveggja sjónarvottar að atburðum þeim, sem frá er 
sagt, eða hafa sjónarvotta að heimildarmönnum. Þeir kaflar eru 
-ekki fáir, þar sem svo er sem atburðirnir fari fram fyrir augum 
lesandans, svo er frásögnin snildarleg. Má t. d. nefna 19. — 21. 
kapítula í Arons sögu Hjörleifssonar, (sem heyrir ekki til þeim 
eiginlega sagnabálki, sem nefndur er Sturlunga saga, en látin 
er fylgja í viðbœti við fjórða bindi þessarar útgáfu), um viðskifti 
þeirra Þórðar kakala og Arons (IV. bindi bls. 211 — 217). Slika 
;8taði yrði of langt upp að telja. 

Sturlunga saga segir frá fjörbrotum hins islenzka þjóðveldis; 
bún er saga Islands um þá öld agaleysis og ójafnaðar, er svo lykt- 
aði, að landið gekk undir Noregs konung. Grimd, harðyðgi, laun- 
ráð, svik og slœgð einkenna þessa öld og minna um sumt á keis- 
arasögu Rómverja eða vólrœði Medici-œttarinnar. Brœður og ná- 
komnir ættingjar og vinir berast á banaspjót. Lög og siðgœði 
var fótum troöið, frœndsemi og sifjar var aö vettugi virt, trú og 
guðrœkni var þorrin eða i öfgar komin. Þó eru uppi á þessum 
óaldartimum meiri mikilmenni en ísland hefir nokkuru ainni átt. 
leiri betjur og hreystimenn þekkjum vér ekki i frásögn en þar 

7 98 Ritfregnir. Skirair^ 

segir frá. Og eigi er minDa um vert atgervismenn andans, sem þá> 
eru uppi. Og innan um alt sukkið og Bamvizkuleysið finnum vér 
þó eigi allfáa göfuglynda menn, er s/ndu, hverir drengir þeir voru^ 
er á reyndi, og einlœga œttjarðarvini, sem ríkast báru fyrir brjósti' 
heill og hag íslands. — Öllu þessu er lyat svo í Sturlunga sógu^ 
sem brugðið vœri upp fyrir lesendur stórfeldum sjónleik, marg- 
þættum og mikilfenglegum. 

En hér er ekki tóm til þesa að fara lengra út í þá sálma. 

Sturlunga saga hefir jafnan verið lesin allmjög hér á landi. 
Vottur þess er hinn mikli fjöldi pappírshandrita, sem til er af sög- 
unni. En útgefin var hún fyrst á prenti af hinu íslenzka bók- 
mentafólagi 1816 — 1818 í tveim bindum. Bjarni Thorsteinson, síö- 
ar amtmaður, hafði þá útgáfu á hendi með aðstoð nokkurra stú- 
denta, og voru þeirra verkdrýgstir Sveinbjörn Egilsson og Gísli' 
Brynjólfsson, síðar prestur á Hólmum. Þessi útgáfa sögunnar náðK 
allmikilli útbreiðslu hér á landi og mátti teljast vel af hendi leyst, 
eftir því sem vænta mátti á þeim tímum. 

I annað sinn er Sturlunga saga útgefin í Öxnafurðu af dr. Guð- 
brandi Vigfússyni, einnig í tveim bindum, með merkum formála um 
fornbókmentir vorar. Eigi náði sú útgáfa mikilli útbreiðslu hér á 
landi, enda var hún alldyr. En utanlands mun hón hafa selst 
drjúgum. 

I þriðja sinn er Sturlunga saga gefin út af hinu konunglega 
norræna fornfræðafólagi, í tveim bindum, árin 1906 og 1911; hafði 
dr. Kálund þá útgáfu á hendi, og hafði þá áður þytt söguna á 
dönsku og gefið út í Kaupmannahöfn árið 1904. Þessi útgáfa Ka- 
lunds fullnœgir kröfum þeim, sem menn nú gera til vísindalegra 
útgáfna á fornritum, og eftir henni hafa þeir farið útgefendur 
Sturlunga sögu, er hún nú kom út í fjórða sinn. Að eins hafa 
þeir fœrt aamrœmi í stafsetninguna og breytt til venjulegrar reglu- 
bundinnar fornritastafsetningar, svo sem tíðkast um alþ/ðlegar 
fornritaútgáfur. Sörauleiðis hafa þeir tekið upp í textann sumstaðar 
það, sem framar greindi eða betur þótti horfa í öðrum handritum 
en aðalhandritunum, sem alt er greinilega tilfœrt í útgáfu dr. Ká- 
lunds. Eru þessir útgefendur þeir menn, að ekki þarf að efa, að 
þetta muni gert með gát og nákvœmni. Þar á móti hafa þeir 
farið eftir útgáfu dr. Guðbrands Vigfússonar í skiftingu sagna- 
bálksins í sögur og kapítula, og er það vel, því að flestar ritgerðir 
um Sturlungu hafa tilvitnað í útgáfu dr. GuSbrands, síðan húa Skirnir. Ritfrognir. 9^ 

kom út, og verSur þeim, er þsr ritgeröir lesa, þyí bœgara iyrir aS 
slá upp í þeasari útgáfu. 

Þetta BÍSasta bindi Sturlunga sögu (og sömuleiSis III. bindi) 
er aS öllu leyti úr garSi gert af Benedikti alþingismanni SveinS' 
syni, sem er manna ni)ergœta.stur og fróSastur á fornbókmentir 
vor íslendinga. Fer þar fyrst ítarlegur formáli meS góSri greinar- 
gerS á aSalbandritum sögunnar, útgáfum og ritgerSum, er aS sög- 
uuni lúta o. s. frv. Þar eru og ymsar atbuganir frá eiginbrjósti 
útgefandana ; er þar til aS nefna œttfœrslu ÞórSai Hítnesings og 
þeirra Þorvalds bins auSga og Ketils fljóta, er böf. gerir góSa grein 
fyrir. Þá œtlar og útgefandinn, aS sögurnar í Sturlunga sögu, eSa 
meiri bluti þeirra, séu svo til komnar, aS menn hafi beinlínis víSs 
vegar um land >gerc samtök meS sér um aS fœra 
sögurnar í letur^. Ekki hefi eg áSur séS þeirri tílgátu 
varpaS fram, og um hana má þrátta. £n vel má vera, aS á al- 
þingi bafi Sturla ÞórSarson ytt undir menn víSa vegar af landinu 
aS safna í sögur þeim atburSnra, er þá voru raönnum minnistseS* 
astir og bver kunni bezt aö greina. Þó er þess aS geta, aS fáir 
fyrirmenn héldu mjög kyrru fyrir á þessari öld; áttu þeir oft ferSir 
um fjarlæg héruS og böfSu oft bústaSaskifti, og meS þeim sveinar 
þeirra og fylgdarmenn og aSrir þeir, sem böfundar eSa beimildar- 
menn hafa veriS aS þessum sögum. Voru slíkum mönnum því 
margar sveitir kunnar og riSnir voru sömu mennirnir viS raarga 
atburSi og bardaga, er gerst böfSu víSs vegar á landinu. 

Þá taka viS lok Sturlunga sögu, en í viSbœti befir útgefand- 
inn skeytt Arons sögu Hjörleifssonar, svo sem áSur er á vikið, og 
fer vel á því. Og enn fremur brotum úr Hákonar sögu gamla, 
sem íslendinga varSa. 

Þá taka viS visnaskyringar á bls. 238 — 286, allar eftir Bene- 
dikt Sveinsson; aS sumu leyti stySjast þœr viS eldri skyringar, 
en margt er þar frumlegt og skarplega atbugaS, svo sera vœnta 
mega af böf. i þessari grein allir þeir, sem kunnur er fróSIeikur 
hans í fornum kveSakap og acbygli á þau efni. í þeim efnum 

■ mega ýmsir, þótt frœgir séu, vara sig á höf. Hér skal aS eina 

B stuttlega vikiS aS nokkurum vísnanna. 

^^ Tannr Bjarnasoa kvaS svo í níSi eitt sinn: 

^^R Upp bafa eigi hepnir 

^^H| ullstaks boSar vaxit 

^^B fimm ok fuUir vamraa 

^^B fleinveSrs á bœ eiuum o. s. frv. 

I 100 Ritfregnir. Skindr, 

Próf. Finnur Jónsson viU taka þenna víbuhelming svo saman 
(í Deu norsk-islandske skjaldedigtning^) B. II. bind, bls. 58) : Ull- 
staks boðar fimm hafa vaxit upp á einum bœ, eigi hepnir fleinveð- 
T8 ok f uUir vamma. — Ullstakksboði virðist eigi góð mann- 
kenniag. Eigi hepnir fleinveðrs virðiet og óvenjulegt. 
í>ar á móti er fleinveðrs-uUstakks-boði góð mannkenning, eink- 
um er þess er gætt, að vísan er ort til óvirðingar, og ullstakki því 
skeytt inn í til háðungar, þótt ella muudi fleinveðrs boði nœgja. 
I þessu atriði sjnist raér Benedikt komast nær hinu rétta. 

Sama gegnir um hið alkunna stef úr drápu þeirri, er Snorri 
Sturlnson orkti um Skúla jarl. 

Harðmúlaðr var Skúli 
rambliks framast miklu 
gnaphjarls skapaðr jarla. 

1 Den norsk-isl. Skjaldedigtn. B. II. b. bls. 60 er h a r ð- 
■múlaðr gnaphjarls rambliks látið þ/Öa >hárd mod 
guldet«, en eigi þekkist það, að múlaðr tákni skaplyndi raanna, 
heldur táknar það að vera raeð múl, eða hér, þar sem verið er að 
lofa mann veglega búinn til orrustu, spengur úr hjálminum, er voru 
úr gnaphjarls rambliki, þ. e. gulli. Að minsta kosti virðist þessi 
skjring nær en hin fyrri, og svo hefir Benedikt skilið stefið. 

Betur þykir mór og fara á því í vísu Snorra: 
EIs varð mynd á málum o. s. frv. 
að taka saman : Seggr var samr at þiggja sárbætr, en tregr at 
gjalda, heldur en aðrar skýringar ; andstœðurnar : t r e g r at 
gjalda og samr at þiggja standa vel af sér. 

Bœði dr. Kálund (í útgáfu sinni af Sturlunga sögu) og próf. 
Finnur Jónsson í Den norsk-isl. Skjaldedigtning B. II. b. bls. 94 
eigna Sturlu Sighvatssyni visuna 

Risu, þás önd lót Ysja o. s. frv. 

í fljótu bragði mætti ætla, að Sturla Sighvatsson hefði ort vís- 
nna. En bæði er það, að eigi er Sturlu þeim eignaður kveðskap- 
'nr annarstaðar og efnið hins vegar lítt samryraanlegt því, að hann 
hafi getað orkt vísuua, eftir því sera atvik lágu til, því að vísan 
virðir Vatnsfirðingura nokktxð til vorkunnar, er þeir hefna síu á 
Sturlu Sighvatssyni. Það er þess vegna líklegra, sem B. Sv. held- 1) Útgefandi Sturlunga sögu mun ekki hafa átt kost á þvi að hafa þetta 
merka ritverk til hliðsjónar, er hann samdi skýringar sinar, og eru þær þvt 
<)ldangÍ8 óháðar þeim skýringum, er þar finnast og eigi voru áður 
kniuiar. Skirnir. Ritfregnir. 101 

ur fram, að akáldið sé Sturla Þór5arsoD, en breytt hafi verið orða— 
lagi á undan vísunni af afritara. 

Á bls. 260 (/ sk/ringunum) hefir elœðst inn villa : Ó I a f r 
ÞórCarson hvítaskáld, en á að vera ólafr Leggs- 
son, svartaskáld. Vísan kann aS hafa verið færð úr lagi í. 
handritunum ; á þeirri vísu œtla eg, að skýring próf. Finns Jóns- 
Bonar (í Den norsk-isl. skjaldedigtn. B. II. bind. bls. 97) sé rétt> 
ari eða eðlilegri að minsta kosti. 

£kki ber saman sk/ringum á vísu Guðmundar Oddssonar : 
»Guldu grimdar fyldir^ o. s. frv. 

Má vera, að fyrri hlutinn sé réttaia upptekinn í Ðen norsk^ 
isl. Skjaldedigtn. (bls. 92), en fráleit þjkir mér þar skjringin á 
þessum parti síðara helmingbins, sem svo er þar tekinn saman : 
>létusk tveir fíknir höfðingjar þeirra einn 
dag fraragjarnir^, en þetta er þytt þannig á dönsku : >to 
af deres hidsige hövdinger tede sig en dag som meget virkelystne^í. 
Mundi ekki :s>]étu8k« hér þ/ða d ó u ? Var það ekki einmitt sú 
>mikla tíund<s;, sem Vestfirðingar >guldu4[, að þeir létu hór tvo 
höfðingja BÍna? Svo er þessi staður upp tekinn af B. Sv. 

Betur falla mór og skjringar Benedikts en annarra á vísu 
Snorra Sturlusonar : 

Tveir lifið, Þórðr, en þeira o. s. frv. 
(íbr. Ðen norskisl. skjaldedigtn. B. II, bls. 90), og á vísu Sturlu 
Þórðarsonar : 

Skamr er, eldstökkvir, okkar o. s. frv. 
(sbr. Den norsk-isl. skjaldedigtn. B. II. bind,, bls. 133). 

Loks er vísa Gunnars (Sturl. III. bindi, bls. 190, Den norsk- 
isl. skjaldedigtn. B. II. bind, bls. 98). Vísan var orkt svo, >at 
gaman varð at«. En eftir því aem vísan er skilin á hinum síðar 
nefnda stað, virðist litið »gaman at<C henni. Fyrri vísuhelmingur- 
inn hljóðar svo: 

Herðar laust hrings Njörðr 
horni, varat brynþorn, 
á Birni bilgjarn 
blunda fyr Geirmund. 
Den norak isl. skjaldedigtn. tekur svo saman : :»Hrings Njörðr 
laust herðará Birni hornifyrGeirmund;bryn- 
þorn varat bilgjarn blunda^. Mjög er ólíklegt, a5 
brynþorn geti verið mannkenning, en sverð er rótt kent á 
a n n veg. Sennilegt er að :>blundi^ hafi verið viðurnefni Bjarnary. lOð fiitfregDÍr. Skirnir. 

etns og próf. F. J. hefir áður œtlað. B. Sv. heflr tekið vísuhelm- 
ÍDginn 8V0 saman : Bilgjarn hringnjörCr laust á 
herSar Birni blunda (fyrir Geirmund) horui — varat 
brjnþorn. Þetta viröist miklu nœr og meS þeim hætti má 
«kilja, a8 mönnum hafi þótt ^gaman at« víaunni. Það er óneitan- 
'lega broslegt, er skáldið telur Þorgils svo bilgjarnan, að 
■faann I/stur á herðar Birni blunda, ekki með b r y n þ o r n i (þ. e. 
•sverði), heldur með h o r n i , er hann hygst að hefna Geirmundar. 

Rúmíð leyfir ekki að fara nánara út ( þessi efni bér, og væri 
.þó enn á margt að minnast. Yfirleitt virðist Benedikt hafa verið 
mjög heppinn í skjringum sínum á v/sunum og komiht nær hinu 
-rétta en aðrir, sem við þœr hafa fengist ; en að jafnaði eru vís- 
nrnar í Sturlungu ekki myrkar nó torskildar. 

Að endingu fylgir nafnaskrá yfir alla Sturlungu. Eg hefi ekki 
'kannað hana. En só þó, að lagfært ei /mislegt, sem miður var 
rétt í hinum fyrri nafnaskrám við Sturlungu og enn fremur hefir 
%öf. víða sett dánardægur og dánarár manna í svigum við nofn 
|)eirra, og er það til raikilla bóta. 

Yfirleitt virðist þessi útgáfa Sturlungu vera útgefendunuin til 
■«œmdar og bera af öðrum alþýðuútgáfum fornrita vorra. 

Páll Eggert Ólason. ísland 1915. AriS 1915 hefir veriS bezta ár hér á landi bœði til lands og 

rsjávar. Veturirin góður frá n/ári, Vorið kalt, og sórstaklega þur- 

-viðrasarat á Suðurlandi. Eftir miðjan marz gerCi hafís vart vi8 sig 

vi8 Vesturland, en þó ekki til mikilla muna þá. En í maí kom 

haon að Norðurlandi og var þar raikill /s á reki frara og aftur alt 

:frftm 1 miðjan júlí og truflaði mjög skipaferðir. En úr því varð ís- 

hrast. Grasspretta varð tæplega í meðallagi yfirleitt, og ollu því 

þurviðri Bunnaulands, en hafísinn norðanlands. Sumartíðin var góð 

•og hagstæð og varð nyting heyja í bezta lagi, svo að þau urðu eftir 

sumarið bœði mikil og góð sunnanlands og í meðallagi norðanlands. 

-Oarðvextir yfirleitt meiri en í meðallagi. Haustið var gott og bezta 

tfS fram til ársloka. Skaftafellss/slur eru þó undantekning frá þessu, 

því þar var rigningasamt sfðari hluta sumars og alt haustið^ og á 

Austfjörðum var rosatíð fyrir árslokin. 

Eftirtektar verðar eru athuganir þær, sem M/ramenn segjast 

'hafa gert á háttsemi kríunnar þetta sumar og hið næsta á undan. 

"Vorið 1914 var fádœma hart og segja þeir að kríur hafi þá alls 

•«kki orpið. En vorið 1915 urpu þær ekki fyr en seint í júní og 

Toru að þvl alt fram í ágást. Þær eru vanar að fara um höfuð- 

•dag, en í haust fóru þær ekki fyr en um veturnœtur. Sama er að 

•egja um fleiri fugla. Lóur fóru að minsta kosti mánuði síðar 

•en venja er til. Viku af vetri sást stör lóuhópur á Mosfellsheiði. 

Aflabrögð voru í bezta lagi þetta ár. Flestir botnvörpungarnir 

aöltuðu afla sinn í janúar og febrúar, og gekk veiðin fremur stirð- 

lega. Þeir fáu af þeim, sem fóru með fisk sinn til Englands á 

>e88nm tíma, fengu sœmilegt verð fyrir hann. Með marzbyrjun 

Iku öll botnvörpuskipin að afla í salt, og varð aflinn á vetrar- 

trtíð með langbezta móti. Vorið út af fyrir sig var ekki venju 

tra, og tók þá fyrir afla með fyrra móti. En að samanlögðu var 

^etrarifli og vorafli miklu meiri en í meðallagi. Þó var óvenjumikið af 104 Island 1915. Skimir^ 

upsa í aflanum, en það bættí um, að hann var nú einnrg í háu verði, 
í júlíbyrjun fóru flest botnvörpuakipin á síldveiðar við Norðurland,- 
og var það þó eigi glœsilegt í uppbafi^ þar sem alt var fult af ífr- 
fram um miðjan júlí. En svo fór, að síldaraflinn varð mikiU hji 
öllum fjölda skipanna og hjá einstöku skipum afburða góður. Til- 
kostnaðurinn við þessa veiði var nú tilfinnanlega hœrrí en nokkru' 
sinni áður, en síldin altaf í háu verði, og fór þó verðið mjög hœkk- 
andi, er á leið, svo að síld hefir aldrei komist í annað eins verð 
og nú, eða neitt nálægt því. Árangurinn af síldveiðinni varð því 
sérstaklega góður, og er það í fyrsta sinn, að kunnugra sögn, sem 
islenzku botnvörpuskipin hafa í heild sinni grætt verulega á þeirrí 
veiði. Skipin komu heim frá síldveiðunum í lok september og. 
hættu þá flestöU veiðum um hríð og fóru í vetrarlægi. En þau- 
fáu skip, sem þá fóru út á þorskveiðar og seldu afla sinn í Eng- 
landi, munu hafa grætt á því. 1 byrjun desember fóru flest skipia 
út aftur og veiddu i salt. Flest af þeim aðeins eina ferð, og varS^ 
aflinn fremur lítill vegna ógæfta þá við Vesturland. En í roiðjum 
desember breyttu öll þessi skip til og fóru að afla í ís. Fengu^ 
þau þá mjög fljóttekinn afla og seldu hann í Englandi fyrir hærra 
verð en nokkru sinni hefir áður þekst^ Árið hefir yfirleitt verið- 
mjög gott fyrir botnvörpungaútvegiiin, enda þótt tillit só tekið til 
þess, að tilkostnaður við hann er miklu meiri nú en nokkru sinni- 
{U$ur. Á árinu hafa bæzt við 4 nyir botnvörpungar, 2 í Reykja- 
vík og 2 í Hafnarfirði ; einn er í smíðum og kaup ráðgerð á þrem- 
ur þar fyrir utan. — Þilskipin, sem út hefir verið haldið frá 
Suðurlandi, eru lítið eitt færri en næsta ár á undan, en afli þil' 
skipanna yfirleitt mun vera þriðjungi meiri nú en / fyrra. Vólbáta- 
aflinn hefir og verið mjög mikill kringura alt land. N/ hreyfing, 
hefir komið upp á árinu í vólbátaútgerðinni. Menn eru að fá sér 
miklu stærri báta en áður og þykir það gefast betur. Þessa stærri. 
vólbáta geta menn einnig notað til síldveiða. Þeir eru 30 — 40 tonn.v 
með 50—60 h.a. vélum. Þeir eru smíðaðir ymist í Noregi eða Dan- 
mörku og eiga ísfirðingar og Eyfirðingar þegar nokkra, en margir 
eru í smíðum, þar á meðal, að sögn, 8 — 10 fyrir Reykvíkinga. 

í atvinnurekstri og verzlun er árið 1915 mesta veltiár, aem 
yfir Island hefir komið, bæði til lands og sjávar. Verð á útlend- 
um vörum hefir reyndar verið miklu hærra en að undanförnu. Eö 
verðbækkunin á innlendu vörunum hefir þó verið miklu meiri ei> 
því nemur. Aliir framleiðendur, til landa og sjávar, hafa stórgrætt,^ Skirnír. Island 1915. 105 

og efni hafa aukist að miklum mun í landinu. Einstöku útflutn- 
ÍQgsvörur hafa þó veri6 í lœgra verQi en áður, svo sem œSardúnn, 
því þar er um munaCarvöru aS rœSa fremur en nauðsynjavöru. 
£n ull hefir verið i afarháu verði og hefir nú lent mikið af henni' 
til Austurr/kis og Þ/zkalands, en ekki til Ameríku, eins og að und* 
anförnu. Kjötverð hefir verið mjög hátt, hrossaverð miklu hœrra 
en áður, og sömuleiðis verð á öllum sjávarafurðum. Er það skort* 
ur á matvælum hjá ófriðarþjóðunum, einkum miðveldunum, sem 
hleypt hefir upp verðinu. Frá byrjun ófriðarins hafa Englendingar 
eftir mætti reynt að hefta vöruflutninga þangað. Herskip þeirra> 
hafa tekið í hafi flest flutningaskip, sem farið hafa milli ídlands 
og Danmerkur, eða íslands og Noregs, farið með þau til Skotlands 
og rannsakað þar farm þeirra. Þetta hefir valdið miklum töfum 
Og truflun á samgöngununri, og auk þess hafa Englendingar lagt 
höft á verzlunina á þann hátt, að ymsu af farmi skipanna héðan hafa 
þeir aðeins slept framhjá sér með þeim skilyrðum, að vörurnar 
yrðu lagðar fyrir til geymslu í Khöfn og eigi seldar þaðan fyr en 
að stríðinu loknu. 

Landsstjórnin hefir þetta ár, eins og í fyrra, samkvæmt 
heimildarlögum frá alþingi, keypt mikið af kornmat fyrir 
landssjóðs reikning, en uú er hann ekki seldur, heldur eru birgð- 
irnar lagðar fyrir til geymslu, mest af þeim í Reykjavík, en þd 
einnig nokkuð á Norðurlandi. Tveir skipsfarmar af þessum korn- 
mat hafa verið keyptir í New-York og hefir landsstjórnin leigt 
skip til þess að sœkja þangað vórurnar. Einnig hefir landsstjórnin 
keypt mikið af kolum, og Fiskifélag íslands hefir með hennar að- 
stoð keypt olíubirgðir frá Ameríku. Er það ^VelferðarnefndinC 
svo nefnda, sem staðið hefir fyrir þeim ráðstöfunum með lands- 
stjórninni, en sú nefnd var kosin á þingi 1914 og aftur.-í ár. Einnig 
hefir stjórnin skipað nefnd, samkv. heimildarlögum, til þess að 
ákveða verðlag á vörum, ef þurfa þykir, og hefir sú nefnd nylega 
sett hámarksverð á mjólk í Reykjavík. 

Hið háa verð, sem verið hefir á öllum nauðsynjavOrum, hefir 
koraið nokkuð hart niður á öllum þeim, sem ekki fást við fram- 
leiðslu, hvorki af sjó eða landi, svo sem verkafólki í kaupstöðum, 
embættismönnum þar og öðrum þeim, sem vinna fyrir ákveðið kaup, 
en verða að kaupa af öðrum allar nauðsynjar sínar. Varð mikií^ 
tal um það á alþingi, hvernig ætti að ráða bót á þessu, og margar 
tillögur komu þar fram um það. En það varð að lokum úr^ at^ -JW Island 1915. Stírnir. 

-samþjkt roru lög um bráðabirgðarvesðhœkkunartoll á útfluttum 
íslenEkum afurðum og önnur Iðg um dýrtíðaruppbót á launum 
lágtlaunaðra embættismanna og s/slunarmanna í þjónustu landsins. 
HaHJi starfsfólk landssímans krafist launaviðbótar og hótað verk-- 
falli, ef þœr krðfur yrðu ekki teknar til greina. Varð þetta til 
þess, að þingiö samdi lög gegn verkfallshreyfingum hjá þeim, sem 
vinna í þarfir hins opinbera. Deilurnar um d/rtíðarráð«tafanir, 

>b»8i á alþingi og í blöðunum, hafa valdið því, að nokkur kur hefir 

-komið upp miUi sveitamanna annars vegar og kaupstaðafólks og 
bjómanna hins vegar, eða stéttametingur um framlög til almenn- 
ings þarfa. Nú við áramótfn er reynslan sú, að ástœðurnar eru 
alment með bezta móti, einnig í kaupstöðunum, þrátt fyrir dyrtíð- 
ina. Ber jmislegt til þess. í fyrsta lagi hefir kaup verkafólks 
▼erið bœkkað nokkuð frá því, sem áður var, og í öðru lagi hefir 
atvinna verið meiri og jafnari þetta ár en áður. Fleiri hafa og 

■orðið til þess en að undanförnu að taka þátt í framleiðslunni úr 
«jónum vegna þess, hve arðvœnleg hún hefir verið þetta ár. Há- 
setar á þilskipum, sem ráðnir eru upp á hlutdeild í aflanum, hafa 

'fengið hærri laun en áður vegna þess, að meira hefir aflast, og 
kaupafólk úr kaupstöðum, sem unnið hefir til sveita, hefir fengið 
hœrra kaup en venja er til. Alt þetta hefir miðað til þess að 
jafna nokkuð þann halla, sem annars hefði orðið af hinni raiklu 
verðhækkun á öllum nauðsynjavörum, svo að hann hefir ekki orðið 

^ins tilfinnanlegur þeim, sem hann einkum kemur niður á, og ætla 
mætti, þegar á hana er litið út af fyrir sig. í árslpkin nú höfðu 
færri leitað fátækrastyrks í Reykjavík en um sama leyti á undan- 
förnum árum. 

Alþing kom saman þetta ár 7. júlí. Stafaði drátturinn á sam- 

ikomu þess af undangengnu þófi um staðfesting stjórnarskrár og 
fána. í fróttum frá síðastliðnu ári er skjrt frá horfum þeirra mála 

.í ársbyrjun 1915 og frá upphafi deilu þeirrar, er hófst út af fram- 

^omu ráðherra íslands í ríkisráði 30. nóv. 1914. Framan af árinu 
var 8Ú deila aðalviðfangsefni stjórnmálaflokkanna og blaðanna. Var 

^því haldið fast fram af hálfu Heimastjórnarflokksins, að staðfest- 
ing stjórnarskrárinnar yrði ekki látin stranda á þeim ágreiningi, sem 
komið hafði fram í ríkisráðinu 30. nóv. milli konungs og ráðherra 
íslands, og hólt hann því fram, að stjórnarskráin yrði lögð fyrir 
konung til staðfestingar áður en nœsta reglulegt alþingi kœmi 
saman, með því að svo er fyrir mælt í lögum, að þau lög frá al- 

jjþingi, sem ekki hafa náð konungsstaðfestingu þegar næsta reglu- /SkírÐÍr. Itland 1919. Vfí 

4egt alþingi kernur saman, skuli niður falla, og hefCi þá enn orðið 
að samþykkja stjórnardkrárfrumvarpið á tveimur þiogum, með 
þingrofi á milli, ef þesau befði ekki fengist framgengt. Þessi af- 
^taða til málanna var bygð á þeim skilningi, að konungur befði 
með ummeelum sinum í ríkisráðinu 30. nóv. fullnœgt fyrirvaranum, 
sem alþiugi 1914 lét fylgja stjórnarskrársamþjkt sinni, og vseri 
það því ráðberrans sök, er misskilið hefði vilja þingHÍns, en ekki 
konungsins, að málið strandaði. En frá ráðherra hálfu var haldið 
f&st við þann skilning á fyrirvaranum, sem hann hafði haldið fram 
í ríkisráðinu. Leið svo fram í febrúar, og var deilt um þetta 
fram og aftur, en ráðberra gegndi stjórnarstörfum áfram til bráða* 
birgða, enda þótt hann hefði beiðst lausnar frá embœttinu 30. nóv. 
Konungur hafði þá I/at yfir því í ríkisráðinu, að ætlun sín vœri 
að kveðja íslenzka stjórnmálamenn úr /msum flokkum á fund sinn, 
til þess að reyna að jafna ágreininginn. Nálægt miðjum febrúar 
fékk Hannes Hafstein fyrv. ráðherra tilmœli um það frá konungi, 
að hann kœmi á fund hans til ráðagerða, og fór Hafstein þá 
utan. En um það leyti sem hann var að leggja á stað, kom frani 
yfirl/sing frá þingmönnum Sjálfstœðisfiokksins þess efnis, að þeir 
fóllust á skilning ráðherra á alþingisfyrirvaranum. Höfðu 18 þing- 
menn skrifað undir þá yfirljsingu, og nokkrir bœttust við síðar. 
Hafstein var ekki lengi í utanföriuni. En meðan hann dvaldi í 
Khöfn komu hingað símskeyti frá konungi til þriggja þingmanna í 
Sjalfstœðisflokknum, og óskaði hann að þeir kœmu á fund sinn til 
viðtals. Þessir þingmenn voru prófessorarnir Einar Arnórsson og 
■Ouðroundur Hannesson, en hinn þriðji Sveinn Björnssou yfirdóms- 
lögmaður. Fóru þeir héðau nálægt miðjum marz og voru mánuð í 
förinni. í Khöfu hafði vel samist með þeim og konungi, og er þeir 
komu heim, voni þeir allir sammála um, að greiða fyrir samkomu* 
lagi um fyrirvaraágreininginn inuan Sjálfstæðisflokksins og viona 
að því með Heimastjórnarflokknum að úrlausn fengist á stjórnar- 
skrármálinu og fánamálinu. Málaleitunum þeirra var illa tekið af 
/msum í Sjálfstæðisflokknum, og klofnaði flokkurinn út af þessu, 
því aðrir studdu þá að málum. En nii var svo komið að þrímenn- 
ingarnir og Heimastjórnarmenn í bandalagi höfðu nœgt atkvæðaafl 
til þess á alþingí, að tryggja þeim ráðherra, sem tæki að sér að 
koma fram staðfestingu stjórnarskráriunar og fánamáliuu, að þingið 
lóti sér það vel líka. Konungur kvaddi þá Einar Arnórsson pró- 
feasor til þess að taka við ráðberraembœttinu, og var það 4. maí. 
Nokkru síðar fór hann á konungs fund, og var btjórnarskráin stað' 108 Island 1916. Sklrnir^ 

fest 19. júní, og sama dag var gefinn út konungsúrskurður uuv 
sérstakt flagg handa íslandi. Síðan hefir riottið niður öU deila uok 
gerð flaggsins, og er nú hið nýja, þrílita flagg alment notað, en 
bláhvíta flaggið horfið. En töluverð rimma varð á þingmu út af 
staðfesting stjórnarskrárinnar, er lauk svo^ að báðar deildir þings- 
ins Ijstu ánajgju yfir henni, neðri deild með 14 atkr. gegn 10 og^ 
efri deild með 8 atkv. gegn 5. Voru þeir sjálfstœðismenn, sem 
andmæltu staðfestingunni og töldu ráðherta og þrímenningana hafa- 
brugðist flokki sínum, nefndir »þversummenn«, en hinir, sem fóU- 
ust á gerðir ráherra, »langsummenn«, og hafa þau nöfn haldist 
síðan á flokksklofningunum, því ekki hefir gróið um heilt millii 
þeirra síðan. Voru fjórir flokkarnir á þinginu þetta sumar, þeir 
tveir, sem njnefndir eru, Heimastjórnarflokkurinn og Bændaflokkur- 
inn, sem þó var fámennari nú en áður, því að jmsir höfðu gengiJf- 
úr honum, bæði á þingi 1914 og í þingbyrjun 1915, og yfir í 
Heimastjórnarflokkinn, en hann var á þessu þingi fjölmennastii 
flokkurinn. 

Helztu lög frá þinginu, auk þeirra, sem þegar hefir veri& 
minst á, eru þessi : Um mat á lóðum og löndum í Kvík ; um ullar- 
mat; um stofnun vélstjóraskóla í Rvik; um sparisjóði; um dfrw^ 
verndun ; um atvinnu við siglingar; um atvinnu við vélgœzlu á 
gufuskipum; um heimild fyrir seðlaaukningu íslands banka; uta 
rafmagnsveitur; um líkbrenslu; um bann gegn tilbúningi áfengra 
drykkja; um breytingar á bannlögunum; um mœling á túnum og 
matjurtagörðum ; um hafnargerð á Siglufirði ; um koaningar til 
alþingis; um þingsköp alþingis; um fasteignamat ; um fjölgui^- 
djralækna. 

N/ja stjórnarskráin gengurígildi 19. janúar 1916. Breyiingar 
frá eldri stjórnarskránni eru ekki litlar og horfa sumar 'út á við, eni 
aðrar inn á við. Þetta eru þær helztu, sem út á við horfa: 1. 
Konungur vinnur eið að stjórnarskrá íslands. 2. Konungur er 
ábyrgðarlaus og friðhelgur. Eiga þessi ákvœði í stjórnarskránni aS^ 
matka sk/rara en áður réttindi landsins. 3. Akvæðið um, að em— 
bœttismenn hafi rétt innborinna manna, er felt burt. 4. Fœðing 
hór á landi eða vistferli um síðastl. 5 ára skeið áður kosning fer 
fram er orðið kosningarréttarskilyrði til alþingis, en heimilisfesta. 
innanlands kjörgengisskilyrði. 6. Alþingi er lyst friðheilagt, og má- 
enginn raska friði þess né frelsi. Mun þessu ákvæði vera líkt far- 
ið og 1. og 2. lið hór á undan. 6. Ef alþingi samþykkir breyt- 
ÍDgar á sambandi íslands og Danmerkur, skal leggja það mál und- Skirair. Island 1915. lO^ 

ir atkvfeði allra kosningabœrra manna í landinu til ttamþyktar 
eSa synjunar og atkvœCagreiðslan vera leynileg. 7. t staö þees 
aem staCiS befir síðan 1903, að ráðberra íslands ekuli bera upp 
lög og mikilvœgar stjórnarráðstafanir i ]>ríkÍ8rá8inu,« er nú 8vo 
ákveðiS, að þetta skuli ráðberra gera l^þar sem konungur ákveður.^ 
Af breytinguro, sem aðallega horfa inn á við, eru þessar belztar : 
1. Ráðberrum má fjölga með almennum lögum, og verði það gert, 
legst landritara embættið niður. 2 Bráðabirgðafjárlög má ekki 
^efa út, ef fjárlög fyrir fjárhagstímabilið eru samþykt af alþingi. 
3. Ef meiri hluti bvorrar deildar krefst þess, að aukaþing só hald- 
i8, kveður konungur 8aman aukaþing. 4. Yfirskoðunarmenn lands- 
reikninganna verða 3, í stað tveggja áður, ko8nir í sameinuðu þingi 
með hlutfallskosningum. 5. Breyta má með einföldum lögum því 
stjórnarskrárákvæði, að bin evangeliska lútberska kirkja skuli vers 
"þjóðkirkja á íslandi og að bið opinbera skuli að því leyti styðja 
hana og vernda. Auk þess erákveðið, að utanþjóðkirkjumenn, sem 
ekki heyra til öðrum trúarflokki, sem viðurkendur er í landinu, 
skuli gjalda til háskóla íslands eða einbvers styrktarsjóðs við þann 
akóla, eftir því sem á verður kveðið, þau gjöld, sem þeim befði 
ella borið að greiða þjóðkirkjunni. 6. Konungkjörnir alþingismenn 
hverfa úr sögunni. í stað þeirra koma 6 þjóðkjörnir alþingismenn, 
kosnir til efri deildar með hlutfallskosningum um land alt. Við þœr 
kosningar er kjörgengi og koaningarréttur bundið við 35 ára aldur. 
Þessir þingmenn skulu kosnir til 12ára, og fer belmingur þeirra frá 
•jötta bvert ár, fyrsta skiftið eftir blutkesti. Þingrof uœr ekki til 
þessara þingmanna. 7. Kosningarrétturinn er aukinn að miklum 
tnun. Fyrst og fremst bætast við smámsaman allar konur, giftar 
og dgiftar, eftir sömu reglum og karlar, sem nú bafa kosningarétt, 
og þar að auki vinnubjú, bæði karlar og konur, þannig, að fyrst 
bætaat við þeir og þœr, sem eru 40 ára eða eldri. Næsta ár þeir 
og þœr, sem eru 39 ára og svo koll af kolli þannig, að aldurstak- 
markið lækkar um eitt ár í bvert sinn, þangað til allir, sem kosn- 
ingarréttur er ætlaður, bafa náð bonum. Dómarar, sem ekki hafa 
•umboðsstörf með höndum, verða ekki kjörgengir. Þó tekur það 
■ ákvœði ekki til þeirra dómara, sem nú skipa landsyfirdóminn. 

Eimskipafólag ísiands byrjaði litgerð sína á þeflsu ári. Fyrsta 
skip þess, »GuIIfo88«, kom til Reykjavíkur 15. apríl, fór þaðan til 
Isafjarðar og síðan fiá Reykjavík til New-York, eftir tilmælum 
kaupmanna í Reykjavík. Hitt skipið, »Goðafos8«, kom til Austur- 
landsins seint í júní og fór fyrstu ferðina norður um land ti! I 110 Island 1915. Skirnir^ 

Keykjavíkur. Komust með honum vörur inn á Húnaflóa, en þar 
var að verða matvöruþröng vegna hafíssins. Bæði skipin þykja ve) 
vönduð og hafa þau haft nóg að gera þetta ár og útgerðin gengitf- 
vel, enda þótt hernaðarástandið hafi gert hana allmiklu dyrari og- 
erfiðari en ella hefði verið, bæði með trufluninni, sem vöruskoðuo- 
Englendinga hefir valdið, og svo ekki sízt vegna hins háa stríðs- 
vátryggingargjalds. í haust ákvað stjórn Eimskipafélagsins að auka- 
hlutafóð um alt að 300 þús. kr. í því skyni að bœtt yrði vi5- 
þriðja skipinu. Á það að verða vöruflutningaskip, uni 1.500 smá-- 
lestir að stærð. Siðustu mánuði ársins hefir farið fram söfnun á 
hlutafé til þess að koma þessu í framkvæmd. 

Hafnargerðin í Reykjavík er nú langt komin og eru skip farin 
að leggjast við bryggju við nyja hafnargarðinn austan við höfniua^- 
Verður hafnargerðinui lokið á nœsta ári. Einnig hefir verið unni& 
að hafnargerð í Vestraannaeyjum, og í Bolungarvík er verið að gera 
brimbrjót til varnar bátalendingunni þar. Skemdist það verk all- 
mikið í stórviðri í haust. — Brúaðar hafa verið á árinu Hamarsá^ 
í Geithellnahreppi, Síká í Hrútafirði og Langadalsá í Norður- 
Isaf jarðarsyslu, allar með steinsteypubnim, og er hin fyrstnefnda 35 
raetrar, önnur 32 og hin þriðja 24 metrar. í stað gamalla trébrúa 
voru bygðar steinsteypubrýr á Langá á Myrum, 20 metra, Ból- 
staðahlíðará, 13 metra, og Sæmundará á Vatnsskarði, 12 metra. 
Við tvær flutningabrautir var lokið þetta suraar, Reykjadalsbraut 
og Eyfirðingabraut, og auk þess unnið að Húnvetningabraut, Skag- 
firðingabraut og Grímsnessbraut. En að þjóðvegum var unnið á 
Stykkishólmsvegi, Hróarstunguvegi, Hörgárdalsvegi, Krossárdalsvegi 
og víðar. — Vitar voru bygðir á Grímsey í Steingrímsfirði, vi5 
Malarhöfn í Steingrímsfirði og Hólmavík í Steingrímsfirði, og unniíí 
að vitabygging á Ingólfshöfða, en eftir að setja hann upp. Sjó- 
merki voru sett á ymsum stöðum, svo sem við Raufarhöfn, á Stein- 
grímsfirði og víðar. Sjóvarnargarður var bygður á Siglufjarðar- 
eyri. — Að símalagningum hefir verið unnið á svœðinu milli Þórs- 
hafnar og Húsavíkur og svæðinu milli Djúpavogs og Hornafjarðar. 
Voru staurar settir niður miUi Þórshafnar og Kópaskers, en þráður- 
inn er ekki kominn á þá. Línan frá Berufirði suður á við er kom- 
iu yfir Lónsheiði og hefir á henni verið opnuð bráðabirgðastöð 4 
Svínhólum í Lóni. Línuna milli Eskifjarðar og Norðfjarðar, ásarat 
símakerfinu á Norðfiröi, sem áður vareinstakra manna eign, keypti land- 
síminn vorið 1915 og lagði síðan líuuna milli Norðfjarðarog Mjóafjarðar 
Einnig keypti hann á árinu símakerfi Siglufjarðarkaupstaðar. Skirnir. Itland 1915. 111< 

Af slysum á sjó á árÍDu eru þessi hín helztu: 14. jan. fórst 
YÓlbátur frá Vestmannaeyjum með 5 mönnum. 16. febr. straDdaði 
vélbátur á Lambarifi á Reykjanesi, og annar II. marz á Bœjarskeri 
á MiCnesi, en raenn fórust þar ekki. 8. apríl fórst bátur úr 
Grindavik meQ 9 mönnum. Snemma í maí fórst bátur á Skjálfanda- 
flóa meC 2 mönnum. 31. maí strandaði seglskipiS »Dagny«, fermt 
Bementi, í Grindavík, en ná6iðt út aftur og var þá nokkuð skemt 
af farminum. 11. jání fórst vélbátur frá Norðfirði með 4 mönnum. 
10. sept. grandaði hrefna báti úr Fljótum með 2 mönnum. 12. sept. 
strandaði vöruflutningagkipið »Fenrir<( á Eyjafirði, en náðist út 
laskað. 22. sept. fórst bátur með 4 mönnum frá Hvallátrum á 
Breiðafirði. 23. okt. straudaði vöruflutningaskipið »HaraIdur<( milli 
Hvammsfjarðar og Stykkiahólms, en varð bjargað og síðan gert vi5 
það í Rvík. 29. nóv. fórusb 2 bátar úr Bolungarvík og 1 úr Að- 
alvík og á þeim samtals 17 menn. — Snemma á árinu strandaði 
enskur botnvörpungur við Fáskrúðsfjörð, og annar, »Tribune> frá 
Hull, strandaði við Hafnarbjarg á Reykjanesi 8. marz, en af hvor- 
ugu skipinu drukuuðu menn. 

Aðfaranótt 25. apríl varð stórbruni í Reykjavík, hinn mesti, 
sem orðið hefir hér á landi, og brunnu þar 12 hús, en tveir menn 
fórust. Eldurinn kom upp í »HóteI Reykjavlk« og brann það. 
Einnig brann Landsbankabúsið að innan, en það var úr steini. Híd 
húsin, sem brunnu, voru verzlunarhús og íbúðarhús. Tjónið var 
metið nálœgt ^4 '^'^j- ^^- ÖQiiur helztu brunaslysin á árinu eru 
þessi: 9. febr. brann bœrinn í Dögurðarnesi á Skarðsströnd. 31. 
marz brann íbúðarhús á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 11. júní brann 
íbúðarhús á ísafirði. 19. okt. brann allmikið af heyi í Kvíslaseli 
í Strandasyslu. í byrjun nóvembr. brann bærinn á Jarlsstöðum í 
Höföahverfi. 

Helztu mannalát á árinu eru þessi: Sira Benedikt Kristjánsson 
á Húsavík dó 26. jan. ; Einnr Magnússon bóndi á Steindörsstöðum 
í Reykholtsdal 4. marz; Magnús Steindórsson frá Hnausum 21. marz; 
Snœbjörn Þorvaldsson fyrv. kaupm. 2. apríl ; Ólafur Sveinsson 
gullsm. í R.vík 9. apríl; Sig. Sigurðsson barnakennari í R.vík 12. 
apríl; Hjörtur Hjartarson ritstjóri í R.vík 15. apríl : síra Bóðvar 
Eyjólfsson í Arnesi 21. apríl; Guðjón Sigurðsson úrsmiður í R.vik 
25. apríl; Júl. Havsteen amtmaður 3. maí; Sigurður Waage fyrv. 
kaupra. 5. raaí; frú María Finsen, Reykjavík, 17 maí; Jón Jeossott 
yfirdómari 25. júní; Jón Stefánssou rithöfundur á Litluströnd 
(Þorgils gjallandi) 23. júní; Ólafur JÓQSSon hreppstj. á Geldingaá' 112 Island 1915. Skirnir. 

d Borgarf. 4. júlí; Tómas Guðbrandsson hreppstj. í AuSaholti í 
Biskupstungum 10 júlí; ekkjufrú Hildur Bjarnadóttir (Thoraren- 
sens) í Stykkiehólmi 20. júlí; Kr. Ó. Þorgrímsson konsúll 18. sept.; 
Pótur Sæmundssen áSur verzlunarstj. á Blönduósi í októb; G. H. F. 
Schrader frá Akureyri fóll útbyrðis af skipi á leið til Noregs í 
nóvembr. ; Þorsteinn Skaftason ritstj. á Seyðisfirði dó 28. nóv. ; 
frú Sigríður Magnússon frá Cambridge dó í Skodsborgarheilauhœli í 
jDanmörku í nóvember. Frú Jörgine Sveinbjörnsson 6. des. 

Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar nú síðari árin i þá átt að 
ieita að kolanámum hér á landi. Hafa lög fundist allvíða, einkum 
nú að síðustu á Vesturlandi, og nokkuð hefir verið tekið þar af 
kolum og selt í kaupstöðunum vestanlands og í Reykjavík. En ekki 
er þó nein ábyggileg reynsla fengin fyrir því ann, hvort námur 
þær, sem fengist hefir verið við, eru til nokkurrar frambúðar eða 
ekki. — Félag hefir komist á fót á árinu til þess að vinna salt úr 
sjó hér við land í stórum stíl, eða rannsaka, hvað tiltækilegt væri 
í því efni, eo framkvæmdir í þá átt eru engar byrjaðar enn. Veitti 
alþingi fyrir tveimur árum einum manni einkarétt til þessarar salt- 
vinslu, en hann hefir síðan framselt rétt sinn til félagsins. 

A Heilsuhælinu á Vífilsstöðum hefir orðið sú breyting á árinu 
að landið tekur að sór rekstur þess ftamvegis frá ársbyrjuu 1916. 
Heilsuhælisfélagið, sem áður hafði á hendi alla umsjón raeð hælinu, 
snyr sér upp frá þessu eingöngu að því að styrkja fátæka sjúk- 
linga til þess að leita sór lækninga á hœlinu, og hefir það breytt 
fikipulagi sínu í samræmi við það. 

A Háskóla íslands hafa þetta ár bæzt við 3 aukakennarar : 
einn í gömlu málunum, grísku og latínu, og er það fast embætti, 
sem alþingi hefir stofnað. Annar er kennari í danskri tungu og 
dönskum bókmentum og er hann kostaður af ríkissjóði Dana með 
fjárveitingu til 5 ára. Þriðji kennir þýzku og þjzkar bókmentir 
með bráðabirgðastyrk frá alþingi. Hafði þjzka þingið veitt manni 
fó til þeirrar kenslu 1914 og var hann nýkominn hingað, er stríðið 
faófst í fyrra sumar, en hvarf þá heim aftur. Frakkar höfðu kost- 
að hér kennara í frönsku frá stofnun háskólans og þar til i fyrra, 
er stríðið hófst, og munu gera það áfram er ófriðiiura linnir. 

• 26. sept. var afhjúpað í Reykjavík líkneski Kristjáns konungs 
IX., gert af Einari Jónssyni myndhöggvara, og stendur það fram- 
an við stjórnarráðshúsið, á hlið við líkneski Jóns Sigurðssonar frá 1911. 

Þ. G. 

Misprentað i Skírni 1915, bls.: 447, 13. 1. a. o. ósk f. ást. Aldarafmæli 
hins íslenska Bókmentafjelags. Á fundi 9. desember f. á. samþykti stjórn híns isienska 
Cókmentafjelags, að aldarafmælís fjelagsins skyldl minst meQ 
liátiniegri athöfn 15. ágúst næstkomandi. 

Þann dag, 15. ágúst, telur stjórnin hinn rjetta af- 
mælisdag fjelagsíns i heild sinni. 

Frá upphafi vóru fjelögin tvö, eitt hjer i Reykjavík, 
annað i Kaupraannahöfn. Reykjavikurfjelagið var eldra; 
það myndaðist á árinu 1815, enn mátti vart heita fuU- 
stofnað, því að lög vóru ekki samin handa þvi og stjórn 
ekki kosin af fjelagsmönnum, heldur skipuð til bráðabirgða 
af aðalstofnanda fjelagsins, hinum fræga visindamanni og 
ágæta íslandsvini R. Kr. Rask ; hafði hann, áður enn hann 
íór hjeðan alfarinn að áliðnu sumri 1815, lagt svo undir, 
Að Arni dómkirkjuprestur Helgason, sem má heita annar 
aðalstofnandi fjelagsins, skyldi vera forseti Reykjavíkur- 
fjelagsins, Sigurður landfógeti Thorgrimsen fjehirðir og 
Halldór sýslumaður Thorgrimsen skrifari. Hafnarfjelagið 
var stofnað i marsmánuði 1816, og hjelt það hinn fyrsta 
fund sinn 30. mars það ár. Á þeira fundi var stjórn kos- 
in, forseti R. Kr. Rask, fjehirðir Gríraur Jónsson og skrif- 
ari Finnur Magnússon, og samþykt að fela forseta að seraja 
fruravarp til laga handa fjelaginu og leggja það siðan 
fyrir fund til samþyktar, er það hefði gengið meðal fje- 
lagsillanna. Þessi fundur var haldinn 13. april 1816, og 
er hann kallaður »hin fyrsta reglulega sam- 
koma hins islens ka f j elags i Kaupmanna- 

8 114 Aldarafmæli bins islenska Bókmentafjelags. [Skirnir 

höfn« í fundargerðiniii, sem er prentuð sem 6. fylgiskjal 
aftan við Minningarrit fimtugsafmælis fjelagsins, Khöfn 
1867, á 67. — 68. bls. Þar stendur og, að Kaupmanna- 
hafnarf jelagið sje »stofnað að dæmi eins annars (or. 
f jelags), er i fyrra var höfðað á íslandi og 
hefur sinn eiginlega aðsetursstað í Reykja- 
vik«. Fundargerð þessi sýnir þvi Ijóslega, að fjelögin 
vóru frá upphafi tvö, enn sú var tilætlun Rasks, að þessi 
tvö fjelög skyldi sameinast og verða tvær deildir i einu. 
fjelagi, er hjeti hið íslenska Bókmentafjelag, og var grein. 
þess efnis i lagafrumvarpi því, er hann lagði fyrir fund- 
inn. Þetta frumvarp var samþykt á fundinum 13. april 
1816, og er þvi sá dagur hinn rjetti afmælisdagur Hafnar- 
deildarinnar. 

Nú vantaði ekki annað enn aamþykki Reykjavíkur- 
fjelagsins til þess að þetta frumvarp yrði að lögum. Var 
það því sent til bráðabirgðastjórnar Reykjavikurfjelagsins. 
Var þar fyrst stofnað til fundar 1. ágúst 1816. Á þeim' 
fundi var stjórn kosin og lagafrumvarpið lagt fram, enn 
ákveðið að geyraa ályktun um það til næsta fundar. Var 
sá fundur haldinn 15. ágúst 1816. Þar var samþykt laga- 
frumvarp Hafnarfjelagsins i öllum verulegum atriðum, og 
þar með varð það að lögum, að fjelögin skyldi úr þessu 
vera eitt fjelag i tveim deildum, annari í 
Reykjavik, enn hinni í Kaupmannahöfn,. 
og heita hið ísIenskaBókmentafjelag (sbr. 
Minningarritið 1867, 20. bls.). 

Með þessari fundarályktun er þvi fjelagið fyrst full- 
stofnað. 

Fundardagurinn 15. ágúst 1816 er því sannkallaður 
afmælisdagur Reykjavikurdeildarinnar. 

Og um leið er hann hinn rjetti afmælisdagur f j e- 
lagsheildarinnar. 

Þetta vóru þær ástæður, sem vöktu fyrir f jelagsstjórn- 
inni, þegar hún rjeð af að minnast aldarafmælisins 15. 
ágúst þ. á. 

Það er og að ýmsu leyti hentugra að halda afmæli^ Skirnir] AldtrafmBli hins íslenska Bókmentafjelags. 11& 

15. ágúst heldur enn t. d. 13. apríl, eins og gert var 1866 
á fimtugsafmælinu. 

Það stendur til, að gefið verði út á árinu Minningar- 
rit aldarafmœlisins, og er vonandi, að það verði fullprent- 
að lö. ágúst, svo að þá megi leggja það fram á hátiðinni. 

Likur eru og til, að hátíðin verði fjölsóttari um há- 
sumarið enn hún mundi verða, ef hún væri haldin fyrir 
sumarmálin. 

Annars er fyrlrkomulag hátiðahaldsins ekki fastákveð- 
ið enn þá. Enn samþykt hefir stjórnin að láta leggja 
krans á leiði aðalstofnenda fjelagsins, þeirra R. Kr. Rasks 
og Árna Helgasonar á aldarafmæliuu, og er von um, að 
fjelagsmenn i Kaupmannahöfn gangist fyrir þessu af fje- 
lagsins hálfu, að því er Rask snertir. Af þvi að minnis- 
varðinn á leiði Árna Helgasonar i Garða kirkjugarði er 
farinn að bila, hefur stjórnin afráðið að láta gera við 
hann fyrir aldarafmælið. 

Reykjavík 25. mars 1916. 

Bjöm M. Ölsen. Útsær. Til þín er mín heimþrá, eyðimörk ógna og dýrðar, 

ásýnd af norðursins skapi i bliðu og stríðu. 

Hjá þjer eru yngstu óskir míns hjarta skirðar. 

Útsær — þú ber mjer lífsins sterkustu minning. 

— Jeg sje þig hvila i hamrafanginu viðu; 

jeg heyri þig anda djúpt yfir útskaga grynning. 

Ofsinn og mildin búa þjer undir bránni; 

þú bregður stórum svip yfir dálítið hverfi, 

þar lendingarbáran kveðst á við strenginn i ánni, 

■en upplit og viðmót fólksins tekur þitt gervi. Hve myndir og skuggar miklast i þinu veldi. 

— Jeg man þig um dægur, er skin ei af ári nje kveldi. 
Þá lyptirðu þungum og móðum bylgjubarmi 

og bikar hins volduga rayrkurs þú drekkur á höfin. 
Augu þin lykjast undir helsvörtum hvarmi, 
en hart þú bindur að ströndunum likfölu tröfin. — 
Þá er eins og liði af landinu svipir af harmi. 
Þeir leita i þínum val undir marareldi 

— og mæðuandlit svefnþung á svæfii og armi 
fijá þá, er varstu bæði lifið og gröfin. SkÍrBÍr] Útsar. 117 

Mjer er sem jeg skygnist yfir sædjúpsins jarðir — 

þar er ekki hljómi líft nje geisla af degi. 

En eins og vindar leiða hliðanna hjarðir 

hafbúann straumurinn áttar á sporlausum vegi. 

Og Ijósgjafaaugu svipast um undirsjáinn. 

Þar sækja hafsins múgar sinn óraróður; 

og vegast á til bana í lágum legi, 

leiknir i fangbrögðum dauðans, varir og harðir. 

Þar beita sjer tnlkn og barðar á rastanna gróður, 

með bitandi tannir og skafla hvassa sem Ijáinn. Til lands sækir djúpsins Hf. Þar merkirðu klettinn 

og lætur þig sjást sem þú ert, með flakandi slæður. 

Aftur og fram, meðan ertu steininum stæður, 

sera stormur i kjarri þú æðir i þaranna runni. 

Áin sekkur i sjóinn sem dropi i brunni — 

en sá, sem ræður, þig stöðvar við norðlenska blettinn. 

Þá brýnirðu róminn og kallar af fjöru að fjalli, 

en fjötruðu strandirnar bergmála einum munni. 

Rjettlausa frelsi i holskaflsins hvolfandi falli, 

jeg heyri þig steypa í rústir og lypta frá grunni. — Jeg minnist þin löngum, heimur hverfulla mynda, 

í hópnum, sem kemur og fer i voldugum borgum,* 

með óma, sem hða i öræfi hverfandi vinda, 

með andlit, sem risa og sökkva á streymandi torgum. 

Bylgjur stynja og deyja l fjöldanna flóði. 

Þar flnnast ei blóðdropar tveir, sem að öUu jafnast. 

Og eins er hvert brimtár og andvarp þitt, sem safnast 

i öldustriðsins máttuga, drukknandi hljóði. 

En einhversstaðar á alt þetta lif að hafnast 

og einhver minnisstrengur nær hverju Ijóði. 118 Útsæn [Sklrnir 

Því dagar sólina uppi um unaðarnætur. 

J>á eldist ei líf við blómsins nje hjartans rætur. 

— Hafkyrðin mikla leggst yflr látur og hreiður, 

€n lágeislinn vakir á þúsund sofandi augum. 

Á firðinum varpar öndinni einstöku reyður, 

og uppi við land kasta sporðar glampandi baugum. 

Báruraddir í vogavöggunum þegja. 

Ein vísa er aðeins hvísluð niðri í ósi. 

Tíminn er kyr. Hann stendur með logandi Ijósi 

og litast um eptir hverju, sem vill ekki deyja. En stoltastur ertu og stærstur i roki á haustin. 
Strandmölin grýtir landið. Þú seilist i naustin. 
Skýin þau hanga á himninum slitin i tötra. — 
Það hrykktir í bænum eins og kippt sje í fjötra. 
— Þá bryðurðu gaddinn við grúfandi bátastefnin. 
Grunnsjórinn beljar um voginn svo jarðirnar nötra. 
En hafáttin er i húmi og blikum til skipta; 
hún hleypir skammdegisbrúnum föl undir svefninn. 
Þá hamastu, tröUið. I himininn viltu lypta 
hyljum þíns eigin dýpis og álögum svifta. — Og altaf jeg man þig um mánaóttuna langa; 
þá mæna til stjarnanna skuggar eyja og dranga 
og vefjast í löngum örmum, sem risi og rýgur — 
en röstin niðar í fjarlægð, raeð blandaða strauma. 
Þinn barmur aðeins hrærist og hljóðlega stígur 
€r himneska segulfangið á móti þjer hnígur. 

— Andvaka haf, i ómi glitrandi stranda, 
aleinn jeg dvel í stjörnuhöU minna drauma 
og lifi að nýju þinn Ijóma og róm í anda. — 
Min Ijettustu spor eru grafín i þína sanda. ðkirnir] Útesr. 119 

•Ó, kveldsól á hafsins brotnu, blikandi speglum. 
Bjargeyjan klæðist í liti, með snjóbleikum dreglum. 

— Lognið það ríkir. En boðarnir bregða hrammi 
•og bresta sem þrumur yfir dökknandi flæðum. 

— Þá skil jeg að heiðnin lifir aldanna æfi 
með ódáinshallir, reistar i norðlægum sævi. 

Að drykkju er Ægis hirð í hylgrænum klæðum. 

I hálfri gátt stendur Lokasenna frammi. 

Og landbrimið mælir á mig í kraptakvæðum — 

-vor kynstofn rei8 hæst í lifsins og guðdómsins fræðum. Fornhelga spekin veit að afl skal mót afli, 

en andanum gefur hún seinasta leikinn i tafli. 

•Guðirnir yrkja í kveðandi brims og bilja 

og brjóst hins illa valds er slegið með ótta. 

Hamar Þórs hann vegur að Alföður vilja; 

■þvi vikur glottið í Ægisdyrum á flótta. 

— Loki felur sig sjálfan í þjósti og þótta. 

Hann þjakast og elskar i sinnar heiptar viðjum — 

og minning hann ber um bros frá litverpum gyðjum 

sem bjarma af von í myrkri eilifra nótta. Útsær, þú hastar á hjartað og göfgar þess ama. 
Þú hylur i þögn vorn fögnuð og gjörir hann rikan. 
— Veröld af ekka, jeg veit engan mátt þjer líkan. 
Viljinn sig þekkir hjá þjer og rís yfir hafið — 
já, hafið sem á ekki strönd með fjarlægan frama, 
en firnaríki í auðnir skýjanna grafið. 
Þó deyi hjá þjer okkar vonir, sem nefna sig nöfnum, 
og nísti þinn kali vor brjóst, er vald þitt hið sama; 
þvi handan þin enginn átti að búast við höfnum. 
Eilífð og himinn er landsýnin þar fyrír stöfnum. 120 Útsœr. [Skirnir 

— Sem leikandi börnin á ströndu, er kætast og kvarta 
með kufung og skel frá þinu banvæna fangi, 

jeg teyga þinn óm frá stormsins og straumanna gangi, 
stirnandi, klökka djúp, sem átt ekkert hjarta. 

— Missýnir skuggar, mókandi ey og drangi, 
myndaskipti þin öll, þau skulu mjer fylgja. 

Þó kalt sje þitt brjóst, þar sem blikar geislanna sylgja^ 
þó björgin þú knýir til ákalls, en svarir ei neinu, 
allt það, sem hjúpur þíns hafborðs gjörir að einu, 
hnigur að minni sál, eins og ógrynnis bylgja. 

Einar Benediktsson. Um í^orleif Guðmundsson Repp. 1^0 ' ^^ fyrstu, að menn voru burðamenn miklir, en litlr skap- 
stiUiugarmenn og sáust lítt fyrir, er hafa vildu eitthvað' 
fram, og stórbrotnir i öUu, og fóru lítt að annarra raanna^ 120 Útsœr. [Sklrnir 

— Sem leikandi börnin á ströndu, er kætast og kvarta 
með kufung og skel frá þínu banvæna fangi, 

jeg teyga þinn óm frá stormsins og straumanna gangi, 
stirnandi, klökka djúp, sem átt ekkert hjarta. 

— Missýnir skuggar, mókandi ey og drangi, 
myndaskipti þin öU, þau skulu mjer fylgja. 

Þó kalt sje þitt brjóst, þar sem blikar geislanna sylgja^ 
þó björgin þú knýir til ákalls, en svarir ei neinu, 
allt það, sem hjúpur þins hafborðs gjörir að einu. SKÍRniR. Mynöin af Þorleifi Repp, sem átti aö fvlgja 
greininni um hann í þessu hefti, getur því miöur 
ekki orðið senö út til félagsmanna fyr en meö 
næsta hefti. Um í^orleif Guðmundsson Repp. Þorleifur Repp var fæddur í Reykjadal í Hrepp hin- 
um ytra — þar af mun hann hafa tekið sér nafnið Repp — 
þann 6. júlídag 1794, og var hann heitinn eftir sira Þor- 
leifi Bjarnasyni í Reykholti (Lbs. 312, fol., bls. 382). Voru 
foreldrar hans Guðmundur prestur Böðvarsson og Rósa 
Egilsdóttir. Síra Guðmundur varð fyrst kapellán hjji síra 
Agli Eldjárnssyni á Útskálum 1785 og fekk Rósu, dóttur 
hans, ári siðar; árið 1789 fekk hann Reykjadal og 1809 
KtUfatjörn og var þar til þess er hann sagði af sér 1826; 
bjó siðan um hrið i Móakoti á Vatnsleysuströnd, en flutt- 
ist síðan til Reykjavikur og andaðist þar 1831. »Hann 
var snotur að gáfum, sagður nokkuð stoltur, hraustmenni 
til burða« (Prestasögur i Lbs. 312, fol., bls. 382). Faðir 
sira Guðmundar, en föðurfaðir Þorleifs, var Böðvar, prest- 
ur i Guttormshaga, Högnason, prests á Breiðabólstað í 
Fljótshhð, Sigurðssonar. Urðu synir síra Högna allir 
prestar, og er sagt, að þeir hafi allir feðgar eitt sinn verið 
á Þingvelli hempuklæddir, átta synir hans og hann sjálf- 
ur hinn niundi, og þótti fríður flokkur, þvi að allir voru 
þeir stórvaxnir og kempulegir. Er ætt mikil komin af 
Högna presti Sigurðssyni. Föðurbróðir Þorleifs var sira 
Þorvaldur skáld Böðvarsson. Af Högna presti var og 
kominn sira Tómas Sæmundsson á Breiðabólstað i Fljóts- 
hlið og enn síra ögmundur ekáld Sivertsen hinn sterki á 
Tjörn á Vatnsnesi. Voru þau einkenni þeirrar œttar i 
fyrstu, að menn voru burðamenn miklir, en litl-r skap- 
slillingarmenn og sáust lítt fyrir, er hafa vildu eitthvað 
fram, og stórbrotnir i öllu, og fóru lítt að annarra manna 122 Um Þorleif GnðmaTidMon Repp. [Skirnir 

vild, en þó voru þeir frændur niargir gáfumenn. Komu 
8um þessara ættareinkenna berlega 1 Ijós i Þorleifi Repp, 
:8vo sera nokkuð má sjá af þvi, er siðar segir. 

Móðir Þorleifs Repps var Rósa Egilsdóttír ; henni unni 
Þorleifur mjög, svo sem sjá má í bréfl hans til Byrgis 
prófessors Thorlacius úr Lundúnaborg 1821, er hann frétti 
lát hennar. Faðir hennar var Egill prestur Eldjárnsson 
á Útskálum. »Sira Egill var vel gáfaður, góður prédik- 
ari, gott skáld«. (Prestasögur i Lbs. 312, fol., bls. 378). 
Eftir hann liggja prentuð eftirmæli eftir Guðrúnu Einars- 
-dóttur, byskupsfrú, og Jón byskup Árnason. »Sira EgiU 
var klagaður og dæmdur fyrir óskikkanleg drykkjuskapar- 
orð og óhæflleg« og missti prestskap 1787. Mjög mun það 
mál hafa þótt af kappi sótt, þvi að sira EgiII var mætur 
maður. Foreldrar síra Egils voru síra Eldjárn Jónsson, 
prestur að Möðruvallaklaustri, og Þórvör Egilsdóttir, prests 
í Glaumbæ, Sigfússonar. Bróðir síra Egils var síra Hall- 
grimur skáld Eldjárnsson á Grenjaðarstað, móðurfaðir dr. 
Hallgrims Schevings — er Hallgríms-nafn þeirra runnið 
frá sira Hallgrími Péturssyni, því að sira Eldjárn var 
kominn af Guðrúnu, systur hans. Þeir Þorleifur Repp og 
'dr. Hallgrímur Scheving voru þvi þremenningar að 
frændsemi. 

Onnur börn sira Guðmundar Böðvarssonar og Rósu 
Egilsdóttur en Þorleifur Repp voru Egill »læknir góður 
■og listamaður, búandi syðra« (Lbs. 312, fol., bls. 382), og 
Guðrúu, kona Einars Hákonarsonar, hattara í Reykjavik; 
var þeirra sonur sira ísleifur á Stað i Steingrímsflrði, 
faðir Jóns verkfræðings og Karólínu^), konu Guðmundar 
prófessors Hannessonar, og þeirra systkina. 

Þorleifur mun hafa alizt upp hjá foreldrum sínum 
Reykjadal, til þess er faðir hans fekk Kálfatjörn (1809) 
Liklega hefir Þorleifur numið skólalærdóm hjá. föður sin 
um, og kann eg ekkert frá honum að greina fyrr en 1812; ') Hún á andlitsmjnd þá af Þorleifi Repp, sem myndin er tekin 
jif, er fylgir grein þessari. Skirnir] Um Þorleif GodmnDdison Repp. 123 

þá er hann kominn í Bessastaðaskóla og er þá um haust- 
ið við sætaskipun 7. að ofan í efra bekk, en 1813 er 
hann 4. að ofan. Heldur mun Þorleifur hafa verið óbráð- 
þroska að likamsvexti og vœskilslegur, eftir þvi sem ráða 
er af vitnisburðarbréfi hans, er hann útskrifaðist úr Bessa- 
staðaskóla, eftir tveggja ára skólavist þar, er siðar segir. 
Vorið 1813 skyldi Þorleifur taka próf, og gekk undir það, 
en mun ekki hafa lokið þvi til fulls, að minnsta kosti er 
vitnisburðarbréf hans eigi gefið út fyrr en þá um haustið, 
og var sú orsök þess, að Þorleifur hugðist að dveljast enn 
einn vetur í Bessastaðaskóla, en hvarf frá því vegna 
<Shagstæðra tima og heilsuleysis, eftir þvi sem segir i 
vitnisburðarbréfinu. Þá tóku próf sambekkingar hans og 
urðu margir þeirra síðar nafnkenndir menn. Þeir voru 
þessir: Helgi Guðmundsson Thordersen, síðar byskup, 
Guðmundur Bjarnason, síðar prestur á Hólmum í Reyðar- 
firði, Sigurður Stefánsson, amtmanns Thorarensens á Möðu- 
völlum (er andaðist 1817), og Ólafur bróðir hans, siðar 
læknir, Þórarinn Magnússon öfjord, síðar sýslumaður í 
Skaftafellssýslu, Einar Pálsson, síðar prestur á Reynivöll- 
um, Bjarni Pálsson, siðar prestur i Felli i Sléttahlið, Sig- 
urður frá Ljósavatni Hallgrimsson, síðar prestur á Ólafs- 
völluni, Þorkell Árnason, siðar prestur í Stafafelli í Lóni. 
Voru sumir þessara manna síðan með Þorleifi við háskól- 
ann i Kaupmannahöfn, þeir Helgi byskup, sira Guðmund- 
ur Bjarnason, þeir Stefánssynir, Sigurður og Ólafur, og 
Þórarinn öfjord; virðist hafa verið góð vinátta með Þor- 
leifi og sumum þessara manna, einkannlega Helga byskupi, 
og hélzt vinátta þeirra, meðan þeir lifðu. 

Um haustið 1813, þann 20. októberdag, er Þorleifur 
útskrifaður úr Bessastaðaskóla af Jóni Jónssyni, er þá var 
settur lektor skólans. Hlaut Þorleifur ágætan vitnisburð; 
einkannlega er tekið fram, að hann só öðrum framar 
hneigður til latinsks og grísks tungumálanáms. Þessir 
voru vitnisburðir hans: 124 Um Þorleif GuðmQndsson Repp. [Skirnir í latínu 

grísku 

latínskum stýl 

íslenzkum stýl 

útskýringu Nýja Testamentisins 

guðfræði 

sagnfræði 

landfræði 

og tölvisi 

I dönsku 

dönskum stýl 

og fraraburði') ágætiseinkunn 
(ágætt lof) I. einkunn 
(mikið lof) ^) Vitnisburðarbréfið er enn til œeð eiginhendi Jóns lektors og er 
að finna meðal plagga ýmsra ÞorJeifs Repps, sem geymd eru í Lands- 
ból-asafninu i 4 bögglum og fylgdu handritum hókmenntafélagsins, en eigi 
hafa enn verið tölusettir inn i handritasafnið. Þetta vitnishurðarbréf 
fínnst eigi meðal þeirra testimonia dimissorum, sem Steingrimur byskup 
safnaði og lét akrifa npp, og er sett eyða fyrir þar (Lbs. 48, fol.). Þaö- 
er á latinu, eins og titt var um slik skjöl þá, og hljóðar svo : 

„Thorleivus Gudmundi Repp, natus die 6to Julii 1794, patrem colit 
Gudmundum Bödvaridem, sacerdotem ecclesiæ Ealvatiörnensis et annexœ- 
vigilantissimum, et matrem Rosam Egili filiam. 

Omatissimus juvenis sno jam exemplo probat, quod etiam notias- 
est quam ut multis verborum ambagibus ostendere sit necessum, sæpe ÍO' 
gracili corpore magnum habitare ingenium, nam licet natura eum tenoi- 
bus finxerit membris, ingenii tamen dotes ei trihnit felicíores qaam> 
plnrimis, qui ludi nostri litterarii alumnorum albo fnerint adscripti; qaar 
etiam egregias animi dotes per biennium, quo nostris vacavit musiSr 
philologiæ tamen Latinæ et Græcæ inprimis deditas, tanta excoloit 
industria, ut censores, qui postremo mense Majo eum pablice examinatam> 
aadivere : 

in authoribus Latin: et Græ.cis interpret: 

stylo Latino et Islandico 

analysi Hebrœa — N: Testam: exegesi V egregiœ laadis 

theologia — historia — geographia 
et aritbmetice 

in lingva Ðanica interpret: 

stylo Ðan: et declamat: 
encomio cohonestare non dubitarent. — Verum cum ipse et propioqui, at 
adbuc anum exercitiis scholasticis consecraret annum, præoptarent, ex. 
numero dimissorum tunc erat exemtus, qnam antem voluntatem can^ I magnæ laadis ^kirnir] Um Þorleif Gaðmandssoa Repp. 135 

Þá var orðið svo áliðið, að eigi var Þorleifi unnt að sigla 
til háskólans það haust, þótt viljað hefði, þvi að skip öU 
voru þá farin frá landinu. Eigi er og vist, að utanfcrð 
hafl þá verið ofarlega i huga Þorleifs, líklegra jafnvel, að 
hann hafi hugsað til prestskapar; að minnsta kosti veitir 
Heir byskup Vídalín honura prédikunarleyfi, sem þá var 
titt að veita prestsefnum; er það dagsett þá um veturinn, 
þann 25. janúardag 1814 og er að finna í skjalabögglura 
Þorleifs Repps, þeira er áður var getið. 

En hvort sera það hefir þá verið áforra Þorleifs að 
gefa sig i prestskap eða ekki, þá er það þó víst, að brátt 
hugði hann á annað ráð, því að árið 1814 fór hann héð- 
an af landinu til Kaupraannahafnar til háskólanáras. Kora 
hann upp frá þvi aldrei til íslands aftur lifandi. Eigi raunu 
fararefni hans hafa verið mikil, og hefir þó faðir hana 
lagt honum þann styrk, er hann raátti, en hann var raað- 
ur fátækur og skuldugur lengi, að því cr hann scgir sjálfur 
í brétura til Þorleifs sonar síns, sera enn eru til nokkur 
og finna má i skjalabögglum Þorleifs, þeim er áður var 
getið. 

Haustið 1814 gekk Þorleifur undir exaraen artium og 
hlaut einkunnina satis honum og var þá innritaður í stú- 
dentatölu við háskólann. En árið eftir tók hannsvokall- 
að 2. lœrdómspróf (examen philosophicum). í fyrstu tók 
Þorleifur að neraa læknisfræði, en lagði þó einkum 
stund á efnafræði og eðlisfræði, og kora það síðar fram 
1 ritum hans, að hann bar gott skyn á þessi efni. Þá var 
hinn nafnkunni maður H. C. Örsted kennari við Kaup- temporam varia incommoditate et insalabritate impeditas seqai nequeat, 
nalli nanc dabitamos adolescentem nostrum, bene moratum, quippe honesta 
dimissione dignum, rade scholastica donare, atque faustissimis deniqae 
eam prosequentes votis, omnibus præclari ingenii faatoribus et patronis 
«x animo commendamus. 

Dabam Lambhusis die 20^ Octobris 1813. 

J. Johnæus 

Lect. theol. constit." 

(L. S.). 126 Um Þorleif Guðmundsson Repp. (Sklrnir 

mannahafnarháskóla í eðh'sfræði; hann lýkur miklu lofs- 
orði á þekking og ástundan Þorleifs í vitnisburði, sem enn 
er til i skjalabögglum Þorleifs. Eigi reyndist þó örsted" 
Þorleifi sem bezt síðar, er Þorleifur átti þungan andróður 
við aðra, svo sem enn verður frá sagt. Svo var Þorleif- 
ur þá orðinn fróður i lækningum, að hann samdi ritgerð- 
til úrlausnar visindalegu verkefni háskólans í læknisfræðí,. 
er heiðurspeningi háskólans var heitið fyrir, en eigi mun 
hann hafa sent þá ritgerð til háskólans. Fyrir kom og 
það, að hann var látinn vera respondens, sem kallað var, 
eða svaramaður við dispútázíur i lœknisfræði — yfirleitt 
var Þorleifur talinn skæður audmælandi við dispútáziur 
háskólans og varð oft til þess að andmæla doktorsefnum 
— og svo scgir Byrgir prófessor Torlacius, að við doktors- 
dispútázíu i læknisfræði 1821 hafi Þorleifur leyst svo vel 
af hendi þetta starf sitt, að allir þeir, sem vit hafi haft á, 
hafi lokið lofsorði á frammistöðu hans. 

En eigi lagði Þorleifur stund á læknisfræði lengur en 
tvö ár og eigi hugði hann á embættispróf i þeirri grein. 
Eftir það sökkti hann sér af kappi niður í heimspcki og 
fagurfræði. Arið 1818 var úrlausnarefni fyrir heiðurspen- 
ing háskólans i heimspeki þetta: »Exposita notionumy 
quas homines vocabulo naturæ exprimere soleant, varie- 
tate, eaque, quantum fleri queat, ad unum constantemque 
sensum revocata, diligens explicatio detur ideæ hocce 
vocabulo insignitæ*. Þorleifur samdi þá ritgerð til úr- 
lausnar þessu efni og hlaut heiðurspeninginn eftir dóraí 
háskólakennarannanæsta ár(181 9) með lofsamlegum ummæl- 
um. Þessi ritgerð hans var eigi prentuð, en hún var 
undirstaða undir ritgerð þeirri, er hann samdi fyrir meist- 
aranafnbót, svo sem síðar segir. 

Árið 1823 var úrlausnarefni til þess að öðlast heið- 
urspening háskólans í fagurfræði á þessa leið: »At under- 
söge og med Exempler at oplyse, hvorvidt det er nöd- 
vendigt, at et Digt oversættes i samme Versart, hvori det 
er skrevet*. Þorleifur samdi enn ritgerð til úrlausnar 
þessu verkefni og hlaut enn gullpening háskólans fyrir. Skirnir] Um Þorleif Oa&maDduon Repp. 127 

Þessi ritgerð hana er prentuð i Kaupmannahöfn 1824 
Bör et Digt oversættes i sararae Versart, hvori det er 
ökrevet?«). Þótt ritgerð þessi aé stutt, sýnir hún, hve 
ákaflega viðlesinn Þorleifur var; hann vitnar þar jöfnum 
höndura til danskra, íslenzkra, enskra, þýzkra, franskra, 
italskra, spænskra, latínskra, grískra og jafnvel persneakra 
og serkneskra skálda. Aðalniðurstaðan er sú, að eðli 
tungnanna sé svo farið, að eigi geti yfirleitt átt vel við 
að þýða kvæði i sama hœtti sem frumkvæðið var ort 
undir, svo framarlega sem hátturinn sé eigi eiginlegur 
orðinn tungu þeirri, sem þýtt er á, því að langan tíma 
þurft jafnan til þesa að festa bragarháttu i raáli, og dreg- 
ur til þessa dæmi. 

Nú þótt Þorleifur væri svo lærður i þessum efnum 
sera sjá má af því, er nú var talið, þá er þó hitt ónefnt 
enn, hver tungumálagarpur hann var. Svo sem sjá má 
af vitnisburðarbréfi hans úr Bessastaðaskóla, er hann tal- 
inn einkannlegahneigður til forntungnanna, latínu og grísku. 
Um annað tungumálanám var ekki að ræða í Bessastaða- 
skóla, nema dönsku og islenzku að nafninu til. Mér er 
ekki kunnugt um það, hvort Þorleifur heftr á skólaárura 
sinum lagt stund á önnur tungumál en þau, sem kennd 
voru 1 skólanura, en i þeim var hann og afbragð annarra 
manna. Hitt er víst, að þegar er hann kemur til háskól- 
ans, tók hann af alefti að leggja stund á að neraa hin lif- 
andi mál, jafnframt þvi sem hann las læknisfræði og sið- 
an heimspeki og fagurfræðl. Og loks siðara hluta háskóla- 
vistar sinnar tók hann af alhug að leggja stund á raál- 
fræðileg visindi. Það er sarahljóða vitnisburður allra há- 
skólakennaranna við Kaupmannahafnarháskóla, að Þor- 
leifur beri langt af öðrum stúdentum að tungumálaþekk 
ingu. Rasmus Rask, einn hinn raerkasti raálvitringur, 
sera uppi heftr verið, hafði hinar mestu raætur á Kepp,. 
8V0 sem síðar mun sýnt verða. Og það vitni báru ýmsir 
skozkir visindaraenn og raenntaraenn Þorleifi síðar, er hann 
var á Skotlandi, að þar væri þá enginn í landi, er til 
jafns kæmist við hann i þekkingu hinna lifandi tungna. 128 Um Þorleif Gu&mundsson Repp. [Skirnir 

En þótt Þorleifur væri snjall í lifandi málum, þá mun 
honum þó hafa verið enn léttara um fornmálin, og þó 
einkum latinu, sem hann talaði og skrifaði viðstöðulaust, 
og svo segir Þorleifur eitt sinn sjálfur í latinsku bréfi einu, er 
hann ritaði höfðingja nokkurum skozkum.að nú riti hann hon- 
um ekki á ensku, af því að illa liggi á sér og margtami 
að, heldur riti hann á latínu, því að þá tungu geti hann 
jafnan skrifað, hvernig sem á sér liggi. En þá hafði 
Þorleifur verið sjö ár í Skotlandi, er hann ritaði þetta 
bréf, og má af þessu marka lærdðm hans i latinu; mun 
ekki þurfa að telja þetta skrum hjá Þorleifi, því að hann 
virðist hafa verið maður yfirlætislaus og ósjálfhælinn. Um 
1818 er Þorleifur orðinn vel að sér i þýzku, ensku, frakk- 
nesku, ítölsku og spönsku. Þá hafði hann og talsvert lagt sig 
eftir Austurlandamálum, einkum serknesku og persnesku. 
En síðar miklu var það, að hann lagði sig eftir ungversku 
(magýarisku) og þeim málum, er þeirri tungu eru skyld. 

Þorleifur fekk þegar mikið orð á sig i Kaupmanna- 
höfn fyrir fróðleik og lærdóm, en þó einkum fyrir 
tungumálaþekking. Svo var orðstír hans mikill, að hinn 
frægi danski rithöfundur, Kntid Lync Rahhek, prófessor, 
fekk hann til þess að kenna sér islenzka tungu. Og i 
vitnisburði, sem Rahbek gefur Þorleif i og finna má meðal 
eftirlátinna skjala Þorleifs (dags. 13. ágúst 1821, á latínu), 
telur Rnhbek hann allra manna lærðastan og skarpvitr- 
astan, og getur þess jafnframt, að Þorleifur sé hið ástúð- 
legasta og vandaðasta ungmenni. En í latinu varð Þor- 
leifur til þess að veita tilsögn sjálfum háskólakennurunum. 
Skáldið Oehlenschlager fekk Þorleif til þess að segja sér 
til í latinu, er hann var prófessor og skyldi rita ritgerð 
i ársrit háskólans og halda latínska ræðu á minningar- 
hátið háskólans um siðabótina. Oehlenschlager farast sjálf • 
um svo orð um þetta: 

»Árið 1820 hlotnaðist mér sem prófessor að skrifa 
háskólaboðsritið og halda hina latínsku ræðu við siðabót- 
arhátíðina. Eg hafði um nokkurn tíma áður aftur tekið 
að leggja mig eftir Rómverjamálinu, er eg hafði vanrækt Skirnir] Um Þorleif 6a&inniidssoD Repp. 129 

frá þvi að eg las lögfræði á stúdentsárum minum. Nú 
las eg af kappi einkum rit Ciceróe; en þó skáldin lika, 
og fannst mér þeirra sérstaklega mest til um Ovidius . . . 

En nú skyldi eg rita latinu! Það var raunar fanga- 
ráð, ekki dæmalaust, að láta aðra gera það. En með því 
að mér var alla tið audstætt að koma öðrum til þess að 
trúa þvi, að eg hefði þá leikni eða kunnáttu til að bera, 
aem eg hafði ekki, þá réð jeg heldur af i guðs nafni á 
gamalsaldri minum (eg var þá 40 ára að aldri) að ganga 
í skóla aftur, taka kennara í latínunni og skrifa hjá 
honum stýla daglega. Þetta gerði eg líka, og herra Repp 
hjálpaði mér um eins ára tíma mjög dyggilega«. Síðan 
getur Oehlenschliiger þess, að hann hafi jafnan átt erfitt 
með að læra málmyndafræði og því oft sett hrottalegar 
málvillur i setningar, Því næst segir hann: »Þannig 
æfði eg mig i latínu um tveggja ára tima, fyrst hjá hcrra 
Repp og síðan hjá vini mínum, Olsen yfirkennara (nú 
rektor). Eg tók einnig til að tala latinu við Repp, þeg- 
ar við vorum úti á gangi og gengum út á Frederiksberg. 
Man eg það enii, að eg nam einu sinni staðar með hon- 
um i trj'igöngunum, sem liggja utan við kirkjugarðinn 
á Frederiksberg, 1 erflðri setningu, og mundi það engum 
undrum hafa sætt, þótt hinir dauðu hefðu snúið sér við i 
gröfanum út af setningu rainni«. En vel slapp Oehlen- 
schlftger frá þessari ræðu sinni og boðsriti bæði í þetta 
sinn og síðar, er líkt stóð á fyrir honum. (Sjá Oehlenschlag- 
ers Erindringer. Fierde Bind. Kh. 1851, bls. 33—34). 

Þorleifur hafði mikinn hug á þvi að fara til annarra 
landa og auka þar tungumálaþekking sina. Hann leitaði 
fyrir sér um ferðastyrk nokkurn til þess, úr almennum 
sjóðum, en enginn ádráttur var honum veittur til þess að 
fá nokkurn slikan styrk, og brauzt hann þá i þvi sjálfur 
að fara utaniands á sjálfs sin kostnað. Naut hann þar 

Iþess, að hann var maður sparneytinn og neyzlugrannur, 
•og var hann að þvi ólikur frændum sinum sumum. Vel 
mun það og hafa komið honum, að hann hafði meðferðis 
liin ágætustu meðmælabréf frá ýmsum hinum mætustu 180 Um Þorleif Gadmandsson Repp. [Skírnir' 

vísindamönuum og raenntamönnum í Danmörku ; mun þetta 
nokkuð hafa greitt götu hans. Þetta var árið 1821 og 
var förinni heitið til Lundúnaborgar ; dvaldist Þorleifur 
þar í borginni hátt á annað ár. Leitaði hann nú að afla 
sér fullkominnar þekkingar i enskri tungu á ýmsan hátt. 
Þaullas hann nú ensk bókmenntarit, forn og ný, og var 
vakinn og soflnn i þvi að hagnýta sér þær menningar- 
heimildir í þessari grein, er hann hafði greiðari aðgöngu 
að en margir aðrir útlendingar, og var það að þakka- 
ýmsum mikilsmetnum vinum hans og hjálparmönnnm, að 
því er hann segir sjálfur. Hann lét og eigi undir höfuð' 
leggjast að kynna sér þær heimildir og undirstöðurit hinna 
eldri ensku bókmennta, er fjær mega teljast liggja. Hann 
las og kynnti sér vandlega i frummálunum rit hinna eidri 
itölsku skálda, og sörauleiðis spænskra skálda frá dögum^ 
Filippusar konungs IL og upp þaðan, sem annaðhvort 
Iiöfðu beinlínis verið fyrirmynd hinna ensku skálda eða 
haft meiri eða minni áhrlf á stefnu þeirra, smekkvisi og 
menning. Það var markmið hans að koma þekkingu 
sinni i þessari grein i það horf, að hann næði þar heild- 
aryflrliti og gæti skipað öllu þvi á réttan stað, er fram. 
kæmi i brezkum bókmenntum, en einnig að meta rétt giidi. 
þessara bókmennta í sarahengi við bókmenntir annarra 
þjóða. 

í Englandi dvaldist Þorleifur nú fram eftir ári 1822. 
Meðan Þorleifur var i Lundúiiaborg, var hann til húsa 
hjá Bavid Ker; Ker var höfðingi mikill, menntaraaður og 
þá þingraaður i neðri raálstofu parlíraentsins. Kona Kers 
var göfugra manna, systir Castlereaghs Idvarðs, hins nafn- 
kunna stjórnmálamanns. Segir Repp svo i bréfl til Byrgis 
Thorlacius, að þau Ker og kona hans hafl reynzt sér sem 
væri hann bróðir þeirra eða sonur; gerðist hann nú kunn- 
ugur mörgum hinura merkustu Englendingum, er komu i 
hús Kers, þar á raeðal sjálfura Castlereagh lávarði, og 
það var þá ráð þeirra Castlereaghs og Kers að koma Þor- 
leifi í prófessorsembætti, er þá var laust i Dyflinni á ír- 
landi, i latínu og grisku; en þetta fórat fyrir, liklega fyrir Skirnir] Um Þorleif GaömQndiBon Repp. ISt 

þá 8ök, að nieðraæli prófessoranna við Kaupmannahafnar- 
liáskóla, scm Þorieifur var talinn þurfa að sýna, munu 
bafa komið of seint. Siðara hluta árs 1822 hvarf Þorleif- 
ur aftur tii Kaupmannahafnar og lagði leið sina um Þýzka- 
land og dvaldist um tima i Altona og Kiel. Þá var vegur 
hans svo mikill, að hann hlaut þá sæmd )»að stýra æfing 
um drottningarinnar [dönskuj i enskri tungu«, eina og 
hann kemst sjálfur að orði. Mun þessi sœmd, ef til vill, 
hafa orðið til þess að afla honum öfundarmanna, ásamt 
öðru. En þessi kynni Þorleifs af drottningunni munu hafa 
leitt til þess, að hann tileiukaði konungsfólkinu tvö hin 
fyrstu rit sin. 

Um för sína til Englands skrifaði Þorleifur þá í 
•Bibliothek for Morskabslæsning* (XII. bindi). 

Þorleifur virðist snemma rajög hafa komi/t i kynni 
við ýmsa hinna helztu danskra vísindaraanna og rithöf- 
unda, er þá. voru uppi. Hann var nákunnugur þeim 
Rahhek og konu hans, hinni nafnkunnu raenntakonu, Kamma 
Eahbekj og Oehlenschlager. Sömuleiðis Easmusi Eask. Enn 
fremur skáldunum Poul Möller, Christian Winther og 
Chrintian Thaarup, og bréf er til frá Thaarup til hans. 
Hann virðist og hafa tekið mikinn þátt i dönsku stúdenta- 
lifi. Hann var einn af stofnendum hins danska stúdenta- 
félags (den danske Studenterforening), er sett var á lagg- 
irnar 1820, og einn af aðalhvatamönnunum að þvi, að 
»Athenæum« var stofnað, en svo var nefnt lestrarfélag og 
málfundafélag, er ýmsir lærðir menn stofnuðu raeð sér í 
Kaupraannahöfn 9. septbr. 1824; var það rajög sniðið eftir 
enskum félögura saras konar, og voru lög þess að raestu 
sarain af Hepp. 

Þá var og Þorleifur ura þessar raundir orðlagður 
kappræðuraaður. Var hann bæði ákafur og fylginn sér 
og óvæginn, við hvern sem var um að eiga; vá hann 
aldrei orð sín eftir tign eða metorðum þess, er hann átti 
orðakast við, og kom það honum oft illa, þvi að þetta. 
varð til þess, að ýmair fengu óvildarhug til hans. Einkum 
voru doktorsefni oft ekelkaðir við Þorleif, þvi að hann 

9* 182 Um Þorleif Gaðmandsson Repp. [Skirnir 

tók oft órajúkura höndum á ritsraiðura þeirra og sýndi 
fram á, að sumt var eigi þeirra, það er þeir eignuðu sér, 
heldur væri þvi hnuplað úr annarra manna ritum. Slcai 
hér getið eins slíks atburðar vegna þess, að ætla má, að 
þar af hafi Þorleifi stafað óhamingja, er dró til meiri erflð- 
leika um lífshagi hans síðar meir, heldur en sýnast mætti 
1 fyrsta bragði, og verið hefir undirrót þess, að hann ni'iði 
aldrei að njóta sín til fulls, slíkur afburða hæfileikamaður 
og gáfumaður, sera hann þó var. 

Maður hét Jens Möller og var kennari i guðfræði við 
háskólann i Kaupmannahöfn. Hann var maður kappsam- 
ur og fylginn sér og komst skjótt til metorða; hann virð- 
ist og hafa verið allóbilgjarn og óvæginn. Hann var vel 
að sér um margt, og þó einkum málfróður (sjá ævi hans 
i Bricka : Dansk biografisk Lexikon). Hann mætti og vera 
íslendingum að nokkuru kunnur fyrir þá sök, að hann 
kom á fót hér lestrarfélögum, er við hann voru kennd og 
kölluð »MöIlersku lestrarfélögin«, og gaf til þeirra og út- 
vegaði allmikið í bókum. Bróðir hans var og guðfræðing- 
ur og »ætlaði sér að verða doktor í guðfræði, og hafði 
lagt dispútázíu sína undir dóra háskólans, og hún verið 
dærad verð þess í alla staði, að hann verði hana fyrir 
nafnbót þessari. Það var korainn saraan múgur og raarg- 
menni í sal þann í háskólanum, þar sem athöfnin skyldi 
fram fara, til þess að hlusta á. Skörarau eftir að annar 
hinna tilskipuðu andmælanda hafði tekið til máls, kemur 
fram ungur maður, sem eg [o: sögumaðurinn, J. Davidsen] 
man ekki betur en væri íslenzkur stúdent [o: Þorleifur 
Repp], og rogast með heljarraikinn doðrant undir hend- 
inni, og heimtar að mega tala sem aukaandmælandi. Hon- 
um var leyft það. Fletti hann þá upp doðrantinum og 
sýndi fram á það, að dispútázía doktorsefnisins væri svo 
að segja orð fyrir orð skrifuð upp úr skruddunni. Eins 
og geta má nærri, rak alla í rogastanz á þvílíkri bíræfni. 
Doktorsefninu varð svo felmt við, að það var nær liðið 
yfir hann, og varð að styðja hann út úr salnum. Pró- 
fessorarnir, sem dæmt höfðu ritið gilt, nöguðu sig í hand- SkirÐÍr] Um Þorleif Gaömandsson Repp. 188 arbökiii og dauðsköramuðust sín fyrir, hvernig ieikið hafði 
veiið n þií, og að þeir skyldu ckki hafa þekkt það guð- 
frií'ðirit, sein dispútázían var stolin úr, einkum af þvi, að 
þnð kvað ekki hafa verið alveg óþekkt bók meðal lærðra 
manna. En — samt varð kaiidídatinn doktor«. (Sjá 
Sunnanfara, V, Arg. bls. iíl, og er hér upp tekið orðrétt 
það, sem segir um dispútáziuna, eftir sjónar- og heyrnar- 
votti). Þetta raun vera dispútázia sú, er Byrgir Thorla- 
cius færir að Jens Möller og sneiðir hann um i bréfi til 
háskólaráðsins 14. marsdag 1826 (J. S. 9(5, fol ). Eru 1 
bréfiiiu þrjár linur útstrikaðar, en mega þó lesast af glögg- 
um mönnum, og eru þær um þetta. Segir siðar gerr af 
þessu bréfi. 

En af þessum tiltektum Þorleifs gerðist Jcns Möller 
óvinur hans, og varð hann Þorleifl þungur í skauti, sem 
enn mun sagt verða. 

Nú þótt Þorleifur væri svo kunnur meðal danskra 
menntamanna sem sýnt heflr verið, þá virðist hans gæta 
minna meðal landa sinna. Raunar hefir islenzkt stúdenta- 
líf i Kaupmannahöfn þá eigi verið með miklum blóma og 
ekkert islenzkt stúdentafélag hefir þá verið þar til. En 
ýmsir voru þá íslenzkir stúdentar i Kaupmannahöfn, er 
síöar urðu nafukunnir menn, svo sem Gisli Brynjólfsson^ 
síðar doktor og prestur á Hólmum í Reyðarfirði, Sveinbjöm 
Egilsson, siðar rektor, Gunnlatigur Oddsson, siðar dóm- 
kirkjuprestur. Þar voru og þá sambekkingar Þorleifs, er 
hann mun hafa haft mök við, Helgi Thordersen, síðar 
byskup, og Gudmundur Bjamason, siðar prestur á Hólm- 
ura, og voru báðir gAfumenn miklir og lærdórasmenn. En 
ekki er raér annað kunnugt ura saraband Þorleifs við 
þessa raenn en það, að skipzt hafa þeir á bréfum dr. 
Gísli Brynjólfsson og hann. Af hinura heldri íslending- 
um, sera þá voru í Kaupraannahöfn, hefir Þorleifur verið 
nákunnugur Grimi Thorkelin^ leyndarskjalaverði, og þó 
fraraar Finni Magnússyni, prófessor og leyndarskjalaverði, 
og jafnan studdi Finnur Þorleif siðan. En öllum öðrum! 
freraur raun þó Þorleifur hafa verið handgenginn Byrgi 184 Um Þorleif GabmandsBOn Repp [Skirnir 

Thorlacius, sem var kennari við háskólann í forntungun- 
um, latínu og grisku. Byrgir Thorlacius var sonur Skúla 
rektors Thorlacius, Þórðarsonar í Teigi i Fljótshlíð, Bryn- 
jólfssonar á Hliðarenda, Þórðarsonar byskup?, Þorláksson- 
^r. Byrgir prófessor var af samtimismönnuni sinum tal- 
inn hinn lærðasti maður í Intínu og grisku, þótt lítið gerí 
Madvig úr lærdómi hans i þessum efnum (sbr. .1. N Mad- 
vig: Livserindringcr. Kh. 1887) Byrgir var öðlingur 
Linn mesti og vahncnni; hanu studdi jafiian ísleiidinga 
og fyrirtseki þeirra og taldist til þeirra, þegar þeim mátti 
vera stuðning að liðsinni hans. Hann hafði mjög miklar 
mætur á Þorleifi Repp, og kemur það þrásinnis fram í 
bréfum hans og vitnisburðum, og hélt hann þeirri tryggð 
við Þorleif, meðan þeir lifðu báðir. Stutt mun hann og 
Jiafa Þorleif með fjárframlögum í Lundúnavist hans. 

Kynni Þorleifs af þessum fyrirmönnum munu hafa 
leitt til þess, að hann gekk í þjónustu stjórnarnefndar 
Ámasafns Magnússonar, þótt ekki væri hann stipendiarius, 
og vann ýmislegt fyrir hana, þar á meðal má, geta þess, 
að eftir hann er hin latínska þýðing á Laxdæla sögu, sem 
Árnanefnd gaf út 1826. 

Að öðru leyti er Þorleifs ekki getið við mál íslend- 
inga í Kaupmannahöfn þessi ár, og mun hann litt hafa 
haft sig i frammi þar. Þó er hans getið sem eins af stofn- 
€ndum Kaupmannahafnardeildar bókmenntafélagsins (sjá 
Hið íslenzka bókmenntafélag. Stofnan félagsins og athafn- 
ir um fyrstu fimmtiu árin. Kh. 1867, bls. 64). En ekki 
€r hans getið þar í fundarbókum félagsins og ekki var hann 
i stjórn þess né þjónustu á nokkurn hátt. Aftur á móti 
■er hans oft getið í fundarbókum félag'sins eftir að hann 
kom frá Skotlandi síðar, og lét hann þá félagsraál allmjög 
til sín taka, og var lengi varaforseti deildarinnar (frá 27. 
mars 1839 til 26. april 1847). Og heiðursfélagi var hann 
kjörinn af Kaupmannahafnardeildinni (20/4 1 847). 

Þegar Þorleifur var kominn úr Englandsför sinni 1822 
hélt hann enn áfram málfræðanámi um nokkur ár og 
lagði nú ^ki að eins stund á enskar bókmenntir, heldur 'Skirnir] Um Þorleif GoðmandBBOD Repp. 135 

loálfræðileg vísindi í heild sinni, og kynnti sér þá ýmis 
tunguraál Asiuþjóða, í þvi ekyni að bera saman gerð og 
rayndir þeirra tungna við tungur Norðuráifuþjóða og geta 
rakið þróunarsögu raálanna fram um þÚBundir ára. Avöxt- 
urinn af þessura rannsóknum Þorleifs varð rit það, er 
hann nefndi De sermone terUamen. Þar skýrir hann upp- 
runa tungna og rekur saman orðrayndun og málmyndir í 
ýrasum tungum. Rit þetta ætlaði hann til dispútázíu fyr- 
ir meistaranafnbót og sendi það til háskólans. Eins og 
venja var til, setti heimspekideildin dómara til þess að 
dæraa um dispútázíuna, og urðu fyrir þvi kjöri þeir 
Byrgir prófessor Thorlacius sem málfræðingur og P. E. 
Mvkller, er þá var dózent i heimspeki, sem heimspekingur. 
Þeir luku lofsorði á ritgerðina og lögðu til þess, að hún 
væri tekin gild og höfundinum leyft að verja hana fyrir 
meistaranafnbót. Var ritgerðin siðan prentuð og tiltók 
þá verandi dekanus heimspekideildarinnar, G. Wad^ að 
vörnin skyldi fara fram þaun 6. febrúardag 1826, og var 
:8Ú tilkynning eða auglýsing birt með ritgerðinni, svo sem 
tiðkast við dispútázíur. Bjóst nú enginn við öðru en að 
dispútázian mundi fara eifts og venja var til, þvi að aðal- 
atriðið var að fá, leyfi til þess að verja ritgerðirnar ; þar 
með var björninn unninn, og enginn hafði verið gerður 
afturreka við Kaupmanhahafnarháskóla, fram til þessa 
tima, eftir að svo langt var komið, að leyft var að verja 
•dispútáziur. 

En nú víkur sögunni til Jens Möllers. Hann mundi 
J>orleifi meðferðina á bróður eínura og hugði nú að launa 
Jionum lambið grá. Hann fór þess á leit að vera skipað- 
ur reglulegur andmælandi við dispútázíuna og mun hafa 
íengið þvi framgengt, að honum væri falinn sá starfl, að 
jjninnsta kosti kora hann frara við dispútázíuna sera væri 
liann það. Segir Byrgir Thorlacius svo frá, að hann hafi 
nokkurum dögum áður en dispútázian fór fram i raargra 
manna viðurvist tekið það fram við Jens MöUer, að lög- 
skipuð andmælandastörf yrðu ekki látin af hendi við hvem 
sem væri. Jens MöUer bauðst til þesa að taka við 186 Um Þorleif Oaömandsson Repp. [Skirnir- 

af Byrgi Thorlacius andraælandastarflnu, en Byrgir neit- 
aði þvi, og bar það fyrir, að Jcns Möller vœri guðfræð- 
ingur, og hæfði því ekki, að hann tæki að sér starf, sem 
raálfræðingi bæri, og kvað P. K. Miiller ekki heldur geta 
látið andmælastarf sitt sera heira.8peking8 af hendi við 
hann af sörau ástæðu. Byrgir benti Jens Möller á það, 
að honum væri heirailt sem öðrura að andraæla raeistara- 
efninu úr áheyrandasæti sera aukaandraælandi. En Jens 
Möller hefir ekki þótzt með þvi geta náð sér nægilega 
kröftuglega niðri á Þorleifl. Svo kom, að Jena Möller 
varð ásarat Byrgi Thorlacius reglulegur andmælandi við- 
dispútáziuna eða var að minnsta kosti talinn evo af stjórn/ 
háskólans, þrátt fyrir andmæli Byrgis Thorlacius, er taldi 
hann óbæran til þessa stnrfs i bréfi sínu til háskólastjórn- 
arinnar eftir á, og dóm hans í þessu efni þvi mark- 
lausan. 

Nú rann upp 6. febriiardagur og hófst þá dispútázían 
kl. 10 um morguninn og stóð til kl. 3 um daginn við- 
stöðulaust. Magnús konferenzráð Stephensen i Viðey var 
i Kaupmannahöfn þenna vetur og var viðstaddur, þegar 
dispútázían fór fram. Hann'hefir lýst henni nokkuð i 
Ferðarollu sinni, sem prentuð er í Sunnanfara, IX. 
árgangi (sjá bls. 88 og 95). Þar virðist rajög hallað raál- 
ura Þorleifi i óhag, og virðist svo sem Magnús hafi bor- 
iö kala til Þorleifs; víst er ura það að rainnsta kosti, að 
síra Guðmundur, faðir Þorleifs, taldi Magnús óvinveittan 
sér í bréfi til Þorleifs, dags. þaun 15. ágústdag 1818^). 
Fyrir því mun ekki rétt að leggja mikið upp úr né taka 
mark á þessum dórai Magnúsar. Þar á móti hefi eg ver- 
ið svo heppinn að finna í hándritasafni Jóns Sigurðssonar ') Sira Gaðmandur getur þess þar, að bann muni eiga kost á þvi' 
að f& sér veitta Garða k Akraneei, og er iiikandi, favort hann eigi að 
þiggja þá eða eigi, og segir: „ . . . veit eg þó ekki, livað eg gerði, ef 
hið almáttuga islenzka konferenzráð væri ekki vist til að í-piila fyrir 
mér vegna fóstra sinnar og gera mér og eftirkomendum Garðabraað og 
bájörð aldeilis óviðtakanlegt." — Bréf þetta er að finca í skjaiabögglaia. 
Þorleifs. Skirnir] Um Þorleif Gaðmundsson Repp. 187" 

(JS. 96, fol.) bréf frð, Byrgi Thorlacius til háskólastjórnar- 
innar, þar sem hann slcýrir þetta mál rækilega. Eftir þvi 
bréfi verður hér farið að raestu i þvi, er sagt er frá 
fiispútáziu þessari. Annað bréf er og í sama böggli frá^ 
liyrgi Thorlacius til Jens Möllers, og er það prentað sem 
fylgiskjal aftan við grein þessa. 

Jens Möller hóf andmæli sin á þvi, að ekkert gagn 
væri í ritgerðinni frá upphafi til enda og að hún væri til 
óvirðingar háskólanum; þessi ummæli hans voru þeim 
mun óvirðulegri i garð heimspekideildarinnar sem bæði 
hafði dekanus sett aftan á litilblaðið hina venjulegu klausu: 
Digntim censuit facultas philosophica (þ. e. heimspekideild- 
in metur ritgerðina verða fvarnar]). Þar með var og vcitzt 
mjög að hinum sérstöku dómendum ritgerðarinnar, þeim 
Byrgi Thorlacius og P. E. MiiIIer. Þessi orð MöIIers þóttu 
og áheyrendum all-ósvifin í þeirra garð. Og Byrgir Thor- 
lacius segir í bréfl þvi, er fyrr getur, til háskólastjórnar- 
innar, að æskilegt væri, ef slikt og þvilíkt kæmi fyrir 
framvegis, að rektor háskólans stæði þá upp og segði: 
Absit impudentia ! (þ. e. burt með alla ósvifni!, orð, sem- 
mælt er, að rektorinn hafi sagt við Þorleif Repp, siðar í 
dispútáziunni). 

I annan stað hélt Jens MöIIer þvi fram, að svo ill 

latina væri á ritgerðinni, að þar væri -að finna 600 viU- 

ur. Þetta var jafnframt hin svæsnasta árás á Byrgi Thor- 

lacius, sjálfan prófessorinn í latinu, sem dæmt hafði rit- 

jerðina gilda. Byrgir kveðst og i fyrr nefndu bréfi sínir 

lunu reyna að vernda sig fyrir slikum sleggjudómum- 

ramvegis. Hann getur þess þar og, að allir, sem vit hafr 

latínsku máli, játi það, að einmitt nærgætin meðferð lat- 

lunnar ágæti höfundinn og einkenni frá öllum fjölda 

Mrra, er á latinu rita, og að i ritgerðinni sé að finna 5- 

hirðuleysisvillur og fáeinar sérkreddur. 

Auk þessa fann Jens Möller að því, hvernig titilblaðið' 

rœri orðað, og cnn fremur að tilcinkuninni (ritið var til- 

íinkað Christian Frederik, þá prinzi, siðar konungi) og 

itbýtingu eintakanna, sem allt máttu tcljast smámunir og. 188 Um Þorleif Guðmundsson £epp. [Skirnir 

^kki hafði verið fundið að af dekanusi deildarinnar. Und- 
ir sumt af þessu tók og rektor háskólans, sem þá mun 
hafa verið H. C. Örgted, og er Þorleifur bar sig upp und- 
an þessu og kvaðst ekki þekkja lagaboðin um þetta efni, 
enda hafði þeim og ekki verið stranglega fylgt, lét Orsted 
því uni svarað, að cf hann hefði nokkur mótmæli fram 
að bera, gæti hann sent kæru. Byrgir Thorlaeius fann 
að framkomu rektors i fyrr nefiidu bréfi og kvað stúdent- 
^na eigi vera þræla, heldur borgara, þegna konungs, en 
eigi prófessoranna, og væri skylt að sýna þeim lögin, er 
þeÍT krefðust þess. 

Byrgir Thorlacius ber Jens MöUer beint á brýn, að 
hann hafi sótzt eftir andmælandastarfinu í þeim einum hug 
að gera meistaraefninu mein (animus nocendi); hann get- 
tur þess og, að útlendingur einn, sem var viðstaddur at- 
höfnina, hafi spurt, þegar Jens Möller hóf andmæli sin, 
jhver væri þessi óði maður, og er honum var sagt, að 
íþetta væri prófessor i guðfræði, hafi haim sagt: »Unmöglich«! 
<(þ. e. það getur ekki verið!). 

Því má nærri geta, hvernig Þorleifi Repp hefir verið 
'innanbrjósts, meðan Jens Möller lét dæluna ganga yfir 
honum. Sá annmarki var á Þorleifi, að ef hann reiddist 
eða gert var á hluta hans að ósekju, setti að honum hlát- 
ur, og var honum það ósjálfrátt; og svo fór nú einnig. 
Þetta spillti stórmjög fyrir honum. Og er hann stóð upp 
til þess að andmæla Jens Möller, þá fekk hann litt neytt 
tungutaks, og hafði hláturinn allmjög vald yfir honum, 
svo að vörn hans fór nokkuð í handaskolum, en hann 
maður einarður og berorður og kunni ekki að smjaðra né 
skríða. Svo kom að lyktum, að rektor rak Þorleif úr for- 
sieti, að mœlt er, með þessum orðum: »Ab8Ít risus, absit 
scurrilitas! Descende ex cathedra, scurra!* (þ. e. burt 
með hlátur, burt raeð fíílaskap! Farðu burt úr forsætinu, 
fifl, sjá Sunnanfara, V. árg. bls. 21). Þessi framkomaÞor- 
leifs varð honum þyngst til áfellis, og svo telur Byrgir 
Thorlacius i fyrr nefndu bréfi, en getur þess jafnframt til 
ználsbóta, að hér sé um ósjálfráðan annmarka að ræða. ^kírnir] Um Þorleíf QuðmuDdsBOD Repp. 189 

Saraa eagði P. E. Mttller /i fundi heimspekideiidarinnar 
oftir á, en hann var nákunnugur Þorleifi. Byrgir bendir 
og s'i það, að ef slíkir óajálfrAðir likamlegir gallar eða 
áskapaðir annmarkar ættu að rúða svo miklu að hamla 
liáskólanafnbótum mönnum til handa, þá mundi hinn nafn- 
kunni prófessor Schiellerup í Noregi (sem stamaði) aldrei 
luifa getað orðið doktor, og eigi heldur Rasmus prófessor 
Kask, cf honuni kæmi nokkurn tíma til hugar nð sækjast 
('ftir þeirri sæmd. Byrgir getur þess einnig, uð sjálf 
vörnin sje ekki skilyrði fyrir því að öðlast nafnbótina, 
heldur sé hún sett til þess að sýna það, að meistaraefnið 
hafi ekki stolið ritgerðinni, en það dirfðist enginn að bera 
Þorleifi á brýn, hvorki Jens MöUer né aðrir. 

Eftir að vörnin hafði farið fram, sendu þeir Byrgir 
Thorlacius og Jens MöIIer hvor um sig álit sitt til heim- 
epekideildarinnar. Lagði Byrgir með þvi, að Þorleifur 
fengi nafnbótina, en Jens Möller á móti. Siðan voru 
greidd atkvæði um málið i heimspekideildinni, og voru 8 
Atkvæði með þvi, að vörn Þorleifs vœri tekin gild og 
honum veitt nafnbótin, þar af vildu þó 2 láta veita hon- 
um áminning, en tí atkvæði á móti. En svo segir Byrgir 
' Thorlacius i áður nefndu bréfi, að 5 af þessum 15, sem at- 
kvæði greiddu á móti, hefðu alls eigi lesið ritgerðina, og 
hefði einn þeirra játað það bæði munnlega og skriflega, 
en hinir 4 mundu og játa það, ef spurðir væru að viðlögð- 
um drengskap. Háskólaráðið virðist og hafa verið með- 
raælt Þorleifi, en yfirstjóm háskólamálanna felldi þann úr- 
ekurð með bréfi til háskólaráðsins þann 7. raarsdag 1826, 
að Þorleifi skyldi synjað um nafnbótina. Astæður, sem 
tilfærðar eru í þvi bréfi, eru fyrst og fremst álit Jens 
Möllers og í annan stað telur stjórnin ekki fullnœgt 3. gr. 
tilskipunar ura háskólamál 9. jan.J1824, að þvi leyti sem 
atkvæði féllu á móti Þorlefi i heimspekideildinni. Byrgir 
Thorlacius undi hið versta við þenna úrskurð, og það 
leiddi til þess, að hann skrifaði háskólaráðinu bréf það, 
iBeni fyrr er ura getið, og Jens MöIIer skrifaði hann ann- 
að, sem prentað er hér fyrir aftan. Má af þvi sjá, hve 140 Um Þorleif Oaðmnndsson Repp. [Skiniir 

þungt Byrgi féll þetta mál, að hann hefir við orð að segja 
sig úr háskólaráðinu. Hið fyrr nefnda bréf þykir, þv£ 
miður, of langt til þess að prentast hér. 

Svo lyktaði þá þetta mál, en metinn var Þorleifur 
jafnan siðan sem magiater artium, hvar sem hann fór. 
Síðar rceir, er Þorleifur var aftur kominn til Kaupmanna- 
hafnar úr Skotlandi, leitaði hann að fá rétting sinna mála, 
en H. C. Orsted, sem var rektor háskólans 1842, synjaði 
honum jafnvel um endurrit af skjölum þeim, er máiið 
vörðuðu, og Þorleifur bað um, öðrum en sjálfum úrskurði 
yfirstjórnar háskólamálanna, er hann gat eigi skorazt 
undan að senda. Og 1845 synjar háskólaráðið Þorleifl 
um að veita meðmæli sin með þvi, að honum yrði þá veitt 
meistaranafnbótin. (Þessi bréf eru i skjalabögglum Þorleifs). 

Meðan þessu fór fram, var Þorleifur á förum úrDan- 
mörku. Svo var mál með vexti, að yfirstjórn bókasafns- 
merks í Edinborg á Skotlandi, þess er nefnist Advocates' 
Library, hafði boðið Rasmusi Rask, hinum fræga mál- 
vitringl, bókavarðarstöðu við safnið ; hafði Rask þá enn 
lág laun fyrir störf sin i Kaupmannahöfn. Jafnframt 
hafði bókasafnsstjórnin falið Rask, svo framarlega sem 
hann vildi ekki þekkjast þetta boð, að útvega safninu i 
sinn stað mann, sem hann teldi vel hæfan, einkannlega 
hefði góða þekking á lifandi málum, því að hörgull væri 
á slikum mönnum i Skotlandi, þeim er völ væri á til 
þessa starfs. Rask þá ekki boðið, enda varð hann um 
það leyti eða skömmu síðar prófessor við Kaupmann»v 
hafnarháskóla, en i sinn stað benti hann bókasarnsstjórn- 
inni á Þorleif Repp, sem hann taldi afbragð annarra 
manna í tungumálaþekkingu. Sýnir þetta bezt, hverjar 
virðingar Rask hafði á Repp, þótt nokkuð kunni að hafa 
um ráðið ást Rasks á Islandi og góðvild hans við íslend- 
inga. Þorleifur tók þessu boði og var þetta bundið fast- 
mælum fyrir árslok 1825, svo að stöðuna hafði Þorleifur 
fengið áður en dispútázian fór fram. Kjörin voru þau^ 
að Þorleifur skyldi hafa að árslaunum 150 sterlingspund 
(2700 kr.), eins og Rask hafði verið boðið: laun vori* ðkirnir] Um Þorleif Ouömundgson Repp. 14f 

honum greidd þá frá nýársdegi að telja (1B26), og skyldi 
starf hans aðallega fólgið í skrásettiingu, uppröðun bóka 
og þó einnig afgreiðslu og lestrarsalsumsjá, eftir þörfum 
safnsins; þó var staifið veitt honura að eins til bráða- 
birgða, enda talinn undirbókavörður (eða assistant keeper, 
svo sem Bretar kalla), svo að yfirstjórn safnsins gat vikið 
honum frá staifinu, þegar hans þætti ekki lengur þörf. 

Þegar lokið var dispútáziunni, fór Repp úr Kuup- 
niannahöfn til starfs sins í Edinborg; fór hann um Hamborg, 
Kotterdam og Lundúnaborg. í Edinborg dvaldist hann 
nú það, sem eftir var vetrar og fram á sumarið; en fekk 
|>;i tveggja mánaða oiiof til þess að bregða sér til Dan- 
merkur og vitja konuefnis sins, er hann þá gekk að eiga; 
var kona sú dönsk, Nieoline Petrine Thestrup að n.ifni 
{sjá Erslevs Forfatter-Lexicon, Supplement). Engi deili 
kann eg á þeirri konu, en margt göfugra manna og 
merkra hefir verið i Danmörku með þessu nafni (Thesti up); 
þá rækt sýndi hún föður Þorleifs, að hún skrifaðist á við 
bani), þótt hann væri henni ókenndur, svo sem sjá má i 
í bréfum síra Guðmundar, þeim er fyrr var getið. Svo 
■' segir Mattias skáld Jochumsson, er sótti þau hjón heira, 
þegai- hann dvaldist fyrst i Kaupraannahöfu, að kona Repps 
hafi verið fyrirmannleg og prúð að sjá, og þó smávaxin. 
tíörn nokkur áttu þau saman. Eru tvö þeirra — ef fleiri 
hafa verið — nefnd i stúdentatali Brynjólfs kaupmanna 
Benedictsens (i Lbs. 394, 4to, við nr. 119), dóttir og sonur; 
er dóttirin nefnd þar Rósa Anna Elisabeth Saga (er fyrsta 
nafnið móðurnafn Þorleifs), en sonurinn Skarphéðinn. En 
€igi er mér neitt kunnugt um þau annað, og eigi hafa 
aðrir getað frœtt mig neitt um þau, þeir er eg hefl til 
spurt og líklcgastir voru til að vita eitthvað um þetta. 

Í Edinborg dvaldist Þorleifur nú um 1 1 ára bil. Auk 
bókavarðaratarfsemi sinnar vann hann ýmislegt annað, 
þvl að alla ævi var hann iðjuraaður raikill. Hann raun 
hafa fengizt nokkuð við tunguraálakennslu, en þó raest 
við ritstörf. Liggur eftir hann hinn raesti fjöldi ritgerða 
ýmislegs efnis i enskum og skozkura timaritum á þessum 142 Um Þorleif Oaðmandsson Repp. [Skirnir 

tíma og yrði þær hérfof langt upp ad telja (sjá Erslevsi^ 
Forfatter-Lexlcon og Suppleraent). Stóðu honum opin hin' 
merkustu timarit og blöð Breta, svo sem Moming Heraldj. 
Blackwoods Magazine, Scottish Litterary Gazette, The CaU' 
donian Mercury o. fi. Auk þess ritaði hann greinir í al- 
fræðiritin Penny Cyclopedia og Encyclopedia Britannica 
(um bókmenntir Dana i greininni »Denmark«). Lýsti 
það sér hér i, hve Þorleifur var ákaflega fjölfróður og 
viðlesinn. 

Eigi hafði Þorleifur verið lengi i Skotlandi áður en* 
hann fekk mikið orö á sig fyrir lærdóm. Rekið hefi eg 
mig á það oftar cn einu sinni, að ýmsir eigi óraerkir rit- 
höfundar brezkir leituðu ráða til hans. Og svo slyngur 
latinumaður þótti liann þar, að ósjaldan voru til hans 
sóttar leiðbeiningar um réttan rithátt og setningaskipan í» 
latinu af mönnum, sem taldir voru prýðilega lærðir menn. 
Þessi ár saradi Þorleifur alllanga ritgerð: A historicai 
treatise on trial by jury^ wager of law and other coordinate 
forensic institutions , formerly in use in Scandinavia and in 
Jceland, — þ. e. söguleg ritgerð ura kviðdóma á Norður- 
löndura, saraanburður og fyrirkomulag þeirra, rakið eftir 
hinura fornu lögbókum Svia, Norðmanna, Islendinga og: 
Dana og siðan saga þeirra frara eftir öldum. Þetta rit 
kora út i Edinborg 1832. Þetta þótti allraerkt rit og var 
skömrau siðar þýtt á þýzku (gefið út i Freiburg 1835); 
hlaut Þorleifur lof i þýzkum blöðum, enskum, frakknesk- 
um og dönskum fyrir ritið. Síðar raeir varð þó cinn- 
þýzkur raaður til þess að finna að ritinu, en lítt raun það- 
hafa verið með rökum. Þá fekkst og Þorleifur þessi árin- 
allrojög við að þýða á ensku þýzk guðfræðirit alUöng 
(sjá Erslevs Forfatter-Lexicon og Supplement), og fekk 
sæmileg ritlaun fyrir. Auðvitað raun hann hafa tekið- 
þær þýðingar að sér til þess að bæta kjör sin, en jafn- 
framt sýnir þetta, hvert traust bóksalar báru til hans i 
meðferð enskrar tungu. 

í þekkingu íslenzkrar málfræði og fornfræði bar Þor- 
leifur mjög af öðrum sinna samtimismanna, og þegar hannt Skirnir] Um Þorleif GuömundssoQ Repp. 148^ 

rítadi íslenzku, þá skar orðbragð hans sig mjög úr og var 
ólikt þvi, 8cm aðrir menntamenn islenzkir rituðu i þh daga^ 
Málið var hjá honum hreint og fágað, hugsunin ákaflega 
skvT og akipuleg, en orðalag og orðaval jafnan fært til 
hin8 forna máls, eigi ósvipað þvi, er Gi8li 8kólakennari 
Magnússon ritaði siðar. Þorleifur hafði, svo sem dður er 
tið, d háskólaárum sínum þýtt Laxdæla sögu á latínu^. 
^i auk þess þýddi hann þá og A dönsku ýmsar af forn- 
sögum vorum og þó einkum þáttum; birtust þær þýðing- 
ar i timaritunum ^Damk Minerva* og »Tilskueren«. Auk 
pf'ss ritaði hann þá greinir um fornbókmenntir vorar i 
Xyeste Skilderie af Kiöhenhavnt og 'Lidskjalfc, ritdóma o. 
ti. Það segir sig sjálft, að i þessum fræðum varð Þor- 
leifur eins kouar æðstiréttur i Skotlandi, og i timarit skozk 
og ensk skrifaði hann ýmislegt um þessi cfni, þó einkum 
í » Archœologica Scoticat. Þá gerði Þorleifur þann fund, 
or merkur þótti og hann hlaut mikið lof fyrir. Rúnasteinn 
mikili var i Ruthwell, sem þar við er kenndur, og höfðu 
hinir helztu lærdómsmenn á þau fræði með Bretum spreytt 
8ig A því að '•áða rúnarnar, en cnginn getað, svo að hlit- 
anda þætti við skýringarnar, alt til þess er Þorleifur kom 
til sögunnar: hann fekk ráðið letrið á steininum, sýndi^ 
að það var skráð með engilsaxnesku rúnastafrófl, sem við 
I'xeter er kennt, og væri málið sambland af engilsax- 
nesku og norrænu. Þetta telur Finnuv prófessor MagntU- 
8on vera einn þann merkasta fund, er gerður hafi verið, 
lútandi að sameinaðri sögu Xorðurlanda og Bretlands hins^ 
raikla. Finnur ritaði siðar ritgerð um steininn og fylgdi 
fram kenningum Þorleifs (sjá Annaler for nordisk Oldkyndig- 
hed, 1837, sbr. enn fremur vitniaburð Finns um Þorleif,. 
dags. l. febr. 1839, sem finnst í skjalabögglum Þorleifa). 
Árið 1834 voru laus tvö prófessorsembætti við háskól 
ann í Glasgow, annað í latínu og grískn, hitt í lifandl 
raálum. Þorleifur hafði hug á að ná i annaðhvort þess- 
ara embætta, einkum fornmálakennsluna. Urðu þá ýmsir 
vinir hans, höfðingjar og visindamenn með Skotum, sura- 
ir ótilkvaddir, til þess að senda meðmæli sin með þvi, a&^ 144 Um Þorleif Gn&mundBSon Repp. [Skirnir 

Þorleifi yrði veitt annaðhvort embættanna. Þorleifur lét 
prenta suma þessara vitnisburða til þesa að senda með 
umsókn sinni (CeHificates in favouv of Mr. Thorleif Guðmund- 
8on Repp, A. M). Það er ekki neitt smáræðishól, sem 
Þorleifur hlýtur þar fyrir lærdóm sinn, t. d. segir hinn 
nafnkunni maður, Sir William Hamilton, að sú sé skoðun 
sin, að Þorleifur hafi svo víðtæka málfræðaþekking. að 
enginn maður í öllu Bretaveldi koraist þar til jafns við 
hann. Segist hann hafa heyrt hann tala frakknesku og 
ítölsku viðstöðulaust, og lik haldi hann, að þekking hans 
sé í spönsku og portúgölsku og i lifandi málum yfirleitt. 
En í latinu og grísku sé hann frábærlega vel að sér og 
kunni til fullnustu ýrasar Austurlandatungur, einkum 
hebrezku og serknesku. Hann hælir og Þorleifi fyrir geð- 
gæði og prúðmennsku. Saraa vitnisburð bera Þorleifi og 
ýrasir menn, er hjá honura höfðu lært (t. d. Mont-Stuart 
Elphinstone) og segja, að hann sé bæði Ijúfur kennari, 
þolinmóður og laginn. Prófessor John Wilson i Edinborg 
segist engan mann þekkja, er svo margar tungur kunni 
og svo vel sem Þorleifur. Segist hann oft hafa til hans 
leitað til þess að fá skýringar lútandi að grískum eða 
latinskum rithöfundura, og jafnan hafi Þorleifur getað 
veitt úrlausn, hvort sem um skáld, heimspekinga, mælsku- 
menn eða sagnaritara var að ræða. En lifandi tungur 
tali Þorleifur flestar svo reiprennandi sem hann væri inn- 
borinn maður hverrar þjóðar. Þessu likir eru vitnisburðir 
annarra manna. En allt um það hlaut Þorleifur hvorugt 
embættið; raun það bæði hafa orðið honura þröskuldur i 
vegi, að hann var útlendingur, þvi að þeim er metorða- 
leið jafnan örðug i Bretlandi, og enn hitt, að ekki var 
trútt ura, að Þorleifur væri í nokkurri óvináttu við einn 
mann, er raiklu réð við bókasafnið og líklega heflr verið 
leitað til umsagnar um Þorleif. Er og eigi ólíklegt, eftir 
lundarfari Þorleifs, að einhverir fleiri hafi borið kala til 
hans, þvi að geði hans var svo farið, að hann var allra 
manna hreinlyndastur og svo berorður, að nærri hélt 
ósvifni, eigi sizt við þá menn, er mikillátir voru og hon- -^kirnir] Um Þorleif GaðmandBSon Repp. 146 

um þóttu eigi hafa manndóm til að vera það, er þeir létust 
vera. Og af skoðun sinni lét hann aldrei við hvern sem 
hann átti skipti, ef hann hugðist hafa á réttu að standa. 
Slikir menn verða sjaldan vinsælir. 

En nú er að segja frá starfsemi Þorleifs við bóka- 
safnið. Safn þetta (The Advocates Library) er aðalbóka- 
safnið í Edinborg, bókasafn háskólans þar; þótt það sé 
aðallega ætlað lögfræðingum og sé stjórnað af lögfrœða- 
deild háskólans, þá er mönnum almennt þó mjög greitt 
um að fá rit þaðan, og á safnið bækur í öllum greinum, 
þótt það heiti þessu nafri". Safnið er allgamalt og fjöl- 
ekrúðugt. Þegar Þorleifur kom að þvi, hafði það að 
geyma 150000 binda, að því er talið var. Þorleifur hafði 
búizt við þvi, er hann kom að safninu, að hann yrði 
settur til hinna meiri háttar bókasafnsstarfa, einkum 
skrásetningar, þvl að til hinnar einfaldari bókasafnsstarf- 
semi, afgreiðslu og þess háttar, var litil þörf að sækja 
mann til safnsins i önnur lönd. En þessi von brást Þor- 
leifi algerlega. Hann var fyrst settur i það verk að skrifa 
upp bókaskrá safnsins, og það oftar en einu sinni, og af- 
greiðslu var hann látinn hafa á hendi, þegar einhvern af- 
greiðslumannanna vantaði. Síðar var honum falin afgreiðsla 
og umsjá með sögudeild safnsins og enn þar við aukið 
lagadeildinni. Var Þorleifur allóánægður yfir því að sinna 
svo óveglegum störfum, er honum þóttu, og ritaði yfir- 
stjórn bókasafnsins bréf um það. Var honum þá fyrst 
falið á hendur að skrásetja bókasafn þýzks manns nokk- 
ure, er safnið hafði keypt, og siðar sams konar safn spán- 
verskt, og raða þeim viðaukum upp i hillur. Þá gerði 
og Þorleifur skrá yfir Norðurlandahandrit þau, er safnið 
átti, sem fiest munu hafa verið komin frá Finni prófessor 
Magnússyni. 

En eigi hafði Þorleifur lengi verið við safnið, áður 
en greinir urðu með honum og yfirmanni þess, dr. David 
Irving. Þorleifur þóttist vera settur til minni háttar starfa 
en um var samið, en dr. Irving kvað hann illa gegna 
J)eim störfum, er honum var trúað fyrir, og óhlýðnast 

10 146 Um Þorleif Guðmnndsson Repp. [Skírnir- 

fyrirmælum sínum. Þorleifur hafði og dæmt um ritvert 
eitt, er dr. Irving sá um, i blaði einu skozku og eigi orðið 
sammála honum um surat. Enn hafði og Þorleifur borið' 
nokkur ummæli dr. Irvings, er hann hafði haft um annan 
mann i viðurvist Þorleifs og til kala leiddu. Ber Þor- 
leifur dr. Irving illa söguna i bréfum til föður síns, þykir 
hann lítt lærður og þó mikill af lærdómi sínum. En lík- 
legt er, að Þorleifur hafi hér, sem oftar, ekki kunnað- 
stjórn geðsmuna sinna og gert að tilfinningamálum það,. 
er í upphafi voru smámunir einir, vegna ofurkapps síns 
og vanstillingar. Lenti nú i kærumálum milli þeirra dr. 
Irvings og Þorleifs og komu til gerðar yfirstjórnar safns- 
ins. Lá við, að Þorléifi yrði vikið frá starfinu, og kvað^ 
yfirstjórnin það ærið til saka, að forstöðumaður safnsins 
væri óánægður með hann og starfsemi hans, þótt ekkert 
hefði hann til saka unnið. En þó var honum sýnd sú 
linkind, raest vegna þess, að hann var útlendingur, að 
hann fekk að halda starfinu til bráðabirgða, og var það 
síðan endurnýjað og honura haldið enn ura nokkur ár við 
safnið. Þeir, sera nánara vilja kynnast þessu efni, geta 
lesið Report of the Committee appointed hy the Faculty on 
24th January 1829 to inquire into the mattcrs stated in 
Mr. Repp's Memorial, sem prentað er í Edinborg 1829, og 
sömuleiðis Statement to the Faculty of Advocates, hy Thorl. 
Gudm. Repp . . ., prentað saraa staðar 1834. Það er auð- 
skilið raál, að Þorleifi gat tæplega verið vært við safnið,. 
þess að hann væri til lengdar í fjandskap við forstöðu- 
raann þess. En er Þorleilur hvarf úr Edinborg, fekk 
hann sarat prýðilegan vitnisburð bæði frá lögfræðadeild- 
inni og yfirstjórn bókasafnsins, þótt ekki hefði hann beiðzt 
þess, og er honura hælt þar bæði fyrir verðleika í þarfir 
bókmenntanna, fyrir starfserai sina, sem honura var trúað 
fyrir, og mjög vandaða breytni. Þar raeð fylgdu og raeð- 
^æli frá nærfellt 200 hinna raest metnu lögfróðra em- 
bættismanna og lögfræðinga. Þetta, sera hér segir, er 
tekið úr vitnisburðarbréfi frá Finni prófessor Magnússyni, 
dags. 1. febr. 1839, þvi að sjálf meðmælin hefi eg eigi séð.. Skírnir] Um Þorleif GaömandBson Repp. 147 

í septembermánuði 1837 fluttist Þorleifur alfarinn úr 
Edinborg eftir 11 ára þarvist. Var honum bæði fyrr og 
BÍðar allt það kærast, er brezkast var, og kemur það víða 
fram, og mjög sömdu þau hjón sig að siðum Breta jafnan 
í hýbýlum og öllum viðtökum og viðurgerningi innan 
gátta. 

Þorleifur settist nú að i Kaupmannahöfn og átti þar 
siðan heima, það seni eftir varjævinnar. Gaf hann sig 
mest við kennslu og varð gotr til lærisveina, sem við 
mátti búast, svo frægur tungumálamaður sem hann var; 
bar og eigi á vanstillingu hans, er hann kenndi, og svo 
segja margir, að þá hafi hann verið manna Ijúfastur. 
Sama ár sem Þorleifur settist að í Kaupmannahöfn fekk 
hann leyfi til þess að halda fyrirlestra við háskólann þar 
um enska tungu og bókmenntir. Hann vildi verða lektor 
við háskólann í þessum fræðum, en eigi var þeirri ósk 
hans sinnt, þótt oft færi hann þess á leit og margir hinna 
merkustu manna væru því fylgjandi. Mun það eigi hafa 
lítið spillt fyrir honum, að hann gerði alla tíð mjög lítið 
úr hinni dönsku þjóð og fann Dönum fátt eða ekkert til 
ágætis; eru margar sögur til um meinleg orð hans og 
ummæli í garð Dana, en eigi hirði eg að greina neitt 
þess konar hér. Þess gætir og eigi i ritum Þorleifs ; jaf nan 
er hann minnist á Dani i riti, ber hann þeim vel söguna, 
og telur Danmörk fósturjörð sina. Danskur var og sá 
maður, er Þorleifur mat mest allra manna, jafnan er 
hann minntist hans, en sá maður var Easmus Rask. Þetta 
má þó ekki meta til sleikjuskapar hjá Þorleifi, þvi a5 
flestum mönnum var hann kröfuharðari til Dana um sjálf- 
stæðismál Islands, er hann tók að gefa sig við þeim mál- 
um, svo sem síðar segir. 

Eigi vildu og heldur stjórnarvöld Dana, þau er hlut 
áttu að raáli, veita Þorleifl uppreisn fyrir meðferðina á 
honum i dispútáziu hans fyrrum, þótt hann æskti þess, sem 
fyrr segir. En löggiltur túlkur varð hann i enska 
og þýzku í Kaupmannahöfn 12. december 1839 og hélt 
þvi starfi upp þaðan. Hafði hann drjúgar tekjur af þvi^ 

*10 148 Um Þorleif Goðmnndeson Repp. [Skirnir 

mest vegna þýðinga á þessi mál, er honum voru á hend- 
ur fólgnar, þeirra er mikið þótti undir, að vandaðar væru. 
Kennslu hafði hann og á hendi við ýmsa skóla i Kaup- 
mannahöfn, og frá 1. nóvbr. 1843 varð hann fastur kenn- 
ari við Det practiske Handels-Academi þar Þessi ár fekkst 
hann og nokkuð við útgáfu kennslubóka. Hann þýddi og 
jók hina dönsku málfrœði Rasks á ensku; var hún siðan 
mest notuð við dönskunám í Bretlandi. Lestrarhók i ensku 
(English stories) gaf hann út, og urðu þrjár útgáfur af 
henni. Orðahók á ensku og dönsku gaf hann út 1845 með 
manni þeira, er Ferrall hét. Þótti sú orðabók góð á þeim 
tima, og kom siðar út 2. útgáfa hennar. Arið 1852 gaf 
hann út úrvals-kvæðasafn enskt með skýringum á dönsku 
neðanmáls (Select poems). 

Yfirleitt hné viðleitni Þorleifs mjög i þá átt að breiða 
út i Danmörku þekking á enskri menntun og menningu, 
og varð honum töluvert ágengt i þessu efni. Hann lét 
sér ekki nægja að vekja þekking Dana á tungu og bók- 
menntum Breta, heldur ritaði hann tíðum í dönsk blöð um 
framkvæmdir Breta i verklegum efnum, húsagerð, heil- 
brigðismál, endurbætur i akuryrkju o. fl., og varð þannig 
að nokkru leyti til þess að efla nánari sambönd og sam- 
göngur milli Dana og Breta, er síðar leiddu til hinna 
miklu verzlunarviðskipta, er Danir tóku að hafa við Breta 
og hafa haft. 

Hinum æðri málfræðivísindum sinnti Þorleifur þar á 
móti litt þessi ár, enda mun hann lítt hafa haft tíma til 
þess sökum annrikis við kennslu og áhuga á almennum 
málum. Þó kom út frá honum rit, er rekur saman ung- 
versk orð og norræn (Dano-magyariske Optegnelser^ Kh. 
1843). Nokkuð ritaði hann og um norræna fornfræði og þýddi 
islenzk fornrit (í Memoires de la Société Royale des Antiquaires 
du Nord, Antiquarisk Tidsskrift og Annáler for nordisk 
Oldkyndighed og Historie). 

Þorleifur var mjög svo eindreginn í skoðunum og lá 
ekki á þeim; hann var og framfaramaður mikill og trú- 
aður fast á umbætur mannkynsins. Því var ekki að undra, Skirnir] Um Þorleif Ga&mandsson Repp. 14^ 

þótt hann hefði hug á almennum málum og gæfl sig við 
þeim. Jafnvel meðan hann var i Edinborg hafði hann í 
huga að gefa út dagblað og sendi út boðsbréf um það 
(lb29). En ekki varð þó af þessu fyrirtæki. En er Þor- 
leifur var aftur kominn til Kaupmannahafnar, tók hann 
ásamt öðrum störfum sínum að gefa sig við blaðamennsku. 
Var hann um tíma ritstjóri blaðs þess, er »Dagen* hét 
(1838), og samdi hann blaðið mjö^- að hætti brezkra blaða. 
Siðan ritaði hann jafnan drjúgum i ýmis dönsk blöð. 

Árið 1848 er raerkt ár i sögu Danraerkur, sera ann- 
arra þjóða. Þá gekk sú alda um Norðurálfu, er losaði um 
margt það, er lengi hafði staðið, og skolaði burtu, en bar 
með sér nýjar hugsjónir um stjórnarfar og mannfrelsi. 
Munu þeir þá hafa verið fáir raenutaðra raanua eöa þeirra, 
er nokkurn þroska höfðu, er raeð öllu hafi verið ósnortnir 
af hinum nýju straumura. Það raá liklegt þykja eftir 
lundarfari og tilfinningaraagni Þorleifs, að hann hafi þá 
og eigi setið aðgerðalaus, enda var svo eigi. Hann tók 
þá að gefa út blað það, er hann nefndi *Tiden*, vikublað, 
er út komu af 51 tölublöð (fn'i 25. oktbr. 1848 til 19. jan. 
1850). Lagði hann þar Dönura raörg ráð og viturleg ura 
fyrirkoraulag stjórnskipunarbreytingar þeirrar, er þar stóð 
þá fyrir dyrura. Þá saradi hann og lét gefa út sérstak- 
lega fi'umvarp að stjórnskipunarlögum handa Danmörku. 
Hnigu tillögur hans allar mjög að því að haga stjórninni 
eftir grundvallarreglum stjórnskipulags Englacds, þesa 
lands, er hann taldi fyrirraynd annarra að stjórnarfari. 
Um þetta leyti mun og Þorleifur hafa þýtt rit MacCuUochSy 
Om Ejendoms Ai'o, er viða keraur inn á svið stjórnraála,. 
en eigi kora það út fyrT en 1852. 

ísiand fór ekki varhluta af frelsishræringura þeim,. 
er skóku Norðurálfuna 1848. Má árfæra til þeirra hrær- 
inga fuUa viðleitni íslendinga til þess að ná aftur sjálf- 
stæði sínu, þótt aðdragandi væri nokkur, og alþingi værl 
áður endurreist. Urðu velflestir hinna yngri íslenzkra 
menntamanna, þeirra er þá voru i Kaupraannahöfn, á eitt 
band snúnir ura sjálfstæðiskröfur þjóðarinnar, og urðu 160 Um Þorleif GoömnndBsoii Repp. fSkirnir 

oddvitar þeirra i þeim málum Brynjólfur Pétursson og 
Jón Sigurðsson, báðir vænlegir forustumenn, svo sem siðar 
reyndist til hlítar um hinn siðar nefnda, en eigi var minna 
traust borið til hins fyrr nefnda, þótt aldur entist honum 
eigi til fyllinga vona þeirra, er menn báru til hans, En 
hinir eldri íslenzku menntamenn, er þá voru í Kaupmanna- 
höfn, höfðu allt hægara um sig, allir nema Þorleifur Repp. 
Hann fyllti þegar flokk þeirra Islendinga, er fyllstar kröf- 
ur gerðu til handa þjóð sinni um sjálfstæöismál hennar, 
Og eigi fór hann dult með skoðanir sínar, svo sem að 
likum réð eftir skapsmunum hans. Fram að þessu hafði 
Þorleifur lítt gefið sig við Islandsmálum, enda þá og eigi 
verið þess umkominn, er hann var i Skotlandi. En er 
hann var aftur seztur að í Kaupmannahöfn, hafði hann 
mikil mök við íslendinga og tók þá að gefa sig við mál- 
um þeirra, bæði i bókmenntafélaginu og slikt hið sama að 
almannamálum, sem líklegt mátti þykja um svo ramþjóð- 
legan og einbeittan mann. Þessi ár (1840—1850) höfðu 
Islendingar mjög hug á þvi að losa höft þau, er á verzl- 
uninni hvildu, og stóð Þorleifur framarlega i þeira flokki. 
Þvi er sú saga, að 1849, er Páll amtmaður Melsteð skyldi 
fara með umboð konungs á alþingi, en varð afturreka þri- 
vegis til Kaupmannahafnar, er hann vildi halda til ís- 
lands, sagði Þorleifur við hann, þegar hann varð aftur- 
reka hið fyrsta sinn: »Fátt muntú þarflegt haft hafa í 
fórum þínum, er landvættir blésu svo móti þér«. Segir 
Þorleifur sjálfur frá þessu (sjá Tiden, 45. tölubl., bls. 180, 
sbr. og Sunnanfari, I. árg. bls. 57). Og eigi hafði Páll þá 
verzlunarfrelsið meðferðis, segir Þorleifur enn fremur. 

Eftir að konungaskipti voru orðin i Danmörku, Krist- 
ján VIII. fallinn frá, en Friðrekur VII. tekinn við, væntu 
íslendingar bráðari áheyrslu við sjálfstæðismálum sinum, 
enda hét og stjórnin góðu uni í bréfum sinum og lét efna 
til sérstaks þjóðfundar, er hafa skyldi til meðferðar frum- 
varp um stjórnarfar landsins. Þorleifur hugðist eigi mega 
hjá sitja, er þessum málum yrði ráðið til Jykta, og réð af 
að bjóðast Árnesingum fulltrúi á fundinn. Ritaði hann rSkirnir] Um Þorleif Ouðmandsson Repp. 151 

þeim bréf, er prentað var. Er það bréf svo merkt og 
€inkennir svo vel skoðanir Þorleifs, eigi siður en meðferð 
hans á islenzkri tungu, að vert mundi hafa verið að prenta 
það hér allt i heild sinni, en rúmsins vegna verða að eins 
teknir hér upp kaflar úr þvi, upphaf og endir. Munu 
þeir þá enn hafa verið allfáir íslendingar, cr töldu til rétt- 
inda til handa þjóðinni samkværat gamla sáttmála, en svo 
er þá mikill frelsismóður Þorleifs, að minna þykir honum 
'€igi við hlítanda. Svo segir i bréfinu: 

Heiðrsmönnum i Repp enum Ytra olc Eystra, á Skeiðum ok í 
Flóa ok Ölveri, í Biskupstúngum, Grimsnesi, Grafningi, Þingvalla- 
sveit ok Selvági ok öllu Arnesþingi sendir Þorleifr Guðmundsson 
úr Repp enum Ytra kveðju Guðs ok sina með þeim tilmælum, er 
hér fylgja. 

Frelsi þat, er Forfeðr vorir týndu á þrettándn öld, hefir nú guð- 
lig forsjón eptir 600 ára fært oss aptr, ser til dýrðar, en oss til ham- 
Ingju. Vart þyckir mt'r at kalla megi, at mannligr kraptr eigi lut i 
■endrburði Frelsis 4 Islandi; þat hefir komit ókallat, svo sem dagr fylgir 
heimboðslaust gaungu sólar; en væri þó vel, at ver veittim viðtökur sem 
beztar svo göfgum ok ágætum höfðingja sem Frelsit er; ok nú fýsir mik 
mjök, góðir Bræðr, eptir þrjátigi ok sex ára útivist, at fylla Yðvarn 
ilokk, er þer fagnit höfðingja þessum, ok sjá yfirbragð Islands ens aldna 
við atkomu hans, ok berr mér svo fyr sálarskjáinn, þótt ek sé i fjarska 
Btaddr, sem heldr birti yfir íngólfsfell ok Hostfjall, en niðr sé raddfegri 
•ok glaðværri i Þjórsá, énn verit hefir um sex aldirnar seinni. Nú þótt 
»ek vænta þess af Yðvarri mannúð ok bróðurdygð, at þér vildit láta þat 
«eptir mér at vera í Yðrum flocki á slikum hamingju degi, þá kemr mér 
«igi á óvart, at margir spyrji: „Hvat selr þú fram i sumblit, er Frelsi 
skal fagna?" ok er einsætt at svara þeirri spurninga með athygli ok 
einurð. 

En til þess at ek mega vera með i sumblinu, vilda ek beiðaz þess 
af Yðr, Árnessþíngsmönnum, at þer visit mör til Sœtis, ok eru þat 
aðal-tilgaung þessa brefs, at beiðaz Yðvarra atkvœða til þess at ek mega 
i& Sœti & Þjóðfundi enum næsta fyrir Yðra hönd. 

£igi berr til beiðni minnar þessarar ein saman einþyckni min, með 
þvi nockrir landar vorir hér i Höfn hafa farit þvi á flot, at ek skylda 
beiðaz fnlltrúa sætis, cr þeir vænta þesð af mér, at ek muna i nockrum 
^einum efla rétt mál ok sönn. Amstri þvi gjörvölln, er Ðanir hafa haft á seinni öldnm i lagaset- 
ningam fyrir ou, vil ek at yé/ léttim meö ölla af höndum þeim ; ok alla 152 Um Þorleif (^aðmaDdsson Repp. [Skirnir' 

LandsBtjórn ok alla Lýðsmentun vil ek efla á íslandi sjálfn; en Ðana Kon*- 
nngr staðfcsti öll íslands lög, er Alþingi setr, en hlýði þó ráði Yaids- 
manns á íslandi, hvort sem hann skal kalla Lögmann eða Jarl. 

Af þessam orsökam mun ek þat til leggja, að nýta vel vor en- 
fornu lög, og gœta þess hvervetna, hverjar la^abætr Englar hafa sett á 
seinni öldum, og hvat af þeim hefir leiðt á þeim eyjum, sem oss eru 
uæstar; ok vœntir mik, at lög þau öll er vér setjam i slikum anda, muni 
lúta til eflingar Frelsisins og staðfestingar þess. Nú virðiz mí-r svo, 
sem Yðr muni skiljaz, góðir Bræður, hvern veg ek muna atkvæði gefa, . 
ef ek em kjörinn fyrir Yðra hönd. Frelsi kref ek fullkomit um trú ok 
ræðu ok skript ok mannfundi ok kaupverzlun ok alla þá luti, er íslend- 
ingar höfðu fullt Frelsi i fyrir árit 1260; þó at óskerðri vorri hollartu 
ok trygð viðr enn göfga Dana Konúng FRIDREK ENN SJÖUNDA, er 
ek vænti þess, með fullri vissu, at hann haldi til fulls GAMLA SATT- 
MALA Noregs Konúnga við oss. 

Nú bið ek Guð vera með Yðr, ok öllum oss, ok stýra vorum mál- 
efnum gjörvöUum sér til lofs, en oss til heilla, i naíni Jesá Cbristi. 

Skrifat í Kaupmannahöfn, á Mikjálsraessu-aptan, þá er liðnir vora- 
frá holdguu ok hingatburdi vors herra Jesú Christi átján hundrað ok- 
fjórir tigir vetra ok niu vetr. 

Þorleifur var kosinn af Árnesingum fuUtrúi á þjóð- 
fundinn, en eigi sat hann á fundinum og mun heilsufar 
hans hafa hamlað því, en hann var lítt heill hinsiðariár 
ævi sinnar. Þó vann hann enn, svo sem hann mátti, bæði 
að kennslu og ritstörfum; fátt kemur þó rita út eftir hann' 
héðan af. Þó má geta þess, að nú rifjaði hann enn upp- 
aftur fornan lærdóm sinn i læknisfræði og ritaði eða þó 
þýddi kver um varnir gegn kóleru og annað um smá- 
skam mtalækninga r. 

Ein er sú hlið bókmenntastarfsemi Þorleifs^ sem eigi 
hefir enn verið vikið að, en það er kveðskapur hans. En 
þar af er það skjótast aö segja, að meir orti hann af lær- 
dómi en andagift, enda mun hann lítt hafa haldið á lofti 
kveðskap sínum og eigi hafa hugað til mikils metnaðar 
sér til handa fyrir afrek sin í þeirri grein. En allra 
manna var Þorleifur næmastur fyrir því, er vel var kveð- 
ið, og þaulfróður um skáldskap og bókmenntir allra þjóða. 
Margt er til tækifæriskvæða cftir hann á ýmsum tungum,. 
ensku, dönsku, islenzku, latínu og jafnvel grisku. Fátt er i Skirnir] Um Þorleif Oadmundðion Repp. 168 

prentað eftir hann af kvæðura ; þó eru af íslenzkum kvœð- 
um »Landaví8ur« prentaðar í 9. krg. FjölnÍB og i 
Snót, og »Epigrömm« (snúin og eftir stæld á islenzku 
eftir griska textanum i dr. Wellesleys Anthologia poly- 
glotta), sem Jón Sigurðsson lét gefa út eftir Þorleif látinn 
(1864). í Landavisum Þorleifs ber þó sumt vott um skáld- 
legar sjónir eða hugsjónaafl. Til dæmis skal hér sett 
þetta erindi ura Island: 

Grænom lauki gróa túnin; 
Gyllir sóley hliða sillor; 

Færa vikr flyðro á vári: 

Fuglar syngja i Trölladyngjora; 

Sauðir strjálast hvitir ura heiðar; 
Hossar laxi straurar i fossi; 

Bella þrumor á brúnom fjalla; 
Blár es hifinn, snarpr es Kári. 
Rit Þorleifs eru talin upp i Erslews Almindeligt For- 
fatter-Lexicon og Supplement og enn vendilegar i Rithöf- 
undatali Jóns Borgfirðings (handritasaf n JS. 103 —106, 4to., 
II: 3, þó verður að nota þá skrá raeð varkárni). 

Hin síðari ár œvi sinnar var Þorleifur litt heiU og 
banalega hans varð löng, en hann andaðist 4. deceraber- 
dag 1857. »Þegar hann var úthafinn, voru íslendingar 
margir viðstaddir. Enski presturinn í Kaupraannahöfn 
hélt ræðu yfir kistu hans, og íslendingar sungu »AIIt eins 
og blómstrið eina« og tvö vers úr Passiusálmunum, »En 
með þvi út var Ieiddur« o. s. frv., svo að hann var sein- 
ast kvaddur á tungu þeirra þjóða, er hann unni mest 
allra. Siðan báru íslendingar hann í kapelluna«, Hólms- 
kirkjukapellu, en þar var lik hans geymt ura veturinn. 
Hafði hann fyrir dauða sinn gert þá ráðstöf un, að lik sitt 
yrði flutt til Reykjavlkur, svo að hann fengi að hvila 1' 
skauti ættjarðar sinnar (Sveinn Skúlason i 6. árg. Xorðra, 
bls. 23—24). Þessari ósk hans var framfylgt, »og það á 
þann hátt, sera hann mundi helzt hafa æskt i lifanda lífi, 
að koma til Islands meö hinui fyrstu reglulegu gufuskipa- 
ferö, sem þangað gengur, og koraa við um leið bæði ái tlM Um Þorleií Gaðmandsson Repp. [Skirnir 

Skotlandi og Færeyjum« (Jón Sigurðsson i Skýrslum 
og reikningum hins isLbmf. 1857 — 5 8, bls. 
XX). Hafði Þorleifur þá eigi til íslands komið frá þvi 
að hann sigldi til háskólans 1814. Hann liggur i kirkju- 
garðinum i Reykjavík, en eigi hefi eg getað fundið 
leiði hans. 

Þorleifur Repp á einkennilegra æviferil en flestir is- 
lenzkir menntamenn. Hann heflr verið flestum mönnum 
námfúsari, enda varð hann flestum mönnum fróðari. Hann 
heflr verið meiri tuuguraálamaður en nokkur íslendingur, 
sem uppi heflr verið, og honum heflr verið manna léttast 
um að tala tungur, en sá hæflleiki virðist ekki einkenna 
íslendinga. Heflr honum líkur verið að þessu leyti síra 
Þorvaldur Bjarnarson, siðast prestur á Mel, enda voru þeir 
skyldir að frændsemi, og raunar svipaðir um margt, eftir 
))eim dæmum, sem mér eru sögð af sira Þorvaldi. En ekki 
liggja þó þau ritstörf eftir Þorleif né rannsóknir i mál- 
fræði, sem búast mætti við eftir lærdómi hans, og mun 
liafa um valdið bæði það, að hann fekk ekki geflð sig við 
þeim efnum sakir annríkis fyrir daglegu viðurværi, en i 
^nan stað hafði hann hug á mörgu og lagði alúð við öll 
málefni, þau er hann gaf sig við; dreifðust þvi kraftar 
Jbans. Þorleifur var maður hreinlyndur og einarður, til- 
finninganæmur og tilfinningaríkur, og svo berorður, að 
margir töldu hann ófyrirleitinn í orðum. Mat hann menn 
litt eftir metorðum; varð því frami hans minni, en föng 
voru til. Danavinur var hann litill, og fór eigi dult með, 
lOg oft bituryrtur og meinyrtur í þeirra garð; eru af þvi 
ýmsar sögur, þótt hér sé engra getið. Þorleifur var þó 
jnaður göfugur í lund og hjálpfús og vandaður á allt sitt 
jáð, að vitni Steingrims skálds Thorsteinsons, er honum 
jiynntist, góður smámennum, en þoldi stórmennum illa 
Btórbokkaskap eða hroka, eigi sízt er honum þóttu þeir 
miklast af þvi, er þeir höfðu fátt cða ekki til að bera. 
Hreinn var bann i svip og mikilúðlegur á yfirbragð, sagði 
jSteingrimur, og svipaði mjög til hinna fyrri Rómverja, Sklnur^ Um Þotleif GDÖmandsaoD Repp. 155 

þeirra er vér höfum myndir af. En síra Mattias Jochums- 
8on segir hann mjög hafa haft þá. háttaemi, sem tíðum 
þykir einkenna visindamenn. Sparneytinn og hófsamur 
var hann hversdaglega, og samdi sig mjög að siðum Breta, 
«r hann unni mjög; mun hann hafa kunnað vel þeim 
þjóðkosti þeirra, að þeir eru óáleitnir og óhnýsnir á ann- 
arra manna hagi; iðjumaður mikill og- af kastasamur, en 
þó ræðinn og mannblendinn. Víðskyggn og bjartsýnn og 
hvetjandi mjög til framfara. Ættjarðarvinur mikill og 
fyllti þann flokk raanna, er lengst fóru i sjálfstæðiskröf- 
um; »það var honum mest fró í banalegunni að fá að 
heyra, að lik hans mundi geta orðið flutt til íslands og 
hvilt i islenzkri raold«, segir Jón Sigurðsson. Orailda 
>dóma hlaut Þorleifur lifandi og eigi þykir mér hann held- 
ur njóta til fulls sannmælis hjá þeim, er hans hafa roinnzt 
siðan, svo sem dr. Kálund (i smágrein í Bricka: Dansk 
biograflsk Lexikon) og Finnur próf. Jónsson (i sraágrein 
um Þorleif i Salomonsens Konversations-Lexikon), að 
eg ekki nefni sleggjudóm eftir próf. L. Daae (i Mu- 
fleum, Aarg. 1895, Andet Halvbind, bls. 180). Þorleifur 
flegir sjálfur á einum stað (i ritdómi um rit eftir James 
MiUer, The Sibil leaves): »... because truth, 
because uprightness is essentially one, and this virtue 
assumes a similar form and guise in all rainds, that folloAA' 
it and worship it. This praise for trutli and uprightness 
(which I humbly conceive is at all times the highest, 
that can be given to a raan) . . . «. Þessi ást Þorleifs á 
sannleika og hreinskilni einkennir æviferil hans — og 
varð honum dýr að veraldarmati. 

PáU EggeH Olason. Fy Ig isk jal. 

Bréí Byrgis prófessors Thorlacías til Jens prúfessors Möllers (J. 
S. 96, fol.). 

Ðen Reppske Sag er da afgiort. Ðe kan na i fuldt Maal nyde 
4len af Dem tilsigtede Hævns Södhed, og den Sataniske Glæde at have 156 Um Þorleif GaðmandsBon Repp. [Skirnir 

bidraget hvad Ðe kande, til at giöre et askyldigt Menneike ulykkeligt, 
Kon eqaidem invideo. Begyndelsen var furiaisk og saadan blev ogsaa^ 
Enden. At de derved bedrövede den brave P. E. MuUer, og krænkede 
mig, er naturligviis mod biin Glæde et Intet. 

Det har lykkedes Dem, at mislede et Kongeligt Coliegium til at fore- 
trække en det Philosophiske Facultet uvedkommende Persons Votum for 
samme Facultets Stemme-Fleerhed, ligesom og for Consistorii declarerte 
og betydelige Pluraiitet. 

£n saa himmelraabende Forfölgelse mod et dueligt og honet Menneske, 
har rystet mig til det Inderste. Jeg er betœnkt paa, at overlevere Hanft 
Majestæt min Ansögning om at maatte udtrœde af Consistorio. Thi jeg 
har ikke Lyst til 3die Gang, at være Vidne til og blive Gienstand for, 
en CoIIegas Ubluhed. Men skulde jeg inden Ansögningens Indleverelse 
faae Meddelelse om, at det tillader mig at reise. saa unsker jeg heller 
dette, og vil glædes ved snart at kunde drage bort; kun det giör mig 
da ondt istedetfor Agtelse, at skulle medtage slette Tanker om den Mand, 
hvem jeg ved mange Leiligheder har viist at jeg önskede baade at agte 
og elske. Dog disse mine bittre Erfaringer (derom har De, og De först 
overbeviist mig) höre til Verdens Gang. Til Nedstæmmelse af Tonen^ 
i Herr Professorens Votum, maa jeg bemærke, at naar De tale om den 
megen Tak, De hoverer over at have faaet for Universitetets overholdte 
Værdighed (stakkels Universitetl o sancta simplicitas!), saa bedrager De 
Dem mærkelig heri. Af en af mine Colleger har jeg hört den Bemerk- 
ning, da jeg beklagede mig over Deres Opförsel: „veed De da ikke hvad 
odium theologicum betyder?" En anden Collega sagde ret treffende 
„husktír De ikke hvad det Engelske Politi" (parallel med Deres saa 
skiönt paaberaabte Disciplin) „giorde i den Tyrrwhittske Sag, nemlig 
at det först irriterte og forförte til Oprör, og derpaa anklagede og fik 
de saaledes Forförte henrettede?" En Fremmed, som var tilstæde ved 
Acten, spurgde sin Naboe ved Deres Oppositions Begyndelse: „hvad er 
det for en Furie?" Da man sagdet Det er Professor Theologiæ J. M. 
svarede han: „unmöglich!" Hvad Studenterne angaaer, da have de fleeste 
af disse Sandheds og Retfærds Fölelse nok, til at bedömme saadan en 
Furialsk Fremgangsmaade [fra den rigtige Side. — Ifald De ikke veed 
det, saa vil det more Dem, at De fra Disputationens Dato hedder: Katte- 
professoren, fordi De Fastelavns Mandag slog Eatten af Tönden. Men 
De vil maaske ikke troe mig, naar jeg siger Dem, at mange Theologiske 
Studenter forsaavidt gierne have seet, at De ved denne offentlige Leilig- 
hed har prostitueret Dem, da de haabe at det foranlediger at De snart 
Böger og faaer et Bispedömme, thi til at være Professor Theologiæ ved 
Eiöbenhavns Universitet, har De viist at De hverken har Soliditet, 
Sindighed, Værdighed, eller Veltænkenhed, nok. 

Mere end halvsyg efter i Mandags at have læst Universitets-Direc- 
tionens afgörende Brev Repps Sag angaaende, har jeg siden af Græm- Skirnir] Um Porleif GaömuDdtson Repp. 157 

melie ingen Nat kandet sove, og ingen Ðag nden bitter Fölelse kandet 
iorrette mit Embede, ligesom jeg formedeUt rystende Haand næsten Intet 
aelv har kandet skrive. Taales slige Uverdigheder begaaede af saa- 
kaldte dannede Mænd, tœnkde jeg, hvad arbeider man da for? Hvad 
redelig Flid opbygger, nedriver Partiaand. En rotskaffen Vandet, en 
god Samvittighed beskytter ikke mod nedrig Chikane, og lamsk anlagt 
UndertrykkeUe. Dog det sidstes natarlige Straf vil ikke adebiive. leg 
1)eelattede i Tirsdaga at skaffe mig Lottelse, ved at nedsætte paa Papiret 
■og bringe til Klarhed Momenteme af denne Sag. leg vilde at denne 
•Oplysning skalde giemmes i Consistorii Copiebog, som et Act-Stykke for 
Fremtiden om en ahört Fremgangsmaade. Men da den Onsdag^-Morgen 
ileveredes Referendarias, kom denne til mig og beklagede sig over det 
^am nbehagelige i, at skalle oplæse det i Consistorio. leg er mig be- 
▼iidst aldrig i mit Liv at have med mit Vidende bedrövet noget Men- 
neske, naar jeg ikke dertil nödtes, derfor troede jeg at barde skaane 
deone ædle Mand, og tog derfor min Skrivelse tilbage. Da min Hensigt 
ikke var at injnriere, rettede jeg et Par Steder, der efter Professor Bor- 
nemans Forklaring knnde synes saadanne. leg sender Dem herved be- 
-meldte Oplysning indlagt, at De kan være vidende om dens Indhold. 
Mærker jeg at den grasomme Forfölgelse i min og Repps Fraværelse 
▼edvarer, skal jeg foranstalte, at dette Docament, som nu ikke mere 
kommer i Consistorio, bliver trykt. Alt deri er factisk, og jeg tör paa- 
iage mig Ansvaret for hvert Ord i samme, ligesom jeg og har Vidner 
At citere naar Retten dertil opfordrer, for Andres i dette Brev anförte. 

Sknlde nœrværende Skrivelse være Dem nbehagelig, saa betænke 
De, at naar De har krœnket P. E. MuIIer, mig og Repp, fornærmet et 
heelt Facultet, beskiæmmet (Jniversitetet, og forarget de ikke Faa, der 
kiende den paagieldende, saa er Forholdet af min til Deres Haardhed, i 
«lle Tilfælde kun som 1 til 100, og Begyndelsen er animo nocendi giort 
Af Dem. 

Khn. d. 18. Marts 1826. 
B. Thorlacius. 

S. T. 

Hr. Prof. Dr. J. Möller. í^egnskylduYÍnna. Erindi flutt í Stúdentafélagi Reykjavikur 22. jan. 1916, síðar flutt opin- 

berlega i Keykjavik, og ennfremur á Sambandsfundi Ungmennafélaga 

og viðar og þar með dálitlum viðaukum. Háttvirtu tilheyrendur ! 

Það gieður niig innilega, að Stúdentafélagið í Reykja- 
vík hefir enn á ný, eftir nokkurra ára hvild, tekið þegn- 
skyldumálið til athugunar. Eg votta hér með félaginu 
þakkir Dainar fyrir að veita mér færi á að taka þátt í 
umræðunum. 

Þess lengur, sem eg hugsa um þetta mál, þess betur 
finn eg, hve mikilvægt það er og þó um leið alvarlegt. 
Að sönnu er það jafnt sem frá öndverðu bjargföst sann- 
færing min, að fá, eða jafnvel engin, af frarafaramálum 
vorum myndu|hrinda landi og lýð jafn drjúgum og hröð- 
um skrefum áfram til menningar, vegs og hagsælda sem 
þegnskylduvinnan, ef hún væri rétt stofnuð oghagkvæm- 
lega rakin. En i þau liðug 12 ár, sem liðin eru frá þvi 
eg hreyfði þessu máli fyrst, hefir, þvi miður, sortnað yfir 
alvarlegu hliðinni. Eg vil enga dul draga yfir það, að 
min lifandi trú og sannfæring er það, að þvi að eins verði 
þegnskylduvinnan til blessunar, að það sé hennar fyrsta 
og síðasta markmið að veita þátttakendunum sem mesta 
verklega og andlega menningu, en það vaki ekki ein- 
ungis fyrir, að kostnaðurinn verði sem minstur og arður- 
inn af vinnunni sem mestur í svipinn. Auðvitað verður 
að halda spart og gætilega á, og að þegnskylduvinnan 
veiti sem a 1 1 r a mestan arð i framtíðinni. 

Þá skiftir það eigi minna, að sú vakning gæti gripið' Skirnir] Þegnskylduviana. 159^ 

almennt um sig, að menn vildu offra nokkrum vikum 
æfinnar til að starfa eingöngu fyrir ættjörðina, og að þvi, 
að gera sjálfa sig nýtari og hæfari til að vinna framveg- 
Í8 fyrir hana, og sig og sina, með réttari vinnubrögðum 
og verkstjórn og hagkvæmari verkfærum en átt hefir 8ér 
stað hingað til, og á því miður enn. Þessi vakning þarf 
að vera svo einlæg og almenn, að hún geti orðið sá lif- 
steinn, er græði þau eár, er óbhða og hremmingar nátt- 
úrunnar og forsjáleysi forfeðranna hafa bakað voru niður- 
nidda, hrjáða og hrakta landi. 

En svo skiftir ekki minna þegar til vinnunnar sjálfr- 
ar kemur, að hverju eigi að vinna, og hvar eigi að vinna 
i það og það skiftið, og hverjir eigi að stjórna og hafa 
aðalráðin á hendi. Þar má eigi ráða hreppapólitik, sér- 
plægni og eigingirni einstakra manna eða héraða. Valda- 
fíkn og hlutdrægni má ekki ráða fyrir hæfileikum. Sundr- 
ung, fljótfærni og hugsunarleysi má eigi bera ægishjáim 
yfir samúð og góðri samvinnu, og hóflegri og hyggilegri 
framþróun i þessu máli. 

Hvað unnið sé og hvar unnið sé, verður einkum að 
miðast við þau not, er þátttakendur geta haft af vinnunni, 
og þar næst, hvar vinnan getur haft fljótuat og mest gagn- 
semis-áhrif fyrir þjóðarheildina. I^ó verður að gæta sann- 
girni, 8V0 sem unt er, að vinnan komi sem jafnast niður 
á héruðin. 

Alvarlega hliðin kemur fram við umhugsun um það, 
hvort hið framantalda geti átt sér stað eða komist i fram- 
kvæmd. Kvíðinn og vonleysið vaknar, þegar athugað 
er það sleifaralag, sem er á flestu hjá oss. Menn harma 
alt of almennt yfir réttarfarinu i landinu, og þá eigi sið- 
ur yfir Alþingi á síðari timum. Þingin eru sakfeld um^ 
ráðleysi, bruðlunarsemi til hins óþarfa, en vanrækslu á 
því, er mestu skiftir. Þingmenn eru yfirleitt, en þó ekki 
undantekningarlaust, sakaðir um hreppapólitik, sérplægni 
og eigingirni fyrir sig og sina; valdafíkn og metnað, létt- 
úð, meiningarleysi, þekkingarskort og einfeldni. Og þrá- 
sinnis heyrist kvartað um það, að það vanti nægilega *160 ÞegDBkyldavinna. [Skirnir 

sterkan, heiðvirðan kraft, er knýi þingið til að vinna með 
áhuga og alúð fyrir þjóðarheildina, en ekki sig og sína. 
Og svipað er naggið um stjórnar- og framkvæmdarvöldin, 
alt frá Stjórnarráði íslands og niður í hundanefndir og 
-salemahreinsun. 

Eg ætla mér ekki að leggja hér dóm á það, við hve 
mikil rök þetta hefir að styðjast. En eigi dylst mér, að 
á ýmsum svæðum sé ástandið iskyggilegra en æskilegt 
væri. 

Ef likt sleifaralag og hér hefir verið bent til, ætti 
sér stað við þegnskylduvinnuna, þá væri hún betur 
óstofnuð. En nú er það trú margra manna og von, að 
mælirinn sé þegar fyltur. Allir betri menn þjóðarinnar 
hljóta að vakna bráðlega og segja raeð festu: »Hingað og 
ekki lengra«. Þeir treysta pví, að núverandi ástand sé 
að hruni komið, en af rústunum rísi upp vaxandi menn- 
ing og framþróun i öllu, er til þjóðheilla og hagsælda 
horfir. Væri nú þetta annað en tálvonir, sem fylsta ástæða 
er til að ætla, að ekki sé, þá væri hagkvæm ogréttstofn- 
uð þegnskylduvinna ein af hinum bestu lyftistöngum, sem 
vér höfum yfir að ráða. 

Við næstu almennar kosningar til Alþingis verður 
það borið undir kjósendur, hvort þeir vilji, að reynt sé 
að koma þegnskylduvinnunni i framkvæmd eða ekki. 
Þetta er prófsteinn á menningarþroska þjóðarinnar og 
ættjarðarástar og fórnfýsi hennar vegna. En eg er eigi 
hræddur um það, að samþykkið fáist ekki og það með 
miklum meiri hluta. Byggi eg það á þvi, að frá því 
fyrsta hafa mikilhæfustu menn þjóðarinnar verið málinu 
eindregið fylgjandi. Má þar á meðal annara nefnafyrstu 
islenzku ráðherrana, þá Hannes Hafstein og Björn Jóns- 
son, og biskup landsins, Þórhall Bjarnarson, er allir hafa 
opinberlega tjáð sig málinu fylgjandi með áhuga. Og 
Matthias alþingismaður Ólafsson og fleiri mætir menn hafa 
og fylgt þvi drengilega, bæði i ræðu og riti. Og á síðasta 
þingi, þegar málið var enn á ný til umræðu, þávarmik- 
ill meiri hluti með því, þótt svona greindi á um leiðir, og tSkirnir] iÞ«gDskgrMavinaa. 161 

i þann meiri hluta vantadi engan binna nýtustu þingmanna 
aÖ minni hyggju og margra annara. Þá má og getaþess, 
.að flest merkari og áhrifameiri þjóðblöðin hafa verið m&l- 
inu fylgjandi, og siðaat en ekki sizt er það stórvægilegt 
atriði, að margfaldur meiri hluti af »Ungmennafélögum 
íslands* er eindreginn með málinu, einmitt þeir mennirnir, 
sem búast mætti við, að sumir hverir myndu inna þegn- 
•skylduvinnuna af hendi. — Þegar eg hefl hugsað um þetta, 
heflr mér virst i austri roða fyrir nýjum framfaradegi 
þjóðar vorrar og lande. 

Eins og áður er sagt, óttast eg ekki atkvæðagreiðsl- 
una. Eg ber miklu fremur kvíðboga fyrir, að mistök kuuni 
að verða á stofnun og framkvæmd þegnskylduvinnunnar. 
Landstjórn og þingi er mikill vandi á höndum. Mál þetta, 
aem nefna má stórmál, er algert nýmæli. Alla reynslu 
vantar þvi að sjálfsögðu. Sumir hafa við umræður máls- 
ins heimtað rök og áætlanir. En það er eigi sanngjarnt. 
Reynslan ein getur veitt slikt, svo að fullnægjandi sé. En ef 
fyrirtækið er haflð með trú á málefnið og trausti til lands 
•og þjóðar, þá munu þjóðarhyggindin og þjóðarhagaýnin 
færa það fljótt á réttar og farsælar brautir, ef vel- 
vild og áhuga brestur eigi. 

Þó að eg kenni mig, að vonum, eigi mann til að rök- 
;ræða þetta mál og koma frara raeð ábyggilegar áætlanir, 
þá vil jeg þó hreyfa við ýmsu, er sagt heflr verið opin- 
'berlega um málið, og einnig því, er merkir menn hafa 
l&tið í ]jó8 við mig um það. 

Eitt atriði, sem talsvert heflr verið rætt um, er, hve 
lengi þegnskylduvinnan á að standa yflr fyrir einstakling- 
inn. Þegar eg bar tillöguna fyrst fram á alþingi 1903, 
stakk eg helst upp á 7 — 8 vikum. Að sönnu þótti mér 
þetta alt of stuttur timi, en eg þorði þó ekki að ganga 
lengra. Hugsaði eg, að þá yrði þátttakendum þegnskyldu- 
vinnunnar skift niður í þrjá flokka yflr sumarið. Spar- 
aði það um Vs af kostnaði við verkstjóra, starfsmenn, 
tjöld, áhöld, verkfæri, hesta o. fl. Og svo var það Vi 
iléttara á þeim, er vinnuna áttu að leysa af hendi, heldur 

11 162 Þegnskylduvinna. [Sklrnir 

en eftir því, sem nú virðist almennast álitið, að þegnskyld- 
an eigi að vara, 12 vikur, fyrir hvern nemanda. En eftir 
þvi verður nemendum að eins skift í tvo flokka yfir sum- 
arið. Eg vil eigi draga dul á það, að mér væri lengri 
tíminn mun kærari, ef óhætt væri að spenna bogann svo 
hátt, því að á allan hátt væri svo mun meiri not að honum. 
Að visu yrði það í mörgura sumrum erfitt á öllum nyrðri 
hluta landsins að hafa þegnskylduvinnu i 24 vikur. En' 
þó að ótíð sé bg frost i jörðu, má margt gera til undir- 
búnings seinni tiraanum, svo sem fiutninga á efni, grjót- 
upptekt, sprengingar og miklu fleira, og má þar til telja 
likamsæflngar, fyrirlestra og umræðufundi. En þegar ótið' 
hamlar með öllu, þá fellur fraraan af fyrri tímanum, en 
aftan af hinum síðari, og eru þó þátttakendur engu ab 
síður taldir að hafa að fuUu leyst þegnskylduvinnuna af 
hendi. Einnig gæti það komið til athugunar að hafa 
vinnuskeiðið að eins eitt yflr suraarið á norðurhluta lands- 
ins, er byrjaði 15. — 20. raaí. 

Ef þegnskylduvinnunni væri skift niður á tvo vinnu- 
flokka, þá heflr raér helzt hugkværast, að fyrri flokkur 
byrjaði vinnuna 1. maí og endaði hana 24. júh. En síð- 
ari flokkurinn byrjaði 29. júlí og endaði vinnuna 20. 
október. 

Eg býst við, að oft þurfl, að minsta kosti einu sinni 
á surari, að færa sig alllangt til milli vinnustöðva, ef til 
vill úr einu héraði í annað. Ætla eg til þess flutnings og 
svo athugunar og viðgerða á verkfærum, áhöldum o. fl. 
4 daga, milli þess er þegnskylduflokkarnir starfa. 

Heyrst hafa raddir um það, að 12 vikna tími væri 
ofstuttur til þess að æskileg not yrðu að þegnskylduvinn- 
unni. En ef tirainn væri lengdur, þá yrði það rajög til- 
flnnanlegt fyrir raarga þátttakendur, og mjög dýrt fyrir 
landssjóð, ef þeir ættu allir að vinna samtírais, því að þá 
þyrfti að fjölga verkstjórura og öðrum starfsmönnum vi5 
þegnskylduvinnuna um helraing, og að saraa skapi auka 
öll tæki til hennar. Eg sleppi því að ræða meira um- Skfrnir] ÞegnskyldaTÍnna. 16$^ 

þetta og miða áœtlanir minar síðar við ails eigi lengri 
tíma en 12 vikur fyrir hvem vinnuflokk. 

Eg vil geta þess hér, að alls konar misskilningur hefir 
koraið fram hjá sumum með þegnskylduvinnuna. Einkum 
kvað þó ramt að þessu hjá einstaka manni á siðastliðnu 
þingi. Gengu sumir að þvi vísu, að allir ynnu samtímis og 
helzt á einum stað. En með þessu varð þegnskylduvinn- 
an mikið -kostnaðarbákn fyrir landssjóð, og það með öllu 
að ástæðulausu. En svo »kastaði tólfunum«, að sá mis- 
gáningur komst i fyrstu inn i neðri deild, að telja árlega 
til þegnskylduvinnu alla, sem voru á aldrinum 17 ára til 
25 ára. Eða með öðrum orðum, rétta talan var áttfölduð, 
og köstnaðurinn þvi ófyrirsynju átta sinnum hærri en vera 
bar. Á þenna hátt urðu árleg útgjöld landssjóðs til þegn- 
skylduvinnunnar 1.400.000 kr. hjá háttv. þingmanni Dala- 
manna, það er að segja, ef kvenfólk tæki einnig þátt l 
vinnunni. En þegar búið er að deila með 8 i þessa tölu, 
þá verður árlegi kostnaðurinn 175.000 krónur, eftir þeim 
foi*sendum, sem þingmaðurinn bygði á. En fram hjá vinnu- 
arðinum var gengið. 

Þegar búið var á þinginu að laga þessa reiknings- 
meinloku, hélt þingmaðurinn því þó fram, að þetta yrði 
kostnaðurinn fyrsta ár þegnskyldunnar, eins og sjálfsagt 
væri að kalla þegar alla til vinnunnar frá 25 ára aldri og 
niður til 17 ára aldurs. 

Eg vil ekki tefja tímann með því að eyða fleiri orð- 
um að þessu. En i sambandi við þetta vil eg minnast á 
atriði, sem er athugavert og talsverðum vandkvæðum bundið. 
En það er það, að ætið sé talan sem jöfnust, er tekur árlega 
þátt i þegnskylduvinnunni. Það skiftir landssjóð miklu fjár- 
hagslega, og einnig hvað öllum áætlunum við kemur, bæði 
að því er veikstjóra og aðra starfsmenn snertir og allan út- 
búnað til þegnskylduvinnunnar. Meira skiftir þó þátttak- 
endur að mega sem mestu ráða um það, hvaða ár þeir 
vinna, og hvort vinnutimabilið þeir kjósa. Eg tel liklegt^ 
að skútumenn og þeir, sem heyskap stunda, kjósi síðara- 11* 164 ÞegnskyldaTÍnQa. [Skirnir 

vinnuskeiðið, og einnig þeir, sem ætla að gefa sig að síld- 
^rvinnu, en svo fari það eftir atvikura um aðra, neraa 
nárasraenn, sera eigi hafa nema 3 — 4 raánaða sumarleyfi. 
Þá verður að taka á bæði vinnuskeiðin, síðari hluta 
þess fyrra og fyrri hluta hins síðara. Að sjálfsögðu verð- 
ur þó landsstjórnin að hafa óbundnar hendur með skrá- 
setninguna, eftir því sera þörf krefur. En gæta ber henni 
allrar þeirrar nærfærni, sem unt er i þessu eín\. 

Ef þegnskylduvinna kerast á, sera treysta verður, þá 
^etur eigi koraið til raála að kalla þegar á fyrsta ári alla 
þá, sera eru 24 ára, svo að þeir náist i vinnuna á sínu 
25. ári. Það gæti oft verið þeim óbærilega bagalegt, enda 
ranglátt, að þeim veitist eigi jafnt sem öðrura þátttakend- 
ura kostur á því að velja ura aldursár til vinnunnar. Þeg- 
ar því þegnskylduvinna byrjar, áht eg sjálfsagt, að allir 
séu lausir við hana, sem eru 22 ára eða jafnvel að rétt- 
ara sé að fara niður að 20 ára aldri, neraa raennirnir af 
fúsura vilja bjóði sig frara til vinnunnar. Það skiftir litlu, 
þótt menn þessir sleppi frá þegnskylduvinnu. En raiklu 
skiftir að sanngjamlega og gætilega sé af stað farið. Kera- 
ur þetta i veg fyrir, að ofraargir hrúgíst að vinnunni i 
byrjun, eða fjöldaraörgura yrði að neita um skrásetningu, 
sem hvorttveggja gæti haft slæm eftirköst. 

Þegar þegnskylduvinnan er korain á fastar laggir, tel 
eg víst, að ekki verði það nema undantekningar, að kalla 
þurfi menn til vinnunnar. Flestir raunu sjálfkrafa bjóða 
sig fram um og innan við tvitugsaldurinn, og flestir svo 
ungir, sem loyft er. Á síðasta þingi var ráðgert að hafa 
Aldurstakmarkið að neðan 17 ár. Eg hafði í byrjun helzt 
hallast að því að hafa það 18 ár. Að sönnu raiðaði eg 
við 16 ár i Andvararitgjörð rainni 1908, af því að eg áleit 
það byrvænlegra. En við það siðan að veita fjölda af 
unglingum eftirtekt, raeð þetta fyrir augura, hallast eg að 
því, að 18 ára aldurstakmarkið að neðan sé heppilegast, 
þótt eg geri það eigi að kappsraáli. 

Þótt hagkværat sé, að menn læri rétt vinnubrögð sem 
yngstir, og suraa geti skift raiklu að geta leyst þegn- 8kirnit] Þejj^nskyldavinna. 16& 

skyldiivinnuna sem fyrst af hendi, þá vegur það eigi gegn- 
því, sem á móti mælir. Min reynsla er sú, að mikill hluti 

17 ára pilta hafi eigi það starfsþol, sem heimta verð- 
ur i þegnskylduvinnu. Hitt er þó verra, að á þeim aldri 
hafa margir enn svo sáralitla eftirtekt og athugunargáfu. 
En á þessu aldursskeiði munar að jafnaði allmiklu með 
hverju árinu, að þvi er andlegan og likamlegan þroska 
snertir. Eg álít þvi heppilegra fyrir flesta af nemendum 

18 ára takmarkið. Einnig myndi það siður valda óánægju' 
hjá vinnuþiggjendum og hjá þeim er verkinu eiga að 
Btjórna, og skiftir það miklu. 

Þvi var hreyft á siðasta Alþingi, og víðar, að þegn- 
skylduvinnan næði einnig til kvenþjóðarinnar. Eg vil 
taka það fram, að siðán þegnskyldumálinu var fyrst hreyft,. 
veit eg eigi til þess, að nokkur kona hafi andmælt því, 
sem hefir látið málið sig svo miklu skifta, að hún hafi 
hugsað alvarlega um það. Á hinn bóginn hafa margar 
verið þvi eindregið fylgjandi. Og þær eru eigi svo fáar, 
sem hafa látið það i Ijós við mig, að þær vildu og teldu 
það sjálfsagt, að þegnskylduvinnan næði einnig til kven- 
fólksÍDS. Eg tel því vist, að frá þeirri hlið eigi málefni 
þetta eindregis fylgis að vænta við atkvæðagreiðsluna. Er 
mér það þvi meira gleðiefni, vegna þess, að þegnskyldu- 
vinnan er hið fyrsta alþjóðarmál. er konur greiða atkvæði 
um eftir að þær hafa öðlast kosningarrétt og kjörgengi til 
Alþingis. Er það góðs viti, ef sú atkvæðagreiðsla getur 
orðið þeim til sóma og landinu til farsældar. 

Að þessu Binni vil eg eigi fara langt út í þetta atriði, 
þvi að eg álit, að kvenþjóðin eigi sjálf sem mest að ræða 
það. Þó vil eg skýra frá aðaldráttunum, sem eg hefi 
hugsað mér, en þeir eru þessir: I byrjuninni séu það ein- 
ungis karlmenn, er taki þátt i þegnskylduvinnunni, en 
lánist tilraunin vel og sé líkleg til þjóðþrifa, þá verði hún 
einnig látin ná sem fyrst til kvenþjóðarinnar. Stefnan 
eða markmiðið sé hið sama, en fyrirkomulagið að ýmsu 
frábrugðið. Konur vinni einkum að skóggræðslu, garð- 
yrkju, blómrœkt og þeim störfum, sem algengast muni 166 Þegnskylduvinna. [Skirnir 

«nerta lífsstöðu þeirra framvegis. Og sökum þess að kven- 
fólk er að jafnaði mun bráðþroskaðra, bæði andlega og 
líkamlega, en karlmenn, og stofnar einnig að jafnaði hjú- 
skap og búskap yngra en þeir, þá er bæði rétt og sann- 
gjarnt, að aldurstakmark fyrir þær sé tveim úrum lægra, 
€ða frá 16—23 ára. 

Það hefir allmikið verið rætt um það, hve nauðsyn- 
legt væri að stofna húsmæðraskóla i sveit. Mér hcfir aldr- 
ei dulist, hve mikilvægt það væri, að 1 cöa 2 vel full- 
komnir húsmæðraskólar væru á landinu. Stæðu þeir i 
sveit og væru reknir með allstóru búi, lærðu konur þar 
til allra þeirra starta, er æskja verður, að hver kona kunni 
og skilji, til þess að geta verið góð og myndarleg hús- 
freyja á fullkomnu heimili, hvort sem það er i sveit, sjávar- 
þorpum eða kaupstööura. Á shkum skólum gæti margt 
kvenna leyst af hendi þegnskyldu sína. 

í sambandi við þetta má geta þess, að ef þegnskyldu- 
vinnan kemst á, verður að vera ein föst aðalstöð í land- 
inu eða þegnskylduskóli, er undirbúi kennara og verk- 
stjóra við þegnskylduvinnuna. Þann skóla væri æski- 
legt, að flestir þeir sæktu, er i þegnskylduvinnu sköruðu 
fram úr öðrum með stjórnsemi, hagvirkni og allan mynd- 
arskap. Þyrfti þá ekki að bera kviðboga fyrir því, að 
eigi fengjust bráðlega nægilega margir og góðir kennarar 
og verkstjórar til þegnskylduvinnunnar, heldur og einnig 
góðir starfsmenn á ýmsum öðrum mikilvægum svæðum i 
þjóðfélaginu. Við þenna skóla væru einnig framleiddar 
og ræktaðar til útplöntunar allar þær jurta- og trjáteg- 
undir, sem ætla má, að geti orðið til gagns og prýðis hér 
á landi. Skóli þessi þyrfti að vera i sveit, en þó eigi 
langt frá góðum hafnarstað vegna aðttutninga til hans, og 
fráflutnings á útgræðslu-tegundum og öðrum afurðum. 
Einnig skiftir miklu, að sem flestum geti veizt kostur á að 
kynnast skólanum og framkvæmdum hans. 

Mjög hagkværat álit eg að skóli þessi stæði í sam- 
bandi við aðal-húsmæðraskóla landsins. Fyrir þá báða 
■er sameiginlegt alt, sem lýtur að skóggræðslu, garðyrkju iSkirDÍf] Þegnskyldavinna. lCf 

•og blómrœkt. Enn fremur margt, er heyrir til undirbún- 
ing8 undir kenslu og verkstjórn við þegnskylduvinnuna, 
þvi að eg álit réttast og farsælast, að konur s^rni sem 
mest sjálfar allri þegnskylduvinnu kvenna. Einnig vœri 
'það ekki bvo fátt af hinum bóklegu námsgreinum, er sam- 
•eiginlegt yrði. Og mikiU kostur er það við húsmæðra- 
skóla, að hann hafi sem mest störf og framkvæmdir af 
höndum að inna. 

Að þessu ainni áht eg árangurslaust að ræða nánar 
nim fyrirkomulag þessa skóla, rekstur hans og kostnað við 
ihann. Nú kem eg að þvl atriði, sem mun valda mestum 
ágreiningi og verða aðal-þrætueplið i þessu efni, en það 
•er um fyrirkomulag þegnskylduvinnunnar. Um þetta 
hafa komið fram allskiftar skoðanir. Vilja sumir, að þegn- 
skyldan sé einnig skattur, er lagður verði á hina yngri menn, 
sem eru að mestu eða öUu lausir við opinber gjöld, og að 
landið hafi heunar full not þegar í stað með vegavinnu 
og öðrum framkvæmdum, er þegar þarf að starfa 
að. í sjálfu sér virðist ekki hægt að skoða þetta rang- 
látt né óeðlilegt. Og þann raikla kost hefir það, að kostn- 
-aður fyrir landssjóð við þegnskylduvinnuna verður minst- 
ur á þann hátt og auðsær arður í aðra hönd, um leið og 
•unnið er. 

En þrátt fyrir þessa auðsæu kosti get eg þó eigi 
nema að litlu leyti hallast að þessari stefnu. Þegar frá 
byrjun hneigðist eg að þvi, að við þegnskylduvinnu 
«tti að leggja meiri áherzlu á, að hún væri verklegur 
iýðskóli og veitti þátttakendum ánægju og meiri menning- 
arbrag og félagsskapar. Auðvitað átti einnig að hafa 
hagnaðarhliðina fyrir augum, en þó einkum fyrir fram- 
tíðina með frjósamari, arðvænlegri og fegurri lendum. Og 
þvi meira, sem eg hefi hugsað málið, þess sannfærðari hefl 
eg orðið um það, að þessi stefna sé miklu réttari gagn- 
vart þátttakendum og þeim hagkvæmari. Einnig 168 Þegnskyldavinna. [Skirnir 

að það verði giftudrýgra fyrir þjóðarheildina, og að með' 
framtiðinni verði það blessunarrikara fyrir landið. 

Engír hér á landi hafa jafn lengi og stöðugt haft 
þetta málefni til meðferðar sem »Ungmennafélögíslands«.. 
Hefir mikiU meiri hluti félagsmanna verið þvi fastlega 
fylgjandi. Blað þeirra, »Skinfaxi«, hefir og stöðugt stutt 
málið, og á siðastliðnu vori skrifar Sigurður magister 
Guðmundsson mjög Ijósar og skynsamar greinar um það.- 
Mér heflr stöðugt virst, að skoðanir »Ungmennafélaganna« 
um það, hvert markmið þegnskylduvinnunnar ætti að^ 
vera, féllu að mestu saman við þær skoðanir, sera eg hefi 
haft á því frá öndverðu. Tel eg því víst, að það væri 
mikill vonarsviftir fvrir ungmenni landsins, ef þegnskyld- 
an ætti einungis að vera vinnuskattur á þau, þótt eg 
viti, að margir vilji fúslega offra þriggja mánaða vinna 
sinni fyrir ættjörðina, við störf, er nauðsynlega þurfa að 
framkvæmast hið a 1 1 r a fyrsta. 

En skyldi svo fara, að viðþegnskylduvinnuna værieink- 
um lögð áherzla á það, að hún|væri vinnuskattur, þá mætti 
það þó eigi bregðast, að þeirri hugsjón væri fylgt, að dag- 
leg vinna stæði aðeins yflr i 8 stundir. »Áherzla einkum 
lögð á reglubundna stjórn og lipra tilsögn, hagkvæm 
verkfæri, rétt handtök, góða ástundun og hæfilegan rösk- 
leika. 

»Til likamsæflnga gangi tvær stundir daglega. 

Til hreinlætis og þjónustubragða gangi ein stund, undir 
nánu eftirliti og tilsögn kennara. 

Til fyrirlestra og umræðu um það, sem kent er, gangi 
ein stund. Áherzla einkum lögð á aflfræði, útskýring &. 
verkfærum, um þrifnað og aðra háttsemi. 

Til borðhalds og frjálsra afnota gangi 4 stundir. 

Svefn 8 stundir«*). 

En þótt þessu væri fylgt við þegnskylduvinnuna, þá 
má samt óttast, að margir gengju nauðugir til hennar, ef ') Það sem hér er innan tilvitnanarmerkja, er tekíö úr Andvara— 
ritgerð minni 1908 am þegnskylduvinnu. Sklrnir] Þegoskylduvinna. 169" 

hún vœri aðallega vinnuskattur, og notin þvi rainni af 
henni fyrir þátttakendur og vinnuþiggjandann en æski- 
legt vœri. 8vo væru þarna unnin verk, sem framkværad 
væru engu að síður. En með hinni stefnunni væri eink- 
ura unnið að þeira störfum, er annars myndu að nokkru 
eða öllu falla i útideyðu og vanrækslu, en eru þó engu 
að síður bráðnauðsynleg til að bæta og prýða landið og 
gera það byggilegra. Eg fylgi þeirri stefnu þvi við þær 
lauslegu áætlanir, sem ec: reyni að setja hér fram og 

Eg hefi heyrt menn setja fram þær spurningar, hvort 
til nokkurs væri að yrkja land, neraa nægur áburður væri 
fyrir hendi, og hvort verkefni myndi eigi bráðlega þrjóta. 

Verkefnið er óþrjótandi, og svo viðhaldið á þvi, sem 
komið verður i framkvæmd. Til að afgirða lönd, grisja 
skógarleifar og jafnvel til að græða út skóg þarf eigi 
áburð. Og árnar hafa flutt frá ómunatið ógrynni af áburði 
árlega til sævar. Hér eru viðáttumikil lönd, er þurfa i 
félagsskap að takast til áveitu og fr amræzlu. Þá eru hér 
og þar til sveita og afrétta afarstór svæði, sera eru 
óræktarflónr að litlu eða engu nýtir. Og þótt svo hagi^ 
til, að eigi sé hægt að rækta þá með áveitu, raætti þó á- 
nokkrum árum gera þá að góðum beitilöndum. En með 
vaxandi fólksfjölda og velmegun, sera allir treysta s'i, eykst 
búfjárstofninn rajög, er heimtar aukin og endurbætt beiti- 
lönd. Má það i stórfeldum stil á þennan hátt, og með- 
jurtafærslu og útgræðslu mætti og nokkuð stuðla að þessu. 
Til eru héruð, þar sera með öllu vanta ýrasar nytjajurtir, 
sera virðast þó vel geta þróast þar, ef þær væru inn- 
fluttar eða sáð til þeiira í þessu sambandi detta mér i 
hug Hnappadalshraunin. Þau virðast yfirleitt mjög ófrjó. 
En einkennilegt þótti raér, hve viða voru þar reyniviðar- 
angar og einir. Sennilegast er, að fuglar hafi flutt fræin. 
En hve mikið mætti flýta fyrir endurbót beitilandannay 
ef mennirnir hjálpuðu einnig við það, að flytja til fræin, 
hverrar tegundar sem væru, ef hugkvæm eru fyrir þann 
og þann staðinn. Og svona má taka einn blettinn af 
ððrum i öllum fjórðungum landsins. 170 Þegnskylduvinna, [Skirnir 

Eg veit, að til þess að plægja og yrkja lönd i stórum 
stil til grasræktar og garðræktar, þarf áburð. En bæði er 
það, að hann er viðast ver hirtur en vera ætti, og margt 
látið óhirt, sem nota mætti. Þar sem létt er með að- 
flutninga, gæti og verið hagur að því, að drýgja fyrir 
sér með erlendum áburði Það virðist heldur ekki óhæfa 
að benda til þess, að skeð gæti, að timarnir færu að 
styttast, er líða til þess, að vér förum að nota fossana til 
að vinna áburð úr loftinu; því að það hefir reynst ííorð- 
mönnum mjög arðvænlegt. 

En ef áhugi og framkvæmd fengist á þvi, að nota 
vatnið eins og má til jarðræktar, þá framleiddist af þvi 
fóðri ómetanlega mikill áburður á þá staði, sem vatni 
verður eigi við komið til ræktunar. Eg er eigi svo kunn- 
ugur hér á Suðurlandi, að eg vilji ræða ura þær stórfeldu 
endurbætur, sem víða væri hægt að gera með vatninu, 
og hagkvæmt væri að þegnskyldan ynni að. En á Norð- 
urlandi er eg víða allkunnugur, og hefi séð, hve mikil- 
væg þegnskylduvinnan gæti víða orðið fyrir þann lands- 
hluta. Eg vil hér að eins benda til Skagafjarðar. Frá 
Vindheimabrekkum og nær gegnt þeim að austan og lang- 
drægt til sævar mætti leggja alt láglendið undir vatns- 
rækt. En mestöll vatnsleiðsla og framræzla þar þarf að 
leggjast í fjelagsskap, og hagar því vel fyrir þegnskyldu- 
vinnu. Þetta áveitusvæði er svo viðáttumikið, að annað 
eins er ekki til hér á landi nema sunnanlands austan- 
fjalls. Væri þetta mikla land alt hagnýtt á réttan hátt, 
er ómögulegt að renna grun að, hve marga tugi þús- 
unda hesta það myndi veita árlega af ágætu heyi fram yfir 
það, sem það veitir nú, og hve mikið land mætti rækta 
með þeim áburði, sem það hey framleiddi. Meðal annars 
má nefna landsvæði »vestan vatna«, nálægt 15 km. á 
lengd. Þar er rennislétt votengi frá Vatnabökkum og upp 
að Langholtinu. Um breidd þori eg ekki að segja neitt 
nákvæmt; en víðast mun hún vera 3 — 4 km. Ofan við 
þetta votlendisflæmi standa býlin austan á Langholtinu. 
En þar er víðast vel fallið til túnræktar. Þar vestur af dikiniir] ÞegDskylduvinDa. 171 

XADgholtinu eru beitilönd. Væru nú þessar votlendur 

Æcttar í rétta rækt með áveitum og framræzlu, og sá 

áburður, er framleiddist af heyinu þaðan, ásamt þeim 

Aburði, er taðan framleiddi, notaður til grasræktar, þ& 

mætti telja það góð býli A þcssu svæði, er hefðu 300 — 

400 m. breiða landspildu. Frá Sauðárkróki liggur ak- 

brautin suður austan á Langholtinu. Stæðu býlin fram 

með henni. En á veturna er vegurinn sjálflagður eftir 

•sléttum ísunum fyrir neðan. Að sönnu yrði þröngt með 

l)eitilönd. En þó að kýr gengju meiri hluta sumars i af- 

^rðingum á ræktuðu landi, þá ætti engu að siður hvert 

býli að fá í meðalári 1000—2000 hesta, 100 kilógramma, 

-af heyi, er alt væri af ræktuðu landi, annaðhvort með 

vatni eða vanalegum áburði. 

Þó að eg taki þetta sem dæmi, má viða, bæði á Skaga- 
fjarðarláglendinu og ýmsum öðrum stöðum, endurbæta á 
avipaðan hátt, þegar landið verður tekið til likrar rækt- 
unar og algeng er í öðrum menningarlöndum. 

En hvað ætlast menn til, að vér stöndum lengi og 
horfum á ræktunarleysi landsins og amlóðahátt vorn gagn- 
vart þvi? Og enn fremur horfa á þá litlu bletti, sem end- 
urbættir eru hér og þar, skemmast og jafnvel eyðileggjast 
með öllu fyrir vanþekkingu, vanrækslu og trassaskap? 
Eða eigum vér i makindum að bíða eftir landsföðurlegri 
umhyggju og framkvæmduro andstæðinga þegnskyldu- 
vinnunnar ? 

Viða i öðrum löndum hagar oft svo til, eins og t. d. 
nú, að þegnskylduvinnan gengur til þess að drepa bræð- 
ur sina og eyðileggja löndin og mannvirkin og leiða 
hörmungar yfir þjóðirnar. En i stað þessa á þegnskyldu- 
vinnan hjá oss að ráðast á víðáttumikil landflæmi og 
rœkta þau eins og siðaðri þjóð er samboðið. Láta plóg- 
inn brjóta jörðina í tiin og matjurtareiti ; leggja skurði til 
áveitu og afræzlu; hlaða örug:gar stíflur og leggja brýr 
og vegi eftir þvi, sem störf og not þcgnskylduvinnunnar 
krefja; græða út skóga og leggja blómreiti; og yfirleitt 
^era alt, sem menningin krefur, að gert sé fyrir landið. 172 Þegnskylduvinna. [Skirnir- 

svo að það sé vel byggilegt siðraðri þjóð. En þetta nasst 
víða eigi neraa með stórfeldum félagsskap og krafti. Fæ 
eg tæplega séð aðrar^ leiðir vænlegri og heppilegri til 
framkvæmda í þessa átt en þegnskylduvinnuna. 

Þá má eigi ganga fram hjá því, að sumir hafa talið 
það óhæfu að ætlast til þess, að sjómenn væru teknir l- 
þegnskylduvinnu. En margt getur orðið til þess, að menn 
vilji hætta sjómensku, að heilsan leyfi eigi annað, en sá 
hinn sami kunni að geta stundað landvinnu. Enginn veit, 
hvað fyrir kann að koma á langri leið, og ætíð er betra 
að kunna það, sem þarft er, en kunna eigi. Spekingur- 
inn Benjamin Franklin lætur Rikharð hinn snauða segja: 
»Sá, sem kann verknað, hann á býsna fjárstofn, og sá,. 
sem hefir atvinnuveg, hann hefir heiðarlegt embætti o^ 
arðvænt«. 

Nokkuð almennt má það teljast hér á landi, að menn 
stundi vinnu bæði til lands og sjávar. Einnig eru það 
ekki fáir sjómenn, er eiga eða hafa ráð yfir land- 
spildu til ræktunar. Enn fremur verður að gæta þess, a5 
ef skútumenn taka siðara vinnuskeið sumarsins, eins og 
sjálfsagt virðist, þá er það algengast, að þeir missa eigi 
nema mánaðartíma eða liðlega það frá skútuvinnunni. — 
Og þetta er að eins eitt sumar af æfinni. En á botn- 
vörpungum munu þeir eigi vera tiltölulega margir, sem 
eru innan við tvítugt. — Og ef skólaskipið fengist, sem 
treysta verður, þá myndu margir sjómenn geta int þegn- 
skylduvinnu sina af hendi á þvi. Enn fremur er nú far- 
ið að ræða um, að bæjarfélög geri út skip til veiða. Kæm- 
ist það á, ætti að vanda þar sem best til alls, svo að sjó- 
menn gætu á þeim skipum leyst af hendi þegnskylduv. sina. Það er athugavert, en þó i raun og veru mjög svo- 
náttúrlegt, að tiltölulega eru þeir margir af andmælend- 
um þegnskylduvinnunnar, sem vegna atvikanna hafa aldrei 
lært neitt til verka, og aldrei tekið neinn verulegan þátt 
i þeim, hvorki hér né erlendis. Þó leyfa þeir sér að tala- 
um þetta mál, sem þeir vitanlega bera ekkert skynbragí^- :Skirnir] ÞegDskylduvinDa. 178 

á, og dœraa um stundvísi, reglusemi við störf og verklega 
kunnáttu manna hér, samanborið við það sem tíðkast er- 
lendis. En þetta er »nýmóðin8« íslenzkubragur, sera farið 
er að tíðka á Alþingi sem annarstaðar. 

Mikið heflr verið rætt um það samband, er eg hefl 
sett þegnskylduvinnuna i við landvarnar- eða heræfinga- 
skylduna, og hefir það hneykslað suma. Enn freraur segir 
Einar garðyrkjufræðingur Helgason i 3. tölublaði XI. árg. 
Lögréttu, að mér sé i þessu efni hermenskubragurinn hjart- 
.ans mál. 

I»að virðist því eigi fjarri lagi að athuga, hvað vald- 
ið hefir þessu mikla uratali og hneykslunura. Ástæðan er 
einungis sú, að i Andvararitgerðinni ura þegnskylduvinnu 
1908 segi eg, að þegnskylduvinnan sé sraávægileg 
fóm til landsins saraanborið við það, sem aðrar þjóðir 
offra sinum ættlöndum með landvarnaiskyldunni og öllu 
þvl, er af bardögura leiði, þegar til þeirra reki. — En 
p&b er ekki einungis, að einstaklingarnir hafi þungar byrð- 
-ar af þessu, heldur bera einnig rikissjóðirnir afskapa 
byrðar af því. Líka sagði eg í ritgerðinni það, sera hér 
verður tekið orðrétt upp og hljóðar þannig: »Að þeir, 
flem vinnunni stjórna, geti kent hana vel, og stjórni eftir 
íöstum, ákveðnum reglum, líkt og á sér stað við heræf- 
ingar í Danmörku*. 

»En raeð þessu er auðvitað einungis meint, að jafn- 
föstura reglura sé fylgt með 8 1 u n d V i s i, hlýðni, stjórn- 
serai, háttprýði, reglusemi, hreinlæti, ogað 
réttum handtökum og hreyfingum sé beitt við 
starfið. Enn freraur að svipuðura reglura væri fylgt raeð 
vanheila eða fatlaða raenn raeð undantekningu frá þegn- 
skyldu vinnunni* . 

Þetta er nú alt og surat. 

Að eg benti til heræfinga Dana var sökura þess, að 
þœr voru hinar einu, er eg þekti dálitið af eigin sjón, og 
vissi að Danir stjórnuðu þeira mannúðlega. Hefði eg til- 
nefnt Þjóðverja, myndi það hafa þótt ganga guðlasti næst, 
Bvo illræmdir voru þeir þá fyrir harðneskju sina við her- It4 Þegnskylduvinna. [Sklrnir 

æfingar, þótt allur heimurinn dái þá nú fyrir hermensku 
og dugnað. Mér heflr skilist á sumum, að heræflngarnar 
væru að eins skemtilegar líkamsæflngar, sem alls eigi 
mætti að nokkru leyti bera saman við þegnskylduvinnuna 
eða þrælavinnuna, er sumir nefna svo. En þetta er hinn 
mesti misskilningur. Störfln eru mörg og margvísleg. 
Yfirleitt eru heræflngar mjög erflðar. Aðaláherzlan er 
lögð á dugnað og þoi, samtök og hlýðni. Halda menn t. 
d., ef lítið væri annað lært en ganga, hoppa og snúa sér 
við, axla og hvila og fleira þvi um líkt, að herir, sem 
skifta hundruðum þúsunda, gætu komisi með góðri reglu 
áfram yflr torfærur með fallbyssur og óhemju alla af öðr- 
um hergögnum og flutningi og eyðileggja alt fram undan,. 
og bæta það svo jafnóðum upp á eftir sér, og fleira þvi 
um líkt. 

Það er óhætt að segja, að heræflngarnar þýzku hafa 
verið harður, en fullkomiun verklegur skóli, en ekkert 
barnaglingur. 

Lika má benda til þess, að við heræflngar nýliðanna 
á Englandi síðastliðið sumar gengu um ^m hlutar af starf- 
inu til moksturs, þvi að nú skiftir svo afarmiklu, að hægt 
sé að koma upp skotgröfum í flughasti. 

Ættjarðarást • og fómfýsi Þjóðverja er viðbrugðið. Þ6 
heflr hvilt á þeim þessi þunga og harða þegnskylduvinna,. 
eða það er að segja heræflngaskyldan. Margir hafa þó 
gengið nauðugir til hennar og ófúsir lagt út i stríðið, sem 
nú stendur yflr. En þeir leggja ekki hatur á ættjörð sina 
fyrir það. Þó halda sumir andstæðingar þegnskylduvinn- 
unnar, að menn mundu fyllast ilsku og úlfúðar til lands- 
ins, ef þeir skyldu þurfa að offra nokkrum vikum til þess^ 
að temja sér hagkvæm vinnubrögð og stuðla að ræktun 
þess. 

En vér erum íslendingar og því konungbornir, segja 
sumir, en ekki þrælbornir. 

Loks má geta þess, að i þeim löndum, þar sem her- 
æflngaskyldan er ekki lögboðin og menn bjóða sig^ 
fram sem friliða, þá er alt frelsið falið i framboðinu. Skirnir] Þegnekyldnvinna. 175- 

Úr þvl er frjálsræðið farið. Ekkert gildir þá nema bl4- 
ber hlýðnin, þótt ganga verði beint á móti byssukjöftun- 
um út i dauðann. 

Til þegnskylduvinnu munu nær allir bjóða sig friviljug- 
lega fram yngri en þeir eru kallaðir; því að rétt álít eg 
að kalla menn eigi fyr en 23 ára. En til þess tíma hafl 
þeir um frjálst að velja, nær þeir vinna, að svo miklu 
leyti sem unt er. En komið getur fyrir, að neita verði 
mönnum úr yngstu deild viðtöku, þegar svo ber við, að 
fleiri bjóða sig fram en hægt er að taka á móti. En þá, 
sem eigi hafa leyst þegnskylduvinnuna af hendi 23 ára, 
verður að kalla eftir svipuðum reglum og algengastar eru 
1 þeim löndum, sem landvarnarskyldu hafa, þegar menn 
eru kallaðir til heræflnga. 

Þegar striðinu, er nú stendur yflr, linnir, og friður 
verður saminn, þá má búast við, að svo verði hugsunar- 
hætti þjóðanna farið og um hnúta búið, að til margra ára 
þurfl ekki að óttast allsherjar Evrópustrið. En þrátt fyrir 
það mun fjöldi hinna vitrustu manna eigi vilja hætta við 
landvarnarskylduna, af þvi að þeir telja hana einna við- 
tækasta og áhrifamesta uppeldisstofnun þjóðanna. En nú 
mun hún leiðast á nýjar brautir, Nú eru »borgirnar 
hrundar og löndin auð« og rikisskuldirnar og skattarnir 
nista alt undir heljarfargi sinu. Landvörnin mun þá 
snúast upp i þegnskylduvinnu til að endurreisa mann- 
virkin, rækta löndin. og græða sárin, er djöfulæði hem- 
aðarins heflr bakað þjóðunum. Það mun enginn efl á því, 
að það liða eigi langir timar, unz þegnskylduvinna kemst 
á i sumum löndum með Hku sniði og gert er ráð fyrir 
hér á landi, nema hvað kraflst verður lengri tíma. 

Við næstu kosningar verður lagt fyrir kjósendur, hvort 
vér megum hafa sæmd af þvi að vera hinir fyrstu með 
þegnskylduvinnu, eða hvort vér eigum að biða eftir öðruna 
þjóðum með hana, til þess að geta apað oss eftir þeim, 
eins og svo vanalegt er með flest. 

í sambandi við þetta leyfl eg mér að tilfœra dálitinn 
kafla úr bók Guðm. dr. phil. Finnbogasonar, »Vit og strit*^ 176 Þegnskylduvinna. [Skirnir. 

Bann segir: »Það er nógu gaman, að árið 1910, eða 7 
árum eftir að Hermann Jónasson flutti tillöguna um þegn- 
flkylduvinnu á Alþingi íslendinga, ritaði hinn ágæti ame- 
ríski heimspekingur William James grein, aem heitir 
»Moral equivalent of war«. Hún er um það, hvað koma 
.œtti 1 stað hermenskunnar, til að varðveita með þjóðun- 
um þær dygðir, sem herþjónustan hefir alið: hugprýði, 
harðfengi, fórnfýsi og hlýðni, en þær telur James klett- 
inn, sem ríkin verði á að standa. Og ráðið til að halda 
])essum dygðum við, þegar herskapurinn hverfur, heldur 
hann að sé — þegnskylduvinna. James segir 
.meðal annars: 

»Það er engin ástæða til að gremjast yfir því, að líflð 
er hart, að menn verða að strita og þola sársauka. Hnetti 
vorum er nú einu sinni svo háttað, og vér getum þolað 
það. En að svo margir menn, fyrir það eitt, hvernig 
fæðing þeirra og aðstaða hefir atvikast, skuli neyddir til 
að lifa lífi, sem er ekkert annað en strit og stríð og 
harðrétti og læging, skuli e n g a frístund hafa, þar sem 
.aðrir, engu rétthærri frá náttúrunnar hendi, fá aldrei að 
Bmakka minstu vitund af þessu lifsstríði, — það getur 
vakið gremju í hugsandi sálum. Ef til vill fer svo að 
lokum, að oss þykir öllum skömm að því, að sumir af 
oss hafi ekkert nema stríðið eitt, og aðrir ekkert 
iinnað en dáðlaust hóglífi. Ef nú — og þarna 
kemur hugsun mín — i stað útboðsins til herþjón- 
ustu kæmi það, að öllum æskulýðnum væri boðið út til 
Að vera um nokkur ár i þeim her, sem stefnt er gegn 
náttúrunni, þá myndi þetta óréttlæti fara að jafnast 
-og margt annað gott af þessu leiða fyrir þjóðfélagið. 
Hugsjónir hermenskunnar, hugrekkið og aginn, mundu á 
æskuárunum ganga inn i hold og blóð þjóðarinnar; eng- 
inn mundi verða blindur, eins og óhófsstéttirnar eru nú 
t)lindar, fyrir sambandi mannanna við hnöttinn, sem þeir 
lifa á, og fyrir því, hve grundvöUurinn undir æðra lifi 
þeirra er altaf súr og harður. Hinir hraustu æskumenn 
vorir mundu þyrpast til kolanáma og járnnáma, til vöru- 
lesta, til fiskifiota i desember, til diskaþvottar, fataþvottar tSkirnir] ÞegÐskyldavinna. 177 

-og gluggaþvottar, til vegagerðar og til graftar á jám- 
brautargöngum, til steypusmiðja og kyndihola, og til reisu- 
palla himingnæfra húsa, hver eftir sinu vali. Þar fengju 
^eir barnaskapinn barinn úr sér, og kæmu aftur heim 
iineð hollari samúð og heilbrigðari skoðanir, Þeir hefðu 
þá goldið sinn blóðskatt, átt sinn þátt i striði þvi, er 
:mannkynið hefir frá alda öðli háð við náttúruna; þeir 
mundu stika jörðina státnari en áður, konum mundi þykja 
meira til þeirra koma, þeir yrðu betri feður og kennarar 
^omandi kynslóðar*. 

Svona lítur nú William James á málið, hinn víðfrægi 
lieimspekingur, sem fjöldi manna hér á landi kannast við. 
Hann er ekki hræddur við þegnskylduvinnu, né að leggja 
með henni jafn þungan skatt og eríiða vinnu á einstak- 
'linginn eins og herþjónustan gerir í þeim löndum, sem 
jafn harðastar kröfur gera í þeim efnum. Gerir hann ráð 
fyrir, að þegnskylduvinnan standi yfir um nokkur ár. 
En þótt þetta myndi eigi verða nijög ægilegt i augum 
þeirra, sem vanir eru hörðu hermenskuútboði, þá getur 
•ekki neitt slíkt komið til mála hér á landi. 

Nú er lögboðið ákveðið bóklegt nám, sem skilyrði 
'fyrir fermingu. Hér er skrefið stigið það lengra, að 
•farið er fram á, að ungir menn verji 12 vikum til verk- 
legs náms, er lögboðið sé. Og mörgum verður að spyrja: 
Er það eigi jafn mikiivægt fyrir land og lýð, sem hið lög- 
^boðna bóklega nám? 

Eg sagði áður, að vinnan færðist til. En þá er að at- 
liuga, hvaða gildi það hefir. Landið hefir nú verið bygt 
um 1040 ár, og á siðari áruni hefir, samanborið við fjár- 
bag vorn, miklu fé verið varið til ýmsra búnaðarfram- 
lcvæmda. En hver er árangurinn? Litum á landið fyr 
og nú. Að sönnu eru allvíða litlir blettir hér og þar, sem 
þótt þeir séu misjafnlega ræktaðir eru byggilegri nú en 
áður fyr. En meiri hluti landsins er miklu ver farinn nú 
-en á landnámstið. Það er ekki einungis að græða verður 
fiárin, heldur verður einnig að rækta landið og pr>'ða með 
«endurbótum, jafnt sem önnur lönd. 

18 178 ÞegnskyldaTÍnna. [Skirnir 

Komist þegnskyldan ekki á, situr margt i líku horft 
og hingað til. Hér og þar verða ræktaðir örlitlir blettir 
og græddir upp, og það engu síður á útkjálkura og til af- 
dala en í aðal-héruðum. Vill þá oft svo fara, að þegar 
sú höndin er stirðnuð, sem að þessu vann, fari alt í kalda 
kol eða eyði. Og svo hættir oss svo hörmulega til þes* 
að láta holklaka og aðra eyðileggingu ónýta á skömmum 
tíma jarðabæturnar, svo að þeirra gætir ekki eftir nokk- 
ur ár — viðhaldið vantar of víða. En á hinn bóginn, ef 
þegnskylduvinna kemst á með réttu sniði, þá raunu menn 
naumast þekkja landið að 30 — 50 árum liðnum eftir að 
hún var fyllilega komin á stofn. Þá munu stór landsvæði 
á hentugum stöðura plægð, sléttuð og ræktuð raeð áburði, 
og enn stærri svæði ræktuð með vatni og framræzlu, þar 
sem þörf var fyrir. Víðáttumikil lönd, bæði í bygð og tií 
afrétta, sem nú eru óræktarflóar, að litlu eða engu nýtir„ 
munu þá framræstir og orðnir að góðum beitilöndum, og 
vel fallnir til ræktunar. Jurtagróður landsins hefir verið- 
færður til og á ýmsan hátt hjálpað til að græða upp það^ 
sera gróðurlaust var, og endurbæta á öðrum stöðum. Þé, 
munu saraeignar-matjurtagarðar ná á sumura stöðum yfir 
viðáttumikil svœði. Skógræktarstöðvar vera hjer og þar 
og allar skógarleifar friðaðar, grisjaðar og vel hirtar, 
Land og skepnur verður þá friðað með girðingum, þar 
sem nauðsyn krefur. Víða verða gróðrarstöðvar ogfagrir 
sraálundar og blómreitir við býlin. Og á einum eða fleiri 
stöðum á landinu verða svo fullkomnar gróðrarstöðvar, að 
þær geta ræktað og framleitt alt það, sem æskilegt er að- 
rækta hér á landi. Og svona má lengi telja. Þegar því þegnskylduvinnumálið er lagt undir at- 
kvæði þjóðarinnar, þcá verður hver og einn atkvæðisbær 
maður spurður að því, hvort hann vilji að lagt sé franv 
fé og kraftar, til þess að raenn verði fraravegis verkhæf- 
ari og stjórnsaraari en hingað til, og að landið verði scni 
fyrst endurbætt og prýtt og gert samboðið sjálfu sér og, 
siðaðri þjóð. Skirnir] ÞegÐskyldavinna. 179 

Ábyrgðin er því mikil við undirbúning atkvæðagreiðsl- 
unnar og á hverjum kjósanda með atkvæði sitt. 

A síðastliðnu hausti skrifaði Einar garðyrkjufræðing- 
ur Helgason i »Frey« og lagði þar á raóti þegnskyldu- 
vinnunni. Og i sama anda skrifar hann nýverið í Lög- 
réttu. Mér kom þetta rajög óvörum. Einar hefir þó lært 
til verka og er þvi vorkunnarlaust að hafa séð, hve mikið 
sleifaralag er hjá fjöldanum, að því er vinnubrögð snertir, 
stundvisi, hlýðni, stjórnsemi og fleira, sem hin brýnasta 
þörf er að niða bætur á, ef unt væri. En ekki þarf að 
efa, að þegnskylduvinnan geti það og geri það, ef hún er 
rétt framkværad. Einar hefir og lengi verið ráðunautur 
Búnaðarfélags íslands, en það hefir í allmörg ár fengið 
vissa menn til að halda plægingaskóla tíraa að vorinu. Og 
nú á síðustu árura hefir einnig verið nárasskeið í garð- 
yrkju að vorinu i Gróðrarstöðinni 1 Reykjavik. Einkum 
er það kvenfólk, sera hefir tekið þátt i hinu síðarnefnda 
nárasskeiði, og hafa suraar þeirra einnig lagt plægingu 
fyrir sig. 

Þessi nárasskeið hafa það saraeiginlegt með þegn- 
skylduvinnunni, eins og hún hefir verið hugsað, að kend 
er grasrækt og raatjurtarækt, og að neraendum eru lagðir 
til fæðispeningar, og þeir, sera langt eiga að, eitthvað 
styrktir til ferðanna. 

Gallinn er, að þessi námsskeið hafa staðið ofstutt yflr 
og ekki nema um 20 nemeudura veitt árlega raóttaka. 
Þetta er þvi í raun og veru hvorki heilt né hálft. En 
hafi þessi nárasskeið þó ekki orðið þátttakendum til nota, 
þá er það eingöngu röngu fyrirkomulagi að kenna, eða 
þá verkstjórunura eða kennurunura. En ura þetta á Ein- 
ari að vera öUura raönuum kunnugast. Geta vil eg þess 
þó, að neraendur raunu hafa haft talsverð not af þessu. 
En þeir hafa verið svo sárafáir. Nárasskeiðin ofstutt og 
ástæður þrengri og erfiðari en heimta verður af þegn- 
skylduvinnunni, þegar hún er korain rétt á laggirnar. 

Eg ætla ekki að rekja sérstaklega mótbárur manna^ 
hvers út af fyrir sig, tll að raótmæla þeim. Yfirleitt m& 

12* 180 ÞegnskyldavÍDDa. [Skirnir 

isegja, að öU andmæli gegii þegnskylduvinnunni séu hin 
sömu, hvort sem þau hafa komið fram í ræðu eða riti. 
Þsu eru veigalitil og lítið rökstudd, og ósjaldau að með- 
haldsmönnum þegnskyldunnar eru gerð upp orð og hugs- 
anir, sem þeim hefir aldrei til hugar komið, heldur hið 
gagnstæða. En það er ekki óvanalegt, að óhlutvandir 
skratfinnar beiti þessu lúalagi, sem hverju góðu máli er 
til fordjörfunar, og allir mætir menn verða að forðast. 

Það skal fúslega játað, að meðhaldsraenn þegnskyldu- 
-vinnunnar hafa eigi heldur skrifað eða rætt um málið 
með gildum rökum. En frá þvi fyrsta hefir þvi verið 
haldið fram af þeim, sem og rétt er, að slikt væri eigi 
hœgt til hlitar, meðan óráðið væri um fyrirkomulag þegn- 
skyldunnar, en að það hlyti að verða reynslan, er aðal- 
lega ákvæði fyrirkomulagið. 

Eg vil nú stuttlega athuga þær helztu mótbárur, er 
íram hafa komið gegn málinu á Alþingi og svo annar- 
«taðar í ræðu og riti. 

1. Þá tel eg fyrst þá mótbáru, sem allmargir hafa 
finert við, að þegnskyldutíminn sé svo stuttur, að menn 
geti ekkert lært sér að gagni á honum. 

Um þetta er hægt að deila svo mikið á báðarhliðar, 
Að eg legg eigi út i svo langt mál. Eg vil að eins leyfa 
mér að segja frá tveimur dæmum af fjöldamörgum, sem 
horið hafa fyrir mig. 

Eg var að vorlagi við jarðabótavinnu. Atti að vinna 
á nokkrum bæjum til skiftis af sama vinnufiokki. Lögðu 
menn sér til verkfæri og gistu heima hjá sér á nóttum. 
JSagði eg mönnunum, nær vinna ætti að byrja að morgn- 
inum og bað þá að hafa verkfæri sín i góðu standi og 
mæta stundvíslega. 

Fyrsta morguninn mættu sumir á réttum tíma, en 
aðrir ekki, og voru þeir að tínast að einn eftir annan. 
Eg sætti lagi að deginum að segja einslega með hægð við 
hvern og einn af þeim, að í kveld gæti eg ekki verið að 
því að láta hann hafa eftirvinnu jafnlangan tíma og hann 
hefði vantað upp á að morgninum, af þvi að þetta væri Skirnir] ÞegnBkyldavinns. im 

fyrsti dagurinn. En kæmi slikt fyrir framvegis, þá sæi 
hann sjálfur, að eg mættí eigi gagnvart þeim, sem kæmu 
i tima, og gagnvart vinnuþiggjanda annað en láta hann 
hafa eftirvinnu, en það væri raiklu leiðinlegra fyrir hann. 
Sérhver tók þessu mjög vel, og eftir það mættu allir stund' 
víslega. 

Til þess nú að laga þetta atriði þurfti ekki nems 
einn dag eða réttara sagt eina bendingu. 

Svo var annað. Sumir af þessum mönnum komu með 
spaða, sem voru svo bitlausir og marðir fyrir ogg, að 
drep var að vinna með þeim, þótt ekki væri nema hálft 
verk. Þegar eg sá þetta á vinnubrögðunura, fór eg til 
þeirra og sagði við þá með hægð, að þeir ofþreyttu sig 
á þvi að vinna með óhæfum verkfærura. Eg hafði hjá 
mér steðja, klöppu og þjöl. Svo var einn spaðinn tekinn 
eftir annan og eigi skilið við þá, fyr en þeir stóðu á nögl. 

Svo þegar menn tóku aftur við verkfæri sínu, varð 
flestum að orði: »En sá munur! Þetta er verkfæri, sem 
þreytir raann eigi«. Eg bað menn svo að gæta þess vel 
að hafa verkfærin sin ætið i sem beztu lagi, og gættu þeir 
þess vendilega eftir það. 

Hér þurfti eigi heldur nema einn dag eða eina leið- 
beiningu til þess, að gjörbreyting yrði á vinnunni. Og 
flvona má lengi telja, og hve raikilvæg hver vakning er, 
verður aldrei ractið. 

2. A ð ómögulegt myndi reynast að útvega hæfa 
verkstjóra. 

Meðhaldsmenn þegnskylduvinnunnar hafa einnig talið 
torraerki á þessu, en þó alls eigi þá torfæru, sem ekki 
yrði yfirstigin. Þeir sjá ekki heldur alstaðar Ijón á veg- 
inura, né leita þau uppi. Vér eigura, sem betur 
fer, raargt af mjög efnilegura og áhugasöraum raönnum, 
er hafa talsverða verkhygni og verklega þekkingu til að 
bera. Og yfirleitt standa þeir öðrura þjóðura alls ekki a5 
baki, hvað stjórnlagni og verklagni snertir, ef þá vantaði 
ekki nauðsyulega kunnáttu, æfingu og rétta vakningu i 
þessu efni, er skiftir litlu minna. 182 ÞegnBkyldavinna. [Skirnir 

Ef nokkrir þeir líklegustu þessara manna væru kost- 
aðir til verklegs náms á góðum erlendum búnaðarskólum 
og gegndu auk þess landvarnarskyldu, þar sem hagkvæm- 
ast þætti í ^fi—l ár, þá myndu vel hæfir menn fást til 
starfans. En menn með þessari mentun þurfum við nauð- 
synlega að fá, hvort sem um þegnskylduvinnu er að ræða 
eða ekki. Lánist þetta ekki, þá verður i byrjun að fá 
vel valda erlenda menn, er stæðu fyrir allsherjar þegn- 
ekylduvinnuskóla hér á landi, er kendi verkstjórn og þau 
fitörf, er gera mætti ráð fyrir, að unnin yrðu i þegnskyldu- 
vinnunni. Sumum mun virðast það læging fyrir oss, að 
sækja menn til útlanda, en það er það alls eigi. Það er 
heiður vor að fara þær beinustu og beztu leiðir, er til 
framfara liggja. Einnig má líta til þess, að flest það, 
sem myndarlegast er hjá oss i verklega átt, hvort sem er 
til lands eða sjávar, þá hefir kunnáttan á þvi verið sótt 
til annarra landa. Er það engin hneisa fyrir oss, þvi að 
altítt er, að þjóðirnar læri hver af annara reynslu, það 
er að segja, ef þær vilja nokkuð læra, en daga eigi uppi 
fiem nátttröll af þekkingardrambi og spiltum skoðunum. 
Ekki er það heldur einsdæmi, að miklu sé kostað til að 
kenna mönnum verkstjórn og stjórnsemi, eða halda and- 
mælendur þegnskylduvinnunnar, að þeir tugir þúsunda, er 
Þjóðverjar hafa af góðum verkstjórum og heiforingjum, 
hafi sprottið upp með grasinu, án náms og kostnaðar? 

Einkennilegast af öUu verður þó að álíta, að sömu 
mennirnir, er halda þvi fram, að við höfum enga hæfa 
verkstjóra og á því verði engar bætur ráðnar, reyna þó 
að hamra það blákalt frara, að oss sé i engu áfátt með 
stundvisi, hlýðni, stjórnsemi og verklega kunnáttu. Svona 
gersamlegar mótsagnir virðist mætti telja vægast sagt 
meiningarlaust og hugsunarlaust blaður eða oiðagjálfur. 

í ritgerð minni i Andvara 1908 taldi eg sjálfsagt, að 
i byrjuninni væri útboðið til þegnskylduvinnunnar frjálst, 
en eigi lögboðið, meðan vanta kynni næga og góða kenslu- 
krafta og vel hæfa verkstjóra; og enn fremur meðan verið 
væri að leita eftir hinu hagkvæmasta fyrirkomulagi við Skirnir] ÞegDskyldnvinna. 188 

i 

vinnuna- Reynist þetta eigi einhlítt, mætti með lagaboðí 
Italla þann árgang af nftönnnm, sem hefðu það aldurstak- 
mark að ofan, er álitið vœri rétt að byrja þegnskyldu* 
vinnuna með- 

Það skiftir inestu að fara hægt, gætilega og skyn- 
samlega á stað, og vanda sem bezt til við allan undir- 
búning. Mun þá alt ganga farsællega, og þeir agnúar 
Aldrei koraa i Ijós, er andstæðingar þegnskylduvinnunnar 
toasla við að smiða til að hengja sjálfa sig á. 

3. A ð kostnaður landssjóðs yrði afarmikill. 

Til þessa er þvi að svara, að eins og áður er tekið 
Iram, verður eigi leyst úr þessu fyr en með reynslunni. 
Eg vil þó koraa hér fram með lauslega áætlun, sera raenn 
;geta athugað, deilt um og endurbœtt. Eins og nú stend- 
ur, myndu árlega eiga að vinna hátt á áttunda hundrað 
manna, ef árgangarnir væru jafnaldra. En sennilegt er, 
að vegna vanhalda færðist þessi tala niður undir 700. 
En sökura þess að fólki fjölgar litið eitt í landinu, og 
vissa mun fyrir þvi, að einstöku menn, sera eldri eru en 
25 ára, rauni frlviljugir æskja að leysa þegnskyldu- 
vinnu af hendi, þá set eg töluna 750. Væri nú þegn- 
skylduvinnan 12 vikur fyrir mann, eins og helzt var gert 
ráð fyrir á síðasta Alþingi, þá ynni, fyrir það mesta 
"helmingur i 12 vikur fyrri hluta suraars, en hinn helra- 
ingurinn síðari hlutann. Yrðu það því nálægt 375 raanns, 
er ynnu saratírais. Eg geri ráð fyrir 9 verkstjórura, en 
sennilegt er, að þeir séu of fáir, þótt neraendur eigi að 
•taka þátt i verkstjórn. Væru að minsta kosti þrír af 
verkstjórunum ágæta vel vaxnir starfinu, bæði hvað hæfl- 
leika og alla kunnáttu snertir, svo að þessir þegnskyldu- 
menn gætu unnið á þrera stöðura i senn, ef hagkværaara 
þætti. Meiri skifting að staðaldri er ekki æskileg vegna 
menningaráhrifanna og viðkynningarinnar, sera ætlast er 
til, að þegnskylduvinnan veiti. 

Að óreyndu er ekki hægt að segja, hve raarga starfs* 
menn þyrfti til flutninga, matreiðslu og ýrasra annara 
fitarfa og sniminga, er ætti eigi að leggja á þá, er þegn- 184 Þegnskyldavinna. [Sktrnir* 

skylduvinnu leysa af hendi. En setjum svo, að þeir 
væru 21. Ef þessar töiur reyndust nærri lagi, þá yrða 
eftir þeim að dæraa 405 manns, er landssjóður þyrfti að- 
leggja til fæðispeninga i 24 vikur eða 168 daga, er eg set 
til bráðabirgða 1 kr. á dag og mann, er 

verða kr. 68,040 

Laun 9 verkstjóra i 168 daga, 6 kr. á dag 

og mann — 8,910 

Laun 21 starfsmanns i 168 daga, 3 kr. á 

dag og mann — 10,248^ 

Að óreyndu verður alls eigi hægt að gera 
nána áætlun um fyrningu, viðhald og vexti 
af tjöldum, áhöldum, verkfærum, hestura, 
flutningskostnaði og fleiru. En til þess að 
jafna tölur og eigi ætti að fara mjög fjarri 

lagi, set eg það — 20,802^ 

Útgjöld landssjóðs kr. 108,000 
Ef nú 375 manns vinna þegnskyldu- 
vínnu í 144 virka daga, 8 stundir á dag,. 
25 aura á tíma, auk fæðis, verða það tvær 
krónur á dag, er landið fær i vinnu til sjálfs. 
sín eða þá útborgað frá öðrum. 

Verða þá tekjur landssjóðs kr. 108,000* 

Eftir þessu eiga þvi tekjur og gjöld landssjóðs a^* 
fallast i faðma við þegnskylduvinnuna. En auðvitað get- 
ur það ekki orðið með öllu í frarakvæmdinni. En þetta 
ætti að nægja til að sýna, að kostnaður landssjóðs getur 
aldrei orðið tilfinnanlegur. Hér geri eg haun lika hærri 
en eg hefði áður lauslega áætlað. Bæði er það, að nú er 
dýrara að lifa en 1908, og svo hneigist eg stöðugt meir 
og meir að því, að notin verði sem mest fyrir þátttakend- 
ur, og sem mest stund sé lögð á ræktun landsins, þótt 
borgunin komi eigi jafn fljótt í aðra hönd, sem við ýms 
önnur störf. Og svo er þegnskylduvinnutirainn gerður 
þriðjungi lengri. En cf sú stefna yrði tekin, að hafa þeg- 
ar í ötað sem mestan arð af vinnunni, þá hlyti kaupi5 Skíniir] Þef^DskyltHivinna. 185 

að verða til rauna hærra, og landssjóði þvi audsœr hagur 
ad vinnunni 

Á öðrum liðum jrtti landBsjóður að spara, t. d. með 
styrk tii búnaðarfélaga, skóggræðalu, sandgræðslu, gróðrar- 
stöðva 0. fl. Og þótt 8vo færi, að hann hefði nokkurn kostn- 
að 1 svip, væri hann með öllu hverfandi samanborinn við 
herkostnað þeirra þjóða, sem hann hafa. Þess ber líka að 
gœta, að eftir því sem þátttakendum þegnskylduvinn- 
unnar fjölgar, þess minni verður kostnaður landssjóðs 
hlutfallslega við vinnuarðinn. 

4. A ð þetta legði afarþungan skatt á þá, sem þegn- 
skyiduvinnu eiga að inna af hendi. 

Eg veit vel, að þessa grýlu reyna surair að magna 
sera mest, svo að húii verði sera ægileguat. Ætla þeir raeð 
þvi að tendra upp sraáraunasemi hjá þjóðinni, en þá vœri 
henni illa gengið, ef sú tilraun tækist. Og svo er annað. 
Lítilsigldir menn og athugalitlir þola háð mjög illa, hvort 
sem því er beitt gagnvart þcim sjálfum eða raálefnum 
þeira, er þeir fylgja. En á þeim sannast hið fornkveðna: 
»margur hyggur raann af sér«, og því treysta þeir á háð- 
ið, sera hið bezta og áhrifaraesta andlegt vopn, er þeir 
séu raenn til að beita. En þótt oft sé gagnlegt fyrir ein- 
staklinginn að verða fyrir háðinu, þá er alrangt að beita 
þvi gagnvart stórraálura, eins og þegnskyldan óncitanlega 
er, frá hverri hliðinni sem hún er skoðuð. Alvörumálin 
krefjast þess að verða rædd raeð alvöru. Og sú kemur 
tíðin, að þjóðin nær þeim andlegum þroska, að hún getur 
að verðleikum metið viðlika drápstilraun sera »Hersöng 
þegnskylduliðsins*, og annað af svipuðu tagi, gegn raikil- 
vægura landsraálura. 

Eg geri ráð fyrir, að þegar fram í sœkir, leysi flestir 
þegnskylduna af hendi h aldrinum frá 18 — 20 ára. Eg 
áilít þvi hæfilegt að ætla hverjum pilti til jafnaðar 12 kr. 
á A'iku auk fœði?, eða að alis vcrði að reikna peninga- 
tjón hans i 12 vikur 144 krónur, er h;'.nn bíður i eitt skifti 
fyrir öll viö þegnskylduvinnuna En tæplega mun þetta 
reynast svo mikið til jufuaðar i raun og vcru. En alls 386 ÞegnaJc^lduvÍDDa. [SkirDÍr 

verða þetta fyrir 750 raanne 108 000 krónur. Og af þess- 
nm mönnum vinna minst helmingur, áður en síldvinna 
íbyrjar. 

Að ætla hverjura raanni upp og ofan 100 krónur i 
kaup á mánuði til jafnaðar, auk fæðie, er gegndarlaus 
fjarstæða, þótt Einar Helgason haldi þvi fram í 3. tölubl. 
XI. árg. Lögréttu. Eg veit, að þetta getur átt sér stað 
xétt af hendingu um einstaka mann. 

Frá því að raenn leysa þegnskylduvinnu af hendi, 
mun að jafnaði mega telja að menn vinni fulla vinnu i 
nær 30 ár. Menn verða því að hafa lært svo mikið í 
þegnskylduvinnu, að þeir geti með hagkværaari verkfær- 
um og vinnubrögðum, verklegri kunnáttu og betri verk- 
stjórn sparað sér um 5 dagsverk á ári yflr þetta nær þvi 
30 ára skeið. En ef nokkurt lag verður á þegnskyldu- 
vinnunni, er sjálfsagt verður að heimta og koma i fram- 
kvæmd, þá sparar hún hverjum verkhæfum manni raarg- 
falt meira. Þegar fram í sækir, verður þvi mun meira 
unnið i landinu, þótt þegnskylduvinnan sé alveg dreg- 
jn frá. 

5. A ð heimilin raistu tilfinnanlega raikla vinnu, et 
menn færu frá þeira í þegnskylduvinnuna. Hér er »8tung- 
ið á kýlinu«. Frá þvi fyrsta að þegnskylduvinnunni var 
jireyft, hefi eg stöðugt fundið, að i raun og veru lægi aðal- 
mótstaðan i því, að erflðara yrði að fá raenn til vana- 
legrar vinnu. En það er hér sera fyr, að of raikið er gert 
úr þessu. Matthias alþra. Olafsson heflr sýnt fram á, að 
þetta væri hverfandi, þegar þess væri gætt, að það yrðu 
Aðeins 4—5 raenn, er raistust 12 vikur á ári úr hverju 
Bveitarfélagi að jafnaði. Og við uraræður raálsins á þingi, 
heyrði eg Guðmund alþm. Hannesson segja, að eins og nú 
fitæði, raundu það eigi vera nema tæpir 20 raanns, er tækju 
árlega þátt í þegnskylduvinnu til jafnaðar i allri Húna- 
vatnssýslu. . 

Þvi skal ekki neitað, að vinnan færist til, og á ein- 
fitaka heiraili verður unnið minna fyrst i stað en áður var. 
En eins og þegar er bent til, verður raeira unnið i land- :€lkiroir] ÞogBikyldaTÍnn*. 187 

inu, þegar þegnskylduvinnan hefir staðið nokkur ár, þótt 
þegnskylduliðið sé frAdregið eða undanskilið. 

6. A ð óvanir menn fraraleiddu minna verk en vana- 
legir veikmenn, og þvi yrði vinnan landssjóði jafnvel dýr- 
ari en launuð vinna. 

Hér kemur fram sama ntliugaleysið og fyr. Það kem- 
ur eigi til nokkurra mála, að mcnn á aldrinum 18—20 
ára, og sumir 20- 25 ára, sem vinna undir góðri verk- 
Btjórn með hagkvæmum verkfærura, séu landssjóði dýrari 
sem matvinnungar, þótt surair séu vinnunni óvanir, held- 
ur en menn upp og ofan með fullu'kaupi. Það þarf þvi 
^kki að eyða orðum frekar að þessu. 

7. Að þjóðinni væri ekki eins ábótavant í verklega 
stefnu og haldið væri fram. 

Það er áður sýnt fram á það, að eigi geta aðrir haldið 
þessu fram i alvöru en þeir, sera þekkja lítið eða ekkert til 
vinnubragða hér og erlendis. Má þvi ganga frara hjá 
þessu atriði. 

6. A ð raenn leystu þegnskylduna af hendi nauðugir. 
Engin alvara væri hjá ungum mönnura, þótt þeir mæltu 
með henni. Það væri aðeins af því, að þeim þætti hug- 
fljónin fögur og fengi Btundarhrifningu, er hyrfi frá, þegar 
til alvörunnar eða framkværadanna kærai. 

Þetta leyfi eg rajer að segja, að sé illkvitnisleg spá, 
en engin vissa, og engar likur til. Eg hefi heldur engin 
rök séð færð fyrir þessu, heldur heflr því verið slengt fram 
^em orðagjálfri, nema ef það skyldu eiga að teljast rök, 
er eg heyrði Sigurð alþm. Eggerz segja á síðasta þingi. 
Hann tjáði þar frá þvi, að hann hefði verið á fundi aust- 
an fjalls, þar sera rætt var ura þegnskylduvinnuna. Henni 
hefði verið harapað af nokkrura ungum raönnura. Bauð 
Sigurður þeira þá að vinna ókoypis að vegavinnu og öðr- 
um framkværadum, en engir gáfu sig fram. 

Þetta á nú vist að sanna mikið, en það verður mis- 

brestur á þvi. Það stóð eigi til, að nokkrir gæfu sig fram. 

Þeir hafa ef til vill ekki treyst Sigurði sem bezt til verk- 

-fitjórnar og verklegrar kenslu. Hafa líka só3, að öll önn- 188 ÞegnskyldavinÐa. [Sklrnit^ 

ur skilyrði vöntuðu, sera ætlast er til, að þegnskyldaa. 
veiti. 

9. A ð mikið af t'ma, og öðrum kostnaði, gengi tii 
ferða að og frá þegnskylduvinnunni. 

Þetta er mjög mikilvægt atriði, sem verður alvarlega 
að rœða. Snemma í vetur var mjög skynsamleg ritgerjy- 
í »Vestra« um þegnskyldumálið, og tók ísafold síðar út- 
drátt úr henni. Eg felli mig vel við þá tillögu greinar- 
höfundarins, að »hreppsnefndir semdu skrár yfir alla þegn- 
skylda menn og sendu sýslunefnd; sýslunefnd ákvæði síð- 
an eftir tillögum hreppsnefnda, hvar í sýslunni skyldl 
unnið og að hvaða verki. . . . Skyldu hreppstjórar hafa 
gætur á þvi, hver i sínum hreppi, að allir þegnskyldir^ 
heilbrigðir menn sæktu vinnuna«. 

En svo skiftast leiðir milli min og heiðraðs höf undar, 
Eg vil, að ákvarðanir sýslunefnda sendist til landsstjórnar, 
sem ráði nær verkið verður framkvæmt, og í stað sýslu- 
nefnda sé það landsstjórn og verkstjórar, sem hafi umsjón 
alla með vinnunni, og ábyrgð á því, að lögum, er sett 
verða um þegnskylduna, sé hlýtt. Og þó að sanngimi 
mæli með því, að hver þegnskyldur maður vinni innan 
síns sýslufélags og ferðalög yrðu minst á þann hátt, álit 
eg, að það vegi ekki nándarnærri á móti þeim ókostum^ . 
sem eru því samfara. Þegar unnið væri árlega i hverju 
sýslu- og bæjarfélagi, þá yrði að jafnaði verkstjórn ófull- 
komnari og meira einhliða. Verkfæri og áhöld yrðu ófuU- 
komnari og fábreyttari. Þetta hvorttveggja væri óumflýj- 
anlegt, nema svo mikið væri borið í kostnað, að það næml 
miklu meira en þeim kostnaði, er leiddi af því, að sumir 
yrðu að sækja nokkuð langt til vinnunnar. 

En það sem mestu skiftir er, að uppeldishliðin á þegn- 
skylduvinnunni minkaði tilflnnanlega. Samræmi i vinnu- 
brögðunum yrði lakara, og þátttakendur færu að miklu á 
mis við þann mikla kost, að kynnast sem flestum ókunn- 
ugum mönnum á svipuðu reki þeim sjálfum, en sem væru 
með mjög mismunandi þekkingu, skoðanir og stöðu i þjóð- 
félaginu. Og þeir færu einnig á mis við að kynnast iSkirnir] ÞegnskyldavinDa. 189 

-óþektum héruðum og mismunandi staðliáttum og venj- 
um. 

Það er annarB einkennilegt, hvað surair hafa gert af- 
^skaplega mikið úr ferðakostnaðinum og þeim vandræð- 
um, sem af þvi leiddi, að allir ættu að vinna á einum 
stað. Hafa þeir reynt að rífa þessa óhæfu niður fyrir 
allar hellur. En hér eru þeir að berjast við sinn eigin 
ökugga eða írayndan. 

í Andvararitgerð minni 1908 tek eg meðal annara 
þetta fram: »Ef þegnskylduvinna kæmist alraent á, er 
sjálfsagt, að ein eða fleiri aðalstöðvar væru i hverjum 
landsfjórðungi, er færðust sýslu úr sýslu eftir því, sem jafn- 
réttið krefði*. 

Hér er því gengið að því vísu, að það eé að minsta 
kostí unnið samtímis á fjórura stöðum i landinu, og að i 
hverjum vinnuflokk séu til jafnaðar tæpt 100 manns. En 
1 hinni lauslegu áætlun minni, hér að framan, miðaði eg 
við þrjá vinnuflokka. Væru þá til jafnaðar í hverjum 
«m 125 þegnskyldir, 3 stjórnendur og 7 starfsraenn. Það 
þarf eigi að taka það fram, að stundum þyrfti tima og 
tíma að skifta sama vinnuflokki i deildir til sérstakra 
starfa. Unnið væri i þrera landsfjórðungura samtírais, og 
enginn fjórðungur færi á mis við vinnuna nema eitt ár í 
bili. Einnig var búist við, að oft bæri við, að vinnustöðv- 
ar væru fluttar til, þegar skift er um vinnuskeið að surar- 
inu, og þær jafnvel fluttar úr einni sýslu i aðra. Ætti 
þvi engin sýsla að fara á rais við vinnuna lengur en i 
bæsta lagi ura 6 á.r. Úr þeira landsfjórðungi, sera eigi 
væri unnið, væri enginn kallaður til þegnskyldunnar neraa 
bann væri 23 ára og hefði áður eigi leyst hana af hendi. 
Og þegar vinnustöðvar væru fluttar að sumrinu milli 
Býslna, þá væri þess gætt við útboðið. 

Á þenna hátt verða ferðalög til þegnskylduvinnunn- 
ar ekkert meiri né erflðari, en nokkuð alment & sér stað 
með hjúaflutninga og ferðir daglaunafólks. Líka má oft 
búast við, að raargur leitaði sér atvinnu, yfir hálft sum- 
arið, i grend við það, er hann leysti, eða æskti að leysa 190 Þegnskylduvinna. [8kirnÍT~ 

þegnskylduna, svo^að ferðir að og fríx féllu á ódýra árs- 
tíma, 8V0 að þetta væri eigi tilfinnanlegt, hvert sem við- 
komendur bæru kostnaðinn sjálfir, eða landsjóður greiddí 
fæðispeninga, er sanngjarnast væri. 

Þegar þetta atriði er því skoðað með gætni og skyn- 
semi, ætti það engum að vaxa i augum. 

10. A ð rangt hafi verið að leggja þegnskylduraálið 
óundirbúið fram til atkvæðagreiðslu þjóðarinnar. 

Um þetta er þó árangurslaust að deila »eftir dúk og' 
disk«, þvi að »það er komið, sem komið er«. En eg viE 
þó láta þá skoðun'mína í Ijós, að í flestum atvikum sé- 
það viðsjárvert, ef ekki með öllu rangt, að leggja nokk- 
urt mál undir almenna atkvæðagreiðslu kosningabærra 
manna, nema i frumvarpsformi. Í þessu máli er þó eng- 
in hætta á ferðum. Engum einasta manni, mér vitanlega^ 
hefir nokkru sinni komið það til hugar, að demba þegnskyld- 
unni i flughasti yfir^þjóðina með afli atkvæða, á einu ein- 
asta Alþingi. Það virðist því alls ekki rétt, að bera þessa 
allsherjaratkvæðagreiðslu saman við atkvæðagreiðsluna 
um aðflutningsbannið. 

Þó að sumir kunni að vera mótfallnir þvi, að þegn- 
skylduvinna skyldi, á þessu stigi málsins, vera lögð und- 
ir þjóðaratkvæði, þá má þó enginn mætur maður láta 
það, eitt út af fyrir sig, leiða sig til að greiða atkvæði á 
móti henni. Yrði það einungis til að spilla og tefja fyrir 
málinu. Gæti það eigi sýnt það, að menn væru óánægð- 
ir, hvað meðferð málsins snertir, heldur væri álitið, að 
menn væru gersamlega mótfallnir hugsjóninni sjálfri, eða 
þegnskylduvinnunni i hvaða mynd sem hún væri. 

Hér verður í raun og veru einungis sú spurning lögð- 
fyrir hvern atkvæðisbæran mann, hvort hann sé þeirri 
hugsjón hlyntur, að hver einasti verkfær og hraustur 
maður verji i eitt skifti fyrir öll, yflr eitthvert ákveðið 
skeið æfinnar, 8—12 vikna tima, sér til verklegrar lýð- 
mentunar, og til þess^að græða landið, yrkja það, bæta og 
prýða. 

Verði meiri hluti með þessu, þá verður landstjórn og^ Skirnir} ÞegnikyldaTÍnDa. 191 

Alþingi að seraja lög um þegnskylduna, eða þá. frumvarp. 
til laga, ef enn skyldi eiga að leggja málið undir atkvæðl 
þjóðarinnar. Einnig verður þingið að heimila landstjóm* 
inni hæfllegt fé til náms verkstjóraefna og svo margs 
annars. 

Eg hefl álitið hentast, og lit svo á enn, að þegn- 
skylduvinnan eigi ekki að byrja störf sin eftir lögura, held- 
ur eftir reglugerð. Lögin yrðu eigi staðfest, fyr en nokk- 
ur reynsla væri fengin, og þá fyrst kæmist þegnskyldan 
i almenna frarakvæmd. Reynslunnar ætti helzt að leita 
með friliðum. 

Hve langur tími líður frá þvi að mál þetta er fyrir 
Alþingi 1917, og til þess það er komið í fulla frarakvæmd, 
skiftir ekki mjög raiklu. Hvað segja 10 — 20 ár i lífl þjóð- 
arinnar, þótt þau geti verið mikilsverð i lifi einstaklings- 
ins. Mestu skiftir, að unnið sé stöðugt og vakandi a& 
þessu máli og vel sé til þess stofnað. Mun það þá reyn- 
ast blessunarrikt og farsælt fyrir land og lýð i framtíð- 
inni. Og þá mun svo fara, að til hinnar lagalegu skyldu 
þurfi eigi að grípa nema við aumustu tabbakúta. En sann- 
ast mun, að þeir verða ekki raargir. 

En færi svo, að málið félli við atkvæðagreiðsluna, sem 
eg get þó alls ekki trúað að óreyndu, þá er það að eins 
til að fresta því, unz nýtari, þjóðræknari og hygnari raenn 
ráða mestu ura velferðarmál þjóðarinnar. Engu að síður 
tel eg þó mótatkvæðin morðtilraun gegn þeira frjóanga 
eða visi til verklegrar lýðraentunar og þeirra endurbóta 
landsins, sera hér ræðir um. Væri það illa farið, ef það 
stafaði að mestu af raisskilningi og ókunnugleika á raál- 
inu, og ekki ábyrgðarlaust fyrir þá, er til þess stuðla. En 
r é 1 1 a s t virðist, að þeir, sem hafa lítið hugsað raálið eða 
kynt sér það, þegar til atkvæðagreiðslunnar keraur, greiði 
alls eigi atkvæði, heldur skili auðura seðli. Kapp við at- 
kvæðagreiðsluna mætti ekki eiga sér stað. En nauðsyn-^ 
legt er og sjálfsagt, að raenn reyni sem bezt að skýra 
raálið fyrir sjálfura sér og öðrura, áður en til atkvæða 
er gengið. )92 ÞegDskyldavinna. [Skirnir 

11. Að það væri rangt að halda því fram, að þegn- 
ekylduvinnan glæddi ættjarðarást, heldur myndi hið gagn- 
dtæða verða ofan á. 

A fáu hefir mig undrað meira en þessu, og þegar þvi 
hefir verið mótmælt af sumum, að ættjarðarást aukisthjá 
inönnum við það að vinna fyrir fósturjörð sína. Það er 
flvo alþekt i manneðlinu, að vorkunnarlaust ætti það að 
vera fyrir alla, sem hafa óspiltar tilfinningar og heilbrigð- 
ar skoðanir, að finna þess ótal dæmi. Móðirin elskar að 
jafnaði mest það barnið, sem veikast er og hún hefir mest- 
ar áhyggjur af og erfiði fyrir. Menn fylgja með samúð 
þeim, sem þeir hjálpa með framfærslu til menta, setja fæt- 
iir undir til einhverrar lífsstöðu, eða á hvern hátt, sem 
hjálpin er veitt. Kveður svo ramt að þesau, að hlýleik- 
urinn verður að jafnaði raeiri frá þeim, er hjálpina veitir, 
en þeim, sem hana þiggur. 

Sá, sem leggur mikla alúð við að venja og hirða 
hvolpinn sinn sem bezt, þykir vænna um þann hundinn 
^en þann, sem aðfenginn er, þótt jafnvænn sé. 

Sá, er elur folaldið sitt og trippið sem bezt upp og 
jgefur því mjólk og brauð af sínum skorna skamti, ann 
miklu meira þeim hestinum en hinum aðfengna, þótt jafn- 
ir séu að kostum. 

Sá, er slítur kröftum sínum við að prýða og bœta 
ábýli sitt, ber svo hlýtt þel til þess og handaverka sinna, 
er hann sér að reynast blessunarrik, að hann hikar við 
að skifta um jarðir, þótt hagnaðarvon væri. »Röm er sú 
taug, er rekka dregur, föðurtúna til«. 

En það er hin sama taug, er tengir mann við býlið 
eða þá landið, sem menn hafa offrað svitadropum sinum 
til að rækta, bæta og prýða. 

Það er annars óþarfi að vera að lýsa þessum tilfinn- 
ingum. Þær eru svo almennar, þótt einstöku menn þekki 
þær eigi. 

Eg vil samt minnast á eitt atriði. Eins og vita mátti, 
Bkildi hinn djúpvitri spekingur og ágætismaður, Benjamín 
J'ranklín, vel þessa tilfinningu. í æfisögu hans er þess •Sldrnir] ÞegDikyldavinna. 198 

getið, að 1734 væri hann 1 einu hljóði valinn akrifari á 
fylkisþinginu. Árið eftir raótmælti einn af nýju þing- 
mönnunum vali hans og vildi láta annan verða skrifara. 
Franklin féll þetta illa, því að þingmaðurinn, sem lagði á 
móti honum, var gáfaður og vel að sér, og því líklegur 
til að ráða miklu meðal fulltrúanna. Hann vildi þvi 
reyna að ná hylli hans, með heiðvirðum meðölum. Frank- 
lin hafði heyrt, að maður þessi ætti bók, sem bœði var 
sjaldgæf og merkileg; hann skrifaði honum því bréf 
nokkru siðar og bað hann að lána sér bókina i fáeina 
daga. Hann fekk bókina þegar, og sendi hana aftur að 
viku liðinni með þakklætisbréfi fyrir lánið. Þegar þeir 
hittust næst á þingi, ávarpaði maðurinn Franklín að fyrra 
bragði, sem hann var aldrei vanur, og mjög vingjarnlega. 
Var hann ávalt siðan hinn mesti vinur Frankhns meðan 
þeir lifðu báðir. »Þetta 8ýnir«, segir Franklin, »að það 
er satt, sem raælt er: Sá, sera einu sinni hefir gert þér 
greiða, raun vera fúsari til greiða við þig aftur en sá, 
sera þú hefir verið innan handar að fyrra bragði*. 
Svona leit nú Franklin á þetta raál. Ef til vill mun það eigi þykja heyra til, að eg lýsi 
mínura eigin tilfinningura í þessu efni, en þó ætla eg að 
hætta á það. 

Vorið 1911 var eg staddur í Stykkishólmi. Ung- 
mennafélagið þar vildi koma upp skógræktarstöð, sera 
lægi i nánd við þorpið. Var eg beðinn að velja staðinn, 
sera eg gerði, þótt eigi væri nema um óhentuga staði að 
rœða. Jarðvegur grunnur ofan á þéttu bergi, svo að i 
votviðrum verður þar viðast of raklent. En þó er raiklu 
bagalegra, að i þurviðrura verður mikils til um of þurt. 
Og nú i þessura óvenju þurkum á síðastliðnu surari varð 
stöðin fyrir skeradura. Ungraennafélagarnir báðu mig 
einnig að halda fyrirlestur ura skógræktarraálið sunnudag 
siðdegis. Meðal annars hvatti eg þorpsbúa rajög til þess, 
að sera fiestir þeirra eignuðust einn eða fieiri nýgræðinga, 

13 194 Þe^skjldavinna. [Skirnir' 

er þeir ræktuðu og önnuðust um. Á þann hátt áleit eg,. 
að skógræktarstöðin yrði þorpsbúum sem fyrst til ánægju 
og staðnum til prýði. Eg skýrði frá þvi, að sumstaðar 
erlendis væri það siður, að brúðhjón gróðursettu eitt tré 
við giftinguna, og svo eitt tré við fæðingu hvers barns, 
er þau eignuðust. Svo þegar þetta gengur mann fram af 
raanni, myndast fagrir smálundar kringum býlin. 

Eg hreyfði þá einu nýmæli, sem eg rainnist eigi að' 
hafa séð eða vitað hreyft áður. En það var það, að gróð- 
ursetja minningatré, þegar andlát ástvina bæri að, er geymdi 
nafn þeirra. Ura raorguninn áður bar það sorglega sly& 
að höndura, að þegar skip var að draga sig út frá bryggj- 
unni í Stykkishólrai, slitnaði kaðall, og slóst þá endinn 
með svo raiklura krafti á einn skipverja — Ingjald raót- 
orista Guðraundsson — að hann féll útbyrðis. Þótt hann 
væri vel syndur, gagnaði það eigi, þvi að höggið mun 
hafa svo laraað hann. Ingjaldur druknaði svo þarnafyr- 
ir augura raargra raanna, sem enga björg gátu veitt. Eg 
gat ura þenna atburð og sagði, að raeð fyrstu ferð frá 
Keykjavík sendi eg tvo nýgræðinga — björk og reyni — 
sera eg hefði valið reit fyrir i skógræktarstöðinni, og eg 
hefði beðið forstöðuraenn stöðvarinnar að annast uppeldi 
á. Svo þegar frara liðu stundir og það kærai i Ijós, hver 
teinungurinn rayndi þroskaraeiri og fegurri, þá skyldi sá 
verða rainningartré Ingjalds og bera nafn hans. 

Þegar eg hefi komið í Stykkishólra síðan, heflr það- 
verið þrá raín að sjá þessa nýgræðinga og endurnýja þá 
ósk, að þeirra sé vel gætt, og með áhuga held eg spurn- 
ura fyrir um þá. 

í sambandi við þetta sagði eg þá frá eftirfylgjandi 
atriði. 

Það var haustið 1882, að eg fekk örhtinn rótaranga 
af reynitré á Skriðu í Hörgárdal. Eg fiutti hann vestur 
að Hólum i Hjaltadal og gróðursetti hann sunnan undir 
kirkjunni, þar á leiði Hallgriras bróður raíns, þar innan. 
girðinga. 

Hallgriraur deyði þá um sumarið. Skirnir] ÞegnskyldavÍDna. 19^ 

Lengi barðist þessi lítli frjóvangi fyrir tilverunni. Nú 
er hann þó orðinn vel fjórir metrar á hæð og mjög fall- 
egur og það þótt hann standi á urðarhól eða gömlum 
jökulýtum. 

Siðan eg fór úr Norðurlandi, er þar ekkert, sem eg 
þrái jafn mikið að sjá aftur, sem þessa reynihríslu, er eg 
gróðursetti sjálfur með mikilli fyrirhöfn. Að sönnu hefir 
það og áhrif, að mér er reiturinn einkar kær, þótt sorgar- 
reitur sé, því að þar hvila móðir mín og bróðir undir 
þessu minningatré. 

Næst þessari reynihrislu kysi eg helzt að sjá Slútnes 
og Vaglaskóg. Þar hefi eg þó ekkert unnið að. — En 
fegurðin laðar til sín. 

En hve margir eru ekki þeir reitirnir hér á landi, 
sem gera mætti eins fagra og enn fegurri en Slútnes og 
Vaglaskóg, ef þegnskylduvinnan kæmist á og geugi i rétta 
stefnu. 

Hermann Jánasson. 13" Hvað verður um arfleifð Islendinga? 

(Alþýðafræðsla Stúdentafélagsin). I. Arfurinn. 

Það er kunnara en frá þurfi að segja, hvílíkir ágætis- 
mennn hinir fornu íslendingar voru. Menn vita það al- 
raent, að tunga sú, er þeir fluttu með sér frá Noregi, mót- 
aðist svo í höndum þeirra, að engri tungu er gefið meira 
afl, meiri mýkt, meiri auður og lipurð, meiri skýrleiki eða 
fegri hljómur. Menn vita, að þeir rituðu á þessa tungu 
ódauðleg snildarverk. Hitt er og kunnugt, að gæfan varð 
önnur en gjörvuleikurinn. Syrti fljótt yfir, er landið hafði 
komist undir erlent vald, og reyndust rétt varnarorð Ein- 
ars Þveræings, er hann skoraði á menn hér á landi að 
Ijá konungi einskis fangstaðar á landi eða þjóð. Því að 
Islendingum varð það ofraun, að gæta þess réttar, sem 
þeir höfðu áfikilið sér í gamla sáttmála. Komu því brátt 
hinar mestu raunaaldir yfir landið, svo að Jandsmönnum 
varð ekkert frjálst, en kúgun, óstjórn og sultur á allar 
hliðar. Þá varð gáfumönnum vorum enginn vegur fær, 
og urðu þeir að fiýja inn í eigið hugskot sitt. Má segja 
flama um þjóðina, sem Bjarni kvað um Odd Hjaltalin, að 
hún »gerði sér þar hlátraheim, er heiraur grætti*. En 
þetta varð þó oss til góðs, afkomöndura þeirra, því að af 
þessum rökum er það runnið, að þjóðin geymdi andarauð 
fornmanna og jók við, þrátt fyrir alt hið mikla böl, sem 
á hana lagðist. 

Nú hafa íslendingar bætt mjög efnahag sinn hina sið- 
ustu áratugi, og hafa sýnt í því kapp með forsjá. Og 
þótt lengra sé leitað, verður hið sama ofan á. Má segja, Sklrnir] Hvaö verðnr am arfleif& IslendÍDga? 19T 

að heila öld hafi þeir unnið að þessu, þótt mestu hafi 
munað hin síðustu árin. Þessu mega allir fagna, og væri 
vel, ef haí^ur vor hefði blómgast svo vel á öllum sviðum. 
Þar er nú á að líta. Eigi er minna vert að gæta fengins 
fjár en afla. Vér áttum eigi mikið, þegar einokunar- 
krumlan réttist upp. Hún hafði tekið alt, sem tækt var. 
Þó var til eign, sem hún náði ekki. Þá eign nefni eg 
a r f í s 1 e n d i n g a. 

Hver er nú þá sá arfur? munuð þér spyrja. En eigi 
þarf þó þar mörgum blöðum um að fletta, því að það er 
alkunna, enda nefndi eg hann í upphafi máis míns: tung- 
una og hinar fornu bókmentir vorar. Þessu sinni mun 
eg að eins tala um hinn siðastnefnda hluta arfleifðarinnar. 

Engin þjóð á Norðurlöndum hefir fengið slíkan bók- 
mentaarf sem vér. Og það veit eg, að hver hinna þjóð- 
anna sem væri, mundi gefa fyrir arf vorn, tunguna og bók- 
mentirnar, hundruð miljóna af krónum, ef slíkt fengist 
fyrir fé. Er þar fyrst á að minnast kviðurnar í hinni 
eldri eddu eða Sæmundareddu. Þar fylgist alt að, fegurð 
málsins og aflmikil orðsnild og gagnorð, hugcæmt efni, 
sem er gullnáma þeirra manna, er fræðast vilja um hug 
og háttu hinna fornu þjóða, feðra vorra og frændþjóða 
þeirra, og frábær meðferð þess. Má hér minna á Sigurðar- 
kviðurnar, Helgakviðurnar, Völundarkviðu o. fl. 

Munu flestir kannast eitthvað við þær kviðurnar,. 
sem eg nefndi fyrstar, enda líður engum úr minni þessi 
lýsing, sem heyrt hefir: 

Svi bar Helgi 
af hildingam 
sem itrskapaðr 
askr af þyrni, 
eða dýrkálfr 
dögg^ slanginn, 
sá er öfri ferr 
öllnm dýrum, 
en horn glóa 
við himin sjálfan. 198 Hvað verðor um arfleifö Islendinga? [Skirnir 

En Völundarkviðu þekkja miklu fœrri, og er hiin þó einna 
fegurst af öUum fornum kvæðum. Þar er getið svan- 
-meyja, er þeir Völundur og bræður hans fundu við Úlfsjá 
í Úlfdölum. Sátu þær þar og spunnu lin, en svanaham- 
irnir lágu hjá þeim. Þeir gengu að eiga þær, og voru 
þ&u ásaínt sjö vetur, en allan áttunda veturinn þráðu 
svanmeyjarnar eða valkyrjurnar sína fyrri iðju. »En 
enn niunda nauðr of skildi, meyjar fýstusk á myrkvan 
Tið«. En þótt menu muni nú lítt til kviðunnar, þá er þó 
auðsætt af þjóðsögunum, að hugmyndin um svanmeyjarnar 
heflr lifað frá kyni til kyns. Því að sagan um konu úr 
sjónum er auðsjáanlega sama saga i öðru gerfi. «Meyjar 
fýstusk á myrkan við« segir i kviðunni. »Mér er um og 
ó, eg á sjö börn i sjó og sjö á Iandi«, sagði konan. Nú- 
tíma höfundur einn hefir tekið sér þetta fyrir yrkisefni, 
€n þvi miður hrært þar saman við bibliuhugmyndum um 
Faraó og selina. Þetta ágæta yrkisefni biður enn þá eftir 
nægilega högum manni, er gæti gert úr þvi snildarverk. 
Annars er þarfleysa að nefna sérstakar kviður, þvi að 
þar vaða menn i gullsandi, hvar sem þeir stiga. — Enn 
má minna á skáldakvæði og visur og nægir að minna á 
jafnágætt skáld sem EgiII var Skallagrírasson. Eg get eigi 
Btilt mig um að nefna nokkur dæmi. Lýsing Egils á Ei- 
ríki konungi mun verða minnisstæð hverjura, er les eða 
heyrir : 

Vara þat tunglskin 

tryggt at líta 

né ógnlaust 

Eiriks brá, 

þ& er ormfránn 

ennimáni 

skein allvalds 

ægigeislam. 

Sjálfslýsing hans í sama kvæði, Arinbjarnardrápu, er 
einkennileg og góðlátlega spaugsöm : 

Né hamfagrt 
höldum þótti rSkirnir] RyiJb Terðar am arfl«ifS Islendinga. 199 

sksldfé mitt 
at ðlcata hásnm, 
þá er úlfgrátt 
Tið Yggjar mil^i 
kattar staup 
af hilmi þák. 

Siðasta visa þessa kvæðis sýnir, svo sem ótal aðrar, 

4ið það er engin nýjung á íslenzkum kveðskap, að skáld 

noti líkingar og haldi þeim sjálfum sér samkvæmum til 
•enda: 

Var ek árTakr, 
bar ek orð saman 
með málþjóns 
morginTerkam. 
Hlóð ek lofköst, 
þann er lengi stendr 
óbrotgjarn 
i bragar túni. 

Þá ætti helzt bver maður að kunna Sonatorrek hans, 
])vi að það er hrein perla i íslenzkum skáldskap og allra 
^jóða skáldskap: 

Mjök hefir Rán 
of rysktan mik. 
Emk ofsnaaðr 
at ástTÍnam. 
Sleit marr bönd 
minnar áttar, 
snaran þátt 
af sjálfum mér. 

Og 8V0 gengur sorgin nærri honum yfir sonarmissin- 
um, að hann heitast við guðina, svo sem siðar gerði 
Bólu-Hjálmar. Egill kvað: 

Yeit ef 8ök 
STerði rœkak 
Tar ölsmið 
allra tima. 
Roða Tágs brœðr 
«f Tega mœttak, 
færak (uidTÍgr 
f^giu mani. 200 Hrað verðor um arfleifð Isleadinga. [Skimir- 

Þetta er tekið af handahófi úr kvæðura Egils, en það^" 
er sannast sagt, að þau eru öU gerð af hinni mestuanild. 
Og þótt eg hafi eigi nefnt fleiri en Egil, þá eru þó fjölda- 
raörg önnur fornskáld, sem eru prýði bókmenta vorra og 
væri prýði hvers lands bókmentum, og fult er af gullfalleg- 
ura lausavísum i sögunum viðsvegar. Mun eg láta nægja 
að minna á þessa vísu Þóris jökuls, er hann kvað áður 
en hann var leiddur til höggs: 

Upp skaltu á kjöl klífa, 
köld er sjávar drifa, 
kostaða hagion at herða, 
hér maQta lífit verða. 
Skafl l)eygjatta, skalli, 
þó at skúr á þik falli, 
ást hafðir þú meyja, 
eitt sinn skal hver deyja. 

Þá er eigi síður mikils vert um rit forfeðra vorra f 
óbundnu máli. Þar er þá fyrst á að minnast íslendinga- 
sögur, er hafa alla hina sömu kosti sem kvæðin: gagn- 
orða sniUi i máli og meðferð, og sannkallaður námi þeim 
mönnum, er leita að fornu gulli þjóðmenningar vorrar.. 
Þessar sögur eru ekki skáldskapur, heldur sagnfræði, sem 
byggja má á, þótt surastaðar kenni þjóðsagna og hjátrúar 
og ekki raegi taka öllu með trúarinnar augura. Slikt rýrir 
eigi tiltrú sögunnar í aðalatriðum. En gjörsamlega ástæðu- 
laust er að kalla þessar sögur skáldskap. Þvi að alt efni 
sögunnar hafa höf. haft í munnmælum þeim, er þeir höfðu 
heyrt frá blautu barnsbeini og rituðu sem réttast þeir 
kunnu. Sagnaritararnir hafa því alls eigi ort, og ef sög- 
urnar eru skáldskapur, þá eru þær þjóðsögur. En 
þær eru eigi skáldskapur. Það er alls eigi nein rainsta 
ástæða til að efast ura, að þær hafl geymzt réttar á vör- 
um manna, því að þá voru eigi bækur eða ritföng algengt eða 
almenningseign, og þess vegna urðu menn að leggja miklu' 
meira á minnið og urðu því langtura minnugri en vérerum. 
Þó þekki eg raarga samtíðarmenn vora, sera segja langar 
flögur rétt og nákværalega og samtöl manna orðrétt. Svo- i Skirnir] Hva& ver&ur am arfleifð Islendioga. 201 

voru mér sagðar fornaldaraögur Norðurlanda, og laa eg 
þær skömmu siðar og sá að sögumaður hafðí faríð svo 
með sem fyrr var sagt. En úr því slíkt er altitt um sam- 
tiðarraenn vora, þá er þó sannarlega engi áatæða til að 
ímynda sér, að miklu minnisbetri menn hafi eigi getað 
gert jafn vel, einkum þar sem sögn hafði verið þeim i 
8tað lesturs í uppvextinum. Það er ekki einu sinni áatæða 
til að efast um, að mörg tilsvör nianna og ræður hafi varð- 
veitst orðrétt, svo að varlega er fullyrðandi, að söguritar- 
inn hafi ráðið orðalagi að öllu En hver einkenni skáld- 
skapar eru þá eftir? Eg hefi að eina nefnt þessa almennu 
ástæðu móti þvi, að rétt sé frá sagt, er menn kalla ís- 
lendingasögur skáldskap, þvi að hún nægir. Annars eru 
mörg fleiri rök til þcss, sem eg segi hér, t. d. rétthermi 
sagnanna um heiti manna og staða og um ættir manna. 
Sil ástæða nægir og ein út af fyrir sig. Eitt má enn þá 
benda á. Efasemdamennirnir trúa þvi sem nýju neti, að 
lögsögumaður hafi þulið upp öU lög landsins á lögbergi, 
þótt óskrifuð væri. Og hann hefir þó sannarlega ekki 
mátt breyta mikið um orðalag. En að menn hafi geymt 
rétta sögu frænda og vina, það þykir þeim ótrúlegt. Otvi- 
ræðlega er þó að minsta kosti Heimskringla eða Sturlunga 
visindaleg sögurit, og má Ijósast sjá á orðum Snona sjálfs, 
hver aðferð hans hefir verið, er hann samdi Heimskringlu 
sina. Þá hina sömu aðferð hafa hinir beztu og glöggustu 
vísindamenn nútimans. Um hina ágætu hljóðfræðiritger?y 
hljóta þó allir að verða snmmála, að hún bé hrein og 
skær visindi. Er það merkilegt, að einstakur maður hér 
hefir verið svo glöggur á þessa hluti, þótt þá"væri^li& 
ekkert til að byggja á, því að hljóðfræði varð eigi til fyrr 
en mörgum öldum síðar. Þetta er einstakur viti upp úr 
hafi aldanna, en sorti til beggja handa. 

Auk þessa höfum vér tekið i arf tunguna.Jaem^fyrr 
var getið, og rétt til fuUveldis, þó að iUa færi stjórnniáí^ 
in, gott œtterni og eðlisfar, mikiar gáfur og marga fleiri 
kosti. Okosti einnig, en um þá t.ila eg ekki. Lifnaðar- 
háttu, siði og menning á háu siigi, eldgamla menuing •202 Hvað verður um arfleifð Islendinga. [Skirnir 

fainnar þýðversku þjóðkvíslar. Að þessu sinni spyr eg eigi 
ura fleira en bókmentaaifinn: Hversu fftrum vér með 
iann? 

II. M e ð f e r ð i n. 

Gullnáraa höfðum vér fengið að erfðum, en íslands 
-óhamingju verður alt að vopni. Danir sendu hingað gáf- 
aða islenzka menn, sem þeir höfðu i sinni þjónustu, og 
létu þá smala gullinu til Kaupmannahafnar í hrúgum. En 
áður höfðu þeir búið svo í haginn með stjórn sinni og 
verzlun, að hér lá alt i kalda koli, svo að engum kom til 
hugar að varna því, að svo dýrir fjársjóðir væri fluttir úr 
landi. En þetta varð eigi á vorum dögum og vér eigum 
enga sök á þvi. Er oss það gott að vita, þvi að hætt er 
við að sala forngripa vorra úr landi verði oss til nægi- 
legs áfellis. Þetta varð nú til þess, að aðrir unnu nám- 
ana á undan oss, — eða lögðu til nöfn á titilblöð bók- 
anna, þótt íslendingar hefðu unnið verkið. Nú eru marg- 
ar stærri og merkari þjóðir teknar að vinna námana. 
Það var vel þolandi, að aðrir yrðu fyrri til að gefa út 
fornrit vor og vinna að þeira, en hitt er óþolandi, að 
handritin eru horfln i annara hendur, þegar vér viljum 
byrja. 

En lesið getura vér þó bækurnar og notað arf vorn 
að nokkru leyti. Þetta höfum vér gert áður meir en nú. 
Vil eg benda á það, að auðséð er á kvæðunum, að hin 
eldri góðskáld vor hafa verið langtum kunnari eddukvæð- 
nnum en hin yngri, enda kunnað betur að yrkja. 

Litils háttar höfum vér unnið úr náraanura. Hafa 
það gert einstakir fræðimenn vorir, surair hér á landi, en 
fleiri erlendis. En þetta þótti oss hvergi nærri nóg. Vér 
vildum koma hér á fót vísindum i þessari grein, og i því 
skyni settum vér kennarastól i íslenzkri tungu og íslenzk- 
um fræðum i nýstofnaðan háskóla vorn. Valdist til þeirr- 
ar stöðu ágætur maður og alþektur vísindamaður i þeirri 
gTein. 

Vér fylgismenn háskólans ætluðumst til að þess yrði .Skirnir] Hva5 verOar nm arfleifd Islendinga. 203 

«kamt að biða, að hingad sækti menn úr öllum löndum 
til þess að leggja stund á íslenzk fræði, af því að vér 
vildum að það yrði fastur ásetningur þings og þjóðar, að 
Að hér yrði beztur staður til þess náms, og framkvæmd- 
ur yrði sá ásetningur. Auðvitað er þar mikill og illur 
þröskuldur í vegi, að handrit vor eru í hershöndum er- 
lendis. En þá mundi menn mega búast við því, að hið 
foma vikingabióð hitnaði við mótstöðuna, svo að hrundið 
yrði úr vegi verstu erfiðleikunum. Þetta verkefni fyrir 
vísindamenn vora næst nú eigi aftur frá Dönum, úr því 
það nú lenti þar einu sinni. En Danir mundu vera allir 
af vilja gerðir til þess að hjálpa oss til að Ijósrita (foto- 
typera) öll handritin. Vér þurfum því eigi annað en 
leggja fram nokkra tugi þúsunda króna til verksins, og 
er það sannast sagt, að oss er það meira en meðalskömm, 
ef það dregat lengi. Auðvitað þurfum vér og að fjölga 
kennurum í svo margbreyttri og mikilsverðri grein sem 
íalenzk fræði eiga að vera hér. Þetta hvorttveggja væri 
engin ofætlun og er sjálfaagður hlutur, ef vér ætlum ekki 
að láta grútarháttinn kyrkja háskólann, langmerkasta og 
og affarasælasta fyrirtæki vort, ef rétt er með farið. 

Þessar ættu og eiga að vera undirtektir vorar undir 
stofnun háskólans og kenslunnar í íslenzkum fræðum. En 
hverjar hafa þær orðið? Á þingi urðu harðar deilur um 
mjög lúsarlega fjárveitingu til þess, að afrita skjöl og 
handrit vor erlendis. Þó er hitt verra, að enginn verður 
til þess að nota sér kenaluna i því skyni, að verða vís- 
indamaður. Og þau firn hafa heyrst, að kennarar hafi 
ráðið ielenzkum stúdentum til þess, að nema heldur is- 
lenzku í Kaupmannahöfn en hér, og þeir látið sér að 
kenning verða. Þetta er þjóðarskömm og morðtilraun við 
beztu stofnun landsins. 

Alþjóð manna rækir og illa þenna arf sinn. Þvi 
að miklu minna lesa menn nú hinar fornu bókmentir 
vorar en fyr. Einkum er illa statt i bæjunum, en íbúar 
þeirra eru nú orðnir fullur þriðjungur alls landslýðs. S04 Hvað verðar nm arfleifð Islendinga. [Skimúr 

III. Hvað verður um arfinn? 

Ef vér vanrækjum hann og kunnum eigi að meta 
hann, þá verður hann eign útlendra manna, og Isiend- 
ingar munu fyrirverða sig sárt á komandi öldum. En þ& 
veröur ofseint að naga sig í handarbökin. 

I bezta lagi gætu íslenzkir fræðimenn þá átt hlut i 
honum með hinum erlendu mönnum. 

En ef 088 fer eigi 8em þeim fuglinum, sem verstur 
er og dritur i 8itt eigið hreiður, heldur vinnura vér með rögg 
og drengskap að hag vorum og heiðri, þá verður hann 
alþjóðareign, ávaxtast hér og aflar oss maklegrar virðing- 
ar hjá öðrum þjóðum. 

Á fyrri öldum varðveitti hafið oss, en er samgöngur 
eru nú orðnar miklu auðveldari við önnur lönd og marg- 
falt tíðari, þá dugir nú eigi lengur sofandi mótstaða. Nú 
þurfum vér að vaka og vera á verði, gæta þess, að vér 
gefum eigi of mikið fyrir pipuna, og beita mannviti og 
dugnaði til þess að auka og skýra erfðagullið dýra. 

Eallar nanðsyn stofninn allan • 
til að gæta og vegsemd veita 
vitra starfi feðra arfi. 
Norrænn andi yfir löndin 
aldir leiði frægðar heiðar. 

Bjami Jónsson 
frá Vogi. Utan úr heimi. Byltingar í alþjóöaviðskiftum. 
I. 

Hinir miklu tímar, sem við lifum á, hafa í för meS sór bylt- 
ÍDgar i lífi þjóðanna, meiri og víðtœkari en sögur fara af. Fæðing 
nýja tímans gengur ekki þratitalauRt. Nj verkefni og njjar lausn- 
ir koma fram án afláts á öllum sviðum í baráttu þeirri, sem háð 
er á bak við tjöldin. Óhætt mun vera að segja, að sem stendur 
vekja mesta athygli byltingarnar í viðskiftalifi þjóðanna út á við. 
£g vil hér s/na, hvernig þær eru í aðaldráttunum. 

Fyrst verð eg að skýra frá, hvernig viðskiftin við útlönd fara 
iram og hverju lögmáli þau lúta. 

1. Þegar A)úar einhvers lands eiga viðskifti við útlendinga, þá 
kemur að því, að þeir skulda hverir öðrum peninga, hvort heldur 
það er vegua vöruverzlunar, eða það eru vextir af lánum, tekjuraf 
fé, sem menn eiga í öðrum löndum, greiðslur fyrir póstsendingar, 
BÍmskeyti, umboðslaun, farmgjald, ferðakostnaður í öðrum löndum 
o. fl. Því nær hvort öðru sem löndin Hggja, því meiri og fjöl- 
breyttari eru viðskiftin að jafnaðí. Sá hluti viðskiftanna, sem á að 
gjaldast innan skamms t/ma nefnist greiðsluvið* 
■ k i f t i landsins við útlönd. 

Kröfur þœr, sem upp koma á báða bóga vegna þessara við- 
skifta, eru vanalega ekki greiddar með peningum, heldur með v í x I- 
u m. Menn spara sem sé á þann hátt kostnaðinn við að senda 
peningana til útlanda, og geta enn fremur oft fengið gjaldfrest gegn 
því að senda víxil. Þar sem v/xlar, sem eiga að greiðast í öðrum 
löndum en þeim, sem viðtakandi víxilsins á heima í, verða að vera 
áreiðanlegir og líkir bverir öðrum, þá er hœgt að nota þá sem 
g j a 1 d m i ð i I. Enskur kaupmaður, sem á inni hjá amerískum 
kaupmanni, getur t. d. gefið út víxil á hann og selt víxilinn í Eng- S06 Cítan úr heimi. [Skirnir' 

laodi eiubverjuni Janda s/num, sem skuldar Ameríkumanni, og get* 
ur kaupandinn síðan greitt skuldina með því að senda víxilinn til 
Ameríku til innheimtu. Aftur á móti getur amerískur skuldheimtu- 
maður gefið út v/xil á enskan skuldunaut og selt ameríukum skuldu- 
naut v/xilinn. Eind getur skuldunautur gefið út vixil á sjálfan 8Íg 
og sent skuldheimtumanni sinum í öðru landi víxilinn, og hann 
getur svo goldið öðrum sínar skuldir með víx'.inum. Notkun v/xils- 
ins hefir komið þv/ til leiðar, að tvœr millilandagreiðslur eru orðnar 
að tveimur innanlandsgreiðshim. 

Vanalega er ekki heppilegt fyrir kaupmenn, sera skulda / út- 
löndum, að þurfa að leita til annara kaupmanna, sem eiga inni í 
útlöndum, til að kaupa víxla, því að erfitt mundi vera að finna 
v/xla, sem giltu jafnháa upphæð eins og kaupmaðurinn þyrfti með. 
Menn nota þvi oftast b a n k a n a sem milliliði og kaupa v/xla hjá 
þeim á banka / útlöndum, og aftur á móti kaupir bankinn v/xla á 
útlendinga af þeim, sem eiga þá. 

Meginþorri skulda þeirra, sem landið á að greiða útlöndum- 
innan skamms t/ma, liggur þv/ / bönkunum / v/xlum, sem stund- 
um eiga að greiðast við sjningu, stundum eftir ákveðinn t/ma. 

a. Fyrst athuga eg v/xla greiðanlega við sýningu, VerS 
það, sem kaupandi v/xils á útlönd verður að greiða, nefnist g a n g- 
verðv/xilsins. Ef skuldir landanna hvors til annars væru alt 
af jafnháar, þ. e. a. s. jafnhá upphæð greiðanleg / sömu mynt á 
sama t/ma, þá mundi tilboð og eftirspurn eftir v/xlunum vera jafn- 
mikil / báðum löndunum, og verðið yrði þá altaf jafnhátt, gang— 
verð v/xilsins vœri ákvæðisverð, hlutfallið milli myntfóta land- 
anna. Akvæðisverð á einu pundi sterling er t. d. á Norðurlöndum 
18 kr. 16 aur. En nú eru skuldirnar vanalega miajafnlega miklar 
á ymsum t/mum, eftir þv/ hvernig viðskiftin falla. Þegar heima- 
landið á mikið inni hjá útlöndum, eru miklar v/xilupphæðir til sölu 
á markaðinum, en eftirspurnin eftir v/xlum á útlönd I/til; verðið á 
útlendum v/xlum fellur. Ef heimalandið fekuldar útlöndum mikið, 
þá er mikil eftirspurn eftir v/xlum á útlönd, en tilboðið 1/tið, verð- 
ið á þeim hækkar. Tilboð og eftirspurn ákveður þv/ v/xilgang- 
verðið, en vanalega dœma bankarnir um, hvernig v/xilmarkaðurinn 
sé og hve hátt verðið eigi að vera. Orsökin til v e r ð b r e y t i n g- 
a n n a er fyrst og fremst skuldaviðskifti landsins við útlönd um 
skamman t/ma, greiðsluviðskiftin, og v/xilgangverðið er þv/ eÍD8 
konar veðurmælir, sem s/nii ástand þeirra. 

AS jafnaði er þó einuugis ákveðið svifrúm fyrir verðbreytingar J Skirnirl Utan Ar heimi. 207 

á víxlum, setn eiga að greiðast ví6 8/ningu. Þegar v/xilgangverði9^ 
er orÖiS tn']ög bátt, þá svarar Rem sé betur kostnaði að s e n d a 
g u 11 til útlanda, beldur en kaupa svo d/ra víxla. Verð á víxl- 
UD), þar sem rétt að eins svarar kostnaði að senda gull til útlanda,. 
oefaist e f r i g u 11 d e p i 1 1, og er bann að jafnaði um 18 kr. 24 
aur. fyrir pund sterling í Kaupmannaböfn. Þessir 8 aurar auk 
ákvœðisverðs, Hvara því til kostnaðaritis við að senda gullbúta til 
Englands og láta mynta þá þar í enska mynt. Aftur á móti get- 
ur víxilgangverðið orðið svo lágt, að svari kostnaði fyrir eiganda 
vtxilsins að senda bann til Englanda til innbeimtu og flytja gullið 
til heimalandsins, í staðinn fyrir að selju víxilinn svo lágu verði. 
Þá er gangverð víxilsins komið að neðra gulldepli, sem er t. 
d. að jafiiaði 18 kr. 07 aur. fyrir pund sterling í Kaupmannaböfn. 
Þessi 9 aura frádráttur frá ákvæðisverði svarar þá til kostnaðarins 
við að flytja gull frá Englandi og láta mynta það í Danmörku. 
Vanalega sjá bankarnir um guUsendingar ef á þarf að balda, en 
oftast hafa þeir, ef unt er, beldur önnur ráð, sem síðar verður 
getið um. — Víxlar, greiðanlegir við syningu, skyra frá bvort 
greiðsluviðskifti landsins séu því í bag eða ekki. 

b. MikiU hluti af víxlum þeim, sem notaðir eru í greiðslum 
til útlanda, eru þó ekki greiðanlegir við syningu, beldur eftir ein- 
hvern t í m a. Þegar ákveða á verð þeirra, þá verður að taka til- 
lit til V a X t a n n a í því landi, þar sem víxillinn á að greiðast. 
Menn geta sem sé ekki selt þá þar þegar / stað, nema að frá 
víxilverðinu verði dregnir vextir til gjalddaga víxilsins, forvextir, 
og ef þeir eru báir í landinu, þá er affallið á víxlunum mikið, 
gangverðið lækkar á löngum víxlum. Einnig er bér tekið meira tillit 
til en á stuttum víxlum, bvort nöfnin á víxlunum eru áreiðanleg og 
hvort landið, þar sem víxillinn á að greiðast, hafi gott lánstraust. 
Gangverð á löngum vfxlum fellur þó ekki að jafnaði niður fyrir 
gangverð á stuttum víxlum að frádregnum forvöxtum. 

Þegar víxilgangverðið á útlönd bœkkar, þá er það til hagnað- 
ar fyrir þá, sem flytja út vörur; þeir fá bærra verð fyrir víxla þá^ 
sem þeir fá frá útlendum kaupendum. Þegar víxilgangverðið lœkk- 
ar, þá er það hagnaður fyrir þá, sem kaupa vörur frá útlöndum ;. 
þeir fá ódyrari víxla til að greiða skuldina með. Víxilgangverðið 
gefur bendingu um að auka útflutning eða innflutning þangað til 
jafnvægi kemst á. Einnig stefnir að því, að vöruverð lœkki í 
heimalandinu, ef mikið befir verið flutt inn, og hœkki ef innflupn- !208 Utan úr heimi. [Skírnir 

ingur hefir verið lítill, oj; er bér einnig bending um aö breyta 
.fltefnu greiSsluviðskiftanna. 

2. Víxilgangverðið fer samt ekki eingöngu eftir greiðnluviS- 
.skiftunura, heldur einnig eftir því, hvort lánsmiðill landsins 
hefir lækkað í verði í samanburði við gull, en gildi 
peninganna í útlöndum só jafnt sem fyr, eða ekki. Verð á öliu í 
landinu (verðlagið, Prianiveauet) er eem só komið undir því, hve 
iinikið er i landinu a* gulli, seðlum og öðrum lánsmiðli. Ef nú er 
gefið út of mikið af seðlum eða veitt of mikið lánstrauat, þá eykst 
kaupmagnið án þess að vörnmagnið í landinu hafi aukist, verð á 
Törum bækkar og peningarnir falla í verði. Ef peningarnir hafa 
ekki fallið í verði í iitlöndum, þá innleysa menn seðla heimalands- 
ins og fá gull fyrir, sem þeir svo senda til útlanda þar sem það 
er meira virði. Heimalandið tæmist því af gulli, bankarnir hætta 
að geta leyst inn seðlana og nú bjóða menn meira verð fyrir gull 
■en seðla. Þegar gullið er horfið lit úr landinu, eru engin tak- 
m ö r k fyrir gangverðsbreytingum á útlendum v/xlum, gulldeplarnir 
•eru horfnir. Þegar orsökin til lágs víxilgangverðs á heimalaudið er 
8Ú, að það skuldar útlöndum, þá græða útlendingar á víxilgang- 
verðinu í viðskiftum vegna þess að kaupmagn peninga heiraa- 
landsins er óskert. En þegar verðfall peninganna í heimalandinu 
•er orsökin, þá græða hvorki útlendingar né tapa á lágu víxilveröi 
vegna þess, að þó að þeir fái meiri upphæð í peningum beima- 
landsins fyrir vörur slnar, þá eru peningar þess því minna virði. 

Aftur á móti geta auðvitað þeir, sem eru hepnir, grætt á 
breytingunum á víxilgangverðinu, jafnt þegar um er að kenna 
verðfalli peninganna, eins og þegar orsökin er óhagstæð greiðslu- 
-viðskifti landsins. Ef maður semur t. d. um kaup á togara í Þjzka- 
landi fyrir 250,000 mörk þegar markið er 85 aura virði, þá svarar 
það til 212,500 króna. Ef markið er nú fallið á gjalddaga niður í 
75 aura, þá á maðurinn ekki að greiða meira en 187,500 krónur, 
J). e. a. s. hann hefir grætt 25,000 krónur á verðfallinu. En ef 
markið hefði stigið í verði, þá hefði maðurinn aftur á móti tapað. 
Viðskiftin eru því orðin miklu áhættumeiri vegna breytinganna í 
víxilgangverðinu. Lönd, sem ern á þeirri hálu braut, að hafa gefið 
út of mikið af seðlum eða veitt of mikið lánstraust, skulda vana- 
lega öðrum löndum mikið fé, og þar sem ekkert land getur skuld- 
að öðrum löndum miklar fúlgur t i I I e n g d a r, þá kemur fyr eða 
síðar að því eina ráði, sem hægt er að nota, ef landið á ekki að 
-verða gjaldþrota, t. d. á þann hátt, að lögákveða minna verð í X Skirnir] tJUn Ar heimi. 90^ 

penÍDgum en fyr, að auka útflutning og rainka neyzluna í landina^ 
hve erfitt sem þaC kann aS verða. 

Einnig getur hent^ að bæði lánsmiðill og gull falli 
í verði i samanburði við vörur, efframleiðslan 
íheiminum hefirminkaðað mun. Það hefir því að eins 
áhrif á víxilgangverðið, að framleiðslutapið lendi misjafnlega þuugt 
á löndunum. 

3. \m8 ráð ern til að hafa Áhrifágreiðslu* 
viðskiftin og víxilgaugverðið, og má sérstaklega nefna 
breytingu á vöxtunum í landinu, sérstaklega forvöxtunum, v/xla- 
pólitík og lán í útlóndum. Bankarnir, sem eru drotnar atvinnu* 
Hfsina, eiga að gera þessar ráðstafanir. Því betur stæðir sem bank- 
arnir eru, þess meiri áhrif geta þeir haft á greiðsluviðskiftin og 
þar með á alt atvinnul/f þjóðarinnar. Einkum verður þetta hlut- 
verk seðlabanka landsins, og því öflugri sem hann er, þess meiri 
áhrif getur hann haft í þessu efni. 

Ef forvextirnir eru hækkaðir, verður arðvœnlegra fyrir 
útlendinga að kaupa langa víxla á landið, því að þeir falla fyrst í 
verði og gefa þess vegna hœrri vexti ef menn eiga þá þangað til 
gjalddagi er kominn. Eftirspurnin eftir löngum víilum á heima- 
landið eykst og þeir bækka í verði. Vegna forvaxtahœkkunarinnar 
verða peningar dyrari í heimalandinu og menn minka innflutning 
frá útlöndum. Víxlar á vitlönd falla því í verði vegna minni eftir- 
spurnar. Ef forvextirnir eru lœkkaðir, mundi það hafa gagnstœð 
áhrif, lækka víxilgangverðið á heimalandið^ hœkka víxilgangverð 
á útlönd. 

Bankarnir eiga vanalega inni í hlaupareikningi' 
hjá útlendum bönkum, og þegar þeir selja víxla á útlönd, 
gefa þeir vanalega út víxil á þessa inneign. Ef þeir kaupa víxla, 
sem greiðast eiga í útlöndum, láta þeir vanalega greiða víxilupp- 
hæðina inn til viðskiftabanka síns í útlöndum. Þegar skuldir til 
útlanda eru miklar, eru því þessar inneignir miklar. Ef á þarf að 
halda, geta bankarnir þá fengið um hríð að gefa út víxla á útlendu 
bankana, þó að þeir eigi þar ekki inneignir. A þenna hátt geta 
bankarnir komið á jafnvœgi um hríð milli tilboðs og eftirspurnar 
eftir víxlum á útlönd. 

Bankarnir eiga einnig vanalega birgðir af útlendum 
verðbrófum, og þegar greiðsluviðskiftin við útlöud eru óhœg 
(heimalandið í skuld), geta þeir selt verðbrófin í útlöndum og komiS^ 
á jafnvægi milli tilboðs og eftirspurnar eftir víxlum á útlönd. 

U 210 Utan úr heimi. [Skirnir 

Einnig er hœgt aS lœkka víxilgangverð á útlönd u m h r í 9 
með því að fá 1 á n í ú 1 1 ö n d u m. Þá eykst víxilfúlgan á 
útlönd. 

Ef víxilgangverð á útlönd er hátt t i 1 1 e n g d a r, er eina 
ráðið við því, að auka útflutning og minka neyzluna í landinu. 

4. Víxilmarkaðurinn er orðinn alþjóðlegur vegna sím— 
anna og gufuskipaferðanna. Ef eitthvert land skuldar öðru landi 
fé, en á inni í þriðja landinu, þá eru skuldirnar á milli landanna 
jafnaðar þannig, að landið greiðir skuldheimtulandinu skuldina meS 
v/xlum á skuldunautslandið (arbitrage). E n g I a n d hefir verið 
drotnandi á víxla- eða peningamarkaðinum. Sökum þess að Eng- 
land hefir verzlað við öll lönd, hefir það haft skuldaviðskifti við 
öll lönd og víxlaviðskifti. V/xlar þessir eru viðurkendir af enskum 
bönkum og verzlunarhúsum, sem þekt eru um allan heim og þykja 
því mjög öruggir. Englendingar hafa ætíð heimtað, að viðakiftamenn 
iþeirra gœfu út víxla á pund sterling greiðanleg í Englandi. Eng- 
land hefir þess vegna orðið að peningamiðstöð og skuldajöfnunar- 
stað heimsins og sterlingsvíxillinn að alheimsgjaldmiðli. 
Á síðustu árunum fyrir ófriðinn fóru þó bœði markvixillinn og 
frankavíxillinn að koma fram í peningaviðskiftum heimsins i Suður- 
ameríku og Litlu-Asíu, og var það einn af liðunum í samkepni 
Þyzkalands og Frakklands við England um heimsverzlunina. 

Eftir að hafa skýrt frá venjulegum gangi heimsviðskiftanna 
rmun eg skyra frá áhrifum þeim, sem ófriðurinn hefir haft á þessu 
sviði. 

II. 

Stórveldin höfðu um langan tíma búist undir ófriðinn í fjár- 
-málum sínum, og sérstaklega höfðu þau lagt stund á að efla 
seðlabankana, og var œtlast til að þeir yrðu framkvœmdar- 
stjórar ríkisins í fjármálum og atvinnumálum, þegar ófriðinn 
bœri aö höndum. Einn þátturinn í undirbúningi þessum var 
Að safna gulli inn í seðlabankana, bæði úr landinu 
sjálfu og frá útlöndum. Urðu menn sérstaklega varir við, að stór- 
veldin drógu til sín mikið gull frá Vesturheimi í byrjun ársins 
1914. Seðlabankarnir söfnuðu guUinu úr landinu sjálfu með því 
að gefa út minni seðla en fyr og varð gullið þá óþarft í daglegum 
viðskiftum, safnaöist inn í bankahvelfingarnar. Á þenna hátt jók 
t. d. þýzki ríkisbankinn gullforða sinn um 440 miljónir marka frá 
23. júlí 1911—1914. Ríkin ætluðu svo að nota gulIiC á ófriðar- i mkirnir] Utan úr heimi. 211 

tímum til að geta gefið út fleiri seSia og til að lagfœra víxilgang- 
yerðið ef á þyrfti að halda. 

í upphafi óf riðarins var nú alstaðar, neraa í Englandi, 
bannaður útflutningur gulls af hálfu einsiaklinga, en 
leðlabankarnir gátu fengið undanþágur ef þyrfti. Útflutningsbannið 
bafði þau áhrif, að svifrúmið fyrir víxilgangverðsbreytingar, gulldepl- 
arnir, hurfu, og víxilgangverðið fór nú eingöngu eftir tilboði og 
eftirapurn eftir vixlum á útlönd. Enn fremur var alataðar 
létt af skyldunni að innleysa seðlana nema i 
-£ n g I a 1] d i. Vegna þess aðlánstraustið bilaði alstaðar, 
var þörf fyrir meiri lánsmiðil og þá varð seðlabanki hvers lands 
að hlaupa undir bagga og fá leyfi til að gefa út seðla eftir þörfum 
-viðskiftalífsins. Varð það til þess, að guUið streymdi enn frekar 
inn í seðlabankann. Þýzkaland hafði siðan 1871 geymt í Júliusar- 
turninum i Spandau 120 milj. marka i gulli, af herkostnaði Frakka, 
og bœtt annari eins uppbœð við siðar. Gull þetta átti að nota 
þegar ófrið bœri að höndum. Nú var það flutt yfir i rikisbankann 
og gefnir út seðlar til að geta kvatt herinn saman. Enn fremur 
nytfœrðu r í k i n sér seðlapressuna. Fyrsta ófriðarárið hafa stór- 
veldin fengið um 16 miljarða króna lán i seðlum til ófriðarþarfa. 

Þegar herinn var kvaddur saman minkaði framleiðsl- 
a n i löndunum og breyttist siðan i hernaðarframleiðslu 
og varð þá vaxandi eftirspurn eftir útlendum vörum. Við þetta 
bœtt'st að lagt var útfutningsbann á margar vörur. Greiðsluvið- 
skiftin hlutu þá að verða óhagstœð fyrir ófriðarþjóðirnar og vixil- 
gangverðið á útlönd hátt, lágt á ófriðarþjóðirnar. 

Ennfremur kora smámsaraan vaxandi »i n f I a t í o n<, uppblást- 
ur á öllu vöruverði en verðfall á peningura, vegna ófriðarlánanna og 
aukinnar seðlaútgáfu, þó að nokkur hluti hennar vœri réttmœtur 
vegna þess að lánstraustið bilaði. Þegar t. d. bankarnir lána rik- 
inu fó ut í hönd til ófriðarins, þi verður fyrst um sinn eina breyt- 
ingin sú, að bankinn hefir rainna fó i sjóði. en i þess stað fleiri 
rikÍBskuIdabréf, eignamegin. Skuldir bankans eru þœr sömu sem 
fyr. Þegar stjórnin geldur reikninga sína, streyma peningarnir aft- 
ur inn i bankann, þvi að þeir sera selt hafa stjórninni vörur til 
ófriðarafnota, leggja andvirðið inn i bankana. Bankinn hefir þá 
fengið aftur reiðufé sitt og hefir nú að auki rikisskuldabrófin, en 
skuldirnar hafa hækkað um upphœð sem nemur innlagi vöruselj- 
endanna. Rikið hefir eytt vörunura og ekkert hefir sparast i land- 
inu, en mean eiga meira ina i boakum ea áður. Kaupmaguið hefir 

14* 212 Utan úr heími. [Skirnif 

aukÍBt án þess að vörumagDÍð í landhrn ykist, þ. e. a. s. nú er 
>infIation«, verðhækkun á vörum. Sama máli er að gegna ef ein- 
staklingar lána ríkinu fó til ófriðarins. MikiU hluti verðhœkkunar 
þeirrar, sem ófriðurinn hefir valdið, stafar einniit/t af þessari orsök. 
Fátœklingarnir verða harðast leiknir af þessu og neyðast til að nejta 
ódjrari vara en áður vegna hins háa verðs, og á þann hátt n e y ð- 
ast þeir tilaðsparafyrirþjóðiua, án þess að grœða 
sjálfir á þeim sparnaði. Það sem fátækliugar spara við sig íneyzl- 
unni, notar svo ríkið til ófriðarþarfanna, en því meira sem er spar- 
að, þess minni er verðhækkuuiu. Sökum þessarar vöruverðhækk- 
unar, vetðfalls peninganna, hækkar víxilgaugverðið á útlönd. Ed 
þar sem einnig er vöruverðhækkun í mörgum hlutlausura löndum, 
þó að hún sé ekki eins mikil þar, þá óskyrast drættirnir að nokkru 
leyti, vegna þess að peniugágildið fellur líka í hlutlansu löndunum. III. 
Eftir þenna inngang nm ófriðinn get eg snúið mér að helztu > 
löndunum og s/nt, hvernig víxilgangverðið á þau hefir verið, orsak- 
irnar til þess og ráðstafanir þær, sem gerðar hafa veriö til að lag- 
fœra það. Taflan sýnir víxilgangverð í Kaupmannahöfn á yms lönd 
víxlar greiðanlegir v i ð s y n i n g u). Hún œtti því að vera s a m- 
nefnari atvika þeirra, sem getið er um að framan. (1 pund ■ 
sterl., 100 fráukar, rúblur, mörk, austr. króuur eða dollarar, gilda-- 
i dönskum króuum). i :flkimir] Utan úr beimi. 918 1 

•1. 
V 

I 


London 

París 

Pótursborg 

Hamborg 

Vín 

New York 
os — 

•^7 «a 00 to ^ «-• 

<M Ol 00 tO tð 00 

Ö 0> 00 ö ö *«— 
O — íO o o o> 


<• 
< 


< 
8 


t-1 


1 


C*9 <-' 

00 o» ^ *■ ->I "-■ 

bO 00 ;»4 P p 00 

O b» 00 b ö í— 
ö o o o o o 


• 


«o w ^ >*». o> *-• 
_to po 00 fco <r> 00 

Ö 'w 00 b b' b' 
ö o o o o o 


I^ 
\ 


60 ^ 

«o cn ^ w o> >— ' 

JO «0 00 0> pc 00 

b b '«o 'o 'to 'co 
o o O O Oi o 


1-1 
Ctt 


OD 

rt- 
00 — 

«0 W ~J CO Oi ►-' 

o> 50 co o> 0> 00 

'0 '0 'cí^ w <-• 
C3 oc 


00 


K 


CO H- 

00 CJl -J CO 0> 1— ' 
«0 0> 00 >^ 0> ;>5 

b b 0» b cj« «0 
~J 


co K- 

r 
co •— 

00 CJ» ^ to o> 1-« 

p' <3' CO CO ^ 

b *o «c '0 b 4>> 
to 
< 
CO H- 

0» CJi -i to o> >— ' 
;<i ►-■ p 7- to o> 
b bi ^ b b «0 
C" c 


ð> 


OB 
co >— 

~1 .fn. o> ►-- o> >-• 

to 00 ►»»■ co ^ 

b b bi b io b» 

O' c?» 
«• 

a 


CO ^ 

Oi ff^ o> 1— ' o> >— ' 
~a 00 o> >*>->—' o> 

'o 'a 'c:> '<:> 'c) 'cD 

«X) 
<c 
co ^ 

0> 4^ 0> ■— ' 0> >— ' 
p 0> rf>. ;<!>-' 0> 

b b <o b to '«0 

Ot cn 


to 


►^ 

g- 

^ 


' LondoD 

Par/s 

Pótursborg 

Hamborg 

V/n 

New-York 
co — 

~J -a 00 «0 -<I i-i 

co pi 00 to 10 00 

b b> 00 b b ^ 
— «0 o> 


CB* 

< 


< 
8 

O"- 


1-* 


CO — 

^ -^ 00 ÍO ^ 1— ' 

p» Ol JO ►-' ínD 00 

b» b> b to *c« 'ts 
Oi c CJi 


p 


«-i 


~5 ~J * «0 ^ i-i 

0: ot <» p co pc 
"0 '0 fo b co 'co 
o» 


1-* 


!>- 

cn 


CO ►-' 

00 -^ 00 00 ^ 1-" 

co .í^ ío «0 _CO 00 
b b ío b b bi 
000000 


CQ 

0> "O 


co >-• 

00 ^ 00 00 ~a 1— ' 

«0 tO 0> CT* 00 

"0 b CT b b 00 
000000» 


,4^ yt- 


CO '-' 

«0 ^ 00 00 ~í t-" 
co to CJ1 0> 00 

b b '0 b b «0 
000000» 


>^ 
cu 


!zj 

< 


^ •-' 

"J 00 ^ ~i >-> 

p f* 00 p» :-í jo 

"0 © *to b 0» 'to 
© CJ1 
ö 


>^ ^ 

~5 00 -4 ^ h- 

pi p :<» p :<> «0 

b b» b b b» to 
000000 


t-i 
co 


«H 
P 


1-1 

ÍO 

1—» 


-J 00 -í ^ !-• 

00 p o> ;-I 00 «0 

b b 'to b b >*>. 
01 Ol 


p» 
P oioo -í rJ ^ 

K) p« jf*. 0> pO 50 

© b --I b 0« 0« 
© 0» © © 


ts 


N 


co —• 

ÍO <3> 00 -í ^ >-• 

T^ p p p CO 00 

b b b b 'cn lí*. 
c;i 


1-^ 
CO >-^ 

íO o> -^ o> ^ >— ' 
^ p 50 p _tO 00 

b b '>*>■ b '-a '>*>- 
o» co 


JO 


g VlxilgangveríJ / Kaupmannahöfn er nú fallið frá ákvœðisverði : 
Á England 7%, á Frakkland 157o, á Rússland 39%, á Þ/zkaland 
270/0. á Au8turr/ki 390/o. um 1. E n g 1 a n d. Kringumstœðurnar eru öðruv/si hór en / hin- 
ófriðarlöndunum. England er miðatoð peningaviðskiftaana og 214 (JtaÐ úr heimi. [Skirnir 

menn ættu þess vegna að búast við hœrra og jafnara vixilgangverSi í 
England en hin löndin. Víxilgangverðið á England hækkaði líka 
stöðugt framan af, þangað til eitt sterlingspund var í febrúar 1915 
jafnt 19 kr. 50 aur., eða S^o yfi'* ákvæðisverði. Ástœðan til þessa 
var að England innheimti þegar i stað hinar miklu vixilkröfur og 
BJóðlán, sem það hafði á útlönd, og yms lönd gerðu mikil kaup á 
vörum í Englandi, en þó sórstaklega í Bandaríkjunum. Þess vegna 
varð mikil eftirspurn eftir víxlum á Englaud, bæði beint og til að 
fá gjaldmiðil á Bandaríkin. Menn urðu að greiða vörukaupiu út í 
hönd, vegna þess að lánstraustið brást, og ennfremur varð útflutn- 
iugur til Englands erfiður. I Englandi sjálfu voru einkunnarorðin 
»bu8Íne8s as U3ual«. Menn héldu eins og áður framleiðdlanni og 
verzluninni áfram og græddu á tá og fingri. 

í febrúar 1915 fer svó víxilgangverðið á England að lækka og 
lækkar nú jafnt og þétt með miklum breytingum, þangað til 
það er orðið tæpar 17 króiur í desember. Þetta erii afleiðingar 
ófriðariiis, þyzka neðaíísjávarófriðarins, sem hefst í febrúar, og 
þyzku sigranna. England finnur nú, að heimsveldið er i hættu 
statt og breytir stefuu, safuar hundruðum þúsunda hermauna í 
herinn og leggur abaláherzluna á, — eftir dæmi Þjóðverja — að 
framleiða ófriðarvörur víðsvegar um landið. Vöruútflutningur 
hættir. England lánar Bandamönnum miklar fjárupphæðir. Greiðslu- 
viðskiftin verða þá sífelt óhagstæðari Englendingum, en í hag hlut- 
lausum löndum, sérstaklega Bandaríkjuuum, því að Engleudingar 
fara nú að kaupa miklar skotfærabirgðir þaðan, án þess að hafa 
vörur til að gjalda með. Vi'xiIgangverSið á England lækkar í' 
Bandaríkjunum og danska víxilgangverðið fylgir (arbitrage). 

Nú var England í hættu statt. Auk þess að vörur, sem Eng- 
lendingar réðu ekki verðinu á, urðu dýrari vegna þess, að gangverð 
sterlingspundsins hafði lœkkað í útlöndum, þá hætti sterlingsvíxill- 
inn nú að vera sífelt jafngildur gjaldmiðill í heimsverzluninni.. 
Bœði Norðurlönd og Bandaríkin yfirgáfu þess vegua að 
mestu sterlingvíxiliun í verzlun sinui innbyrðis og tóku 
í hans stað dollaravíxilinn, og auk þesa komu fram í heims- 
verzluninni bæði krónuvíxillinn og gyllinisvíxillinn, þó að minna 
bœri á þeim en dollaravíxlinum. Það var hœtt við því, að Eng- 
land mundi verða að afsala sér peningamarkaðinum og skuldHJöfn- 
unaryfirráðunum í hendur Bandaríkjuimm. Á svo mikluni bylt- 
ingatímum, eins og nú eru, hefir vaxtapólitík lítil áhrif a víxla- 
gangverðið. Skirnir] Utan úr beimi. 915> 

Hftustiö 1915 reyua £iiKlendingar því að bœkka sterlinggang- 
Ter5ið, fyrst með því að s e n d a g u 1 1 til /missa landa, og fá þeir 
í því Bkyni umráð yfir miklum hluta guIIforCa 
Bandamanna sinna, en er það stoðar ekki, fá þeir ^/^ milj- 
arðsr dollHrH lári í Bandaríkjunum, og greiða með því nokkurn 
bluta HkotfœrHskuldarinnar. — Síðar nægir þetta ekki, og œtlar rík- 
ið þá fyrst að s k i p a öllum eigendum amerískra verðbréfa að lána 
ensku Htjórninui þau, en úrslitin verða að ríkið kaupir 
ógrynni af amerískum verðbréfum gegn ámóta háu 
veröi eius og þau eru keypt í kauphöllinni. Ríkið lœtur því nœst 
selja verðbréf þessi í Bandaríkjunum. Á þenna hátt minkar skuld 
Englands til Bandaríkjanna og víxilgangverðið á Eugland bœkkar 
í New-York i jauúar og heldur sór í febrúar. Talið er að Englend— 
ingar eigi um 3^/^ miljarð sterlingspunda í verðbréfum, sérstaklega 
amerískum, svo að það œtti að geta enzt nokkurn tíma, ef alt 
nœðist. 

En nú upp á síðkastið hafa Bandarikjamenu keypt svo mikið 
af verðbréfum* að þeir kæra sig ekki um meira í bili. I ráði er að 
Englendingar fáinú lán íBandarikjunumgegnveðií. 
verðbrófum. 

Eftir að komið var lagi á víxilgangverðið í Bandaríkjunum,. 
Boeru Engleudingar sér að HoIIaudi og að öUum líkindum munu 
þeir 8VO snúti sér að Norðurlöndum, enda er sterlingEpundið þar 
ekki nema 16 kr. 95 aura virði nú. 

Eu-^'ietidingar hættu ekki að innleysa ueðlana í uppbafi ófriðar- 
ins og héldu þeim þvi í verði, en nú síðastliðið baust eru þeir 
auðsjáaulega komnir inn á þá bálu braut að afla sér ófriðarlána-. 
með óinnleysanlegum seðlum, eins og hin löndin. Þó að mestur 
hluti verðfallsins á sterlingspuudinu sé að keuna greiðsluviðskiftun- 
um^ þá er þó einnig um að kenna verðbækkun á vörum. 

2. Frakkland. Vixilgangverðið á Frakklaud bœkkar 
þaugað til í febrúar, og er það sökum þess, að Frakkland innheimti 
hin miklu sjóðlán sín til annara landa og seldi útlend verðbréf aft- 
ur til útlanda. Mönnum telst, að Frakkar muni eiga rainst 30 
miljarða franka í útlendum verðbréfum. I febrúar fer víxilgang- 
verðið á Frakkknd að lækka og lækkar síðan stöðugt. Þetta er 
fyrst og fremgt því að kenna, að nú voru öll sjóðlánin ^reidd Frökk- 
um, en auk þess voru Frakkar tregir á að selja verðbréf »Ui til út* 
landa. Vöruinnflutningurinn hafði Hka aukist, en útflutuingur 
minkað. Frakkland hefir staðist ófriðarkostnaðinn að miklu leyti 216 Utan úr heimi. [Sklniir 

œeS seSlaútgáfu og stuttum lánum, og hefir því orðið iueiri 
veröhækkun á vörum í Frakklandi en í Englandi. Af þessari or- 
4aök befir víxilgangverðið á Frakkland einnig falliS meira. Umára- 
mót 1916 eru Frakkar að hugsa um að koma skipulagi á verzlun- 
ina raeð útlenda víxla. 

3. R ú s 8 I a n d. Víxilgangverðið á Rúsaland fellur altaf frá 
upphafi ófriðarins og er það ekki unaarlegt, því að RússlHnd hefir 
uœstum eingöngu notað seðlalán til að halda áfram ófriðnum og 
iiefir ekki geLað flutt út vörur nema um Archangelsk. Samt hefir 
það fengið nokkuð tó að láni frá vesturþjóðunum gegn því að selja 
Englandi í hendur nokkuð af gulli því, sem ríkisbankinn átti og 
gegn veði í kornbirgðunum við Svartahafið (áhlaupin á Hellusunds- 
"v/gin voru hafin til að ná í þetta veð). — Fyrst á árinu 1916 er 
Rússland að koma lagi á víxilgangverðið á líkan hátt og Þjzkaland 
(sjá síðar), með því að koma á fót sérstakri deild innan fjármála- 
Btjórnarráðsins, sem hafi með höndum eftirlitið með víxlaverzluninni. 

4. Þjzkalaud. í upphafi ófriðarina hækkaði víxilgang- 
verðið á Þjzkaland, vegna þess að Þjzkaland innheimti sjóðlán sín 
til hlutlausra landa, en bráðlega fer það að lækka aftur og lækk- 
ar svo stöðugt, en þó með miklum breytingum, og nú er það að 
'OÍns 64 kr. 90 aur. 

Fyrst og fremst er þetta að kenna því, að greiðsluviðskifti 
Þ/zkalands við önnur lönd eru því í óbag, sökum þess að útflutn- 
ingur hœtti að mestu, miklar vörubirgðir voru keyptar á Norður- 
löndum og víðar og eftir að Tyrkland og Búlgaría snerust í lið með 
Þjóðverjum, fengu þau mikinn fjárstyrk frá Þjzkalandi. En auk 
þess verður að taka tillit til þess, að markið hefir falliS í verði. 
Seðlar hafa verið gefnir út í stórum stíl, eingöngu gegn tryggingu 
í verðbrófum, og hefir þetta baft verðhækkun á vörum í för 
með sér. 

Þjóðverjar hafa reynt að ráða bót á þessu á jmsan hátt, sór- 
staklega með því að selja verðbréf þau, sem þeir hafa átt úr hlut- 
lausum löndum, Norðurlöndum, Hollandi, Sviss og Bandaríkjunum, 
og með því að senda guli til hlutlausra landa. Þetta hefir þó ekki 
haft neinn varanlegan árangur, enda hafa gullsendingarnar verið 
tiltölulega litlar. 

Vorið 1915 var því haldið fram í Englandi, að verzlunarbann- 
iö gegn Þjzkalandi kæmi ekki að tilætluðum notum. Ef frjáls 
verzlun væri við Þ/zkaland, mundu Þjóðverjar kaupa miklar vöru- 
birgðir í útlöndum gegn ránverði og mundu fjármál þeirra þá kom- 
ast í ólag og víxilgangverðið lækka enn meira. Eins og sakir stæðu, 
þá fœru Þjóðverjar á mis við þessar vörur og spöruðu andviiðið. 
Þessar umvandanir urðu til þess, að enska stjórnin linaði svo á 
verzlunarbanninu að hægt var að flytja m u n a ð a r v ö r u r til 
Þýzkalands, og víxilgangverðið lækkaði þá. Þegar Þ/zkaland gat 
fengið vörur frá Balkanskaganum eftir sigurinn þar^ hœkkaði víxil- 
gangverðið á Balkanlöndin. 

Verzlunin í Þjzkalandi stefnir stöðugt meira í áttina að verða 
«lger einkavershin undir umsjón ríkisins. Snemma í vetur var lög- i :8kirnirl Uten úr heimi. 917 

bo9iS, að ófriÖarkornfólagiÖ í Berl/n skyldi hafa á bendi allan kornvöru- 
innflutning til Þ/zkalands og álika tilhögun var komið á smjör- og 
búfjárinnflutning. Sokum þessa einkainnflutnings á vör- 
um hœtti öll samkepni þjzkra kaupenda á útlendum mörkuðura og 
verð á innfluttum vörum lœkkaði. Drjúgan þátt i 
þessu verðralli átti einnig, að nú var hœgt að fá vörur frá Balkan* 
skaganum, og að þessi tilhögiin var í aambandi við álíka tilhögun 
,í Austurríki. Ríkið gat uú haft eftirlit með voru* 
innfutninginura. 

í sambandi við þetta standa tilraunir ríkisins að koraa á ef tir- 
liti með peningaverzluninni við útlönd til þess 
aS geta lagfœrt víxilgangverðið og gert það stöðiigra. I lok janúar 
fengu nokkrir stórbankar peningaeinkaverzlun við útlönd. 
Ríkisbankinn hefir eftirlit með því, hve hátt víxilgangverðið er 
ákveðið. Sórhver maður sem kaupir v/xla á útlönd, verður að skyra 
frá, til hvers hann œtli að nota þá, og ríkið gefur ekki kaupaleyfi 
ef ekki þykir hentugt, hvernig kaupandi œtlar að nota víxlana. 
Til að vera undirbúnir þegai friður kæmi höfðu þ/zkir vöruinnflyt- 
jendur sem só keypt vöruefni, sem áttu að afhendast þegar eftir 
að ófriðnura vœri lokið og námu þessi kaup eingöngu í Bandaríkj- 
UDum rúmura 100 miljónum marka. Álitið er, að þetta hafi átt 
mikinn þátt í gangverðshruninu cg ríkið vildi koma í veg fyrir 
frekari kaup. Ennfremur vildi ríkið tálma þv/, að flutt vœri inn 
' mikið af munaðarvörum. Ekki er enn unt að dæma um, hver 
áhrif einkaverzlun þessi hafi á v/xilgangverðið, en gróðabrallinu 
vegna verðbreytinganna er hœtt. 

I viðskiftum Þ/zkalands og Norðurlanda hefir vanalega verið 
notaður raarkv/xiUinn, en í seinni t/ð eru Þjóðverjar oft farnir að 
heimta k r ó n u v / x i I, sem er stöðugri / verði og hærri. Þetta 
er I/ka gert til þess að geta haft áhrif á gangverð krónuv/xilsins, 
þv/ að þegar hann er notaður, verður aðalmarkaðurinn á 
krónum / Þyzkalandi og gangverðið á honum sett þar, 
en þegar markv/xillinn er notaður er markaðurinn á Norðurlöndum 
og verðið sett af bönkum hér. Á þenna hátt gætu einkaleyfis- 
bankarnir þýzku að miklu leyti ráðið v/xilgangverðiuu á 
Noröurlönd. 

I byrjun febrúar eru nú koranar frara enn nyjar atgerðir til 
þess að koraa lagi á greiðsluviðskiftin og v/xilgangverðið. Þýzku 
iSnsamböndin (Kartel) höfðu um t/ma heimtað hærra útflutnings- 
verð á vörura s/num en áður og krafist að verðið væri reiknað / 
gulli. Nu hefir þjzka stjórnin ákveðið I á g m a r ks v e r ð á y m s- 
um útflutningsvörum, t. d. járni, stáli, sinki, koluíM og 
anil/nlitum (sem Þjóðverjar geta einir geit opr þv/ ráðið verði). 
Verðið er oft margfalt hœrra en verð það, sem áður hefir verið,og 
auk þess er krafist aðútlendir kaupendur gjaldi mark- 
ið með ákvæðisverðiþ. e. a. R. reikningseiningin só gull en 
ekki v/xilgangverðið, sem fallið hefir. Þessi tilraun miðar að því 
aS láta útlendinga gjalda hækkun á gangverðinu og velta nokkrum 218 Utan úr heimi. [SkirDÍr 

hlnta af ófriðarbyrðunum yfir á hlutlaus lönd. Óvíst er enn hvort 
það muni takast nú. 

5. Austurríki-Ungverjaland. Víxilgangveiðið hef- 
ir altaf fallið og fallið mikið. Nefna má sörau orsakir sem um 
víxilgangverðið á Þjzkaland. Auk þess voru fjármál ríkisins í 
óreiðu iyrir heimsófriðinu og tvírikið hefir því orðið að nota beðla— 
lán í stórum stíl til að halda ófriðnum áfram. Hafa því auutur- 
rískar krónrr fallið í verði. Vöruútflutningur ei að eins leyfður 
þeim kaupmönnum, sem selja austurríska ungverska bankanum í 
hendur vjxla sína á útlönd, og hefir banki þessi peningaeinkaverzl- 
nn við útlönd. Bankinn hafði reyndar fyrir ófriðinn mest af út- 
lendum vi'xlum / Austurríki i sínum höndum, en nú er það lögboðið. 

6. B a n d a r í k i n. Víxilgangverðið hefir nœstum altaf verið 
í hag Bandari'kjunum eftir að ófriðurinn hófst. Er það að þakka 
miklum vörukaupum Englands, Frakklands og hlutlausra þjóða í 
Bandaríkjunum. Jafnframt er New-York orðin að miklu leyti a5 
peningamarkaði heimuins. Aðalástæðan til þess að þetta 
gat orðið, eru hin merku amerísku bankalög 1913. Með þeim var 
komið á nyrri tilhögun í bankaheiminnm í Bandaríkjunum. Komið 
var á fót 11 aðalbonkum, sem áttu að gefa út seðla, og vera eins 
konar varasjóður fyrir hina bankana þegar illa áraði. Einnig var 
komið á sameiginlegri forvaxtapólitík fyrir aðalbankana, en öðrum 
bönknm, þjóðbönkunum, leyft að viðurkenna víxla og koma á fót 
útibúum í öðrum iöndum. A þenna hátt komu fram öruggir víxl- 
ar, líkir hverir öðrum og bankaviðurkenningar og varð það til þess, 
að d o I 1 a r V í X i I 1 i n n gat komið fram í viðskiftum við útlönd. 
Aður voru Bandaríkjamenn ætíð neyddir til — eins og önnur ríki 
— að hafa Eiiglendinga og sterlingvixilinn fyrir mílliliði. Þegar 
sterlingvixillinn fór svo að falla í verði og allar þjóðir gerðu kaup 
á vöruni i' Biindarikjunum, þá verzluðu raenn í dolluruni. 

Fyrir ófriðinn vorn 6 miljarðar dollara í amerí»kum verðbróf— 
um í höndum Norðurálfumanna, c-g verzlað var n)eð verðbréf þessi 
í kauphóllunum í Norðurálfu, en í Bandaríkjunum var engin verzl- 
un með útlend verðbrjef. Nú hefir ófriðurinn haft í för með sór, 
að Bnndaríkin hafa keypt aftur mikinn hluta af verðbrófunum 
og auk þess I á n a ð Englendingum, Frökkum og Norðurlanda— 
mönnum og keypt útlend verðbréf. Fjárvaldið er að flytjast úr 
Norðurálfu til Vesturheims. Wall Street er að sigra Lombard 
Street. Hvernig var með apann, sem skifti eplinu? 

7. N o r ð u r I ö n d. a. Ófriðurinn hefir yfirleitt haft í för 
með fór, að greiðsluviðakiftin hafa orðið hinum þremur löndum í 
hag, sökum mikils vöruútflutnings gegn háu verði og háu farm— 
gjaldi. Talið er að Danmörk hafi bætt greiðsluviðskifti sín um hér 
um bil 350 miljónir króna á V/^ ófriðarári. Víxilgangverðið hefir 
því líka verið mjög hagstœtt fyrir Norðurlönd, nema rétt 1 upp- 
hafi ófriðarins. Víxilgangverðið á England og Bandaríkin varð hœzt 
fyrst i marz 1915, sökura vöruinnflutnings og greiðslu á skuldum. 
En þá hófðu kaupmenn (og ríkin) lokið mestu af kaupunum, sjóðs- 
lánin voru greidd og Norðursjávarlokunin tálmaði frekari innflutn- SkirnirJ Utan úr beimi. 219^ 

ingi. Enn fremiir ^rseddu skipneij^endur Norðurlanda of fjár á 
hœkknn farmgjaldanna. VixilgangTerðiö á útlönd fór því lœkkandi 
og er þaS enn. 

Einkum befir víxilgan^verðið lœkkað mikið á Rúsaland, Þ/zka- 
land og Austurríki. Lönd þessi hafa rejnt að koma i veg fyrir 
þetta roeð því að selja verðbréf í stórum stíl. í Danmörku enini 
hafa menn keypt aftur dönak verðbréf, sérstaklega veðlánafélaga- 
skuldabréf, fyrir um 200 miljónir krónn. Ank þess hafa menn 
keypt amfcrísk verðbróf af Þjóðverjnm og selt þau aftnr til Eng- 
lands, en þaðan hefir stj()rnin selt þau til Bandaríkju. England 
hefir þvi í raun og veru fengið nokkurn hluta af ðkotföngum sín- 
um fyrir þyzkt fó, og Þjóðverjar nokkurn hluta af vörum sínum 
frá Norðurlöndum fyrir enKkt f é ! Einnig hafa smáni saman komið 
sífelt meiri gnlliiendingar frá Þyzkalandi, Rússlandi og Englandi. 
GuUforðinn i þjóðbankanuni dauítka befir t. d. aukist um 33 milj. kr. 
b. Fyrir ófriðinn var ekki víxilgangverð á milli Norðurlanda, 
Það var að þakka myntsambandinu 1873, er tekin var upp bama 
myntslátta á Norðurlöndiini. Samband þetta varð enn nanara, er 
aðalbankarnir gerðu samuing sin í niilli 1885. Þá gerðust bank— 
arnir brautryðjendur innan b-inkaheimsins, með því að koma á 
sameiginlegu gírósambandi fyrir Norðurlönd,. 
þ. e. a. 8. hver hinna þtiggja aðalbanka gat gefið út ávísun greið- 
anlega við syningu á hina tvo bankana, þó að þeir ættu ekkert 
iuni hja bankanum, sem ávisuniii var gefin út á, og bankarnir 
reiknuðu sér enga vexti né umboð^lann fyrir hvern annan. Skuld- 
ir bankanna til hvers annars ern greiðanlegar er krafist er, og eiga 
að greiðast í 10 og 20 króna gullmynt, ef ekki er öðrnvisi ákveðið.. 
Samband þetta er hinn einasti sjáanlegi áraiigur Norðurlanda- 
stefnunnar, Norðurlönd eitt. ÞegAr SHmninguriiin vhv gerðnr, geiigu 
menn að því vísu, að greiðsluviðskiftin milli NorðiirUnda mundu 
upp og ofan vera jöfn, því að annars mundi verða erfitt fyrir 
skulduuautsbankann, að geta œtíð greitt skuld RÍna er kiHfist yiði. 
Svo var einnig vaimlega til aldaniótHnna. Eii frá 1900 — 05 skuld- 
aði Noregs banki og rikisbanki Svíþjóðar ætíð þjóðbnnkanum danska 
mikið fó. Eftir 1905 verðnr eú bieyting á, að þjóðbankinn skuld- 
ar nú bönkum Noregs og Svíþjóðar mikið fó. Gallarnir á fyrir— 
komulaginu komu þó fyrst greinilega í Ijós við ófriðinn. 

Vegna þess að Danmörk keypti meira af innlendum verðbróf- 
um heim aftur frá ófriðarþjó'unum heldur en Noregur og Sviþjóð, 
varð meiri eftirspurn eftir víxlum á útlönd til að greiða verðbréfin 
með, heldnr en í Noregi og Sviþjóð. Þjóðbankinn danski hafði 
reyndar miklar útlendar krófur til sölu, en vegna þess að þœr 
höfðii fallið i verði, þá vildi bankinn halda verðinu eins háu og 
hann gat, til að tapa sem minstu a verðhruninu. Það svaraði þvi 
kostnaði að kaupn víxla á útlönd yfir í Svíþjóð eða Noregi, þar 
sein þeir voru ód/rari, og greiða þá nieð ávínun frá ÞjóÖbankanum 
á NuregH banka eðu ríkisbanka Sviþjóðnr. Fyrir þessa ávísun tóku 
dönsku bankarnir fyre.t að eiiis lítilshnttar aukagjald (^/g °/oo). en er 
ávísunum á Noreg og Svíþjóð fór «ð fjölga og Danmörk komst £• :S80 Utan Ar heimi. [Skirnir 

-fífelt meiri skuld við þau, var gjaldið bsekkað. 6r«iðslur til Stí- 
þjóðar hækkuðu í Danmörku fram yfir ákvæðis- 
•verð. Nú varð ódýrara að seiiéa se'ðla yfir um Sundið, því að 
turðargjaldið á þeim var miniia en gjaldið fyrir ávísanirnar. Dansk- 
it bankaseðlar fióðu yfir Noreg og Svíþjóð og urðu menn því að 
setja gangverð á þá þar. þeir voru að eins teknir með a f f ö 1 1 u m, 
fyrst ^/3%, 8V0 síðar jafnvel 3%. Sama máli var að gegna um 
-póstávísanir. I Danmörku var svo lagt útflutningsbann á seðla og 
smápeningH. Með þesau var í raun róttri myntsambandi 
Norðurlanda slitið í bili að mestu, en unt hefði verið að 
komast hjá því, ef þjóðbankinn danski hefði haft hyggilegri víxla- 
'pólitík. Til þess að myntsambandið geti Htaðið örugt, þarf að vera 
nánara samband milli víxlapólitíkur aðalbankanna, heldur en verið 
hefir. Nú sem stendur hafa danskir peningar aftur náð ákvæðis- 
verði í Svíþjóð og Noregi. 

c. í upphafi ófriðarins var lagt útflutningsbann á guU á Norð- 
urlöndum (undanþágur fyrir aðalbankana) og frestað innleysingar- 
flkyldu á seðlum. Nú hefir fyrst Svíþjóð og síðar Noregur gert 
seðlana innleysanlega aftur, en útflutningsbannið á 
gulli helst, 8V0 að eina afleiðingin af þessu er, að gullið getur 
^ireifst út um landið. Astæðan fyrir því að seðlarnirnir eru nú inn- 
leystir, er, að bankarnir þykjast hafa nóg af gulliogkæra 
sig ekki um meira. 

d. I miðjum febrúar hefir komið nýtt vandamál fyrir Norð- 
urlönd. A síðustu tímum hefir E n g 1 a n d, Rússland og Þyzka- 
land sent allmiklar guIlRendingar til Norðurlanda, sérstaklega til 
Svíþjóðar, til að koma vi'xilgangverðinu í lag. í Svíþjóð hefir gull- 
forði ríkisbaukans aukist um 47 miljónir króna síðan í nóvember 
.{113—160) og þykir Svíum því nóg um, Ríkisþingið hefir því nú 
samþykt lög, sem veita stjórninni heiraild tilað afnema frjálsa 
myutsláttu fyrir einstaklinga, en skylda ríkisins var 
samkvæmt myntsambandslögunum, þegar myntfóturinn varð að gulli 
að mynta 2480 kr. úr 1 kílói gulls, í 20 kr. eða 10 krónu pen- 
ingum, gegn ^/^ eða ^/3 gjaldi af hundraði. Þetta getur sænska 
Btjórnin samt ekki ákveðið upp á sitt eindæmi, heldur þarf leyfi 
Noregs og Danmerkur, eða uppsögn myntsambandsins 
með eins árs fyrirvara. Svíþjóð hefir því farið þess á leit við hin 
löndin, að þau samþykti samhljóða lög. 

Tilgangurinn með þessum lögum sést á því, sem á eftir fer. 
Víxilgangverðið í Svíþjóð á Eagland er sem stendur um 16 kr. 
90 aurar. Sænskir bændur sem selja smjör í Englandi á 2 shill- 
ings pundið og selja þessa 2 sh. aftur fá fyrir þá 169 aura. Bænd- 
urnir geta þá eins vel selt smjörið í Svíþjóð fyrir um 169 aura 
pundið. — Sendi nú England guU til Svíþjóðar svo að sterling- 
gangverðið í Svíþjóð komist upp í 18 kr, 10 au., þá fá sænskir 
bændur fyrir 2 sh. sína í Svíþjóð 181 eyrir og þeir vilja nú ekki 
selja smjörið í Svíþjóð undir því verði. Smjörverðið hækkar þá í 
Svíþjóð um 12 aura pundið. Ef Svíþjóð neitar að taka við 
^ulli með ákvœðisverði frá Englandi — eins og nú er i l Skirnír] UUn úr heimi Í8I 

ráSi — getur afleiðiSíngiu orðiö eitt af tvennu. Annaðhvort 
senda Englendingar (eöa aðrir) vörur til að rétta hallaun á TÍXr 
ilgangverðinu og Svíar mundu helzt óska þess að fá vörur. Þetta 
geta ófriðarþjóðirnar samt ekki gert nú svo að um muni. E ð a 
sœnsku stjórninni tekst á þenna hátt að halda víxilgangverðinu lágU' 
á England (og útlönd yfirleitt), en afleiðingin verður að verð á 
öllum vörum, sem Svíþjóð flytur til úManda og útlönd ákveða verð- 
á, verður lágt í Svíþjóð. Sama máli er að gegna um inn- 
flutningsvörur, svo sem t. d. maís, sem bændur kaupa. Maísinn 
sem kostar t. d. 240 sh. lestin, kostar uú, ef víxilgangverðið er 
16,90, alls 202 kr. 80 au., en ef England kæmi víxilgangverðinu 
upp í 18 kr. 10 au., kostaði maísinn 217 kr. 20 au. leatin. Inn- 
flutningsvörur, sem útlönd ákveða vsrð á, yrðu því einnig ódýrari 
ef Svíþjóð gæti haldið víxilgangverðinu niðri með því að neita að 
taka á móti guUi, nema þá gegn lægra verði en vanalega. 

Hvað gœti nú E n g 1 a n d grætt á því að senda gull og hækka 
víxilgangverðið frá 16,90 upp í 18,10 á sterlingspundið? Sœnskt 
smjör yrði að líkindum ekki ódýrara í Englandi. Þar keppir 
srenskt smjör við danskt, hollenzkt og ástralskt smjör og ýmsar 
aðrar tegundir, og 2 Hh. verðið á sænska smjörinu mundi því að 
eino lækka, að emjörverð lækkaði yfirleitt á enska markaðinum. 
Tilgangur Englendinga er annar. Sœnskir bændur yrðu fúsari 
áaðsenda smjör sitt til Euglands, ef víxilgangverðið 
hœkkaði, og þeir fengju 12 aurura meira fyrir pundið, en vildu 
BÍður senda það til Þyzkalands, þar sem markið hefði 
ekki hækkað. England fengi þá fleiri vörur og gœti 
betur kept við þyzka og austurríaka kaupendur í hlutlausum löndum. 

Tilgangur sænska þingsins var að halda víxilgangverðinu niðri, til' 
þess að forðast verðhœkkun í landiuu. Það sem gert er, 
er í raun og veru að hindra verðhækkunina meðþví 
að hækka tíukrónagullpeninginn í verði Gang- 
verðið 16,90 mundi á vanalegum tímum í Svíþjóð svara 
til gullsverðs 2300 krónur kílóið, í stað þess að tíukrónagulIpeD- 
ingurinn er myntaður samkvœmt því að eitt kíló gulls svari til 
2480 krónum. Þegar víxilgangverðið er 16,90, fœr þess vegna tíu- 
krónagullpeningurinn (og þar með líka seðill) sem hefir inni að halda 
4,032 grömm af fínu gulli, hærra verð, eins og hann hefði 
inni að halda 4,346 grömm. 

Það sem Svíar eru nú að gera er, að reyna að koma í fram- 
kvæmd hinni snildarlegu hugsjón ameríska hagfræðingsins I r v- 
ings Fischer's, um að gera verðlagið (Prisniveau) í landinu stöÖ- 
ugra, með því að breyta gullefninu í myntunum í öfuga átt við breyt- 
ingarnar á verðlaginu í landinu. A þann hátt vœri hœgt að láta 
mynteininguna altaf hafa jafnmikið kaupmagn ()>a stabilised dollar^). 

Ekki er enn hægt að segja um, hvort Danmörk og Noregur 
vilji gera það sama. FuIItrúar beðlabankanna þrigKJa ráðgast fyrst 
um það í Stokkhólmi. En ef svo skyldi fara, að Norðurlönd yrðu 
ásátt i þessu efni, þá yrði að komast á miklu nánari samvinna 
milli seðlabankanna, heldur en hefir verið og sameiginleg forvaxta og S22 Utan úr heimi. [Skírnir 

)eíx1apölitík til þess a& þetta gæti komið aS tilœtluðiim notum. Ef 
tilhögun þessi verður Hamþykt, þá er þar með seðlabonkunum (ríkinu) 
Ækki einungis veittur réttur til að ákveða öU verð á Norðurlöudum, 
heldur einnig til að stjórna öllu atvinnulífinu og verOa þeir þá 
«kyldugir til að leiða landið út úr öllnm ógöngum ófriðarins og við- 
Bkiftakreppu þeirri, aem að líkindum kemur, er friður verður saminn. 
Eftir að iiafa litið á hvernig alþjóðaviðskiftin eru að breytaHt 
i ófriðinum^ mun eg nú benda á aðaldrættina og hver viðfangsefni 
'virðast liggja fyrir viðskiftalífinu í framtíðinni. 

IV. 

1. Eitt hið eftirtektaverðasta við þessa 8tyrjöld er hin m i k 1 u 
afskifti ríkisinsaf ófriðinum á bak við tjóldin, jafnt í viS- 
skiftalífinu sem annarstaðar. Seðlabankarnir hafa fengið 
jmargfaldlega aukin völd og eru ekki að eins lánveitend- 
ur ríkisins, heldur einnig í raun og veru leiðtogar alls atvinnulífa- 
ins. Það er mjög líklegt, að seðlabankarnir verði efldari eftir ófrið- 
inn heldur en áður, bæði vegna þess að viðskifti þeirra hafa 
margfaldast í ófriðinum, og vegna þess að þeir hafa sannað, 
hve mikils virði það er fyrir þjóðfélagið að hafa sór til aðstoðar 
öflugan seðlabanka, sem er vel stjórnað, ef einhver vandræði ber að 
liöndum. Tíminn synir ekki eingöngu, að hagsmunir einstakling- 
anna verða að lúta hagsmunum þjóðfólagsins, heldur einnig, að 
cgrundvöllurinn undir öl|u lífi þjóðarinnar er gangur atvinnulífsins. 

2. Auk þessa hafa menn hafið rannsóknir á nyjum grundvelli 
og breytt skoðunum á fjölmörgum sviðum. Þannig um álitið á 
g u 1 1 i n u. Fáir eru þeir hlutir, sem menn álitu hafa eins óbreyti- 
legt verð eins og gullið. Það var sameiginlegur verðmœlir fyrir 
ftllan hinn mentaða heim. Þesa vegna álitu menn það vera óbrigS- 
ula hjálp á erfiðum tímum og nauðsynlegt fyrir fjármálalegan und- 
irbúning ríkjanna undir ófrið. Menn sáu, hvernig Frakklandsbanki 
hafði veitt ríkinu ómetanlega hjálp 1870, með því að hafa fyrir 
hendi mikinn gullforða, sem hann gat selt, og í hans stað gefið út 
óinnleysanlega seðla fyrir ríkið. Menn bjuggust til að gjöra hið 
sama nú í byrjun ófriðarins og söfnuðu þess vegna gullinu inn í 
■bankahvelfingarnar með því að gefa út smáseðla. En síðar hefir 
brugðið 3VO við, að þó að víxilgangverðin féllu niður úr öllu valdi 
og slöguðu eins og drukkinn maður, þá hafa bankarnir sent tiltölu- 
lega lítið gull út úr landinu, en safnað sífelt meiri gullhrúgum, og 
legið á þeim eins og ormar. Þeir hafa viIjaO geta s y n t v ö x t- 
inii af gullfúlgunni, þrátt fyrir ófriðinn, svo að þjóðin 
gæti haft fyrir augum hve mikið af efnum ríkisins væri ónotað 
enn. Meun hafa dyrkað guUkálfinn, en ekki reyntaðfœra 
«ér hann í nyt. 

Þar að auki hafa sést þess dæmi, að guUið getur ekki 

ikomið að tilœtluðum notum, þegar ekki er hægt 

að fá vörur þógullsóíboði. Gullið er þó aldrei annað 

..«n áTÍsun á umráð yfir ákveðnu kaupmagni á vörum eða vinnu, :iakiniir] UUq úr beimi. 223 

og heldiir því a8 eins verSi, aS bœgt sé aS ná i vönirnar os menn 
beri trauMt til þess, aS gulliS baldi kaupmagni hímu. Þjóðirnar 
geta komirtt i 8ama ástand Bera Midas konungur, sem var að svelta 
í hel iuuan um guHhrúgurnar. 

Ennfremur hafa nienn í Auaturríki frá 1901 komist á þá 
■koðun, aðhœgt sé að vera án gullsins í viðskift- 
u m, eu nota annan lánsmiðil i þeas stað. Hœgt sé að halda láns- 
miðlinum í ákvæðisverði bœði iunanlands os utan með hytJíi'Pfíri 
forvaxta og v/xlapólitík. Gullið œtti eftir þessu að vera ónauð- 
rsynlegt til að vinna það hlutverk að halda n)yntfót laudsius í 
sama verði sem útlanda. 

Af þtissum ástæðum halda nú margir hagfræðingar því fram, að 
gullið 8Ó ónauðsynlegt í heiniinum sem verð- 
-^mœlir, og gullið munimissa verðsitteftirófrio- 
i n D. Haldið er fram, að eftir ófriðinn muni öll lönd halda áfrani 
— eins og þau gera nú — aðsœkjast eftir vörum. Þeg- 
ar þau reyni að kaupa þær og ófriöarlöndin reyni að koma lagi á 
víxilgangverðin með því að gjalda með gulli og kasti þeim 10 mil- 
jörðum í gulli, sem bankaruir eiga, út á heimsmarkaðinn, þá muni 
engir vilja né geta tekið á móti öllu þeasu. GuIIið muni þá falla 
8V0 mikið í verði, að það bœtti að verða almennur verðmælir og 
verði þaðan af einungis notað í iðnaði. Ef til vill er hægt að 
skoða það sem bendingu í þessa átt, að Svíþjóð vill ekki lengur 
taka við gulli með ákvæðisverði. 

3. Þá liggur beint fyrir að spyrja um, hvernigr ófriðarríkin 
muni fara að gjalda herkostnaðinn ogrécta viðvíxilgang- 
verðið gaguvart útlöndum. Það getur ekki tekist, nema 
þjóðfélagið leggi alt í sölurnar, og á verði komið >almennri gjald- 
skyldu og 8parnaðarskyldu«, sem nienn þekkja ekki dœmi til áður. 

Það er heldur ekki ólíklegt að þau ófriðarlöndin, þar sem víxil- 
gangverðið hefir fallið mest í verði, muni, þegar friður kemst á, 
ákveða að framvegis skuli gjaldmiðill þeirra 
að eins gildanokkurnhlutaupprunalegsverðs. 
'Þá munu engir innlendir né útlendir skuldheimtumenn fá meira 
goldið en það aem yrði ákveðið, að peningarnir framvegis skyldu 
gilda, og mundu því tapa. Þykir því mjög varhugavert fyrir 
banka í hlutlausum löndum að eiga miklar innieignir i ófriðarlönd- 
unum. Rikin mundu, ef þau gerSu þetta, í raun og veru verSa 
gjaldþrota. Því lengur sem ófriðurinn stendur, þess meiri 
hætta er á að þetta verði. — Einu sinni voru tvœr slöngur, sem 
bitu í halann hvor á annari og átu hvora aðra upp til agna. 

Sórstaklega er mikilsvert fyrir okkur íslendinga, hvernig við- 
skiftÍD við h I u 1 1 a u s 1 ö n d verða. Við höfum séð, hvernig BaDda- 
ríkÍD hafa náð miklum hluta af heimsyfirráSunum á pen— 
ingamarkaðÍDum, á meSan að England hefir haft fult í fangi 
aS verjast annarstaðar. Það er ólíklegt að England geti eftir ófriS- 
ÍDD fullkomlega náð völdunum aftur á þessu sviði, því að lönd þau 
aem eiga nú ófrið við EnglaDd, muDu áreiSanlega varast, aS svo 
•miklu leyti sem þeim er unt, aS nota EuglaDd sem skuldajöfnun— 224 Utan úr heimi. [Skiroir- 

arstaS í heimsverzlun sinni. Líklegast er því aS peningamarkaður- 
inn muni að minsta kosti fara yfir á fleiri bendur en áður. £1» 
því lengur sem ófriðurinn stendur, þess meir safnast peningamark- 
aðurinn að fullu og Öllu í Bandaríkjunum. 

Hlutlaus lönd hafa upp og ofan grœtt of fjár í þessum ófriði. 
Það er því mjög líklegt að ófriðarlöndin muni reyna að v e 1 1 a 
nokkrum hluta af herkostnaðinum yfir áhlut- 
1 a u 8 1 ö n d, hvort heldur sem það nú verður með því að leggja 
útflutningstolla á vörur, sem ófriðarlöndin ráða verðinu á (eiiis og 
koIaútflutningHtoIIurinn í Englandi 1901 — 03, sem goldinn var me5- 
herkostnaðurinn i Búastríðinu), eða, einb og Þjóðverjar eru farnir 
að gera nú, með því að hækka verð á vörum, sem hlutlaus lönd 
eru neydd til að kaupa, eða á annan hátt. í sjálfu sér er ekki 
nema náttúrlegt, að ófriðarþjóðunum finnist það ekki réttmætt, aö 
hlutlausar þjóðir græði á óförum sínum, en aftur á móti er ekkr 
von, að hlutlausar smáþjóðir, sem eru vanar því að stórþjóðirnar 
græði á þeim, vilji fúslega sleppa tækifærinu að ná sér upp. 

4. Eitt af málum þeim, bem mest eru rædd nú í heiminum, 
er »ófriðurinn eftir ófriðin n«. Bæði Miðríkin og Banda- 
menn ráðgera að hefja efnahagslegan ófrið gegn andstœðingunumr 
þegar friður kemst á. Ætla þeir sér að gera viðskiftasambönd hvor 
fyrir sig og verja þau með tollgörðum. Ef þetta verður, þá er 
hætt við því að leikurinn fari að kárna fyrir hlutlausar þjóðir. 

Það er því sem stendur ekki útlit fyrir, að alt verði sól og 
sumar fyrir hlutlaus lönd þegar friður kemst á. Ófriðurinn virðist 
hafa sýnt að sterkasta afl nútímans er öflugsamhögun (or- 
ganisation). Að eins lönd sem hafa þenna mátt, mega þora aS- 
treysta því, að þau sleppi nokkurnvegin óskert. Menn eiga að 
vona alt hið bezta, en búast við því versta. Við raegum því vonay. 
að samúðartilfinningin milli Norðurlanda, sem hefir aukist svo mik, 
ið í þessum ófriði, megi bera þann ávöxt, að fram komi heildar.. 
samhögun, varnarsamband milli Norðurlanda í 
þjóðhagsmálum og hermálum. 

Eaupmannahöfn, í februarmánuði 1916. 

Héðion Valdimarsson. H e i m i I d i r: Goschen : Foreign Exchange ; Heckscher : Várld- 
krigets Ekonomi; Jastrow : Geld und Kredit im Kriege; Cohn r 
Ökonomiske Tilstande ; Wirtschaftliche Masznahmen aus Anlasze des- 
Krieges; Economist; Journ. of the Roy. Stat. Soc; Finantstidendey 
Statistisk Aarbog o. fl. i 2^'LCf 
/Ácr^^ u^P>^ • (y^^e^^ 31^" Snorri Sturluson. 

Brot úr mannlysingu')- I. 

Snorri Sturluson var ekki einn af þeim mönnum, sem 
Iþurfa að beina öUum kröftum sinum ad einu takmarki til 
»þe88 að geta komið nokkru i verk, þvi að varla hefir 
nokkur íslendingur lifað jafnfjölbreyttu lífi og hann. Hann 
var lögsögumaður, eigandi margra goðorða, átti í sífeldum 
deilum, bæði á alþingi ogíhéraði, og reisti rönd við mestu 
höfðingjum, sem honum voru samlendir. Hann var tvi- 
vegis utan, komst þar í kynni við Hákon konung og Skúla 
'hertoga, þá af þeim gjafir stórar og nafnbætur, og átti 
ekki einungis hlut i, hver afskifti þeirra urðu af Islandi, 
heldur virðist líka hafa gerst maður Skúla, eftir að þeir 
konungur voru orðnir ósáttir. Hann lagði mikla stund á 
.að safna auði, átti mörg bú og stór, var hinn »me8ti fjár- 

') Grein þeesi á ekki að vera nein æfinaga. Eg drep aö eins á þá 
vi&bnr&i i lifi Snorra, sem að einhverja leyti lýsa manninnm, og þá 
anðvitað hvorki í timaröð né samhengi. Og lýsingin er heldnr ekki 
nema brot. I ritnm Snorra mætti benda á ýmisleg^, sem lýsir mannin- 
um, 8vo að eg tali nú ekki um rithöfandinn. £g hefi einkum beint at- 
hygli minni að höfðingjanum Snorra, en hefði þó, ef vel hefði átt að 
vera, þarft að segja miklu meira frá samtimamönnum hans og aldarand- 
annm. £n vonandi þekkja flestir, sem þetta lesa, Sturlunga sögu meira 
eða minna. £g hefi vitnað i Reykjavikur-útg., þvi að hún mun i flestra 
höndum. — Á siðari timum hafa margir ritað æfisögu Snorra (m. a. 
Finnur Jónsson biskup, P. A. Munch, Boesen, Gustav Storm, Jón Sig- 
nrðsson, Finnur Jónsson prófessor) og hefi eg beinlinÍB og óbeinlinis 
haft mikil not af þvi, þó að eg auðvitað alstaðar hafi reynt að Bkilja 
beimildimar eins og mér sjálfam fanst liggja beinast viö. 

16 226 Snorrí Starlason. [Skirnir.- 

gæzlumaður* (Sturl. II, 31), »hagur á alt það, er hann 
tók höndum tíl og hafði inar beztu forsagnir á öllu þvi,. 
er gera skyldi* (Sturl. II, 73). Að þvi skapi var hann 
heirasmaður. Háttatal sýnir, að hann hefir vel kunnað 
að meta dýran borðbúnað (»greipum mætir gullin skáU) 
og þá ekkl síður hvers konar ölföng. Sjálfur var hann 
skartsmaður í klæðaburði og hélt raiklar og glæsilegar 
veizlur. Og hann var eins og Jón Loftsson, fósturfaðir 
hans, »mjög fenginn fyrir kvennaást«, og átti börn með- 
mörgum konum. 

Og þó er sagan enn ekki nema hálfsögð. Snorrí var 
helzta skáld íslands á sinni tíð, og hefir varla nokkur 
annar raaður haft slíkt vald á tungunni til bragþrauta, 
Hann ritaði kenslubók handa ungum skáldura, Olafs sögu 
helga, Heiraskringlu og ef til viU íleiri sögur. í ritum- 
þessura haldast frásagnarlist og visindaleg dóragreind fast- 
ar í hendur en i nokkrura öðrura islenzkum fornritura,, 
og þau sýna auk þess, að Snorri hefir haft djúptæka þekk- 
ingu á öllura sviðum þjóðlegra, islenzkra fræða. Má 
því vel kalla hann andlegan brennidepil aldar sinnar. 

Nútíminn metur ekki öll verk Snorra jafn raikiis. 
Auðvitað hefir hann koraið nógu raikiö við sögu landsins 
til þess, að nafns hans yrði getið þar, likt og t. d. Kol- 
beins unga, en fyrir þau afrek mundi hann lítið þektur 
utan íslands. Og enginn mundi halda á lofti veizlum hans 
og búsýslu, ef ekki væri ritfrægðinni til að dreifa. Því 
að það eru ritstörf Snorra, sera gert hafa hann frægasta 
Islendinginn að fornu og nýju. Og þó eru þau lika rais- 
jafnt raetin. Háttatal þykir nú lítill skáldskapur, og er 
varla lesið neraa af fornfræðingura og afvegaleiddura skóla- 
sveinum. En goðasögurnar í Eddu og Heimskringla eru 
þýddar á margar tungur og taldar til dýrgripa hins ger- 
manska þjóðflokks. 

Ef Snorri raætti líta upp úr gröf sinni, mundi honum 
koraa surat af þessu heldur á óvart. Hann raundi undr- 
ast, hve langt nafn hans hefir borist, þvi að þótt Snorra 
vafalaust, eins og Harald harðráða, hafi dreymt um það- Skirnirl. Snorrí Starluson. 327* 

i æsku að verða »víða frægur um 8íðir«, þá heflr hani^ 
alls ekki hugsað lit yfir Norðurlönd og Orkneyjar. Og 
8izt hefir hann búi8t við, að konungaaögurnar héldu nafni 
hans bezt á lofti. Surair raenn trúa því, að sagnaritarar 
vorir hinir fornu hafi verið svo fordildarlausir, að þeir 
hafi ekki hirt um að láta nöfn sln geyraast. En það er 
mesti misskilningur. Fornmönnura var ekki síður ant um 
að bjarga nöfnum sinum frá gleymsku en oss, sera nú 
lifum, en þeira datt það vist varla i hug, að það yrði gert 
með því að setja nöfnin á sögurit sin. Enda hefir nöfn- 
unum oft verið slept í afritum, þó þau stæðu í fruraritinu. 
Var það bæði, að raenn litu þá og lengi síðan alt öðru- 
visi á eignarrétt höfunda en nú, og annað hitt, að maður 
skoðaði sig varla rithöfund, þó að hann setti saman í heild 
sögusagnir, sera hann hafði heyrt úr ýmsura áttura, eða 
tœki eldr.í sögurit og yki og lagfærði. Eða ætli menn liti 
ekki likt á þetta enn i dag, þegar þeir skrifa upp þjóð- 
8ögu, sem þeim hefir verið kend? Gera menn sér grein 
fyrir, hve hægt er að gera það á margvíslegan hátt? 
Skyldi sira Skúla Gislason nokkurn tima hafa grunað>. 
meðan hann var að skrifa upp þjóðsögur sinar handa Jóni 
Árnasyni, að hann um leið var að gera náfn sitt ódauð- 
legt i islenzkri bókmentasögu ? 

Sjálfur nefcir Snorri að eins tvo af sagnariturumi 
þeim, sem hann styðst við, — Ara fróða, af þvi að hann 
var upphafsmaður sagnaiitunarinnar og »frásögn hans öll 
merkilegust*, og Eirik Oddsson, sera talar svo raikið i' 
fyrstu persónu, að það var óhjákværailegt að geta þess, 
hvaða >eg« þetta var. En hann nefnir hvorki Odd Snorra- 
8on né Styrrai fróða, og vitum vér þó, að hann hefir notað 
rit þeirra, né heldur höfund Morkinskinnu, sera nú er 
gleyradur, en varla hefir verið það þá. Líklega hefir þó 
Snorri sett nafn sitt á rit sín, en varla er það nema til- 
viljun, að raenn vita nú, að hann hefir ekrifað Heims- 
kringlu, enda ekki með öllu órengt. Og annar eins fræði- 
maður og Sturla Þórðarson var, þá getur hann að eins 
einu sinni um Bagnaritun föðurbróður sins, og þá af þvi 

16* iB8 Snorri Starluson. [Skirnir. 

að það var merki þess, að batna tók með Snorra og Sturlu 
Sighvatssyni, að Sturla var löngum i Reykjaholti »og 
lagði mikinn hug á, að láta rita sögubækur eftir bókum 
þeim, er Snorri setti 8aman« (Sturl. II, 183). 

Meiri frægðar hefir Snorri vænst af kvæðum sínum, 
■og einkum Háttatali. Sturla getur þess líka sérstaklega, 
að Snorri ^gerðist skáld gott« (Sturl. II, 73), og Snorri 
var of mjög barn síns tíma til þess að skilja, að konunga- 
drápurnar voru deyjandi list og hann sjálfur mpiri brag- 
snillingur en skáld. Þegar hann segir: 

Fallí fyrr 
fold í ægi, 
steini stndd, 
en stillis lof, 

hefir sú hugsun ekki verið honum fjarri, að lof konungs 
Æetti einmitt að standa svo lengi í hans eigin kvæði. Og 
i 100 V. segir hann blátt áfram, að sá maður eigi þó nokk- 
«rt hrós skilið, er svo fái ort alla hætti. Nöfn hirðskáld- 
anna voru líka miklu fastar bundin við verk þeirra en 
flagnaritaranna. Það eru ekki mörg konungakvæði, sem 
geymd eru nafnlaus, og i Skáldatali er margra skálda 
getið, þó að hver vísa þeirra sé nú týnd. Líklega hefir 
enginn maður nokkurn tima þekt fleiri íslenzk skálda- 
kvæði en Snorri. Honum var manna kunnugast, hvernig 
kvæðin gengu mann frá manni og héldu nafni höfund- 
^nna á lofti. 

En meira en að lofa var að vera lofaður, meira en 
að yrkja var að verða að yrkisefni. Konungurinn og 
höfðinginn voru meiri en skáldið. Snorri á nútímafrægð 
sina ritum sínum að þakka, og þess vegna hættir mönn- 
um við að gleyma því, að hann var ekki fyrst og fremst 
fræðiþulur, heldur höfðingi. Hversu mikið yndi sem hann 
hefir haft af ritstörfum sínum og hvað mikils sená hann 
hefir metið þau, er það áreiðanlegt, að hann alt af hefir 
látið baráttu sína fyrir auð og völdum sitja í fyrirrúmi. 
Nafnið »fróði« festist aldrei við hann. Fyrir Styrmi Kára- 
son var það nafnbót. Snorri var annað og meira, hann Skirnir]. Snorrí Starlason. 22^ 

var goðinn o^ höfðinginn, lendur maður og skutilsveinn^ 
— átti ef til vill eftir að verða Snorri j a r 1 . 

Hefði Snorri framar öðru kosið sér næði til ritstarfa 
Binna, hefði æfi hans orðið öll önnur. Hann fékk með 
kvonfangi sínu óðal og auð fjár riimlega tvitugur, og þrátt 
fyrir róstur Sturlungaaldarinnar er sennilegt, að hann 
hefði getað setið nokkurn veginn óáreittur á Borg, ef 
hann hefði viljað. Arfur Herdisar konu hans var ótvíræð 
eign hans, og hefði hann ekki gert neitt til þess að brjóta 
af sér hylli Oddaverja og frænda sinna, átti hann þar 
athvarf gegn ágengni rnanníi. 

En þvi fer fjarri, að Snorri gerði sig ánæííöan með 
þau mannaforráð og átta hundruð hundraða, sem kvon- 
fangið lagði upp í hendurnar á honum. Viðleitni hans að 
auka auð sinn og völd gengur eins og rauður þráður 
gegnum æfisögu hans. Hann nær Bmátt og smátt undir 
Big öllum mannaforráðum i Borgarfirði og á Suðurnesjura^ 
Snorrungagoðorði fyrir vestan, hálfu Eyvellingagoðorði i 
Húnaþingi og að nafnin'i til hálfum öllum goðorðum Ás- 
birninga fyrir norðan land. Hann auðgar sig á samning- 
um sinum við Pál prest í Reykjaholti og þó mest á helm- 
ingarfélaginu við Hallveigu Ormsdóttur. Hafði Snorri þá 
miklu meira fé en nokkur annar maður á íslandi. Og þó 
að Snorri hefði margt af þessu fram með samningum, þá 
hikaði hann heldur ekki við að hefja langar og harðar 
deilur, eins og síðar mun nánar getið. Enda voru sumir 
samningar hans ekki hættulausir, og svo sagði Þórður 
bróðir hans um félagið við Hallveigu, »að hann lézt ugga^ 
að hér af mundi honum leiða aldurtila, hvort er honum 
yrði að skaða vötn eða menn* (Sturl. II, 127). 

Þegar dæma á ura sumt i fari Snorra, eins og t. d. 
fégirni hans, verður sífelt að hafa það í huga, að hún er 
ekki annað en einn þáttur í baráttu hans fyrir aðaltak- 
roarki sinu. Það var ekki rithöfundurinn Snorri, sem var 
fégjarn, heldur höfðinginn Snorri. Og þetta er sitthvað^ 
Ágirndin er blettur á manni, sem stendur í þjónustu rlk- 
isins eða almennra hugsjóna, þvi að þá sundrar hún per> 'S80 Suorri Stnrlason. [Skimir. 

-sónunni og skekkir viðleitni hennar. En enginn sakar 
bóndann eða kaupraanninn, þó að þeir vilji græða fé, þvi 
að féð er skilyrði fyrir viðgangi búsins og verzlunarinnar. 
Og á saraa hátt var féð i bendi islenzks höfðingja á 13. 
öld meðal til þess að ná meiri völdura. Snorri fær fé sitt, 
að svo raiklu leyti sem séð verður, á löglegan hátt, en 
hinu verður ekki neitað, að sinka hans við syni sina, 
þegar þeir vilja festa ráð sitt, er nærri óskiljanleg og 
verður ekki afsökuð. 

En einu má ekki gleyma. Snorri þurfti fjárins meir 
en fiestir aðrir. Hann varð að ríða með fjölraenni til al- 
þingis, til þess að láta til sín taka. Auðurinn og raann- 
fjöldinn urðu að vera honum að bakhjalli til þess að bæta 
upp skort hans á einbeitni og harðfylgi. Þvi að þó 
að Snorri framar öllu öðru vildi vera mikill höfðingi, 
þá skorti hann ýmsa mikilvæga eiginleika til þess að 
vera það. 

n. 

Fáein dæmi úr æfisögu Snorra munu sýna betur, við 
ihvað eg á, en nokkur alraenn lýsing. 

Eftir að Snorri kom aftur frá Noregi árið 1220, ýfðust 
Sunnlendingar rajög við hann og mest Björn Þorvalds- 
«on, tengdasonur Orms Jónssonar, er Austmenn höfðu 
vegið. Þótti þeira sera hann mundi standa á raóti þvi, 
að þeir kærau frara eftirraáli um víg Orms. Gekk Björn 
i berhögg við Snorra, og »8purði, hvort hann ætlaði að sitja 
fyrir sæmdum þeirra um eftirmál Orms. En Snorri duldi 
J)ess. Björn lét sér það ekki skiljast, og hélt þar við 
heitan« (Sturl. 11,88). Og >Sunnlendingar drógu spott mikið 
Að kvæðura þeira, er Snorri hafði ort um jarlinn*. 

Það er engin furða, þó að Snorra hafi verið þungt í 
«kapi við Björn. Hann var hér hafður fyrir rangri sök 
og hafði búist við öðrura viðtökum. Snorra hafa því þótt 
það góð tíðindi, er fjandskapur hóíst með Birni og Lofti, 
syni Páls biskups, enda »sendi Loftr menn til Snorra og 
kærði mál sín fyrir honum, og var það sumra manna *8kirnir]. Snorri Starlason. 881 

mál, að Snorri letti litt Loft uppreistar á mót Birni« 
(Sturl. II, 90). Snorri sendi lika Valgarð fylgdarmann 
•sinn suður til Lofts og litlu siðar fór Loftur að Birni og 
feldi hann. Varð eftír Björn hið mesta eftirraál og leitaði 
Loftur Iið8 hjA Suorra, en Snorri hét honum sinni liðveizlu 
á þingi. En þegar til kom, treystist Loftur ekki að ríða 
til þings, og varð þar ekki af vörn fyrir hann. Loftur 
flýði lit i Vestraannaeyjar, en Þorvaldur, faðir Björns, safn- 
aði liði á hendur honura. Korau þeir til liðs við hann 
Sighvatssynir, Turai raeð Eyfirðinga og Sturla raeð Dala- 
menn. Sighvatur reið til Borgarfjarðar og sendi orð Þor- 
valdi vini sínum og lét segja honum, að hann raundi 
finna Snorra og letja hann að fara til liðs við Loft, sem 
áður var orð á. »Snorri var allmjög snúinn á liðveizlu 
við Loft, því að illa hafði verið með þeim Birni; likaði 
(honum og illa spott það, er Sunnlendingar höfðu gert að 
'kvæðum hansc. 

»Snorri var heldur ófrýnn, er Sighvatur kom i Stafa- 
'holt. En þó samdist vel raeð þeira bræðrura, og skildu 
Tið það, að lokið var liðveizlu Snorra við Loft. En er 
Sighvatur kora vestur í Dali, spurðu vinir hans, hversu 
farið hefði raeð þeira bræðrura, En Sighvatur segir, að 
Snorri hefði öxi reidda ura öxl, svo hvassa, að hann ætl- 
aði að hvatvetna mundi bíta, þá er þeir fundust; — »síð- 
an tók eg hein úr pússi mínum og reið eg i eggina, svo 
að öxin var svo slæ, að hló á móti mér, áður við skild- 
>um« (Sturl. II, 96—97). 

Frarakoraa Snorra i máli þessu er hvorki stórmannleg 
né drengileg (þó að Særaundur í Odda dygði Lofti enn 
þá ver). Hann hafði svo miklu um valdið og svo mjög 
bundist í liðveizlu við Loft, að það var skylda hans að 
yfirgefa hann ekki, þegar svo krepti að honum. Enda 
átti Snorri Oddaverjura það að þakka, að honum sómdi 
vel að veita þeim gegn Haukdælum. Máli Lofts lauk 
bardagalaust, enda var Þorvaldur Gissurarson raaður frið- 
samur, en vægari sætt mundi Loftur hafa fengið, ef Snorri 
Jhefði verið þar með flokk sinn. Er ólíkt, hvernig þeir 282 Snorri Starlason. [Skirnir;- 

Sighvatur bræður duga vinum sínum í þessu máli, og var 
Sighvatur þó ekki áður við það riðinn. Snorri sýnir líka 
siðar, eftir útkomu Lofts, að honura þótti sér vandi á 
höndum við hann. Og margt bendir á, að Snorri hafi 
upphaílega ætlað að láta til sin taka i þessu máli, m. a. 
að hann flutti að Stafaholti, »því að hann vildi eigi sitja i 
Reykjaholti, ef hann ætti ófrið við Sunnlendinga* (Sturl.. 
II, 95). En hvað veldur þá sinnaskiftum hans? Varla 
viturlegar fortölur Sighvats, því að Siiorri hefir verið ein- 
fær um að skilja þetta mál. En fremur hitt, að Sig- 
hvatur var einbeittari, viljafastari og sterkari persóna. 
Hann »snýr« Snorra blátt áfram á sína sveif. Og eins 
og gengur litur hann smaum augum á hann á eftir. Lit- 
ilsvirðingin gægist fram, bak við glettnina, i lýsingu hans 
á þessu höggi, sem reitt var til, en aldrei höggvið. 

Um Jón murt, son Snorra, er það sagt, að hann bað 
föður sinn, — »að hann skyldi leggja fé til kvánarmund- 
ar honum, og vildi hann biðja Helgu Sæmundardóttur;. 
vildi hann hafa stað i Stafaholti og þar með fé. En 
Snorri vildi, að hann hefði Borgarland og þar með annað 
fé móður sinnar [Herdisar, sem Snorri var þá skilinn við],. 
en dró undan sitt fé. Jón tekur þá það ráð, að hann 

bregður til utanferðar og heitir á vini sína til vöru. 

En er Snorri vissi það, gaf hann upp staðinn og hét fénu,. 
en Jón viU þá ekki upp gefa ferðina, og fór utan um 
sumarið* (Sturl. II, 172). Hér sést gjörla, að Snorri er 
reikull í ráði. Hann vili komast hjá að skerða eigur sln-^ 
ar, en lætur þó undan, þegar hann sér, að Jóni er alvara. 
Og á syni sinum hefir hann ekkert taumhald, hvorki til 
þess að láta hann taka arf móður sinnar, né láta af utan- 
förinni. Enn þá minna réð þó Snorri við Órækju son" 
sinn, sem jafnvel gerðist svo djarfur að fara að honum 
með flokk manna (Sturl. II, 253). Og þó að Órækja væri 
óeirðarseggur, þá eru slíks svo fá dæmi, að ástæða er til 
að halda, að eitthvað af þessu viröingaileysi hati stafa^ 
frá bilgirni Snorra. 

Þaö gerðist á fyrri árura Snorra i Reykjaholti, ad« 1 Skirnir]. Snorrí Starloson. 2^8- 

ijandskapur mikíll gerðist miUi Miðfirðinga og Víðdæla. 
Snorri átti flesta þingmenn í báðum sveitum, og þótti 
mönnum til hans koraa að sætta þá. Fór hann norður 
við fáa menn og stefndi mönnum að sér á Mel i Miðfirði. 
Miðfirðingar komu fyrst og — »leitaði Snorri um sættir 
við þá, en þeir tóku því seinlega. En þá er Viðdælir 
komu og stigu af hestum sínum, gengu þeir heim á vöU- 
inn. Miðfirðingar hlaupa þa á móti þeim, og slær þar 
þegar í bardaga, og voru hvorirtveggja allákafir, Snorri hét 
k þá, að þeir skyldu eigi berjast; engi hirði hvað er hann 
sagði. l>á gekk Þorljótur frá Bretahek til Snorra og bað 
hann niilli ganga. Snorri kveðst eigi hafa lið til þess við 
heimsku þeirra og ákafa. Þorljótur veitti Snorra hörð 
orð. Siðan hljóp Þorljótur millum hrossanna og leysti, 
og rak millum þeirra. Þá héldu Víðdælir undan ofan 
eftir vellinum, og fyrir melinn ofan. Þeir náðu þá hest- 
um sínum, og riðu yfir ánac (Sturl. II, 64). 

Þó að frásögnin sé hér fremur á Snorra bandi'), fer 
ekki hjá því, að mynd hennar af honum verði fremur 
óglæsileg. Þingmenn hans virða orð hans gersamlega að^ 
vettugi, og Snorri stendur aðgerðarlaus hjá og horfir á þá 
berjast. Og það sem hann ekki vill reyna með flokki 
sínum, þó lítill væri, gerir Þorljótur aleinn. Síðar fékk 
Snorri sætta þá Miðfirðinga og Víðdæli, en framkoma hans 
á Mel verður eigi að piður vottur um skort hans á skör- 
ungsskap, áræði og snarræði. 

Það kemur aldrei fram, að Snorri hafi verið neinn 
hermaður, og ýmislegt bendir jafnvel á, að hann hafi 
»bro8tið það persónulega hugrekki, sem fiestir aðrir höfð- 
ingjar á þeim timum höfðu til að bera« (Kalund). í máli 
sínu við orkneysku kaupmennina (Sturl. II, 28 — 30) beitir 
hann fyrst rangindum, en þegar kaupmennirnir hefna sín 
með þvi að drepa einn heimamann hans, sendir Snorri 
eftir bræðrum sinum og eggj.ir ]){\ að leggja að kaup- 

') Smbr. orðin: MiöfiröÍDgar e^gjtiðu |)á Snorra til eftirreiðar, og' 
veitti Teitar honam mikið ámæli, er hauii vildi eigi aaka vand- 
ræði þeirra. •2Si Snorri StarlnBon. [Skimir. 

mönnum. Ekkert bendir á, að Snorri hafi tekið þátt i at- 
lögunni. Hann ríður lika með fjölda manns til alþingis, 
^n ekki virðist hann að þvi skapi hafa kunnað að beita 
því liði. I deilunni við Magnús allsherjargoða og Sæmund 
i Odda á alþingi (Sturl. II, 70 — 71) sendir Snorri eftir 
bræðrum sinura Þórði og Sighvati, — »og þótti Sighvati 
Snorri eigi vel hafa haldið stöðunni, áður hann kom tilc 
Og síðar sjáum vér, að Snorri fylkir ekki sjálfur liði sinu, 
-og það þó að hann eigi ekki völ á neinum hæfum manni 
til þess (»Arni óreiða var þá að fylkja liði Snorra á nor- 
rænu, og tókst það heldur ófimlega, þvi að hann var eigi 
vanur því starfi«. Sturl. II, 233.). Þegar þeir Kolbeinn 
ArnórsRon og Kolbeinn Sighvatsson ríða suður á land og 
fietjast í bú Snorra með á öðru hundraði manna, ræna og 
gera óspektir, bíður Snorri langan tíma án þess að hafast 
að. Og þegar hann loks hefst handa og sendir Orækju 
orð, eru þeir norðanmenn allir á burt og »höfðu gert svo 
mikinn skaða á búum Snorra, að það var virt meir en 
fiex tigir hundraða« (Sturl. II, 234—37). Árið 1235, þegar 
þeir Sturla og Sighvatur voru teknir að safna liði fyrir 
.norðan, kallaði Snorri Orækju son sinn að vestan á sinn 
fund, og kallaði óráð, að sérhver þeirra væri kvíaður. 
Orækja brá við skjótt og safnaði sex hundruðum manna, 
og vildi hann, »að snúið væri á norður, með allan afla 
þann, er þeir fengi. Voru þess margir fýsendur, þeir er 
framgjarnir voru. En Snorri var eigi búinn til þess að 
fara að bróður sínum á þeim hátíðum, er þá fóru í hönd« 
(Sturl. II, 2.57). Því ber ekki að neita, að Snorra geti 
hafa gengið trú og ættrækni til að nokkru leyti, eins og 
síðar mun drepið á, en ekki virðast þær hvatir þó ann- 
ars hafa ráðið nándar nærri eins mikiu i lífi hans og 
hugur hans á auð og völdum. Og hvorttveggja átti hann 
að verja i þetta sinn. Enda flýr Snorri úr Borgarfirðin- 
um og suður á Nes, þegar þeirra Sturlu var von norðan, 
en ekki gat það verið neiun glæpur fyrir hann að verja 
hendur sinar. Með þeim flótta er riki Snorra í raun og 
veru lokið, og hann hafði gert svo mikið til þess að né, rSkirnir]. Snorri Stnrlason. S86 

»því ríki, að auðsœtt er, að ekkert gat knúið hann til þeas 
að láta það af hendi, nema skortur áljorku og áræði til 
þess að verja það. 

Og jafnvel á banadœgri sínu gerir Snorri ekkeit til 
þess að verja fjör sitt. I stað þe83 að^snúast'til varnar 
með þeim föngum, sem til voru, eða reyna Bjálfur að ná 
tali af Gissuri og bjóða sættir, flýr hann stað úr stað. Og 
þegar böðiarnir eru yfir honum i kjallaranum, gerir hann 
Æíðustu tilraunina til þess að fá frest, er hann tvítekur 
-orðin: »Eigi skal höggva* (Sturl. II, 351). En það er 
^ins og orðin séu töluð út í myrkrið og ekki beint fram- 
an í böðlana. Enda voru þau að engu höfð*). 

Sagan um Snorra og Solveigu í Odda lýsir Snorra 
■enn vel og frá nokkuð öðru sjónarmiði. Eftir lát Sæ- 
mundar í Odda kusu synir hans Snorra til þess að skifta 
arfi milli þeirra systkina. Fór Snorri suður og gisti að 
Eeldum hjá Solveigu Sæmundardóttur og Valgerði móður 
hennar. »Var hann þar í kærleikum miklum við þær 
mæðgur, og fór Solveig í Odda með honum. En er þau 
riðu frá Keldum, reið kona á mót þeim og hafði flaka- 
úlpu bláa og saumuð flökin að höfði henni; hafði hún það 
fyrir hattinn; einn maður var með henni. En það var 
Hallveig Ormsdóttir, er þá var féríkust á íslandi. Snorra 
þótti hennar ferð heldur hæðileg og brosti að. Snorri fór 
i Odda og stilti svo til, að Solveig hafði koseyri af arfi, 
þeim er hún rétti hendur til< (Sturl. II, 118—119). En 
um vorið bað Sturla Sighvatsson Solveigar og fekk henn- 
ar. »Fár var Snorri um, er hann frétti kvonfang Sturlu, 
og þótti mönnum sem hann hefði til annars ætlaðc (Sturl. 
II, 120). En um þetta leyti andaðist Kolskeggur auðgi, 
og tók Hallveig Ormsdóttir fé hans alt. Þá fékk Snorri 
Þorvald Gissurarson, fyrverandi tengdaföður Hallveigar, 
til þess að hlutast til um, að hún gerði félag við hann og 
fœri til bús með honum. Voru þau Snorri aiðan ásamt 

') Storm segir nm þessi orð: (Snorri) „forsög^ endnn, vant som 
tian var til at befale, at imponere drabsmanden". En bann þýöir : 
. ^ikke skal d a hngge" — og það er ekki alveg sama. 236 Snorri Starlnson. [Skirnir^ 

meðan þau lifðu bæði og áttu börn saman, en ekkert 
þeirra lifði. 

I þessura málum sést greinilega, hvernig andstæðar 
hvatir berjast í Snorra. Solveig hrifur hug hans, og við 
skiftin heldur hann frara hag hennar, sem hann hefir ætl- 
ast til, að yrði með tímanura sinn eiginn hagur. En hvers 
vegna biður hann hennar ekki þegar í stað? Ástæðan 
getur varla verið önnur en sú, að þá hefði hlutdrægnin 
við skiftin orðið berari. Snorri vill sneiða hjá dóraum 
manna. Svo kemur Sturla og verður fyrri til. Snorri 
situr eftir með sárt ennið. Hann hafði verið of eigingjarn 
til þess að vera réttlátur, en á hinn bóginn of hörund- 
sár til þess að færa sér gerðir sinar að fuUu í nyt. En 
hann finnur sárabætur. Þó að búningur Hallveigar særði 
fegurðarsmekk hans, þá varð auður hennar yfirsterkariy 
8V0 að hann gat sætt sig við það kvonfang i stað Solveigar. - Þegar Snorri bjóst til að flytja búferlum frá Borg að 
Reykjaholti, dreymdi heimamann hans, er EgiII hét Hall- 
dórsson og var af ætt Mýramanna — »að Egill Skalla- 
grimsson kæmi að honum og var mjög ófrýnlegur. Hann 
mælti: »ÆtIar Snorri frændi vor i brott héðan?« »Það 
er mælt«, segir EgiII. >Brott ætlar hann«, segir draum- 
maðurinn, »og það gerir hann illa, því að litt hafa menn 
setið yfir hlut vorum Mýraraanna, þá er oss tímgaðisty. 
og þurfti hann eigi ofsjónum yfir þessu landi að sjá (o :- 
lita smáum augum á). En þó er svo sera eg segi þér, ac^ 

Seggr sparir sverði at höggva 
snjóhvitt er blóð lita; 
skæruöld gátnm') skýra, 
skarpr brandr fekk mér landa, 
skarpr brandr fekk mér landa". 

Og sneri þá brott. En Egill vaknar (Sturl. U, 30—31). 

Eg skal ekki leiða neinura getura að þvi, hvort Egil 
á Borg hefir dreyrat draum þennan nákvæmlega í þessarí. *) Svo Finnar Jónsson i Skjaldedigtningen. i 'Skirnir]. Snorri StarloBon. 237 

tnynd, né hvadan honum eru komnar þessar hugsanir. 
Hitt er víst, að draumurinn hefði ekki haldist í minni 
manna og verið ritaður, ef hann hefði þótt markleysa ein. 

Draumurinn er nokkuð óljós, eins og vera ber, en 
-samt er aðalefnið auðaéð : Snorra á að hefnast fyrir, að 
hann flytur frá Borg, og hefndin virðist eiga að koma 
fram 1 því, að menn sitji yfir hlut hans. Samtímamenn 
Snorra, sem héldu draumnum á lofti, hafa með því við- 
urkent, að þeim fundust forlög hans lakari, en við mátti 
búast, 8V0 að einhver skýring var æskileg. Og þetta er 
skýring í alþýðustíl, aem grípur til hjátrúarinnar, af þvi 
að hún skilur ekki skapferli mannains (smbr. skýringu 
Kormáks sögu á þvi, hvers vegna Kormákur vildi ekki 
kvænast Steingerði). En um leið er meira i draumnum, 
önnur skýring, sem ristir dýpra: Snorri er óskaplíkur 
Agli forföður sínum. Egill vo til landa og var hermaður. 
Snorri hlifist við að beita sverðinu og er geðlitill^). Þetta 
er í raun og veru nóg til þess að gera það skiljanlegt, 
að Snorri lét menn sitja yfir hlut sínum. Hin skýringin 
verður þá óþörf. Og er gaman að sjá, að samtímamenn 
Snorra hafa, þrátt fyrir allan þann Ijóma, sem leggja 
hlaut af auði hana og valdi, séð þverbrestinn i skap- 
ferli hans. 

Þeftsi þverbrestur er í því fólginn, að Snorri viU vera 
höfðingi, er höfðingi, og vantar þó suma af nauðsynleg- *) Svo verð eg að skilja visana. Finnur Jónsson þýðir fyrra helm- 
inginn svo á dönska i Skjalded. : „Manden (den) sparer at hagge med 
Bværdet; blodet er (i natiden) hvidt som sne at se paa (o: krafteslöst)". 
Og á )ikan hátt þýðir Olav Hansen i dönska þýðinganni á Starlangu 
fyrsta linana: „Nödigt na sværd man svinger". En ef svo skal skilja, 
verðar >rÍ8an alveg út i bláinn. Draamarinn er am Snorra og þar virð- 
ast orð visannar eiga heima. £gill Skallagrimsson hafði enga ástæðn 
til þess að fara að nota tækifærið til þess að gera litið úr hag nafna 
sins, sem enginn veit neitt am annað, en að hann dreymdi þennan draam. 
Og þó að Egill væri vigamaðar mikill, þi er það ofraan að leggja hon- 
um þaa orð i mann, að blóð íslendinga á fyrra hlut 13. aldar væri hvítt. 
Þá voru þó uppi mörg afarmenni og yigamenn miklir. En Snorri Sturlu- 
t«OB var akkí i tolu þeirra. 238 Snorri StarlnBon. [Skirnir.- 

U8tu eiginleikunum til þess að standa i þeirri stöðu, fuU- 
nægja kröfum samtímans. Takmark hana og hæfileikar" 
liggja ekki i sömu stefnu. 

Fieatir þeirra manna, sem örðugast er að átta sig á,,. 
hafa einhvern slíkan brest að geyma. Og hann myndast 
ekki alt i einu. Með þvi nð athuga hann vandlega, raá 
oft lesa mikið af 'þroskasögu mannsins, eins og jarðfræð- 
ingar lesa sögu jarðmyndunarinnar i gjám og sprungum. 

III. 

v'^norri var »fjöllyndur«, segir Sturla Þórðarson. Hann 
á þar eingöngu við kvennamál hans. En orðið lýsir 
Snorra í miklu víðtækari merkingu og betur en uokkurt 
eitt orð getur gert. Hann væri ekkert yrkisefni fyrir 
þau skáld, sem [síleltf láta persónur sínar renna á sömu^ 
brautarteinunum, sífelt endurtaka sama brotið af sjálfum 
sér, og svo er hrósað fyrir samkvæmni i lýsingunni. 

Sturlungaættin er bezt geíin og margbreyttust ætt 
landsins á sinni tið."^ Hvamm-Sturla er þar i fararbroddi,- 
ráðríkur og ásælinn, haldráður og heiftrækinn, slægvitur 
og þolgóður. Hann virðist lengi vel að eins sækjast eftir 
auð og völdum og^hafa hugann allan við það, sem áþreif- 
anlegt er, en samt^er metorðagirnin rik i honum, og hann 
er ekki allur i framkvæmdunum, heldur hugsar mál sitt 
vel og rækilega. Hvorttveggja sést vel á því, sem Sturlu 
saga segir: »einn"dag, er menn komu ílestir til lögbergs,. 
þá gekk Sturla fram á virkið fyrir búð sina, þvi að það 
var oft háttur hans að setja á langar tölur ura málaferli 
sín, því að maðurinn var bæði vitur og tungumjúkur. 
Vildi hann og, að það væri jafnan frá borið, að han&- 
virðing væri víðfræg« (Sturl. I, 153). Ráðriki Sturlu er 
endurborið i mönnuni^eins og Sighvati, Sturlu, Þórði ka- 
kala og Þorgilsi Hskarða. En um leið kennir annars 
straums í ættinni, eru það hófsamir menn og hneigðir 
fyrir ihugun og] visindaiðkanir og virðast eiginleikar þeirra 
eiga rót sina að rekja til hinnar ihyglu og tungumjúkur 
hliðar Sturlu, og sumt lengra fram í ættir. Slikir menisi i Skiroir]. Snorri Sturlason. 239* 

eru þeir Þórður Sturluson og synir hans Sturla og Olafur 
hvitaskáld. En engum þessara naanna er lýst i einu orði^ 
Þeir Þórður og Sturla feðgar eru geðríkir menn og þybbnir 
fyrir, þó að þeir séu ekki gjarnir að leita á aðra. í kon- 
unghollustu Þorgils skarða og riddaralegu drenglyiidi Þórð- 
ar kakaía kemur fram hagsýni, sem ekki stafar frá ráð- 
rikinu. Sighvatur berst að vísu bæði sjálfur og hjálpar 
Sturlu syni sínum að berjast fyrir völdum og metorðum,- 
en um leið er eins og hann líti ú alt saman eins og gam- 
anleik, sem smásveinar sækja með ákafa, og kemur það 
bezt fram í samtalinu við Sturlu son hans, Sturl. II, 283 
— 85. Eru sýnir rithöfundar-hæfileikar Sighvats þar og 
víðar, þó að hann beitti þeira ekki nema í samtölum. Aft- 
ur á raóti getur Sturla Sighvatsson virzt vera ofsinn 
tóraur og ráðrikið, svo geystur fer hann stundum. En 
því merkilegra er að sjá tviskinnung ættarinnar einmitt 
koma glögglega fram i honum. Þess er áður getið, að 
hann lagði mikla stund á að láta skrifa eftir sögubókum 
Snorra, og vísa er til, sem honum er eignuð. Og einu 
sinni heftir íhygli ættarinnar ofsa hans — og það dregur 
hann til bana. 1 frásögninni um Apavatnsför er þess 
beint getið, að Sturla var »ófrÝnn og djúphugsaður« (Sturl. 
II, 293), og í orðum hans: >Riðum enn!« kemur frara, 
hve tvíbentur hann er. En Sturla átti tvo tæka kosti: 
að lAta Gissur hlutlausan eða drepa hann. 

Það er nú eins og allir eiginleikar ættarinnar eigi 
ítök i Snorra og stuðli að fjöllyndi hans. Þar sem ættin 
i bili virðist klofna i lygna kvísl og friðsama í Þórði og 
sonum hans og straumharða og stríðlynda í Sighvati og 
hans sonura, er skapferli Snorra á kvislaraótum. Hann er 
í aðra röndina höfðingi, ásælinn, stórhuga og metorða- 
gjarn, en þó deigur til áræðis, seinráður og íhugull, i hina 
röndina rithöfundurinn, djúpsær og listfengur, en þó með 
hugann við jarðneska muni. Eins og við er að búast, 
veikir slikt marglyndi, þar sem andstæð öti berjast um 
völdin, geðstyrkinn og viljaþróttinn. Tilflnningar Snorra 
rista ekki djúpt. Það verður aldrei séð, að hann leggi- :240 Snorri Sturlason, {Skirnir. 

neitt í sölurnar fyrir þær. Hann er singjarn við börn sín 
og hefir »vina8kifti« (sbr. Sturl. II., 209), þegar honum 
sýnist. Oð hann leggur tilfinningar sínar stundum berlega 
i sölurnar fyrir hagsmuni sína. 'Þegar Sturla Sighvatsson 
hefir felt Þorvaldssonu, þvert ofan i eiða, er hann hafði 
svarið Snorra og þeir treyst á, »rann honum mjbg í skap 
þessi atburður«. En siðan er hann þó hinn auðveldasti í 
sættinni — »því að hann vildi ekki missa liðveizlu Sturlu 
á þingi um sumarið i málum þeirra Kolbeins unga« (Sturl. 
II., 207). Marglyndið útilokar langæar tilfinningar og 
þunga þykkju, en það er skilyrði skjótra geðbrigða (stem- 
ninga) og nokkurs mislyndis. Lýsing Sighvats á Snorra, 
sem áður er tilfærð, er lýsing á manni, sem skjótt skiftir 
skapi. Og á mislyndi Snorra bendir það, að þegar Sig- 
hvatur vill leita um sættir raeð þeim Þorvaldi Vatnsflrð- 
ingi, fer hann á undan í Reykjaholt, en sendir síðan mann 
til Þorvalds og Sturlu, — »bað þá heim ríða, og sagði 
. Snorra i góðu skapi, lézt vænta, að vel mundi takast* 
(Sturl. II, 121). Þegar Snorri býður Hákoni konungi byrginn 
og segir »Út vil ek!« (Sturl. II, 335), eða vill ráðast að 
Sturlu Sighvatssyni i Reykholti við mikinn liðsmun (Sturl. 
II, 278) þá er slíkt ekki annað en geðbrigði, sem blossa 
upp og hjaðna jafnfljótt. Þegar Þorleifl i Görðum þykir 
vonlaust, að þeir geti yflrstigið Sturlu i einni atför, og 
vill bíða átekta, bilar Snorri þegar og ríður þá við annan 
mann og suður á nes. Þrautseigjuna vantar í viljann, 
sem von er, þar sem tilflnningarnar eru hverfular. Snorra 
vantar lika samkvæmni til þess að geta haldið bein lof- 
orð sin (gefur ekki Órækju Melstað né Stafaholt, Sturl. 
II, 209, 210, 212). 

En marglyndið er ágætur jarðvegur fyrir fjölbreyttar 
gáfur, víðsýni, skilning og dómgreind. Snorra heflr veitt 
auðvelt að lifa sig inn i annara manna hugsanir og forna 
atburði. Tvennar orsakir valda þvi, að hann verður ekki 
meira skáld : hann yrkir eftir reglum hnignandi listar og 
guðmóðurinn bregzt honum, þegar hann talar frá eigin 
brjósti. Hann vantar skap Egils Skallagrímssonar. En flkirDÍr] Snorrí Starloson. 941 

hann skarar fram úr i hlutlægrí frásögn, þegar hann lýsir 
atburðum og mönnura. Gráfur hans njóta sin þar til fuUe, 
•og gedbrigði hans leggja alstaðar réttan blæ á frásögnina, 
um leið og hin ótruflaða ró visindamannsins sifelt er i 
baksýn. l Það er auðvitað ógerningur ad greina skýrt á milli 
meðfæddra einkenna Snorra og áhrifa þeirra, sem hann 
liefir orðið fyrir á. uppvaxtarárum sínum i Odda. En þó 
-er vafalaust, að audstæðurnar i skapferli hans hafa aukist 
þar. Eftir því að dæma, sem síðar er sagt frá Snorra, 
er líklegt, að hann hafi lagt litla stund á iþróttir og vopna- 
burð í œsku, en því meiri á bókleg fræði. Þar hefir hann 
numið íslenzk lög, sögur og kvæði. Jón Loftsson var 
lærður maður og spakur og hefir vafalaust haft yndi af 
að kenna Snorra og segja honum frá ýmsum hlutum. 
Eftir frásögn hans hefir Snorri t. d. ritað um árás Vinda 
á Konungahellu. 

Uppeldi Snorra hefir þá einkum stefnt að því að 
þroska hin kyrlátari einkenni hans og vitsmuni. Hefði 
hann alist upp vestur i Dölum, er vafasamt hvort hann 
hefði nokkurntíma orðið rithöfundur. En hann hefði fyrir 
bragöið orðið betur til höfðingja fallinn. Þvi að þó að 
ritstörfin aldrei gætu orðið aðaltakmark Snorra, hafa þau 
þó sifelt dregið mikið af umhugsun hans að sér og stuðl- 
að að þvi að sundra honura. Hann varð m. a. þeirra 
vegna meiri spekingur en framkvæmdamaður. Sögurnar 
drógu hann með sér inn í fyrri aldir, heftu hann i að 
verða til fulls barn sins tima og samtímanum vaxinn. 

Jón Loftsson þekti Sturlu Þórðarson og hafði átt við 
hann að skifta í máli Páls prests i Reykjaholti. Hann 
var svo vitur maður, að honum hefir hlotið að standa 
stuggur af þeirri nýju stefnu, sem hann varð þar var við, 
og bera kviðboga fyrir, að þeir Ðalamenn kynnu að steypa 
Oddaverjum af stóli. Það er hægt að hugsa sér, að 
hann hafi einhvern tima brosað í kampinn, þegar hann sá 
-Snorra Sturluson alast upp við kyrlát fræði og menningu 

16 242 Snorri Starlmon. [Skiniir; 

Oddaverja, í stað þess að fæðast upp í mynd og líkingu- 
föður síns. 

En Snorri átti i eðli sinu framgirni^ sem aldrei gat 
orðið fullnægt yfir sögum og kvæðum. Og það var engin 
von til, að 8Ú framgirni kulnaði út »í hinum æðsta höfuð- 
stað i Odda« (Biskupas. I, 90), þar sem gat að líta öll 
merki auðs og veldis gamallar höfðingjaættar, Því hlaut 
hugur Snorra að beinast í þá átt að verða höfðingi, um 
leið og uppeldið að öðru leyti stefndi í öfuga átt. Yfir 
sögunum vöfðust eigin frægðardraumar hans saman vi&' 
fróðleiksfýsina og skemtunina. 

Og Snorri hafði þarna daglega þann mann fyrir aug- 
um, sem heita mátti ókrýndur konungur íslands. Jón 
Loftsson hlaut að verða fyrirmynd hans. Og Jón var 
enginn styrjaldarmaður. Hann fór með vald sitt eins og: 
kveðið var um Ólaf kyrra: 

Varði ógnarorðum 
Olafr ok friðmálum 
jörð, 8vát engi þorði 
allvalda til kalla. 

Hefði Snorri ekki þurft meira fyrir að hafa, hefði alt fallid' 
i Ijúfa löð. 

En munurinn á Jóni og Snorra var mikill. Jón var 
ekki einungis vitur maður og lærður, heldur líka maður 
með sterkan vilja og heitar tilfinningar. Hann er allur 
í svari sínu til Þorláks biskups, sem vildi banna honum 
samvistir við Ragnheiði systur sína: »Veit eg, að bann 
þitt er rétt og sökin nóg; mun eg þola þín ummæli meO' 
því raóti að fara i Þórsraörk eða einhvern þann stað, er 
eigi sekist alþýða af saraneyti við mig, og vera þar hjá 
konu þeirri, sera þér vandlætið ura, þann tíraa, sera raér 
likar, og ekki mun bann yðvart skilja raig frá vandræð- 
um minum, né nokkurs manns nauðung, til þess er guð- 
andar þvi i brjóst mér að skiljast viljandi við þau. En 
hyggið svo yðvart efni, að eg ætla svo til að haga, að 
þér veitið eigi fleirum raönnura þetta embætti en mér« 
(Biskupas. I, 291—92). Eða þegar hann segir: »Vitik Skirnir]. Soorrí Starlason. 24S- 

menn þad, ad Sturla er oft óbílgjarn um manadrápin: en 
fleiri raenn kunna að láta drepa meun en Sturla; og þa^ 
segi eg þér, Böðvar, ef Sturla lætur drepa einn mann 
fyrir Páli, að drepa skal eg láta þrjá menn fyrir Sturlu« 
(Sturl. 1, 152). Þetta er ekki sagt í anda Snorra Sturlu- 
sonar. 

Ástœðurnar voru lika aðrar. Jón sat á ættleifð for- 
feðra sinna, vald hans á þingi og i héraði stóð á gömlum 
merg, þingraenn hans voru fæddir fylgisraenn hans og 
allur landslýður viðurkendi ríki Oddaverja. Jón gat látið^ 
sér nægja það vald, sera hann var borinn til. Þó að vel 
væri i garðinn búið fyrir Snorra með kvonfangi hans, var 
hann þó nýr maður i Borgarfirðinura og festir þar aldrei 
rætur, eina og sést á því, að hann yfirgefur ríki sitt þar 
varnarlaust. Auk þess þóttist Snorri þurfa að auka vald 
8itt, en með ásælni sinni egndi hann menn á raóti sér. 

Tíraarnir voru breyttir. Á dögum Jóns léku engin 
tvímæli á, hver voldugastur var. Nú tekur að koma 
meiri hreyfing á og margir höfðingjar berjast um völdin. 
Og lífsskoðun og siðferði Sturlungaaldarinnar er alt í raol- 
um, hið forna siðferði virðist vera í dauðateygjunura og 
hið nýja í svefnrofunum. Menn breyta ekki eftir megin- 
setningum og íhuguðu ráði, heldur geðþótta og geðbrigðum. 
Enginn gjörvuleiki virðist fleyta raönnura ósködduðura gegn- 
um þetta brira. Atgervi Sighvats, Sturlu og Þorgils skarða 
bjarga þeim ekki frá falli, og vit og ríki Gissurar getur 
ekki afstýrt Fluguraýrarbrennu. Þannig er það vopnið, 
sera Snorri átti bitrast, hyggindin og slægvizkan, deyft í 
hendi honura. 

Hér verður að drepa á tvö atriði í einkalifi Snorra 
sera rajög koraa við skapferlisþroska hans, nefnilega trú 
hans og heimilislif. 

Það hefir lengi verið hald manna, að Snorri hafi verib 
litill trúraaður, og i sagnaritun sinni farið svo langt sem 
lionum fært þótti í þvi að sleppa helgisögum og jarteinunk 
eða skýra þær á eðlilegan hátt. En því hefir nýlega veriíy 

16* 244 Snorri Starluson. [SkirDÍr. 

inótmælt, af Fr. Paasche, að réttmætt væri að tala um 
skyneemistrú (rationalisme) i sambandi við Snorra og höf- 
'Und Fagurskinnu. »Hvert áttu þeir að sækja þvilíkar 
hugmyndir?«, (Kristendom og kvad, 3). Paasche hefir 
unnið gott verk í þarfir norrænnar. ritskýringar með því 
að benda á, hvað erlent væri af hugsun og líkingum i 
fornum helgikvæðum. En hann má ekki þar fyrir ætla, 
að öll hugsun íslendinga um trú og kirkjumál hafi verið 
aðflutt. £ða skyldi Jón Loftsson hafa sótt þá skoðun til 
Róms, að erkibiskup mundi eigi vilja betur né vita en 
hans foreldrar, Sæmundur hinn fróði og synir hana 
(Biskupas. I, 283)? En Snorri var fóstursonur Jóns. Og 
i raun og veru benda bæði rit Snorra og æfisaga á það, 
að hann hafi verið fremur kaldur i þeim málum, hvorki 
gert sig beran að trúleysi, né heldur orðið fyrir djúptæk- 
um áhrifum úr þeirri átt. 

Lifandi trú hefði getað haft tvenns konar áhrif á 
Snorra, gert hann mildari í skapi og hófsamari, eins og 
Þórð bróður hans, en líka djarfari og samfeldari. Gott 
heimilislíf hefði getað gert likt að verkum, en það varð 
heldur ekki hlutskifti hans. Um hjónaband hans og Her- 
'disar vita menn ekki annað, en að þau skildu eftir fárra 
ára sambúð. Félag sitt við Hallveigu Ormsdóttur gerðl 
hann eingöngu af hagsýnum ástæðum, eins og áður er 
bent á, en sambúð þeirra virðist annars hafa verið góð, 
enda voru bæði af brekaaldri. Snorra þótti mikill skaði 
að fráfalli hentiar, en hefur þó þegar deilu við son hennar 
um fjárskifti. Og að minsta kosti er ekki um þá sterku 
tilfinningu að ræða, sem getur safnað kröftum tvístraðs 
manns i einn farveg. 

Og auk þess býr Snorri á beztu þroskaárum sínum 
(28—45 ára) ókvæntur i Reykjaholti og hefir margar 
frillur, líklega samtímis eftir aldri barnanna að dæma. 
Börn hans eru hvert öðru óstýrilátara og erfiðara í skapi, 
og ekki ólíklegt, að þau hafi sótt eitthvað af þvi til mæðra 
sinna. Og hafi friUur Snorra verið stórlyndar og van- 
fitiltar, þá getur heimilisbragurinn ekki hafa verið skemti- Skirnir]. SDorri Starlason. 845* 

legur, þar sera þær börðust um völdin. Það bendir og á 
slæmt heimilislíf, að Snorri reyndist börnum sínum svo 
illa, að það má kalla eitt af hinu allra lakasta i fari hans. 
Um Jón murt er áður talað. Órækju prettar hann tví- 
vegis um kvánarraund þann, er hann hafði lofað honura,. 
og vísar honura svo vestur í Vatnsfjörð, þar sem Þórdis 
Snorradóttir, en ekkja Þorvalds, bjó. Þótti henni ilt upp 
að standa. Og dvölin i VatnBíirði varð upphaf óeirða og 
ógæfu Órækju. 

En þegar vér hugsura um, að Snorri á fullorðinsárum 
sínura átti við slikt heirailisböl að búa, og auk þess var 
tekinn barn að aldri og fluttur í fjarlægt hérað, langt frá 
öllum skyldmennura, þó til góðs heimilis væri, — þá er 
auðsætt, að í þessu atriði hefir hann farið á mis við mikið> 
i lifinu. Þarna er ein af orsökunum til kaldlyndis hans. 
Og þarna er orsökin til þess, að Snorri virðist aldrei hafa 
skilið, að ætt hans gat orðið honura bezta stoðin, ef rétt 
var raeð farið. Auðvitað var Snorri engan veginn ræktar- 
laus við frændur sina. Honura verður raikið ura fall Sig- 
hvats og sona hans í Orlygsstaðabardaga, þrátt fyrir 
fornan fjandskap, og Þórði og sonura hans sýnir hann 
ýmis vinátturaerki. En hann viU aldrei minka sjálfan 
sig neitt til þess að efla hag sona sinna og tengdasona, 
og fyrir bragðið verða þeir honum að litlu liði. I þessu 
atriði virðist Snorra jafnvel bresta hyggindi. Hann er of 
kaldur reikningsmaður, vantar eðlishvötina, sem kann að 
leggja á tvœr hœttur, og oft sér dýpra en skynsemin. 

IV. 

Snorri er rúralega tvitugur orðinn einn af höfðingjum 
landsins. Með þvi hefst nýr þáttur i þroskasögu hans. 

í fyrstu fer hann nokkuð geyst af stað, er ágengur 
og hefnigjarn. Þórður raóðurbróðir hans gaf honura hálft 
Lundarmanna-goðorð og skyldi hann halda þingmenn fyrir 
Þórði Sturlusyni og öðrum þeim, er á leitaði. »En er 
Snorri hafði tekið við þingmönnum, þá þótti Þórði Böðv- 
arssyni hann leita raeir á sina vini, en áður hafði Þórður Í46 Snorrí Starloson. [Skimir, 

bróðir hans á leitað« (Sturl. II, 28). Og fyrir vetursetu- 
manni sinum, Þorkeli rostungi frá Orkneyjura, lét Snorri 
taka mjöl úr útibúri, og lézt sjálfur vilja ráða lagi á. En 
Þorkell vildi ráða, hve dýrt hann seldi varning sinn. 
Varð af þessu fullur fjandskapur, eins og áður er frá sagt. 
Eftir að Þorkell hafði rekið árás Sturiu-sona af höndum 
sér, lét hann i haf, en varð afturreka og dvaldi hjá 
Sæmundi i Odda veturinn eftir. Snorri sendi þangað 
flugumenn þrjá saman, en ekki komu þeir neinu fram 
(Sturl. II, 28—30). 

Nokkru siðar átti Snorri þingdeilu litla við Magnús 
allsherjargoða og Sæmund i Odda. Hlaut Særaundur að 
gera um málið, og líkaði Snorra illa. Og litlu eftir hóf 
hann deilu við Magnús um arf Jórunnar auðgu. Var hún 
i þingi með Magnúsi og ætlaði hann sér fé hennar, en 
Snorri sendi Starkað Snorrason suður á nes, og hafði hann 
fiunnan með sér »þann mann, er Koðran hét, strák einn, 
og kallaði Snorri þann erfingja Jórunnar, og tók hann 
það fémál af Koðranic (Sturl. II, 72). Sótti Snorri mál 
þetta með kappi miklu og reið um vorið til alþingis með 
«ex hundruð manna og voru átta tigir Austmanna í flokki 
hans alskjaldaðir. Hafði hann sóma af málura þessura, 
þó að málaefni virðist hafa verið vafasöra. >0g i þess- 
ura raálura gekk virðing hans við mest hér á landi« 
<Sturl. II, 73). 

Það má kalla, að frara að utanför Snorra (1218) hafi 
riki hans og álit verið i uppgangi, þrátt fyrir einstöku 
áföll. Sjálf Sturlungaöldin er enn ekki byrjuð, en þeir 
bræður, og þá einkura Sighvatur og Snorri, virðast vera 
á leiðinni að þoka Oddaverjum úr öndveginu. »Bræður 
þessir draga sig svo fram, að nær engir raenn halda sig 
til fuUs við þá« (Sturl. U, 71), segir Særaundur i Odda 
eftir þingdeiluna við Snorra. Og sjálfur hefir Snorrl ætl- 
-að sér raeira hlut en bræðrura sínura. Arið 1220 segir 
hann við Hákon konung, »að þá voru aðrir eigi meiri 
menn á íslandi en bræður hans, er Særaund leið, en kall- 
^ði þá raundu mjög eftir sinum orðum vikja, þá er hann ^kírnir] Snorrí Sturlaion. 247 

iœmi tiN (Sturl. U, 86—87). Þetta sýnir, að Snorri hefir 
komið með miklar vonir úr utanförinni. Hann hafði auk 
^ess þegið nafnbætur og stórgjafir erlendis og afstýrt yfir- 
vofandi hættu fyrir landið. Þegar hann reið frá skipi, 
-og þeir tólf saman, höfðu þeir meir en tylft skjalda, alla 
mjög vandaða, og létu allvænt yfir sér. Þá hefir Snorra 
>^fundi8t hann kjörinn til að verða helzti maður landsins. 

En nú dynja vonbrigðin yflr hann. Honum er illa 
tekið á Suðurlandi og gerðir hans í Noregi lagðar út á 
versta veg. Liðveizla hans við Loft biskupsson fer út 
um þúfur, og það eru Haukdælir og Sighvatur bróðir hans, 
eem vaxa á þeim málum. Sturla bróðursonur hans tekur 
•fiolveigu, sem Snorri hafði ætlað sér, og heldur til fulls 
við hann. Á þessum árum lærist Snorra meir og meir að 
beita öðrum mönnum fyrir sig og koma sem minst við 
Bjálfur. Nýir timar eru að hefjast, sem hann er ekki 
vaxinn. 

Hann byrjar á þvi að ýta undir Loft að drepa Björn 
.Þorvaldsson. Hann otar Jónssonum á Þorvald í Vatns- 
firði og hvetur þá beinlínis til þess að fella hann (Sturl. 
JI, 111). En þegar þeir vinna ekki á, og Þorvaldur vill 
sœttast við Snorra og mægjast við hann, þóttist Þorvald- 
ur skilja, »að Snorri mundi unna honum inna mestu 
eæmda, ef hann vildi vera skyldur þess að gera hvað er 
Snorri legði fyrir hann, hverigir sem í mót væri« (Sturl. 
II, V2S). Var Þorvaldur þó einn hinn versti maður, er 
þá var uppi á íslandi. Skömmu siðar vingast Snorri við 
Þórð bróður sinn, en eggjar hann jafnframt uppreiatar 
gegn Sturlu Sighvatssyni (Sturl. II, 125). Eftir brennu 
Þorvalds i Vatnsfirði virðiat Snorri hafa eggjað sonu hans 
á hendur Sturlu (smbr. Sturl. II, 165), og a. m. k. lét 
hann á eftir vel yfir hiuni alræradu Sauðafellsför, en hitt 
er satt, að hvorki ber Snorri ábyrgð á aðförum Þorvalds- 
fiona á Sauðafelli, né heldur mundi hann sjálfur hafa gert 
•sig sekan i sliku. En viljað mun hann hafa Sturlu feig- 
-an, enda hefði margt öðruvisi skipast, ef Sturla hefði 
tfallið þá. — Snorri giftir dætur sínar tvær Kolbeini unga 248 Snorrí Stnrlason. [Skimin. 

og Gissuri Þorvaldssyni, og var nú inikill Ijórai yfir ríki 
hans. Sturla verður að láta undan og selja af bendi 
Snorrungagoðorð. Og síðan, þegar Kolbeinn akilur vift' 
Hallberu, heimtar Snorri helming allra goðorða hans fyrir 
norðan, og safnar svo miklu liði gegn honum, að hann 
gengur að þessari hörðu kröfu að nafninu til. 

Sá er sterkastur, sera staðið getur einn. Það gat 
Snorri ekki, enda félst mikið af veikleika bak við sigra 
hans. A þessura árum breytist líka takmark hans smátt 
og smátt. Hann leggur meiri og meiri áherzlu á yfir- 
skinið tómt, metorðin, i stað yfirráðanna, valdanna. 

Ráðríki og metorðagirni eru tvær hvatir, sem oft 
fylgjast að, enda blanda menn þeim stundum saman 1 
daglegu tali. En aamt eiga þær hvor sín upptök og lýsa 
sér hvor á sinn hátt. Metorðagirnin þróast bezt í einrúmi^ 
yfir bókum og í dagdraumum, ráðríkið í skærum við leik- 
bræðurna og í margraenni. Marglyndi maðurinn verður 
einatt að láta sér nægja metorðin, einlyndi maðurinn berst 
fyrir yfirráðunura, þar sera hann nær til. I stjórnraála^ 
baráttunni getur að líta metorðagjarna menn, sem halda 
miklar ræður í þingsalnum, en í raun og veru tala fyrir 
munn ráðríks flokkabróður, sem heldur vill beita sér á 
flokksfundum. Hjá skáldunum ber, eins og eðlilegt er,, 
meira á metorðagirninni. En þó eru meðal þeirra til ráð- 
ríkir menn, eins og t. d. Björnstjerne Björnsson. 

Þó að Snorri hafi átt í eðli sínu töluvert af ráðriki,^ 
eins og hann átti kyn til, þá hefir metorðagirnin þó lík- 
lega alt af verið ríkari i honum. Sraekkur hans hueigist 
að því, sera mikilfenglegt er og glæsilegt. Honura hefir 
verið yndi að því, að ríða raeð fjölda manns til alþingis,, 
og valda sinna hefir hann alt af raeðfrara notið með lista- 
mannseðli sinu. Fordild hans kemur vel frara i þvi, að 
hann kallar búð sína á ÞingvöIIum ValhöII. Og þegar 
hann segir við þá Kolbein og Orækju, að hann sé eigi 
vanur »að eiga hlut að héraðsdeildum«, þá birtist i þvi 
■^rilji hans að eiga í þeira raálum einum, er mikil séu og, 
víða verði fræg. Sklniir]. Snorri' Starluson. 249-' 

Eii við þetta bætist síðan nauðsynin. Snorri verður 
að sigla miUi skers og báru, hann getur ekki fylgt 
fast eftir. 

Þetta kemur berlega fram í máli hans við Orm Svín- 
felling. »Snorri kvað þá vel að reyndi, hver þeirra þing- 
rikastur væri, og begir Orm lengi hafa fífundað sig og 
sina 8æmd«. Ormur selur lika Snorra sjálfdærai og Snorri 
dæmir aér fjóra tigi hundraða (Sturl. II, 186—7). En sið- 
an gefur Snorri upp sektina, af þvi að hann vill hafa 
Orm sér vinveittan í raáli sínu við Kolbein unga (Sturl. 
II, 208). Hefðu Snorra verið mislagðar hendur, svo fast- 
ur sem hann annars var á fé, ef bann hefði gert slikt 
af tómu örlæti. 

Hinir riku tengdasynir hans verða honum að litlu liði, 
En Ijóma lagði af þeira í svipinn. »Það var eitt kvöld, 
er Snorri sat i laugu, að talað var um höfðingja; sögðu 
menn, að þá var engi höfðingi slikur sem Snorri, en þó 
mátti engi höfðingi keppa við hann fyrir sakir mægða 
þeirra, er hann átti. Snorri sannaði það, að mágar hans 
væri eigi sraámenni. Sturla Bárðarson hafði haldið vörð 
yfir lauginni, og leiddi hann Snorra heim og skaut fram 
stöku þessi, svo að Snorri heyrði: 

Eignð áþekt mœgi 

orðvitr sem gat forðum 

— ójafnaðr gefsk jafnan 

íUa — Bleiðrar stiUir." (Sturl. II, 150.) 

Hefir Sturla glögt séð, hve lítill styrkur Snorra var aðh 
tengdasonum sínura í raun og veru. Enda stóð Gissur 
seinna yfir höfuðsvörðum hans og með ráðum Kolbeins. 
Við það varð ætlun Sturlu að spádómi. 

Til þeas að fá Sturlu Sighvatsson í lið með sér gegn 
Kolbeini, verður Snorri að brjóta odd af oflæti sinu eftir 
víg Þorvaldssona og gera Sturlu sem auðveldast að né, 
sættum. Og þegar hann loks hefír safnað svo miklu liði 
gegn Kolbeini, að hann getur haft i öUum höndum við 
hann, þá vill hann ekki láta skriða til skara. Hann vili 
ekki hætta á, að gera Kolbein að fjandmanní sinum. Kol- 'SW 8nom Sturluson. [Skimir. 

Jbeinn gengur að því, »að Snorri skyldi eiga helming goð- 
•orða þeirra, er Kolbeinn átti að réttu, en Kolbeinn skyldi 
með fara og veita Snorra á þingum; Kolbeinn skyldi og 
gjalda fé nökkut, ef Snorri vildi heimta*. í raun réttri 
var þetta fuUkominn ósigur fyrir Snorra. Kolbeinn gerði 
rBig skömmu siðar beran að fjandskap við hann og varð 
ihonum aldrei að neinu liði. 

Og ekkert sýnir betur, hve rótlaust ríki Snorra var, 
^n þegar hann flýr úr Borgarfirðinum undan þeim Sig- 
hvati og Sturlu og gefur þar upp öU yfirráð sín, án þess 
.að reyna að veita viðnám. . 

V. 

Um Snorra hafa verið feldir rajög misjafnir dómar, 
•og er það engin furða. Hann er sjálfur marghliða, svo 
-að ef menn reyna að leggja aðaiáherzluna á eina hliðina, 
geta ýmsar orðið uppi. Og sjónarmiðin eru raörg, og dóm- 
arnir misjafnir eftir því, hvert þeirra er valið. 

Ef líta skal á Snorra frá siðferðislegu sjónarmiði, þá 
ber þess fyrst að gæta, að hugsunin um gott og ilt, rétt 
og rangt, hefir ekki verið rík í honum. Hjá sumum mik- 
ilraennura er sú hugsun þungaraiðja persónunnar, og það 
sjónarraiðið því eðlilegast, þegar á að dæma þá. En á 
;Sturlungaöldinni voru skoðanir íslendinga á trúmálum og 
siðferði yfirleitt mjög á reiki, og auk þess var Snorri að 
upplagi fjöllyndur og listrænn i skapi, og lítt fallinn til 
þess að binda sig við fastar meginreglur i hugsun og 
breytni. Þetta hlutleysi í siðferðismálum hafði ýrasar af- 
leiðingar. Það var eitt af þvi, sem gerði óhlutdrægni 
'beztu sagnaritara vorra raögulega, en það stuðlaði lika að 
hnignun þjóðarinnar. En það er saratímans sök, sem ekki 
getur bitnað á Snorra einuxn. 

Og á öllum öldura gildir það, að sarai eiginleikinn 
getur sprottið upp af ýmsura rótum, og orðið fyrir rais- 
jöfnum dóraura eftir uppruna. Og hann getur líka eftir 
umhverfi og atvikum snúist upp í kost eða löst. Jafnvel 
:6ami eiginleikinn getur verið bæði kostur og löstur á -^kirnir]. Snorrí StarlDSon. 951 

•:flama manni. Marglyndi Snorra er kostur á honum sem 
rithöfundi, en galli á höfðingjanum. Alt þetta gerir dóm- 
tnn erfidari. 

Hugrekkið er oft komið undir gáfnafarinu. Skortur 
-á framsýni og hugmyndaafli getur verið undirrót fifl- 
.dirfsku. Það er einkenni skáldsins, að geta lifað hugsað- 
An atburð með meira afli og skýrleik en aðrir menn. 
Þetta hefir Snorri getað, eins og rit hans sýna, enda ægir 
honum meira en öðrum sú hugsun, að koma á vald óvina 
flinna (Sturl. II, 278). Þá er og hitt alkunnugt, að marg- 
fcreyttir hæfileikar og hvatir geta tvístrað viðleituinni og 
klofið persónuna. Það er auðveldara að vera heill og 
Bjálfum sér samkvæmur raeð fábreytta hæfileika og ein- 
jiæfa lifsstefnu. 

Og um metorðagirni Snorra er það að segja, að hjá 
lienni gat hann ekki komist. Ætt hans og uppeldi lögð- 
ust þar á eitt og hlutu að ráða. Hún varð að forlögum 
hans, leiddi hann gegnum meðlæti og mótlæti og að sið- 
<u8tu til bana. 

Snorri heflr sjálfur séð það manna bezt, að tveir 
menn með sama skapferli geta átt misjafna dóma skilið. 
í hinum fræga samanburði hans á Ólafi helga og Haraldi 
harðráða er meginhugsunin sú, að dómurinn sé ekki mest 
undir skaplyndi mannsins kominn, heldur undir því tak- 
marki, sem kröftunum er beitt fyrir. Ólafur barðist fyrir 
réttlæti og nýjum siðum og var feldur á eign sinni sjálfs; 
því varð hann heilagur. En Haraldur barðist sér til 
frægðar og ríkis og féll á annara konunga eígn. 

Það gæti virzt sanngjarnt að leggja þennan mæli- 
kvarða Snorra sjálfs á gerðir hans sem höfðingja. Og þá 
verður dómurinn ekki vægur. Þegar það er frá skilið, 
að hann vinnur að því að afstýra herförinni til Islands, 
verður ekki annað séð en að öU barátta hans sé fyrir 
• eigin hagsmunum og metorðum. En hann á þar sammerkt 
við aðra höfðingja landsins á þeim timum. Oldin var fá- 
tæk af hugsjónum, en auðug af eigingirni. Rikið var i 
.molum og óeirðirnar allar inn á við. Að eins í einu til- 252 Snorrí Starlason. [Skiroir. 

liti stendur Snorri í þessu efni að baki flesturn samtíraa- 
mönnum sinum: singirni hans bitnar á börnum bans, 
Aftur á móti sparar t. d. Sighvatur bróðir hans hvorki 
fé né fjör til þess að efla og styðja Sturlu son sinn. Ed 
orsakirnar til breytni Snorra i þessu efni hefi eg reynt 
að greina að framan. 

Þá má bera saman eigið takmark Snorra — völd og 
metorð — og æfiferil hans, og dæma hann eftir þeim 
samanburði, likt og listaverk má dæma eftir því, hvort 
höfundurinn hefir náð tilgangi sínum með því eða ekki^ 
án þess að fara nánar út i að raeta þennan tilgang. Að- 
mörgum stórmennum sögunnar er dáðst á þennan hátt, 
Þau eru lifandi listaverk, höfði hærri en allur lýðurinn 
og margra makar. Menn dást að eldhug þeirra, vilja- 
styrk og afrekum — og gleyraa að spyrja ura, hvað gott 
þeir hafi viljað eða Játið af sér leiða. Frá þessu sjónar- 
miði hefir Snorri skoðað suraar af söguhetjura sínura. Ed 
litura vér á hann sjálfan frá því, verður ósamræraið railli 
ætlana hans öðrura raegin og krafta og atgerða hinum 
megin alt of bert til þess að hann geti hrifið hug vorn. 

En ura leið og áherzla er lögð á, að Snorri stóð ýms- 
um saratimaraönnum sinum að baki að röggserai og skör- 
ungsskap, er skylt að geta hins, að ein orsakanna var sú^. 
að hann var ekki búinn sumum lökustu göllum þeirra. 
Hann sást meira fyrir, beitti hvorki ofbeldi né grimd, er 
ekki beint riðinn við neitt af þeim hryðjuverkura, sem 
kasta skugga á öldina. Hann verður ekki dæmdur meíy 
sanngirni, nema raenn sjái aðra höfðingja landsins i bak- 
sýn. Arngrímur ábóti segir um þá Sturlusyni, að Þórður 
var þeirra beztur, Snorri i m i ð , en Sighvatur verstur 
(Biskupas. n, 71). Frá siðferðissjónarmiði er varla hægt 
að segja neitt betra um Snorra en þetta »i mið«. HanD 
er hvorki i fiokki raestu mannkostaraanna né varraenna 
Sturlungaaldarinnar. Og hafi hann stundum gert öðrum 
rangt til, þá fór hann sjálfur ekki varhluta af yfirgangi 
annara. Kolbeinn ungi rýfur sætt sina við hann og reyn- 
ist honum hið versta. Sturla Sighvatsson viðurkennir dBkirnir]. Snorrí Sturloson. 258 

rBjAlfur (Sturl. II, 290), aö þeir feðgar hafi beitt Snorra 
rangindum. Og Gissur notar sér bréf Hákonar konungs, 
^m varla heflr viljað Snorra feigan, að yfirvarpi til þess 
að fara að honum, og hann lætur böðla sina drepa hann, 
Án þess að reyna að grenslast eftir, hverjum sáttum hann 
vildi taka. Þá verður að minnast nánar á eitt atriði, sem mis- 
jafnt heflr verið dæmt um, afstöðu Snorra til konungs- 
valdsins. Sumum flnst Snorri hafa gert sig sekan i land- 
ráðum, er hann hét Hákoni að »leita við íslendinga, að 
þeir snerist til hlýðni við Noregshöfðingja* (Sturl. II, 85) 
'Og síðan tók leynilega við jarlsnafni af Skúla hertoga^). 
En öðrum þykir sem Hákon hafí skoðað hann sem hlífí- 
Ækjöld fyrir sjálfstæði landsins og hafi það verið orsökin 
að vígi hans. En hér er skamt öfganna á milli. Snorri 
hefír verið hikandi i þessu máli. í Noregi varð hann 
fyrir áhrifum af veldi þeirra Hákonar og Skúla, glæsi- 
menska hirðarinnar heillaði hug hans, skoðanir manna á 

*) Sturla segir svo um þetta mál: „Voru þá fáir menn við tal 
'|>eirra hertogans og Snorra. Arnfinnur Þjófsson og ólafur hvitaskáld 
Toru me& hertoganum, en Órækja og Þorleifur með Snorra. Og var það 
flögn Arnfinns, að bertoginn gafi Snorra jarlsnafn, og svo hefir Styrmir 
hinn fróði ritað „ártið Snorra fólgsnarjarls". En engi þeirra Íslending- 
anna lét það á sannaBt fyrir oss" (Sturl. II, 335—36). Hér er margs 
sö g»ta. Stjrmir var manna handgengnastur Snorra, og þó aö hann 
▼cri litt gagnrýninn á fornar sögur og helgisagnir, þá var hann enginn 
Bkynskiftingur og gat ekkert gengið til að halla hér réttu máli. £r 
sennilegt, að Snorri hafi sjálfur trúað honum fyrir þessu, og Styrmir 
talið sig leystan frá þagnarskyldu sinni eftir vig Snorra. Hitt er þó 
ekki ómögulegt, að Styrmir hafi farið eftir sögn Arnfinns, en litil ástsða 
heföi þá verið fyrir Sturla að nefna hann sérstaklega. Og ekki virðist 
Arnfinni hafa getað gengið neitt til að skrökva þessu upp. A hinn 
bóginn hlaut Stnrlu að vera meinilla við þessa sögu, þvi að væri hún 
Bönn, voru drottinssvik Snorra auösæ og fé hans með þvi fallið i kon- 
nngsgarð. Og hugur Islendinganna þriggja blant að fara i sömu &tt. 
Þeir böfðu gilda ástæðu til þess að halda fast við þagnarheit sitt, þó 
aö Snorri væri látinn. Eg efast þvi ekki um, aö vitnisburður þeirra 
<um bein mótmæli talar Sturla heldur ekki) er minna viröi en Arnfinns 
'Og StyrmÍB. 254 Snorri Starlason. [Skimir^ 

sjálfstæði voru þá aðrar en nú, og þegar Snorri bar sara- 
an ástandið á íslandi og i Noregi, gat sú hugsun orði& 
ofan á, að landinu væri fyrir beztu að komast undir kon- 
ung. Og þegar við þetta bættist, að það var vegurinn 
upp í jarlssætið fyrir hann sjálfan, er ekki undarlegt, þ6 
að hann léti bugast af fortölura þeirra Skúla. En á ís- 
landi hefir Snorri iíklega litið öðruvísi á þetta mál, enda 
skildi hann það flestura betur, er hann íhugaði það i tórai^. 
og ber ræða Einars Þveræings þess Ijósastan vott. 

En hverjar sem hugsanir Snorra hafa verið i þessu 
efni, þá gerði hann aldrei neitt til þess að efna heit sin. 
Enda átti hann allajafna nóg raeð að verja sitt eigið ríki, 
Þeir Hákon og Skúli hafa líka varla búist við miklu. Jón 
murtur keraur fljótt aftur úr gislingunni. I raun og veru 
raátti boð Snorra vera þeim kærkoraið yfirvarp til þess- 
að hætta við herferðina til íslands, sem var hættulegt 
fyrirtæki og vafasarat, hvað úr yrði. Snorri hefir haft flest af þvi til að bera, sem gat gert 
hann skemtilegan í framgöngu og þægilegan i viðraóti, 
Mislyndi hans hefir að visu getað verið óþægilegt í sara- 
búð, en við gesti sina hefir hann verið glaður, og skap 
hans var ekki örðugra en svo, að hann hefir átt gott raeð* 
að laga sig eftir öðrura. Þegar menn hittu hann sjálfan 
að máli, var hann oftast sveigjanlegur. Hann hefir líka 
verið gestrisinn og haft yndi af margmenni og ölteiti. Og 
ura tal hans er óþarfi að leiða getura, þvi að rit hana 
bera þar órækt vitni. Þar hafa haldist i hendur fróðleik- 
ur og vit, garaan og alvara. Gylfaginning gefur liklega 
Ijósasta hugraynd ura þá hlið hans. 

Það er þvi engin furða, þó að Snorri væri vinsæll 
af raönnum sinum og þeim, seni verið höfðu gestir hans, 
Skal þess eins hér getið, að Ormur stjúpsonur hans vill 
ekki vera i fjörráðum við hann, þó að hann þættist rang- 
indum beittur (Sturl. U, 350), og Sturla Þórðarson lætur 
son sinn heita Snorra, þykist skyldur að hefna hans og. 
vill í hvívetna bera honura vel söguna. Skirnir]. Snorri SttirlaBon. 355'^ 

En þyi)g8t af öUu veFÖa rit Snorra á metunum, er 
dæma skal ura feríl hans i heild sinni. Þar fann hann 
það takmark, sem var meira en eigin metorð, þar vann 
hann að af háleitri innri hvöt og hugdi sér litt til lofs 
fyrír. Þar var óðalið, sem hann var til borinn, og hefði 
hann fallið á allri þeirri eign sinni, hefði hann verið 
heilagur, eina og Olafur Haraldsson. Margir mestu rithöf- 
undar heímsins hafa lifað lífi sinu með líkt upplag og 
Snorri, og ekki orðið að fundið. Þeir hafa ekki lifað í 
sama urahverfí og islenzkur höfðingí á 13. öld. 

En ættum vér þá að óska, að Snorri hefði tekið þann 
kost að verða krúnurakaður klerkur eða friðsaraur bú- 
andraaður með hugann allan við bókleg störf? Eg held 
ekki. Að visu hefðu yerk hans þá orðið fieiri og stærrir 
þvi að starfsþrekið hefir verið frábært. En bækur verða 
ekki raetnar i pundura, og þeir rithöfundarnir eru ekki 
siztir, sera leggja alla reynslu fjölbreyttrar æfí i eina eða 
tvær bækur. A margan hátt hafa rit Snorra notið góðs- 
af æfíferli hans, eins og hann var. Still hans ber vott 
um smekkvíBÍ höfðingjans og er laus við lærdórastildur 
og raunkaraærð. Hann er víðsýnn og frjáls i hugsun og 
ekki bundinn við kreddur neinnar stéttar. Reynsla hans 
er fjölbreytt og raannþekkingin djúptæk, þess vegna bera 
ræðurnar i Heiraskringlu og frásögnin ura saraninga og 
ráðstafanir af flestu öðru í þeirri grein. Og raetorðagirni 
Snorra, sú saraa sera veldur 8vo mörgu öðru í fari hans^^ 
leggur líka Ijóraann ura höfðingjalýsingar Heiraskringlu. 
Snorri varð aldrei jarl yfír íslandi, en hann var konung- 
ur i ríki sögunnar. Og mikið af þvi dýrmætasta í bók- 
raentura heimsins er á öllum öldum orðið til við Ijómana 
af þeira neista, sem kviknar, þegar hugur snillingsins- 
ræður til stökks frá hversdagekjörum þeim, sera eru hlut^ 
skifti hans, til drauraaheirasins, sera er takmark hans. 

Sigurður Nordal. t Hvað eru Röntgens-geislar? 

I ritgerð um Röntgens-geisla 1 sfðasta hefti Skírnis, 
"ibls. 49 — 50, segir Gunnlaugur Claessen, að menn álíti, að 
Röntgens-geislarnir séu annaðhvort sveiflur í Ijósvakanum 
með mjög stuttri sveiflulengd eða straumur af örsraáum 
efnis-ögnum. Á mjög svipaðan hátt lýsir próf. Ágúst H. 
Bjarnason i ritgerðinni: »Heimsmyndin nýja« í öðru hefti 
Iðunnar (október 1915), bls. 136 — 137, hugmyndum manna 
um alfa-geislana, sem sum radíóaktíf (geislamögnuð) efni 
senda frá sér, en alfa-geislarnir eru sams konar geislar 
og Röntgens-geislarnir. 

Lýsingar þessar á hugmyndum manna um Röntgens- 
og alfa-geislana eru þó eigi alveg réttar, ef átt er við 
nútíðarskoðanir manna. En hins vegar má þær til sanns 
vegar færa, ef miðað er við skoðanir manna fyrir 4 árum 
síðan, þvi að þá voru þannig tvískiftar skoðanir manna 
um hið innra eðli Röntgens-geislanna. Að vísu voru þeir, 
sem héldu því fram, að Röntgens-geislarnir væru öldu- 
gangur i Ijósvakanum, eigi öldungis sammála, því að 
sumir, einkum enskir eðlisfræðingar, álitu, að Röntgens- 
geislarnir væru óregluleg ölduhreyfing, sem á sinn hátt 
svaraði tii hinna reglulegu Ijósaldna eins og hvellir eða 
skarkali til reglulegra tóna hjá hljóðbylgjuuum; en sumir 
þýzkir eðlisfræðingar voru þeirrar skoðunar, að geislarnir 
væru reglulegar öldur, að eins miklu styttri en venjulegar 
Ijósöldur. Gagnstætt þessum skoðunum var það álit surara, 
að Röntgens-geislarnir væru örlitlar agnir, rafraagnslausar 
og á harða flugi, í líkingu við það, að kaðódu- og beta- 
geislar eru mjög litlar agnir með negatíf u raf magni, en alfa- og Skirnir]. Hvaö «ru Röntgens-geislar? 257 

kanal-geislar nokkru stœrri agnir með pósitífu rafmagni. 
Þessi efniskenning um Röntgens-geislana var fyrst flutt 
og siðar haldið fram með miklum dugnaði af Bragg, þá 
prófessor i eðlisfrœði suður í Ástraliu. Var máli hans 
meiri gaumur gefinn fyrir þvi, að hann var þá nýlega 
•orðinn heimskunnur fyrir rannsóknir á útbreiðslu alfa- 
^eislanna. 

Þó að margt mætti færa þessum skoðunum til gildis, 
iþá vantaði þó tilraunir, er sýndu það ótvirætt, hver skoð- 
unin væri rétt. Sú eina tilraun, er virtist geta úr þessu 
Bkorið, var gjörð af þýzkum manni, E. Marx, og var hún 
i þvi fólgin að mæla hraða Röntgens-geislanna. Honum 
taldist 8vo til eftir mælingunum, að þeir færu með sama 
iiraða og Ijósið eða 300,000 km. á sekúndu. Væri þetta 
Tétt, var með því fengin nokkurn veginn vissa fyrir þvi, 
að Röntgens-geislarnir væru öldugangur i Ijósvakanum; 
þvi að það er litt hugsanlegt, að efnisagnir geti farið með 
hraða Ijóssins. En margir drógu i efa, að tilraun Marx 
væri 8V0 ábyggileg, að hún gæti talist óyggjandi sönnun 
^ess, að Röntgensgeislarnir færu með sama hraða og 
Ijósið; Bvo að hver héJt sinni skoðun þrátt fyrir þessa 
tilraun. 

Deilu þessari um eðli Röntgens-geislanna svipar í 
-mörgu til deilunnar um eðli Ijóssins, eftir að Newton 
íiafði getið þesB til, að það væri smáagnir á flugi, en 
Huygens hins vegar haldið þvi fram, að það væri nokk- 
urs konar öldugangur. Sú deila var til lykta leidd, er 
■menn athuguðu, að ef Ijósið væri ölduhreyfing, þá ætti 
það sumstaðar að hverfa, en aftur vaxa annarstaðar, 
þegar Ijósöldum slær saman, sem koma frá sama Ijósgjaf- 
anum með litlu millibili. Athuganir og tilraunir leiddu i 
Ijós, að þannig var það, og menn urðu að fallast á skoðun 
Huygens. Af þessum samslætti (interferens) Ijósaldnanna 
■orsakast litbrigðin, sem sjást, þegar Ijós fellur á þunn, 
gagnsæ lög, t. d. sápubólur, brá á vatni, loftlagið, sem 
keraur er gler flaskaat, og lögin i skelplötum. Hið end- 
djrkastaða Ijós kemur þá Bumt frá þeirri hliðinni, sem 

17 3S8 Hvaö eru Röntgens-geíslar? [Skirnír. 

Ijósið fellur fyrst á, en aurat frá þeirri hlið lagsins, sera 
fjær er. Þetta Ijós hefir orðið að fark lengri leið en hitt,. 
sem sé fram og aftur gegnum þunna lagið. Það er þvi 
orðið á eftir og slæst nú saraan við Ijós, sera siðar fór 
frá Ijósgjafanura, og endurkastast hefir frá frarahlið lags- 
ins. Við saraslátt þessara tveggja ölduhreyfinga hverfur 
alt Ijós nema einstöku litir, sera hafa bylgjulengd, er á 
við þykt lagsins. En enn þá reglulegri og glöggvari- 
verða áhrifin af saraslætti Ijósalduanna, þegar gjörðar erm 
fjöldaraargar rajóar rákir, og með jöfnum millibilura, á 
glerplötu. Falli hvítt Ijós á þannig rákaða glerplötu, sjást 
allir litir friðarbogans í réttri röð. Annars raá fá svipuð- 
áhrif af saraslætti Ijósaldnanna raeð raörgu raóti, t. d. raeð 
því að setja raörg göt á þunna raálraplötu í reglulegum 
röðum. Þegar Ijós fellur á plötuna, raá sjá alls konar 
litbrigði hinura raegin við hana. Að eins er það skil- 
yrðið, að götin séu öU eins að lögun og sett niður með 
jöfnum millibilum, og mega bil þessi eigi vera að mun 
stærri en bylgjulengd Ijóssins. 

Auðvitað lék mönnum hugur á að gjöra tilraunir með 
Röntgens-geislana, svipaðar tilraununum raeð saraslátt Ijós- 
bylgnanna. Lengi sáu raenn þó engin ráð til þess. En 
1912 varð breytiug áþessu; þá datt þýzkura manni, Max 
V. Laue, í hug að nota til þess krystalla. En krystallar 
er það kallað, þegar efnin taka á sig sérstaklega reglulega 
lögun með hvössum brúnum og sléttura flötura. Alþektir 
eru silfurbergskrystallar, enn freraur er brendisykur 
(kandís) og sódi oft í stórum krystöllura, en hjá hvítasykri 
og salti eru krystallarnir raiklu minni. Langt er síðan 
sú skoðun kom frara, aö orsökin til þessarar reglulegu 
lögunar krystallanna væri sú, að efnisögnunura (mólikúl- 
unum) í þeira væri niðurskipað í reglulegar raðir, en í öðr- 
ura efnura væri engin regla á þeasum ögnum. Ef nú Rönt- 
gens-geislarnir væri ölduhreyfing með bylgjulengd á borð 
við bilið á milli mólikúlna krystallanna, þá datt Laue það 
1 hug, að vel gæti verið, að krystallarnir kœrau til leiðar 
saraslætti hjá Röntgens-bylgjunura á svipaðan hátt og rákaða fikirnir]. Hvaö ern Röntgens-geiiUr? 85^ 

glerplatan eða gataða málmþynnan getur orsakad samslátt 
hjá Ijósbylgjunum. Hann fékk þess vegna því til leiðar 
komið, að þeir Friedrich og Knipping gjörðu tilraun með 
að láta rajóan RöntgenB-geisla falla á þunnan krystall. 
Á myndaplötu, sem sett var bak við krystallinn, hefði 
nú mátt búast við, að kæmi einn dökkur dill, ef mólikúl- 
ur krystallsins hefðu eigi orsakað neinn samslátt hjá 
Röntgens-bylgjunum. En við tilraunina kom það i Ijós,. 
að auk raiðdepilsins voru á plötunni smádeplar raðaðir 
eftir vissum reglura alt i kringura miðdepilinn. Deplar 
þessir korau af þvi, að samsláttur hafði orðið hjá Rönt- 
gens-bylgjunum, og voru órækir vottar þess, að Röntgens- 
geislarnir eru bylgjuhreyfing í Ijósvakanum. 

Síðan hafa verið gjörðar tilraunir, svipaðar þessari,^ 
margsinnis og raeð raörgu raóti. Og hafa þœr allar sýnt 
það sama, að Röntgens-geislarnir eru með eins mikilli 
vissu öldugangur i Ijósvakanum og Ijósgeislarnir eru það. 
Af tilraununum hefir einnig verið hægt að reikna út 
bylgjulengd Röntgens-geislanna, og hafa mælingarnar sýnt,^ 
að Röntgens-bylgjurnar eru miklu styttri en Ijósbylgj- 
urnar. Þær eru svo miklu styttri, að allir þeir hlutir,. 
sem oss sýnast sléttir, eru mjög ósléttir og hrufóttir fyrir 
Röntgens-geislana. Þess vegna getur eigi verið að tala 
um neitt reglulegt endurkast eða speglun hjá Röntgens- 
geislunum. 

Menn vissu áður, að Ijósöldurnar eru rafmagnsbylgjur; 
nú vita menn, að Röntgensgeislarnir eru einnig rafraagns- 
bylgjur, raunurinn að eins sá, að sveiflurnar eru tíðari og 
bylgjurnar styttri. En svo eru enn kunnar rafmagnsöld- 
ur, sem eru miklu lengri en þessar báðar. ÞaÖ eru þær 
rafmagnsbylgjur, sera fyrst urðu kunnar af tilraunum 
Hertz; en áður hafði þó Maxwell með reikningi sýnt 
fram á, að þœr bylgjur gætu verið til. Þessar rafmagns- 
bylgjur urðu mest kunnar eftir að Marconi tók að nota 
þær til að flytja loftskeyti. Allar þessar rafmagnsbylgjur 
eru að því leyti líkar, að þær fara raeð sama hraða l lofttómu 
rúmi. Þær fara allar raeð Ijóssins hraða eða 300,000 km. 

17* ^60 Hvad eru Röntgens-geislar? [Skirnir 

á sekúndu. En mikiU er munurinn á bylgjulengd þeirra. 
Rafmagnsbylgjur þær, sem notaðar eru við loftskeytin, 
^ru meira en kílómetri á lengd. Þykir gott að hafa þær 
langar, því að þær beygja þá betur fyrir allar raishæðir. 
Þó er hægt að framleiða rafmagnsöldur, sem eru eigi 
meira en Va cm. á lengd. Grænt Ijós er aftur rafmagns- 
öldur, sem eru svo stuttar, að það þurfa 2 miljónir af 
þeim til að ná einum metra að lengd. í rauðu Ijósi og 
þó einkum i hinum ósýnilegu hitageislum eru rafmagns- 
^ldurnar talsvert lengri, en fjólublátt Ijós hefir hins vegar 
styttri bylgjulengd. Þó er langt stökk þaðan niður að 
þeim rafmagnsbylgjum, sem mynda Köntgens-geislana, þvi 
a.ð bylgjulengd Röntgens-geislanna er hér um bil þúsund 
-sinnum styttri en bylgjulengd venjulegs Ijóss. 

Tilraunirnar með að athuga áhrifln, sem krystallar 
hafa á Röntgens-geisla, hafa eigi að eins orðið til þess að 
færa mönnum heim sanninn um það, að þessir geislar 
eru rafmagnsbylgjur, og hægt er að mæla bylgjulengd 
þeirra, heldur hafa þær einnig sýnt, að rétt var það hug- 
boð manna, að mólikúlunum í krystöllunum er niður raðað 
mjög skipulega. En eins og við mátti búast, fer það mjög 
«ftir krystallagjörðinni, hvernig mólikúlunum er niður- 
fikipað. Með Röntgens-geislunum er hægt að sjá nákvæm- 
lega hverHÍg niðurskipun mólikúlnanna er. Að vísu 
eru þessar tilraunir allerfiðar og taka langan tima, en þó 
vita menn nú, hvernig margir krystallar eru bygðir, því að 
margir visindamenn störfuðu að þessum rannsóknum, áður 
en stríðið hófst, en síðan hefir heldur orðið hlé á þessum 
rannsóknum. Af þeim vísindamönnura, sem raest hafa 
rannsakað byggingu krystallanna á þenna hátt, raá fyrst 
og fremst nefna prófessor Bragg, sem áður hefir verið 
nefndur og fyr hélt fram efniskenningunni um Röntgens- 
geislana, og son hans W. L. Bragg. Prófessor Bragg er 
nú fluttur til Englands og er prófessor í eðlisfræði i Leeds. 

Eins og kunnugt er, var frestað að úthluta Nobels- 
verðlaununum árið 1914, en í vetur var úthlutað verðlaun- 
um fyrir bæði árin 1914 og 1915. Verðlaunin i eðlisfræði Skirnir]. Hvaö em Rðntgens-geislar? ð6f 

fyrir árið 1914 fékk M. v. Laue, sera nú er orðinn pró- 
fessor i eðlisfræði i Frankfurt. í sumum blöðunum, sem 
mintust á verðlaunin i vetur, var Laue sagður prófessor 
i læknisfræði, en það er ekki rétt. Verðlaunin i eðliB- 
fræði fyrir 1915 fengu feðgarnir Bragg. Þessi tvenn 
verðlaun hafa því aðallega verið veitt fyrir rannaóknir,. 
er snerta áhrif krystalla á Röntgens-geisla. 

Akureyri, 24. febrúar 1916. 

Þorkell Þorkelsson. Traust. 

Hann gekk rösklega upp eftir götunni. Hann var 
klæddur Ijósum, léttum sumarbúningi. Staf hafði hann í 
'hægri hendi, en létta kápu á vinstra handlegg. Hann 
leit ýmist til hægri eða vinstri, lyfti hattinum og brosti, 
þeg&r hann sá kunnug andlit. 

Loks staðnæmdist hann við hús eitt, gekk inn, lagði 
af sér staf og kápu, hljóp upp stiga, litaðist um og sá 
nafnspjald á einni hurðinni. Þar barði hann, beið ekki 
«vars, opnaði og gekk inn. Húsráðandinn var staðinn 
upp. Orðið »kom« dó út á vörum hans. Feitt skegglaust 
andlitið varð að einu brosi: 

»Velkominn! Gleður mig að sjá þig«. 

Þeir tókust alúðlega í hendur. 

»0g þú ert kominn. Hvenær komstu?« 

»1 gær með »Ceres«. Eg gat ekki heimsótt þig fyr, 
þurfti að útvega raér húsnæði, koma búslóð minni i röð 
og reglu 0. s. frv. — Nú, hér er eg. Hvernig líður þér?« 

Hinn brosti. »Mér líður sæmilega vel. Þú hefir svei 
mér haft á spöðunum í gær. Eg hefði að likindum þurft 
lieila viku til þess að koma þvi öllu i lag, sem þú hefir 
gert á hálfum degi.« 

>0— o sei, sei nei, það hefðirðu ekki þurft. Ef til 
vill héfðirðu verið lengur að búa um þig og sjálfsagt gert 
■miklu færri axarsköft um leið. En — meðal annars — 
þú heflr hring. — Eg óska þér til hamingju. Hver er 
hún?« 

»Kristín heitir hún og er Hallsdóttir, fósturdóttir Gísla 
í Stóra-Hvammi.« •Skirnir]. Tnuitt. 26a 

Gesturinn bristi höfuðið. »Þekki hana ekki. — Eg 
kannast við karlinn af umtali. Hann kvad vera meeti 
Tikispúki. Eg bjó einu sinni hjá systur hans hér 1 bœn- 
Aim. Hvar er stúlkan þín?« 

>Hérna i foœnum. Hún er á kvennaskólanum og býr 
Qijá Ólöfu systur Gí8la.« 

Gesturinn hafdi komið auga á mynd, sem stóð á borð- 
ánu. Hann greip hana. »Þetta, býst eg við?« 

Hinn kinkaði kolli. 

•B'riðrik*^ sagði geeturinn og leit upp á hinn, »eg 
tbjóst ekki við, að þii mundir vera svona smekkvis. Stúlk- 
An er Ijómandi falleg, já, og góð, það er auðséð. Eg dá- 
i8t að þér — þú — gamli stærðfræðingur. Einu 8inni 
ðilóst þú að öUum æfintýrum.« 

»Það geri eg enn. En heyrðu, fáðu þér nú sæti og 
lofaðu mér að gera þér eitthvað gott. Hvað má bjóða 
|>ér? Vindil, öl — kaffi? 

»Koniak«, bætti gesturinn við hlæjandi. 

»Nei, það kemur ekki inn fyrir minar dyr fremur 
•en áður«. 

»Eg þóttist vita það, svo reyki eg fyrir þig einn 
<vindil«. 

»Hvað segir þú annars í fréttum? Því gatstu ekki 
>um, að þú ætlaðir að koma, þegar þú skrifaðir siðast?* 

»Því gatst þú ekki um, að þú værir trúlofaður?« 

»Þá var eg það ekki. Það er ekki nema rúm vika 
siðan við settum upp hringana.« 

•Þessi ferð var heldur ekki ákveðin, þegar eg skrif- 
aðí. Eg ætlaði raér alls ekki heim fyrst um sinn. Eg 
hætti við smíðið i haust, eins og eg skrifaði, fór svo á 
lýðháskóla í vetur. Svo lenti eg í búð hjá kalli í Höfn í 
vor, en svo fór það alt út um þúfur. Þá féll ferðin hing- 
að og raér datt í hug að reyna þegnskap Víkverja«. . . . 

>Því hættirðu við að vera í búöinni?« 

Hinn stóð upp, yþti öxlum og fór að ganga um gólf. 

*Það var nú litil orsök. Karlinn var asni, geðleiður 
t)ölvaður sviðingur, sem varla á sinn lika. Það var flest 264 Tranrt. [Skirair. 

fátækt fólkið þarna i nágrannahúsunum. Eg þekti sér- 
Btaklega ein hjón, sem áttu 5 börn,. Misi snotur grey. 
Þau voru iðulega send í búðina til þess að kaupa hitt og 
þetta. Oftast elBta telpan. Hún kom einu sinni snemma 
morguns. Búðin var nýopnuð. Það var kalt úti. Henni 
var svo starsýnt á nýjar barnakápur, sem við höfðum^ 
»Langar þig til að eiga eina«, sagði eg. »Já«, sagði hún 
og eldroðnaði. Jæja, eg tók eina kápuna, klæddi telpuna 
í hana og hún var alveg mátuleg. »Eigðu hana«, sagðl 
eg, »og vertu væn stúlka*. 

Rétt i þessu kom karlinn inn og heyrði hvað eg 
sagði og fór að rekast í því. 

»Kemur yður ekki við«, sagði eg,. og það veit ham- 
ingjan að mér datt aldrei til hugar að stela kápuuni^ 
heldur ætlaði eg að borga hana sjálfur. En karlinn varð 
bandóður og sagði að eg hefði ekkert til þess að borga 
raeð, og ætti ekki með að taka kaupið mitt út sjálfur 
fyrirfram. Hann lét mig líka ótvírætt skilja það, að 
hann grunaði mig um að hafa ætlað að stela kápunni.. 
Nú — endirinn getur þú sjálfur sagt þér.c 

»Já, þú hefir ekki breyzt mikið á þessum tveimur 
árum«. Friðrik leit á úrið. »Kristján«,. sagði hann svo^ 
»það er próf hjá okkur i dag og eg verð að ganga upp 
í því eftir 15 mínútur, svo eg má til með að biðja þig að^ 
afsaka mig. Þetta er síðasta greinin. Á morgun vona eg- 
að þú getir heilsað mér með kennara nafni«, sagði haniL 
Bvo og brosti. 

»Gerir ekkert. Eg þarf að hitta fleiri, og á morguir 
byrja eg að vinna*. . . . 

Það hafði skygt í lofti meðan samtalið stóð yfir. Nii 
var farið að rigna. 

Þeir bjuggust báðir til ferðar og litu út um gluggann.. 
Friðrik gretti sig. »Það er komin demba og eg gleymdi 
kápunni minni i skólanum i morgunc. 

»Heyrðu«, sagði Kristján, »taktu kápuna mina, eg sé- 
hérna ein 3 eða 4 helztu blöð höfuðstaðarins. Má e^r 
sitja hér og líta í þau. Skúrinni léttir bráðlega, og þát \ Skirnir]. Transt. 865* 

kemst eg leiðar minnar. Kápunni getur þú skilað heim* 
til mín á Laugaveg 18.« 

»Þakka þér fyrir. Það er verst þér leiðist hér ein- 
um. Það er litið að græða á blöðunumc 

Kristján hló. »Þau endast meðan á skúrinni stendurc 

Kristján settist niður með ísafold, en Friðrik fór ofan, 
tók kápuna og hélt leiðar sinnar. 

Þegar Kristján var að leggja frá sér blaðið, heyrði 
hann létt fótatak k ganginum. Þrjú ofursmá högg á 
hurðina. 

»Kom«. 

Inn kom stúlka, sem stóð snögglega við, þegar hún- 
sá, hver fyrir var. Hún roðnaði. 

»Sœlir«. 

>Sœlar ungfrúlc sagði Kristján og hneigði sig. »Það 
er köttur í bóli Bjarnar, sjáið þér. Eg heiti Kristján^ 
Björnsson og þér eruð auðvitað Kristin Hallsdóttir*. 

»Hvernig vitið þér það?€ 

•Friðrik er nýfarinn í skólann, eg var að óska hon* 
um til hamingjuc. Hann benti á borðið, þar sem myndin 
Btóð. »Þes8i mynd kemur lika upp um yður. Þér starid 
á migc. 

»Já, fyrirgefið þér. Eg hefi séð yður áður*. 

»En eg man ekki . . .c 

Nú brosti hún. »Nei, það voru svo margir. Voruð* 
þér ekki á ferð með »Vestra« til ísafjarðar fyrir tveimur 
árumy« 

»Jú, alveg rétt. Um vorið«. 

»Já«. 

Nú roðnaði hún aftur, hikaði, gekk til hans og rétti 
honum höndina. »Eg þakka yður fyrir það, sem þér gerð- 
uð fyrir litla drenginn«. 

»Hvað? Hvernig?« 

»Jú, eg sá það alt saman. Drengurinn var úr sömip 
sveit og eg, munaðarlaus. Hann var þá að fara á sveilv 
sína fyrir vestanc. 

Nú var það hann, sem hafði skift litum. ií66 Traust. [Skirnir. 

»Hvað sáuð þér?€ 

»Eg var á gangi á þilfarinu raeð vinstúlku minni. 
Eg 8á, þegar drengurinn skauzt með kjötið. Þegar upp- 
^otið varð útaf þvi, vissi eg, hver hafði tekið það, en 
þagði. Hin stúlkan sagði eldamanninum frá því, þó eg 
margbæði hana að þegja. Svo fór stýrimaðurinn og ætl- 
Aði að taka drenginn. Þá komuð þér, veifuðuð kjötinu 
og sögðuð: »Eg hefi unnið«. Svo heyrði eg, að þér vor- 
uð að segja stýrimanni einhverja sögu um veðmál. Það 
varð hlátur úr öllu. Seinna vissi eg, að þér höfðuð gert 
þetta til þess að bjarga drengnum frá því að verða upp- 
VÍ8 að þjófnaði. Svo gáfuð þér honum peningat, 

»Hvað hét þessi vinstúlka yðarpt 

•Sesselja Árnadóttir. Þekkið þér hana?< 

»Já, eg kyntist henni síðar. Hún hæddist að þessu 
iiiltæki mínu, en sagði að það hefði verið stiilka á skip- 
inu, sem hefði þótt vænt um þettac 

»Það hefir verið eg. Eg gat nsestum grátið. Svo 
hét eg því að þakka yður, ef eg fengi færi á þvi«. 

Hún leit upp á hann. >Þér eruð sjálfsagt vinur 
Friðriks og það gleður mig. En nú verð eg að fara. Eg 
ætlaði að láta Friðrik vita að fræudi er kominn hingað 
til bæjarins. Hann er svo æstur. Hann kom heim og 
sagði það við frænku, að hann ætlaði beint til Friðriks. 
jEn eg vil endilega tala við þá fyrst sinn í hvoru lagi, 
Bérstaklega við Friðrik. En eg kann ekki við að elta 
hann í skólannc. 

Hún leit út um gluggann. »Þarna kemur hann. Gott 
að Friðrik er ekki heima. En eg vil ekki flnna hann 
ihér. öetið þér ekki tafið hann um stund, ef hann kemur 
Jiér«, sagði hún brosandi. 

»Það get eg reynt«. 

Kristján hafði gengið út að glugganum og séð rosk- 
linn, föngulegan mann ganga stórum skrefum upp að 
Jiúsinu. »Já. Eg skal taka á móti þeim gamla, en hvert 
tlið þér?« flWrnir]. Trtuit. 267 

»Það eru tvennar dyr á húsinu. Eg flýti raér ofan 
og út um aörar þegar hann fer inn um hinarc. 

Þau kvöddust. Hún vatt sér út. Hann heyrði talaö 
i digrum róm niðri. Svarað var i mjóum. Hann heyrði 
ýskra i hurð nærrí. Siðan þungt fótatak i stiganum, þá 
á ganginuro. Komumaður opnaði hurðina og gekk inn. 
Hann var hár og þrekinn, alskeggjaður og veðurtekinn. 

>Sælir<, sagði hann og leit fast á Kristján. Siðan 
lokaði hann hurðinni. ^Eruð það þér, sem hafíð ílekað 
íósturbarn mitt?« 

Kristján hafði staðið upp og horfði djarflega upp l 
tnóti komumanni. Svo sagði hann stíllilega: 

»Aður en eg svara þessu vil eg spyrja: Hver eruð 
þér og hvað viljið þér hingað?< 

Hinn gekk nær. Sterka vinlykt lagði af honum. 

»Nú, þér ættuð að vita það. Kannske þér hafið marg- 
ar í takinu? Jæja, nafn mitt er Gisli Jónsson frá 
Hvammi<. 

>Það gleður mig að kynnast yðurc 

•Erindið er blátt áfram að láta yður vita, að þér 
þurfið ekki að hugsa til hjúskapar við Stinu mlna. Henni 
-er alt annað fyrirhugað en að lenda í klóm Reykjavikur- 
spjátrunga. Eg hefi það eins og mér sýnistc 

»Hægan, hægan. Heyrið þér, viljið þér ekki setjast 
niður? Gerið svo vel, hérna er stóll. Viljið þér ekki 
glas af vatni?< 

»Drektu vatn þitt sjálfur. Sæti þarf eg ekki, hefi 
ekki svo langa dvöl hér«. 

>En þetta mál þarf að ræða með stillingu. Þér vað- 
ið hér inn, berið stórsakir á mann, sem þér hafið aldrei 
fléð fyr, og takið yður vald, sem þér eigið ekkert með. 
Hvað stúlkuna snertir, ja, þá giftist hún þeira, sem hún 
vill sjálf. Þar ráðið þér engu um. Hiin er myndug. 
Getið þér snúið hug hennar, þá megið þér það ef þér 
getið. Reynið að kaupa hana. Þér ura það. Eii meðan 
nokkur ærlegur blóðdropi er i mér, skuluð þér ekki neyða 
hana til neins<. 268 Traust. [Skirnir* 

>Eg ætla alls ekki að beyða hana. Eg ætla aðeíns 
að leíða bana á réttan veg, af þeim viUustig, sem þér 
hafið leitt hana á. Hún var lofuð öðrum manni, áður en 
hún kom hingað. Það loforð á hún að halda«. 

Kristján gekk fast að karli og tók báðum höndum h 
axlir hans. 

»Nú eruð þér að rógbera barnið yðar. Eg v e i t að- 
þér segið ósatt. Gerið annaðhvort, farið út héðan eð& 
takið þessi orð yðar aftur«. 

>Eg geri hvorugt, karl minn«. Og hann hristi hann- 
af sér. >Sjálf skal hún játa þetta og standa við orð 8ín«. 

>Ætli það séu ekki yðar eigin orð sem hún á aí^ 
standa við. Þér hafið liklega lofað einhverjum henni, ein- 
hverjum yðar gæðingi*. 

>Þó svo hefði verið, hefði hún samsint því, þá var 
það hennar gerð«. 

»Hún gat verið óráðin, látið málið liggja milli hluta. 
Hún er sjálfsagt ekki margreynd i þessháttar málum. 
Svo þroskast hún, verður kona, sem veit hvað hún vill, 
og framkvæmir það. Þér viljið sjálfsagt stúlkunni vel. 
Haldið þér að þér gerðuð henni góðverk með þvi að ætla 
að gera hana að ósjálfstæðri ambátt?« 

>Hættið þessu orðaglamri. Hugsið þér eftir þessu 
maður. Ef hún þverskallast og giftist yður, fær hún 
aldrei einn eyri eftir mig; verði hún skynsöm og fari að 
minum ráðum, ætla eg ekki að sundra reitunum minum. 
Eg á engin börn. Haldið þér að þér með yðar mjólkur- 
andliti og orðaglamri vegið á móti þessu?« 

»Álitið þér að eg sé fjandinn sjálfur, eða hvað?« 

»Eg álít yður ekkert. Eg þekki litiUega til ykkar 
skólagemlinganna hér í Reykjavik. Systir mín giftist 
einum. Guð leysti hana úr þeim vandræðum, sem betur 
fór . . . Stína skal ekki . . .« 

>Það ætla eg ekki að dæma um. Hún verður sjálf 
að ákveða framtíð sína óneydd. En — getið þér unnið- 
hana með heiðarlegum raeðölum, þá takið hana! Við 
sjáum hvor betur má! Þetta eru min síðustu orð í þessu málic- ðkirnirl. Tnuut. 269 

>Nú tala eg við 8túlkuna<, sagdi bóndi og bjóst til 
ferðar. »Eg efast ekki um erindi8Íokin«. 

•Hælurast minst i máli«. 

•Verið þér sælir. Við 8jáum8t liklega ekki fyrst um 
fiinn«. 

»Jú, við sjáumst 8jálf8agt bráðlega«, sagði Kristján 
■og hló. »1 brúðkaupinu, þar sem þér leggið bles^un yð- 
ar yíir það hjónaband, 8em þér þyki8t nú vera að fyrir- 

*yggja«. 

>Það verður aldrei«. 

Eri8tj&n opnaði hurðina. »Farið heilirc 

Karl fór út og ofan. 

Kri8tján gekk út að glugganum og horfði út á göt- 
'una. Þar kom Friðrik og hraðaði 8ér heim. Gísli var 
kominn lit. Þeir mœttu8t, en hvorugur leit við öðrum. 
Kristjáni heyrðist eitthvaÖ detta í næ8ta herbergi. Von 
Qjráðar kom Friðrik inn. 

»Nei, 8æll. Þú ert hér ennþá. Hefir þér ekki leið8t?« 

>Leið8t? Nei. Eg hefi sjaldan átt flkemtilegri stund- 
ir. Það sáu þau um unnusta þin og tilvonandi tengdafaðir«. 

>Tengdafaðir?« 

>Já. Fyr8t kom hún og ætlaði að hitta þig. . . Hún 
■fór nærri samstundis. Siðan kom gamli Gísli i Hvammi. 
Ágæti8karl«. 

»Nú«. 

»Eg lék hÚ8bóndann. Hann var annars töluvert 
flpaug8amur. Erindið var auðvitað við þig«. 

»Hvað ?« 

»0 — 0. Tilkynna þér blátt áfrara að stúlkan væri 
lofuð öðrura. Að hann gæfl aldrei 8amþykki sitt til gift- 
ingar ykkar. Að hún fengi aldrei einn eyri eftir sig eða 
frá sér ef hún hlýddi sér ekki. Alt þetta á8amt ým8um 
fagurgala ura þína virðulegu persónu*. . . . 

»Þvi sagði hann þér alt þetta?« 

>Ja — hann spurði raig ekki að heiti, bjóst ví8t viö 
^b hann ætti tal við Friðrik Halldórsson. Eg leiðrétti 
iiann ekki í fyrstu. Svo varð það of 8eint«. 270 Traust. [Skírnir, 

»Sagði hann að hún vœri lofuð öðrum?€ 

>Já, liklega gætnum og reyndura bónda, dálitið loðn- 
um um lófana, býst eg við«. 

»Þú gerir háð að þessu öllu. Hvað sagðir þú 8vo?« 

>Eg — eg gekk upp í þinn stað og varði málið ein» 
og eg mundi hafa gert fyrir sjálfan mig«. 

>En 8vo hefir alt orðið Ijóst á eftir?« 

»Nei. Hann fór með þeirri sannfæringu, að bann 
hefði átt tal við þig«. 

>En hvað sagðir þú þá?« 

>Eg sagði að hann mætti taka stúlkuna ef hann gæti, 
Peningana mætti hann sjálfur eiga. Þó hún hefði átt tiu 
kærasta uppi i sveit, þá varðaði mig ekkert um það«. 

»Þú hefir sagt mikið«. 

>Sé því þannig varið í raun og veru, verð eg ekki 
maður þar á milli*. 

»Að því er eigurnar snertir. Ja — eg játa það, a.b 
eg taldi það vist, að hún mundi erfa karlinn. Nii, haldi 
hún 8Ín orð, þá held eg min. Kjósi hún mig fremur en 
auðiiin, þá kasta eg henni ekki út á klakann«. 

»En eg sagði raeira. Eg fuUyrti að þessi trúlofunar- 
saga væri ósönn. Að hún mundi aldrei láta peningana 
freista sín eitt augnablik. Eg ögraði honura að gera það 
sem hann gæti«. 

Um þetta veizt þú ekkert. Þú sem ekki þektir hana- 
neitt. Eg sjálfur . . . .« 

Áður en hann endaði setninguna, var hurðinni hrund- 
ið upp og Kristin snaraðist inn á gólfið. Hún var föl, 
augun herðleg og titringur ura munninn. Hún henti guU- 
hring á borðið, sneri sér að Friðrik, sem stóð hissa með 
hálfopinn raunn. 

»Eg hefi heyrt alt og skal losa þig við allan vafa. 
Ást þin er liklega jafn haldgóð og traust þitt. Haf þú 
hring þinn og frændi auð sinn. Eg kerast af án ykkar 
beggja. En yður«, sagði hún og sneri sér að Kristjáni 
með Ijómandi augum. >Yður þakka eg traust yðar á 
ókunnri stúlku. Þvi skal eg ekki gleyraa«. SWrnirl. Trtntt. 271« 

Hún var komin til dyranna. Kristján hljóp i veg 
fyrir hana. 

>Nei, biðid þér. Þannig megið þið ekki skilja. Hann 
meinti ekki það sem hann sagði. Það gerið þér ekki 
heldur, þegar þér hafið áttað yður«. 

Hún tók um hendur hans. 

>Nú talið þér þvert um hug yðar. Þér vitið að okk- 
ur er báðum alvara. Eg vil aldrei sjá hann framar«v 
Röddin titraði. »Nei, aldrei!« 

Áður en þeir höfðu áttað sig, var hún farin. Létt 
fótatakið fjarlægðist. Hurðum var skelt. Þeir litu báðir 
út um gluggann. Hún hraðaði sér niður á götuna og leit 
ekki við. Þeir litu hvor á annan. Báðir þögðu. Friðrik 
var öskugrár. 

•Þetta er þín skuldc, hreytti hann fram úr sér og 
ógnaði Kristjáni með hendinni. »Þú hefir eyðilagt alt» 
Hvern sjálfan djöfulinn varst þú að blanda þér inn l 
þetta mál?« 

Kristján kiptist við. 

»Ef það er svo, þá hefi eg aldrei unnið betra verk 
og þá ert þú ærulaus ódrengur*. 

Röddin var nístandi köld. Andlitið eins og steinn. 

»Út með þig! Vogarðu þér i minum húsum!« 

»Ekki eitt orð meira. Héðan af þekkjumst við ekki 
framar!< 

Hurðin féll að stöfum. Kristján tók hatt sinn, kápi> 
og staf og gekk leiðar sinnar með föstum skrefum. 

Friðrik gekk um gólf. 

Kristján gekk niður götuna. Einhver kastaði kveðju 
á hann, en hanu virtist ekki taka eftir þvi fyr en eftir á. 
Hann fór ekki heim, heldur gekk hann lengra. Sneri við 
aftur og inn á hliðargötu. Innan skaras tíma var hann 
kominn raóts við hús Ólafar frá Hvammi. Hvaða erindi 
átti hann hingað? Ekkert. Hann gekk fram hjá, götuna 
til enda. Þar sneri hann við. — Ef til viU var Gisli 
þarna og átti nú tal við Kristinu. Var það ekki skylda 
hans að hitta þau og leita sáttaV Láta þá að minsta Æ72 Traust. [Skirnir. 

ikoBti talast við, Friðrik og hann, þegar þeim væri runnin 
reiðin. Hann fann, að það mundi verða árangurslaust. 
l>ó hélt hann áfrara. Gekk heim að húsinu. Barði og 
Jór inn. Húsfreyja mætti honum i ganginum. Þau heils- 
'Uðust kunnuglega. 

»Þú kemur eins og þú værir kallaður. Gísli var að 
gera ráð fyrir að leita þig uppi, en visBi ekki hvar þig 
vœri að hitta. Þetta er annars Ijóta hneykslið, hvað 
ætli fólk segi?* 

»Hvað segir þú?« 

>Eg — mér gazt aldrei að honum, skildi ekkert fyrir 
.hverju hún gat gengi8t«. 

»Hafa þau talast við?« 

»Já — eg var þar ekki við, en það kom heldur en 
•ekki á þann garala þegar hann heyrði, að hann hefði farið 
manna vilt. Fyrst bannsöng hann þér niður undir allar 
hellur, en sú litla varð þá ekki orðlaus. Svo kom eg 
líka til sögunnar þegar hann var búinn að þruma æði 
stund. En það er bezt þið talist við sjálflr. Gerðu svo veU. 

Hún opnaði stofuna. 

Gísli hafði staðið og horft út um gluggann. Nú leit 
]hann við og sá gestinn. Opnaði munninn en sagði ekkert. 

»Eg kem hingað til þess að segja til nafns mins*, 
rsagði Kristján. Það vottaði fyrir brosi á andliti hans. 

»Það hefðuð þér átt að gera fyr, maður minn«. 

>Getur verið. Eg álít að þér hefðuð ekki síður átt 
að spyrja«. 

»Þér eruð auðvitað hreykinn af því að hafa leikið 
|)annig á gamlan mann?« 

>En það hefi eg ekki gert. Alt sem eg sagði við 
yður raundi eg hafa sagt, þó eg hefði verið hinn rétti 
málsaðilí«. 

»En hinn rétti málsaðili kunni yður vist ekki miklar 
þakkir«. 

»Um það vil eg ekki segja. Þetta kom alt nokkuð 
flatt upp á hann. Auðvitað talið þér við hann sjálfauf. 

»Þess þarf eg ekki. Eg fer að ráðum yðar og læt •Sklrnirl. Trauit. 278 

stúlkuna ráða. Hún vill fara heim með mér á morg- 
an«. 

»Þér neitið Friðrik þó ekki um viðtal, ef hann óak- 
ar þe88«. 

»En hann óskar þess ekki. Það er lika þýðingar- 
lau8t«. 

»Þá hefi eg ekki annað hér að gera en kveðja yður«. 

•Biðið þér dálitið. Mér er 8agt, að þér séuð góður 
trésmiður. Eg kom hingað meðfram til þess að fá mér 
smið. Eg hefi reist íbúðarhús, sem er nærri óbygt inni. 
Viljið þér fara til mín í 8umar?« 

»Það get eg ekki 8agt um nú«. 

»Eg 8kal borga yður ein8 og aðrir borga«. 

>Það er ekki það. En eg hefi beðið um vinnu hér 
hjá manni og bý8t við, að hann vilji ekki sleppa mér«. 

»Það er leitt. Eg vildi gjarnan fá yður. Eg skal 
8egja y^ur, mér gezt heldur vel að yður. Það er manns- 
blóð i yður. 

»Það er nú í fleirum*. 

>Það er mi8jafnt«. 

«Jæja, eg læt yður vita þetta á morgun«. 

»Gott«. 

»Má eg 8V0 kveðja fó8turdóttur yðar«. 

Karl bro8ti: »Ef hún vill 8já yður«. 

>011a!« HÚ8freyja kom inn. 

>Þes8i maður óskar að kveðja Stínu, viltu kalla á 
faana. Eg ætla að ganga út«. 

Kristján var einn. Hann gengur að stórum spegli, 
lagar hár sitt og skegg í snatri. Nú uemur hún ! Dyrnar 
opnast. Kristin kemur inn. Hún er dálítið rauðeygð. 

»Eruð þið 8áttir?« 

Sáttir. Já, auðvitað. Segið þér mér eitt, hvert fóruð 
þér síðast?« Hún roðnaði. 

»Eg ætlaði ofan, en áður en eg kom i stigann var 
frændi minn kominn. Þá varð eg ráðalaus. Svo tók eg 
i handfangið á næstu hurð. Hún var ólæst. Eg fór inn. 
Þar var enginn. Eg ætlaði ofan, þegar hann væri kom- 

18 274 Traust. [Skirnir^ 

inn inn til yðar. En — svo höfðuð þið svo hátt« — hún 
brosti — »og mér fanst raálið snerta mig töluvert. Svo» 
kora Friðrik . . .«. 

»Já, mig grunaði þetta þegar þér komuð þarna inn 
áfturc. 

»Eg 8é heldur ekki eftir þvi að eg beið«. 

Þögn. 

»Eg kom eiginlega til þess að kveðja yður«, sagdi' 
hann svo. »Þér eruð víst að fara heim«. 

»Já. Vér erum að fara heim«. 

Hann leit snögglega upp. Hermdi hún eftir honum? 

Nú brostu þau bæði. 

»Fóstri þ i n n bað mig að koraa til sin og sraíða hjá 
sér í sumar. 

»Nú. — Já, húsið er ekki meira en hálfsmiðað . . .«.- 

Þögn. 

Hann gekk nær. Augun mættust. 

»Á eg að koma«, sagði hann lágt. 

»Já, þú átt að koma«. 

Aftur þögn. 

Hún rétti sig upp og auguu Ijómuðu. 

»0g þú spyr raig ekki um neitt annað?« 

>Nei. Nú varðar mig ekki um neitt anuað i heim- 
inumc. 

Einar S. Frimann. Benrögn/^ 

Um vopn og vígaferli og sár í baröögum 

eftir Steingrím Matthiasson. Sá atbarðr varö, er þeir Gunnarr 
ríöa neðan at Kangá, at blóð féll á at- 
geirinn. Kolskeggar sparði hvi þat 
myndi sœta. Gannarr svaraði, ef slikir 
atbarðir yrOi, at þat varí kallat i öðr- 
am löndum benrögn — ok vœri jafnan 
fyrír stórfundum. — Njála bls. 164.') 

^Skeggöld, skdlmöld*. 

Svo virðist sem mennirnir hafi frá upphafi vega sinna 
borist á banaspjótum; þvi allra elztu fornmenjarnar, er 
fundist hafa, eru vopn — luraleg steinaverð og tinnu- 
hnlfar. En innan um vopnin finnast álika gamlar haus- 
kúpur og önnur mannabein, sem bera ótvíræð merki und- 
an þessum sömu vopnum og sýna Ijóslega, að ákomu 
þeirra fylgdi ýmist >beinbrot eða bani*. Frá þessum 
grimmu og hundheiðnu tímum og fram á vora upplýstu 

^) Málf ræðingar skilja svo orðið benrögn að það sé sama og- 
benregn = regn úr sárí = blóð; öið hefir breyzt i e eða m&ske- 
misskrifast. Það er einfalt mál! — £n svo er annað að athaga. Van- 
trúarmenn nútimans telja sennilegast að blóðið hafi stafað af þvi, að^ 
Gannar hafi gle/mt að þurka af geira sinum, er hann siðast beitti hou- 
nm til Tigi. Hins vegar muna trúmenn og hjátrúarmenn hiklaust geta 
tekið í strenginn með Gannarí og fullyrt, að hér hafi veríö að gjörast 
þýðingarmikið fyrirbrigði. tJm þetta getur hver dæmt um eins og hon- 
um sýnist, en fyrirsögnina „benrögn" hefi eg valið og hún skal standa^ 

') Þar sem vitnað er i fomeögumar er átt við alþýðuútgáfu Sig» 
Krístjánssonar Rvik. 

18* "276 BenrögD. [Skirnir. 

daga, heíir verið kepst við að finna ný og betri vopn, 
hvert öðru ægilegra og óhappadrýgra fyrir mótstöðu- 
manninn. 

Takmarkið er og heíir verið, að finna vopn, er geti 
ekki að eins steindrepið einn mann á svipstundu, heldur 
sem allra fyrirhafnarminst eytt lífi fjölmargra manna i 
einu. Þessi djöfullega hugsun vakir enn i brjóstum margra 
manna og ekki sizt þeirra, sem mestu ráða meðal helztu 
menningarþjóðanna. Fyrir þeim vakir enn þá sviplik 
griradarhugsjón og gjört heflr Caligula keisara illræmdan 
og óþokkaðan i veraldarsögunni. Hann óskaði sér, að 
höfuð allra Rómverja sætu á einum hálsi til þesa að hann 
gœti hálshöggvið þá alla einu höggi. — 

»Ekki er gaman að guðspjöllunum, því enginn er í 
þeim bardaginn«, sagði kerlingin; og sú kerling var eins 
og fólk er flest. Flestum — karlmönnum að minsta kosti 
— þykir bragðlítið eintómt friðsamlegt guðsorð og sækjast 
eftir að lesa um styrjaldir og bardaga. Unglingar eru 
yfirleitt sólgnir i að lesa svakalegar bardagasögur. Margir 
munu kannast við það frá æskuárunum, er þeir lásu forn- 
aldarsögur þær, sem mest útmáluðu vigaferlin. Þá var 
sem eitthvert óhræsis ránfygli hlakkaði innan i oss við 
lesturinn, 

„sem átfrekir Óðins haukar 

es vals vitn 

varmar bráðir". 

Svona er rándýrið ofarlega i okkur á 20. öld, þrátt 
fyrir kristindómsfræðslu og margra alda menningarfram- 
;þróun. Sennilega kemur þetta af því, að menningartím- 
inn er svo örstuttur, borinn saman við þann óratima, í 
»örófi vetra«, sem forfeður vorir hafa átt i eilifura ófriði 
og blóðugura bardögum, er gagntóku þannig huga þeirra 
að útsýnið náði sjaldan út fyrir vígvöUinn. Vopn og verjur. 
Þó vafasamt þyki, að fornmenn hafi nokkurn tíma 
kunnað að sjóða eins gott stál og nú þekkist, þá má þó Skiroir). Bðnrögn. iTT 

gjöra ráð fyrir, að bit sverðanna surara hafi verið sérlc^a 
gott, 8V0 að ef vel vir brýnt, hafi þau getað bitið líkt og 
rakhnifar nú á tímum. En hvað dugði það, þegar jám- 
hlifarnar komu til sögunnar. Það var von, að Egiil yrði 
gramur, þegar vopnin bitu ekki á Atla hinum skaraiiia; 
hann átti þá einskis annars úrkost en að bita hann á 
barkann. 

Þegar púðrið var fundið, dugðu ekki neinar járnhlífar 
heldur; svo að hernaðaraðferðin varð að gjörbreytaat. Og 
á Bíöasta mannsaldri hafa fundist enn þá öflugri sprengi- 
efni, svo að púðrið er einsog barnaleikfang i saraanburði 
við þau. Prometheus stal eldinum frá Seifi og gaf mönn- 
unum, segir sagan. En niðjar hans hafa náð í enn meira^ 
þvi di/namit, melinlt og turpinat og hvað þau nú heita^ 
þessi voðaefni, sem öllu geta sundrað, standa í rauninni 
ekki þrumufleygi Seifs að baki. 

Frá fornu fari hafa hugvitsmenn kepst uni að hugsa 
upp og smíða sem allra bitrust og stórvirkust vopn, en 
jafnframt hafa þeir kepst um að gjöra sem allra beztar 
hlífar, er gætu staðizt ákomu vopnanna. í þessum kapp- 
leik vopna og hlífa hafa vopnin venjulega orðið skæðari. 

Það var einhver æðsta hugsjón forfeðra vorra að eign- 
ast vopn, er gæti bitið á alt; og í æfintýrum fornaldar- 
inuar eru þessar hugsjónir látnar rætast meira og minna» 

„Svi beit þá sverð 

ór siklings hendi 

váðir Váfaðar, 

sem i vatn of brygði" — 

segir i Hákonarraálura. Gramur, sverð Sigurðar FáfniS' 
bana, sneið í sundur uUarlagð, er rann með straumnum 
eftir ánni Rin. Sverð Hreggviðar konungs »beit raeð at- 
kvæðura stál og steina svá sem blauta mannabúka«, 
Sverðið Kvernbitur reist i sundur kvarnarstein sem ostur 
væri. Sköfnungur var sagður svipaður að gæðum og ætið 
varð hann mannsbani i hvert sinn, er honura var brugðið» 
Og Gusisnautar örvarodds flugu i gegnum þykt og þunt 
eins osr loftið tómt. ^S Benrögn. [Skirnir, 

Hvergi rætist þó hugsjónin um biturleik sverðanna 
betur en i frásögninni um sverðið Mimung, er Völundur 
smiðaði: 

Yölundnr skyldi gjöra þaö sverð, sem ▼œrí afbragð annara, en 
Amilias járnsmiðar konnngs skyldi emiða herklæði, er sverð Völundar 
fengi ekki nnnið á. Þegar báðir höfðn leyst verk sitt af hendi, skyldi 
reyna smiðisgripina. Settist þá Amilias á stól i herklæðnm sinum og 
tað Völund höggva sig. Völnndnr lagði þi eggjar Mimnngs ofurgœti- 
lega á hjálm Amiliasar, þar sem hann sat. En óðara leið sverðið niður 
og klauf Amilias i herðar niður. Og svo mjúkar voru eggjamar, að 
Amilias fann eigi meir til þessa enn sem vatn rynni niður miUi herða 
honum; en sverðið rann niðnr viðstöðnlanst og nam eigi staðar fyr enn 
það Rökk npp að hjöltnm i jörð niðnr. Þá valt sinn helmingurinn af 
Amiliasi hvoru megin út af stólnnm steindanður. Og er Amilias úr 
«ögnnni. 

Það er eftirtektavert, að háar hugsjónir og hugmynda- 
sraíöi mannkynsins á þess bernskuskeiði rætast smám 
saman og ná fullum veruleik niörgum öldum seinna við 
framþróun mannsandans. 

Loftkastalar, sem gnæfa við himin líkt og höll Ut- 
garða-Loka, standa nú föstum fótum eins og risahallirnar 
(akyscrapers) í Vesturheimi 

Nú fljúga menn í loftinu líkt og Loki i fjaðurham 
Freyju. Nú þjóta eimskipin landa á milli og þurfa eigi 
að bíða byrjar fremur en skip Hrafnistumanna. 

Heimdallur heyrði ull spretta á sauðum og gias á 
jörðu, en vér getum heyrt hver til annars, þó óravegur 
€é á milli, og sent sjálfum okkur skeyti, sem berst í 
kringum allan jarðarhnöttinn. 

Líkt og MönduII græddi fæturna á Göngu-Hrólf, kunna 
læknar nú að græða við afhöggna limi að minsta kosti á 
dýrum. Hin draumkenda hugsjón fornmanna um bit 
vopnanna er líka farin að rætast. 

Menn hafa nú fengið vopn í hendur, sem standa 
iivorki Mímungi né Gusisnautum að baki. Riffilskeytin 
þjóta gegnum hlífar og hold jafn fyrirhafnarlítið og sverð 
Völundar gegnum skrokk Amiliasar eða Gusisnautar gegn- 
«m brynjaða berserki. Og fallbyssuskeytin hlaðin meliniti 'Skirnir]. Benrögn. 979 

•eda turpinati feykja burt'i limum og likamshlutum, likt og 
"þegar blásið er á bifukoUu og fisið fýkur víðsvegar. — 
"Mjölnir, hamar Þórs, þótti ægilegt vopn, er hann molaði 
Bundur hausa á jötnum i smámola. En fallbyssuferlikí 
Þjóðverja virðast standa Mjölni lítt að baki. 

Þannig rætast hugsjónir æfintýraskáldanna likt og 
• draumar berdreyminna raanna. 

Því miður virðist svo, sem hugsjónin um Fróða-frið 
muni eiga enn þá langt i land til að rætast, en þeir tim- 
.ar munu þó eflaust koma, áður en varir. Sdr fommanna. 
Hughreysti og hamfarir. 

. . . »Fár verðr fagr af sárum*, kvað Þormóður. 

Löngum hafa sár og blóðgar undir þótt hryllileg sjón. 

Mikill fjöldi manna er svo gjörður, að þeim er með- 
'fædd einhver ógeðfeld tilfinning fyrir að sjá, þó ekki sé 
nema opin sár, hvort sem er á sjálfum þeim eða öðrum, 
svo að sumir jafnvel líða i ómegin, er þeir sjá dreyra úr 
s&ri. En »svo má illu venjast, að gott þyki« eða að minsta 
kosti viðunandi. Og svo er það um lækna, að þó sumum 
i fyrstunni falli illa að horfa á flakandi sár við hold- 
skurði, þá harðnar tilfinningin smám saman svo, að með 
tímanum verður þeim ekki meira um að skera í manna- 
hold en dýrehold væri. 

Og likt hefir verið fyrir fornmönnum. Sár og blóðs- 
'úthellingar urðu að daglegum fyrirbrigðum. Mörgum 
þeirra varð ekki raeira fyrir að drepa menn heldur en 
slátrara að sálga skepnum. Þó er þess getið um Gunnar 
á Hliðarenda, að honum hafi fallið illa manndrápin og 
hann finnur sjálfur til þessa veikleika síns, þvi hann spyr, 
hvort hann sé því óvaskari en aðrir menn, sem honum 
þyki meira fyrir en öðrum mönnum að vega menn. — 
Annars verður raaður hjá flestura söguhetjura var við 
gleði og ánægju yfir þvi, að koraa sera flestum sárura á 280 Bearögn. [Skirnir^ 

mótstöðumenniQa og vinna þeim sem allra mest tjón^. 
sbr. vísu Egils: 

„Farit hef ek blóðgum brandi" o. s. frv. (Egils saga bls. 121). 
Dagleg vigaferli gjörðu þá harða og tilfinningarsljóva fyrir 
sársaukanum, svo vér sjáum þá bamast og balda áfram 
að berjast, þó af þeim sé böggvin hönd eða fótur. Þor- 
móður kveður vísu með spjótið í hjartanu »ok deyr stand- 
andi upp við búlkann». Og Jökull Bárðarson situr ró- 
legur og raular vísu, meðan konungurinn lætur böggva 
hann með bitlitlu vopni: 

Sviða sár af mæði 
setit hef'k opt við betra, 
und es á oss sús sprændi 
ótrauð legi rauðnm o. s. frv. 

Flestir kannast við, hve Jómsvikingar urðu karlmann- 
lega við dauða sínura o. s. frv. 

Þessar sögur eru auðvitað nokkuð ýktar i munnmæl- 
um mann fram af manni, en sannar þó i megindráttum. 
— Hins vegar eru mörg dæmi þess i sögunum, að ekki 
voru allir hetjur. Sumir báru sig illa undan sárunura og 
nægir að benda á bóndann, sera kom inn í hlöðuna á 
Stiklastöðum og fór að gjöra gys að hinum særðu mönn- 
um þar, hve þeir báru sig illa. Þormóður tók þvi svo 
illa að bann 

„hjó til hans sverði ok slæmdi af honum báða þjóhnappana, en 
bóndi kvað við hátt með miklnm skræk og þreif til þjóhnappanna báð- 
um höndum. Þormóður mælti þá: Þér er illa saman farit, er þá finnur 
at þreki annara. Þar þú ert þreklaus sjálfur. En hér eru margir mjök 
sárir ok vælar engi þeirra, en þú bræktir sem geit blœsma ok veinar 
sem merr, þó at þú hafir eina vöðvaskeinu litla". (Fbr.saga bls. 145). 

Ægilegar eru sumar bardagalýaingarnar í fornsögum 
vorum og fornaldarsögum, eins og t. d. þar sem lýst er 
framgöngu kappanna hans Hrólfs kraka, er þeir hlóðU' 
valköstum kringum sig svo háum, að varla varð yfir kom- 
izt. Eða tökum t. d. framgöngu Þormóðar á Stiklastöðum: 

„Þat hafa menn at ágætum gjört, hveisu rösklega Þormóður Kol- 
brúnarskáld barðist á Stiklastöðum, þá er Oiafur konungur féll, þvi at" 
hann hafði hvárki skjöld né brynju; hann hjó ávalt tveim höndum með« Skirnir]. Benrögn. 281' 

breiðexi, ok óö i gegnum fylkingar, ok þótti engam gott, þeim er fjrir 
honam arða, at eiga náttból undir exi hans". (Fbr.saga bls. 121). 

Eða aðfarir Göngu-Hrólfs gainla: 

„Hrólfur gengur hart fram ok heggur til beggja haoda; urðu þeir 
léttir fyrir honum ok féll nú hver um annan. Engum þurfti hann ad~ 
gefa meira enn eitt högg, ok báðar bendur hans voru blóðugur til axlar 
npp. Bauð nú flestnm framganga hans ótta . . . Hrólfar var þá svo- 
reiðnr að baon eirði engu; hann hjó ákaflega sem hendnrnar fengu tið- 
ast reitt sverðit, en þrir eða fjórir féllu fyrir hverju hans höggi. í>vi 
var likast til að jafna um mannfallit, sem þá er ákaflegast brýtur kurl 
af stofni, er menn gjöra til kol". (Fornaldars. Norðurl. III Rvik 1889, 
bls. 222 og 234). 

Þessar og þvílíkar bardagalýsingar í foinritum vorum 
eru mjög sviplikar lýsingum Hómers i Ilionskviðu, nema^ 
livað Hómer er skáldlegri i likingum sínum. Það sýnist 
eiga vel við að setja hér til samanburðar frásögu hans 
af framgöngu Akkils til dæmis: 

„Svo sem þá er geysilegur eldur hleypur óðar um djúpa afdali, þeg- 
ar þykkur skógur er að breana, og vindurÍDu keyrir fram logann og 
þyrlar honum um allt, — svo ób AkkiIIes um alt, með spjót i hendi, likar 
einhverri óhemju, og elti menn þá, er feigir voru, en dökk jörðin flaut i 
blóði. — Svo sem þá er maður tengir saman krúnubreiða axa, til að láta þ4 
þreskja hvitt bygg á vel settum þreskivelli og smœkka byggkornin skjótt 
undir klaufum inna hábaulandi nauta : svo tróðu enir einhæfðu hestar hins 
hugstóra Akkils jafntmannabúkaogBkjöIdu, en allur bjólásinn undir kerrunni 
varð blóði drifinn, og blóðsletturnar undan hófunnm og hjólröndunnm 
genga yfir kerrustólsbogann ; en Peleifsson geystist áfram til að vinna 
sér frægð, og voru hinir óárennilegu armleggir hans blóði stokknir". 
Il.kviða. (Þýð. Svb. Eg. XX 488—505). Svo segir i Vigslóða*) Sthb. § 2ö8 og 269: 

. . . En þat er sár, ef þar blæðir, sem á kom. — 
. . . En þat eru hin meiri sár: heilund ok holund ok mergund. Þat 
er heilund, er rauf er á hausi til heila, hvárt sem hann er höggvinn eða 
rifnaðr eða brotinn. En þá er holund, ef blóð má falla á hol ór sári. En 
þá er mergund, ef bein er i sundur til roergjar, þat sem mergar er i, 
hvárt sem þat er höggvit eða brotit . . . ») Grágás Kbh. 1879. í Vigslúðii Sthb. § 268 og 363 er enn' 
fremur talað um þá he^ningn seni liggur viö, ef maður særir mann „ok- 
varðar þat skóggang" — og ef maður klipur, bitur eða rífur annan „ok- 
varðar þat fjörbangsgarö". :282 Benrögn. [Skírnir. 

«0g seinna (bls. 352) er því lýst, hvernig megi raeð kera 
eða kanna greina, hvernig sárura sé háttað. 

Það má af þessu og þvílíku ráða, að fornmenn þektu 
allvel líkamsbygginguna eða að minsta kosti engu síður en 
vanir slátrarar þekkja, hvernig sauðkindin er sköpuð. Og 
ekki hafa þeir aflað sér þeirrar þekkingar með neinu bóka- 
grúski, heldur af eigin sjón og reynd á sjálfum blóðvell- 
inum. 

Sárin i fornaldarbardögunum voru aðal- 
lega tvenns konar — atungusár eða h ö g g s á r. 

Stungusárin orsökuðust af skot- og lagvopnum o: örv- 
um, gaflökum, spjótum, atgeirum o. fl,, en höggsárin af 
sverðum, söxura, öxum, atgeirum og öðrum vopnum, sem 
beita mátti jafnt til höggs og til að leggja með, eins og 
t. d. bryntröllum og brynþvörum. 

Stungusárin voru venjulega langtum minni til- 
fiýndar en önnur sár, en þau voru yflrleitt dýpri, og þess 
vegna hættulegri, að þau gengu jafnaðarlega á hol. Þó 
örvarnar væru mjóar og litlar fyrirferðar urðu þær mörg- 
um að bana, ekki sizt ef þær voru skotnar af boga Gunn- 
ars eða Einars Þambaskelflr. Spjótsár voru mjög hættu- 
leg, ef spjótinu var skotið eða því fylgt af nægu afli til 
lags. Það eralgengt að lesa ura það i sögunura, að spjót 
verði mönnura að bana. Nægir að rainna á þegar Ingj- 
aldur á Keldum skýtur spjótinu yfir Rangá og i gegnura 
einn af mönnum Flosa. Eða t. d. þegar Kári skýtur 
Eyjólf Bölverksson (»hvar er nú hann Eyjólfur, ef þú vilt 
launa honum hringinn?« segir Þorgeir skorargeir við 
Kára) og gekk spjótið óðara í gegnum Eyjólf. 

Margir fornmenn notuðu spjótin eingöngu sem lag- 
'Vopn og skutu þeim ekki. Atgeirarnir, sera liktust breið- 
ura spjótura, voru oftast notaðir líka til að leggja raeð, 
en stundum var þeim skotið sem spjótum eða höggvið 
með þeim. Gunnar vegur menn upp á atgeirnum eins og 
t. d. Þorgeir Otkelsson, sem hann slöngvaði síðan út á 
Rangá (Nj. bls. 165). Þetta þótti vasklega gjört og viðar 
.til þess tekið en í Njálu, að lyfta þannig þungum mót- t^klrnir]. Benrögn. 283 

«tödumanni hált á loft »og sæfa hann á spjótinu* (sbr. 
Þórólf Kveldúlísson, er hann drepur jarlinn. Egilss. bls. 
139). Hins vegar er þess getið ura ölvi barnakarl og hon- 
ura til vegsauka, að hann »lét eigi henda börn á spjóts- 
oddura, sem þá var vikingum títt; því var hann barnakarl 
kallaður«. 

„Flngn höggvin hræ 
Hallvar&B á sæ'', 

kvað Skallagrímur, er hann hafði slöngvað Hallvarði snar- 
fara á bryntröllinu útbyrðis. Það er auðséð á sögunum, 
að söguritarinn leikur sér stundura að því, að útraála hve 
hönduglega köppunum ferst að koma fjendum sínum fyrir 
kattarnef, líkt og Hóraer er vanur að gjöra, sbr. t. d. 
Ilionskviðu Vni, bls. 26. 

»Merione8 lagði spjóti til Adamants og kom lagið miUi 
hræranna og naílans, þar sera er sárastur höggstaður á 
vesölura raönnura. Þar rak hann spjótið í hann, en Ada- 
mant féll við skotið og spriklaði á spjótinu, svo sera uxi 
sá er nautamenn hefta með valdi nauðugan uppi á fjöU- 
um og leiða með sér; svo spriklaði hann þá er hann 
fékk lagið«. 

Fljótsdælasaga (bls. 123 — 24) segir t. d. fn'i kynlegu 
spjótsári: >Þórður skarfur sótti upp í snjóskafiinn at Helga 
Droplaugarsyni, ok er hann kom i skaflinn, skaut Helgi 
til hans milli fótanna ok i gegnura kyllinn, en spjótit festi 
i skaíiinura, ok hékk hann þar á skafiinum allan daginn*. Fornraenn hafa verið athugulir uni sár, og reynt að 
kynnasérýras einkenni, er sýndu, hve hættuleg þau voru. 

AUir kannast við söguna af konunni á Stiklastööura, 

-fiem rannsakaði, hvortsárin væru á hol, raeð því að j;efa 

:aárura mönnum laukgraut að eta »því at kenndi af lauk- 

inum í sárinu, ef á hol var«. Þormóður þáði ekki graut- 

inn hjá henni og mælti: >eigi hef ek grassótt^. 

Bæði i Fóstbræðrasögu og víðar er þess getið, að »léti 
liátt í holfiárura manna« og talað um dyn sár;«. Þess 
konar Siir þóttu ægileg og ilUæknandi, enda hafa það 284 Benröíín. [Skirnir.- 

verið sár inn í brjóstholið, þvi í þeim hvin um leið og 
loftið sogast út og inn um þau við andardráttinn. 

Það er raælt um Snorra goða, að hann hafi getað þekt 
feigs manns blóð með þvi að bragða blóðugan snjóinn, þar 
sera bardaginn haföi staðið. Hann þóttist á bragðinu 
finna, að holblóð væri, og raá það til sanns vegar færast,- 
ef hann hefir fundið, að blóðið var blandað galli eða gori. 
(Eyrbyggja bls. 118). 

í Sturlungu er þess getið (bls. 93), að Guðlaugur frá 
Þingvelli leggur Björn Þorvaldsson með spjóti og kemst 
Björn undan. Loftur Sæmundsson spyr hann svo: »hve 
mun Björn sár?« Guðlaugur sýndi honum þá spjótið »ok 
var feitin ofarlega á fjöðrinni*. Þóttust þeir þá vita, að^ 
það var banasár. 

H ö g g s á r voru algengust í fornöld líkt og skotsár nú. 
Axir, sverð, atgeirar, bryoþvarar, kesjur o. íi. voru 
vopnin, sem höggið var með. 

A X i r n a r voru venjulega þungar og breiðmyntar. 
Ferleg vopn, enda svakaleg sárin, sera fylgdu undan högg- 
unura, ekki sizt ef vel var áhaldið (sbr. Þormóð eða Skarp- 
héðin). 

Það mun enginn efi á því, að það sé satt, að forn- 
menn hafi höggvið höfuð af bol með exi (t. d. Steindór, er 
hann heggur Bolla, Laxd. 178) og það í einu höggi »svo 
af fauk höfuðit*, þvi það geta böðlar enn þann dag í dag. 
En að nokkur geti sniðið þrekinn karlmann sundur 1 
miðju um þveran hrygginn (eins og t. d. Húnbogi sterki 
Þorgils í Laxd. 205 eða Gunnar austmanninn í Nj. 148),. 
það nær engri átt. Og hvað er það þó hjá afreksverkum 
Þórðar hreðu, sera heggur þá sundur ura þverar herðar, . 
eins og að drekka, og saraa er sagt ura Kára. Eða Skalla- 
gríra er hann hjó nautin. Þvi er svo vel lýst, að vert er 
að setja það hér: 

„Hann lét leiða tvu yxn saman undir búsvegg ok leiða á vixl. 
Hann tók hellastein vel mikinn ok skaut niðr undir hálsana. Siðan- 
gekk hann til með exina konangsnant ok bjó yxnina báða i senn svá at 
höfaðit tók af hváramtveggja, en exin hljóp niður i steininn, svá at maðr- dSkirnir]. Benrögn. 285 

inn brast i aandr allr og rifnaOi app i gegnam ber&ana. Skallagrimr 
aá i eggina ok ræddi ekki am". 

S V e rð i n voru langalgengustu vopnin í fornöld. 
Þess vegna sárin undan sverðunum algengust eins og 
rifíilsárin nú á tímum. 

Venjulegu sárin munu hafa verið hruflur einar og 
svöðusár. Bitlítil sverð og axir hafa oftar marið hold og 
■bein en skorið djúpt inn, því klæðnaður og stundum hhf- 
ar voru yzt. Þess konar áverkar gátu verið óþægilegir, 
þó ekki væru þeir lifskæðir, nema ef höfuðið varð 
fyrir þeim. 

En þegar höggvopnin bitu vel, þá ollu þau djúpum 
og flakandi sárum, sem blæddi úr. Og þar sem fæstir 
kunnu í þá tíð að bindia um sárin og stöðva blóðrásina, 
þá var venjulega dauðinn vís, ef einhver Hfæð var skorin 
og spýtti. Og þó ekki væri um stærri slagæð að ræða 
en æðina ofan við úlnliðinn (púleæðina), þá varð það 
mönnura að bana, ef hún varí sundur (Sturl. 11 157), hvað 
þá heldur ef um stærri æðar var að ræða. 

Þegar höggvið er með bitlitlu vopni, fer oft svo, að 
æðarnar höggvast ekki beinlinis í sundur, heldur togna 
og slitna, en við það snýst upp á æðarstúflnn, svo að rás- 
in stiflast. Þetta hefir sennilega átt sér stað eigi ósjaldan 
1 fornöld, og fyrir það hafa sumir karlarnir bjargast af, 
eins og t. d. Þórir víðleggur, Onundur tréfótur, Þorleifur 
kimbi o. fl., sem létu fót sinn, en urðu græddir. Spýti 
jafndigur æð og læræðin óhindrað, líða að eins nokkrar 
mínútur unz manni blæðir til ólífls. En til voru menn og 
konur, sem kunnað hafa að binda um sár svo, að blóðrásin 
stöðvaðist að mestu. * Daglegur vopnaburður og æfingar frá barnsaldri hlutu 

^^að gjöra fornmenn vopnfima rajög. Ekki vantar dæmin 
^■1 sögunum um hve knálega margir kunnu að beita sverð- 
^Bnm, sínum. En >mörgu er logið milli búrs og eldhúss*, 
^■hvað þá heldur við munnmælasögur raann fram af manni 
i mörg hundruð ár. ^86 Benrögn. [Skirni r 

Eg trúði því lengi — eins og flestir unglingar — , a?y 
sögurnar okkar væru að mestu leyti sannar og sízt þyrfti 
að efa það, sem sagt væri um sverðshögg kappanna. Ea 
með árunum fór eg að efast um sannleikann i sögunum 
eins og fleira. Allir strákar, sem »8legið hafa köttinn úr 
tunnunni«, munu hafa rekið 8ig á erfiðleikana við að^ 
höggva sundur kaðalinn, sem kettan hékk i. Og ekki 
vantaði þó bitið i sverðunum — við brýndum þau svo 
þau stóðu á nögl — og sverðin voru góð, dönsk uppgjafa- 
hermannasverð úr góðu stáli. Ea þarna hjuggum við 
hver á eftir öðrura og tvíhentum meðalkaflanu, og sumir 
voru fullorðnir og knáir vel, en aldrei ætlaði kaðallinn 
að geta kubbast sundur. Kattarkóngurinn var vel að sin- 
um metorðum korainn. 

Eg spurði einu sinni danskan höfuðsraann úr riddara- 
liðinu, hvort hann teldi sennilegt, að hægt væri að höggva 
sundur digurt mannslæri með sverði i einu höggi. Hann 
kvað nei við, og jafnvel ekki þó tvíhent væri sverðið, 
Aftur taldi hann sennilegt, að margir hefðu verið svo 
vopnfimir, að þeir hefðu getað höggvið höfuð af manni 1 
einu höggi, jafnvei með annari hendi, en þó af og frá að 
það hefði tekizt jafnoft og sögurnar herma. Allir, sem 
höggvið hafa niður kjöt, þekkja, hve mikla orku maður 
þarf að leggja í að höggva sundur hrygg af vænura sauð, 
jafnvel þó öxin bíti, og þó er þar höggstokkur undir, en 
i bardaga mann við mann er alt á iði og i lausu lofti! 

Mér þótti fyrir því, er trúverðugur maður sagði mér^- 
að það væri haugalýgi, að Holgeir danski hefði nokkurD 
tima klofið mann í herðar niður, sem sat á hestbaki, og 
kubbað sundur hestinn líka i sama högginu. Og ennþá 
þykir mér leiðinlegt að þurfa að efast um, að satt sé 
greint frá afreksverkum vorra uppáhaldskappa. 

„Flosi hjó i háls Helga svá at tók af höfuðit". (Nj. 808). 

„Gannar sveiflaði sverðinu ok kom á hálsinn Þorkatli ok faok af 
höfuðit". (Nj. 147). 

„Kári he^gar höfað af Gannari Lambasjni svá snart at höfaðit 
faak app á borðit fyrir konanginn ok jarlana. Urða borðin öll i blóðii 
eina ok svá jarlarnir". Skirnir]. Benrögn. 287 

Þessu akuiuni við reyna að trúa, en um A-uð^ísl ekki : 
„Auögisl heggar höfud af Þorgils HöHusyni, er hann rar aÖ telja 

silfur i þvi er hann nefndi tin, „ok allir þóttust heyra, at höfuðit nefndi ■ 

ellefu, er þat fauk af bolnum". (Laxd. 211). 

Saraa saga og þessi er sögð um Kol ÞorsteinBson, er 
Kári heggur (Nj. 432), og á samskonar sögu rekumst vér 
í Ilionskviðu Hómers (X, 246): 

„Ðiomedes reiddi sverðit og hjó á þveran bálsinn, féll þá höfuðið 
til moldar i þvi hann tók að mæla". 

Þarna ber þremur fornritum saman um samskonar 
fyrirbrigði og þó er það ósönn saga, bygð á rangri at- 
hugun. Munnurinn kemur ekki upp orði, þegar hann er 
slitinn úr sambandi við barka og lungu. 

Hver sem vill reyna sig á því að höggva með beittu' 
sverði kjöt, kaðal eða annað, mun sannfærast, um að það 
er hægra sagt enn gjört að jafnast á við kappana. Og 
skulum vér þó alveg sleppa þvi sem fjarstæðu, að þeir 
hafi sniðið menn sundur i miðju eða höggvið um þverar 
herðar, heldur taka algeng dæmi eina og: 

nSkarphéðinn höggar & lærit Hallgnrimi, svá at þegar tók undan 
fótinn". (Nj. 239). 

„Ejartan OlafssoH hj6 fót af Guðlaugi fyrir ofan kné". (Laxd. 161). 

Þetta hvorttveggja er þvi aðeins trúanlegt, að höggið 
hafi lent rétt ofan við kné, en ekki ofar. 

„Kári bjó til Glúms ok kom sverðit i lærit ok tók nndan fótinn 
npp i lærinu". 

„Þórarinn hjó fót af Þóri, þar sem kálfinn er digrastr". 

I öllum sögunum úir og grúir af svipuðum dæmum 

og þessum, sem hér eru tilgreind. ( )víða er annars getið 

i en að höfuðið eða limurinn, sem um er að ræða, haö 

I fokið af eða höggvist allur af. En þetta er ósennilegt.^ 

i Venjan mun hafa verið sú, að ekki tókRt að höggva þvert 

^ i sundur, heldur aðeins að miklu leyti. Þegar höfuð er 

^■löggvið, fýkur það ekki af, venjulega, heldur lafír á holdi,. 

^^em ekki heggst sundur eftir að hálsliðirnir hafa dregið 

úr kastinu á sverðinu; og sama gildir þegar vöðvaraiklir 

limir eru höggnir. Beinið brotnar við höggið en kraftur- .:288 Benrögn. [Skírnir. 

inn linast, sem ýtir vopninu áleiðis. — En því skal þó 
alls ekki neitað, að Gunnar, Kjartan og aðrir afburða- 
menn hafi ef til vfll getað höggvið slysalaust höfuð og 
lirai i einu snöggu höggi. En að það hafl verið eins al- 
gengt og sögurnar gefa i skyn, nær engri átt. Ekkert 
sannar þetta betur enn Sturlunga, sem er eitt af 
'hinum allra áreiðanlegustu fornritum. 

Allar frásagnir í Sturlungu um vopnaviðskifti eru 
miklu látlausari enn venja er til í fornsögunum. Þar 
gengur ekki bardaginn »eins og í sögu«, heldur fremur 
seint og silalega. Það >fýkur« hvorki höfuð né limur af 
neinum, heldur virðast söguhetjurnar þar murka lífið hvor 
úr öðrum og þurfa mörg högg; og svo er að heyra sem 
vopnin hafi verið bitlítil. — Reyndar koma þar ekki fram 
á sjónarsviðiö aðrir eins garpar og Gunnar eða Gísli Súrs- 
son, Egill, Grettir eða Kári, en eigi að siður kemur það 
undarlega fyrir, að landanura skuli vera svo hrakað á 
200 árura, að enginn skuli lengur vera fær um að höggva 
haus skaramlaust i einu höggi, hvað þá heldur manns- 
læri eða manninn sundur i miðju. 

Neðanrituð dæmi sýna Ijóslega muninn á frásögn 
Sturlungu og f ornsagnanna : 

„Brandr hjó á háls Þórði, svá at n æ r tók af höfuðit". (St. II 14). 
„Eiríkr ungi hafði exi í hendi ok setr á hils Haraldi Sæmundar- 
• syni, svá at hann féll fyrir fætr konungi. Haraldr varð allmjök sárr 
ok varð þó græddr". (St. II 100). 

„Maðr hjó eftir Eyjólfi, kom á fótinn við ökla ok tók af svá at 
lafði við". (St. II 108). 

„Guðmundr Erlingsson fekk hrugðit sverði ok hjó k fót Dnfgusi 

, tvö högg ok voru þat mikil sár". (St. II 140). (Dufgus varð þó græddur). 

„Þorvaldr rennari hjó á háls Ólafi svá at sá mænana". (St. II 145). 

„Rögnvaldr hjó Brand á handlegginn við hreifann, svá at engu 

' hélt nema sinunnm þeim er gengu at þumalfingri" — (• • • «illa var 

bundin höndin Brands. Lauk svá at hann lézt". (St. II 157). 

„Hermundr sveiflaði til Snorra með exi ok kom á knéit, svá at 
nœr tók af fótinn". (St. II 204). 

„Hermundr hjó á h&lsinn með exi svá at nær tók af höfuðit ok 
eigi hélt meir enn reipshaldi". (St. II 205). 

„Bjarni höggr til Guðmundar ok kemr á lærit fyrir ofan knét; var 
, þat mikit sár". (St. II 269). Iðkirair]. Benrögn. 289 

„Hjó Sveinn á báöa fótleggi Þórarina ok af annan fótinn en skor- 
4tði þó mjök H annan". (St. II 232). 

Þessi dæmi nægja til að sýna, hvernigSturlu Þórðar- 
syni segist venjulega frá vopnaviðskiftum á Sturlunga- 
-öldinni, en Sturla er einhver áreiðanlegasti sagnaritari 
vor. Það er svo að sjá, sem engum takist að höggva 
•sundur meir enn i hœeta lagi úlnlið eða fót ofan við ökla 
i einu höggi. En ekki vantaði viljann, því grimdin er 
afskapleg. Hvað eftir annað er sagt frá, hvernig margir 
niðast á. einum og hvernig menn eru kvaldir og limlestir. 
Hryllileg er t. d. lýsingin á því, þegar Sturla Sighvats- 
son var drepinn (St. II. 321). Þar leggja margir saman, 
og eru að skaka við að murka úr honum lífið, með því 
að höggva til hans hér og þar og reka vopnin hvað eftir 
annað í sömu sárin, þangað til Gizuri Þorvaldssyni tekst 
að vinna A honum til fulls. »En þat segja menn þeir, er 
hjá voru, at Gizur hljóp báðum fótum upp við er 
liann hjó Sturlu, svá at lopt sá milli fótanna og jarðar- 
innar«. 19 Utan úr heimi. Herkostnaöur 
I. 

Oft hefir verið sagt um Noiðurálfustyrjöldina, að þær þjóöir^ 
sem mest hafi fjármagnið, muni sigra að lokum. Liggur því nærrl 
að athuga fjármál ófriðarþjóðanna, hve miklu fó hefir verið varið* 
til herkostnaðar, hvernig fjárins s.ó aflað, hvaðan þjóðunum komi< 
Jjað og hve langær ófriðurinn geti orðið fjármálanna vegna. Ymis- 
legt í fjárraálum ófriðarþjóðanna er mjög á huldu og verður ekki' 
fullrannsakað fyr en að ófriði loknum. En samt má afla sér nokk- 
urs yfirlits. Mun eg fyrst skjra stuttlega frá fjármálaástandi ríkj— 
anna og peningamarkaðnum laust fyrir ófriðinn. 

Síðasta áratugiun fyrir ófriðinn hervæddust ríkin í ákafa sí og 
æ og söfnuðu Bktildum til aukningar her og flota. Stafar meiri' 
hluti ríkisskulda einmitt af hernaði og vígbúnaði. Var samt ekki* 
alllítill munur á, hve vel þjóðiruar voru búnar undir ófriðinn. 

A. Þjzkaland, mesta uppgangslandið, var vel undirbúið, 
þrátt fyrir mikil útgjöld til hers og flota. Þjóðverjar höfðu gert 
miklar umbætur í skattamálum sínum á árunum 1906 — 1913. Arið 
1906 hófst aukniug á skattaálögum til ríkisins og voruárstekjurn— 
ar þá auknar um 180 milj. marka. Árið 1909 komu nyjar álög- 
ur, sem juku árstekjuruar um 500 milj. marka. Auk smáumbóta 
1910 og 1912 komu svo skattar 1913, sem juku árstekjurnar um 
185 milj. marka og þar að auki um 1055 milj. marka eitt skifti' 
fyrir öll. Jafnframt þessum umbótum í fjármálum ríkisins var frá 
1906 í kyrþey komið skipulagi á seðla- og lánsstofnanir til þess 
að gera þœr fœrar um að standast ófrið. Mest af því sem gera- 
þurfti var í iagi, þegar ófriðurinn brauzt út. 

B. Öðru máli var að gegna um Frakkland, lánveitanda.- 
heimsins. Skattakerfi Frakka stafar frá stjörnbyltingar* og Nap6- Sklrnir]. Utan úr heimi. 291 

leonstímunum og þykir úrelt. Hafa frjálslyndu flokkarnir lengi 
árangurslaust reynt a8 koma því í betra horf. Síðustu árin var 
næstum stööugt 1 miljarðd fr. tekjuhalli árlega. Loks var komið 
á tekjuskatti í júlí 1914, eu þa kom ófriðurinn. Frakklandsbanki 
bafði aftur á móti verið búinn undir ófrið frá 1911. En annars 
var ástandið ilt. Síðustu 4 — 5 áratugina hefir veraldarsagan stoð- 
ugt orðið meira og nieira að sogu fjármála og atvinnusambanda 
þjóðanna. Um frani aðrar þjóðir hafa Frakkar notað auð sinn sem 
verkfœri í höndum heimspólitíkurinnar. Auk fótgönguliðs, riddara- 
liðs, stórskotaliðs og flugliðs átti auðurinn að vera fimta vopnið. 
Stjórnin og bankarnir hafa séð um, að sparifé Frakklands yrði veitt 
yfir þjóðir, sem á þann hátt yrðu háðar Frakklandi og bandamenn 
þeirra í ófriði. Nyiendu|.ólitik Frakka stafar af sömu ástœðu. Áttu 
þeir því ógrynui fjár hjá Kússlandi, Balkanríkjunum og Suður- 
Atneríku. Frá 1907 höfðu lönd þessi verið í mesta uppgangi, en 
um áramót 1914 var að koma viðskiftakreppa um heim allan. Var 
hún einmitt mjög sterk í þessum löndum, en breiddist þaðan út 
til annara þjóða. Nú komu gallarnir í Ijós við, að Frakkar áttu 
8V0 mikið fé hjá löndum þessum, sem ekki var handbært. Pen- 
ingamarkaðurinn ( París komst á ringulreið í byrjun ársins 1914 
og var það enn, er ófriðurinn hófst. 

C. England, miðstöð greiðsluviðskiftanna, stóð betur a& 
^^gi| þ(^ A^ ekki vœri alt með feldu. Fjármál ríkisins voru í all- 
góðu lagi. £n gjaldþrotin í Suður Ameríku og brezku njlendun- 
um höfðu haft meiri áhrif á brezka peningamarkaðinn heldur en á 
Miðveldin. Auk þess leitaði bœði Frakkland og Rúasland til £ng- 
lands í fjárkröggunum. Leit því út fyrir, að brezki peningamark- 
aðurinn mundi komast í ógöngur. — 

£g set hór yfirlit yfir herkostnað ófriðarþjóðanna tvö fyrstu. 
ófriðaráriu, frá 1. ágúst 1914 til 1. ágúst 1916. 

n. 

Ef meta skyldi allan kostnað þann, sem ófriðurinn hefir haft 
í för með sér, þá yrði að taka meira fram en í Ijós kemur í rikja- 
reikningunum. Meta yrði auk þess manutjónið, kostnað bæja^ 
Bveita og héraða, tekjumissi í reikningum bœja, sveita og héraða, 
minkun framleiðslunnar, eydd hergögn frá friðartímum, skemdir á 
herstöðvuDum, hjálp þá, sem þjóSin veitir ókeypia til ófriðarina. 
Þessa liði verður þó ekki hwgt að meta fyr en að ófriSi loknum.. 
Verður því hér að eins talaS um b e i n útgjöld ríkjanaa. 

19* 292 Utan úr heimi. [Skirnir. Taflan sjnir herkostnaðinn í miljónum króna, borinn SHman 
við þjóðarárstekjurnar og þjóðarauðinn, ojj loks útgjöldiu af ríkis- 
skuldunum á manu, alt reiknað til 1. ágúst 1916. Austuríki Ungverjaland . 

Þ/zkaland 

Frakkland 

Eugland 

Rússland 

ítalía 

Allar ófriðarþjóðir .... 
Vextir af 

rikisskiild- 

um á mana 

kr. 20430 


180 


21 


4231.3 


116 


16 


29056 


110 


14 


46016 


112 


17 


37773 


8172 


111 


14 


188320 37 
17 
36 
41 
15 
18 Herkostnaðurinn í þessi tvö ófriðarár hefir nnmið um 18 8 
iniljörðum króna. Er herkostnaður bandamanna um 124 
miljarðar króna eða um ^j^ hlutar. Herkostnaður Englands eins 
er fjórðungur alls herkostnaðarins, því næbt kemur Þvzkaland með 
nokkru minna. Ef heíkoatnaðurinn er borinn saman við þjóðar- 
tekjurnar eða þjóðarauðinn, þá er hann aftur á móti mestur i 
Austurríki Ungverjalandi; en minstnr í Frakklandi og ítali'u. A 
mann verða vextir af ríkisskuldiinum mestir í Englandi, nokkru 
minni í Frakklandi og Austurr/ki Ungverjalandi, en helmingi minni 
í hinum r/kjunum. Herkostnaðurinn hefir farið stöðugt vaxandi, 
€ftir því sem tímar hafa liðið, bæði vegna aukins liðsafla og víg- 
bi^naðir 

Eitiifurundi tuíla sj'nir heikostnað í htyrjöldum á síðasta 
mannsaldrinum. 

Styrjöldin : 

1854—1856 
1866 

1870—1871 

1877—1878 

1904—1905 
. 1914—1916 

Herkostnaðurinn 1914—1916 hefir að jafnaði numið nálega 
258 miljónum króna á dag. Hinar styrjaldirnar eru smá- AIIs 


Dagleg 


ur herkostnabur 


milj. kr. 
milj. kr. 


6356 
8,7 


1180 
29,5 


2906 
13,8 


4540 
6,2 


8172 
14,9 


188320 
257,6 Skiriiir]. Utan úr heimí. 293 

rcöi i sHmanbnrCi við þetta. Nœst kemst ófriöurinn nnlli Japana 
og K*'i8sa með um 4% af uúverandi herkostnaðí. A dag kemst 
nœst styrjoldiu 180G, þar sem herkoatuaðuriuu^var um ^/y — ^/y hluti. 

Auk þess hefir mikill koatnaður stafað af ófriðiuum fyrir 
hlutlausar þjóðir, sem hafa neyðst til að halda vígbúnum 
her uudir vopnum og auka hervarnir hjá sór. Frá upphafi ófiið- 
Arins til ársloka 1915 höfðu ríkisskuldir hlutlausra þjóða aukizt 
um 1540 miljónir króna. — 

Muu eg nú skyra nokkru nánara frá fjármálum aðalþjóðanna, 
ÞjóÖverJH, Frakka og Eugleudiuga. 111. 

A. Þýzkaland. Fyrsta árið má telja, að Þjóðverjar hafi 
eytt um 17648 miljónun) raarka í herkostnað, sem sé: guU og 
silfiir í vöizlum ríkisius 300 milj , ríkiáfjárhirzluseðlar vaxtalausir 
3500 milj., ríkisisjíSðsvixlar 100 milj., innritanir í skuldabók r/kis- 
iu8 30 milj., lán frá nyleudunum um 18 milj., fyrsta fasta ófrið- 
arlánið 4351 milj., aunað fasta ófriðarlánið 8769 milj. Auk þesa 
var eytt 580 milj. af reglulegu fjárlagafó 1914 — 15. 

Skiita má ófriðinum í þrjú tímabil eftir herkostnaði. Frá I. 
ágúst 1914 — 1. marz 1915 var herkostnaður Þjóðverja 35 — 40 milj. 
marka á dag. En frá 1. marz — 1. ágúst 1915 verður herkostnaÖ 
urinn nœstum helmingi meiri, sem sé um 66 milj. á dag. Frá 1. 
ágúst til 1. jan. 1916 hefir herkostnaðurinn stigið jafiit og þétt 
upp í 73 milj. á dag. 

Samkvœuit þessu má reikna, að herkostnaðurinn nemi 28920 
milj. marka aunað óFriðarárið, til 1. ágúat í ár. Samtals verSur 
þá tveggja ára herkostnaður Þyzkalands 46568 milj. marka, eð& 
um 42 miljarðar króua. Af þessu fó ganga þó um 800 
milj. til fjölskyldna hermanna og eitthvað til bandamanna Þjóðverja. 

Herkostuaður Þjóðverja á dag er 7 — 8 sÍDnum meiri en i 
styrjölduuum 1866 og 1870—71. 

Þj()ðverjar hafa aflað nálega alls fjárins. Þeir hafa tekið 4 
föst lán. I október 5^/,, ríkissjóðsskírteini að uafnverði 1000 
milj., eu inn komu 969 milj. Auk þess var þá tekið 5*^/^ skulda- 
bréfalán, að nafnverði 3492 milj., en inn komu 3382 milj. AnnaS 
lánið var tekið í april 1915. Voru það 5*^/^, ríkissjóðsskírteiin, a5 
úafuverði 776 milj., en inn komu 761 milj. Um leið var tekiS 
5^/q skuldabréfalán aS nafnverði 8330 milj., en inn komu 8142 294 Utan úr heimi. [Skirnir, 

•milj. Þriðja lánið var tekið í október 1915 og var það 5°/^ skulda- 
bréfalán að nafnverði 12160 milj., en inn komu 11785 niilj. Síð- 
asta 5*'/q lánið var loks tekið í marz 1916 og skrifuðu menn sig 
fyrir 10700 milj. m. Alls hafa Þjóðverjar því nú fengið 35^2 
tuiljarða marka í föstum lánum. Ríkissjóðsskírteinin eiga að af- 
"borgast innan 1921 og 1922, en hin eru óuppsegjanleg til 1924. 
■'Sannir vextir, sem ríkið verðnr að gjalda af lánum þessum, eru frá 

5,18%-5,547o. 

Mjög erfitt er að segja, hve mikhi seðlaútgáfan og 
bráðabirgðalánin nemi nú hvort fyrir sig, enda er það 
mismunandi, eftir því hve nýlega hefir verið tekið fast lán. Ríkis- 
sjóður getur selt ríkisbankanum víxla á sjálfan sig. Auk þess 
getur ríkið gefið seðla út á gullforða þaun (300 milj.), sem safnað 
hefir verið í Júlíusarturninum í Spandau frá 1871 til ófriðarafnota. 
Ríkið getur einnig gefið út seðla gegn tryggingu í seOlum láns- 
«jóða, sem veita mönnum lán gegn tryggingu í verðbréfum og 
vörubirgðum. Þeir seðlar ríkisins eru því eigiiilega trygðir með 
"verðbréfum og vörubirgðum. Innritanir í skuldabók ríkisins námu 
35 milj. í sept. 1915. Njlendulánið frá 1914 á að tíreiðast þegar 
eftir ófriðinn. 

Auk þess eru Þjóðverjar nú að koma á hjá sér ófriðar- 
flköttum. Þó að þeir eigi að mestu að gaiiga til að árétta halla 
þann, sem orðið hefir á reglulegum ríkisreikningum og fari því 
ekki beiiit til herkostnaðar, þá er rétt að taka þá með vegna yfir- 
litsins. Eiga þeir að iienia ^j^ miljarðs marka á ári eða um 675 
miljónuni króna,OTr hvíla á eignaauka i ófriðinum. Þar er 
etríðsgróðaskattur, sem iiemur alt að 40''/q og hvílir jafiit á koii 
uugbornum niönnum og hershófðingjum sem öðrum. Auk þe.ss eru 
í ráði viðákiftaskattar á veltu kaupmanna, hœkkuii á póst- og 
fiíniagjöldum, tóbaks- og vindlitigaskattur og loks Rtimpilgjald á 
farraskírteinum. Annars álíta Þjóðverjar, að aðal skattatímabiliS 
«lgi fyrst að koma eftir ófriðinn. 

Eftir tveggja ára ófrið munu ríkisskuldir Þ/zkalands 
hafa aukist um 44 miijarða marka og nema því 1. ágúst um 49 
miljörðum. 

B. Frakkland: Alls má telja, að herkostiiKðiir Frakka 
tvö fyrstii ófriðarárin nemi um 40 miljörðiim fránka eða iini 2 9 
miljörðum króna. Af koátnaði þessum falla 16 miljarðar á 
fyrra árið, en 24 milj. á síðara árið. Dagleg útgjöld verða um 43 
milj. fr. fyrra árið, en um 68 milj. síðara árið. í Krímófriðinum ISkirÐÍr]. UUd úr heimi. 295 

Tar daglegur herkostnaSur Frakka aCeins 2 milj., og í ófriðinum 
1870—71 tœpar 8 milj. 

Sumarið 1914, fyrir ófriðinn, hafði Frakkland œtlað að taka 
lán, sem átti að nema 2 miljörðum fr., og átti að ganga til að 
koma á 3 ára herþjónustu, sem samþykt hafði verið. Peninga- 
markaðurinn var svo daufur, að minka varð lánið niSur í 805 milj. 
og voru ekki komnar inn af því nema 461 milj. í nóvember 1914. 
Varð ríkið þvi að gömlum sið að fá s e ð 1 a I á n hjá Frakklands- 
banka. Arið 1911 hafði verið gerSur samningur um, að hann skyldi 
lána ríkinu 2900 milj. fr. seðlalán, ef til herútboðs kœmi, en 
Algierbanki 100 milj. En í nóvember 1915 hafði Frakklandsbanki 
lánað ríkinu 7300 milj., en Algierbanki 75 milj. Síðar hefir verið 
heimilað að fœra lánið upp í 9 niiljarða. 

Frá september 1914 var tekið bráðabirgðalán, 5®/^ 
ríkissjóðsvíxlar til 3 — 12 mánaða. Nam þesskonar lán 8353 milj. 
i nóv. 1915. Vextirnir eru greiddir fyrirfram, i fyrsta skifti 
í rlkislánasögu Frakklands. 

Auk þess var tekið 5^/o ríkissjóðsv/xlalán í Bandaríkjunum og 
Englandi, sem nam 1165 milj. í nóv. 1915. England og Frakk- 
land tóku einnig sameiginlegt 5% lán í Bandaríkjunum og var 
hluti Frakka 1250 milj. Lánin voru notuð til hergagnakaupa í 
Bandaríkjunum. I maí 1916 hefir verið tekið þar D)^tt lán um 
520 milj. 

1 febrúar kemur svo s a m b I a n d af bráðabirgðaláni og föstu 
láni. Var það 5^/^ skuldabréfalán, sem var boðið út smámsaman, 
og voru 3659 milj. komnar inn á það í nóv. 1915. Vextirnir 
greiðast fyrirfram og leyfilegt er að s k i f t a á skuldabréfum þeim 
með nafnverði, sem gefin eru út á þetta lán, og skuldabréfum 
hvers annars láns, sem er gefið út fyrir 1918. Lánið endurgreið- 
íst á árunum 1920 — 25 og er það undanþegið sköttum. 

Fast lán var eiginlega ekki tekið fyr en í desember 1915, 
>sigurlánið«. Var þaS 5*^/^ skuldabréfalán, nafnverS 15139 milj. fr., 
en inn komu í Frakklandi 6368 milj., sem hægt var aS nota til 
herkostnaðar. Auk þess komu inn á þaS frá öðrum löndum um 
1000 milj. Lánið er óuppsegjanlegt til 1931. Sannir vextir 
• um 5.7%. 

IJm nyár 1916 námu ófriðarlánin eftir þessu um 30 miljarða 
•fr. og höfSu ríkisskuldir Frakklands þá nœstum tvöfaldazt, því að 
fyrir ófriSinn voru þær um 33 miIjarSa. 

Frakkar komn á Ijá sór ófriSar e k ö 1 1 u m í marz 1916, lil 296 Utan úr heimi. [Skirnir;- 

að árétta tekjuhallann á reglulegum ríkisreikningum. Var þai^ 
stríðagróðaskattur á tekjuauka í ÓFriðinum og getur hann numi& 
alt að 507o- Gildir þangað til friður kemst á. Nú í maí eru í 
sama skjni bornir upp nyir skattar, sem œtlast er til að gildi frá- 
þriðja ársfjórðungi í ár. Andvirði þeirra er áætlað um 900 milj^ 
fr. eða um 650 milj. króua. Eftir ÓFriðinn eiga þeir að 
nema 1100 milj. fr. £ru það jarðarskattur, skattur af námurekstri, 
verðbréfum og munaði, tekjuskattur af einkaleyfum hækkaður un> 
meira en belming, skattar á áfeugi, sjkri og tóbaki (ríkiseinkafram- 
leiðala) bœkkaðir að miklum mun. Koma skattar þessir allþungt- 
niður, en þó er eftir að leggja á skatta til að geta greitt vexti og. 
aíborgun af ófriðarlánunum. 

C. E n g 1 a n d: Herkostnaður Englands hefir aukist enn meir 
í ófriðiuum en hinna þjóðanna. I upphafi ófriðarins nam haini um- 
1 milj. sterlingspunda á dag, í lok fyrsta Á.rsinH var hanu orðinn- 
3 milj., um áramót 1916 var hann 4,3 milj. og nú er búist við a5- 
hann nemi um 5^/^ milj. punda eöa um 100 milj. krónaá dag. Þelta- 
kemur af því, að Eugland hefir skapað mestallan her sinn smám- 
saman í ófriðnum, sjálfboðaliðinu er greiddur máli og Bandamönn— 
um, nýlendum og sumum hlutlausum löndum hefir verið hjálpað' 
um fó. 

Útgjöldin hafa verið: Fyrsta ófriðarárið 710 milj. punda, 
annað árið 1825 milj. punda eða alls 2535 milj. punda, þ. e. a. 8. 
um 46 miijarðar króna. I saraanburði við fyrri styrjaldir 
Englendinga kemst styrjöldin 1793 — 1815 næst. Þá voru útgjöldinj 
á raann ^/- þess sem nú er, en í samanburði við þjóðartekjurnar 
þá helmingur þess, sem nú er. 

England hefir tekið 4 föst lán. I nóvember 1914 var tekið 
3^/2% lán, sem var að nafnverði 400 milj. punda, en inn komu 332 
milj. Ímarzl915 fimmára 3^0 rikissjóðsskírteini, sem inn komuái 
48 milj. í júní 1915 hið mikla ^YgVo '^"» ^^"^ "'" komu á 587 milj. 
Loks var tekið lán í Bandaríkjunum í október 1915 og fengust 
inn á það 50 milj. Föstu lánin eru óuppsegjanleg ymist til 1920" 
eða 1925. Ef við þetta er bætt ^^/i^/o—ó^% bráðabirgðalán- 
u n u m, sem voru um áramót 1916 um 400 milj. punda, þá er þar 
komin aukningin í ríkisskulduaum til áramóta 1916 1417 milj.,. 
frá um 707 upp í 2124 milj. punda. Sannir ve.\tii- nf láiuuiumi 
eru 4— 6%- 

Englendingar hafa áðnr baít þann sið að taka uni þriðjung 
af herkostnaðinum með s k ö 1 1 u m á nu>ð:in á ófriðiiium hefir Skirnir] UUn úr heimi. 29T 

staÖið. Hafa þeir einnig nú orÖiS fyrstir af ófriðarþjóðunum til aU 
ganga Rkattavegiun. 1. í nóvembor 1914 kom Lloyd George, sem 
þá var fjármálaráðherra, á tvöfaldri liækkun á eignaskntti og við-^ 
bótarskattinum við hann, þrefaldri hækknn á ölskntti og mikilli 
bœkkun á teskatti. Þessar skattahækkanir námu 75 milj. punda 
fyrsta árið. 2. í október 1915 var McKeuna orðinn fjármálaráð- 
herra og kom hann á samtnls 107 milj. punda hœkkun árlega í 
beinum og óbeiuum sköttum (77 milj. í beinum Bköttum, 
30 í óbðinum). Tekjuskatturinn var hœkkaður um 40^0 og var 
þar áœtlaður tekjuanki 43^2 "»J1J- Stríðsgróðaskatti var komið á, 
sem áœtlaðar tekjur af voiu um 30 rnilj. Enn fremur voru syk- 
urskattur, nylenduvöruskattar, BÍma- og póstgjöld hækkuð að mikl- 
um mnn. 3. McKenna hefir borið fram nyjar skattahækkanir fyrir 
yfirstandandi fjárhagsár, sem ciga að nema 65 milj. punda auk 
btríðsgróðaskattsiiis, sem er jafnvel búist við að geti orðið lun 80 
milj. punda. Borinn er npp nyr tekjuskattur, sem á nð ná betur i 
háar og lágar tekjur eu fyr, en verði þyngri á liáum tekjum. 
Hann cr áœtlaður um 43^2 niilj. Skattur á skemtunum 5 milj., 
á járnbrautarseðlum 3 milj., sykri 7 milj., nylenduvörum 2 milj. 
o. fl., og loks er stríðágróðaskatturinn hœkkaður úr 50% upp í 
6 %. Er það hæsti skattur, sem til er í álfunni, en hann á ein- 
ungis að greiðast einu siuni af sömu tekjum oq á að falla niður^ 
þegar friður kemat á. 

Á þenna hátt áœtla Englendingar, að árstekjur ríkisins aukist 
frá 198 milj. punda upp i 502, þ. e. a. s. um 304 milj. punda eða 
b^/^miy^Arti króna. Er þetta hið mesta Grettistak í skatta* 
málum, sem sögur fara af. Samt getur það ekki hrokkið til, ei 
ófriðurinn heldur áfram, heldur verður þá að taka ný lán. Gjöld 
á yfirstandandi ári eru áætluð 1825 niilj., og dragi menn þar frá 
tekjurnar 502 mijj., þá er áætlaður tekjuhalli 1323 milj. sem taka 
yrði með lánum, ef ófriðurion ateudur árið út. Við áramót 1917 
mætti þá búast við 3^2 miljarð punda ríkisskuld, sem sé 707 milj. 
á undan ófriðinum, 1417 milj. til áramóta 1916 og 1323 frá yfir- 
standandi fjárhagsári. Frá þessu má þó ef til vill draga um 800 
milj. til Bandamanna. Til afborgana og vaxta af þeim 2640 milj., 
sem þá yrðu eftir, og til ymissa annara ársútgjalda viö ófriðinn] — 
aðallega eftirlauna — má reikua un) 170 milj. eða um 140 milj. 
um fram vcxti og afborganir nf láuum fyrir ófriðinn. Eftir því 
yrði fjárhagsáœtlun Engleudinga eflir ófriðinn að hafa 338 milj. 
gjaldamegin i stuð 198 fyrir ófriðiini og ársútgjöldin þvi að hafa- 298 Utan úr hcimi. [Sklrnir 

aukizt um 2 ^/^ miljarð króna. Skattar þeir, sem lagðir bafa 
verið á nú, þurfa því ekki að gilda allir um aldur og œfi, ef ófriðnr- 
inn endar innan áramóta, heldur mœtti leggjaniður um 3 
miljarða af þeim b^/^ milj., sem nú eru. En margtgetur breyzt á 
þeim tima. IV. 

Hór að framan höfum vér séð, hvernig ríkin voru fjárhagslega 
búin undir ófriðinn, hve mikila fjár þau hafa aflað og á hvern 
hátt. Ekkert ríkjanna hefir komist í kröggur vegna peningaleysis. 
Steypiflóð lána, seðla og rikissjóðsskírteina hefir dunið yfir Norður- 
álfu og ekkert virðist benda á, að hörgull verði á peningum. Til 
þess að gefa rétta hugmynd um, hvað gerst hefir, þarf því að skyra 
sambandið milli hins gífurlega herkostnaðar og vara þeirra og vinnu, 
sem peningarnir eru staðgengill fyrir. Ljósast verður að gera grein 
miUi lands, sem er algerlegaeinangraðog verður því eingöngu að lifa af 
auðsuppsprettum sínum, og annars lands, sem átt getur viðskifti 
við umheiminn. 

1. Einangrað land, líkast Miðveldunum nú. Ófriðar- 
lán þau, sem sh'kt land tekur, svara til jafnmikils fjár í lanainu 
sjálfu, sem landsmenn hafa fengið stjórninni til umráða til her- 
kostnaðar. Augsýnt er, að fctjórnin gæti komist yfir slíkt fó án 
lána, t. d. með sköttum eða eignarnámi, þó að lánaleiðin sé oft 
hagfeldari fyrst um sinn. Með lánunum hefir því ekki fengizt neinn 
nyr auður til ófriðarafnota, sem ekki var til áður. Lánin eru að 
•eins hagfeld t æ k i til að komast yfir anð, sem til er í landinu til 
ófriðarafnota. I einangruðu laiidi gœtu í raun og veru lánsupp- 
hæðirnar vaxið í sífellu án þess, að landið gœti með því móti haldið 
ófriðnum áfram degi lengur. Því að þó að peningar gefi alment 
kaupmagn yfir vörum", þá er ekki hægt að halda ófriðnum við með 
öðru en nothæfum vörum, vörum, seni eru komnar á síðasta 
stig framleið.slunnar og hæfar til notkunar. Hlutabrófaeigepdur 
geta reyndar selt eða fengið lán út á veiðbréf sín í bauknm ng 
svo lánað ríkinu fóð. A venjulegum tímum mundi svara til reiðu- 
fjár þess, sem lántakandi fengi í bönkum, nothæfar eignir annara 
manna, þeirra sem legðu inn í banka. Ríkið fengi óbeint umráð 
yfir þessum vörum, og þá vreri alt gott og blessað. En á ófriðar- 
tímum fá bankarnir auk þess leyfi til að gefa út seðla, sem svara 
til meira en reiðufjár í bönkunum. Athugum það. ðkirair] Utan úr heimi. 299 

a. Seðlaútgáfa. Innleysingarskyldan og takmörkun seðla- 
4Ítgáfunnar falla niöur í byrjun ófriðarins. MeS ReSlaútgáiunni fœr 
ríkið alment kaupmagn yfir vörum, en engar nothœfar vörur svara 
til seðlaaukningarinnar. Seðlaruir falla þá i verði. Ef seðlalán og 
önnur þvílík lán til rikisins eru t. d. aukin úr 10 miljörðum 
króna upp í 12 miljaíða án þesB að þjóðarauðurinn hafi aukizt, 
þá þarf nú 12 krónur til að kaupa vörur, sem áður kostuðu 10 
krónur. En ríkið frer samt sem áður 2 miljarða kaupmagn i hend- 
ur og getur því keypt sjöttung allra vara í landinu. Nú ber þess 
að gœta, að vöruforðinn minkar í ófriði, segjum t. d. í þessu dœmi, 
frá 10 niilj. eininga niður í 8^3 milj., avo að verðhrun peninganna 
og verðhœkkun varanna verður enn meiri. Aður var hlutfallið 
milli peninga og vara 10 : 10, en nú er það 12 : 8^3. þ- e. a. s. 
ná er um 44% verðhœkkun á vörum. Nokkur hluti af þyzku 
lánunum grundvallast á seðlalánum út á verðbróf. Frönsku og 
rússnesku lánin eru mestmegnis hrein og bein seðlaútgáfa af 
hálfu rikisins. Muniirinn kemur fram eftir ófriðinn. Þegar þyzkix 
lánveitendurnir greiða skuldir sínar í lánssjóðina, þá getur ríkið 
notað skuldagreiðslur þessar til að innleysa seðlana með, svo að 
€ÍnungÍ8 verði eftir fast skuldabréfalán. Uússar og Frakkar þurfa 
líka að ófriðinum íokniim að leysa inn seðlana, en til þess þurfa 
þeir t. d. að taka n ý 1 1 skuldabréfalán. 

b. Önnur lind, sem ausið er úr herkostnaði, er sparnaður 
þjóðarinnar, auðmyndunin. Nothœtar vörur eru sparnður til ófrið- 
arafnota og-framtíðarframleiðslutm: er beint að hergagnasmíði. Ef 
menn, sem spara, geyma peningana á k i s t u b o t n i n u m, þá 
verður aö eins breyting á verðlagi varanna. Aðiir menn geta þá 
keypt því meira fyrir sitt fé, en óvíst er, að þjóðin ppari neitt. 
Veröi peningarnir lagðir inn í b a n k a, þá lánu aðrir nienn féð og 
eftirspurnin eykst eftir vórum og vinnu. Ríkið getur þá einnig 
lánað hjá böiikunum og fengiS umráð yfir Rpöruðu kaupmagni 
þeirra, sem leggja inn í bankana, gegn því að greiða vöxtu. I'etta 
kaupmagn gengur svo til herkostnaðar. 

Muuuiinn á þessari aðferð og seðlaútgáfu er, að hér svara 
vörur og vinna til peninganna, sem ríkiS fœr umráðyfir, op peninga- 
gildið breytist því ekki. Seðlaútgáfan gefur aftur á nióti að eins 
umráS yfir vörum og vinnu með því að svifta neðla þá, sem 
fyrir eru, nokkrum hluta af kaupmagni þeirra. I>egar nppspictta 
lánanna er Kparnaður, verða það aðallega a u ð m e n n i r n i r , seni 
iána ríkiiiii vísvitandi heikostnaSinn, meS scSlai'itgáf- 300 Utan úr heimi. [Skirnir- 

n M i\ i verða þa6 aðallega fátœklingarnir, sem 8para við sig^. 
8V0 að rikið getiir fengið nmráð yfir spöniðu kaupmagni þeirra, og 
þeir V i t a k k i af því að þetta gengur til herkostnaðarind. Eo 
til að liiild i ófriðinutn við þarf annaðhvort að miiika neyzluna, . 
eða láta gniða þanii, sem afgangs verður af neyzlunni, ganga tilí 
hei kostnaðar, eða hvorttve<ígja. Nú hefir framleiðala þjóðanna 
miiikKð í ófiiðiiiiim og verðn meini því að spara enn meira en fyr» 
l'^ii aiik þesa sem framieiðaluaflinu er beint að ófriðarfram— 
leiðslu, ■ þá er þó einnig eytt ýmsum þeim nothæfum vörum, sem 
annars muiidu notaðar til frekari framleiðslu, t. d. búpenÍDgi, 
Þegar svo er, þá er ekki einungis þjóðartekjunum eytt, eins og 
þegar bparað er, heldur þjóðarauðnum, merg atvinnulífsinB, . 
auk vinnunnar og náttúrnnnar. 

c. Bráðabirgðalán, ríkiasjóðsvíxlar og því líkt hafa sór- 
staklega átt sér stað í Frakklandi. Þeir eru einungis ólíkir föstum • 
lánum að því leyti, að ríkið þarf að endurgreiða þau innan skamms 
tíma og getur það á ófriðartímum komið ekki litlum glundroða á 
fjármál landsins. 

d. Skattar. Skoðun sú, að með lánum geymi þjóðla 
framtíðinni að greiða berkostnaðinn, en með sköttum beri nútíminn- 
hann, er röng. Þjóðfólagið og ríkið er sitt hvað. Auðvitað verða 
eiahverir að greiða kostnaðinn þegar í stað. Sá er einungis • 
munurinn, að með sköttum er ákveðið, hverir eigi að bera kostn- 
aðinn að 1 o k u m. Vafi getur stundum leikið á, hvort heppilegra 
sé að taka herkostnaðinn fyrst um sinn með lánum eða sköttum. 
Með lánum nœr ríkið þegar í stað í peninga hjá mönnum, sen^- 
hafa þá aflögu, en skattar geta lent á öðru en reiðnfó. Einnig er 
erfitt að ná upp eins miklu fó með sköttum eins og lánum. Þar 
fyrir eru samt skattarnir eina e n d a n 1 e g a aðferðin til a5 • 
ná upp herkostnaðinum. Þjóðverjar hafa haldið fram lánaleiðinni, 
en Englendingar skattaleiðinni. Nú er samt svo koraið, að allar 
stœrri ófriðarþjóðirnar hafa snúið sór að sköttum, þó engar eins 
og Englendingar. 

2. Land, semskiftir viðönnurlönd. Sameigin— 
legt með einangruðum löndum var, að til ófriðarfjárins svöruðui 
nothæfu vörurnar í landiuu og aðalatriðið var að ná umráðum yfir 
vörum þessum á sem auðveldastan hátt. 1 landi, sem hefir sam— 
göngur við Önnur lönd, breytist þatta þannig, að nothæfum vörunt 
er hœgt að ná frá útlöndum. 

G r e i ð 8 1 u á vörum þessum getur veriö varið á tvennan ^átt. rSkirnir] Utan úr hrimi. 801 

£61ilegHst er að kaupa vörur, setn útlönd geta framleitt cdyrara og 
gjalda þœr með vörum, sem landiö sjálft getur framleitt ód/rara. 
"Sambandið við óunur lond getur þá fyrst og frerast látið a 1 þ j óQa- 
vinnuHkiftiuguna njótii síu. 

Au'.iað er þó meira virði uú. Vegna viðskiftannii getur ófrið- 
arþjóðin einnig eytt ónothœfum vörum sínum til her- 
kostnaðar, með þvi' að skifta þeim fyrir nothœfar vörur útlanda. 
Menn geta t. d. aelt innlend verðbréf til ntlanda og koypt vörur þar 
fyrir andviiðið. Pá fyrst er nnt að fœra sér í nyt svo að um muni 
(})jóðarauðinn, sem annarH væri fastbundinn. Jnrugarður lok- 
<UDarinnar er þá brotiun. 

1 þriðj* lagi mœtti benda á að hœgt væri að fá vörur a ð 
■^l á n i í útlöndum. Þetta er þó í raun og veiu sama nem hitt, því 
aC hór kemur upp skuld, sem verður að dragast frá þjóðirauðuum. 

Þá má geta um aðferðirnar til að ná í féð og vörurnar, 
•muninn á innlendum og útlendum lánum. Ú 1 1 e n d lá:; eru 
auðvitað mikill kostur fyrir þjóðina, á meðan á ófriðinum stendur. 
Með þeim getur þjóðin fært eér i uyt vönir annara þjóða gegn 
iþ\i að gjalda síðar. Mikill hluti herkostnaðarins er nú borinn á 
^ann hátt af hlutlausum þjóðum. En eé land það, sem lán tekur, 
ekki auðugt, þa getur það komisit á pólitískan klafa landsins, 
sem lánið veitir. Aftur á móti kemur útlent lán að litlu gagni 
fyrir einangrað land, sem ekki getur náð í vörur, sem svara 
'til lánsupphæðarinnar, nema þá heima fyrir, en það gœti laudið 
gert án lánsins. — 

£d innlend lán í landi, sem á viðskifti við önnur lönd og 
á fó hjá þeim, getur einnig haft áhrlf á þau. Landsmenn geta 
selt ríkinu i hendur krö ur sínar á útlönd og ríkið getur svo fengið 
•DOthœfar vörur frá útlóndum í staðinn.^) 

Af þv( 8em á undati er ritað sóst, að ekki er hœgt að búast 
•við, að ófriðarþjóðirnar verði að hætta ófriðinum vegna p e n i n g a- 
leysÍB. Aftur á móti er vöruleysið hœttulegra fyrir einangr 
aða þjóð. 

£f meta œtti beinan herkostnað eins og hann verður í raun 
•og veru fyrir þjóðirnar, þá yiði, eins og getið hefir verið um, fyrst 
að draga frá herkoatnaðarupphæðinni fyrir verðhruni peninganna í 
samanburði við guH og vörur. Auk þess yrði að taka tillit til mis- ') Hvort heppilegri séu innlend eða útlend lén yfirleitt er undir 
atvikam komið« en kemur þessn máli ekki við. 302 Utan úr heimi. [Skírnir,- 

munar þe89, sem er á fleítum lánunum miUi nafnverða skuldabróf- 
anna og verða þess, sem lánveitendurnir gefa fyrir þau. Þessir 
liðir eiga sammerkt í því að auka kostnaðinn fyrir ríkið án þess 
að til þess svari aukinn kostuaður fyrir þjóðfélagið í heild sinni. 
AUs munu þessir liðir nema um þriðjungi herkostnaðarins. 

Af afganginum kemur mikið frá sparnaðinum. Talið er, aS 
auður Þjóðverja aukist venjulega um 7 — 7^/^ miljarð króna á ári, 
Frakka um S^/g — 4 miljarða og Englending* um 6^.2 — 7 miljarða. 
Sóu þessar upphæðir tvöfaldaðar — álitið að aukinn sparnaður vegí 
á móti minkaðri framleiðslu — þá sést, að þetta mundi nema 
næstum því öðrum þriðjungi herkostnaðar tveggja ára í lönd— 
um þessum. 

Það sem þá er eftir af herkostnaðinum er mikið til tekið af 
þjóðarauðnum og fer sá hlutinn ^axaudi. Vólar og önuur fram— 
leiðslutæki eru ekki endurnýjuð, vörubirgðum er eytt, án þess aíS^ 
nýjar komi í staðinn, og búpeningur er skorinn niður. Verðbróf 
eru seld til útlanda, sérstaklega í löndum Bandamanna, sem geta 
átt óhindruð viðskifti við umheiminn. Móti þessu kemur reyndar, 
að nokkur hluti herkostnaðarins fer ekki alveg að forgörðum, held- 
ur í vegi, járnbrautir, hús og þvílíkt, en það mun þó vera til— 
tölulega lítið. Talið er að þjóðarauður Þjóðverja hafi verið 270' 
miljarðar króna fyrir ófriðinn, Frakka 210 miljarðar og Englendinga 
270 miljarðar. Geri menn ráð fyrir, aS svo sem fimtungur herkostnað- 
arins sé goldinn af þjóðarauðnum, þá verður það samt ekki nema 
liðug 3^/q af þjóðarauðnum. í fljótu bragði virðist herkostnaSur— 
inn því ekki svo mikill, að hann ætti að geta heft framfarir þjóð- 
anna um langan aldur. 

Þannig lítur þetta út frá sjónarmiði þjóðfélagsins. Sé aftur á 
móti litið á það frá sjónarmiði ríkisins, rikissjóðs, þá þarf að* 
gjalda hvern eyri, sem tekinn hefir verið að láni, ef ríkið viU ekki^ 
verða gjaldþrota. Eftir ófriðinn verður eitt mesta vandamálið, 
hvernig þessari niðurjöfnun herkostnaðarins veröi bezt komið fyrir. 
Englendingar hafa reyndar komið á nœgum sköttum í bráð, en sór- 
staklega er þar ástatt. England er fríverzlunarland með lipurt- 
tekjuskattakerfi. Verndartollalöndin standa þar ver að vígi. Þegar 
rætt hefir verið um nýjar álögur í ófriðinum, þá hefir þeim reynd- 
ar verið tekið með »skattagleðí«. En bak við tjöldin verða menn 
varir þungrar undiröldu, ágreiningsins milli auðmannanna og frjáls- 
lyadu flokkanna um, hverir eigi að lokum að bera skattana, og: 
má búast við, að sú deila skerpist aS mun, þegar ófriðarhættan er Sklrnir}. Utan úr heimi. 30S 

úti og ritfrelHÍ og málfrelsí kemst aftur á. EfDalitlir menn bafa 
boriS þyngBtu bytðar ófriðarins, eii auðmennirnir grœtt margir 
hverjír. Nú vilja frjáislyndu flokkarnir láta þá gjalda herkostnað- 
inn að mestu. 

£u ef hægt vœri að meta allan þann ó b e i n a kostnað, sem 
ófriðurinn hefir valdið, þá myudu menn fyrst sjá, hvílík blóðtaka 
styrjöld þessi er fyrir framleiðslumagn þjóðanna. Skaði sá, sem 
orðið hefir á vígstöðvunum, er lítt metanlegur. Fái lönd þessi 
engan herkostnað greiddan, þá er enginn vafi á, að langan tíma 
þarf til að koma þeim í samt lag. Bjartsynir menn á'íta samt, að 
sarahögun sú, er komist hefir á alla framleiðslu ófriðaiþjóðanna^ 
muni geta bœtt mikið upp. En svo koma mannslífiu. Norðurálf- 
an er einn stór kirkjugarður. Friðarraddirnar eru nú orðnar bá- 
vœrar um heim allan. A eldri kynslóðinni bvílir skyldan, að semja 
sœmilegan frið. £n hlutverk yngri kynslóðarinnar er ekki minna,- 
það er endurreisnin. 

Kaupmannahöfn, í maí 1916. 

Héð nn Valdiniarsson. 

H e i m i I d i r : Schanz Finansarchiv ; Deutsches Statistiscbes 
Zentralblatt ; Soziale Praxis ; Heckscber : Várldkrigets Fkonomi f 
BuIIetin of the War ; Study Society ; Journal of the Political Eco— 
nomy; Economist í Luudúnum ; Finanstidende. Ritfregnir. Lexicon poetican) aiitiqnæ lÍDgvæ septentrionblis>. Ord- 
t)Og ovcr (let norsk-islundske skjaldesprog. Forfattet af 
Sveinbjörn EKÍlsson. Foi0get og páoy udgivet for Det kongel. 
nordiske Oldskriftsolskab ved Finnnr Jónsson. Kobenhavn 
1913—1916. 

Þau eru ekki vön að kóliia, járnin, sem Finnur Jónssoa hefur 
í aflinum. Seiiit á árinu 1913 kom út 1. hefti af þessari níju 
-orðabók ifir skáldamálið, sem iiefnist önnur útgáfa af skáldamáls- 
orðabók Sveinbjarnar Egilssouar, enn er svo niikið aukin og endur- 
bætt í samanburði við frumbókina, að hún má heita n{ orðabók; 

2. hefti kom út árið 1914, og nú snemma á þessu ári kemur út 

3. og síðísta heftið. 

I þessari bók hefur F. J. tekið tillit til allra þeirra frarafara, 
sem orðið hafa í íslenskri málfræði á þeim rúmum 50 árum, sem 
liðin eru, síðan orðabók Sveinbjarnar kom til sögunnar, og gert sjer 
að góðu allar þær rannsóknir um fornan kveðskap, sem út hafa 
komið á þessum árum, sjerstaklega frá hendi Konráðs Gíslasonar. 
í meira enn 30 ár hefur skáldakveðskapuiinn verið hið hugðnæm- 
asta viöfangsefni hans (frumsmíð haiis í þeirri grein, )>KritÍ8ke 
8tudier«, kom út árið 1884). A þesgnm tíma hefur hann safnað 
samau í eina heild öllum skáldakvæðum frá elstu tfmum til loka 
14. aldar, og gefið þau út nákvæmlega eftir handritunum með 
gagnorðum og góðum skíriiigum, og tvisvar hefur hann gefið út 
Eddukvœðin. Arangurinn af þessu langa starfi, allan sinn mikla 
lœrdóm í þessari BJerstöku grein, allan þan\í skarpleik, sem hann 
er gæddur, alla þá nákvæmni, sem honum er eiginleg, hefur hann 
lagt í þá bók, sem hjer liggur firir, og er því engin furða, þó að 
'bún marki stórt framstig í rjettum skilningi skáldakvæðanna fornn. 

Annars get jeg um þessa bók vi'sað að mestu til þess, sem 
jeg hef áður sagt um hið firsta hefti hennar í ritfregn í Skírni •Bkirnir]. Ritfregnir. 305 

1914. Hún er bœCí vel og vandlega af hendi leyst, þíSingarnar 

Ijósar og gagnorðar og ifirleitt rjettar og trúar, þó að sumar geti 

veriÖ vafasamar, enda mun útgefandínn firatur manna játa, að mart 

Bje enn ekki skírt nje skilið til hlítar í fornum kveðskap. Próf- 

arkir virðast vera lesuar af mikilli vandvirkni, og þó koma firir 

nokkrar prentvillur, sem er etigin furða í svo stórri bók, og éru 

þœr flestar leiðrjettar aftast í bókinni. Smávegis ónákvæmni, sem 

sjeat hefur ifir að leiðrjetta, hef jeg þó orðið var við á Btöku stað. 

T. d. er það Magnús góði, enn ekki Haraldr harðráði, sem Þjóðólfr 

á við í VÍ8U sinni Andaðr es sá es of alla brá hauk- 

stalda konr, Haralds bróðursonr (sjá undir h a u k- 

gtaldi). Kenningin í Sonatorreki 19^* er tekin upp á tvennan 

hátt, y'mist hrosta hilmir íhöfundr?) — svo undir h i I m i r 

og höfundr — eða hrosta fens höfundr — undir h r o s t í 

— og skírð á tvennan hátt, ímist sem Ægiskenning — undir 

hrosti og höfundr — eða sem Oðinskenning — undir h i I m- 

ir. í VÍ8U, sem Þjóðólfr orti um missœtti Haralda harðráða og 

Upplendinga segir skáldið, að tröll hafi »brotið hrís í hœls 

hleypikjóla andskotum vísa^. Hvað þíðir hjer kenn- 

•ingin hleypikjóll hœls? Kjóll er 'skip". Hvað er þá 

hleypiskiphœU? F. J. tekur það eftir Svb. Eg., að það sje 

fótur' (sjá undir h I e y p i k j ó 1 1 og h œ 1 1). Enn er það eðlilegt 

að kalla fótinn s k i p hœlsins? Og ef það er hugsunin hjá Þjóð- 

ólfi, aö tröllin hafi brotið hrísið til að berja með fœtur 

fjandmanna Haralds, finst mjer forsetningin í ekki vera vei valin; 

þá hefðu menn búist við forsetningunni á. Jeg hef lengi verið 

sannfœrður um, að hœls hleypikjólar á þessum stað eru 

ekki fœtur heldur Hkór. Það virðist vera mjög eðlilegt aS 

kenna skó sem 'akip hœlsins', og ef hjer er átt við skó, þá nítur 

forsetningin í sín ágœtlega á þessum stað. Ef smásteinum eða 

spítnarusli eða hrískvistum er sttáö í skó mans, verður gangan 

ervið og sár, og veit jeg mörg dærai til, að menn hafa veriö hrekkj- 

aðir með slíku. Vísa Þjóðólfs sínir, að menn hafa á hans dógum 

kallað þetta »at brjóta hrís í skúa einhverju m«, og 

að þennan talshátt mátti líka hafa í óeiginlegri merk^ngu = 'að 

gera einhverjum illan grikk eða hrekk', því að það virðiat vera 

þíðingin hjá Þjóðólfi. Nú er þaö merkilegt, að undir orðinu 

b r j ó t a verður F. J. ósjálfrátt sú ósamkvœmni að taka h œ 1 s 

hlejpikjóll í þíðingunni 'skór', alveg eins og jeg geri ; hann 

, þíðir þar talsbáttinn á dönsku þannig : »bryde ris i (folks) s k o<L. 

SO 306 Eitfregnir. [Skirniri 

Þetta bendir til, að skíring mín muoi vera rjett, og jeg verö a&- 
i^egja það, eins og það er, að þegar jeg la& þessa skíring F. J., þi 
bað jeg guð að blessa hann firir ósamkvæmnina. £f vjer flettum- 
upp orðunum benlogi, njótr (með leiðrjettingunni aftast t 
bókinni) og v i n d r, munum vjer og finna talsverðan rugling í 
meðferðinni á firra helmingi 12. erindis í SelkoUuvísum EinarS' 
Gilssonar. Jeg skal ekki fjölirða um það, enn að eins taka fram, 
að jeg higg að vísan sje rjett upp tekin þannig: Benloga vind- 
ar (= sverðs vindar = orustu) Njótr (Óðinsheiti; b. v. N., 
mannkenning) sá er nærði allmarga sægs sindra 
brjóta (= sævarelds, guUs, brjóta; mk.), þá er sjúkir lágu^ 
lá þar þá njól. — Osamkvæmni virðist og koma fram í því,. 
að höf. heimfærir orðmindina þ u I u í Gróttasöng 3. erindi (Þ æ r 
þyt þulu þögnhorfinnar) undir nafnorðið þ u 1 a kvk. (sjá. 
þetta orð) enn undir þ y t r virðist hann taka hana sem sagnorðsmínd 
(3. pers. fleirt. þátíðar?), enn það sagnorð finst hvergi í bókinni 
(þetta hefur mag. Sigurður Guðmundsson bent mjer á). Annars 
finst mjer líklegt, að Kask hafi getið rjetl til, að hjer eigi að lesa: 
þœr þyt þutu. 

Annars munu þœr orðabækur vera fáar, sem ekki gera sig við- 
og við seka í þess háttar ósamkvæmni, og í þessari bók er það 
svo fátítt, að það rírir ekki verulega kosti bókarinnar. Hún mun 
um langan aldur reinast ómissandi bandbók firir hvern þann, sem 
fæst við íslenskan eða norrænan kveðskap. Enn hver sem notar 
hana verður líka að bafa við höndiua hið stóra skáldakvæðasafn,. 
eem F. J. hefur gefið út (Den norsk-islandske Skjaldedigtning),. 
því að í þá útgáfu vitnar bókin jafnan, þar sem ekki er um Eddu- 
kvæði að ræða. Við þetta einkaulega sparast svo roikið rúm, að 
Jjessi önnur útgáfa er rúmum fjórðungi stittri enn firsta útgáfan, 
og er þessi útgáfa þó talsvert efnisraeiri, því að við hana hefur 
verið tekið tillit til allmargra kvæða, sera ekki urðu notuð við- 
frumútgáfuna. 

í formálanum rekur F. J. stuttlega vísindaferil Sveinbjarnar 
Egilssonar, og fer um hann raörgum og maklegum lofsorðum, og- 
er sú rœktarsemi og virðing, seni hann síuir firirrennara sínum,.. 
honum sjalfum til hins mesta sóma. 

Bókin er kostuð af hinu konunglega norrœna Fornfræðafjelagi 
(eins og 1. útg.) með stirk úr Carlsbergssjóði. ÖII þrjú heftiui- 
kosta samtals 20 kr. 

B. M. Ó. Skirnir]. Ritfregnir. SOT- 

Knnt Líestðl : Norske trollvisor og norrene sogor. 

Kristiania 1915. Olaf Norlis forlag. 250 bls. 

DdDska þjóövísna-rannsóknin hefir lengi 8taði8 á háu stig^, 
en öðru niáli er að gegua um þessi vísindi í Svíþjóö og Noregi. 
Útgáfur eru flestar úreltar, ónákvœmar og ófullkoainar og komast 
ekki í hálfkvisti vi6 útgáfu þðirra Sv. Grundtvigs og Ax. Olriks 
(D a^n marks gamle Folkeviser), þó eru sumar undantekn* 
ingar eins og Gamle norske FolkevÍBer eftir Sophu& 
Bugge og Norske folkevisor fraa millomalderen 
ved Knut Liestöl og Moltke Moe. £ins hefir fátt veriö 
ritað um ssenskar og norskar þjóðvísur, annað en það sem finst i 
þjóðvísna útgáfu Grundtvigs, og þó eru einkum norsku þjóðvísurn- 
ar einkennilegar og frábrugðnar hinum dönsku. — £in oraökin til 
þessa er eflaust sú, að norskir málfrœðingar hafa hingað til mest- 
megnis hugsað um fornbókmentirnar, sem þeir skoða eða hafa 
skoðað sem sína eign. Hinsvegar hefir lengi staðið Dönum Ijöst, 
að þeir eigi ekkert í fornbókmentunum, og hafa þeir vegna 
þess 8nemma snúið sér að miðaldaritum sínum. Á seinni árum 
hafa Norðraenn orðið að játa, að fornbókmentirnar séu mestmegnis 
r i t a ð a r á íslandi, en samt séu þær norskar eða >norröne«, þ. 
e. vesturnorrænar, því íslendingar séu einskonar Norðmenn. £a 
þó vilja Norðmenu fegnir eigna sjálfum sér sem mest af fornbók- 
mentunum, og tóku þeir því fegins hendi við £ddukvæðunum, 
þegar próf. Fiunur Jónsson lysti þau flest norsk. Nú kemur maÖ- 
ur, sem leitast við að sjna fram á, að flestar fornaldarsögurnar séu 
norskar að uppruna og að til hafi verið fjöldinn allur af fornaldar- 
Bögubókum í Noregi, þótt nú aéu tyndar, með því að gagnrjna 
nokkrar þjóðvísur frá Þelamörku. 

Knut Liestöl hefir ritað bók sína á nýnorsku (norska lands- 
málinu), og stendur það eflaust í sambandi við áhuga hans á forn- 
öldinni og trú hans á samhenginu og samfellunni í andlegu lífi 
Norðmanna. £nda hefir hann sett sem einkunnarorð á bók sína 
ummæli þessi eftir Moltke Moe: »SaalAdes kommer folkedigtningen 
til at repræsentere og til at klarlœgge kontinuiteten i foIket» 
aand og i dets utviklingsgang. £ft3r syn og opfatning, efter byg- 
ning og indre forra, ofte ogsaa efter ytre fremstilling, knytter 
folkepoesien led til led i den lange lænke fra fædrene til vore 
dage«. 

í innganginum tekur höf. fram, hvað Þelamörk só auðug fó» 
hirzla, bæði hvað fornt mál, gömul munnmœli og gamla siði 

20* 308 Ritfregnir. [Skirnir. 

snertir. Þjóðvísurnar héSan hafi fornaldarblæ og svipi þeim oft og 
einatt til íslendingasagna. »Det er i alle maater det gamle 
kjempelivet Hom stig fram^. Móðir ívars Elisonar »dyl sin harm 
og tegjer, men glöymer inkje«, »hemntanken brenn i henne som 
ein still og heilag loge«. Og hann spyr : Er det ikkje ein 
litterær samanheng millom den gamle norröne 
bokheimen og folkevisone? Á þetta samhengi hafi þeg- 
ar þeir P. A. Munch, Jörgen Moe og M. B. Landstad bent, og 
síðar hafi S. Bugge og Moltke Moe fjallað um einstakar vísur, einn- 
ig Svend Grundtvig, er heldur, að þegar þjóðvísa og fornaldarsaga 
eru sama efnis, sé orsökin sú, að báðar eigi ætt sína að rekja til 
»fornkvæðÍ8«, C. Rosenberg í ^Nordboernes aandsliv^, sem heldur 
að þjóðvísurnar eigi œtt sína að rekja til sagna, og Axel Olrik, er 
aegir, að víkinga- og œvintýrasögurnar »danner grundstammen i 
Fœroernes og Telemarkens folkeviser«. En þó hafi rannsóknirnar 
verið um of á stangli og af handahófi. 

Höf. tekur nú til rannsóknar 6 þjóðvísur frá Þelamörku, og 
eru þœr allar líks efnis, um tröll og risa. 

Hin fyrsta er ^Aasmuad Frœgdegjœva« (nr. I í safni 
Landstads : Norske folkeviser), er segir frá, hvernig Asmundur fer í 
»Trollebotn« að sækja dóttur (Ólafs) konungs, er tröllin hafa rænt. 
Drepur hann gýgina Torgjer Hukebrur (Þorgerði Hölgabrúði). Líkt 
efni finnur höf. aftur í kvæðinu »Hugaball« og í ævintýrinu 
»Enkjesonen«, enn fremur í sögu Saxa um Torkel Adelfar 
og einkum í »Inntaki úr söguþætti af Asmundi flagðagæfu« í »l8- 
lenzk. þjóðs. og æf.« I, bls. 171 — 79. Er þessi söguþáttur bygður 
á rímum, sem eru nú týndar, að fáeinum ermdum undanteknum. 
Höf. ber allar sögur þessar saman og margar fleiri, og kemst aS 
þeirri niðurstöðu, að norska þjóðvísan sé bygð á kristniboðssögu, er 
hafi tekið atriði frá ýmsum sögnum ; setji hún viðburðina í sam- 
band við Ólaf helga, en mörg söguatriði séu tekin úr sögnum um 
ólaf Tryggvason, einstök atriði sóu tekin úr sögu Saxa um Torkel 
Adelfar og úr Geirröðar sögunni. — íslenzku rímurnar um Asm. fl. 
hafi veriB auknar með ævintjfra-inngangi og viðbót úr Völsaþætti, 
«n hvíli á sömu kristniboðssögunni og norska þjóðvísan. 

Steiafinn Fefinnsson, sem er til í mörgum uppritunum, 
tegir einnig frá ferð til trollaheimsins. Steinfinnur hefir mist tvœr 
systur sínar og fer upp á »Skomeheiar« að sækja þœr. Drepur 
hann tröllin með fágætum örvum; en þetta atriði er annars figætt 
— tröllin eru oftast drepin með sverði eöa klumbu — en kemur SkfrDÍr]. Ritfregnír. 80^ 

einnig fyrir í Ketils sögu hœngB, Gríms sögu loðinkinoa, Ans sögu 
bogsveigÍB og Órvarodds sögu. Heldur höf., aö Örvarodds saga hin 
eldri sé grundvöllur þjóövísunnar. Eigi sögnin utn Örvarodd ætt 
sína að rekja til Jaöars, sem og þeir próf. Finnur Jónsson og 
Mogk halda, en vísan sé ort í Þelamörku. 

Kappen Illugjen sé sama þjóðvÍ8a og »Kappin Illhugic 
frá Fœreyjum og »Hr. Hylleland henter sin Jcmfru« úr Danmörku. 
Kemst höf. að þeirri niðurstöðu, að hún standi í sambandi vi6 
fornaldarsöguna um IUuga Gríðarfóstra; sé jafnvel otðfærið í vís- 
unni náskylt orðfœri sögunnar, og sagan sé uppbaflegri, en norska 
vísan hafi haldið hinu upphaflega betur en hinar færeysku og 
dönsku uppritanir; tvær þessara siðustu séu þó af norskum 
uppruna. 

Ormaalen unge eigi kyn sitt aS rekja til Hervararsögu. 
Á Hervararsógu eru eihuig bygOar danska þjóðvísan Alv i 
Ödderskœr (líklega afbökun úr »öd i Alverskœr^) og hin fœr- 
eyska Arngrims synir, er hefir breyzt mikið frá þvi upphaf- 
lega. Gerir hún Hervík (þ. e. Hervöru) að dóttur Arngríms og 
systur Angantjs, og röð viðburðanna hefir verið umturnað o. fl. 
Norska þjóðvísan Ormaalen unge, sem einnig hefir fundíst ( 
Danmörku sem Orm ungersvend og í Svíþjóð sem r m 
ungersven, er líks efnis og Hervararsaga. Sama efuis er eínn- 
ig Orraars rímur, sem eru f jórar alls. Sophus Bugge hefir 
raniisakað samhengið í miUi sögunnar og þessara kvæða, og kemst 
að þeirri niðurstóðu, að eldri (nú tynd) mynd af Arngríms 
8 y D i r hafi verið búin til úr Hervarar-sögu, á þeasari tyndu, fœr> 
eysku þjóðvísu hafi verið bygÖ norsk Ormar-vísa (eldri, nú týnd), 
og til hennar eigi bæði Ormaalen unge (Otm ungersvend, Orm 
ungersven) o g hinar íiilenzku Ormars rímur kyn sitt að rekja 
£n Knut Liestöl kemst að annari niðurstöðu : Arngrímssynir 
sé búin til úr Hervararsögu og í raun og veru tvö kvæði sam* 
steypt, en aftur á móti béu hvorki norska þjóðv/san né íslenzku 
rímnrnHr riðnar við færeysk kvæði, heldur eigi þœr œtt sína aö 
rekja til tyndrar Ormars sögu, sem hafi verið búin til á grund- 
velli Hervararsögu með atriðum úr öðrum fornaldarsögum (EgiU 
8Ögu ok Asmundar og einkum Sturlaugs sögu starfsama), og hefir 
höf. sennilega hér á réttu >ið standa. Einnig heldur hann, að sag* 
þessi hafi verið til skráð. 

Raamund unge er bœði til í Noregi, Svíþjóð og Daa- 
möiku og eins er danska þjóðvísan Rigen Rambolt og A\* 310 Ritfregnir. [Skirnir. 

ler hin stœrke henni náskyld. Þegar B j ö r n e r hefir í 
iKámpadater^ haldið fram, að Ramunder (Raamund) væri hinn 
sami sem Hrómundur í »Hrómund8 sögu Greips8onar«. Hiö 
sama hafa Svend Grundtvig, Sophus Bugge og Kölbing séð. Ensk- 
ur vísindamaður, Le Roy Andrew, hefir haldið fram, að danska 
uppritunin, nefnd A só elzt, af henni sé komin önnur dönsk upp- 
ritun (B), af þessari norska uppritunin (C), og af benni aftur 
sœnska þjóðvísan (D). Hins vegar heldur höf. — í samkvæmni 
við Ax. Olrik — að norsk þjóðvísa hafi verið miUiliður beggja 
dönsku uppritanauna og sögunnar. Hina upphaflegu norsku þjóðvísu, 
sem sé beinh'nis ort upp úr sögunni, kallar hann x. Af henni sé 
komin danska uppritunin A og einnig önnur tjnd uppsteypa norsk, 
sem hann kallar y. og sera B, C og D eigi kyn sitt til að rekja. 

Iven Erningsson sé dæmi samblands þess af lUlendu og 
innlendu efni, sem er svo algengt 1 yngri íslenzkum ævintjrasög- 
um. Hún sé óvenjulega löng og þó vanti ýmislegt í hana, svipi 
henui einna mest til hinna löngu færeysku kvæða með efni úr 
œvintyrasögum og riddarasögum ; hafi hún og önnur þjóðvísa, 
Kvikjesprakk Hermodsson, upphaflega átt saman, og 
hafi þær verið tildrög til vísnaflokks i Noregi. — Höf. ber vísuna 
sarran við hina færeysku vísu Ivint Herintsson (einkum 
uppritunina A). Hafi annur þáttur, Kvikils bragð, sama 
innihald og Kvikjesprakk Hermodsson, og sé grundvöli- 
ur beggja þáttur Hrólfs sögu Gautrekssonar, eins á 
færeyska vísan, Finnur hin fríði, sama nppruna og sé ekkert 
annað en afbrigði af vísunni um Kvikjesprakk. Samhengið 
sé svo, að það hafi verið frumkvœði, beinlínis ort upp úr sögunni, 
úr því séu komnar »Finnur hin fríði« og önnur uppsteypa (y), 
sem Kvikjesprakk og Kvikilsbragð eigi kyn sitt til að 
rekja. — Fjórði og fimti þáttur fœreyska kvœðisins Galians 
táttur séu sama efnis og Iven Erningsson. Virðist hun 
vera- samsett af atriðum frá ymsum áttum. Bæði P. A. Munch, 
S. Bugge, Gustav Storm og Kölbing setja hana í samband við 
BÖgnina um Artus konung og riddara hans. En hér eru eiwnig at- 
riði úr Erex sögu, Parcevals sögu og fleiri. Ax. Olrik hefir bent 
á líkingu við fornfranska kvæðið um Galien, sem réttilepa eig 
heima í sagnaflokkinum um Karolingana. Knut Liestöl kemst að 
þeirri niðurstöðu, eins og Storra og Kölbing, að Iven Erningsson 
8Ó bygð á tjndri sögu ura Artusar-sagnirnar, því engin dœrai 
■ óu þess, aö norsk þjóðvísa sóbygðbeiulínisá Öklrnir]. RitfregnÍT. 811 

-fleirí Bögum. En þessi saga sé nppsteypa á rómantiskum 
grundvelli og búin til í Noregi. 

Nœati kapítulinn hjá Knut Liebtöl fjallar um söguatriöi í 
•tröllakvœðunum. Telur höf. fyrst upp /msar aðrar tröllavísur, sem 
þar til heyra, eins ymsar fornaldarsögur og íslenzkar sagnir og 
œ'íint/ri, þar sem þehsi atriði koma fyrir. Eru þessi atriði önnur 
eins og: ferðir til tröllaheimsins, ástir tröllkvenna og menskra 
manna, umskapaðar skessur, er giftast konungum o. s. frv. 011 
þessi atriði eru alstaðar svo h'k og svo sniðin, að höf. er sannfœrð- 
XLT uro, að hér sé b ó k 1 e g t samheugi á milli. 

Því nœst telur höf. upp aðrar þjóðvísur, sem eiga kyn sitt að 
rekja til sagna. Eru þœr tiltölulega fáar á íslandi — og trölJa- 
vísur eru hór engar — hafi rímurnar í flestum tilfellum bolað þeim 
frá. Á Fœreyjum er fjöldinn allur þjóðvísna, sem bygðar eru á 
flögum; í Noregi eru fáar, eem bygðar eru á Noregs konunga 
sögum eða Islendingasögum, en allmargar sem eru komnar frá 
'fornaldarsogum, riddarasögum og œvintýrasögum, og fer hann yfir 
nokkrar af þeim: Lindormen, Heming aa Harall 
kungjen, Roland aa Magnus kungjen, Dei tri 
^ i 1 k a a r i (bygð á Mágus sögu) og Asaliborgji (bygð á 
Ásvalds sögu). Sœnskar og danskar þjóövísur, sem bygðar eru á 
-sögum, eru aftur á móti afar fáar. 

í síðasta kapítulanum kemst þá höf. að þeirri niðurstcðu, að 
lieimili þjóðvísna þeirra, sem bygðar eru á sögum, só Noregur og 
Fœreyjar. Sumar þessar þjóðvísur hafa fundist á báðum stöðum, 
sumar að eins í Noregi, aðrar að eins í Fœreyjum. Heldur höf., 
að þjóðvísur þœr, sem Noregur og Fœreyjar eiga í sameiningu, séu 
af norskum uppruna. Yngri fœreyskar vísur hafi sem só ekki 
komið til Noregs, og það só ólíklegt, að vísur sem Fœreyjar og 
Danmörk — Svíþjóð eiga í sameiningu sóu komnar úi Færeyjum, 
þar sem samband landa þeirra hafi verið svo lítið. Sambandiö við 
Noreg er hins vegar miklu nánara. Líklegra só að Noregur só heimili 
þessara þjóðvísna (. . . dei allerfleste av dei eldre norsk-fœröyske 
visone som byggjer paa sogor, maa vera af norsk upphav). Nú 
heldur höf. fram, að þeasar sögur hafi verið norskar, enda eru aðrir 
TÍsindamenn á líkri skoðuu. Ax. Olrik segir (í Sakses oldh. I s 
13) : ^At den norröne fornaldarsagadigtning ikke er Islœndingenes 
sœreje, men at de kun har udformet den nœrmere og fort den i 
pennen«. Og Finnur Jónsson heldur, að til hafi verið í Noregi 
j^mundtlige uden tvivl fornaldarsaga-agtige traditioner«, en telur 812 Ritfregnir. [Skírnir.' 

það »fuldstœudig forfejlet, niir enkelte . . . mene, at en saadaa 
saga er nedakreven i Norge, fordi der deri findes norske a&gn<L 
(Lit.hist. II, s. 791 f.). Nú synir höf. fram á nieð góðura rökum, 
að fornaldarsögur þœr, sem norskar þjóðvísur eru bygðar á, hljóti 
að hafa verið skráðar. Hann sjnir fram á, að það hafi verið all- 
mörg sagna-handrit í Noregi á 14-. öld, en þau hafi verið ónjtt á 
siðskiftis-tímanum. Þetta getur vel verið, en þar sem höf. beldur 
fram, að allmargar sögur þessar hafi verið skráðar ÍNoregi- 
hefir hann samt ekkert annað við^ að styðjast en getgátur einar. 
Það virðist ekki h'klegt að sv& hafi verið, jafnvel þótt það sé ekki 
hægt að hrekja það. Staðhæfing þessi mun eflaust mæta mikilli 
mótspyrnu, ekki s/zt á íslandi. 

En hvernig sem nú stendnr á því, hefir höf. brugðið upp- 
nyju Ijósi um margt, sem þjóðvísurnar snertir og bonum hefir 
hepnast að skilja úr norsku þjóðvísurnar og að einstekja þær. 
Það sýnir sig — það vissu menn nú fyrir fram — að þjóðvísurnar 
norsku standa í nánara sambandi við fornbókmentirnar heldur en 
hinar dönsku og sænsku. 

Eókin kvað vera doktorsritgerð, og á Knut Liestöl að fuUa 
doktorsnafnbótina skilið. Öskandi væri þó að hann legði ekki alt 
of mikla áherzlu á andlega sambandið á miUi vesturnorrænu þjóð- 
anna, svo hann gleymi, að það hafi einníg verið samband milli allra 
þjóðanna á Norðurlöndum. Só það órótt »Aa skilja den norske og 
islendske traditionen og bokheimen so sterkt ifraa einanuan i alle 
tilfelle« er það einnig órétt að afmarka vesturnorræna mentalífið 
svo fortakslaust sem höf. virðist hneigður til. 
Reykjavík, 15. niara 1916. 

Holger Wiehe. 

Gnnnar Gnnnarsson : Livets Strand. Roman. Gyldendalske 
Boghandel. Nordisk Forlag 1915. 

Gunnar skáldsagnahöfundur befir þegar hlotið alleinróma 
viðurkenningu erlendis fyrir binar dansk-íslenzku skáldsögur sínar. 
Þegar eg kalla þær dansk-íslenzkar, þááeg ekki við það 
eitt, að þær eru skrifaðar á danska tungn, heldur og það, að þœr 
eru bæði bugsaðar á dönsku og mótaðar af dauskri hugarstefnu. 
Höfundurinn befir líka fyrst og fremst danska lesendur fyrir aug- 
um, menn, sem vegna ókunnugleikans á íslenzku lífi og lífernis- 
háttum hneykslast ekki vitund á því, þótt það, sem borið er á- -Skirnir]. Ritfregnir. 318 

borS fyrir þá, sé alt annað en sannarlega íttlenzkt. Þess vegna er 
afarhœtt við, a6 þær falli aldrei i eins góðan jarðveg hér hjá oss. 
Einmitt hið »íslenzka« í söguni Guiinars er það sem á vefHt við' 
088 úti hér. Vér höfum yfirleitt enn þá ekki lært að mœla gildi 
þesa, aem ritað er, á vog einnar saman stíUlistariiinHr, en ernm 
8V0 gamaldags að spyrja líka — og enda fyrst og fremst — um 
efnið sjálft, myndirnar úr lifinu, sem þar eru dregnar upp og lynd- 
iseinkunnir þeirra manna, sem þar eru látnir koma fram á sjónar- 
sviðið. Einnig er ohs gjarnt, þar sem í hlut eiga skáldsögur, sem- 
eiga að gerast með oss, að lita á hina staðarlegu umgerð sögunnar, 
umhverfið, og meta gildi söguunar meðfram eftir því, aðhve miklu leyti 
þetta kemur heim við hið rétta. En þetta hugsa margir skáld- 
sagnahöfundar siðari tima næsta lítið um. Þeir láta hugsjónina, 
sem fyrir þeim vakir, skapa umhverfið — ef þeir þá ekki beinlínis 
láta sér alveg standa á sama um það. 

Svo er að snmu leyti farið Gunnari Gunnarssyni. Fyrir hon- 
um er auðsjáanlega hugsjónin alt. Um virkileikann er miklu minna 
hirt. Enda þótt ekki sé heimtuð neiii Ijósmyndaruakvæmni af 
honum, verður því ekki neitað, að hann leyfir sér fmislegt það í 
binum dansk-íslenzku Ekáldsögum sínuro, sem kemur afuróþœgilega 
við tilfinningar islenzkra lesenda. 

Þegar eg fyrir nokkurum árnm las ^Ormarr Örlyg8Son«, þá leiö 
mér beint illa. Mér fanst sagan í heild sinni svo einstaklega ósönn og 
ósennileg, mennirnir flestir svo óeðlilegir og umhverfinu öllu rang- 
hvert. Og þegar eg svo ári síðar las ^Dönsku frúna frá HofÍ4[, 
varð eg að hafa mig allan við til að komast bókina á enda. Svo 
mikið fanst mér kveða að ónátti^ru þeirrar skáldsögu. Mér fanst 
blátt áfram, að eg hefði ekki í annað sinn séð syndgað öllu grimmi- 
legar á móti öllum virkileika. Og mór fanst það ófyrirgefanlegt aö 
leggja fram fyrir útlendinga, sem ekkert þekkja til Íslands, lýs- 
ingar, sem gæfu jafn ramskakkar hugmyndir um líf og hugsunar- 
hátt manna hér úti á íslandi og þessar lífslysingar höfundarins. 
En )^Eineygði Gestur^ sœtti mig afcur við höfundinn í bili. Það 
var svo margt yndislegt í þeirri frásögu, er knúði mig til þess að 
fyrirgefa höfundinnm þaö sem mér virtist hann hafa »mÍ8gert« í 
hinum fjrri sögum sínum. Meira að segja fanst mér þar brugðið 
nyju Ijósi yfir bœði »Ormar« og »FrúiiH«. Eg beið því með tala- 
veiði eftirvœntinjíu næstu söguiinar. Eu e<: get ekki að því gert: 
>Örninn ungi« bjó luér talsverð voiibri;:ði. Ekki það eitt, að mér 
virtist þessum Bioasta þætli i sogu Borgarœttarinnar gersamlega -314 Ritfregnir. [Skirnir' 

-ofaukið. Svo laglegur sem hanii var, þá fanst mér hálfgert mysu- 
-bragð að honum eftir annað eins góðvín og »Eineygða Ge8t«. 

Nú er komin ný skáldsaga eftir Gunnar Gunnarsson, talsvert 

•lengri en hinar eldri sögur hans. Því verður ekki neitað, að fram- 

•leiðslan er mikil. Höfundurinn hlýtur að vera óvenju mikill 

afkastamaður. En álitamál er það hvort framleiðslan er 

-ekki of ör. 

»Strönd lífsins« hefir Gunnar kallað þessa stœrstu frásögu 
vsína. Erlendis hefir hún fengið hinar beztu viðtökur meðal ritrýn- 
.enda. Eg legg nú annars ekki mikið upp úr gumi sumra erlendra 
ixitrýnenda. Margt og mikið af því, sem þeir Ijúka lofsorði á, finst 
mér ekki eiga neitt lofsorð skilið og sumt af þv/ naumast vera á 
borð berandi fyrir almenning, svo andstyggilega Ijótt sem það er. 

Eitthvað af því, sem eg las um skáldsögu þessa — það voru 
ösvikin lofsorð um söguna — vakti þó í sálu minni allmikla til- 
hlökkun til að kynnast heuni nánar. Eg gerði mér í hugarlund, 
að þar kœmi einhver »óður til Iíf8Íns«, sem yndi vœri að lesa og; 
wekti Ijúfar tilfinningar í sálu lesendans. 

En þar skjátlaðist mér meira en lítið. 

»Strönd Iífsins« er frá upphafi til enda einn hinn átakanleg- 
-asti »böl8yninnar boðskapur^, sem eg hefi lesið nú í mörg ár. Þar 
sér óvíða til sólar. Eða rétiara, sólin fær sjaldan að skína stucd- 
inni lengur fyrir dimmviðris-bólstrum lífsins. Hið góða, sem menn- 
irnir vilja, fær ekki að njóta sín fyrir mannvonzkunni í ömurlegustn 
.myndum. Ovœttir eða illvættir lífsins ganga hór ávalt sigrihrós- 
andi af hólmi. Hugsjónamennirnir, þeir sem eitthvað gott og gagn- 
legt vakir fyrir, verða að lúta í lægra haldi fyrir hinum, þjónum 
varmenskunnar. Hinir síðarnefndu halda velli, hinir fyrnefndu 
aunaðhvort deyja fyrir tímann eða verða vitskertir eða fara til 
Vesturheims, því hér heima snyst alt í móti þeim. Alt þetta 
verður skiljanlegt, er vér athugum hverja skoðun höfundurinn virÖ- 
tst hafa á lífinu. 

Lífið er »ekki annað en strönd, sem oss skolar upp á, — þar 
sem vór brjótum skip vor — hver á sinn hátt. Lífið leikur með 
oss eins og lymskufull aldan, það brosir við oss að eins til þess að 
ger& vonbrigðin — örvœntinguna — enn meiri eftir á«. 

Að VÍ8U leggur höfundurinn þessa lífslýsingu sturluðum manni 
á varir, en Öll sagan virðist bera með sór, að þetta sé líka skoðun 
Jiöfundarins á lífinu — sé sá »8annleikur«, sem »Strönd Iífsin8« er Skirnir]. Ritírefi^ÐÍr. 815 

^tlaS aö flytja lesendunum. Er hugBanleg öllu ömurlegri skoCun 
Á lífinu? VerSur yfir böfuð komist lengra í bölsyni? 

Prédikarinn í gamla testamentinu, sá böls/ninnar boCberi, verð- 
ur hreinn bjartsynismaður hjá þessu. Hann sá þó ávalt einn Ijós- 
an blett í tilverunni, svo fulla af hégóma og einberum hégóma, sem 
banu annara áleit hana vera. Þessi sólskinsblettur hjá Prédikar- 
anum gamla var sannur guðsótti, lifandi traust á guði. I »Strönd 
lífsins^ virðist jafnvel þessi sólskinsblettur lífsins vera látinn reyn- 
ast einber bégómi. Hin trúarstyrka höfuðpersóna sögunnar — 
síra Sturla Sveinsson — lendir um síðir í hreinni guðsafneitun. 
Traustið á guði, sem hann hefir lagt svo mikla áherzlu á í prédik- 
^n Binni og brynt svo fastlega fyrir sjálfum sér og öðrum, molast 
gundur, þegar mótlœtisstormarnir skella á. 

Þessi átakanlega bolsyni gerir manni blátt áfram erfitt að kom- 
ast gegnura soguna. Manni, sem lítur bjartari augum á lífið en 
faöfundurinn, verður lesturinn nærri því kvöl. Honum finst hér 
komið út í óþolandi öfgar og myndin öll, sem hér er dregin upp, 
vera ósönn og fjarri virkileikanum. Aðrar eins mannfylur og þar 
eru sýndar, kannast hann ekki við að bafa rekið sig á, sízt jafn 
raargar og hér, samankomnar í nokkuru íslenzku kauptúni. Jafn- 
gerspiltur hugsunarháttur og t. a. m. skíii fram af tali fiskverk- 
unaikvennanna, er naumast til bja íslenzku alþýðufólki, og óþokk- 
ar eins og Tbordersen faktor, og enda lœknirinn, eru seni betur fer 
■ekki á hverju strái. Höfundurinn hefir bersynilega gert sér alt far 
um, að gera prestinn, höfuðpersóiiu sögunnar, svo úr garði, að 
■faann vinni samúð lesendanna. Og það hefir bonum tekist. En 
-ekki á sú persóna raikið skylt við virkileikann. Hann minnir að 
-«umu leyti á prestinn Storm hjá Hall Ciine. Finnur á Vaði er 
aftur miklu íslenzkari í búð og hár. 

Og þó er saga þessi, þrátt fyrir alla sína bólsyoi og þrátt 
fyrir allar syndirnar á móti virkileikanum, prýðilega sögð. Það dylst 
ekki eitt augnablik, að Gunnar Gunnarsson er skáld, sem mikils 
má vænta af. En hann vitðist af langri dvöl erlendis, vera orðinn 
of ókunnugur lífi og bugsunarbœtti manna hér á landi til þess að geta 
gefið sannar lýsingar á þvi. Utlendingum, sem ekkert þekkja til, má 
að VÍ8U alt bjóða, sé að öðru ieyti vel frá því gengið, en löndum 
höfundarins getur ekki á sama staðið um það, hvort útlendingar fá 
réttar eða rangar bugmyndir um lífið, sem hér et lifað. Og þðim 
œtti ekki að vera það láandi. 

J. H. 316 Ritfregnir. [Skirnir, 

Signrðar Þórólfsðon : Á öðrom hiiöttoni. Kvík 1916, VI 
+ 110 8., 4to. 

Það mun tæplega ofmœlt, aS engÍD grein náttúruviMÍndanna er 
jafn háleit og um leið jafn erfiö viðfangs til rannsókna, og stjörnu- 
frœðin, og engin heldur eins seiðandi og lokkaudi út á hinar tak- 
markalausu og hálu brautir ímyndunaraflsins og hún. Þetta afl 
stjórnufrœðinnar munu flestir, bæði lœrðir og leikir, jafnvel þeir, 
sem aldrei ainiars veita náttúrunni í kringum sig neina athjgli, 
verða varir við, þegar þeir á heiðskíru, tunglslausu vetrarkveldi 
horfa á alstirndan himiniim, vitandi, að hver einn af hinum ótölu- 
lega grúa af tindrandi Ijósdeplum, sem hann sér, er regluleg sól, 
l^eins og sú sem skín næst oss« (svo að eg taki mér otð gamla 
Balle í munn), og að þessar sólir eru dreifðar út um geim, secD 
enginn maður veit nein takmörk á. Það mun varla fara hjá því, 
að mennirnir, jafnvel »ofurmennin«, finni þá til smæðar sjálfra sín 
og alls þess, sem jarðneskt er. 

Af þessum ástæðum er það líklega, að í fáum vísindagreinum 
hefir meira verið ritað fyrir alþjðu, en einmitt í stjörnufræðinni ; 
en því miður hefir íslenzk alþjða farið mjög varhluta af því á 
sínu eiginmáli, eins og í flestum öðrum frœðigreinum, og þekking 
hennar á stjörnunum eflaust hnignað mikið á siðari árum, síðan 
klukkurnar komu á hvert heimili og í hvern vasa, svo að segja. 
Við höfum heldur ekki haft mörgum mönnum á að skipa til þeirra 
hluta, þar sem enginn íslendingur hefir hingað til getað gefið sig 
«llan við stjörnufræði. 

Úr þessu hefir höfundur viljað bœta með útgáfu þessa bœk- 
lings, sem nefndur er hér að framan. Hann er orðinn til úr fyrir- 
lestrum, aem hann flutti fyrir nemendum Lyðháskólans á Hvítár- 
bakka. A rúmum hundrað síðum segir höfundur sögu stjörnu- 
fræðinnar frá elztu tímum, gefur bugmynd um hreyfingar himin- 
tunglanna, Ivsir sólu og tungli, reikistjörnum og öðru því, er 
sveimar í kringum sól vora, bregður sór svo til fjarlægari sólkerfa 
(sólstjarna eða fastastjarna), og tekur svo til íhugunar líf og lífs- 
skilyrði á öðrum hnöttum (en jörðunni). Loks stígur hann »niður4[ 
á jörðina aftur og gerir grein fyrir hreyfingum hennar og tíma- 
talinu. 

Meira en þetta er varla að ætlast til, að tekið sé til meðferðar 
í jafnlitlu riti, og verður þó að segja, að höfundi hafi yfirleitt tek- 
ist vel meðferðin á jafn margbrotnu og erfiðu efni, og er það því 
virðingarverðara, sem hann má teljast leikmaður í þessari ment, Skirnir]. Ritfregnir. 817 

og vantar því bina nauösynlegu undirstööu sérfrœðingsins : víðtœka 
þekkingu í stœrðfrœði, mœlingafrœSi, eðlisfrœði og efnafrœði. Þetta 
kemur og stundum í Ijós hjá honum. Stjörnufrœðingur hefði t. d. 
varla slept þriðju setningunni í Keplers lögum, sökum þess, að 
hann teldi of erfitt að skjra hana fyrir alþjðumanni, úr því að 
hinar setningarnar voru teknar. 

Sumstaðar veldur málið höfundi nokkurum erfiðleikum á Ijósri 
framsetningu, og er það vorkunn, því að lítið hefir verið ritað á 
íslenzku í þessum frœðum. Þannig talar hann um (bls. 38) ósy ni- 
lega rauða og fjólubláa liti, þar sem átt er við últra rauða og 
fjólubláa. £g t«l œskilegt, að hin útlendu (alm. vísindalegu) frœði- 
orð hefðu verið sett í sviga fyrir aftan íslenzku orðin, ekki eízt 
Bökum þess, að sum þeirra hafa enn eigi fengið fulla festu í mál- 
inu, eða eru lítt kunn. 

Heldur kysi eg að kvaðrattölur vœru nefndar tvíveldistölur en 
fertölur (bœði orðin eru í Jónasar orðabók), ef annars er amast við 
orðinu kvaðrat, það er að vísu í samrœmi við »ferfet« og >fer- 
metri<;, en þau orð hafa því miður verið löguð eftir hinum rótt 
liugsuðu samsetningum : ferfœtla, ferskeytla, ferflötungur, ferhyrn- 
ingur o. 8. frv., en eru stytting úr lengri orðum. 

Óþarfa tel eg það, að setja gœsarlappir á Kelvin lávarð; hann 
>mun, sem vísindamaður, óefað geta staðið á eiginfótum. 

Af villum vil eg benda á, að höf. segir, að innra tungl Marz 
gangi :^öfugt« (rangsœlis (retrograd) vildi eg heldur segja) við rétta 
hnattgöngu; það gengur harðar í kringum Marz, en hann snyst um 
möndul sinn og kemur því upp í vestri og rennur í austri, o: 
hreyfing sú, sem það œtti að virðast gera sökum dagsnúnings plánet- 
unuar, hefir ekki víð hinni. 

Myndin af tunglinu (bls. 43) er á bliðinni, o: skautin eru til 
hliða i staðinn fyrir upp og niður. 

Annars var það aðaltilgangur minn með Hnum þessum, að 
benda mönnum á kver þetta sem stuttan og handhœgan leiðarvísi 
í því að afla sér þekkingar á stjörnunum og skoðunum vísinda- 
manna á þeim, einkum á síðustu tímum, siðan að eðlisfrœðin, efna- 
frœðin og Ijósmyndalistin gengu í þjónustu stjörnufrœðinnar og 
vona, að hann geti orðið mörgum að góðu liði. 

B. Sœm. 818 Ritfregnir. [Skirnir.. 

Tölf sögur eftir Gnðmnnd FriðjónssoD. Reykjavík, 1915.. 
186 bls. 

Ætti eg að svara þeirri spurningu, hvað það vœri í þjóðlífii 
íslendinga nú á dögum, sem eg í einu áliti sérkennilegast fyrir þár 
og lærdómsríkast fyrir aörar þjóðir, mundi eg í fljótu bragði ekki' 
geta fundið annað svar en: alþyðumenningin þingeyaka. 
Það er trúa mín, að þeir komi tímarnir, að erlendir mentafrömuðir 
og uppeldisfræðingar læri íslenzku og fari beim, eiiigöngu til þess 
að kynna sér þessa merkilegu menningu, þar sem hver er sinn' 
eigin kennari. Alþyðumentunin er enn þá alstaðar á tilraunastig- 
inu, og árangur skólalærdómsins er fjölda manna ábyggjuefni. Það- 
væri li'ka æskilegt, að útlendingar vildu hjálpa Isleudingum sjálfum* 
til þes3 að sjá, um bve eftirtektaverða tilraun hór er að ræða. Mér 
finst undarlegt, að enginn befir stungið upp á að stofnar 
lyðskóla í miðri Þingeyjarsyslu, þar sem œskumenn hvaðanœfa af 
landinu gætu kynst heimilismentun syslubúa. £n menn sjá oft- 
sízt það sem næst þeim er, og íslendingum er of tamt að leita a5> 
agnúunum, í stað þess að reyna fyrst að skilja það, sem frumlegt 
et og sórstakt, og meta gildi þess. Þingeyingum er fundið það til'- 
foráttu, að þeir séu ailir í tómum skáldskap og vanræki aðra þætti' 
menningarinnar — og að mentun þeirra só að miklu leyti erlent 
brotasilfur, sem ekki eigi heima á íslandi. En lítið er nú satt í- 
þessu. Skáldin þingeysku eru sögð góðir búhöldar — og það eru 
þingeyskir bændur, sem stjórna Tímariti kaupfélaganna og binu 
nyja fólagsmálatímariti Rótti. Auðvitað mætti segja um fyrsta^ 
heftið, sem út er komið af því riti, að þar kenni meira erlends' 
bókvits en ísleuzkrar reynslu. En það á þroskann fram undan, og 
mór kœmi ekki á óvart, þó að fólagsfræðingarnir þingeysku þroskuð" 
ust á líkan hátt og skáldin, sem hafa stutt sig við útlenda höfunda, 
meðan þeir voru að finna sjálfa sig. Þorgils gjallandi byrjaði á 
sögunni »Gamalt og nýtt«, þar sem úir og grúir af erlendum bóka- 
titlum og dönskuslettum, en hann endaði á Dyrasögunum, sem eru 
skrifaðar út úr hjarta íslenzkra dalabúa og á hreinu og þróttmiklui 
máli. Og Guðmundur Friðjónsson tugði þaö á gelgjuskeiði sínu 
upp eftir einhverjum útlendingi (eða kannske ekki nema eftir Jóni 
Olafssyni), að skáldskapurinn vœri ekkert nema form — og syndg- 
aði um hríð eftir þessu lögmáli. En hann er kominn langt 
frá því nú. Þessar sögur eru ekki skrifaðar til þess eins að dilla 
fegurðartilfinning manna og skemta með fögrum orðum. Sama 
lífsskoðunin er þar alls staðar í baksýn og kemur víða berlega fram^. l Skirnir]. Ritfi'egDÍr. 319 

svo aO höfundurinn talar beiut til lesandans. Og sú Wfsskoðun er 
ekki sótt í erlendar bœkur, heldur lœrO i íslenzkum reynsluskóla. 
Þess vegna veröa algengar lífsreglur — að knnna sér bóf og sníða 
stakkiun eftir ve.\ti, aÖ rauna að lífið er aWara og ekki leikur, aS 
beita skynsamlegri hörku við sjálfan sig — nyjar í munni hans. 
Síðustu blaðsíðurnar af »Hetjan horfna^ eru ekkert annað f>n ver^ 
aldlegur Jónsbókarlestur, en þar er varla nokkur setning, sem 
missir marks. Ber er líka umbótastefnan í kaflanum um hjóna- 
efnin tvenn (bls. 132 — 33), þar sem önnur draga sig saman í rökkr- 
inu, hugsa saman og vinna saman, svo að tilhugalífið verður eins 
Og búskapur og hjónabandið eins og tilhugalíf — , en hin finnast 
um helgar og eru í háa lofti, þangað til hjónabandið kennir þeim, 
að lifiö er bláköld alvara og engiun leikur. Þessi hugsun er marg- 
sögð, en hún er hér gerhugsuð á íslenzku og varla betur sögð á 
öðru máli. Prestarnir á íslandi gerðu gott verk, ef þeir vildu 
velja þennan kafla fyrir rœðutexta einu sinni á hverjum tveimur 
misserum. 

Varla fer hjá því, að lesandinn Uti stundum öðrum augum á 
efnið en höfundurinn. í sögunni »Vegamót« hlytur nokkuð af sam- 
úðinni að fylgja »útlendingnum«, búfrœðíngnum unga, sem leggur 
út í ófœruna og hrapar ofan í Svörtuskál. Þessi maður teflir djarft, 
og sá er ekki tómur uppskafningur, seni leggur 'ífið undir; í hon- 
um er sama efnið og hetjur eru gerðar úr. Og í sögunni >Utan 
og innan við 8áluhliðið« þykir mór höfundur líta óþarflega vand- 
lœtingasömu hornauga til hjónaefnauna, sem stikla á leiðunum í 
kirkjugarðinum, full af ungri hamingju og án þess að hugsa um 
hin döpru forlög, sem hafa endað undir torfunum. Því að þessr 
bölgleymska mannanna er eitt af kífsskilyrðum þeirra og hefir aldrei 
átt meiri þakkir skilið en nú á styrjaldartímunum. En þó er þetta 
ekki svo að skilja, að Guðmundur hafi misskilið hlutverk sitt í 
þesaari sögu. Bölgleymskan getur orðið að kœruleysi um t-orgir 
annara, og gegn því kœruleysi, sem oft kemur af sljófu ímyndun- 
arafli, eiga skáldin að vega. Og það er vel gert í sögunni af 
hjónunum í Hlíð, sem eru að fara með barnið sitt til greftrunar. 
Við þá sögu mun margur vikna, þótt hann annars sé engin beygja. 
Og svo fléttar höfundurinn inn í þessa sögu stuttum þáttum um 
annað fólk og aðrar sorgir, sem búa þar undir nyuppgerCum leið- 
um. — £nn þá man fólk þá, og þó ekki nema aðaldrœttina, einu 
aÍDni voru þœr sorgir þó jafnnyjar og sárar og harmur Hlíðarhjón- 
anoa nú. Hanu á fyrir höudum að fölna og gleymast síðan — og 320 Ritfregnir. [Skímir. 

alt aS hverfa innaii um ókend leiði og týndar sorgir — . Me8 
þessu móti víkkar höfundur efniö í heodi sér og knýr lesandann 
til að litast um. Hér eru þá »útúrdúrarnir4[ kostur, en ekki galli, 
nema hvað þykkjunni til hjónaefnanna er ofaukið. En annarstaðar 
kemur fyrir, að sögurnar ná miður tilgangi sínum, t. d. Vofan, af 
því að heildin er of laus og stefnan reikul. 

Guðmundur hefir nú sjálfur skrifað fróðlega og skjrandi grein 
um BOgur þessar og varið sig þar gegn ýmsum tilgátum og að- 
finslum. Þar kemur umbótastefna hans berlega fram í þessum 
línum: »í>œr (o: sögurnar) eru um málefni, en ekki menn, eða 
áttu að vera«. En þar verð eg að taka málstað skáldsins í hellis- 
skútanum á Sandi gegn bóndanum við heygarðshornið. Sögur þess- 
ar eru tvíhliða, eins og mestallur góður skáidskapur, þær eru ekki 
einungis ritaðar í þesaum tilgangi, heldur Jika af ósjálfráðri þrá til 
að skapa, þær eru ekki einungis almennar, heldur líka sérstakar, 
ekki einungis um málefni, heldur líka menn. Því fer svo fjarri, 
að siðastefna Guðmundur hafi spilt list hans, að mannl/singar hans 
hafa aldrei verið auðugri og sk jrari en hér og stíll hans aldrei 
smekkvísari og þróttmeiri. Margar óþarfa umbúðir. orðskrúð og 
málalengingar, náttúrulýsingar, sem ekkert koma efninu við, hug- 
leiðingar út í bláinn o. s. frv., falla eins og visin blöð utan af 
skáldriti, þegar höfundurinn v i 11 eitthvað og ekki skrifar til þess 
eins að skrifa. Lífsgildið og listgildið eiga þar algerlega samleið. 

Guðmundur segir í grein sinni, sem um er getið, m. a,: »Eg 
I hefí verið göngumaður milli útgefenda og komist stundum ekki inn 
úr dyrunum — eða þá eftir langa bið«. Þ3tta er enginn barlómur, 
þó að höf. só búmaður. Mér er kunnugt um, að íslenzku bóksalarnir 
hafa verið f i m m ár að hugsa sig um, hvort þeir œttu að gefa 
sögur þessar út. Frá höfundar hendi voru þær fuUgerðar vetur- 
inn 1909 — 10, Slík eru kjör eins af allra helztu rithöfundum ís- 
lendinga á 20. öld eftir Krists burð. 

Ef þessar sögur hefðu verið 1000 krónur i peningura, sem 
hefðu legið óhreyfðar á kistubotni í fimm ár, eða áveituskurður, 
sem vatninu hefði verið veitt í jafnmörgum árum eftir að hann 
hefði verðið fullgerður, þá hefði verið hœgt að gera nákvæma grein 
fyrir verðfalli og vaxtatapi. Hagfrœðin okkar er þetta langt á veg 
komin. En hver viU nú reikna út, hvað bóksalarnir hafa haft af 
íslenzkri menningu með því að kviksetja sögurnar þær arna í fimm 
ár? Það mun veröa bið á nákvæmu svari. Synir þetta eins og 
fleira, hve skamt mannkynið er enn á veg komið. Menn vita, aS l •Sklrnir]. Eitfregnir. 821 

itil eru andleg verCgildi, en mat þeirra er alt á reiki og enginn 
vísindalegur grundvöllur uudir því, Vi8 Tslendingar erum þar á 

• ofan eftirbátar margra annara í þessu tilliti, þó a6 við höfum illa 
efui á þvt. Og þarna er nú áþreifanlegt og einfalt dœmi til 

.ihugunar. 

Signrðnr Nordal. Ágúst H. Bjarnason, prófessor, dr. phil.: Dranma-Jói. Sann- 
ar sagnir af Jóhannesi Jónssyni frá Árseli, tilraunir o. fl. Reykja- 
'VÍk 1915. 

Öllum íslendingum, þeim er láta sér ant um rannsókn dular- 
fuUra fyrirbrigða, hljtur þessi bók aö vera kœrkomin. Hún er 
•um raann noröur í Norður-Þingeyjarsýslu, sem virðist stundum í 
Bvefni: 1) sjá aftur í tímann, atburði, sem hann getur ekki hafa 
vitað neitt um ; 2) sjá það, sem er, eða er að gerast í f jarvist hans, 
meðan hann sefur; 3) heyra álengdar og lengra en venjuleg heyrn 
nœr; 4) sjá atvik, sem eí-u ekki komin fram, þegar hann sór þau. 
Frá þessu er akyrt með nákvæmni og vandvirkni manns, sem bœði 
hefir mikla vísindalega mentun, og líka lagt verulega alúð við 
að fá að vita, hvað satt sé í sögunum. 

Rétt tii dæmis skal hér sjht ágrip höf. sjálfs af einni sögunni 
(bls. 55): »Jói sór skepnur, sem enginn veit um, á stöðum, sem 
hann sjálfur hefir aldrei komið á, og sér meira aö segja markið á 
kindnnum. Þegar hann er spurður aftur, lysir hann staðnum, þar 
sem honum syndust kindurnar vera, hvo nákvœmlega, að maður 
gengur að þeim og finnur rœksnin af þeim^. 

Árangurinn af raiinsóknum bíuum telur höf. þennan (bls. 177): 
»af þeim 37 sögum, sem hór eru skráðar, hafa mér talJst 13 vera 
nokkurn veginn fullgildar sannanir fyrir fjarvísi Jóa, en 15 hafa 
veiklað sönnunargildi ; 3 syna, að Jóa hefir getað skjátlast og 6 
verða að teljaat óstaðfestar. Þar sem ná 28 sögur af 37 bera að 
meira eða minna leyti vott um fjarvísi Jóa, virðist vera óhætt aS 
álykta, að Jói hafi haft þessa gáfu til að bera«. Eg hygg, að allir 
lileypidómalausir lesendur bókarinnar muni verða höf. sammála um 
þá ályktun. 

En þó að mór þyki Drauma-Jói ágœt bók, er eitt atriði 
þar, sem eg er höf. alveg ósammála um. Og um það efni, 
geri eg mór í hugarlund, að eg geti talað af eins mikilli þekkingu 
eins og aörir menn hér á landi. Á einum stað, þar sem höf. er 

21 322 Ritfregnir. [Skimir^ 

að tala um örðugleikana við að skyra fjarvísigáfuna, kemst hann' 
Bvo að orði: ^Andatrúarmenn eru nú raunar ekki lengi að sk/ra 
þetta frekar en annað með þeirri allsherjar-ak/ringu sinni, að slík 
vitneskja stafi þá af »hugsanafhitningí« frá sálum framliðinna<[. 

Eg veit reyndar ekki, við hvaða menn höf. á með nrðinu 
»andatrúarmenn4í. En eg held, að hverja merkingu sem hann legg- 
ur í það, séu ummælin röug. Ef höf. á við þá alla, sem hafa orðið 
sannfærðir um það, að unt sé að ná sambandi við framliðna menn ; 
þá lenda í þeim hópi aðwr eins menn og prófessorarnir W. F. 
Barrett og Sir Oliver Lodge. Engum orðum þarf að því að eyða, 
að peir halda ekki fram neinni slíkri »allsherjar-skýringu«. En þó 
að höf. eigi við, til dæmia að taka, þá meun, sem standa að aðal- 
málgagni spíritista á Englandi, vikublaðinu L i g h t, þá eru um- 
mælin jafnfráleit. 

Sannleikurinn er að öðru leytinu sá, að enginn spíritisti, sem 
nokkurt mark er tekið á — og eg hytfg helzt alls enginn spíritisti 
— mundi setja fjarvísigáfu Drauma-Jóa í neitt samband við hugs- 
anaflutning frá sálum framliðinna manna — og að hinu leytinu sá, 
að spíritistar eru í flokki þeirra manna, sem gera mest úr þeim 
dularhæfileikum, sem með mönnunum búa. Mörgum þeirra eru 
þessir hæfileikar, sem svo lítið fá notið sín í þessu lífi, ein af Ijós- 
ustu bendingunum um, að menuirnir eigi annað tilverustig í vœndum. 

En hafi höf. hvorki átt við sálarrannsóknarmennina, eins og 
Barrett og Lodge, nó heldur við spíritista, þá veit eg ekki, vi5 
hverja orðið »andatrúarraenn« á. 

Það er mikið gleðiefni, að prófessorinn í heimspeki hér við háskól- 
ann hefir fengið áhuga á rannsókn dularfullra fyrirbrigða, ekki sízt 
þar sem hann er jafn-snjall rithöfundur eina og Ágúst H. Bjarna— 
Hon er. Hann hefir áður (í Andvara) lagt góðan skerf til frœðsl- 
unnar um það, að manngerfinga-fyrirbrigðin gerist í raun og veru. 
Með þessari bók hefir hann sannað fjarvísigáfuna hór á laudi. 
Óskandi vœri, að hann sæi sór fœrt að gera fleirum svonefndum 
dularfullum fyrirbrigðum sömu skil. Hvað sem menn kann að 
greina á um, hvaðan sum þeirra stafa. þá er ekki sjáanlegt a5~^ 
nokkur maður sé neinu bættari fyrir þann hugarburð vanþekking- 
arinnar, að þau séu ekkert annað en hindurvitni. 

Einar Hjörleifsson. Skirnir.] Ritfregnir. 82ft 

Einar UjörleÍfHSOo : Sálin vaknar. Þáttur úr sögu œsku- 
maans. Reykjavík MCMXVI. Þorsteinn Gíslason. 

Þar hefir Einar Hjörleifsson gefið bókmentum vorum góða bók. 

Góða bók kalla eg ekki neinn ábæti, sem menn gæða góm sín" 
um á eftir marga rétti matar og engin nœring er /, eins og sumar 
smásögur, er tímarit okkar og Uöð hæla hvert í kapp við annað, 
af þvi að sagt er frá efnisleysu þeirra eftir lögum góðrar frásogu- 
liatar Slíkt getur ekki bjargað frá eilífri útskúfun. Hjartað er 
meira virði en formið. Hugsjónatómar Ijsingar, vilja og hitalausar, 
lúka ekki einar upp hliðum Paradisar fyrir skáldum og skáldritum, 
þótt þœr beri vitni aálarglöggleiks og nákvœmrar eftirtektar. 
Merkisbœkur verða ekki taldar aðrar en þær^ sem sprottnar eru af 
andagift og samúð, hugsjónum eða vilja. Hér er eingöngu átt við 
skáldrit, eina og menn sjá. Mjög skiljandi samúð, hagar skapara- 
hendur og skáldleg eftirhermulist, sem nœr orðalagi hverrar talandi 
mannveru, karla og kvenna, œðri og óæðri nú orðið, einkenna seinustu 
skáldxögu Einars HjörleifHSonar og veita henni verðmæti. 

»SáIin vaknar« er Reykjavíkursaga. Höfuðhetjan er blaða- 
maður, eins og i »Syndum annara<(. Er það ekki óeðlilegt, að 
blaðamenskan veiði jafngömlum blaðamanni og ritstjóra og skáld- 
inu drjúgt yrkisefni. Og hún er nútíðarsaga svo mikil, að 
þar verður ekki komizt feti framar. Dularfull fyrirbrigði eru þar leidd 
inn í kórinn í kirkju bókmenta vorra. Dagblöðin, smábörn menn- 
ingar vorrar, koma þar öllu af stað. Og vér minnumst við lestur- 
inn lungnabólgunnar, er gekk hór fyrir tveimur árum og varð 
roörgum manni að bana. Og ef því er bætt við, að ytra efni sög- 
unnar er m o r ð og afskifti ungs ritstjóra af því, þá sjá menn 
óðara, að ekki þttrf lengi að leita viðburðarins, er orðið hefir smíða- 
efni skáldsins. »SáIin vaknar^ segir því frá fágœtum atburði vor 
á meðal, segir frá undantekning. Hún er að ekki litlu leyti 
saga undantekninga. Það verður að teljast til þeirra, á hvern hátt 
morðið kemst upp, áhrif þess á hugarfar ritstjórans, sinnaskiftin 
BÖmuleiðis, svo skyndilega sem þau gerast. En söguhetjurnar eru 
að mestu almennrar tegundar, vér höfum bæði heyrt til þeirra og 
séð, könnumst við hugsunarhátt þeirra, tilfinningar og tal. Þœr 
eru smíðaðar úr sama efni og vér eða förunautar vorir á lífsleiðinni. 

»Sálin vaknar« minnir mig á tvo vegu á sumar beztu fom- 
sögur vorar, bæði í sk/ringum eða rökstuðningu á athöfnum og 
breytni sögumanna og í efnisskipun. Það hefir verið sagt um 
Njálu, að höfundur hennar hafi haft, að kalla, seinustu línuna í 

21* 324 Eitfregnir. [Skirnir. 

fauga, er hAon reit hina fyrstu. Á líkan hátt má segja um þessa 
njjustu góðbók íslenzkra bókmenta, að skáldið hafi haft seinasta 
•kapítulann í huga, er hann reit hiuu fyrsta. 011 efnisskipunin 
virðist gerð með rajög íhuguðu ráði. I rauninni eru efni bókar- 
innar tvö, morðið og raunasaga morðingjans og endurfæðing eða 
.hugarfarsskifti ritstjórans, og þau eru tvinnuð mjög fast og eðli- 
lega saman. En aðalefnið^ siðþroskasaga Eggerts, felst í fyrsta 
kapítula, sagan er eins og uudin út úr fyrsta þættinum. Meginefni 
•bókarinnar er sem runnur, er sprettur upp af þeirri rót. Þar ber 
ummyndunina á góma, sera varð ritstjóranum unga næsta afdrifa- 
mikil, og þar sjást tveir höfuðstrengir skapferlis hans, sem brátt 
•mun sýnt, Skýringin (motivering) í þessari sögu minnir og að 
nokkru leyti á skyringar fornsagna vorra. Fornsögur vorar 
rökstyðja ráðlag, athafnir og örlög á tvennan hátt: á eðlilega vísu, 
með skapferli persónanna og sambandi þeirra við samtíðarmenn 
8Ína, siðalög og ríkislög, og á yfirnáttúrlega vísu, með örlögunum. Þaö 
er feigðin, forlögin, sem valda því, að Njáll ræður sonum sínum að 
fara inn, er FIosi kom brennunóttina að Bergþórshvoli. I þessari 
bók virðast mér skyringarnar líka tvenns konar, tvöfaldar, aðrar 
eðlilegar, hinar dularfullar. DularfuIIu fyrirbrigðin eru komin í 
stað örlaganna. 

Innra meginefni sögunnar er það, að ungur ritstjóri vaknar 
allt í einu af svefni hugsar- og hirðuleysis um tilfinningar annarra 
manna, vaknar »á snöggu augabragði<( með miklum andfælum til 
æðra lífs. Mörgura lesendura þykir víst, að minsta kosti í fyrstu, 
svo mikil skapskifti gerast raeð skjótura hætti. Mannlegt hugar- 
far þroskast og breytist hœgt og seinan, eins og líkaminn, en 
ekkert í bug vorura vex þó eins draugslega seint og siðlegur þroski. 
' »MikiIvægustu atburðir og byltingar«, segir þyzkur heiraspekingur, 
»koraa ekki inn ura framdyrnar með lúðraþyt og burabuslœtti, 
heldur fara þær hægt og hljóðlega inn ura bakdyrnar«. Er þetta 
l)œði talað af andagift og djúpviturlega hugsað, og á hvergi betur 
heima en um siðferðisþroska og byltingar í þeim efnum. Það 
reynist víst langoftast svo, að stórvægileg ytri atvik breyta innra 
manninum ekki ykjaraikið. Hór í akáldadraumura Einars Hjörleifs- 
sonar gerist stórkostleg siðferðisbreyting í skapi aðalraanns sögunn- 
ar, og það Á örstuttri stund. íslenzkir ritdómarar lúka oft miklu 
lofsorði á skáldsögur, þar sem persónurnar eru sjálfum sór sam- 
kvæmar, sem þeir kalla það, eins og vór menskir menn, veikir og 
breyskir, sem feykjurast oftast eins og strá fyrir vindi, sóum sjálf- Skirnir.] Ritfregnir. 

um 0S8 samicvœmir! Eggert er ajálfum sér svo ósamkvœmur Rem 
verða má ( ráölagi og breytni. Ætla mœtti því, a8 aðalperbóna 
eögunnar sé stórbrot gegn ísleozkum ritdómaraboðorðum og list- 
kreddum. Spuruingiu er nú, hvort þessi bylting í huga Eggerts 
sé eðlileg, svona hljóti hann aC breytast. Er það ekki Htil skáld- 
raun að ganga vel frá slíku, að rökstyðja svo skjót skapskifti. Og 
þaÖ er ekki heldur auðskorið úr, bvort skyringin nœgi. Það vant- 
ar góð mælinKatæki á' þeim slóðum. Lífinu hugkvœmist sjálfu furða- 
margt. En skylda lesendanna er að skilja, að skýra sem bezt fyrir 
sér alla rökstuðning skáldsins. 

Höf. hefir hér gripið til dulrænna fyrirbrigða. Eu hann sk/rir 
líka á annnan hátt, á eðlilega vísu, og að því atriði vík eg fyrst. 

Vér kynnumst Eggert lítið á uppvaxtarárum hans og námsár- 
um. Hann er spurður, hvaðan í veröldinni honum sé komið andlit 
Bitt, og úr því verða minnisstœð áflog og bardagi. þetta synir 
nokkurn afbrigðileik, og hann lœtur 8Ór ekki allt fytir brjósti 
brenna. Hann hættir námi að stúdentsprófi loknu, unir ekki lesta- 
gangi á þeim vegum, og fer að fást við blaðamennsku. Veiga- 
mestu vitneskjuna um hann fáum vér af samræðum móður hans 
og konsúlsins í trúlofunargildi þeirra Svanlaugar: 

»Stundum finst mér hugur hans«, segir móðir hans við kon- 
súlinn, »stefna að því fremur öllu öðru, að hafa sig eittbvað mikiS 
áfram í veröldinni. Þér trúið því Kklega ekki . . . eu þá er eg 
venjiilega dálítið hrædd. 

— Hvers vegna? spurði konsúllinn. 

Af því að mér finst, að þeir, sem það komast, séu oft, þó 
ekki sé það æfinlega, svo óbilgjarnir og meti svo lítils rétt og til- 

finningar annara manna og að þess vegna komist þeir 

áfram«. — — — 

— — »En svo er annað veifið, mælti hún enn fremur, a5 
mér finst eins og hann muni geta fengið verulega ástríðu fyrir því 
sem gott er, eins og meðaumkuniu og sjálfsfórnin sé hans eina 
eðli. Og þá verð eg líka hrædd. 

Hvers vegna verðið þór það? 

Það er sjálfsagt af þv/, að mig vantar svo mikið á að vera 
góð, og mér finst veröldin heimta af okkur svo mikið jafnvæxi . . . 
Wka í þvi, sem gott er. Það er heimtað af okkur að hnitmiða alt 
svo nákvœmlega . . . Uka kœrleikanDf, 

Hér eru höfuðdrættir skapferlis hans rissaðir, og hvert þeir 
geti styrt honum. Húu drepur á óbilgirni hans og ónœrgœtni^ 826 Ritffegnir. [Skirnir. 

sem skeytir því engu, þótt haan reki flugbeittan hníf í sár annarra 
manna, og líka á ástriðuna að gera gott, aö hann ^eti, ef svo má 
aS orði kveða, synt h'ka í því ófyrirleitni, muui ekki gæta þar hófs. 
Eggert er blendingur af foreldrum sínum, hefir fengið að erfðum 
skaplyndi þeirra beggja, greind og gæði móður sinnar og harðneskju 
Sölva gamla, föður síns, er lét bera tólf barna föður út af jörð, 
sem hann átti. Svipurinn með mæðgininum er gefinn í skyn, er 
sagt er, að mörgum s/nist hann lifaudi eftirmynd móður siniiar. 
Foreldrar hans eru báðir á hugknerri hans, svo komizt sé líkt að 
orði og EgiII. I fyrstu stendur Sölvi við st/rið, en mjög skyndi- 
lega tekur móðir hans við. Það er breytingin, sem gerist í hug 
faonum. Það ber nokkuð á þessum ólíku straumum í sál hans þeg- 
«r í byrjun sögunnar. Þá er hann uppgötvar morðið, sér hann 
þar óðara leik á borð. Vonir bjartrar framtíðar stíga dansinn í 
imyndun hans. En þá skjtur upp efasemdum. »TiI hvers var að 
yinDa?« spyr hann. »SáI hans vaggaðist ofurlitla stund á Öldum 
efasemdauna«. »Var þetta líf ekki einhver helv/zkur trölladans . . . ?« 
. . . Og var hann ekki sjálfur . . . ?« 

í þessum spurningum sjást fræ góðsemi hans, er síðar verður 
ofan á í skapi hans. Með þeim og orðum móður hans við konsúlinn 
gerir skáldið sinnaskifti hans eðlilegri, stökkið milli njs og gamals líf- 
«rnis synist ekki eins stórt, er vér minnumst þeirra. En skapferli 
Sölva gamla rœður um tíma — Eggert notar sór morðið miskunn- 
arlaust, saklaus maður er handtekinn og varpað í fangelsi eftir 
bendingu hans, hann segir rækilega og hlífðarlauat frá móður hans, 
favernig henni varð við, er lögreglan sótti Bjarna son hennar. — 
Höf. hefir mjög glögt auga á ónærgœtni manna hvers við annan. 
Eu nú lendir Eggert í hverjum bylnum á fœtur öðrum, og það fær 
•«ijög á hann. Álfhildur, móðir Bjarna, er grunaður var \\n\ glæp- 
inu og tekinn eftir tilvísun hans. heimsækir hann á skrifstofu blaðs 
faans og sýnir honum sundurflakandi sárin eftir hrottaskap hans og 
fairðuleysi, bendir honum á, að fylla megi sig á fleira en afengi, t. 
d. eigingirni, og nær þá tökum á honum, þótt hann talaði við hana 
borginmannlega í fyrstu. Hún heillar huga hans með spaklegum at- 
hugasemdum um mannlífið. Hann verður hrifinn af mrtðutást henn- 
ar, sem ekkert getur dregið úr. Hún segir honum fallegar sögur af 
-syni sínum, hann kemst á band hennar, áður en hann veit af, og 
fikammast sín fyrir athæfi sitt. Og þegar hún talar um samband 
sitt við guð, hlustar hann hugfanginn á mál hennar. Seinna segir 
hann, að sér hafi fundizt þetta hafa verið í sál sinni frá því að rSUroir]. Ritfregoir. 827 

bann var barn. En þvtta, þessí eðlilega skyring, dugir skáldinu 
ekki. Hér bœtist stórfyrirbrigði viC, og það virðist skáldiS telja aSal- 
atriðiS. Hann sér Álfhildi ummyndast í skrifstofuhorninu : >Skotið, 
sera Alfhildur gamla sat í, var orðlð fult af undarlegum, hímnesk- 
um Ijóma<. — — Þar var nú komin »d/rleg vera, meira en ung, 
ímynd œskunnar sjálfrar, guðdómlega fögur, brosandi eins og barn, 
með vitsmuni alheimsins glampandi í augunum.« . . . »Hann hafði 
séð eitthvað af þessari konu, eins og hún var í raun og veru. 
iHann hafði eéð glampa af djrð mannssálarinnar«. Augu hans lúk- 
«8t upp, og hann sér nú inn í sál sína og I/tur yfir allar gerðir 
aínar, og það fer hryllingur um hann, er hann hugsar til þeirra. 
flann hefir ekki tekið Álfhildi til greina, fremur en hún væri dauð- 
ur hlutur. Hann verður að játa, að hann hefir óskað þess, að son- 
•ur Alfhildar vœri sekur, vœri glæpamaður. Og nú dynur fleira á 
hann. Gamli Runki dembir yfir hann spurningunni : »Finst yður 
•ekkí hálflúaleg atvinna að græða á manndrápum?« og hann kennir 
«áran til eftir það högg. 

Síðan ryðst sanni roorðinginn inn í líf hans. Hann segir hon- 
'Um harma sína sára, lysir logandi brennivínsástríðu sinni — er sú 
lýsing áhrifamikil og rituð af míkilli list. Rittstjórinn sannfærist 
fyrir áhrif dularfulls fyrirbrigðis um sekt hans. Menn sjá, að það 
■kveður ekki lítið að dulskynjunum í bókinni, og þeim beitt til 
skyringar á breytingum og breytni aðalmanns sögunnar, jafnframt 
skjringum annars og venjulegra eðlis. Hann leggur mikið kapp á 
að frelsa son Alf hildar gömlu, og hann nær líka játningunni upp úr 
'morðingjanum, Þorsteini. Ohamingja hans vekur njja samúðaröldu 
i sálu hans, af því að hann skilur, að hann hlaut að fara svo að sera 
hann gerði.. Hann finnur, að þeir eru bræður. >Eg finn, að það 
er mjög líklegt, að eg hefði getað gert alt það sama og hann, ef 
eins hefði staðið á um mig,« segir hann við móður sína. Hann er 
nú gersamlega umbreyttur, orðinn njr og betri raaður. Fágætt 
furðuverk hefir hór gerzt. Og hann sk/tur raorðingjanum undan og 
lendir sjálfur í tugthúsinu fyrir. Orð móður hans hafa ræzt. Hann 
gœtti ekki hófs í g<W5verkum sínum. Hann berst nú með jafnmikl- 
um ákafa og sömu ófyrirleitni fyrir bágstöddum og ógæfumönuum, 
og hann vann áður fyrir hagsmuni sína og blaðs síns, og er í því 
s/n sálarþekking skáldsins. Það er ummyndun Alfhildar, sem þess- 
ari stórbyltingu veldur og veitt hefir aflstraum hsns í alt annan 
faiveg, í aðra átt, að öðrum ósi. A þá skjring virðist skáldið 
ileggja áheizlu. Það sést vel í seiuasta kaflanum, á viðtali þeirra , I 

328 Ritfregnir. [Skirnir. 

konsúlsins og ritstjórans í tugtbúsinii. Ef menn vilja skilja vel' 
Böguna, verða þeir að lesa þann kafla rœkilega. 

Að baki þessari sálarljsing felst líklega sú hugsun, að vér 
mennirnir séum svc hlífðarlausir hver við annan af því, að vér 
höfum ekki uppgötvað sátina bvet í öðrum, ekki séð djrð bennar 
og dááemd. Og Alfbildur s/nir, hvernig á að lúka upp augum* 
vorum. Og ef það tekst, að minsta kosti á líkan bátt og benni' 
tókst, þá vaxa mönnum samúð og nærgættii. 

Gera má ráð fyrir, að ófreskibgáfa ritstjórans og dulræn fyrir-- 
brigði, er fyrir bann bera, orki nokkurs tvímælis, ekki sízt þar sem 
þau gerbreyta bonum, og mörgum þykir víst, sem þar sé skáldið 
komið út fyrir lönd listarinnar, telja þetta óeðlilegt, ósenuilegt. 
Líklega fer mörgum eins óg þeira> er þetta ritar, að þeir kannast 
ekki við slík fyrirbrigði úr Hfi sínu, þeir geta ekki dáðst að því,, 
hve trú só lýsingin. En þess verður að gæta, að böf. skyrir bvergi 
þessi fyrirbrigði. Hann lýsir bór aðeins einkennilegu sálarástandi, 
sem kallast dularfull fyrirbrigði, og ábrifum þeirra á mannsbugann. 
Ef lysingiu er sönn, ætti að vera eins ieyfilegt að lysa slíkum 
afbrigðum og ofsjónum og missyningum. Og lýsingin á þessum 
fyrirbrigðum er merkilega skýr, t. d. er Eggert verður var við, að 
eittbvað só á sveimi í skrifatofu sinni. Það bendir á, að hér Regi 
akáldið frá einbverju svipuðu og hann hefir lifað, eða hann hafi 
það frá einhverjum, er líkt hefir komið fyrir. En skáldið hefir 
lótt sér verk sitt, er hann lót þessi dularfullu fyrirbrigði valda 
straumhvörfum í sál bans, í stað þess að láta góðvild og mann- 
gæði vaxa þar smámsaman. Skáldglöggur maður hefir sagt við 
mig, að böf. befði getað slept þar öllum dularfullum fyrirbrigðum. 
Þau væru þar óþörf — binar sk/ringar hans vœri nógar. Um 
ábrif þeirra á uppgötvun morðmálsins er þetta vafalaust rétt. Meiri 
vandi er að skera úr, bvort sinnaskifti ritstjórans eru þar fullskýrö 
á eðlilegan hátt. Að minsta kosti eru engin tvímæli á, að betur 
befir bepnazt rökstuðningin á megnu bamingjuleysi Þorsteins. 
Lesendurnir finna undir eins, að svona og enean veginn öðruvísi 
blaut að fara fyrir honum, alveg eins og Eggert fanst, að net 
ógæfunnar voru svo úr garði gerð, að hann gat ekki smogið gegn- 
um möskvana. 

Það er eftirtektavert, að hér bólar á efasemdum um, hve mikið- 
mark sé takandi á dulskynjunum. ;^Efasemdir fylgja dulskynjunum< 
eins og skugginn mönnunum. Og bann sagði viS sjálfan sig: Stírnir). Ritfregnír. 82^ 

— Já . . . hvaS sem þetta er nú að marka. Var þetta ekki' 
Titleysa, skynvilla hálfsjúks hei]a?«. 

Efinn er ekki enn horfinn skáldinn, aem spurði í kvæði einu,- 
hvort nokkuö vœri »hinum megin«. 

Annars er lesendum og öllum ráC að líta hleypidómHlHust á' 
þessi fyrirbrigði, fara þar að dœmi Melans konsúls: »S/iiir yðar 
og heyrnir lœt eg liggja á milli hluta. Eg veit ekkert, hvað þœr 
eru, eða hvernig á þeim stendur, oj; efast um, að nokkur annar 
viti það. Samt skal eg ekkert um það fullyrða«, Og ef til vill 
er skáldunum ráðlegast að minnast þessa, fara að minsta kosti var- 
lega meS þau í Hst sinni, þangað til meira vitnast um þau. En- 
leaendurnir rnega eigi láta þau fela sér syn á list bókarinnar, feg- 

urð og andagift, hversu illa sem þeim kann að líkn þau. 

AnnarH virðast ymsir hversdagsviðburðir og svokallaðHr tilviljanir, 
sem hafa einatt örlÖg)>rungin áhrif á líf vort, alveg eins dularfuIT 
fyrirbrigði og þau, er andatrúarmenn segja frá, svo að þeirra þarf 
ekki eins langt að leita og maigir œtla. 

En hví fór höf. með dulskynjanir inn í skáldsögu KÍna?" 
Vegna skáldlegra áhrifa þeirra? Af því að t. d. ummyndunin sýnir 
8V0 vel það, pem skáldinu byr i brjósti um dýrð og dásemd mnnn-' 
Ie<:rar sálar? Eða vill hann syna okkur undramátt þeirra o^ göfg- 
andi áhrif? Eða felst þroskasaga skáldsins að einhverju (leyti í 
þessari lysingu? Jafngóð bók hlytur að eiga rót síoa að rekja til 
persónulegrar reynsln, Ef menn bera saman »V o n i r« og þessa 
seinustu bók höf,, þá sest þar mikil breyting. Þar bregðast 
aðalpersónunni allar vonir »eins og allar vonir bregðast^, hér fer 
að lokum alt vonum betur fyrir höfuðhetju sögunnar. Eru það 
dularfull fyrirbrigði, er kveikt hafa þetta Ijós, synt skáldinu töfra- 
dyrð mannlegs bugar? Er saga Eggerts mynd af þessari stórvœgi- 
legu breyting á lífsskoðun og stefnu skáldRÍns? 

Af öðrum mannlysingum sögunnar má fyrst nefna lysinguna á 
Runka gamla. Hún er snild, Karlinn er ógleymanlegur. Vér 
heyrum hann hrista fram úr sér hryssingsleg ónotin og kaldyrðin, 
sjáuni fyrirlitninguna á svipnum, er einhver minnist á lögregluna, 
Alt er með einkennilegum blæ, er hann segir. Hann talar í stutt- 
um höfuðsettiingum, upphrópunarsetnintjum og spurnarsetningum, 
Hjartgróið IileypidómHleysi Melans konsnls fyrnist og seint, Hann er 
mannúð og manneskja frá hvirfli til ilja og lítur alt af á bið innra. 
Er gott að eiga slíkan ten<»dHföður. I>/ið sóst i þessari bók, hve^ 
samúð skáldsins er víðfeðni. nær til ullrH stétta. Hann skilur þá>^ 380 Ritfregnir. [Skirnir. 

Alla jafnvel, sveitabóndann Solva, sölukarlinn Runka og auðkjf- 

inginn og höfðingjann, Melan konsúl. Hann l/sir stéttabatri^ en er 

sjálfur öllum stéttaríg ofar. Einkennilegt er, að Melan kemur við 

: söguna í uppbafi hennar og endi, og við fréttum ofurlítið af bon- 

■ um um miöbikið. Hann er í senn sólarlag bennar og morgunroði, 

. l/sir bana og vermir, Góð er og konsúlsfrúin, ekki svo fágæt 

< hefðarfrú. Við flestar persónurnar skilur höf. þannig, að lesendun- 

um þykir vœnt um þær, neraa helzt bana. Svanlaug er eiuna lit- 

daufust þeirra, skáldið hefir lagt minsta rœkt við bana. 

Þá raá ekki gleyma Álfhildi. Hún er ein þeirra ágætiskvenna, 
er allir batna á að kynnast, sívörm laug, bvernig sem viðrar, þar 
sem þvo má af flest óbreinindi. Hún er skáld og spekingur i slitn- 
um tötrum, brennheit trúkona, kjarkmikil kvenhetja sem fornkon- 
ur vorar, trúir á góðleik annarra, af því að sál hennar er full kær- 
leiks og gæða. Er bæði siðleg og skáldleg fegurð í Ijsingunni á 
móðurást hennar og dularfulla sarabandi hennar við við guð sinn: 

1. . . Eg befi talað mikið við drottin — Eg hefi talað við 

hann í sólskininu. Þá finn eg, að eg og aðrir smæliugjar erura að 
lauga okkur í óendanlegri blessun frá honum. Eg hefi talað við 
hann í rigningunni. Eg veit þá, að sorg bans er sorg albeimsins, 
og að hún er þyngri og dypri en öU veraldarinnar höf. Eg hefi 
talað við hann í storminum. Eg veit þá, að bann befir mátt al- 
heimsins til þess að vernda þá, sera biðja bann. Eg befi talað við 
hann á nóttunum . . . einkum á nóttunum. Og friður baus befir 
vafist utan ura sál raína, eins og birainbláminn vefst utan um 
fjöllin fyrir augura okkar, eiiib og sólargeislarnir vefja sig utan um 
skyin á vesturloftiiiu með alls konar undarlegura, dularfullura ljóma«. 
Það hefir verið sagt, bæði í ritdóraum og í sararæðura um bók- 
ina, að það væri ekki Álfhildur, sem talaði við ritstjórann í skrif- 
stofuskoti bans, heldur béldi Einar Hjörleifsson þar á pennanum. 
Um hitt ber öllum vi'st saman, að sá kafli sé fullur andagiftar og 
fegurðar. Þá er eg las bókiiia fyrst, fanst raór líkt. En ef raenn 
«iga raeð þessari atbugaserad við það, h^ gömul kona geti ekki tal- 
aS 8V0 fagurlega, skjátlast þeim Og ef átt er við það, að orða- 
lagið sé ekki Álfbildar, leikur vafi á, bvort þetta sé að öllu rétt. 
Ef menn leggja hugarblustir sínar vel við, er bún talar, fer vart 
hjá þv/, að þeir finni einstaklitigsblæinn á orðalagi bennar, nema 
þá er bún flytur rœðuna um eigingirnina á bls. 82. Þar nær 
;fikáldið henni ekki^ og þar þekkist rödd hans sjálfs. Og eama má, Skirnirj. Ritfregnir. 881 

■ «f til vill, aegja um þau orö, er á6an voru tilfærS (b)s. 86 í 
flögunni). 

Ánnars sést list skáldsins v/st bezt á sdmtölunum. Þar þolir 
-ekkert nútíðarskáld vort neinn Hamanburð við hann neraa Jon 
Thoroddsen. Merkiiegt er, að persónur haus nota aldrei útlend 

■ orð, jafnvel ekki í samkvæmum mentamanna í Reykjavik, svo mjög 
sem þau tíökast þó meSal Reykvíkinga, einkum yfirstéttanna. Eg 
efa, að það sé töluð og hafi lengi verið töluð eins hrein íslenzka í 
nokkru Reykjavíkurgiidi og töluð er, þrf er þau Svaiilaug og Egg- 
ert setja upp hringana. En samt er málið eðlilegt í munni allra 
BÖgumanna hans. Og lesandinn dáist hvað eftir annað að því, hve 
vel hann getur hermt eftir öllum. »Náttúrlegt er þetta«, hvíslar 
eitthvað innan í okkur við lesturinn. Ágœtar eru viðrœður þeirra 
feOganna, Sölva og Eggerts, í fangaklefanum. Mætti tína til mörg 
anildarleg tilsvör og samtöl úr bókinni. Eg bendi að eins á orð 
Sigríðar gömlu (á bls. 68), í sennunni um motðmálið i Öku-Þór 
heima hjá foreldrum Eggerts: »Ja . . . guð varðveiti mig . . . 
Hvernig þið talið«. 

£n mest er þó vert um samúð höfuiidai. Hann sér alstaðar 
roanninn, af þvi að eftir hugsun haus erum við allir bræður, í 
okkur öllum brennur sami eldur, Hama guðdónilei^'a sálin, morðingj- 
anum og mentamanninum, fátœklingnum og auðinaiiriinura. Helzta 
auðkenni lífsiikoðunar hans virðist vera furðuleg trú a endalausa 
göfgi mannlegrar Hálar, er mörgum mun lítt skiljanleg. »Við eruni 
líklegast öll eins, raamma . . . inst inni« segir Eggert. »Við erum öll 
guðir í álögum. Eg hefi séð dyrð guðs á Htilmótlegri gamalli konu«. 

»SáIin vaknar« er ef til vill bezta bók Einars Hjörleifssonar. 
Hann hefir enn synt það, að hann er í röð raestu andans manna 
þessarar þjóðar. Hann eralt af að vaxa. 

SigQrðnr Gnðinnndsson. Athugasemdir 

viö tímatalsritgerð Guðmunöar lanölæknis Björnssonar Eg er ekki rímfróður, en með mikilli ánægju hefi eg 
lesið allar inar skarpviturlegu athuganir Guðmundar 
Björnssonar í Skírni 1915 um íslenzka tímatalið. Ritgerð- 
in er vist einstæð i sinni röð, enda hefir vor ágæti tölu- 
vitringur Eiríkur Briem, gefið henni fyrirtaks góðan vitnis- 
burð. Það er að eins tvent sem mér virðist geta orkað 
tvimælis og skal eg nú koma að því: 

Fyrst er þá það, að afar-óliklegt er að íslendingar 
einir allra germanskra þjóða, hafi verið svo afskiftir, að 
eiga ekki fornu vikudaganöfnin á tungu sinni. Að fornu 
og nýju eru þessi nöfn sameiginleg öllum þjóðum af ætt 
Germana og án efa tekin upp í málinu einhvern tíma, eigi 
mjög seint, í tíð rómverska keisaradæmisins, liklega um 
líkt leyti og rúnirnar. Fjögur af þeim tíðkast einnig i 
islenzkum sögum og skjölum og lifa enn i dag mikið til, 
svo að þar ber öllu vel saman. Það eru að eins þrjú 
heitin, nefnilega týsdagur, óðinsdagur og þórsdagur sem 
norsk lög hafa en eigi íslenzk, samkvæmt orðum 
höfundarins, en hann viðurkennir, að þau séu notuð i 
Noregskonungasögunum, sem einmitt bendir fastlega i áttina, 
að þau líka hafi íslenzk verið, því vissulega eru þærsög- 
ur íslenzk ritverk. Og mér þykir alls eigi neitt óliklegt, 
að inn áhrifamikli ágætismaður Jón biskup ögmundsson 
hafi miklu um valdið, að þau lögðust niður. Það hlýtur 
að vera varasamt að véfengja skýlausan vitnisburð áreið- 
anlegra fornrita, er litlu siðar voru i letur færð ; því hefði 
hér verið um einhverja lauslega nafnanýjung að ræða,. -ðkirnír]. Athagasemdir. 338 

xeÍDB og G. Biörnsson gefur i skyn, myndi þetta alt öðru 
vlsi orðað. Annars lítur út fyrir að miðvikudagsheitið sé 
garaalt raeð Gerraanaþjóðum og hafí verið notað jafnhliða 
nafninu óðinsdagur, og hefir þá eins og oft viU verða, 
annað nafnið tíðkast meira i einu héraðinu, en hitt í öðru. 
Þá verða einucgis eftir: ^týsdagur og þórsdagurc og þau 
nöfn er ósennilegt að íslendinga hafi vantað, úr þvi þeir 
höfðu vikutalið, því mjög kunnir voru báðir þeir guðir 
hér á landi, sem dagarnir eru kendir við. 

Þá færir höf. sterk rök fyrir því, að reglan um að 
láta vetur byrja á laugardag, sé uppátæki rimfræðinga 
Á 12. öldinni. Hann álitur og að vetur hafi áður byrjað 
á föstudag, 8V0 sem lika er talið i islenzkum ritum frá 
aldamótunum 1500, og íslenzk alþýða heflr talið fram á 
miðja 19. öld. En það er þessi föstudagsbyrjun vetrarins 
í upphaflegu tímatali Islendinga, sem eg er mjög vantrú- 
aður á. Það er næsta ótrúlegt, að þessi regla um vetrar- 
korau á föstudag, sera aldrei tókst að útrýraa, hafl hún 
áður alraenn verið, hefði hvergi gægst frara i neinu forn- 
aldarritanna. Vel raá hugsa sér, að þessi regla ura föstu- 
>dagskomu vetrar hafi rétt fyrir 1500 verið tekin upp, af 
einhverjura misskilningi við biskupsstólana, helzt i Skál- 
holti og breiðst svo þaðan raeð lærðura möunura út ura 
alt landið og unnið sigur á laugardagsreglunni. Slik 
áhrif frá höfuðstöðura landsins, raá finna i öðrum efnum. 
Fyrsta staffræðin íslenzka er rituð um 1140. Sá háttur i 
riti sera þar er lagt til að tekinn verði upp, varð furðu 
fljótt i öllura höfuðatriðum ofan á í íslenzkri ritraensku og 
breiddist út um alt landið. 

Þetta heflr varla getað orðið á annan hátt, en að rit- 
gerðin hafl verið samin og síðan veríð notuð námsraönn- 
ura til fræðslu, þar sera einhver alraennur skóli, fyrir alt 
landið eða raestan hluta þess, var haldinn, og er þá sjálf- 
sagt að benda á biskupssetrin, einkura Skálholt. Nokk- 
uð líkt gæti verið með þetta, að telja vetrarkomuna á 
iöstudegi. 

Svo sem Guðmundur Björnsson tekur fram, þá er hið 334 AtbDgasemclir. [Skirnir. 

elzta islenzka tiraatal med skiftingu ársíns i tvö misserí 
og svo misseranna aftur i vikur, án nokkurs þritugnætts 
mánaðartals, afar einfalt og fagurt. Mér finst þvi sjálf- 
ságt, að árinu 1 Surtstali og jafnvel Aratali lika, hafi veri5 
skift i tvö alveg jafnlöng misseri, sem hvort um sig var 
réttar 26 vikur eða 182 dagar; en ekki að sumarið hafl 
verið 1 degi lengra en veturinn, eins og er i tíraatalinu 
frá 1500 með vetrarkorau á föstudag, né 2 dögum lengra, 
svo sem i Rimbeglu og í alraanökunura núna, með vetrar- 
korau á laugardag, þvi hvorttveggja er heldur klaufaleg 
og óþörf aðferð. 

Eg tel þvi hér ura bil vist, að Blöndutal i Rírabeglu 
hafi útrýrat algerlega hinni upprunalegu vetrarkorau i 
Surtstali, sera hafi verið á firatudag, alveg eins og sura- 
arið byrjar á firatudag. Rás breytinganna væri þáþessi: 
Fyrst útrýradi Blöndutal firatudagskomu vetrarins i Surts- 
tali með laugardegi sinum, sem svo vel hæfði við þetta 
nýskapaða raánaðaverk, þar sem alt gekk á réttum 30 
dögum. En svo útrýmdi Skálholtstal frá 1500 laugardags- 
korau vetrar í Blöndutali raeð sinura föstudegi og loks 
korau á 19. öldinni alraanökin og settu vetrarkomu aftur 
á laugardag og breyttu þannig Skálholtstalinu, er eg leyfi 
mér að kalla svo. 

Enginn getur neitað, að miklu betur fer á þvi, að 
vetur byrji á firatudag, eins og sumar, heldur en á föstu- 
dag eða laugardag. Eirikur Briem telur ástæðu til, að 
sleppa 12 mánaðartalinu i yzta dálki almanaksins, og má 
vel vera, að það sé réttast, enda er eigi unt að sjá neinn 
skaða við það og enginn myndi sakna mánaðarnafnanna, 
En eigi að siður er sjálfsagður hlutur, að halda þessu ein- 
falda forn-islenzka timatali fyrir því, enda er það hvort- 
tveggja fagurt og þarflegt enn í dag eftir íslenzkum lands- 
háttum og þjóðarstörfum. Það væri líklega allra réttast, 
að setja ný lög um islenzka tímatalið, þar sem svo væri 
fyrir mælt, að bæði sumar og vetur skuli byrja á fimtu-^ 
dag og mánaðatal falla burt, en einungis haldið vikutali 
i misserum og sumarauki auðvitað hafður sera áður. Þetta Skirnir]. Athagasemdir. C35' 

má vel gera hver sem hin vísindalega niðurstaða verður 
um vetrarkoinudaííinn að fornu fari. Því meira 8em eg 
hefi hugsað um þetta mál, án þess þó beint að geta ann- 
að en fært líkur fyrir hugboði mínu, hefl eg orðið sann- 
fœrðari um, að íslendingar hafi upphaflega látið veturinn 
byrja á firatudag alveg eins og sumarið. Ef nú Guð- 
mundur Björnsson finnur ekkert, sem getur verið því til 
beinnar fyrirstöðu, pá myndi mér þykja mjög vænt um 
það og telja það fara nærri fullri sönnun á máli minu. 
Kvennabrekku 30. april 1916. 

Jóhannes L. L. Jóhannsson. Forn daganöfn. 

(Athugasemö viö Skírni 1915, 274.-5. bls.). 

Eftir Jón prófast Jónsson. 

Enginn frýr Guðraundi landlækni glöggskyggni né 
víðtækrar þekkingar, enda munu fáir treysta sér til að 
hnekkja dómi Eirlks prófessors Brieras um ritgjörð hans 
»Um islenzka tímatalið«. Eg ætla ekki heldur að bera 
það við, en mér finst ekki sizt þörf að mæla á móti þvi, 
sem eg tel mishermt eða órökstutt hjá m e r k u m rithöf- 
undum, því á þeim orðum er meira mark tekið en ann- 
ara, og þvi er þaö, að eg bið Skirni fyrlr þessa litlu at- 
hugasemd. 

Það mun víat rétt hermt. að vér vitum ekki, hvort 
dagarnir höfðu nokkur nöfn eða engin í Noregi á land- 
námstið, en úr þvi að þeir höfðu þá fengið nöfn fyrir 
vestan haf, þykir raér ólíklegt, að þau nöfn hafi komist 
fyr i tízku í Noregi en á íslandi, því að hvað sem annars 
má segja um vestræn áhrif á íslenzkt þjóðerni, þá finn 
eg engin likindi til þess, að þau hafi orðið minni hér en 
í Noregi, — svo margir landnámsmenn, sem hingað komu- ^86 Foru daganöfn. [Skirnir. 

vestan um haf. En einkum virðistimér ástæðulaust að 
halda því fram, að með heiðnum íslendingum hafi siður 
tíðkast daganöfnin Týsdagr, Óðinsdagr, Þórsdagr, en 
Sunnudagr, Mánadagr, Frjádagr, og það er alls engin 
; sönnun fyrir þessu, þótt þau 3 daganöfn, er fyr greinir, 
gangi ekki (eins og hin) »ljósum logum 1 íslenzkum forn- 
ritum«, með því að öll þes8i fornrit eru yngri en bann 
Jóns biskups ögmundarsonar, sem virðist einkanlega hafa 
hitt þessi daganöfn (Týsdag, Óðinsdag, Þórsdag), er mintu 
helzt á heiðnu goðin, en siður t. d. Frjádag, þar sem 
gyðjuheitið var dulið, þótt nafn þess dags væri lika af 
heiðnum toga spunnið. Fyrsta ritið, sem skrásett var á 
íslenzka tungu (»at Hafliða Mássonarc) var ritað í bisk- 
upsdæmi Jóus ögmundarsonar, að heita má undir handar- 
jaðri hans, ef til viU af klerkum úr skóla hans, enda 
voru klerkar upphafsmenn bókmálsins, og var því engin 
furða, þótt þeir forðuðust daganöfn þau, sem eink- 
um þóttu heiðingleg og biskup »fyrirbauð styrkliga*. 
En að notkun þeirra með alþýöu hafl aldrei verið annað 
en >tilgerð€ og nýjabrum*, flnst mér ekki annað en hug- 
arburður hins heiðraða höfundar. Það visar heldur 1 
gagnstæða átt, að þótt daganöfn Jóns biskups finnist í 
»elztu íslenzkum békum«, þá haldast hin fornu nöfn samt 
sem áður í ritmáli íslendinga og koma fyrir öðrum þræði 
alt fram á 15. öld. »Snorri Sturluson hefir oftast nær 
hin eldri daganöfn«i), og að þau hafa haldist miklu leng- 
ur, má sjá af ýmsum bréfum i Fornbréfasafninu, sem ís- 
lenzkir menn einir standa að*). Enn í dag stendur »hvíti 
Týsdagr* í almanakinu, og ýmislegt mælir með því, að 
vér tökum upp aftur fornu daganöfnin, sem bæði eru þjóð- 
leg og tíðkast með frændþjóðum vorum, enda eru þau mjög 
hentug að því leyti, að þar hefir hver dagur sérstakan 
-upphafsstaf i voru máli. ») Dr. Jón ÞorkelBSon eldri, i Safni I 164. 

«) Dpl. IbI. ni 127, 293, 689, 700, 722. 738, 762. ^3-7 Aldarafmæli 
hins íslenzka Bókmentafélags. Eins og boðað var í 2. hefti Skírnis þ. á. var aldar- 
:afmæli8hátið Bókmentafélagsins haldin 15. ágúst. Í Reykja- 
vík hófst hátíðin með þvi, að stjórn Bókmentafélagsins 
gerði sér ferð suður að Görðum á Álftanesi kl. 9 árdegis 
og lagði krans á leiði Arna biskups Helgasonar þar í 
kirkjugarðinum. Hafði stjórnin áður látið gera við minn- 
isvarða hans, sem var farinn að bila. 

Þá var haldin hin eiginlega minningarhátíð í neðri- 
deildarsal alþingis kl. 1 síðdegis. Var þar fluttur kvæða- 
flokkur eftir Þorstein skáld Gíslason. Forseti félagsins, 
prófessor dr. Björn M. Olsen, flutti afmælisræðuna, lýsti 
Biðan kosningu heiðursfélaga, og skýrði frá heillaóskum, 
sem félaginu höfðu borist. Að lokum las forseti upp skipu- 
lagsskrá fyrir Afraælissjóð hins íslenzka Bókmentafélags, 
er hann stofnaði með 1000 króna gjöf. í Minningarriti 
Bókmentafélagsins, bls. 189—209, er gerð nákvæm grein 
fyrir því, sem fram fór á hátíðinni, og vísast til þess hér. 

Um sama leyti, sem hátiðin var haldin i Reykjavik, 
var og haldin minningarhátíð í Kaupmannahöfn. Félags- 
stjórnin hafði mælst til þess, að meðlimir Bókmentafélags- 
ins í Kaupmannahöfn vildu minnast dagsins með þvi að 
leggja krans á leiði R. K. Rasks í Assistentskirkjugarði i 
nafni félagsins, og beðið heiðursfélaga þess, prófessor dr. 
Þorvald Thoroddsen, fyrverandi forseta Hafnardeildarinn- 
ar, að gangast fyrir því. Fór athöfnin hið bezta fram og 
Toru margir íslendingar nærstaddir. Var legstaðurinn 

22 838 Aldarafmæli hins isloiizka Bókmentaféla^s. [Skimir 

allur fagurlega skreyttur blómum og blómfestum og krana- 
inn prýðilegur, úr pálmablöðum, lárviðargreinum og stór- 
um, hvitum liljum. 

Prófeasor dr. Þorvaldur Thoroddsen flutti þar ræðu 
þá, er hér birtist, en á eftir voru sungin þessi erindi eftir 
prófessor dr. Finn Jónsson, undir laginu: »0, fögur er 
vor fósturjörð* : 

Ein öld er liðin, lagt var fræ, 

eitt lítið fræ í jörðu, 

það greri síðan ár og æ 

á ísa láði hörðu; 

þar óx upp af eitt tré svo traust 

með tignum frjóleiks Ijóma, 

það stendur vorgrænt vetr og haust 

með vænan ávöxt blóma. 

En sá sem fræið lagði i láð 
var lands vors vinur bezti, 
sem skildi vort hið veika ráð 
og vissi hvað það hresti. 
Hann setti tállaus trausta stoð 
við tungu og mentum endur, 
hans mynd skal rísa á minnis'gnoð- 
á meðan landið stendur. Ræða flott TÍð leiði Rasmasaz Kr. Raska á hnndraö ára afmæli hins íslenzka 
Bókmentafélags hinn 16. ágÚBt 1916. Háttvirtu félagsmenn! 

Eins og þið vitið heldur Bókraentafélagið i dag l^ 
Reykjavik 100 ára afraælishátið sína. Stjórn félagsins 
hefir beðið okkur meðlimi hinnar fornu stjórnar Hafnar- 
deildarinnar, að koma saman við gröf Rasmusar Rasks 
í dag, í þakklátri endurminningu um hið mikla gagn, sem 
hann hefir gert hinni íslenzku þjóð með stofnun Bók- 
mentafélagsins. 

Eg þarf ekki að segja yður mikið frá æfiferli Rasks, 
hann er flestura kunnur, og svo hefir forseti félagsins 
ágætlega og ítarlega rakið æfisögu hans í Tiraaritinu. Eg 
skal að eins með fáum orðum rainnast á nokkur þau at- 
riði, er snerta stofnun félagsins. 

A seinni hluta 18. aldar voru margir íslendingar 
mjög lærðir i ýrasura greinura, gerðu mikið til að auka 
þekkinguna um ísland, íbúa þess og atvinnuvegi, og höfðu 
mikinn áhuga á að frœða alþýðuna með gagnlegum hug- 
vekjum og almennum mentagreinura. Það þarf ekki 
annað en nefna Eggert Ólafsson, Björn Halldórsson, Hann- 
es Finnsson, Magnús Ketilsson, Skúla Magnússon, Olaf 
Olavius og ekki sízt Jón Eiriksson. Þá gaf Lærdómalista- 
félagið út sín ágætu rit, sem i sumum greinum bera af 
flestu, sem síðar heflr verið ritað. En alþýðan var þá 
ekki vöknuð og hafði ekki nœrri eins mikil not af til- 
raunura þessara ágætu raanna, eins og við hefði raátt 
búast. Þá dundi líka yflr allskonar óáran, eldgos, jarð- 

22* 340 Kœða [Skiroir 

«kjálftar og margt annað ilt, svo þjóðin var komin á 
heljarþrömina. Um aldamótin og fyrstu ár 19. aldar var 
Magnús Stephensen aðalfrömuður islenzkra bókmenta sem 
kunnugt er, en hann stóð þegar fram í sótti einn sins 
liðs ; hann reyndi með mesta dugnaði, með óþreytandi elju 
og stakri ósérplægni að leiða útlenda mentastrauma til 
íslands, en margt var til hindrunar, einkum árferðið og 
deyfð almennings, en hins vegar var Magnúsi eigi vel 
lagið að ná taki á islenzkum anda og þjóðlegu sniði á 
máli og öðru. 

Fyrir 100 árum var útlitið fyrir mentun og 
menning íslendinga mjög dauft og dýrðarlítið. Þá voru 
striðsárin og hallærisárin reyndar nýlega afstaðin, en alt 
lá niðri í fátækt og framtaksleysi. Landsuppfræðingar- 
félagið var liðið undir lok, en Ma?nús Stephensen hafði 
þó ekki enn þá gefist upp, byrjaði að gefa út Klaustur- 
póstinn litlu síðar, en mjög fátt skráði hann annað; yfir- 
leitt má segja, að bókmentalíf íslendinga væri þá að eins 
hjarandi; blómaöld sú, sem í bili hafði runnið upp á 18. 
öldinni, var um garð gengin, þjóðin var aftur að sofna; 
nærri ekkert var prentað og ekkert gert til að menta al- 
þýðu eða halda við íslenzku vísindalífl. 

Þá kemur Raamus Rask til sögunnar; hann sá, hve 
bráðnauðsynlegt var að halda við bókmentaáhuga íslend- 
inga, hann sá að það þurfti að glæða þann eld, sem var 
falinn undir arinhellunni, og að það var eigi hægt að gera 
það öðruvísi en með félagsskap. Rask sá líka, hve þýð- 
ingarmikið þetta var fyrir viðhald á þjóðerni íslendinga 
og fyrir heiður og framtíð Islands. Rask segir í bréfi 
1817, að það sé sannfæring sin, að ef íslendingar hættu 
að halda við bókmentum sínum, þá rauni þjóðin smátt og 
smátt skiljast frá fornöld sinni og þá muni aörir út í frá 
ekki gefa um land eða þjóð fremur en Skrælingja. Að 
koma i veg fyrir þetta segir Rask að hafi verið höfuðtil- 
gangur sinn með að stofna Bókmentafélagið. 

Enginn útlendur málfræðingur hefir líklega nokkum 
iima kunnað eins vel islenzku eins og Rask. I skóla SkirDÍr] R»ð«. 84t 

lœrdí hann islenzkuna orðabókar- og málfræðislaust á 
Heimskringlu, varð sjálfur að búa sér til málfræði úr orð- 
myndum þeim, sem hann fann. Islenzkan varð undir- 
Btaðan undir tungumálanámi hans, af henni lærði hann 
visindalega rannsókn á bygging málanna. Kask fekk því 
8V0 miklar mætur á islenzku, að hann elskaði hana um 
fram öli önnur mál, og þar af spratt svo ást hans á is- 
lenzkum bókmentum og islenzku þjóðerni. Hvar sem Rask 
er staddur, er ísland jafiian i huga hans; á hinni miklu 
•Asiuterð sinni minnir margt hann á ísland, hann líkir 
vegum á Finnlandi saman við Lónsheiði, virðist Volga 
ekki meiri en meðalár á íslandi, ber Kalmúkka saman 
við islenzka bœndur o. s. frv. í málfræðisrannsóknum 
Kasks er hin gamla fóstra hans, islenzkan, jafnan leið- 
arstjarnan. 

1 Kaupmannahöfn komst Rask í kynni við ýmsa Is- 
lendinga og lærði nú islenzku til fullnustu, svo ferðaðist 
hami til íslands 1813 — 1815 sem kunnugt er, og fór víða 
um land. Flestir munu hafa heyrt söguna um Rask, þeg- 
ar hann kom að ReynivöIIum til síra Arna Helgasonar 
vinar síns í dularklæðum sem vinnudrengur úr Vest- 
mannaeyjum. Arni þekti hann ekki í fyrstu og allir héldu 
hann íslenzkan. Síðar sté Rask í stólinn bæði á Reyni- 
vöUum og i Reykjavik og prédikaði svo fyrir söfnuðun- 
um, að áheyrendur, sem ekki þektu hann, efuðust ekki 
um að hann væri íslendingur. Það er vist eins dæmi, 
að nokkur útlendingur hafi talað íslenzku svo vel. 

Meðan Rask dvaldi á íslandi vann hann af kappi 
að stofnun Bókmentafélagsins, var löngu búinn að sjá að 
brýn þörf var á því. Á ferðum sínum víðsvegar um 
Bveitir þreyttist Rask aldrei á þvi, að mæla fram með 
hinu fyrirhugaða félagi við presta og bændur, svo fjölda 
margir lofuðu að styrkja það; hann fekk Geir biskup til 
að senda umburðarbréf til presta og prófasta, sendi út 
boðsbréf i Danmörku og jafnvel lika á Skotlandi; hafði 
Rask allar klær í frammi til þess að útvega hinu nýja 
félagi peninga og er mikil furða hvað honum varð ágengt^ 443 BsAa. [Skirair 

Bókmentafélaginu gafst þegar í byrjun töluvert fé, 
bæði á íslandi og i Danmörku, og sýnir það hinn eld- 
lega áhuga forgöngumannanna, að þeim tókst að fá svo 
marga til að vinna að þessu, bæði að gefa félaginu og 
að vinna kauplaust fyrir það. Það er mjög athugavert, 
að framan af fengu engir rithöfundar ritlauii hjá félaginu 
•og það sem merkilegast var, félagsmenn fcngu engar bæk- 
Tir fyrir tillög sin, urðu að kaupa þær sama verði sem 
utanfélagsmenn, urðu þannig að tvíborga þær cða meira. 

Það þarf ekki að orðlengja það, Rask var eigi að 
eins frumkvöðuU að stofnun félagsins, heldur lika aðal- 
frömuður þess og styrktarmaður fyrstu árin, hann setti lif 
og fjör i allar framkvæmdir, þvi satt að segja voru ís- 
lendingar heima fyrir, sumir hverjir, æði daufir i dálkinn. 

Það var mikið og þarft verk, sem Rask gerði með 
stofnun Bókmentafélagsins, og íslendingar mega jafnan 
telja Rasmus Rask með hinum mestu velgcrðarmönnum 
þjóðarinnar; hann kora einmitt þegar landinu lá mest á. 
Þó Rask hefði ekkert annað gert en stofaa Bókmentafé- 
lagið, hefði hann átt skilið ævarandi þökk íslendinga, en 
auk þess hefir hann, sem heimsfrægur raálfræðingur, við- 
frægt íslenzka tungu og islenzkar bókmentir, svo það 
mun seint fyrnast. 

I umboði stjórnar hins islenzka Bókmentafélags leyfi 
eg mér að leggja þenna blórasveig á leiði Rasrausar Krist- 
jáns Rasks sera lítinn vott um þakklæti og virðingu hinn- 
«ar islenzku þjóðar. 

Blessuð sé minning hans. 

Þ. Th. Tunglskinsnótt. 

^ú fjarar daginn út í vesturvidd 
og vœrðir tekur sólin undir meið; 
en austan kemur njóla, skikkjuskrýdd, 
hún skundar sina fornu bunguleið. 

í vestrinu er vökustjarna skær, 
sem vendir fús að dagsins hvilurönd; 
en eystra máni höfðinglegur hlær, 
af hrannarbeði stiginn yfir lönd. 

Á listasýning út i vesturveg 
hann vindur sér um skíra stjörnunátt, 
og honum verður heiðin mátuleg — 
i hæfi við sinn reynda göngumátt. 

Er sendir máni silkislæður mjöll 
og sveipar þeim um blundi vigða jörð: 
hann gerir fjallið sviplíkt siIfurhöU 
og sindurgulli merlar lygnan fjörð. 

En maurelduð er mjöll af tunglsins yl; 
í máli verður fegurð sú ei skýrð. 
I djúpri lotning horfi' eg himins til 
og hrifínn af þér, stjömunætur-dýrð ! 

Þar depla augum dulin Hávamögn, 
er dagsins glóðir fela menskri sýn. 
Og nú við þessa nœturljóma þögn 
•er næm á fyrirburði vitund min. 844 Tangltkinsnótt. [Skirair 

'lnn fræðileitni hugur frétta spyr 
um fólginn sann í hverri dularrún, 
er álfabýlin opna sinar dyr 
i endilangri dalsins hamrabrún. 

Og jörðin virðist öll með svip og sál, 
frá sjávardjúpi að hæsta jökultind. 
I fossi lít eg tungu, auga i ál, 
og andardrátt í kaldavermslulind. I þagnargildi þróast skynjun öll 
og þá má rýna gegnum yflrborð. 
A náttarþeU andinn fer á fjöU, 
við fótmál hvert er tvírætt dularorð. 

Hið stjörnumikla, kalda vetrarkveld, 
er kristallarnir sindra um fjall og dal,. 
i snjó og klaka augað sækir eld, 
en eyrað hljóm í lýstan gýgjaraal. 

Því vafurlogi verndar ás og dís 

og vættirnar i jökli, gljúfri, ós, 

og höllin þeirra, brösuð beiti-is, 

er björt sem fari um rjáfrið norðurljós. 

En viljir þú að vættir láti i té 
'inn vafurlogum gylta töfraseim — 
i einrúminu krjúpa skaltu á kné 
og kveðja dyra að lifsins undirheim. 

Og þá er komið inn i dyngju draums, 
þvi dagsins stöðvar liggja handan við^ 
og lenzkan öll og tizka gleðiglaums, 
er glepur æ hinn djúpa sálarfrið. 

Við eldinn mána undirheima þrá 
úr áttavillu kerast á rétta leið, Skiniir] TaDglskininótt. 845> 

og rakleitt fer um víðu-velli þá, 
er veita henni færi að renna skeið. 

En heldur akyldi hyggja um bygða skaut 
og hlusta á rödd, sem berst frá skyldum lýð, — 
frá ás og dis og gýgi geng eg braut 
og guða nú á öðrum stað um hrið. í lenduna, sem lægsta þakið á, 
um lágnættið eg kem á vina fund, 
sem hafa vorum heimi vikið frá 
og hinztu náttar þegið djúpan blund. 

Á ferli er verið meðan máni skín, 
og mér að þeirri sýn er stundarfró — 
í vígða reitnum, þar sem moldin mín 
er mannhæð ein á dýpt — og betur þó. 

Um sáluhiiðið glóa geislabönd, 
er gefur máni af sinni tignu náð; 
og lægstu þekju lyftir dulin hönd 
i lendunni, sem turninum er háð. 

Hið litla bam að köldum bólstri knýtt, 
i kjól, er hefir lit hins nýja snjós, 
og öldurmenni, silfurhæru-sitt, 
úr svefnstúkunni koma, að ná í Ijós. 

En utanvert við opið sáluhlið 
ég aleinn stend — með tveggja heima þrá 
og fullri vissu: að fer eg senn í lið 
með fólkinu, sem lægsta þakið á. 

En þó er sem ég gangi á fagnafund 
er fyrirburði sé um dular-lönd. — 
Nú lækkar máni og látrar sig um stund. 
í lagarhvilu — bak við furðuströnd. 4846 TaDglskinsnótt. [Skirnir 

En þér sé lof og þökk utn hv«rja tíð, 
og þér sé dýrðin hærra en gnæfa fjöll, 
er seiðir hug i silfurfjalla hlið 
og sálina i lýsigullsins höll. 

Febráar 1916. 

Guðmundur Friðjómson. Landið og þjóðin. 

Alþýðnfræösla Stúdentaf^lagsins. Þær eru orðnar margar, rœðurnar fyrir minni íslands. 
í flestum þeirra raun landið vera lofað meira eða minna, 
enda er það eðlilegt, að niðjar Þórólfs smjörs séu fúsari 
upp i stólinn á> þjóðhátiðum en frændur Hrafna-Flóka. Eg 
man þó ekki til þess, að eg hafi 1 þessum ræðum né ann- 
arstaðar séð alvarlega viðleitni á því að sýna, hvaða þátt 
landið hefir átt i því að skapa þjóðareinkenni íslendinga. 
Þetta kemur eflauat meðfram af þvi, að málefnið er flókið, 
og það því fremur sem enginn hefir enn, svo að við megi 
una, lýst þjóðareinkennum vorum. Hér á landi, eins og 
reyndar víðast annarstaðar, eru mennirnir svo misjafnir, 
að erfitt mundi verða að finna nokkurn sameiginlegan 
mæli fyrir þá, finna einkenni sem ættu við alla, eða þó 
€kki væri nema allan þorra manna. 

Svo er annars að gæta. Þegar vér tölum um íslend- 
ing, þá eigum vér fyrst og fremst við fullorðinn mann. 
En fullorðni maðurinn er það sem hann er af tveimur 
aðalorsökum : Onnur er meðfædda eðlið, sem hann hefir 
tekið að erfðum frá foreldrinu. Hin er áhrifin, sem 
hann hefir orðið fyrir af lifnaðarháttum sinum og lifs- 
kjörum. 

Gerum ráð fyrir, að t. d. ein 100 börn islenzkra for- 
eldra væru fr& blautu barnsbeini alin upp af Frökkum á 
Frakklandi. Munurinn á þeim og samsvarandi hóp franskra 
i)arna, mundi þá að öllum líkindum koma fram bæði fyr 
•og siðar, ef vel væri að gáð, og þannig reynast munur á 848 Landiö og þjóðin. [Skirnir 

islenzku og frönsku eðli. En eg býst við, að það yrði 
erfltt í fljótu bragði að sjá ættarmót með þessum frönsku 
Islendingum og heimaalningunum okkar, nema ef vera 
kynni i andlitsfalli, háralit og augna. Og þó er fullerfltt 
að segja, hvað af því tægi er sérstaklega islenzkt. E^ 
var einu sinni að virða fyrir mér nemendur i skóla ein- 
um. Þeir voru viðsvegar af landi hér. En mér fanst 
ekki freraur sami svipur á þeim, en þótt þeir hefðu veri(y 
Binn af hverri stjörnu. Þó mundi útlendingur sjálfsagt sjá 
meiri sameiginlegan svip en þetta, því gestsaugað er alt af 
gleggra fyrir því, sem sameiginlegt er. Hitt er augljóst,. 
að munurinn á frönsku íslendingunum og heimaalningun- 
um okkar kæmi af mismunandi lifnaðarháttum og lífs- 
kjörum hvorra tveggja, þegar frá er skilinn sá munur, 
sem alt af er á einstaklingseðli manna. 

Ef vér teljum íslendingseðlið að eins það eðli, sem 
börnin fæðast með, þá er mjög efasamt, hvort það er mót- 
að af landinu, svo að börnin fæðist með öðru eðli fyrir 
það, að forfeður þeirra hafa lifað hér á landi, heldur en 
ef þeir hefðu t. d. búið á Frakklandi. Sumir merkustu 
visindamenn telja það alveg ósannað mál, að eiginleikar, 
sem einstaklingurinn fær á æfiskeiði sínu fyrir uppeldi 
og lifskjör, erfist til eftirkomandanna. 

Tilraunir til að rekja lunderni þjóða til náttúru landa- 
ins, sem þær búa i, loftslags og landslags, virðast lenda 
i sífeldum mótsögnum. Þannig hefir verið bent á, að i 
hitabeltinu, þar sem loftslag og landslag er oft svipað, 
búa ýms þjóðkyn, og stundum gagnólíkir þjóðflokkar i 
nágrenni hver við annan. Þar sem fjallaþjóðir eru al- 
ment taldar glaðlyndar og f jörugar, þá heflr verið bent á, 
að sumstaðar búi sama þjóðin til fjalla og á sléttlendi og 
beri ekki á því, að sá hlutinn sem hærra býr sé glað- 
lyndari en hinn, ef þjóðin er að eðlisfari þunglynd, né 
heldur að sléttubúar séu þunglyndari en fjallabúar sömu 
þjóðar, sé hún glaðlynd að eðlisfari. Þá mundu og margir 
ætla, að sifeldar þokur og þykkviðri gerðu þjóðir þung- 
lyndar, en ekki þykir það sannast á Englum, sem eni ^kirnirl LaDdið og þjó&in. B49 

taldir manDa gladværastir og búa þó i þokulandi og 
þykkviðra. 

Norskur raaður, Dr. Andr. M. Hansen, heflr meðal 
annars skrifað gáfulega bók, sem heitir »Nor8k folkepsyko- 
logi«. Kria, 1899. Heldur hann því frara, að Norðmenn 
«éu komnir af tveim gagnólíkum kynstofnum, hinum 
dökku frumbyggjum landsins og hinum björtu sigurveg- 
urum, er lögðu þá undir sig. Séu líkamleg og andleg 
^inkenni þessara tveggja flokka enn greinileg og hin sörau 
og þegar saga hófst, enda sé hvor flokkurinn sjálfum sér 
likur, hve ólik sem náttúran sé á ýrasum stöðura í Noregi, 
þar 8em hann býr. Dr. Hansen segir meðal annars: 

»Þegar vér i reyndinni finnum ýmist samskonar lund- 
-erni i bygðum svo óh'kum að náttúrunni til sem frekast 
iná verða í voru fjölbreytta landi, ýmist lundernismun 
■eins mikinn og milli ólíkra þjóða í bygðum með alveg 
eamskonar náttúru, og alt á þó sameiginlega sögulega 
þróun, þá verður niðurstaðan sú, að í Noregi verður hmd- 
erni þjóðarinnar ekki skýrt af landslaginu. Og þá líkiega 
-ekki annarstaðar heldur*. 

En frá einu sjónarraiði flnst mér varla efi á því, að 
land vort hefir valdið miklu um það, »hver8 þeir eru 
kyns, er koma«. Það er með úrvali. 

Því heflr stundum verið hreyft, að íslendingar raundu 
vera farnir að úrkynjast fyrir allar þær hörraungar, er 
gengið hafa yfir þjóðina á uraliðnum öldum. Eg er þar 
Á alt annari skoðun. Þessar plágur hafa verið dómsdagur 
fyrir þjóöina. Þær hafa skilið sauðina frá höfrunum. Þær 
hafa drepið af fóðrunum alt, sem ekki var ódrepandi. 
Þær hafa flestar átt samraerkt við hafisinn, sera skáldið 
kveður ura: 

„en alt Bem er krankt og himir & höm 

hann hreinsar úr vegi og blœs á það dauðans anda". 

Þeir sem nú lifa i landinu eru afkomendur lifseigustu 
tnannanna. Þess vegna hygg eg, að kynslóð vor sé ekki 
iúrættuð, heldur »kynbætt af þúsund þrautum«, eins og 
fikáldið kveður ura túngrösin hérna. 8ö0 Landið og þjóðin. [Skirnir 

Mér dettur í hug saga, sem eg hefi heyrt um eina 
gildan bónda fyrrum. Hann hét Gestur á Varmalæk^ 
Hann átti mikið stóð, og drap þriðjung þess úr hor á 
hverju hörðu vori. En úr þvi stóði brást aldrei hestur. 

Hvort sem nú landið á mikinn þátt eða Htinn i eðli 
kynslóðanna, þegar þær fæðast þar, þá er enginn efi á 
því, að það veldur nokkru um hitt, hvað úr þeim verður 
með aldrinum. Vér skulum athuga lítið eitt, hvernig sam- 
bandi lands og þjóðar er varið. Það sem eg segi verð- 
ur þó að eins áttavisun eða yfirlit til umhugsunar fremur 
en lausn á málinu. 

Það er þá fyrst augljóst, að eðli landsins og sjávar- 
ins kringum það ræður allmiklu um það, hvaða atvinnu- 
vegir þar verða reknir. Það er t. d. engin tilviljun, að 
kvikfjárrækt og fiskiveiðar hafa verið, eru, og verða sjálf- 
sagt áfram, aðalatvinnuvegir íslendinga. 

Nú er það kunnugt, að hver atvinna setur að nokkn* 
leyti sinn svip á þá sem hana stunda, þvi atvinnunni 
fylgja sérstakir hættir, sem verða að venjum, en venjur 
verða annað eðli manns. Sveitamenn, sem sífelt ganga á 
ósléttu, verða t. d. öðruvisi i göngulagi en borgarbúar, 
sem ganga á þilsléttum götum; sjómenn ganga hins vegar 
öðruvisi en hvorir tveggja. Það er og meiri fjarsýni i 
augnaráði sveitamannsins og sjómannsins en borgarbúans^ 
sem alt af hefir húsveggina rétt við nefið. Skraddarar, 
skóarar, verzlunarmenn, prestar, læknar, kennarar, lög- 
reglumenn, o. s. frv. munu og að jafnaði hafa hverir sinn. 
fitéttarsvipinn, ef vel er að gáð. 

En stéttarmörkin eru í eðli sínu ekki þjóðleg, greina 
ekki eina þjóð frá annari, því að i fiestum löndum eni 
sömu stéttir til. Stéttirnar eru eins og mismunandi stiU 
eða leturtegundir i lífsbók hverrar þjóðar, en samsvarandi 
leturtegundum svipar saman, þó þær séu ekki steyptar í 
sama móti. Að vísu fer þjóð að ytra útliti eftir þvi, hve 
mikið kveður að hverri stétt, eins og hver bók fær sinn 
8vip eftir þvi, hve mikið er þar af hverju letrinu; en 
eins og útlitið á bókinni, leturbreytingarnar, sýna að eins- Skirnir] Landíö og þjó&io. 851' 

efnisskiftinguna i stórum dráttum, en efnið og andinn 
kemur fyrst í Ijós, þegar farið er að þýða þessi ytri tákn, 
eins er þvi varið um stéttirnar og þjóðina. 

Sama stéttin getur nú verið mismunandi á ýmsum 
timum i sama landi, og allólík i ýmsum héruðum landsin? 
á saraa tíma. Eg hefl jafnvel heyrt því haldið fram am 
eina sýbIu á landi hér, að þeir sem byggju i sveitunum 
upp til fjallanna væru miklu myndarlegra fólk en sam- 
sýslungar þeirra niðri á sléttunni, og í einum hrepp heflr 
mér verið sagt, að þeir sem byggju uppi við fjallið væru 
eins og alt annað fólk en þeir af hreppsbúum sem byggju 
niður frá. 

Hvernig stendur á þessu ? Er það af því, að lof tslag 
sé betra uppi við fjöllin, eða er það af því, að meiri at- 
orku þurfl til að reka búskapinn þar, og menn neyðist 
til að draga af sér slenið og verði þvi röskari menn 
og kvikari í hugsun? Eg held það sé einkum af því, að 
jarðirnar upp til fjallanna séu betri en niðri á sléttunni. 
Þær verða því keppikefli dugnaðarmannanna og komast í 
hendur þeirra. Þannig veljast smám saman efnismenn i 
sveitina með góðu jarðirnar, festast þar og auka kyn sitt. 
Þeir ráða svo sveitarbrag og hugsunarhætti, þvi eins og 
»ekki þarf nema einn gikk í hverja veiðistöð«, þannig 
getur einn ágætismaður stundum sett sitt mót á heila 
sveit, heilt hérað eða jafnvel heilt land. Sumar sveitir 
hafa stundum staðið i blóma um skeið, meðan að einstakir 
dugnaðarmenn voru þar uppi, en svo hnignað smám sam- 
an eftir að þeir féllu frá, án þess að náttúran hafl breyzt. 
Þetta sýnir, að sambúð lands og þjóðar fer fyrst og fremst 
eftir þvi, hvernig þjóðin er, sem byggir landið. Sú sveit, 
sem reynist einni kynslóðinni góð og heilladrjúg, reynist 
annari illa, af því hún fer öðruvisi að. Svo er um land 
og þjóð. 

Það er líkt um landið og leiksvið með tilteknum út- 
búnaði, leiktjöldum, húsmunum, Ijósfærum o. s. frv. Leik- 
sviðið afmarkar að nokkru leyti eðli þeirra sjónleika sem 
þar geka farið fram, svo að vel sé. En af þeim leikum^ d52 Landiö og þjóðin. [Skirnir 

sem þar má sýna, geta sumir verið góðir, en aðrir ómerki- 
legir. Þar má leika vel og iUa, eftir þvi hver leik- 
arinn er. 

Vér höfura hlotið að erfð eitt hið einkennilegasta leik' 
svið, sera nokkur þjóð hefir fengið. Saga vor sýnir og, 
að hér má lifa lifi svo merkilegu, að aldrei fyrnist. En 
vér þurfum ekki að leita lengi til að finna, að landið býð- 
ur þjóðinni ótal tæki bæði til íþrótta og alvarlegra starfa, 
sem hún þó hefir ekki notað, og að raargt hefir verið látið 
ógert, sem landið virðist skapað til. Leiksviðið hefir ekki 
skapað leikarann. 

Hér eru t. d. niörg fjöll með einhverri fegurstu út- 
sjón i víðri veröld. Þó hafa íslendingar ekki verið neinir 
fjallgöngumenn, og eg hygg, að það hafi verið útlending- 
ar, sem fyrstir gengu upp á sum hæstu fjöllin hér á landi. 
Á norður- og austur-landi er venjulega ágætt skiðafæri á 
vetrura. Ymsir ganga þar á skíðura af nauðsyn. En 
skíðalist hefir aldrei verið til hér á landi, er berandi só 
saman við list frænda vorra Norðraanna i þeirri grein. 
Líkt raætti segja ura skautaferðir. Viða eru hér heitar 
laugar — ágætt tækifæri til að læra sund. Forfeður vorir 
voru og miklir sundgarpar. En vér höfum til skarams 
tíma verið ósyndir, allur almenningur. Land vort er eitt 
hið einkennilegasta og fjölbreyttasta land að náttúru og 
jarðsaga þesa stórraerkileg. Þó eru Islendingar ekki al- 
ment hneigðir til náttúruskoðunar. 

Ef vér lítum á atvinnuvegina, kemur enn hið sama 
frara. Er það t. d. nokkur eðlisnauðsyn, að túnin séu 
ekki stærri en þau eru, eða garðarnir, eða að engjarnar 
eru ekki betri þar og þar? Mundi ekki svarið oftar en 
hitt verða það, að túnstæði sé jafngott utan garðs og 
innan, garðstæði raiklu stærra en notað er og að engjam- 
ar mætti bæta? Það var ekki heldur fiskimiðunum að 
kenna, að þangað til fyrir fáum árura voru þar engir ís- 
ienzkir botnvörpungar. Það var ekki heldur af því, að 
088 vantaði efni í góða skipstjóra og fiskimenn. Það var 
af þvi, að enginn hófst handa. Undir eins og einn fór á ðkírnir] Lfiiidi& og þjóöin. 4}58 

•undan og vísaði veginn, komu hinir á eftir. Og nú, eftir 
/áein ár, eigum vér ágæta skipstjóra og fiskimenn, liklega 
einhverja þá beztu í heimi, 

Eg nefni þessi dæmi að eina til að minna á, að það 
-er sitthvað að hafa leiksviðið og hitt að nota það eins 
og má, og að eitt er að hafa hæfileika og tækifæri, ann- 
að að nota hvorttveggja. Það er í fæstum greinum landið, 
aem sniður oss stakkinn, það leggur oftast til nóg efni i 
hann, ef vel er að gáð. Það erum vér, sem sníðura oss 
atakkinn eftir andlegum vexti vorum, og til að sniða hann 
€tœrri og fegri þurfum vér, en ekki landið, að vaxa. Þeg- 
ar alt kemur til alls, þá er það fremur þjóðin, sem setur 
mark sitt á landið, en landið á þjóðina. 

Það sem oss ríður mest á að vita er það, hvernig 
vér eigum að lifa svo i þessu landi, að í samræmi sé við 
eðli þess og varanlegar þarfir þjóðarinnar. Eftir þúsund 
ára líf i laudinu, liflr þjóðin enn að miklu leyti i ósam- 
ræmi við náttúru þess. Vér eigum enn eftir að finna, 
hvernig vér eigum að lifa þannig, að þjóðin eflist sem 
bezt af landinu og landið af þjóðinni, en menningin af 
hvorum tveggja. Eg skal skýra með nokkrum dæmum 
hvað eg á við. 

Ein hin fyrsta af þörfum vorum er skýli yfir höfuðið. 
Erum vér þá, eftir þúsund ár, búnir að finna þá húsa- 
gerð, er sé í fullu samræmi við eðli landsins og þarflr 
þjóðarinnar? Vér vitum að þvi fer fjarri. Torfbæirnir 
gömlu höfðu sina kosti. Þeir voru að miklu leyti úr efni 
sem fekst i landinu sjálfu. Baðstofurnar gömlu höfðu 
þann kost, að þar var alt heimilisfólkið saman komið. 
Þar varð meira samlif, en þar sem öllu er stiað sundur. 
Burstabæimir með grasigrónum þökum voru og eru í betra 
samræmi við græn túnin og fjallaburstirnar í sjóndeildar- 
hringnum en timburkassarnir, sem nú hefir verið tylt á 
hólana. Og ósamræmið sem i þvi felst, að reisa timbur- 
húfl i landi þar sem »viður vex engi utan björk og þó 
litils vaxtar«, er augljóst. Nú eru steinsteypuhúsin að 
koma, en vér eigum eftir að finna stil, erisameini henti- 

23 S54 Landið og þjóðin, [Sklrnirr 

semi, fegurð og samræmi við loftalag og avíp náttúrunnar- 
umhverfis. Og hver veit nema vér eigum eftir að finna' 
byggingarefni í landinu sjálfu. 

Ef vér litura á landbúnaðinn, verðum vér enn hins- 
sama varir. Það er enn að miklu leyti efamál, hvaða 
búskaparla^ borgar sig bezt. Menn ern ekki enn á eitt 
mál sáttir, hvort betur eigi við kúarækt eða sauðfjárrækt 
i sumum sveitum. Menn eru að fálma um það, hvaða að- 
ferðir séu beztar til að vinna jörðina og bæta, og ekki 
þarf að nefna það, að aldrei hafa verið gerðar nákvæm- 
ar athuganir og tilraunir til að finna beztu aðferð við 
hvert verkið. 

í flskiveiðunum hefir hvað rekið annað síðustu árinr 
róðrarbátaútgerð, þilskipaútgerð, vélbátaútgerð, botnvörpu- 
útgerð. Alt hafa þetta verið tilraunir, sem sýna að vér 
erum nú fyrst að átta oss á þvi til fuUs hvernig vér eig- 
um að fiska. 

Eg tala ekki um það, hvoit ísiand eigi að verða iðn- 
aðarland, hvernig fossarnir verði notaöir, hvaða iðnaður 
sé heppilegastur fyrir heimilisiðnað o. s. frv. Það erui 
alt óráðnar gátur enn þá. Eins er um samgöngufærin. 
Það er rifist um það, hvort járnbrautir eigi við hér á landi, 
og flestir eru ckki biinir að átta sig á því enn þá. Svona* 
er það um öll þau efni sem snúa aö landinu sjálfu. Vér 
vitum ekki á neinu sviði hvort vér höfum fundið þá lifn- 
aðar- og atvinnuhætti sem eru i beztu samræmi við landið, 
sem vér byggjum. Og um margt vitum vér að svo 
er ekki. 

En hvernig horfir svo landið við andlegum þörfum 
barna sinnay Býr það vel i haginn fyrir æðri menningu,. 
visindi og listir? Því hefir reynalan svarað að nokkru- 
leyti. Hér hefir dafnað menning er ber öU einkenni 
mannvits og snildar, svo langt sem hún náði. Forfeður 
vorir sköruðu á sinum tima langt fram úr öllum samtíð- 
arþjóðum í bókmentum, i list orðsins, og hún lifir enn hjá 
oss í blóma. Þeir fylgdust og vel með i þeim visindum 
er þá voru tíð og lögðu í sumu sjálfstæðar rannsóknir til. Skirnir] Landid og þjóöin. 866' 

Og vér höfum oftast átt einhverja vísindamenn. En hér 
hefir jafnan lítið verið um myndalist, tónlist og bygging- 
ingarlist. Það er þó varla fyrir þá sök, að gáfumar sem 
til þeirra þarf, geti ekki kviknað i landi voiu, enda hafa 
þær komið í Ijós á siðustu árura. Hvar mundi vera efni 
i einkennilegri og fegurri landlagsmyndir en hér? Hvar 
eru þýðari litir eða fegri sólsetur? Sá fegurðarauður 
verður aldrei tæmdur. Og nú eru íslenzkir málarar famir 
að ná honum á léreftið. ísleudingar eru söngelskir, eins 
og fjallaþjóðir oftast, og gæddir góðri söngrödd. Tónlist 
er hér i byrjun og margt ósmiðað úr gömlum íslenzkum 
lögum. Um hæfileika i húsagerðarlist er óséð enn. Landið 
hefir þar búið illa i hendur barna sinua. Blágrs'tið er 
óþjált og marmari enginn, er til greina komi. í líkneskju- 
list eigum vér einn frægan mann og er auðfundið islenzkt 
fjallaform í mörgum líkneskjum hans. 

Það er þá auðsætt að það er ekki landinu að kenna^ 

þó lítið hafi kveðið að gáfum þjóðarinnar í sumum listum 

og vísindum. Þegar hér safnast nægur auður i landinu 

til að bera æðri menningu, og þegar landsmönnum skilst 

það til fulls, að þjóðin í heild sinni verður að leggja fé 

til að rækta þau menningarblóm sem einstakir menn geta 

ekki helgað krafta sína nema með styrk af almannafé, 

þá mun sjást að allar þessar gáfur eru til með þjóð vorri. 

Ef vér athugum hve fjölbreytt náttúra lands vors er, 

þá mundi það ekki þykja undarlegt, að hún reyndist vel 

fallin til að vekja margs konar gáfur og glæða Imyndun- 

arafiið, sköpunarmagn sálarinnar. Reynslan virðist benda 

á, að f jölbreytni náttúrunnar valdi miklu um imyndunarafl 

þjóðanna. Fjallaþjóðir hafa að jafnaði auðugri ímyndun 

en sléttuþjóðir, og kemur það fram í því, að þjóðsiðir, 

þjóðtrú og þjóðlegar listir eru fjölbreyttari hjá þeim. 

Þetta er auðskilið, því að vér fáum allan efnivið hug- 

mynda vorra frá umheimi, og því oftar sem andstæður 

mæta auganu, þvi léttari verður gangur hugmyndanna, 

eins og islenaku hestarnir eiga ósléttum vegum fótfimina 

að þakka. Þetta kemur ekki í bága við það sem eg 

23* 856 Landið og þj'.din. [Skirnir 

sagði áður, að náttúran virtist ekki hafa áhrif á lunderni 
"þjóðanna. Það liggur dýpra en hugmyndirnar, og íraynd- 
iinaraflið getur verið auðugt hvort sem lundin er þung 
eða létt. Munurinn kemur þá fram i v a 1 i hugmyndan-na 
<og í blænum sem geðið breiðir yfir þær. 

Strjálbygðin hér á landi hefir að þvi leyti verið góð- 
iir skóli fyrir gáfur manna, að hvert heimili hefir að 
mestu orðið að bjarga sér sjálft og leggja á flest gjörva 
hönd. Þess vegna hafa íslendingar orð á sér fyrir að 
vera fjölhæfir. 

Lega landsins, hin mikla fjarlægð þess frá öðrum 
löndum, hefir að sínu leyti verkað eins. Þjóðin hefir að 
mestu búið að sinu. Áhrifin frá öðrum löndum hafa aldrei 
verið svo sterk eða tíð, að þau gætu hrundið vorri inn- 
lendu menningu af stóli. Þjóð vor hefir alt af verið sjálf- 
gjörvingur. 

Margt mætti segja um það, hver áhrif óblíða veður- 
lagsins, sem oft hrjáir land vort, hefir haft á hugsunar- 
hátt þjóðarinnar. Það er um hana eins og annað: alt 
veltur á því, hvernig við henni er snúist. Hún beygir 
dáðleysingjann, en kveikir upp karlsmenskuna og glæðir 
þróttinn i hinum hrausta og hugprúða, og það mundi vera 
í anda Bjarna: »frostið oss herði«, kveður hann. Og 
Stephan G. Stephansson kveður um Ingjald i Hergilsey: 

„Því sál hans var stælt af þvi eðli sem er 

i ættlandi hörðn, sem dekrar við fátt, 

sem fóstrar við hættnr — þvl það kennir þér 

að þrjóskast við dauðann með trausti á þinn mátt, 

i voðannm skyldunni víkja ei úr, 

og vera i lifinu sjálfum þér trúr". — 

Eg hefi nú talað á víð og dreif og niðurstaðan er 
þessi: 

Hvort landið mótar þjóðina fremur en þjóðin landið, 
það fer eftir þvi hver þjóðin er, hvernig hún hagnýtir sér 
landið. Landið er ekki fullskapað. Það er að eins efni 
sem þjóðin er að smíða úr til að fullnægja þörfum sínum. 
Eínid veldur jafnan miklu um það, hver smíðisgripurinn Skirnir] LiDdið og þjóöin. 857 

verður að lokura. Enginn smíðar »8ilfur8keiðar úr beini*, 
þó 8V0 standi í garaalli gortaravisu. En úr beini má 
eraiða skeið er sé jafn nothæf og eins mikið listaverk og 
hver silfurskeið. í verkinu koraa eiginleikar 8mið8ins 
frara. Og eins og sraiðnum fer fram á því að sraíða vel, 
eins er það i öllum efnum. Mennirnir 8kapa sjálfa 8ig á 
þvi að 8kapa eitthvað annað. Sá sera leysir snildarverk 
af hendi hefir ura leið gert 8jálfan 8ig af snillingi. 

Og nú ætti hlutverk vort að vera Ijóst. Það er að 
gera úr þessu landi listaverk raannvits og atorku og þar 
með þjóðina sjtxlfa að öndvegisþjóð. Til þess þurfum vér 
fyrst og fremst Ijósan skilning á eðli lands og þjóðar i 
öllura greinura. Land og þjóð eru samherjar. Hver góð- 
ur bóndi finnur það ósjálfrátt i hugskoti sínu, að það er 
metnaður hvers móa að verða gróin grund, og grösin sera 
^gróa á nýrri sléttu kinka koUi i blænum og þakka fyrir 
hjálpina: 

„Hrað gjörir þú mér, það gjöri ég þér", — 

svo greinir hin kalda mold; 

„ef gleðnr þn mig, þi gleð ég þig, 

þin gæfa sr ég", segir Fold. 

„Hvert vallarstrá mina vottar þrá, 
ef varirnar opna kann, 
og angun öll, þaa vakna um völl 
til að vita, hver bezt mér ann". 

liandið mun borga oss alt sem vér gerum þvi til 
góöa. Náttúra þess ber i skauti sér óteljandi yrkisefni 
fyrir önd og hönd. Þvi betur sera vér skiljuni það og 
breytum. eftir því, þvi betur raun oss farnast. Og þvf 
betur raunura vér verðskulda að heita saraverkaraenn guðs^ 

Guðm. Finnbogason. Edda 

í kveöskap fyr og nú. Edda er góö og orðafróð, 
undirstóll til kvæða; 
sækir þann, með snild hana kann, 
sjaldan orða fæða. 

Þessi vísa er rituð innanmáls í handrit citt af Snorra- 
Eddu (Fragmentum Arnamngnæanum 748), að því cr segir * 
í útgáfu Árnanefndar af Snorra-Eddu III. LXIX, og sýnir 
visan, hvcrja skoðun ritarinn hafði um þetta efni; f æ ð a 
k að vera f æ ð , skortur, svo sem bent cr á i útgáfunni, 
og verður varla vísuhöfundinum til meðraæla. En hugs- 
unin i vísunni er rétt og samkvæm því, cr Snorri leit á 
sjálfur og litið var á um margar aldir eftir hans daga, og 
alt fram að vorura dögum. Eftirraálinn i Snorra-Eddu (I. 
224) byrjar á þessa leið: »En þat er nú at segja unguni 
skáldum, þeim er girnast at nema mál skáldskapar, ok 
heyja sér orðafjölda með fornum heitum, eða girnast þeir 
at kunna skilja þat, er hulit er kveðit, þá skili hann 
þessa bók til fróðleiks ok skemtunar«. Hér kcmur fram, 
hver sé tilgangur bókarinnar og hver not megi að henni 
verða, þeim er hana kunna og skilja. Menn hefir gieint 
á um það, hvað bókarnafnið Edda þýði, en flestir ætla eg 
niuni hallast að þeirri skoðun Konr. Gíslasonar, að Edda 
sé dregið af ó ð r , skáldskapur, og þýði þá skáldskapar- 
fræði (Aarb. f. nord. Oldk. og Hist. 1884). Aðrir (Eirik- 
ur Magnússon) hafa viljað draga nafnið af bæjarnafninu 
Oddi (á Rangárvöllum) og ætti þá að þýða »bókin frá 
Odda«, en því virðist enginn gaumur gefandi. En hvað ^Skirnir] Edda i kveðskap tjt og bú. 868 

rsem um þetta er, hvað bókarnafnið Edda þýðir, eða af 
Ihverju það er dregið, þá er það Ijóst og óhaggað, að 
iEdda Snorra Sturlueonar e r skáldskaparfræði, og notin 
tþau tvenn, 1., að yngri skáldin nemi mál skáldskapar og 
.heyi sér orðafjölda; 2., að menn skilji það, eem hulið er 
.kveðið, skilji hinn foma kveðskap, og eru þau hin al- 
imennu not, er að bókinni mega verða. Það er eigi vitað, 
nær bókin fekk fyrst nafnið Edda, eða hvort Snorri nefndi 
8V0 bókina sjálfur. En svo segir í handriti því, er Upp- 
salabók heitir (Sn. E. A. M. II. 250)»): »Bók þessi heitir 
Edda. Hana hefir saman setta Snorri Sturlusonr eftir þeim 
hætti, sem hér cr skipatc Þarna kemur nafnið fyrir og 
þarna segir, hver sé höfundur bókarinnar, og hefir aldrei 
þótt neinn efi á þvi leika, hvert væri nafn bókarinnar og 
hver væri höfundur hennar. 

En »edda« er ekki að eins nafn bókarinnar, er Snorri 
samdi um hinn forna kveðskap, heldur er orðið einnig 
haft um það efni, er um rœðir í bókinni, hinar fornu 
kenningar, ókend heiti og forn orð, sem skáldin notuðu 
i kveðskap sínum öid eftir öld fram ú vora daga. Um 
þann kveðskap, er svo var háttað, var sagt, að hann væri 
edduborinn og eddukendur, og sér ekki á orð- 
unum, hvort í þeim er fólgið lof eða last eða hvorugt. 
En 8ú cr merking orðanna, að notuð séu forn orð, ókend 
heiti og kenningar, sérstaklega kenningar, svo sem þetta 
kom fram i kveðskap fornmanna fyrir 14(X) eða um það 
bil. Annað verður Ijóst, þegar talað var um edduhnoð, 
sagt, að einhver vísa eða eitthvert kvæði væri tómt eddu- 
hnoð, þá var það lastandi orð, og þótti þá ofmikið að því 
gert, að nota edduna. Mér kemur til hugar visa eftir dr. 
Sveinbjörn Egilsson, sem raargir munu kannast við enn 
og er prentuð i Ijóðmælum hans; eg held, að hún hafl 
verið um eitt skeið hér um bil það, sem kallað er »hús- 
gangur«, og verið alkunn, en vísan er þessi: ') Stafgetning breytt. 860 Edda í kveðskap' tyr 'og nú. [SkirDÍr 

Edda prýðir, allir lýðfr;Segja, 
en hana &ð brúka of lnjög er 
eÍDS og tómt að ita smér. 

STeinbjörn Egilsson vissi vel, hvað hann söng, þar semj 
hann bæði var allra manna eddufróðastur, skáld sjálfur 
og bar svo gott skyn á það, er fagurt er og vel á við^ 
að ávalt heíir því verið viðbrugðið, þá er á það er minst, 
hversu fallegt raál hann ritaði. Hann segir í vísunni, að' 
sú sé skoðunin almenn, að edda prýði, og raá þá jafn- 
frarat minnast á það, er Sigurður Breiðfjörð segir í for- 
málanum fyrir Númarímum, að eddu eigi að nota til prýði 
í kveðskapnum, en skáldið eigi ekki að nota hana til a^ 
gera sér kveðskapinn auðv^eldari, og verði sá ekki kall- 
aður skáld raeð réttu, er til þeirra ráða verði að grípa. 
En að öllu má of mikið gera, og svo cr um það, að nota 
edduna, og líkir Sv. Eg. því við það, að éta tórat srajör. 
Að edda prýði var þá alraenn skoðun á hans dögura og 
hafði verið öldura saman fyrir hans daga, og á eg hér 
við tíraann eftir 1400. Riranaskáldin notuðu eddu óspart 
og kunnu eddu og léku sér að þessari prýði í rímunum^ 
fóru þar »á kostura hreinura*, og sá þótti jafnan snjall- 
astur, er dýrast kvað og sraellnastur var og tilþrifaraeat- 
ur í því, að nota edduna, fornyrðin og sérstaklega kenn- 
ingarnar. Fólkið tók þessum kveðskap opnum örraum* 
Ríraurnar voru lesnar og lærðar og kveðnar við raust á 
kveldvökunura á vetrura á bæjunura fyrir heimilisfólkinu^ 
er það var alt koraið saman og sat við vinnu sína. Sá 
heimilismaðurinn, sera kvað ríraur (eða las sögur), varð 
svo sem »hrókur alls fagnaðar« fyrir heimilið, og þótti 
ekki einskis nýtur eða óþarfur maður á kveldvökunumy 
þótt hvorki sæti hann með kamba né prjóna eða við' 
vefnað. Kveldvökuvinna hans var engu síður metin góð 
og gagnleg, en vinna annars heimafólksins, því að þá er 
hann kvaö (eða las sögur), einkum þá er hann kvað,, 
færðist líf og fjör i fólkið og vinnan gekk miklu betur. 
Fólkið syfjaði siður á hinum löngu kveldvökum eða alla 
ekki. Kambarnir tœttu kappsamlega ullina hvor úr öðr- i SkirDÍr] Edda i lcveðslrap fyr x>g nt. 86P 

um og rokkhjólin snerust á fleygifero, þvi ao kveðskap- 
urinn hleyptí fjöri i spunakonurnar. En er hlé varð á 
og kvœðamaðurinn þurfti að hvíla sig, þá var rætt um- 
það, er kveðið var, þvi að fólkið skildi kveðskapinn, þótt 
gnægð væri af fornum orðum og kenningum, og kveð- 
skapurinn þvi ærið edduborinn, og það kunni að meta 
smellnar og fjörugar visur. Auðvitað hafa undantekning- 
ar átt sér stað, enda er það algengt og fornt mál, að- 
engin regla sé án undantekningar, og svo segir á latinu- 
máli : nulla est regula sine exceptione. Rímnaskáldin eru 
fyrir löngu komin undir græna torfu og rímunum þeirra 
Binnir nú enginn, rímnakveðskðpurinn fallinn úr aögunni 
og heimaiðnaðurinn á kveldvökunum nálega dottinn nið- 
ur eða mjög svo á fallanda fæti viðast. Timarnir breytast 
og vér breytumst jafnframt. Það vissu hinir fornu Róm- 
verjar og þvi sögðu þeir: Tempora mutantur et nos 
mutamur in illis. Nú nefna fáir eddu; ni'i heyrist ekki 
talað um, að visa sé eddukend eða kvæði edduborið, enda 
eru varla önnur kvæði, er það yrði sagt um, en sum 
kvæði sira Matthíasar. Edduhnoð er ekki nefnt á nafn. 
Nú eru þeir, að þvi er eg hygg, fremur fáir, er þekkja 
eddu, skilja kenningar, skáldaorð og ókend heiti, er svo 
mjög kveður að i kvæðum fornskálda og hélst siðan við 
öld eftir öld i kveðskap langt fram á 19. öld. Nálega 
hvert barnið veit það, að Snorri Sturluson samdi bók þá, 
er Edda heitir, og að si'i bók er mjög fræg, og að efnið 
er goðasögur og skáldskaparfræði. Þetta vita bæði börn 
og fullorðnir menn, en það hygg eg óhætt að segja, a^ 
allur þorri manna þekkir ekki efni bókarinnar. Þeir 
þekkja »Eddu« (bókarnafnið), en ekki »eddu« (bókarefnið). 
Nú er þó hægt að afla sér bókarinnar; fyrrum var það 
enginn hægðarleikur, er útgáfur voru fágætar og dýrar, 
en margir kunnu þó allvel »eddu«, þótt aldrei hefðu þeir 
»Eddu« séð. Margur hagyrðingurinn orti með réttum og' 
smellnum og iburðarmiklum kenningum og notaði óspart 
forn skáldaorð, þótt aldrei heföi hann lesið goðasögurnar 
og skáldskaparmálin 1 Snorra-Eddu. Þeir höfðu lært at :3S2 Edda i kveðskap fjr og ná. [Skirnir 

kveðskap annara, skilið liann og lifað sig inn i hann. 
Yngri skáldin lærðu af kveðskap eldri skáldanna og þjóð- 
in sinti þessum kveöskap, haan vflrð svo sem samvaxinn 
lífi þjóðarinnar, festist i rainninu og bjó i huganum. Ann- 
ars hefðu eigi verið jafnmargir hagyrðingar með þjóð 
vorri, sem raun varð á. Og að öðrum kosti hefði þessi 
kveðskapur eigi orðið fróðleikslind, hressingarlind, skemt- 
unarlind fyrir þjóðina. 

Kenningar eru mjög fátíðar i nútíðar-skáldskap og er 
það eðlilegt. Margar þeirra, t. d. margar mannkenning- 
ar, hafa mist gildi sitt, og það hefði verið eðlilegt, að 
þær hefðu fallið niður endur fyrir löngu, því að þar sem 
þær voru svo mjög bundnar við hin heiðnu trÚHrbrögð, 
þá hlutu margar þeirra að missa hið eiginlega gildi sitt 
með kristnitökunni eða þegar kristin trú fór að festa ræt- 
ur, en meir og meir fyrntist yflr hin heiðnu trúarbrögð. 
Sú samliking, sem fólgin var i mannkenningum með ása- 
heitum, hlaut að verða dauð og máttlaus, þegar ásatrúin 
féll niður, og hinir fornu guðir stóðu eigi framar lifandi, 
öflugir og glæsilegir fyrir hugum manna, og trúin á goða- 
sögurnar var fallin niður. En það varð eigi, að kenning- 
arnar féllu niður. Kveðskapurinn stóð áfram með sama 
sniði og yngri skáldin ortu að dæmum eldri skálda og 
tóku þau sér til fyrirmyndar. En þótt kenningarnar væru 
framvegis réttar, glæsilegar og tilkomumiklar, þá varð sú 
afturför í notkun þeirra, er stundir liðu, að þær áttu nú 
einatt alls eigi við um þann mann, er nefndur var kenn- 
ingu, eða þá atburði, er verið var að segja frá. Kenn- 
ingarnar urðu föst orðtök, og jafnvcl hin stórkostlegasta 
herriiannskenning þýddi blátt áfram ekkert annað en 
»maður« eða »hann«. Dæmin eru mýmörg, og tek eg 
að eins fáein dæmi, til að skýra þetta betur. 

Þá er Skarphéðinn hitti smalamanninn frá Hlíðar- 
enda, fékk hann honum höfuðið af Sigmundi, er hann 
hafði þá drepið, og bað hann færa Hallgerði. Sagan legg- 
/ur honum þá i munn visu, og er fyrri hluti hennar þessi : -49kiroir] £dda i kveðtkap fyr og nú. 36S 

Höfaö þetta skalta, hrotta 
hljómstsrandi, fsra 
(kom þú, eldskerðir, orðam 
ilsferðar) Hallgerði. 

Hér er sraalamaðurinn kallaður hrotta hljómstær- 
-íindi; hrotti, sverð; hrotta hljómr, sverðagnýr, 
orusta; hrotta hljórastærandi, sá, sera eykur, 
eflir orustu, hermannskenning, og á því í mesta raáta illa 
við ura sraalamanninn, sera sjálfsagt hafdi aldrei í orustu 
verið, og var svo hræddur, að hann kastaði niður höfð- 
inu Sigmundar, er þeir Skarphéðinn höfðu skilið við hann. 
Sraalaraaðurinn er líka kallaður áls ferðar eld- 
8 k e r ö i r ; á 1 1 (einskonar) fiskur ; áls ferð (= braut, 
vegur), sjór; áls ferðar eldr, sævar eldr, gull; áls 
ferðar eldskerðir, auðugur og örlátur raaður, og 
á ekki vel við ura smalamannstetrið, bhífátækan garra- 
inn, sera að líkindum átti ckki grænan eyri, og ekkert 
annað en garraana utan á sig. Kenningarnar er liklega 
réttara að taka svo upp : hrotta ferðar hljóra- 
fitærandi og áls eldskerðir (Nj. II. G38 — 639 ; 
Lex. poet.). hrotta ferð, sverða gangur; hrotta 
f e r ð a r h 1 j ó m r , sá gnýr, cr kemur fram af hreyfingu 
«verðanna. Þá verður áll dýpi i sjónum, hér s. s. sjór; 
sævar e 1 d r , gull ; og kemur hið sama fram, að þvi er 
til sraalamannsins tekur. Þessar kenningar þýða þá hér 
ekkert annað, en blátt afram »raaður«. 

Þorkell Elfarskáld kvað afbragðs-fallega vísu ura vörn 
Ounnars ii Hlíðarenda, er þeir Gissur hvíti fóru að hon- 
um og drápu hann, og er fyrri helmingur vísunnar á 
þessa leið: 

Spurðum v«'r, hvé varðiak 
vigmóðr kjalar slóða 
glaðstýrendam geiri 
Gannarr fyri kjöl eunnan. 

flér kennir skáldíð þá Gissur svo, að hann kallar þá 
kjalar slóða glaðstýrendr; kjölr, skipskjölur; 
k j a I a r s 1 ó ð, sjór; g 1 a ð r (= G 1 a ð r), hestsheiti; sœv- 364 Edda i kvebskap tyr og nú, [Skirnir- 

ar hestur, skip ; skips s t ý r a n d i er þá eiginlega kenning^ 
sæfara, siglingamanns. En Gissur og þeir félagar yoriri 
bændur i sveit, en engir sjómenn eða sæfarar, og á því 
kenningin ekki við um þá, og þýðir hér blátt áfrani' 
»menn«. 

Hallgerðar neitaði Gunnari um hárlokk i bogastreng.. 
Sagan segir, að Gunnar hafi þá kveðið visu, og er fyrri. 
helmingur hennar á þessa leið : 

Hverr hefir dreyrgra darra 
dómreynir til sóma 
niðr drepr sveigar S4ga 
sins ágætis miuam. 

Þ. e.: Hefir hverr dreyrgra darra dóm- 
reynir til síns ágætis. Svcigar Sága drepr 
n i ð r s ó ra a m í n u m . Þessi ægilega hermannskenn- 
ing: dreyrgra (blóðugra) darra (spjóta) dóm(or- 
ustu) -reynir þýðir blátt áfram »maður« og felur i sér 
bæði karla og konur. — Þessar visur, sem Gunnari eru. 
eignaðar, eru löngu síðar ortar inn i söguna. — I Njála< 
og ýmsum öðrum íslendingasögum eru þess konar dæmL 
mýmörg í lausavisum. 

Vér skulum hta á kvæði Einars Gilssonar um Guð- 
mund biskup Arason. Einar er ágætt skáld, leikinn og 
þaulvanur og fastur á svellinu og hefir kenningar á hverj- 
um fingri. En það er garaan að sjá, hverjar kenningar 
hann notar um þá menn, sem hann segir frá. Margar 
kenningarnar þýða að eins »menn«, án þess að átt sé við 
einataka, nafngreinda 'menn. Meybarn fæddist á Eyjum 
á Ströndum, og voru fengnir til tveir menn, karlmaður 
og kona, að fara með barnið til skírnar að Stað í Stein- 
grimsfirði. Á þessu byrja Selkolluvísur Einars Gilssonar. 
Manninn kallar hann dalar éls ask; dalr, bogi ; 
d a 1 a r é 1 , orusta ; a s k r , viður, og er þá þetta her- 
mannskenning. Maðurinn er líka nefndur f 1 e i n a T ý r 
ogbrynju meiðrog Bölverks þinga Baldr,. 
og eru þetta alt hermannskenningar, en Htil eru líkindi 
þess, að hann hafi verið herskár, maðurinn sá, og hefir- '^Skirnir] Edda i kveðskap fyr og nú. 865 

liklega aldrei farið með boga eða spjót eða borið brynju, 
-og liklega verið allólíkur þeim ásunum, Tý og Baldri. 
Hver þessara kenninga þýðir að eina »maður«, en er þó 
Jhér um ákveðinn mann, þótt eigi sé hann nafni nefndur. 

Dálkur bóndi á Hafnarhólmi var smiður góður, og 
kallar Einar hann hamra hlyn, oger ágæt kenning 
um smið, sem fer með hamra, h 1 y n r er viðartegund. 
En annað verður ofan A, þegar hann kallar Dálk bónda 
laufa brigðir, undfleins ýtir, randa veitir; 
1 a u f i er sverð; undfleinn er spjót; r ö n d er skjöld- 
ur. Dálkur varð vitskertur eftir viðureignina við 
Selkollu, og Þórgil8 félagi hans sat yfir honum sjúkum. Sel- 
kolla sprengdi úr Þórgilsi bæði augun, en Einar nefnir hann 
hyrflæðar hreytir = flæðar hyrhreytir; 
flæðr, sjór; hyrr, eldur; sævar eldur, gull; gulls 
h r e y t i r , auðugur og örlátur maður, en litið hefir hann 
átt gullið, hann Þórgils. Þarna lágu þeir báðir i bólun- 
um, þegar Guðmundur Arason kom til þeirra, annar 
Windur og hinn vitlaus, segir Einar, »ok trautt munu tveir 
veslingar meiri«, segir hann. En þegar hann segir frá 
þessu, kallar hann Þórgils geirþings gæðir, sem er 
herraannskenning. Dálkur bóndi fær sömu »compIimentin«, 
þar sem hann er kallaður valdr fjöldrifins skjaldar vinns 
^= vinds), en skjaldar vindur er orusta og orustu v a 1 d r 
er Dálkur bóndi, friðsamt bóndatetur norður á Ströndum, 
fiem nú var svo komið fyrir, að hann lá vitlaus í bólinu 
Binu. Verið getur, að hann hafi átt eitthvert skjaldarskrifli 
úti i skemmukofa, en að sá skjöldur hafi verið f j ö I d r i f- 
i n n, skreyttur dýrum málmum, það tel eg ótrúlegt. 
-Guðmundur Arason sökti SelkoIIu, svo að ekki varð mein 
tið henni framar, en ekki gat hann læknað þá veslingana. 
Dálkur lét eftir ráði Guðmundar biskups fiytja sig til 
Staðarkirkju og dó fáum nóttum siðar, en Þórgils var 
steinblindur alla sína daga, og greini eg ekki meira úr 
.SelkoIIuvisum. 

Þá skulum vér rétt snöggvast líta á kvæði eða drápu 
Einars um Guðmund biskup. Einhverju sinni, er biskup 366 Edda i kveðskap fjr og nú. [Slkirnir' 

sat í stofu og einn klerkur hjá honura, komu þar inD 
þrir fátæklingar og báðu ölmusu ákaflega, en biskup hafði 
þá ekkert handbært og tók þá vænan silfurboUa, er Þórir 
erkibiskup hafði gefið honum. Hann kastaði bollanum f 
gólfið, og stökk hann sundur í þrjá jafna hluta, og fekk 
sinn hlutann hver fátæklinganna. Einar segir frá því, er 
þeir komu inn með þessum orðum: 

Eomu árar aumir 
inn benstara minnis, 
þar er Guðmundnr greindi 
góð verk, þrimu sterkrar. 

Hann kallar þá fátækiingana aumir árar sterkr- 
ar þrimu benstara minnis; benstari (ben, 
sár ; s t a r i , f uglsheiti), hræf ugl, hraf n eða örn ; b e n - 
stara minni (= drykkur), blóð;blóðs þrima, orusta; 
orustu á r r, hermannskenning, en a u m i r voru þeir, 
þessir menn, sem hann kennir á þennan hátt. Þegar 
þeir fóru að biðja ölmusunnar, kallar Einar þá b y r - 
hrafns meiðar; byrr, (hagstæður) vindur ; h ra f n 
(= H r a f n), hestheiti ; byrhrafn, skipskenning ; 
m e i ð r, viður, og verður þetta þá sæfarakenning, en litlir 
sægarpar munu þessir náungar hafa verið. Þegar þeir 
fara út aftur, auðmjúklega þakkandi fyrir sig, þá eru þeir 
aumir Fundins hyrjar flaums Grautar: 

Fóru Fundins hyrjar 
flaums þakkandi aumir 
Gautar vœnum veiti 
víns ástgjafir sinar. 

F u n d i n n er dvergsheiti, virðist hér haft sem Oðins- 
heiti; h y r r, eldur; Fundins hyrr, sverð ; sverðs 
flaumr, orusta; orustu Gautr (= Oðinn), hermanns- 
kenning. Þeir voru a u m i r , kapparnir þessir, eegir 
Einar. 

Kálfur bóndi, sem tók kverkameinið, er kallaður 
hjörvahristirogÁta stéttareldboði. Áti^ 
sækonungur; Áta stétt, sjór; Áta stéttar eldr^ 
guU; gulls boði, örlátur maður. — Ófeigur bóndi, aem Skirnir] Edda i kvedskap fyr og nú. SGT* 

augnaverkurinn ætlaði að gera út af við, er kallaður 
hjörteina hríðar (= hjörhriðar teins) 
h r e y t i r, og er hermannskenning. Hann er og kallaður 
hellisGauta hlátrar deilir; helIisGautr^. 
jótunn; jötuns hlátr, gull; gulls deilir, öflátur (og 
auðugur) maður. Sjúkan mann nefnir Einar böðvar 
Týr, hermannskenning, og ambáttin, er kló fót Guð- 
mundar Arasonar, er hann var í sæng komiun, er kölluíV 
Áta jarðar ells þella, og er þó ólíklegt, að hún 
hafi verið skreytt gulli eða átt gull til í eigu sinni. 

Einar Gilsson var uppi á 14. öld, lögmaður norðan 
og vestan 1367—1369. 

Höfundur kvseðis þess, er Leiðarvísan heitir og er 
frá miðri 12. öld, kveðst vilja yrkja fyrir linns lá,ð& 
lyftimeiða og hrælinns hirðimeiða og varr- 
arviggskrýðendr og biður þá að hlýða kvæðinu, 
rétt eins og hann hafi ekki ætlað kvæðið öðrum en auð- 
ugum mönnum (linnr, ormur; linns láð, gull; gulls 
lyftimeiðr, auðugur maður), hermönnum (hræ- 
I i n n r , sverð eða spjót ; hrælinns hirðimeiðr, 
hermannskenning) og sæfarendum (vörr, sjór; vigg, 
hestur ;varrar vigg, skip ; skips skrýðandi, sœ- 
farakenning), en þetta er svo að skilja, að þessar kenn- 
ingar þýða blátt áfram menn, hvernig svo sem högum 
þeirra er háttað, og sjálfan sig kallar skáldið b r a n d s 
árr, sem er hermannskenning, en hefir þó sjálfsagt veri^ 
prestur eða munkur. 

I hinu ágæta kvæði Líknarbraut frá síðari hluta 12» 
aldar kallar skáldiö sig vigrunnr, og er hermanns- 
kenning, en hefir þó verið munkur eða prestur, sem aldrei 
hefir verið við vig riðinn, og koma þar fyrir margar til- 
komumiklar kenningar, sem ekki þýða annað en »maður«, 
»meim«, og nefni eg aö eins fáeinar sem sýnishorn; 
randa röðuls rýrir; eggmóts Ijóss árr;. 
hlifrunnr; hjörva hljóms hnigstafr; stafna 
stóðriðandi; bauga láðs blikmeiðandi, o. 
8. frv, og eru þetta alt fallegar og réttar kenningar, ea 368 Edda í kveðskap fyr og nú. [Skirnir 

þýða ekki annað en »raenn« alment, og er hvorki átt 
Æérstaklega við hermenn né sjómenn né auðmenn. 

Hið mikla og merka kvæði Einars prests Skúlasonar 
um Olaf konung Haraldsson, það cr Geisli heitir og hann 
.flutti i Kristskirkjunni i Þrándheimi (1153) i viðurvist 
þriggja konunga, þeirra bræðranna Eysteins, Sigurðar og 
Inga, erkibiskups og fjölda fólks, er með sama markinu 
brent, að því er tekur til kenninganna, t. d.: auðfinn- 
jindi = maður; (blindr) auðar njótr = (blindur) 
maður; orms landa árr = maður; auðar beiðir, 
Jiodda brjótr og málma stríðir um ungan 
mann, er úr var skorin tungan. 

I Jónsvísum Kolbeins Tumasonar (f 1208) er Jón 
postuli kallaður særir sundhyrs; díks dagrenn- 
ir; sunds sólar s n ar d ei 1 an d i, og hefir þó aldrei 
verið orð gert á því, að Jóhannes postuli hafi verið auð- 
ugur af gæðum þessa heims og hafi haft af miklu að taka, 
til að miðla af öðrum, þótt viljann hafi ekki vantað. 
Gull og silfur áttu postularnir ekki. 

Arið 1208 var kveðin visa sú, er þessi er fyrri helm- 
ingur hennar: 

Vist em farnir flestir 
fála he&ts ct mesta, 
þótt lýðir böl biði, 
bræðendr at harðræðam. 

^Þ. e.:Vísteru flestir bræðendr fálu hests 
farnir et mesta at harðræðum, þótt lýðir 
biði böl; fála, tröllkona; fálu hestr, úlfur; 
fálu hests bræðendr, þeir, sem veita úlfi bráð, 
Jiermannskenning, og á ekki illa við, þegar litið er á til- 
efni visunnar (Bisk. I. 6H0), og skáldið er að kvarta yflr 
því, að hugur og dugur sé þrotinn, er til harðræða komi 
eða stórræða eða herfara, og hér varð að beita hernaði, 
ef duga skyldi. Hermannskenningin á þvi ekki illa við 
J rauii réttri, en hún er ekki vel valin, þar sem átt er 
yið Islendinga, því að úlfar hafa aldrei verið á íslandi, rSkfrDÍr] Edda i kveðskap fyr og nú. 869 

og íslendingar hafa því aldrei veitt úlfura bráð, þótt þeir 
hafl víg unnið. 

Þetta efni væri ótæmandi, ef rekja skyldi til hlítar, 
og er 8ii eigi ætlun mín, heldur að eins að sýna fáein 
dæmi til skjTÍngar, tekin rétt af handahófi. Eg ætla þó 
að minnast á eina visu forna, eldri en það, er eg hefi 
nefnt. Hana kvað EgiU Skallagrímsson og er talin ort 
um 965, og er evo litið á, að hún sé rétt feðruð, en eigi 
ort siðar inn i söguna (F. J.: Skjalded. B. I. 52). Tilefnið 
var það, er Þorsteinn sonur hans tók silkislæðurnar Arin- 
bjarnamauta og hafði á þingi, svo að Egill vissi ekki. 
Slæðumar voru Þoi-steini heldur síðar og urðu saurgar 
neðan, er hann var i Lögbergsgöngu. Að þessu komst 
Egill siðar og mislíkaði stórum, og kvað þessa vísu: 

Áttkak erfinytja 
arfa mér til þarfan, 
mik hefr sonr of svikvinn 
(svik telk i þvi) kvikvan; 
vel m&tti þesB vatna 
viggriðandi biða, 
68 hafskiða hlœði 
hljótendr of mik grjóti. 

Hann segir í visunni, að hann eigi óþarfan ei*fingja að 
fjármunum sinum, þar sem sonur sinn hafi svikið sig, 
meðan hann sé enn á lífi, því að þetta tiltæki Þorsteins 
segist hann kalla svik ; heföi Þorsteinn vel mátt biða þess, 
er hann væri dauður og í haug iagður. Hann kennir 
Þorstein svo, að hann kallar hann vatna viggríð- 
a n d i ; v i g g, hestur ; vatna vigg, skip ; v a t n a 
viggriðandi erþá sæfarakenning, en Þorsteinn lagði 
alls ekki fyrir sig sjómensku og siglingar, og kenningin 
á því ekki við um hann. EgiII segir, að Þorsteinn hefði 
vel mátt biða þess, er hafskíða hljótendr hlæði 
grjóti j-fir sig; h a f s k i ð er skip og hafskiða hljót- 
endr er þá sæfarakenning, og litur þá svo út, sem 
EgiU hafi ætlað sjómönnum einum eða skipseigendum 
að heygja sig. En þetta er ekki svo að skiija, heldur eru 
'báðar þessar kenningar blátt áfram mannkenningar, önn- 

24 370 Edda I kveðskap tyi og nú. [Skírnir 

ur þó um ákveðinn mann, en hin um menn alment, ótil- 
tekna menn. Af þessu má sjá, að snemma heíir það- 
komið upp i kveðskapnum, að kenningarnar verða föst 
kveðskaparorðtök, sé vísan annars rétt feðruð, og síðan 
tekur þetta einn eftir öðrum, en því er ekki sint, hvort 
kenningarnar eiga í raun og veru við ura þá menn, sem 
þær eru hafðar um, eða þá atburði, sem verið er að' 
tala um. 

Hins vegar eru þau dæmi mörg á öllum tima hins 
forna kveðskapar, þar sem kenningarnar eiga vel við um 
menn og atburði, og bregöur þvi einatt fyrir á hinu siðara 
tímabili hins forna kveðskapar alt fram að 1400. Má 
vel vera, að stundum sé það tilviljan ein, er svo vill til,. 
en ekki af því, að skáldið hafi haft tilfinningu fyrir því 
eða séð það glögt, að kenningarnar áttu að vera lifandi 
myndir og i þeim felast sönn og rétt lýsing, en ekki dauð- 
orðtök i kveðskapnum. 

Á 14. öldinni fara skáldin að sjti það og skilja, að' 
hinar fornu kenningar áttu illa við í helgikvæðum og 
i dýrðlingakvæðum, svo og það, að nota að mun forn- 
yrði, þar sem það yrði til þess, að kvæðin yrðu torskilin.. 
Þessi skoðun var rótt. Hinar fornu kenningar, sem stöf- 
uðu frá heiðni og lutu svo mjög að hermensku, gátu ekki 
átt við í helgikvæðum eða dýrðlingakvæðum. Arngrímur 
Brandsson, ábóti á Þingeyrum 1350 — 1361, orti 1345 drápu^ 
um Guðmund biskup Arason, og segir þar svo: 

Rædda ek litt við reglur Eddu 

ráðin mín, ok kvað ek sem bráðast 

visar þær, er ek vil ei hrósa, 

verkina erat sjá mjúkr í kverkum. (Bisk. II. 187). 

Arni Jónsson, ábóti á Munkaþverá 1371 — 1379, orti og; 
drápu um Guðraund biskup, og segir hann svo : 

yfirmeistnrnm mnn Eddn listar 
allstirður sjá hróður virðast, 
þeim er vilja svi grafa og geyma 
grein klókastra fræðibóka; 
lofí heilag^a lizt mér hæfa flklrnir] Edda i kveðskap fjr og nú. 871 

Ijðs ritnÍDga sætra vitni, 

en kenningar anka mönnum 

engan styrk né fsgnaö myrkvar. (Bisk. II. 220). 

Eysteinn Ásgrímsson (dáinn 1361), sem orti Lilju, hið 
frægasta allra helgikvæða, segir svo: 

varðar mest til allra orða, 

nndirstaðan sé réttlig Fnndin, 

eigi glögg þótt Edda regla 

undan bljóti að vikja stundnm (97. TÍsa); 

og enn segir hann: 

Sá, er óðinn skal vandan velja, 

velr 8VÓ mörg i kvœði at selja 

hnlin fomyrði, að trantt má telja, 

tel ejr, að það má skilning dvelja (98. visa); 

og i Lilju eru engar torskildar kenningar né hulin forn- 
yrði. Skáldið vildi eigi og þurfti eigi að bregða sHku 
fyrir 8ig, og er drápan þvi enn agætari og auðskilin 
hverjum manni á vorum dögum. 

Nú er varla minst á »eddu«, og í skáldskap eru kenn- 
ingar fátíðar, sérstaklega mannkenningar, og er það eðii- 
legt. Hinar fornu mannkenningar eiga ekki fraraar við,^ 
og yrðu að eins dauð orðtök, ef þær væru notaðar, og 
hreinar og beinar smekkleysur, sem spiltu kveðskapnum 
og gerðu hann ef til vill beint hlægilegan, ef eigi væri 
verið að yrkja um fornmenn og þá atburði, er þá gerð- 
ust. Hugsum oss, að einhver færi að yrkja drápu um 
einhvern vísindamann, sem alla æfi hefði verið sokkinn 
ofan i rit og bóklestur, og varla haft nein afskifti af öðru 
og verið hinn mesti friðsemdarmaður, eða um einhvem 
merkisbónda, eða einhvern annan ágætismann með þjóð 
vorri, þá mundu þær eiga illa við, hinar fornu kenning- 
ar, svo sem t. d. dreyrgra darra dómreynir; 
v&pna snerru vekjandi; nausta blakks 
hlémána gífrs drifu gimslöngvir; úlfs 
tannlituðr; arnar hungrs eyðandi; dólg- 
8völu barma fæðiro. s. frv. ; eða um þá menn væri 
að ræða, er nær aldrei hefðu á sjó komið og hefðu ekki 

24* 372 Edda i kveðskap fyr og nú. [Skirnir 

hugmynd um skipstjórn eða siglingar, og væru kallaðir 
ferju bakka blakkríðandi; Ata mars 
fannar fákrennandi; unnar viggs ör- 
b e i t i r o. s. frv., eða kallaðir ásaheitum i kenningum 
sama efnis. Auðvitað þarf ekki að gera ráð fyrir, að 
þetta kynni að koma fyrir. Það tel eg fuUvíst. En þó 
Að hinar fornu kenningar yfirleitt eigi ekki við i nútíðar- 
skáldskap, þá eru þær sumar kenningar, er aldrei þurfa 
að falla niður, t. d. ýrasar skipakenningar, og >edda« 
þarf ekki og á ekki að deyja út i skáldskap, og hún er 
ekki dauð enn ; síra Matthias að minsta kosti kann hana 
og kann hana vel, og hún kemur fram lifandi og sprikl- 
andi af fjöri í sumum kvæðum hans. Hann er sem skáld 
manna bezt að sér i fornum kveðskap, liflr i honum og 
leikur sér i honum, og virðist kunna afarvel við sig á 
þeim leikvelli, þar sem hann lipur og liðugur, flmur og 
fjörugur hoppar og skoppar og byltir sér á alla vegu, 
ólmur og ærslafenginn, engu siður nú á gamalsaldri en 
fyrrum, er hann var á léttasta skeiði. Þarna finnur hann 
gnægð fallegra blóma, að tina og festa saman í fagra 
sveiga og Ijómandi festar. Ætla það sé ekki einkum 
tvent, sem hefir gert síra Matthías slikt skáld sem hann 
er: 1°. guðs náð; 2°. þekking á hinum forna kveðskap? 
J>að er hið þriðja, þekking hans á skáldskap hinna ágæt- 
ustu skálda erlendra. í mörgum beztu og tilkomumeatu 
kvæðum sinum líkir hann beint eftir kveðskap fornskáld- 
anna, og tekst það svo vel, að hann kemur fram sem 
endurborinn Arnór jarlaskáld eða Sturla Þórðarson. Hér 
verða þessi kvæði hans hvorki tínd né talin. Eg vil að 
-eins benda á tvö kvæði hans, sem bæði eru i Skirni og 
þvi kunn lesendum Skirnis. Annað er kvæðið »Noregs- 
hvöt« (Skirnir 79. 193), fornyrt kvæði og með fomi staf- 
setning, með fornum brag og fornum blæ, og sá hefir 
verið tilgangur skáldsina, að yrkja sem likast því, er forn- 
skáldin mundu ort hafa. En eins atriðis hefir skáldið eigi 
gætt, og það er hins foma lögmáls um stutt og löng at- 
kvæði, og var þess ekki að vænta, og óþarfleg hótfyndni f Skirnir] Edda i kveöskap fjr og nú. 878 

væri, að fetta fingur út í það. En skemtilegt hefði verið,^ 
ef akáldið liefði gætt þess, svo að alt hefði verið í rétt- 
ura skorðura eftir fornum bragreglum. Hitt kvæðið er 
»Björn8tjerne Björn8on« (Skirnir 84. 97), ágætt kvæði, en 
fornyrt og torskilið þeim, er eigi bera skyn á fornan 
kveðskap og eigi þekkja »Hákonarmál« Eyvindar skálda- 
spiUis, er Matthías tekur upp nokkuð úr. Ef benda skyldi 
á forn skáldaorð i nútíðarkveðskap, tjáir eigi að taka upp 
orð úr þossum kvæðum eða öðrum þeim kvæðum, þar 
8em skáldið hefir beint ætlað sér að yrkja að fornum 
bætti, A fornu máh', eða hkja eftir fornum kveðskap. Shk 
kvæði eru ekki takandi sem dæmi nútiðarkveðskapar. 

»Edda« kemur og fyrir í kvæðum annara hinna beztu 
mitíðarskálda vorra, meir eða minna, t. d. i kvæðum 
Steingrims Thorsteinssonar, svo og annara skálda. En 
þegar eg nefni »eddu« í kvæðum nútiðarskálda, þá á eg 
við forn skáldaorð eða orð, sem ekki eru höfð í venju- 
legu máH, sundurlausu máli, hvorki í ræðu né riti, þótt 
«um kunni að koma fyrir i einstökum orðtökum. Kenn- 
ingar, sjaldnast mannkenningar, koma og einstökum sinn- 
um fyrir i nútíðarskáldskap, en kenningarnar eru einmitt 
það, sem mest ber á i hinum forna kveðskap og sérstak- 
lega einkenna hann, og valda því, að hann verður tor- 
skilinn öilum þorra manna. I hinum forna kveðskap eru 
kenningarnar, svo sem próf. Finnur Jónsson segir (Lit. 
Hist.), skáldskapurinn í kveðskapnum. Eg ætla ekki að 
fara að rekja þetta i nútiðarkveðskap eða leita uppi kenn- 
ingar; eg ætla að eins að minnast á það, er nýjast er. 
Þá er skipinu >Goðafo8s« var fagnað, er það í fyrsta sinn 
kom til Reykjavikur, orti Hannes skáld Blöndal kvæöi^ 
Þar segir svo: 

Ognuða kaldir heljarlirammar 
hart aðþrengdum landsins börnnm. 
Utlenilingar, öldugammar 
allir flúða', og bættu vörnum. 

Svo er visan prentuð í 52. tbl. »Í8afoldar« þ. á., en eg 
held, að síðari hlutinn sé eigi réttur og get til, að lesa eigi: 374 Edda i kveöskap fyr og nú. [Skirnir 

Utlendinga öldagaœmar 
allir flúða' og hættn vörnam. 

Hér er öldugammur skipskenning, en hitt er annað 
mál, hvort kenningin er rétt eftir fornum kveðskap. Hún 
er ekki rétt. Sé gammur = Gammur, skipsheiti, 
því að svo hét skip Þráins Sigfússonar, þá er ö 1 d u 
G a m m u r ekki skipskenning. Sé g a m ni u r hér fugls- 
heiti, þá er um það að segja, að landfuglanöfn eru aldrei 
höfð í skipakenningum í fornum kveðskap, og ö 1 d u - 
g a m m u r yrði þá að eins cinhver sérstök gammategund, 
sem lifði á sjó, en sú tegund er ekki til. p]n hvað sem 
er um þettn, þá ætlast skáldið til, að öldugammur 
sé skipskenning. — I kvæðinu segir og: 

Sást þá hafsbrún út viö yztu 
öldufákur veg sér brjóta. 

Hér er ö 1 d u f á k u r rétt skipskenning, og erii saras kon- 
ar kenningar altlðar í fornum kveðskap, og mundi vera 
svo kunnugt, að óþarfi sé frá að segja. 

A leiðinni út í ekipið orti Jón Olafsson ferskeytta vísu: 

Elfar-blossi' og auðnu hnoss 
yfir þig fossi daga og nætur; 
gæfan hossi Goðafoss, 
gefi koss þér Ránar dætur. 

Elfar-blossi er guUskenning : e 1 f u r , á, fljót ; 
b 1 s s i , logi, eldur ; áreldur, gull. Ránar-dætur 
eru bylgjurnar. R á n , sævargyðjan. I blöðunum var 
prentað Elfar-blossa, en egfæ eigi betur séð, en 
að það sé rangt, og eigi að vera Elfar-blossi, því 
að eigi segjum vér vatn i n u fossar, heldur vatn i ð foss- 
ai*. En eigi dettur mér í hug að efast um skilning rit- 
stjóranna, en hitt efa eg ekki, að einhverjir kunni þá að 
hafa þakkað visuna með lófataki, er eigi skildu orðið 
elfar-blossi, að minsta kosti er eg þess f ullvis, að 
fjöldi hinnar yngri kynslóðar skilur ekki þessa kenningu 
né aðrar, og er það eigi óeðlilegt, enda fer stórum aftur 
skilningi á skáldamáli bæði fornu og nýju. Þeir, sem ^kirnir] Edda i kveðskap fyr og nú. 875 vilja, geta gert tilraun og notað til þess orðið e I f a r - 
b 1 o 8 8 i . 

Eg hefi lauslega fariö yfir nokkur kvæði i Skími og 
íundið i þeim nokkur forn orð og skáldaorð, 8em ekki 
eru höfð i sundurlausu máli. Ætla eg eigi að rekja þetta 
mál lengra, eða rita neitt þess konar orðasafn, heldur að 
eins sýna þessi orð, sem eg hefi tekið upp úr kvæðum i 
Skirni, sem dæmi þess, að forn skáldaorð og önnur forn- 
yrði komi fyrir i nútíðarkveðskap. r e k k u r = maður. 

V e r ( r ) = maður. 
h a 1 u r = maður. 

f 1 j ó ð = kona. 

V i f -= kona. 

8 æ t a = kona. 

8 j a t n i = elskhugi. 

j ó ð = barn. 

ái = langafi (forfaðir). 

dró 1 1 , menn, fólk. 

s j ó 1 i = konungur. 

þ e n g i 11 = konungur. 

h 1 y n u r = viður (tré). 

b a ð m u r = viður (tré). 

V a n g u r = jörð, land. 

V e n g i = jörð, land. 
8 1 r ð = jörð, land. 

h a u ð u r = jörð, land. 

ver = sjór. 

m a r ( r ) = sjór. 

u n n (= unnur) = alda. 

œgir = sjór. 

hrönn = alda. 

ögur = vík. 

ránar-slóð, sjór. 

g n ð , = skip. 

skeið = skip. 

1 1 e y = skip. knör(r) = skip. 

vé = helgistaður. 

h ö r g u r (í hörgaspiUing) 
= hof. 

V é = hermerki, gunnfáni. 

elfur og elfa = h, fljót. 

m ó ð a = á, fljót. 

j ó r = hestur. 

b 1 a k k u r = hestur. 

h a d d u r = konuhár ; haft 
um hár á karlkendri veru 
í: biddu þá Hann, 
er silfurhvítan hadd 
á sér á höfði og of- 
an um vanga greiðir. 

þ V i t i = steinn. 

n j ó 1 a = nótt. 

g r i m a = nótt. 

1 æ ð i n g u r = f jötur. 

8 i a = eldneisti. 

8 1 y r ( r ) = hernaður, óf riður. 

h j ö r ( r ) = sverð. 

brandur = sverðsblað. 

geir(r) = spjót. 

rann = hús. 

a r i n n = eldstó. 

8 u n n a = 8Ó1. 

ó ð u r = skáldskapur. 876 Edda i kveðskap fyr og nú. [Skírnir- 

b r a g u r = skáldskapur. f r á n n = hvass ( f r á n a r 
h r ó ð u r = frægð. s j ó n i r ) . 

reið (i leifturreiðir), aldinn = gamall. 

kerra, vagn. þ r ú ð u g u r , styrkur, mátt- 

víðbláinn = himinn. ugur ; stórkostlegur ; geig- 

þ e 1 = hugur. vænlegur : þrúðugar 

8 e f i = hugur. í s j a k a g j á r . 

þeyr = þiður (vindur). geislamerlaður = Ijóm- 

m æ r ( r ) = ágætur, frægur. andi af geislum (um sól- 
f j á = (að) hata. ina ; um f jöll í Sn. E.). 

k I í f a = (að) klifra (klifa hjalla af hjöllum). 
8 V e 1 1 a , bólgna, þrútna ; (unn svellur; svell- 
andi víð segl; harpa svellur af óð; brinr 
8 vellu r ) . 

Eg tel eigi fleiri orð af því, að þetta átti að eins að" 
vera lítið sýnishorn. Nokkur þessara orða koma og fyrir 
i algengu máli, t. d. s u n n a i sunnudagur, a r i n n í orð- 
takinu : eldur brann á arni, og v é í vargur í véum, sem 
oft er eða var sagt í daglegu tali. 

Eg vildi óaka þess, að skáldin kyntu sér sem bezt 
hið forna skáldamál. Það er sannarlega þess vert, svo- 
göfugt sem það er og auðugt að fögrum orðum. Kenn- 
ingar á ýmsum hugtökum geta enn átt við, og hin fornu- 
skáldaorð eiga ekki að falla niður. Þau geta prýtt Ijóð- 
in og haflð þau upp yflr hversdagsmál og sett á þau göf- 
ugan blæ. Ur hinu forna skáldamáli eiga nútíðarskáldin 
að heyja sér orðafjölda og nema þar mál skáldskapar, 
og beita þessu eftir því sem við á, en auðvitað forðast 
allar öfgar. Nútíðarmál skáldskapar á að eiga rót í hinu 
forna skáldamáli, vera þaðan runnið og hafa þar fótfestu^ 
Skáldin eiga enn að vera höfundar allrar rýnni 
eða málsgreinar (Sn. E. II. 26), og mega ekki van- 
rækja þá skyldu sina, að vinna að því, að haldá við 
tungu vorri, bæta hana og fegra og lyfta henni upp til 
vegsemdar. í hinu forna skáldamáli er lindin, sem ausa 
má úr lífskraft tungu vorri til handa, að því leyti sem 
hún kemur frara i skáldskap. Af þessu mundi þaö og. I Skirnir] Edda i kveöskap tyr og ná. 877' 

leiða, að þjóðin yfirleitt týndi eigi skilning á forntungu 
vorri, fornum orðum, góðum og göfugum, eða lærði þau 
aftur, ef þau eru farin að falla í gleymsku og týnast. 
Það er hins vegar sjálfsagt, að skáidin hafa fuUan rétt 
þess, að mynda ný orð og taka þau upp í skáldskap, og 
að öðru leyti taka þeim breytingum, sem orðið hafa á 
tungu vorri. En þess ber skáldum að gæta vandlega, að 
hin nýju orð séu rétt mynduð samkvæmt eðli tungu vorr- 
ar, og að i þeim felist skýr og rétt hugsun. 

Janus Jónsson. Dúna Kvaran. Dúna Kvaran, Dúna Kvaran! 

Alt var Dúna Kvaran. Loftið var hrannað af Dúnu 
Kvaran. Fuglarnir sungu nafn hennar. 

Það sem einkum gaf nafni hennar þess töfrahljóm 
og varpaði yfir hana dularfuUum bjarraa af aðdáun, var 
ekki marmarahrjúfur hörundsblærinn, ekki flauelsdjúp 
augun, ekki óviðjafnanlega mjúklátt fasið, — heldur það, 
að hylli hennar virtist óvinnandi. 

Faðir hennar var rikur og mikils metinn. Faðir 
hennar var gamli sýslumaðurinn á Bólstað, herra Jóhann- 
€8 Kvaran. 

Fimm ár hafði hún ekki dvalist nema einn vetur á 
Islandi, síðasta vetur. Hún var ekki nema tuttugu og 
eins, en alt um það hafði hún heimsótt nær hverja 
höfuðborg í Evrópu og dvalist um lengri tíraa i London, 
Vín og Paris. Siðasta vetri hafði hún eytt að mestu í 
Reykjavik, fæðingarborg sinni, haiði fylgt þangað móður 
sinni, sem varð að gangast undir hættulega skyrðingu, og 
horfið heim með henni, þegar hún fór aftur upp i sveit- 
ina úr því fór að liða á afturbatann, fyrstu dagana í júní. 
I Reykjavík, vissu allir, voru þeir óteljandi, sem hún 
hafði tekið herfangi. Hún hataði þetta orðtak — án þess 
að hata hlutinn í raun réttri. En taka herfangi! Hún 
hafðí aldrei svo mikið sem rétt sinn minsta fingur nein- 
um af sinum dándum, þó öUura bænum væri tiðræddara 
um ungfrú Dúnu Kvaran og herra Einar Laxdal, málarann 
nafnkunna, heldur en um nokkrar aðrar tvær mannverur 
á landinu. .-ðkirnirj ÐÚDa Kvaran. S79 

Einn morgun siðast i júni sat Dúna Kvaran i garði 
sínum ad Bólstað og var að lesa nýjasta rit Romain Rol- 
land's, Jean'Christophe, sem húu hafði fengið fám dögum 
áður i sumargjöf frá einni vinkonu sinni í Paris, franskri 
stúlku, sem hafði heyrt bana minnast á islenzka siðinÐ, 
að fagna vori með gjöfum. Hún eat og var að lesa i 
fjórða bindinu, um Antoinette, þegar hún heyrði skyndi- 
lega hófadyn, sem bar að gerðinu. Hún hélt áfram að 
lesa og leit ekki upp, fyr en riddarinn kom fyrir hliðið, 
með hestinn i taumi. Þcgar Dúna Scá. hver liann var, 
lagði hún frá sér bókina og gekk á móti honum. 

»Hvað það er vænt af yður að koma og heilsa upp 
á okkur, herra Laxdal«, ávarpaði hún hann. »Eruð þér 
kominn til að taka héðan landslags myndir?« 

»Nei, ég er kominn til að veiða Iax«, svaraði málar- 
inn — og nú tók hún eftir stönginni, sem hann hafði á 
bakinu. »Hafíð þér gleymt, ungfrú Kvaran, að þér lof- 
uðuð að sýna mér helztu ílugu-hyljina i ánni?« 

»Mér þykir leitt, ef ég heíi gert það«, anzaði Dúna 
Kvaran, með örlítinn snert af hæðni í brosinu. »Af öll- 
um mínum unaðsemdum held ég, að laxveiði sé rikust, — 
einkanlega i nýrri á. En hálf ánægjan felst í því, að af- 
hjúpa leyndardóma vatnsins Einn nýr og aðlaðandi hyl- 
ur fær mcr mciri unaðar, er ég viss, heldur en iðrun eins 
syndara fær englunum á himnum«, hló stúlkan i hálf- 
gerðum galsa, sem hún haföi teygað að sér með voisins 
megnu morgunangan. 

»Auðvitað eruð þér ckki bundin við loforð yðarc, 
sagði málarinn, hiilf-móðgaður, hálf-kurteis. 

»Auðvitað er ég það«, sagði Dúna Kvaran, »/« suis 
prcte«. 

Málarinn rétti henni höndina. 

»Ég ætla að fara að heilsa upp á skyldfólk mitt i 
næsta dal. Ég kem aftur á morgun«. 

Hann steig á bak. 

»SæIar, ungfrú Kvaran*. 

»Sælir«, sagði hún og veifaði hendinni. 380 Dána Kvaran. Skirniir 

Gesturinn var ekki úr augsýn, þegar nýjan riddara 
bar að. Það var héraðslæknirinn, dr. Ingvar Espólín^ 
fíann var ungur maður, einkasonur ekkju, sem hafði búið- 
um raörg ár á litlu bóndabýli, sem lá undir Bólstað. 
Hún var fcítæk nú, allar hennar eigur höfðu farið í að- 
styrkja hann. 

»Komið þér sælar, Dúna Kvaran«, hrópaði hann af 
hestbaki yfir gerðið. »Eg stytti mér leið hér um, þvi ég 
er að fara til sjúklings yfir fjallið. En má ég vera svo- 
djarfur að spyrja, hver var herrann, sem þér veifuðuð^ 
hendinni til núna áðan?« 

»Herra Einar Laxdal«. 

Skugga af misþóknun virtist bregða yíir augu hins-^ 
unga manns. Svo kvaddi hann, sveiflaði keyrinu og reið^ 
á burt, syngjandi. 

Undir kvöld þennan sama dag varð Dúnu Kvaran 
litið upp til dalsins, þar sem hár foss féll niður af brún- 
inni, gegnum sí lithverfan regnbogaúða. Það var indæll 
staður, sem hún hafði ekki vitjað i íimm ár. Og hvað 
hann var töfrandi í dag! 

Dúna Kvaran lét söðla Hvít sinn. Það kólnaði með 
kvöldinu svo hún varð að klæða sig vel. Þó Dúna værr 
elsk að hestum, kærði hún sig ekki um að hUa andstyggi- 
leg búkhár setjast í rauðjörpu reiðklæðin sín, svo hún 
fór að fornri venju og breiddi yfir klárinn áklæðið sitt 
þykka sem nálar ömmu hennar höfðu fagurlega búi5 
skrautlegum ísaumum. 

Dúna Kvaran studdi tánni i lófa hestasveinsins og 
vatt sér á bak. Hún var ekki nein algeng reiðkona. 
Anægjan af að ríða var fyrir henni ekki eingöngu að 
njóta unaðsins af hrynjandanura i prýðis-vel riðnu spori 
skepnunnar, heldur að innblása henni ástríðum til að geta 
knúið hana inn i fínustu tilbrigði vekurðarinnar og inn i 
svífandi vikivaka töltsins. Hún hleypti hestinum yfir 
fen, yfir urðir, en hvert lækjarfall sera hún fór yflr þvoði 
fætur hans hreinar af syndum vegarins og skilaði þeia»- 
Ijósbleikura í hófskegginu. iSkirnir] Ðúna Evaran. 881 

Hún reið fram í dalbotn og sté af baki hjá fossinum. 
Þar 8tóð hún um stund og blíndi inn 1 þyrlandi dans af 
glæfralegum stælingum á silfri og perlum. En brátt dró 
annað að sér athygli hennar: dalurinn fyrir neðan með 
mjóa ána líkt og sláandi kristallsæð, smá og friðsamleg 
bóndabýlin á við og dreif, dvergsmátt bændafólkið á eng- 
inu, hjarðir á beit, blómskrúðið um alt. Hún opnaði 
íaðminn móti dalnura, allur heimurinn fanst henni eins og 
stóretiis höggmynd, þar sem hún sjálf væri likneskið, 
■en allir aðrir hlutir væri grópmyndir á hennar volduga 
fótstalli. Hún vildi njóta þessarar pentilegu sjónar alla 
leið heim. Hún vissi af fjárgötu sem lá fram með fjall- 
inu, hátt uppi i hlið. Þessa leið kaus hún. Hún steig á 
bak og reið af stað. Ongvegið gekk hærra og hærra upp 
á við unz það að lokum bar að kleif sem varð að djúpu 
gjögri neðan til. 

Dúna Kvaran hljóp af baki og lét klárinn kasta mæð- 
inni áður en hún riði niður eftir. Augnaráð hennar stað- 
næmdist við tvær stóreflis hvannir í miðju þverhnípinu, 
sem hún starði á langa hríð. Hún gat ekki haft augun 
af þessum feikna jurtum sem uxu út úr gróðurlausu berg- 
inu, með afar-digrum stönglum, smaragðsgrænum. Það var 
kynlegt að sjá þessar jurtir hér. Það var kynlegra að 
hugsa sér þær fluttar. Þær gerðu umhverfið lifandi. 
Bergið dró andann gegnum þessar hvannir. 

Þegar Dúna loksins leit upp, kom hún auga á mann 
aem hafði komið ofan fjallið og reið niður kleifina. Hún 
þekti þar dr. Ingvar Espólín. 

Doktorinn sté af baki um leið og Dúna stóð upp. 

»Þér hér, Dúna Kvaran, á þessum eyðilegu stöðvum!* 

»Eg hefi fundið dásamlegustu hvannir sem eg hefl séð 
á æfinni. Litið þér á, þarna niðri!« 

»Er það ekki undarlegt!« sagði hinn ungi maður og 
settist niður. 

Dúna stóð sem áður. 

»Eg þarf að lofa klárnum að blása*, sagði læknirinn. 

Dúna sagði ekki neitt. 382 Dúna Kvaran. [Skirnir 

»Lítið þér á«, byrjaði doktorinn af nýju, »hve fallega 
sólin lýsir upp bergsnösina. Ég vildi feginn doka hér viíy 
þangað til geislarnir ná hvönnunum og Ijósið leikur i 
krónum þeirra«. 

»Það yrði of seint fyrir mig, því miður«, sagði stúlk-^ 
an, og settist niður aftur. 

»Dúna Kvaran!« 

Læknirinn ávarpaði hana í svo lágum hljóðum að* 
hún starði á hann undrandi. 

»Dúna Kvaranc, endurtók hann án þess að horfa á 
hana. »Er það ekki kynlegt, að dýpstu tilflnningar okkar 
leitast alt af við að sneiða hjá tjáningu?« 

>Eg er yður ekki samdóraa«, svaraði ungfrú Kvaran. 
»Fyrir mér er tjáning menning. Fyrir menn með nútíðar 
fjölbreytni anda og tilflnninga, er tjáning eins nauðsynleg 
fyrir lifið eins og hún er fyrir listina. Guðir þagnarinnar 
eru dauðir«. 

»Þeir munu aldrei deyja«, svaraði hinn ungi maður,. 
»ekki svo lengi sem hóflæti sálarinnar verður talið með 
fegurstu mannlegum dygðum«. 

»Þögnin«, svaraði Dúna óðara, »er í eðli sinu afskifta- 
laus. Tjáning getur verið það líka. En veitið mér hjálp 
yðar án orða og eg mun hafna henni«. 

»Þér eruð að leika yður að tómum öfgum«, mælti 
hinn ungi raaður og leit upp, enn stórlátari orðinn við að^ 
sjá hana ekki þýðari i fasi«. 

En i einura svip tók sál hans hamskiftum. Hann- 
horfði hugfanginn á Dúnu Kvaran, þar sem hún sat og 
lék sér með keyrið sitt við hlið hans i grasinu, i nær- 
skomum reiðjakkanura, raeð gullið hárið i einni stórri 
fléttu, sem féll niður bakið. Sjálf sat hún hljóð, en henn- 
ar mælska fegurð hitaði upp hverja taug í hjarta hans,- 
kveikti í hverjum gneista af ástriðu hans. Varir hansh 
lukust upp og lokuðust i munaðlegura titringi og hann 
heyrði sjálfan sig segja með vlnheitum blæ yfir röddinnií 

»Gefið mér ko8s!« Skirnir] D&na Kvaran. 883^ 

Dúna Kvaran bjóat til að standa upp, þegar hani^ 
greip ura úlfliðinn á henni. 

»Sleppið þér hendinni á mér«, sagði hún, alveg ró- 
leg, án minstu viðleitni tii að draga hana að sér, með 
einmitt svo nístandi skeytingarleysi, að fingur mannsins, 
utan um úlflið konunnar, stirðnuðu undir kuldanum af 
rödd hennar. 

Hún stóð ekki upp nú. Hún vildi gjarnan sýna yfir- 
burði sína, og sagði brosandi: 

»Ef eg væri karlmaður, mundi eg aldrei biðja stúlku 
um ko8S«. 

»Þér meinið, þér munduð taka hann án þess að 
spyrja*, sagði hinn ungi maður og dró sig undan líkt og 
pardusdýrið áður það ræðst á bráðina. 

»Já, það er einmitt það sem ég meina, eða, til að 
tjá mig enn nákvæmara, alveg gagnstætt. Eg mundi 
beygja kné min fyrir ást hennar og meðtaka koss hennai 
eins og sakramenti*. 

»Dúna Kvaran stóð upp skjótlega og gekk rakleitl 
niður í kleifina, þar sera hesturinn hennar stóð enn. 

Læknirinn sat eftir, mjúklættur niður i botn sálar 
sinnar. Hann rendi augunum eftir Dúnu, þar sera hún 
hvarf honum með siðlátum yndisleik í hverju fótmáli. 
Hann fann að blygðun hans mundi ávalt héðan af aftra 
honum frá að nálgast hana jafnvel eins og vinur. Hún 
mundi lita á hann eins og kjánalegan flagara. Það var 
þó sneypulegast af öllu. Flagari — ! hann krepti hnefann 
utan ura orðið. Nei, Dúna Kvaran, þú skalt fá að finna, 
aö ást min er nægilega einlæg! 

Hann spratt upp og náði henni áður hún sté á bak. 

»Má ég hjálpa yður á bak*?« 

»Nei, þakka yður fyrir«, sagði hún í ákveðnum tón,. 
sera opinberaði honum dálítinn leyndardóm: Dúna Kvar- 
an hafði aldrei hitt fyrir einbeittari vilja en sinn. Þetta 
efldi hans eigin vilja. Það var ekki nema eitt að gera 
fyrir hann. Hann fann að hann gat ekki raætt framtið 
sinni nema hann framkvæmdi það. Svo hann gerði það. 384 Dúna Kvaran. [Sklrnir 

Hann tók hana i faðm sinn og þrýsti löngum og eldheit- 
um kossi á varir hennar. . . . 

Dr. Espólin losaði tökin og strauk hendinni yfir ennið, 
i brosandi sundlun. Hann fann kossinn streyma eftir 
æðura sínum eins og há-skamt af undursamlegu eitri. 
Hann lokaði augunum, utan við sig, í fuUkomnum dvala 
af unaði, sem hann vaknaði af raeð hryllingi eftir fáein 
augnablik, í því að honura var hrundið óþyrmilega niður 
brekkuna af höndum konunnar sem hann hafði kyst. í 
þvi hann rann niður eftir, án þess að mega ná fótfestu i 
aurskriðunni sem hrundi niður brattan haraarinn, sá hann 
fyrir sér bráðan bana. Hann rendi augunura í síðasta 
sinn til Dúnu Kvaran, þar sera hún stóð ókvalráð á brún- 
inni, og honura var á svipstundu Ijóst, að reiðin hafði 
fengið jafn ósjálfráð tök á henni eins og ástriður hana 
höfðu fengið yfir honura skörarau áður. Fáeinar þver- 
handir fyrir neðan hann tók þverhnípi við af kleifinni 
og undir niðri beið hans gínandi gjögrið. Hann rann og 
rann, gróf og hjó öUum tiu fingrunura niður í aurinn, 
bar nær og nær brúninni, og nú — hrapaði hann! 

Dúna heyrði ekki andvarp frá honura. Hljóðlaust 
var hann dáinn! Hún fann ekki til neinnar iðrunar. 
Hann var fyrsti maður sem hafði dirfst að ráðast á hrein- 
leik hennar. Hann varð að bæta fyrir það, jafnvel þótt 
það kostaði líf hans. 

Undarleg tilfinning greip hana, ómótstæðileg löngun 
til að sjá hann. Henni óaði við að líta niður i djúpið, 
þar sem höfuð hans kynni að liggja sundurraolað við 
steinana. En hún varð að sjá hann, hún fann að hún 
gat ekki skilið við þennan stað án þess. Hvernig mundi 
hann líta út nú? Mundi andlit hans verða ósnortið ? Eða 
ætli það flyti alt i blóði? Ef hún liti niður, kynni hiin 
að mæta sjón sem mundi ásækja hana alla æfi. Það var 
betra að gera það ekki. Og með þeim ásetningi að gera 
..það ekki, kora hún nær og nær barminum. Hvað var 
þetta? Hvannirnar bærðust! Hún þaut fram. Hann var 
lifandi! í hrapinu hafði hann náð taki i annan stöngulinn. 'Sklniir] DAna Kvaran. 385 

Augu þeirra mættust, en hvorugt sagði orð. Þau 
vissu bæði að björgun hans var að eins skammgóður 
vermir. Þegar leggir hvannanna brotnuðu, var lif hans 
týnt. Hún vissi þetta eins vel og hann sjálfur, en 
það eitt að sjá hann lifandi, geta talað við hann, kældi 
hjarta hennar aftur. 

»Hafið þér nú 8éð«, ávarpaði hún hann, »hvað nauð- 
ugur koss af vörum Dúnu Kvaran kostar?« 

»Ég þykist hafa séð það«, svaraði hann. 

»Eruð þér ánægður með kaupin?« 

»Ég hugsa«, svaraði hann aftur, »að dauðinn hafi 
aldrci gefið neinum sætari koss«. 

Hann brauzt um og tókst að snúa bakinu að hamrin- 
um og dró undir sig fæturna, svo hann gæti stutt þeim 
við bergið, til þess að spara stönglana htið eitt lengur. 

»Þvi sleppið þér yður ekki?« kallaði Dúna niður til 
hans. »Þér vitið að þér hafið enga von um að bjargast*. 

»Munduð þér gera það í mínum sporum?« 

Löng þögn fylgdi á eftir, þangað til Dúna spurði aftur. 

•Hafið þér nokkra von?« 

»Nei«. 

»Hvað haldið þér að stönglamir endist lengi?« 

»Sex eða átta minútur, gizka ég á«. 

Það fór hryllingur um Dúnu við að hugsa sér hann 
hrapa fyrir augunum á henni, svo hún sagði mjög lágt: 

»Þá er ekki neitt að gera«. 

» . . . Ekki neitt að gera«, bergmálaði úr hamrinum. 

Dúna Kvaran gat ekki þolað að dveljast þarna leng- 
ur, en fætur hennar voru þungir sem blý. Þá ávarpaði 
dr. Espólin hana: 

»Eg bið yður ekki fyrirgefningar. Ég fæ fyrirgefn- 
ing þarna niðri. En þegar ég er dáinn, bið ég yður að 
láta raóður mina ekki gjalda þess, sem ég hefl gert yður 
l dag. Sjáið þér um, að henni verði leyft að halda áfram 
að lifa í litla tigla-húsinu ykkar, þar sem hún heflr alið 
mestan sinn aldur«. 25 •Íj86 Dúna Kváran. [Skirnír- 

Dúna Kvaran virtist ekki heyra bæn hans. Húit 
fitarði niður í gjögrið, og mældi f jarlægðina með augunum. . 
Alt í einu spratt hún upp og kallaði: 

. »Reynið að halda yður uppi eins lengi og unt er!« 

Hún þaut af stað, spretti af hestinum sínum, tók 
áklæðið sitt, flaug niður með gilinu og komst inn í það' 
að neðanverðu. Hún reiknaði út blettinn, þar sem mað- 
urinn mundi falla og tók í óðaönn að reyta upp mosa og 
gras, sem hún bar i ákiæðinu í eina hrúgu. Hún hafði á 
fám augnablikum tínt allan mosa, sem var að fá þar í 
kring. Nú stóð hún og jafnaði hann. Hún tók sér ekki- 
tíma til að líta upp, hún kallaði bara: 

»Getið þér haldið dálítið enn?« 

»Eg hugsa það fari nú að siga á seinni hlutann»,. 
var svarað að ofan. 

Dúna Kvaran tók áklæðið sitt og reiðfötin og lagði 
þau efst á mosabinginn. í sömu svipan kom önnur 
hvönnin niður. Hún leit upp, og köldum svita sló um 
hana, hún sá að jurtin, sem eftir var, lét meira og meira 
undan þunga raannsins. Hún horfði yfir beðinn, sem hún 
hafði búið honum og fann hann mundi naumlega bjarga 
lífi hans. 

Hún hikaði eitt augnablik, svo kallaði hún upp til hans: 

»Þegar þér verðið að sleppa, þá horfið niður, og gætið 
þess þér fallið á bynginn, sem ég hefi búið til, og nú,- 
verið svo vænn — lokiö augunum litla stund*. 

Hún tók til að afklæðast, og lagði hvert fatið á fæt- 
ur öðru ofan á binginn. Innan fárra augnablika stóð^ 
hún alveg nakin. Hún sparaði ekkert. Hún gekk til fá- 
ein köld skref, rakti hárið úr fléttunni og tók sér sæti 
bak við það á litlum mosavöxnum steini. 

Hvönnin i berginu var að slitna upp, og maðurinn 
leit við. Sýn brá fyrir augu hans, feigðarsýn brá fyrir 
augu hans. Hann sá lækkandi sólina lýsa upp kvenlíkan 
úr marmara og gulli. Þá — á einu mjög löngu augna- 
bliki rann upp fyrir honum veruleikinn. Hann hló og 
grét 1 sama svip, eins og sá, sem hefir verið snortinn af Skírnir] Ðúna Evaran. 88T 

hendi guðs. Hann þrýsti vörum sínum að klettinum, sem 
hann var að skilja við og, með spyrjandi umli, sem steig 
eins og flögrandi reykur upp af brennandi hjarta hans, 
hvislaði og hvíslaði hann af nýju : >Hvernig gat hún gert 
það, hvernig gat hún gert það?« .... 

Hann lét fallast niður á beðinn, sem hún hafði búið 
honum. 

Hann lá ósjálfrátt kyr allra fyrsta og sárasta augna- 
blikið, og naut kvala sinna. Þá reyndi hann að standa 
upp og rétta henni klæðin, en gat ekki fyrir sársauka. 
Hann kastaði til hennar fötunum og lagðist svo niður aftur. 

Báðir fótleggir hans voru brotnir — en Hfi hans var 
bjargað. 

Dúna Kvaran stóð full-klædd fyrir framan hann og 
spurði hvernig honum liði. 

Hann gerði ekki nema brosa. 

»Þér getið ekki staðið upp?« spurði hún. 

»Ekki enn«. 

»Ég ætla að ríða af stað og sjá um, að þér verði* 
fluttur heim«. 

»Ég þakka yður«. 

Ðúna Kvaran breiddi yfir hann reiðfötin sín og söð- 
ulklæðið, og reið heim. Næsta kvöld lá dr. Ingvar Espólín í rúmi sinu i litla 
tigla-húsinu og kinkaði brosandi koUi til starfsbróður sins, 
læknis úr næsta héraði, sem móðir hans fylgdi tii dyra. 

Þegar hún kom inn aftur, settist hún niður við glugg- 
ann og tók af nýju upp sauma sina. 

»Þú fær að halda á þolinmæðinni, drengurinn minn. 
Þú verður að liggja lengí i rúminuc. 

»Mestalt sumarið, hugsa ég, mamma«, svaraði hinn 
ungi maður með rósemi. 

»Þú œttir ekki að halda þennan hest, Ingvar, hana 
getur hnotið með þig öðru 8inni«. 
, »Já, ég er að hugsa um að farga honum«. 26* 388 Ðána Kvaran. [Skírnir 

Frú Espólín varð litið út um gluggann og saumar 
Jiennar hnigu niður í kjöltu hennar. 

»É'ld hann ætli bara ekki að ná henni«, kaliaði 
Mn upp. 

»Um hvað ertu að tala, mamma?« 

»Það er ungfrú Kvaran og herrann, sem er að fiska 
i ánni — hann var að sýna henni eitthvað, ég ætla það 
hafi verið Ijósmyndir eða eitthvað þess konar, og hún 
hljóp burt með það«. 

Lítil stund leið. 

»Er hann búinn að ná henni núna?« spurði sjúkl- 
ingurinn. 

»Já, en hún fleygði þvi i ána, áður en hann náði í 
])að — hann er afar misfeginn«. 

»0g hún — hvað er hún nú að gera?« 

»Hún er að kitla hann bak við eyrað með stöng- 
inni« .... 

Eagar og vikur liðu, og mestalt hið skamma ís- 
lenzka sumar. 

Herrann, sem var að fiska í ánni, hafði fyrir löngu 
kvatt sveitina. Og Dúna Kvaran — Dúna Kvaran hafði 
verið, fyrstu dagana i júlí, flutt í bíl suður til höfuðstað- 
arins, þungt haldin af lungnabólgu. 

Undir eins og dr. Espólín komst á fætur, fór hann til 
Reykjavikur, sem lét í té fleiri þægindi og minni einveru 
meðan hann væri að ná sér, heldur en sveitin gerði. 
Hans fyrstu litlu gönguför var heitið til spítalans — þar 
sem Dúna Kvaran lá. Hann skildi eftir við dyrnar blóm- 
vönd úr gulum rósum með nafnmiðanum sínum, utaná- 
skrifuðum til hennar, og að eins heimilisfang hans i bæn- 
um ritað á. 

Hann fekk ekki heldur neitt svar á móti. 

Fjórum dögum seinna færði hann á spitalann vendil 
úr dala-Iiljum og reit með bréf. Hann útskýrði henni, 
hve erfitt væri fyrir sig að finna nokkra leið til að nálg- 
ast hana aftur, jafnvel í auðmýkt, eftir alt sera hafði i • 
skorist. Hann vissi, að hún nú hefði verið bundin við Skirnir] Dúna Kvaran. 

langMn og sáran sjúkrabeð fyrir hans sök og engin stund 
dagsins líði svo, ad hann óskaði ekki að hann hefði látið 
líf sitt, heldur en að hafa bakað henni þau mein. Fyrir 
það sem hún hefði gert, yrði engar þakkir færðar. Hann 
geymdi athöfn hennar i fjársjóði sálar sinnar, likt og 
helga jurt, sem hlyti skúr sina og skin frá tárum hans 
og brosum. 

Hann fekk frá henni tveim dögum síðar nokkrar lin- 
ur, þar sem hún þakkaði honum fyrir blómin og sagði 
það niundi hafa glatt si^ að sjá hann lika. 

Ftím mínútum siðar, þegar hann kom inn i sjúkra- 
herbergið, sat Dúna Kvaran klædd og dúðuð í ábreiðum 
i h'igum hægindastól við gluggann. Hún bað hann setj- 
ast á litinn stól á móti sér; hún átti von á móður sinni 
bráðlega. 

>Yður er batnað nú?« spurði hún, þegar hann var 
seztur. 

»Já, ég er albata, en þ é r ekki«. 

»Þér sjáið það er framför*, svaraði hún með daufu 
brosi, og bætti við eftir litla stund: 

»I'^g hugsa þáð hafi verið heldur kalt fyrir mig uppi 
1 gilinu um kvöldið; en mamma hefir ávitað veslings herra 
Laxdal tyrir að leyfa mér að vera að valsa með sér úti 
svona snöggbúin*. 

»Kg dirfðist«, anzaði dr. Espólín, »að skrifa yður þetta 
bréf, eingöngu af þvi, að þér endursenduð ekki rósirnar. 
Svo komu linurnar frá yður. Og sá sem hafði unnið til 
brennandi haturs yðar, hlaut nú miskun yðar«. 

Fleira gat hann ekki sagt og hann sneri ásjónu 
sinni undan. 

»Þér áttuð það skilið einu sinni«, sagði Dúna Kvar- 
an, »en það er langt siðan. Þér gerðuð árás á hreinleik 
minn og ég hratt yður i staðinn fram á dauðans brún. 
Var það ekki næ^ileg refsingV^ 

»Mér virðistc, hélt hún áfrara, »að mannlegar tilfinn- 
ingar eigi ekkert siðgæði. Þér getið reynt að gera alt að 
óskum einhvera og það getur látið hjarta hans ósnortið; 390 Dána Kvaran. [Skírni'' 

en ef þér látið hann leggja eitthvað stórt i sölurnar fyrir 
yður, það markar hans sál. Ástin vex heitara i hjarta 
þess sem færir fórnina en i hjarta þess sem fær hana. 
Eg hefl legið hér veik i tvo mánuði ; en þessir tveir mán- 
uðir töldu ekki sextíu daga. Allur sá timi umfaðmaði 
bara einn dag, einn langan og fagran dag, daginn sem 
ég stóð nakin til að bjarga lífl yðar. Ég sé enn fyrir 
mér mann, líf hans hangir á þræði, hann horflst í augu 
við dauðann með bros á vörunum, sem kystu mig . . . .« 

Hún rétti út báðar hendur á móti honum. Hann 
lineig niður með höfuðið i kjöltu hennar. 

Það var eins og öll náttúran streymdi i kvaki og 
angan inn um gluggann, og mitt í því sat hún og hélt 
áfram að tala. 

Hann hlustaði á rödd hennar. Hann hlustaði á eihfð- 
arinnar dropatal: 

Dúna Kvaran, Dúna Kvaran. Alt var Dúna Kvaran. 
Og fuglarnir sungu nafn hennar. 

Xew York, 1916. 

Goðmundur Kamhan. TS[ýjar uppgötvanir um mannsröddina. 

Orðin eru tákn hugsananna; en orðin eru samtengd 
hljóð og hafa hljóðfræðingar reynt að gera sér grein fyrir, 
hvernig hvert einstakt hljóð verður til og hermir hljóð- 
fræðin frá því. Vant er að greina á milli raddhljóða og 
samhljóða; fer það eftir afstöðu raddbanda, tungu, nefs, 
tanna, góms og vara, hversu þessi hljóð eru og er þeim 
flokkað í tannhljóð, gómhljóð, nefhljóð o. s. frv. Við skul- 
um t. d. lita á, hvernig r myndast. Miðbik munnsins er 
þá stundum þröngt, svo að loftinu veitir erfitt að streyma 
út um munninu; þetta r heyrist í ensku í byrjun orða á 
eftir tannhljóðum, t. d. dream, try og er algengt i islenzku 
(t. d. Grimur, trauðla). Stundum er miðbik munnsins lok- 
að, svo að loftið verður að brjótast út og verður þá brest- 
ur (explosion), annaðhvort einu sinni, eins og venjulega i 
enska orðinu red, eða hvað eftir annað, og myndast þá 
titrings- eða sveiflu-r. Við höfum að eins litið á, hvernig 
r-ið myndast; eftir er að athuga, hvar r-ið myndast, hvar 
þessi þrengd eða loftbrestur verður, og er þá hægt að 
^reina á milli þessara r-hljóða: 
1) V a r a - r : þrengdin eða bresturinn verður á miUi var- 

anna og myndast þá venjulega titrings-r, eins og t. 

d. i þýzku pferd, íslenzku brenna. 
2)tungubrodds-r: þrengdin verður milli tungu- 

brodds og einhvers depils milli (efri) tanngarðs og 

lingómsins, t. d. í íslenzka orðinu verk. 
-3) tungubaks-r: þrengdin verður miUi tungubaks 

aftarlega og lingómsins, titrar r-ið oft og er þetta 

venjulegt danskt r-hljóð. 392 Nýjar uppgötvanir um mannsröddina. [Skirnir' 

4) raddbanda-r: þrengdin verður milli raddband- 

anna, og titri r-ið um leið, líkist það froskakvaki; 

þetta r er ekki til i indógermönskum málum, en al- 

gengt i arabisku og semitiskum málum. 

Málfræðingar hafa búið til kerfi yfir öU liljóð tungu- 
mála, er þeir þektu, af því að þeir héldu, að nefnd at- 
riði eingöngu yllu þeim breytingum á hljóðum og tungu- 
málum, sem kunnar eru. Raunar er þetta rétt að mestu 
leyti, þvi að ekkert tillit hefir verið tekið til hreyfinga 
líkamans og þó einkum sumra vödva, er valda ýrasum 
breytingum, og skal drepið á það nánar. Einkum er 
h 1 j ó m b 1 æ r i n n mjög mismunandi hjá ýmsum þjóðum 
og þarf ekki annað en benda á t. d., hve Frakkar tala 
dimmra og mýkra en við ísleadingar. liödd Islendinga 
er aftur á móti björt og hörð. Og ef við virðum fyrir 
okkur flesrar Evrópuþjóöir verðum við varir við, að róm- 
önsku þjóðirnar hafa yfirleitt diinma og mjúka rödd, Þjóð- 
verjar t. d. bjarta og mjúka rödd, Norðurlandabúar bjarta 
og harða rödd og enn aðrir dimraa og harða rödd. Gæt- 
um við því greint á milli 4 aðalflokka: 
I. aðalflokkur hefir dimma og mjúka rödd (rómönsku 

þjóðirnar). 
II. aðalflokkur hefir bjarta og mjúka rödd (Þjóðverjar t.d.). 

III. aðalflokkur hefir bjarta og harða rödd (Norðurlanda- 
búar). 

IV. aðalflokkur hefir dimma og harða rödd (ýmsir ein- 
stakir menn, en ekkert þjóðareinkenni). 

Ekki er hægt að svara þvi, hvernig á þessum mis- 
raun standi, öðruvísi en að ólíkt landslag, loftslag og ætt-. 
erni valdi. Suðurlandabúar lifa yfirleitt þægilegra llfi en 
Norðurlandabúar og er því eðlilegt, að rödd þeirra sé 
mýkri. Suðurlandaletin, »dolce far nientc*, kemur einnig 
fram i málrómnum, eins og hún kemur fram i málinu 
sjálfu (sbr. allar hljóðlíkingarnar). En íslendingar hafa 
rödd, sem sköpuð er af óbhðri náttúru og allskyns örðug- 
leikum og virðist útlendingum sumum sem grjót eða stál. 
væri, er íslendingar hrópa húrra. íslenzk tunga er hörð^ Skirnir] Nýjar uppgötvanir um munnsröddioa. 393' 

og mætti t. d. benda á kvæðið Valagiisá eftir H. Hafstein, 
er iiann líkir eftir náttúruhljóðunum : — orgar i boðum, 
en urgar í grjóti. 

Má yfirleitt svo að orði kveða, að liver maður fái 
svip af sinni sveit og kemur þetta i Ijós einnig i mnl- 
rómnum. Má jafnvcl greina á milli ýmsra sveita á ís- 
landi, auk þeirra orða, er sérkennileg eru fyrir sumar 
sveitir landsins, á málrómnum sjálfum, hljómblænum. 
Máske er blíðleiki danskrar náttúru, fossa- og fjallaleysið, 
orsök i því, að Danir nota t. d. tungubaks-r-ið, en ekki 
tungubrodds-r-ið, eins og íslendingar. Þó að hljómblær 
raddarinnar sé venjulega svipaður hjá einni þjóð eða þjóð- 
ílokk, gætir þó töluverðs mismunar hjá einstaklingunum. 
Hver einstakiingur hefir sína eðlisrödd. En ef hann kemst 
i geðshræringu, breytist hljómblærinn. Hvernig stendur 
á þessu'? Mætti hér minna ú það, sem suðræn Saffó 
söng (þýð. B. Th.): 

Goða þaö likaðt unun er — 

en orð frá vörum ekkert fer, 

þvi eittbvað málið bindrar. 

Mjúksár um limu logi mér 

læsir sig fast og dreifir sér; 

þungt fyrir brjósti æ mér er, 

en öndiri blaktir á skari. 

Eða H. Hafatein í kvæðinu: Nú hef ég fundið það sem' 
suðræn Saffó — : 

— Nú hef ég fnndið yndissára eldinn 
æðarnar fylla, streyma niður brjóstið, 
þrengjast sem eldregn út um kué og sköfnang, 
afl fara nr kálfum. 

— Þornaði munnur, mæði brjóstiö hristi — 

í siðustu sögu Einars Hjörleifssonar, »Sálin vaknar*,- 
er gömul kona, Alfhildur, sem fer að hitta Svanlaugu' 
Melan að máli i þakklætisskyni fyrir, að Eggert Sölvason 
hafði sýnt fram á sakleysi Bjarna sonar hennar: fann þá 
Svanlaug, að einhver mild glcöi kom gegnum 
reynslublœ raddarinnar (bls. 244). Nægir þetta- •*394 Nýjar nppgötvanir ura mannsröddina. [Skirnir 

'til að sýna, að geðshræringar, reiði, gleði, sorg o. s. frv. 
koma i Ijós i röddinni. Er þvi eðlilegast að ætla, að ein- 
hverjar breytingar verði á líkanianum, er röddin fær ann- 
an blæ. Eftir þessu tók Josef Rutz, söngkennari i Dres- 
den, dáinn fyrir nokkrum árum. Lærisveinum hans veitti 
miklu hægara að syngja lög eftir ýms tónskáld, ef þeir 
settu sig í einhverjar óvanalegar stellingar. Gaf nú Rutz 
nánar gætur að þessu og rannsakaði málið í nokkur ár 
ásamt konu sinni og syni. Siðan hefir sonur hans dr. 
■Ottmar Rutz búið til fræðikerfi um þessar breytingar á 
hljómblænum. Málfræðingar fóru að gefa gaum að þess- 
um uppgötvunum ; einkum hefir E. Sievers prófessor i 
Leipzig fengist mjög við rannsóknir á þessum efnum hin 
siðari árin og gert ýmsar merkar uppgötvanir þar að lút- 
andi. Skal hér nú skýrt stuttlega frá þeim rannsóknum. 
Kjarninn i þessum athugunum er sá : Ef geð manns örv- 
ast og það á sér stað um leið og hann finnur til, 
h u g s a r eða v i II , þá kvikar vöðvakerfi líkamans um 
leið og er það kvik glegst í vöðvum bolsins og ætið sam- 
fara geðbreytingunni. En þessi geðbreyting og vöðva- 
hræring kemur glögglega i Ijós í öllum athöfnum manns- 
ins. Röddin bre>tist, er hann talar, rithöndin breytist, 
er hann skrifar, teikningin, sem höndin gerir, fær á sig 
einkenni geðbreytingarinnar, sömuleiðis hljóðfærasláttur 
handarinnar, söngurinn, göngulagið, augnaráðið o. fi. Mál- 
verk og höggmyndir fá á sig sérstök einkenni, af þvi að 
skapferli (og vöðvahræringar) listamannanaa er með ýmsu 
móti og er þvi hægt, þó fleiri aldir líði undir lok, að 
sanna um ókunn listaverk, að þau séu gerð af einhverj- 
um ákveðnum listamanni, ef á þeim eru þau einkenní, 
sem eru sérkennileg fyrir hann. Leiðir nú af sjálfu sér, 
aA beztan skilning fá menn á afreksverkum mannsandans, 
hvort heldur er skáldsaga, Ijóð, tónsmíð, málverk, högg- 
. myndir eða annað, ef skoðandinn getur orðið nákvæmlega 
eins á sig kominn, eins og höfundur verksins, komist i 
;Sama skap (og þar af leiðandi sömu stellingar) eins og 
.Jiann. Menn ætla máske, að þetta sé mjög erfitt, en ^kirnir] Nýjar uppgutv&nir am manntröddina. 395 

þessu er ekki œtíð þannig varið. Oft ber það við, er 
menn lita á málverk, myndir, lesa Ijóð, sögu eða annað, 
að menn verða svo hugfangnir, fá svo miklar mætur á 
þvi, er menn virða fyrir sér, að menn komast i hugar- 
í'istand höfundarins; vöðvar skoðandans hrærast þá um 
leið, og verða eins og höfundarins, er hann bjó tii verk 
Bitt og gerist þetta alt ósjálfrátt. I»á fyrst hafa menn öðl- 
ast fullan skilning á verkum þess höfundar, sem um er 
að ræða; en þetta skeður sjaldnast. Fyrsta skilyrðið er, 
að skoðandinn hafi fullan og einlægan vilja á aö gera sér 
efnið tamt, ná fullum skilningi á því í heild sinni án 
þess að taka tillit til einstakra hluta fram yfir heildina 
og láta yfirleitt ekki sínar eigin skoðanir á þvi efni, sem 
um er að ræða, koma til greina, gloyma sjálfum sér á 
þvi augnabliki. En til þess verður skoðandinn að vera i 
jöfnu geði, hann má sjálfur ekki vera í neinni geðshrær- 
ingu til þess að sálar- og líkamsmáttur höfundarins geti 
verkað á hann. £r menn fúst við þesskonar tilraunir ber 
að athuga það, að þó lítils árangurs gæti oft og tiðum i 
byrjun, er engu haggað um, að áðurnefndar breytingar 
eigi sér stað. Það er töluverð list fyrir sig að geta at- 
hugað kvikið á vöðvum og rödd raeð nákvæmni. MikiII 
er og munur á því, hvað menn eru viðkvæmir. Fer það 
eftir þvi, hversu næmir þeir eru á hræringar (motoriker), 
hljóð (akustiker) eða sýnir (optiker). Erfiðleikarnir eru 
miklir, einkum af þvi að kerfið, er Rutz, Sievers og aðrir 
hafa búið til, er mjög margbrotið. Var drepið á aðalfiokk- 
ana 4, en hver þeirra getur tekið ótal smábrcytingum, 
hijómbrigðum. Fer það eftir, hvereu ýmsum vöðvum 
er háttað. 

Einkenni 1. aðalfiokks er það, að kviðurinn er nokk- 
uð framsettur: má sannfærast um það, ef menn setja 
kviðinn nokkuð fram og brjóstið inn og taka siðan til 
máls, verður þá röddin dimm og mjúk. Einkenni 2. að- 
alflokks er, að brjóstið er nokkuð þanið, en herping hleypt 
lendarnar þversum, verður þá röddin björt og mjúk. 
Einkenni 3. aðalfiokks er, að herping kemur i lendarnar 398 Nýjar uppgötvanir um mannsröddína. fSklrnir 
Skirnir] Nýjar appgötvaoir am mannBröddina. 39»- miðlinunni til hliðanna. Annar herpingur á sér stað fyrir 
ofan nafla, er tengir kviðbein beggja megin saman og 
þrýstir honum inn á við; er herpingur þessi táknaður 
með i\. 

Hver aðalflokkur getur því fengið fjölda hljómbrigða: 
Hljómmagnið getur verið stórt — litið. 
Hljómblærinn — — kaldur — heitur. 

— — greinilegur — ógreinilegur. 

— — lyriskur — dramatiskur. 

r- — — dúr — moU. 

Tengja raá þessi hljómbrigði saman á ýmsa lund og 
geta hljómbrigðin þá skift fleiri tugum og þó eru mörg 
önnur hljómbrigði til, er orsakast af öðrum vöðvahreyf- 
ingum en þeim, er hér hefir verið rainst á. Málið er 
ekki nærri fuUrannsakað enn, einkum að þvi er snertir 
Ýmsar vöðvahreyfingar á brjósti og baki, er ýmsum hljóm- 
brigðum valda. Enginn vafi er á því heldur, að andlits- 
vöðvar geta haft áhrif á röddina og hálsvöðvar. Islenzk- Skýrinf;ar á myndanam : 
I., II., III. = 1., 2., 3. aðalflokkur. 

1. mynd : I kaldur (hljómblar). 

2. — : I kaldur og q. 

3. — : I heitar. 

4. — : I heitur og q. 

5. — : II kaldur. 

6. — : II kaldur og q. 

7. — : II beitur. 

8. — : II heitur og q. 

9. — : III kaldnr eða heitur. 

10. — : III kaidur eða heitur og q. 

11. — : Stórt hljómmagn (litið, ef myndinni er snúið við). 

12. — : Greinilegnr hljómblær fyrir I og II, ógieinilegur fyrir IIL- 

13. — : >Dár«. 

14. — : .Moll«. 

15. — : Dramatisknr hljómblcr fyrir I og II meö heitam hljómblw 

og fyrir III (lyriskur hljómblær, ef myndinni er snúið við). 
H>. — : Dramatisknr hljómblær fyrir I og II með köldum hljómbl» 
(lyriskur hljómblær, ef myndinni er snúið við). 400 Nýjar nppj^ötvaDÍr um mannsröddÍDa. [Sklrnir 

ur rithöfundur einn átti erfitt með mál og má likja eftir 
rödd hana með því að hcrða á vissum hálsvöðvum. 

Er nú bersýnilegt af þessu, að rajög erfltt mun veit- 
ast að kvika ýmsura vöðvum sínum og koraa þeira i rétt 
horf, svo að hljórabrigði raddarinnar verði rétt. Eitt 
kvæði á t. d. að lesa: 1. aðalflokkur, stórt hljóraraagn, 
.heitur hljórablær. Verður þá að setja kviðinn fraro, 
spenna hjartagróflna, ennfreraur kviðbein til hliða. Fæstir 
munu þekkja vöðva sina og geta stjórnað þeim svo, að 
breyting þessi geti orðið. Ýmsar hreyfingar likamans hafa 
. breytingar á vöðvahreyfingum i för raeð sér. Standi 
raenn t. d. uppréttir, lyfti frarahandleggjunura upp i lá- 
rétta stefnu og setji lófana upp, fær röddin á sig blæ 1. 
aðalflokks ; haldi raenn nú höndunum i lóðrétta stefnu, 
fær röddin á sig blæ 2. aðalflokks; haldi raenn höndun- 
ura lárétt aftur og láti lófana snúa niður, fær röddin á 
sig blæ 3. aðalflokks; og flytji raenn loks lófana og haldi 
þeira upp undir höku, fær röddin á sig blæ 4. aðalflokks. 
Áðurnefndar vöðvahræringar þessara tíokka verða nefni- 
lega samferða þessura útliraahreyfingura. 

Kaldan hljórablæ raá fá, ef menn t. d. rétta visifing- 
ur og löngutöng frara, gæta þess, að þeir falli saraan og 
hafi síðan yfir visu. Heitan hljómblæ má fá, ef menn nú 
láta þessa tvo fingur ganga hvorn frá öðrura, svo að þeir 
myndi þrihyrning og hafi síðan yfir vísu. Vitanlega verða 
raenn að gefa nákværaan gaura að þessu og dugir, ef 
menn hugsa nógu fast og setja sér fyrir sjónir Ijósa mynd 
af tveira álraum, er liggja saraan eða hvor frá annari: 
kviðbeinn fær ósjálfrátt ura leið tilhneigingu til að herp- 
ast eða slakna. Þessar athuganir á líkarashreyfingum, 
er höfðu greinileg áhrif á vöðvahreyfingar, ásamt öðru 
varð til þess, að próf. Sievers hugkværadist að búa til 
allskonar raálramyndir, er vera skyldu nokkurskonar smá- 
myndir af vöðvahreyfingum líkamans, þeim, er áhrif hafa 
eða geta haft á hljómblæ raddarinnar. Myndir þessar 
-eiga að vera nokkurskonar sjónarmerki; fái menn, er 
jþeir líta á þessi sjónarmerki greinilega hugmynd um sund- :8kiniirl Nýjar Qppgötvanir am mannsröddÍDa. 401 

íurdrátt eða þrýsting, heíir það áhrif á vöðvana, þeir 
kvika á sama hátt og myndin sýnir og heyrist þessi 
jfcreyting i röddinni. Myndir þessar eru ýmiRt beinar eða 
4)ognar linur; örvaroddur á endum beinu línanna sýnir 
stefnu hreyfinganna ; yfirhvelfd bugða -- sogar að, undir- 
hvelfd bugða - hrindir frá; þessar bugður stefna þvi frá 
tilraunamanninum T eða að honum X- 

Skal nú litið snöggvast á þessar myndir (sjá mynd- 
imar á bls. 398). Hér eru sýndar myndir af 11 aðal- 
myndum og 5 aukamyndum, er eiga um leið að hafa 
áhrif á áðurnefndan herping fyrir ofan nafiann, er nefnd- 
lur var q. 1. og 3. myndin hafa þau áhrif, að kviðurinn 
hvelfist fram og kviðbeinn annaðhvort herpist eða slakn- 
ar (1. aðalflokkur með köldum eða heitum hljómblæ). 5. 
og 7. mynd hafa þau áhrif, að kviðurinn herpist nokkuð 
inn í lárétta stefnu og kviðbeinn herpist annaðhvort eða 
slaknar (2, aðalflokkur með köldum eða heitum hljómblæ). 
9. mynd hefir þau áhrif, að þrýstingur verður til beggja 
hliða niður á við og verður að halda þessari mynd jafn- 
hliða lendunum, annaðhvort með oddann heldur fram (3. 
aðaltíokkur, kaldur hljómblær) eða heldur aftur (3. aðalfl., 
heitur hljómblær), þar eð þessir vöðvar þrýstast niður ^ 
við annaðhvort fram fyrir mjaðmir eða aftur fyrir. (Ann- 
ars skal öllum hinum myndunum haldið i lárétta stefnu). 

11. mynd hefir eingöngu áhrif á hjartagróf og ef 
í)ugðunni er snúið frá, verður hljómmagnið mikið (lítið, 
<ef myndinni er snúið við). 

12. mynd hefir þau áhrif, að viss depill fyrir ofan 
nafla dregst inn á við, ef oddinum er snúið að tilrauna- 
manni, en út á við, ef honum er snúið frá. 

13. mynd hefir eingöngu áhrif á neðri herpinginn fyrir 
neðan nafla, dúr, (og ekki þann efri, q). 

14. mynd hefir eingöngu áhrif á neðri þverspennuna 
Xyrir neðan nafla, moll (sundurdráttur vöðva). 

15. mynd á að tákna þvermál bolsins að neðan og 
liefir þau áhrif, að vöðvar þrýstast til hliða frá miðlínu 
íyrir neðan natía og aftur á bak (dramatiskur hljómblœr 

26 402 Nýjar uppgötvanir um mannsniddina. [Skirnir 

hjá 1. og 2. aðalflokki með heituni hljómblæ, ennfreraur 
hjá 3. aðalflokki). Ef myndinni er snúið við, verður 
þrýstingur frá baki til beggja hliða að miðlínunni fyrir 
neðan nafla (lyriskur hljómblær hjá 1. og 2. aðalflokkií 
með heitum hljómblæ, ennfremur hjá 3. aðalflokki). 

16. mynd loks, er einnig á að sýna þvermál bolsins^ 
að neðan, hefir þau áhrif, að vöðvadráttur verður frá 
bakinu til beggja hliða (dramatiskur hljómblær hjá 1. og 
2. aðalflokki með köldum hljómblæ, en IjTÍskur, ef mynd-^ 
inni er snúið við). 

Þegar fengist er við þessar tilraunir, er áríðandi. 
mjög, að áhrif myndanna á tilraunamannrnn verði sem 
mest ; Sievers hefir því látið gera myndir þesear úr málm- 
þráðura, er gljáir á, og notar undirlag úr dökku eða 
svörtu efni, svo að Ijósáhrifin verði sem mest. Yrðu Ijós- 
áhrifin sterkari, ef tilraunirnar færu fram í myrkri og 
rayndirnar yrðu sýndar af Ijósvél, eins og G. Björnson 
landlæknir hefir stungið upp á við raig; óviðkoraandi 
áhrifura yrði þá bygt út ura leið, en ekki hefi eg enn 
haft tækifæri til að reyna þetta. 

Gæta ber þess rajög, er fengist er við tilraunir raeð 
þessura rayndura (þær, er Sievers notar, eru hér«um bil 
þrefalt stærri en hér eru sýndar, úr messingþræði hér 
um bil 2 mra á þykt) að varast allan reiging og sperr- 
ing. Bezt er að standa uppréttur, leggja mynd þá eða 
myndir, er menn vilja reyna, á lesraálið og láta hand- 
leggina lafa eða þá halda myndinni (rayndunura) með 
fingrunura á þeira stað, er raerktur er x á rayndunum 
hér. Eins ber að gæta að, hvernig fótunum er suúið; 
ef menn standa gleitt, sláknar kviðbeinn hjá mörgum (og 
röddin fær þá heitan hljómblæ), en ef menn setja fæt- 
urna saraan, herpist kviðbeinn hjá raörgura (og röddin 
fær þá kaldan hljómblæ). 

Enn er miklum vandkvæðura bundið að geta ákveðið,. 
hverjar rayndir hæfa í hvert skifti, hvaða hljórablær á 
við eitthvert kvæði; t. d. þeir, sera óvanir eru, verða oft 
að reyna flestar myndirnar og komast þó oft ekki að' SkirQÍr] Nýjar nppgötvanir am mannsröddina. 403- 

neinni niðuretöðu. Bezt er þá oft að byrja raeð siðustu 
myndunum (dúr, moU, lyr., dram.), prófa Rig áfram og 
leggja þær til hliðar, er ekki koma að notum. Hér ber 
vel að gœta þess, að það ræður ekki úrslitura, hvaða', 
liljórablæ tilraunamaðurinn telur fegurstan í það og það 
skifti: sá dómur verður oft einhliða og einskis virði. Til- 
raunaraaðurinn verður var við einskonar hughvöt, ef svo 
raætti að orði koraast; hann finnur fjötra koraa á sig, 
þegar hann notar raynd (eða rayndir), sera ekki á við, 
honura verður þá rajög stirt ura raál, hann finnur til ein- 
hverrar tregðu, ef hann er að fara raeð einhver hugsraiði 
á rangan hátt. En hafl hann fundið rétta raynd (eða 
rayndir), finnur hann til hughægðar, honura veitir þá 
raiklu hægara að fara raeð efnið, það rennur þá eins og 
sjálfkrafa upp úr honura. Þetta keraur einnig í Ijós í 
raddfærunura sjálfura. Það ber oft við ura tilraunaraenn, 
sera verða fyrir raiklura áhrifura af rayndunura (hér kennir 
mikils misraunar), að þeir raissa andann, þó þeir hafi 
nóg loft niðri fyrir, ef þeir verða fyrir seiðmagni rangra 
mynda. í söng er einkum hægt að taka eftir þessu og 
hvín þá oft i þeira tónura, sera liggja hátt. 

Hér hefir verið reynt að skýra stuttlega frá þessum 
uppgötvunura Sievers og annara. Hefir Sievers síðastliðin 
6 — 7 ár starfað raestraegnis að þessu og gerir enn. Kerfi 
hans er i sifeliu að þroskast og hefir hann skeytt þessum 
uppgötvunura inn í hljóðfræði sína. Bersýnilegt er, að 
þessar uppgötvanir geta koraið að raiklu gagni. Auk lista- 
gildisins, í raeðferð kvæða, söng, hljóðfæraslætti o. s frv., 
má vænta raikils visindalegs árangurs af þeira. Rithöf- 
undur hefir t. d. sérstök einkenni i skáldskap sinum. 
Hann yrkir t. d. flest sin kvæði i ásigkomulagi 2. aðal- 
flokks raeð köldura hljórablæ (t. d. Matth. Joch.). En i 
örfáura kvæðura bregður út af þessu, hljórablœrinn verð- 
ur t. d. heitur (Matth. Joch.: Sorg), eða hann yrkir i ásig- 
komulagi 3. aðalflokks. Er þá oft hægara að skýra, 
hvemig á þessura breytingum stendur. Eða tónskáld, eins 
og Schumann, sem yrkir i ásigkomulagi 2. aðalflokks, ea 

26* 404 Nýjar appgötvanir am mannsröddÍDi. [Skfrnir 

fær á 8ig einkenni 3. aðaltiokks með heitum hljómblæ i 
»Die beiden Grenadiere«, af því að þetta lag hefir orðið 
fyrir áhrifum frá franska hergöngusöngnum (Marseillaise), 
er gerður er i ásigkomulagi 3. aðalflokks. Eða gömul 
kvæði, er enginn veit um höfund að. Er þá máske auð- 
velt að sanna, að ýms erindi geti ekki verið eftir sama 
höfund, eða að einni eða tveim Ijóðlínum sé skeytt inn í 
kvæði af öðrum (afritara). Málið er enn á rannsóknar- 
fitigi, en dyrnar eru þegar opnar i gátt og sér inn i nýj- 
an heim ónumdra landa í sálarfræði, málfræði og öðr- 
um vísindagreinum. 

Alexander JÓhannesson. 

Helztn rit um þetta efni era: 
0. Rntz : Nene Entdeckangen von der menscblichen Stimme. Miinchen 

1908. 

Sprache, Gesang und Körperhaltung. Miinchen 1911. 

Musik, Wort und Körper als Gemiit^ausdruck. Leipzig 1911. 

Neues iiber den Zusammenbang zwischen Ðichtung und 

Stimmqualitat, Indog. Forscb. 28 (1911), bls. 301 nn. 
£. Sievers: Neues zu den Rutzschen Reaktionen, Archiv fiir experi- 

mentelle und klinische Fhonetik, I, 3 (1914, sérprentan). Pjóðareignin. Það er ofí því nœr nauðsyn að vita, hv€ raikil er 
aleiga einhverrar þjóðar. Einkum er það vegna ýrcissa 
opinberra mála. Þannig hafa áætlanir um þjóðareign ríkj- 
anna, sem nú eiga i heirasstyrjöldinni, að jafnaði verið 
teknar frara, og gagnskoðaðar á ný, til þess að sýna, hvað 
þjóðirnar gætu lagt frara af fé i styrjöldina, hvað þeira 
væri óhætt að taka að láni til hennar, og hverja skulda- 
byrði þær yrðu færar um að bera eftir að styrjöldinni 
væri lokið. Þótt ekkert slíkt sé á ferðinni, er þekking á> 
þjóðareigninni sarat nauðsynleg til þess að gera sér skilj- 
anlegar ýrasar breytingar i þjóðlífinu, sera koma frara i 
skýrslum um ýmsa hagi landsraanna, og sjá hver áhrif 
þær hafa á heildina. Þjóðareignina er erfitt að kveða á 
ura i mörgura greinura. Fullkorain nákværani er óhugs- 
andi, en þó er unt að koraast svo nálægt hinu rétta, að 
áætlunin sé nýtileg, og verði höfð til saraanburðar við 
ýrasa aðra útreikninga. 

Til þjóðareignarinnar eru taldar hér allar jarðir, hús- 
eignir, skip, hafnarvirki, skepnur, verkfæri, vélar, vöru- 
birgðir, húsgögn, fatnaður, peningar i uraferð raanna á 
milli og kröfur á önnur lönd, en kröfur annara landa á 
Ísland dregnar frá. Yfir höfuð er það áþreifanlegt verð- 
mæti, sera talið er i þjóðareigninni. Krafa er ef til vill 
ckki álitin áþreifanleg, en skuldabréfið, sera hún byggist 
á, er það. Surair vilja telja til þjóðareignarinnar andleg 
auðæfi þjóðarinnar, starfsþrek landsmanna, skynsemi og 
þekkingu, en það verður ekki talið hér, af þvi að það er 
ekki áþreifanlegt, og verður heldur ekki metið. Hvernig ■406 Þjóðareignin. [Skirnir 

á að meta til fjár þekkingu vísindamannsins? Þekkingu 
og handlægni ágæts skurðlæknis? Frarasýni og hug- 
rekki mikils fésýslumanns? Verkin þeirra má oft meta 
til peninga, mennina sjálfa og hæfliegleika þeirra þar k 
móti ekki, nema hvað uppeldi þeirra hefir að einhverju 
leyti kostað. 

Áþreifanlega eign má einnig meta ýmislega og eftir 
ýmsum reglum. Það er tvent ólíkt: hvað eigandi jarðar 
eða húss metur eign sina mikils virði, eða hvað fæst fyrir 
hana á nauðungaruppboði, — nauðungarverðið. Bankar 
og lánsstofnanir lita oftast á nauðungarverðið, eigandinn 
á velvildarverðið. Hvorugt verðið er nýtilegt, þegar 
þjóðareignin er reiknuð út. Þá verður yfirleitt að fara 
•eftir vanalegu verði á eigninni, eins og það er i meðal- 
ári, ef seljandinn þarf ckki að hraða sölunni, en getur 
beðið tækifæris sér að skaðlausu. Þetta á við þær eigiiir 
yfirleitt, sem ganga kaupum og sölum eða i erfðir mann 
frá manni. Eignir, sem ekki ganga kaupum og sölum, 
eins og hafnarvirki, Ijósáhöld í kaupstöðum og vatnsleiðsl- 
ur, símalínur og járnbrautir, verður annaðhvort að virða 
eftir byggingarkostnaðinum, eða með því að hugsa sér 
árstekjurnar af þessum eignum sem vexti af þeim, og 
hugsa sér svo hvers virði þær eru. Hafnarvirki, sem sefa 
af sér 4000 kr. árlega i hreinan ágóða verða þá 100,000 
kr. virði. Með þessháttar almannaeign er það vissara 
hér á landi að leggja stofnkostnaðinn til grundvallar — 
það er hann, sem hefir farið til að koma þeim upp, en 
þau eru flest svo ung að óséð er enn, hvað þau muni 
gefa árlega af sér. Sum þeirra eru jafnvel ekki fullger 
«nn, og hvað þau gefa af sér er alveg i óvissu. 

ÖII þjóðareignin skiftist i fasteignir og lausafé, og við 
eftirfarandi áætlanir verður þeirri aðgreiningu haldið til 
þess að yflrlitið verði Ijósara. Fyrst verða þá teknar 

A. Fasteignir. 

1. Jarðirnará landinu voru með konungsúrskurði 
1^61 metnar til hundraða eftir að mat á jörðunum hafði :$kirDÍr] Þjóðarejjgniq. 407. 

farið fram hér innan lands. Jarðarhundrað var metið 
^ins til peninga um alt land, en varð þó töluvert dýrara 
1 Múlasýslum en annarstaðar. Jarðarhundraðið þar heflr 
|)ví ávalt verið selt dýrara síðan, þangað til fyrir 
fám árum, þá urðu jarðirnar nsilægt Reykjavík dýrari en 
annarstaðar á landinu. Lengi mátti sjá af fasteignasölu- 
gjöldura, og af erfðafjárskatti, að jarðarverðið var upp og 
niður 100 kr. hundraðið. Við það að gjaldmiðill hefir 
aukist við tvo banka með útibúum, heflr jarðarhundraðið 
stigið ákaflega í verði, svo að sum jarðarhundruð hafa 
verið seld á 1000 kr. (:iO hundraða jörð á 30,000 kr.). 
í Múlasýslura hafa jarðarhnndruð fyrir löngu koraist upp 
1 4—500 kr. og þar yflr. Jarðarhundraðið verður því 
ekki sett mjög lágt nú orðið. 1907 settum við það — 
menn úr skattamálanefndinni og eg — á 150 kr. yflrleitt 
á öllu landinu, sem vitanlega er alt of lágt nú orðið. 
Bæði fæst raiklu rainna land fyrir sömu peningaupphæð 
en áður, og jarðirnar hafa verið bættar á ýmsan veg. 
Meðal bótanna raá telja jarðabætur, girðingar, og húsa- 
byggingar til sveita. Nú sýnist svo, sem 250 kr. séu 
hæfllegt verð á jarðarhundraðinu upp og niður, en jarðar- 
hundruðin á landinu 86,189, en þar frá verður að draga 
hér um bil 1550 hundruð, sem eru óbygð. Verð allra 
jarða á landinu verður þá. 21 milj. króna. 

2. Annar helzti liðurinn i fasteignum landsins verða 
liúseignirnar i kaupstöðum og kauptúnum. Þar eru 
iyrst og fremst viröingar til skatts á húsunum að fara 
eftir. AUar þær virðingar eru nú orðnar alt of lágar 
vegna verðfallsins á peningum. Hús sem hafa verið virt 
á 5000 kr. fyrir siðustu aldamót, mundu oftast seljast nú 
á 10,000 kr., ef þeim heflr verið vel haldið við. 8amt 
sem áður hafa gömlu virðingarnar til skatts verið látnar 
halda sér hér, þótt þær séu of lágar orðnar. Eftir skatta- 
skýrslunum voru húsin sjálf metin þannig 31. desbr. 1914: 

í Reykjavik kr. 12,467,000 

í Hafnarflrði — 862,000 

Flyt kr. 13,329,000 4H)6 Þj6ðareig$in. [Skirair 

Fluttar kr. 13^29^ 

Á ísafirði — 1^14,000 

Á Akureyri — 1,586,000 

A Seyðisfirði — 653^0 

Húsin i öUum öðrum kaup- 

túnum og verzlunarstöð- 

um voru sama dag . . — 8,062,000 kr, 24,844,000» 

En svo er meira verðmæti tit i kaupstöðum, kaup- 
túnum og verzlunarstöðum en þetta,. og eru það lóðir og 
ýms raannvirki. í áætlun þeirri um þjóðareignirnar á 
landinu, sem er að flnna á bls. 126 í nefndarálitinu um 
skattamál íslands 1908 er rækilega lýst stærð lóðanna i 
kaupstöðunum nema i Hafnarfirði, en þar befir kaupstað-^ 
urinn nýlega keypt alla lóðina, sem bann stendur á, og 
það er kunnugt fyrir hve mikið. Lóðirnar i Reykjavík 
hafa verið virtar upp og niður á 1 kr. .50 a, feralin. Hafnar- 
fjarðarlóðin hefir kostað 97,000 og hefir með endurbótum 
verið virt hér á 100,000 kr. Hafnarvirkin út um land 
eru metin eins og i áætluninni 1908 og bætt við Reykja- 
víkur hafnarvirkjunum, sem eru sett á 1600,000 kr. og 
bryggjunni i Hafnarfirði, sem kostaði 120,000 kr. Til að 
finna út lóðarverðið i kauptúnum og verzlunarstöðum út 
um land, hefir verið tekin húseignatalan og áætlað að' 
hver húseign hækki verð lóðarinnar i kauptúninu um. 
200 kr. En sú upphæð hefir verið valin fyrir þá sök, að 
það má álita að meðal lóðargjald af þessum lóðum séu nii. 
8 kr. á ári, sem svarar 4% vöxtum og 200 kr. 

Verð lóða og mannvirkja (hafnir, skipabryggjur, vatns-^ 
veitur og Ijósfæri) verður með þessari aðferð þetta: 

í Reykjavik kr. 6,500,000 

í Hafnarfirði — 290,000 

Á ísaflrði ~ 670,000 

Á Akureyri — 805,000 

Á Seyðisflrði — 180,000 

í öðrum kauptúnum og 

verzlunarstöðum ... — 1.786,000 kr. 10,231, 000> flkiniir] / ÞjóðareigQÍD. 409^ 

3. Saragöngufæri. Hingad heyra jafnframt vitar 
þeir, sem bygðir hafa verið á landinu, og hefir kostnað- 
urinn við það orðið til ársloka 1914 . . kr. 375,000 
og simar, sem hafa verið bygðir eða keyptir 
til sama tíma — 2,000,000 

Samtals kr. 2,375,000' 
öll þjóðareignin í kaupstaðarhúsum og mannvirkjum 
i kaupstöðum, simum og vitum verður þá i árslokin 1914 
37,450,000 kr. 

Vitar og símah'nur eru samgöngufæri, og þar sem 
vegirnir og brýrnar yfir árnar eru það sömuleiðis, verður 
að gæta þess, hvort þeir ekki eiga að teljast í þjóðar- 
eigninni. Til vega og brúa yfir ár hefir verið varið af 
landssjóði og frá sveitar- og sýslufélögum frá 1880 og til 
ársloka 1915, eftir því sem næst verður komist, hér um 
bil 6 milj. króna. Vegirnir hafa gengið af sér og þurft 
endurbóta hvað eftir annað, en járnbrýr og steyptar brýr 
halda sér yfir höfuð að tala vel. Vegir og brýr verða 
samt ekki taldir með þjóðareigninni, því allir geta farið 
eftir þeim endurgjaldslaust, og þeir gefa engar beinar 
tekjur í aðra hönd, eins og segja má að vitarnir gjöri. 
Vegirnir hækka jarðarverðið, og væru þeir taldir í þjóðar- 
eigninni sérstaklega yrði að draga þá frá jarðarverðinu. 
Vegir og brýr eru ekki tekjur fyrir þá, sem um þá fara, 
en þeir spara þeim útgjöld. Þeir stytta tímann, sem mað- 
urinn er á ferðinni, og gjöra að verkuni, að ferðamenn- 
irnir komast af með færri hesta. 

Fasteignir landsmanna verða eftir hinu framan- 
sagða 5 8 V2 m i 1 j ó n k r ó n a. 

B. Lausafé. 
1. Verzlunar- og fiskifiotinn hefir tekið miklum fram- 
förum á síðustu árum. Þótt stóru skipin séu talin til fast- 
eigna af lögfræðingum, þá eru þau talin með lausafé hér. 
jflér er sú aðgreining þýðingarlaus, og eðlilegast að telja 
alla skipaeignina undir einum lið. Verzlunarskipin eða 
flutningaskipin eru talin með þvi veröi, sem þau kostuðu- -410 Þjóðareignin. [Sklrnir 

'ný, og eru öll keypt nýlega. Togarar eða botnvörpu- 
skipin eru sett liér raeð áætluðu verði, sem ekki er helm- 
ingur þess, er þau skip mundu kosta nú nýsmíðuð. Segl- 
skip, sem ganga á fiskiveiðar og eru 40 smálestir að 
meðaltali, eru selit með áætlunarverði, og það er lægra 
en þau mundu ganga kaupum og sölum. Mótorskipin hafa 
verið verðsett sem næst þvi, er þau fást nú nýsmíðuð. 
Mótorbátar eru áætlaðir eftir kaupverði að sliti frádregnu. 
Róðrarbátar eru áætlaðir eftir meðalverði, sem mun vera 
næst þvi rétta. Tala mótorskipa, mótorbáta, seglskipa og 
róðrarbáta og smálestatal þeirra eru tekin eftir fiskiskýrsl- 
um Hagstofunnar 1914. Skýrsiurnar telja eingöngu skip- 
in, sem gengið hafa til fiskiveiða. Flutningaskipin og 
togararnir er nú : 

1. Skipafiotinn er allur virtur til peninga: 

3 flutninga- og farþegaskip alls á . . kr. 1,440,000 
-21 togari eða botnvörpungar á 120,000 kr. — 2,520,000 
93 seglskip 3672 smálestir alls á 15,000 

kr. skipið upp og niður — 1,395,000 

23 mótorskip 519 smálestir á 1000 kr. . — 519,000 
400 mótorbátar á 5000 kr. upp og niður . — 2,000,000 
.986 róðrarbátar af ýmsum stærðum, bát- 
urinn með öllum reiða á 500 kr. upp 

og niður — 493,000 

Samtals kr. 8,367,000 

2. Annar liðurinn i lausafjáreigninni er f é n a ð u r, 
n a u t og h e s t a r. Tala þeirra er tekiu eftir búnaðar- 
skýrslunum 1913. Hún var ekki of há, en það má efast 
um verðið, sem hér er sett á skepnurnar. Kýrin er hér 
fiett á 200 kr., hesturinn eins, ungviði er sett lægra. Ærin 
er sett á 35 kr., og annað sauðfé töluvert lægra. Verðið 
verður þá þetta: 

Nautpeningurinn kr. 4,500,000 

Sauðfénaður og geitur — 17,500,000 

Hross — 7,500,000 

Samtals 29^2 "liU kr. flkÍTBÍr] ÞjóOareignÍD. 41 i 

3. Þá kemur ýmislegt til greina, svo scm vinnu- 
-^élar, tóvinnuvélar, smíðavélar, verkfœri, plógar, herfi, 
flláttuvélar, orf og Ijáir. Þetta er hér tekið eftir áætlun- 
inni í áliti skattanefndarinnar 1908, bls. 126 og 127, og 
áætlað 1 milj kr. 

4. Eftir sömu áœtlun voru innanstokksmunir 
og fatnaður, sængurföt, stólar, eldhúsgögn o. s. frv. 
áœtlaðir 100 kr. á mann. 8ú áætlun mun vera alt of 
lág nú og 200 kr. munu ekki vera of hátt á mann. Það er 
langt siðan að uppbúið rúm kostaði minst 100 kr. Þessir 
hlutir verða því fyrir liðug 87,000 manns 17Ví milj. kr. 
Það mætti sjiUfsagt hafa móti þvi, að telja þessa hluti til 
þjóðareignar, t. d. af þeirri ástæðu, að föt eða sængurföt 
framleiði ekki neitt. En þau eru áþreifanleg eign ; án 
þeirra framleiðir enginn maður neitt ; án þeirra hættir 
lífið að vera lif. Sá sem lánar þessa muni af öðrum verð- 
ur að svara af þeim vöxtum. 

5. Eign eða fjárstofn íslenzkra kaupmanna, sem 
stendur i verzlunum þeirra hér, og liklegt er að verði að 
samsvara þcim vörubirgðum, sem þeir hafa i nóvem- 
bermánuði hvert ár, var eftir lausri ágizkun kaupmanns 
sem var i skattanefndinni 1907—08 talin 3 milj. kr. 

6. Þá er aðallega eftir af því lausafé, scm talið 
verður þjóðareign, g u 1 1- og s i 1 f u r-peningar i bönkum 
og manna á meðal. Meðalgullforði í ísandsbanka er nú 
fiiðustu árin nálægt einni miljón króna. Þessi styrjaldar- 
tími er undantekning, sem fellur burtu áður en langt um 
líður. Af guUforðanum má búast við að sé í kröfum er- 
lendis og i fiutningi hingað hér um bil 200,000 kr, svo 
^ftir verða 800,000 kr., sem meðalgullforðinn nemur. En 
svo er getgáta, hvað er i umferð manna á milli. Eftir að 
lögin um greiðslu á vinnulaunum i peningum komu i gildi 
i rauii og veru, má segja, að hver unglingur beri peninga 
á sér. Frá þvi í september 1914, að landsstjórninni var 
falið að sjá fyrir gjaldmiðli, hefir hún flutt hingað 120,000 
kr. i silfri, og það má ætla að bankar og einstakir menn 
hafi komist yfir jafnmikið. A tveimur árum ættu þvi að 412 Þjóðareignin. [Skirnir 

hafa verið fluttar inn i landið 250,0CX) kr. i silfri. Eitt- 
hvað hefir verið fyrir hendi áður, og svo vitanlegt sé er 
hvorki silfur né kopar flutt af landi burt. Silfur og kopar 
i umferð mun mega áætla 700 þús. kr., og verður þá öll 
upphæðin IV2 miljón króna. 

Þá eru ótalin bókasöfnin, þjóðmenjasafnið og ýms 
málverk, sem eru almanna eign. Þessi söfn gefa ekki af 
sér neinar tekjur. Þab er erfitt að ákveða verð þeirra, 
Þjóðmenjasafnið, forngripasafnið, eins og það hét áður, er 
að likindum ómetanlegt fyrir þjóðerni landsmanna. Mál- 
verkin auka kjörvísi, og bókasöfnin fróðleik. En eigin- 
lega mun vera réttast að skoða þau eins og vegina hér 
að framan. Þau eru andlegar samgöngubætur, sem stytta 
leiðina, eða spara þeim, sem þau nota, útgjöld, sem þeir 
gætu ekki komist yfir að greiða, en nú geta fengið me5 
því að ganga á söfnin og leita þar uppi það, sem þeir 
vilja sjá eða lesa. Þau eru þvi ekki tekin upp í þjóðar- 
eignina. 

L a u s a f é þjóðareignarinnar sett saman af þessum 
upphæðum. 

Skipaflotinn 8,3 milj. kr. 

Nautpeningur, sauðfé, hestar 29,5 — — 

Vinnuvélar 1,0 — — 

Innanstokksmunir og fatnaður .... 17,5 — — 

. Vörubyrgðir 3,0 — — 

Peningar 1,5 — — 

Samtals 60,8 milj. kr, 

Allar fasteignir voru 58,5 — — 

Þjóðareignin öli áður en lausar skuldir eru 

dregnar frá 119.3 milj. kr, 

C. Skuldir. 
Innlendar skuldir eru hvorki frádráttur né viðbót við 
þjóðareignina. Ef bankarnir hafa úti í umferðinni 3 milj- 
ónir króna i seðlum, þá eru þeir i skuld við handhafa 
seðlanna um þá upphæð, en handhafar seðlana eiga 3 
miljónir króna hjá bönkunum. Ef þessum 3 miijónum er Skirnír] Þjóöarpignin. 418 

bœtt við eignir handhafanna og þær hækkaðar um þrjár 
miljónir, verður að lækka eign bankanna um sömu upp- 
hœð. í þjóðareigninni verða þær -|- 3 milj. og -f- 3 milj- 
ónÍT. 8V0 útkoraan er fyrir hana. Ef kaupmaður á 500 
kr. hjá viðskiftamanni sínuni, þá eru það + 500 kr. fyrir 
kaupmanninn en ~- 500 kr. fyrir viðskiftamanninn. Fyrir 
þjóðareignina er það 0. Þjóðin er hvorki ríkari né fátæk- 
ari á eftir. Landsmenn áttu 18 milj. króna inni í spari- 
fijóðunum 1. jan. 1916. Það af fénu sem hefir verið lánað 
landsmönnum aftur, verður -{• og -^ i þjóðareigninni og 
= 0. Hafi eitthvað af því staðið inni í bönkum erlendis, 
|>á er það -{- i þjóðareigninni. Skuld til annara landa 
verður að dragast frá þjóðareigninni, og innieign í öðrum 
löDdum verður að bætast við hana. 

Eins og nú er komið þá hafa flestir fésýslumenn og 
kaupmenn lánstraust sitt i bönkunum, og standa ekki i 
neinni skuld erlendis. Til eru samt erlend verzlunarhús, 
sem taka lán erlendis, en skuldir þeirra get eg ekki talið 
islenzkar skuldir. Eftir því sem eg get komist næst, voru 
allar skuldir landsjóðs og landsmanna (veðdeildanna) 1. 

janúar 1916 9,9 milj. kr. 

og á móti þeim verður að færa inn eign- 

ir bankanna erlendis s. d 7,3 — — 

Mismunur 2,6 milj. kr. 
og þann mismun verður að draga frá aðalupphæð þ j ó ð- 
areignarinnar, sem þá verður 116.7 milj. 
k r ó n a. 

Eg hefi fyrir nokkru gert lauslegt yfirlit yfir hvað 
fáar einstakar greinir af þjóðareigninni hefðu vaxið frá 
1907 — 1915, en tók allar hinar óbreyttar eftir áætlun 
skattamálanefndarinnar 1908. Við það varð aleiga lands- 
manna miklu lægri en hér (90 milj. kr.). Eg hef gert til- 
raun til að gera hana upp fyllilega tvisvar áður. Fyrsta 
Bkiftið var 1880, eg þurfti að sanna að litiU banki gæti 
Btaðið hér — eg var að telja menn á að setja hér upp 
fleðilbanka — og þess vegna var hálfgert talin með þjóð- 414 Þjóðareignin. [Skirnir 

areigninni verzlunarvaran, sem kemur til útflutnings á einu 

ári, þvi hún er undirstaða undir bankalánum. Án verzl- 

unarvörunnar var þjóðareignin 1880 . . 30 milj. kr, 

1907 þegar erlendar skuldir voru frá 

dregnar var hún 53 — — 

og 1915 eins og sýnt er að framan . . 116,7 — — 

Velmegun landsmanna hefir samt ekki vaxið svona mikid" 

í sannleika. Krónan er mælikvarðinn öU árin, en hún er 

alinmál sera alt af styttist. Hver hlutur sem á það er 

mældur lengist ávalt og ávalt. Eg skrifaði ritgerð i 

Skírni 1908 um verðfallið á peningum, og sýndi og sannaði 

að 2 kr. árið 1900 höfðu sama kaupmagn sem 1 kr. 1850, 

Þar var líka sýnt fram á, að til þess að geta fengið sama 

af nauðsynjum 1907 og fékst fyrir 1 krónu 1850 þurfti 

2 kr. 50 aura síðara árið. Um sama leytið stóð í Econo- 

mist að verðfall peninga á Bretlandi væri litlu meira en 

hér. Prisar hækka og lækka þar ávalt litlu áður en þeir 

hækka eða lækka hér. Það mun láta nærri sanni, að til. 

þess að kaupa það, sem fékst fyrir 1 krónu 1850 þurfti4 

kr. 1915. Eftir að Skírnis ritgerðin var skrifuð hefl eg 

komist að þeirri niðurstöðu, að peningar hafi haft líkt 

gildi árið 1875 og 1880 eins og 1900, nema hvað húsa- 

leiga í bæjum og vefnaðarvara höfðu hækkað eitthvað í 

verði. Sé nú gildi krónunnar 1880 lagt til grundvallar, 

þá verður þjóðareignin töluvert minni tvö siðari árin, þ6 

verður að láta húseignirnar og lóðirnar, verð skipa, vél- 

ar, innanstokksmuni og fatnaðar- og vörubirgðir halda 

sér hér um bil, þvi allar þær virðingar eru gamlar eða 

lágar, en draga má úr öðrum liðum. Þá dragast c. 5 

miljónir króna frá þjóðareigninni 1907, en hér um bil 25- 

milj. kr. frá þjóðareigninni 1915. Mælt með verði krón- 

unnar frá 1880 verður þjóðareignin 1880 — 30 milj. kr.,. 

1907 48 milj. kr. og 1915 92 miljónir króna. Framförin 

i efnahag landsmannna á siðustu 35 árum verður ákaflega 

mikil fyrir því, og eignin heflr þrefaldast i raun og verui 

á 35 árum. 

Indr. Einarsson. i 

I Grátur. 

Smásaga eftir Maríu Jóhannsdóttur. Oft grét eg, þegar eg var lítil. Stundum allra snöggv- 
aat, stundura þun^t og lengi, eftir þvi, hve sorgarefnin 
voru mikilvæg. Osjaldan voru það hestarnir, er komu 
út á mér tárunum. Ekki svo að skilja, að mér þætti eg 
hafa ofmikið saman við þá að sælda, eins og t. d. kýrnar. 
Langt frá þvi. Eg fekk aldrei nógu raikið að hossast á 
hestbakinu. 

Einkum rainnist eg eins vorkvölds, er varð mér þung- 
lifað vegna hestanna. Þeir höfðu verið heima ura dag- 
inn, en ura kvöldið sagði faðir rainn, að það yrði að flytja 
þá í haga, svo þeir bitu ekki túnið ura nóttina. 

Strákamir, Gvendur sraali og Nonni bróðir, af stað, 
og eg á eftir. Þeir voru eldri en eg, og fljótari að hlaupa. 
Þeir gripu tvö bandbeizli, sera voru i bæjarsundinu, og 
þutu út hlaðið. Þá var ekkert beizli eftir handa mér^ 
sarat elti eg þá út á bæjarhólinn. Þeir stukku niður 
tröðina. 

— Lof mér að vera með ykkur, — grenjaði eg á 
_ eftir þeim. 

I — Þér, stelpunni, sem dettur af baki jafnskjótt og 

I hestarnir spretta úr spori! — sögðu þeir báðir i einu, og 
^Lyar ógurleg fyrirlitning í málróranum. Annað svar 
^nekk eg ekki. Þeir beizluðu beztu gseðingana, hentu sér 
^Bá bak og þeystu af stað, i háloftinu, niður rennisléttar 
^Beyrarnar, með alla trossuna á undan sér. 
^B Eg stóð kyr og starði á eftir þeim, þar til þeir voru 
^ komnir langt niður á mela. Þá huldu tárin þá sjón minnL 418 Grátur. [Skirnir 

fuglarnir stórfallegir, fanst mér. Og í tigulstokknum var 
mannsmynd, vafin i silkipappír, og hárlokkur hjá. 

Móðir min sagði mér, að myndin væri af raanni sero 
henni hefði þótt vænt um, þegar hún var ung. Og hann hefði 
smíðað handa þeim tigulstokkinn og alla ísubeinsfuglana. 

— Svo hvarf hann mér sjónum — sagði móðir min. 
— Og þá grét eg — eins og þú út af hestunum, — bætti 
hún við brosandi. Það fanst mér naumast saman berandi^ 
Maður var litilsvirði í samanburði við hest i minum aug- 
uni — á þeim dögum. Enda vissi eg, að móðir min átti 
riaann, hann föður minn; þá hélt eg að henni væri bætt- 
ur skaðinn. Eg gat ekki séð annað en að á sama stæði,. 
hver maðurinn væri. Eg lét eins og eg væri sofnuð þegar drengirnir komu' 
inn um kvöldið. Grúfði mig niður i rúmið og gaf þeim 
hornauga undan yfirsænginni. Þeir voru báðir blautir og 
forugir og sneipulegir — eins og þeir forðuðust að lita 
þangað sem eg var. Þeir hafa liklega verið sneiptir 
fyrir að vera vondir við mig — hugsaði eg, og eg gat 
ekki varist því, að sár-kenna i brjósti um þá. 

Og Nonni var blóðugur fyrir neðan nefið og Gvendur 
á annari hendinni. Nú fór að fara um mig. Auðvita^ 
höfðu þeir dottið og meitt sig. Og eg átti sök á því. Eg 
hafði óskað að þeir dyttu. Eg fann sárt til sektar minn-^ 
ar og fór að langa til að bæta fyrir illu óskina. Reiði 
mín var horfin út i veður og vind og ásetningur minn,. 
að gefa drengjunum ekkert að bragða á sælgætinu minu, 
fanst mér nú hin mesta fjarstæða. Mér þótti meira að 
segja vænt um að eiga eitthvað, til að gleðja þá með. 

Og eg seildist í sætindakassann í mesm snatri ogkall- 
aði i drengina. Aður en langt ura leið, sátum við öU 
éaman, eg i rúminu, Nonni á rúmstokknura og Gvendur á 
kistli fyiir framan rúmið, og moðuðum sælgætið i mesta 
bróðerni. Skírnir] Grátur. 419- 

Þeir báðu mig að fyrirgefa sér, hve slæmir þeir hefðu 
verið við mig, og lofuðu bót og betrun. 
Og eg fyrirgaf þeira með ánægju. Einhver kunningi minn, sem las hjá mér þessar lín- 
ur, er eg hefi verið að pára seinustu kvöldin, sagði við 
mig, að nú skyldi eg halda áfram og segja frá fleiru. 
Hann bað mig að skrifa æfisögu mina. Segja frá æsku 
minni og fullorðinsárunum og ellikvöldinu, sem er nú að 
færast yfir mig. Hann sagði, að eg ætti að lýsa vonbrigð- 
um mínum i ástamálum, — ef þau hefðu einhver verið, bætti 
hann við ofur-hæversklega, — hjónabandi mínu og móður- 
gleði, hörmum mínum, hamingju og lifsbaráttu, fram á 
þenna dag. Eg gat ekki annað en brosað. Eg veit, að 
þó eg entist til að skrifa eitthvert hrafl af æfisögu minni, 
mundu fáir endast til að lesa hana, því tónninn má heita 
sifelt hinn sami. Vonbrigði og tilhlökkun, gremja og gleði, 
hafa skifst á í lífi mlnu. Sorgarefnin smábreyttust með 
aldrinum, en sorgin sjálf var söm og jöfn. Þegar eg var 
rúmlega tvítug, hefði eg ekki getað grátið, þó allir heims- 
ins hestar hefðu rokið út úr höndum mér. En þá grét eg 
vegna annars. Þá grét eg vegna þess að maðurinn, sem 
eg unni, hvarf frá mér. 

Þá stóð eg einmanna, — eins og á bæjarhólnum 
forðum daga, — og horfði eftir hamingju minni, unz tár- 
in huldu hana sjón minni. 

Sú sorg gleymdiet á yfirborðinu, djúp sársaukans 

varð isi lagt, en þá tók annað við, og skifti mér milli 

fiin. Hjónabandsstríð og hjónabands-sæla, móðurgleði og 

móðursorg, efnavöxtur og eignatjón, hefir haldið sitt í 

ÍYOTíí hönd mina. 

Og löngum hætti mér til þess, að hatast við þá, er 

lér virtust vera orsök til hamingjumissi mins. Eg ósk- 

H þeim ills í hjarta minu, — eina og drengjunum forð- 

im. Oft og tíðum lét eg jafnvel reiði mina koma niður 

saklausum, — eins og grasinu. En þá, varð æfinlega 

lyrkur í sál minni, og hugur minn eins og skipsfiak l 

27* 420 Grátar. [Skírnir 

hafróti. En þá kom einnig liknin bráðlega. Eg var al- 
drei lengi i einu í hatursmyrkrinu, því drottinn beygði sig 
niður að mér, og tók mig í fang sér, — eins og hiin móðir 
mín forðum. Hvað eftir annað, hefir hann borið mig inn 
i hátíðasal rikis síns; aftur og aftur heflr hann látið mig 
iskynja dásemdir, réttlæti og leyndardóma tilverunnar, 
hjálpað mér til að skilja, að margur átti um sárara að 
■hinda en eg, og gefið mér að bergja á bikar samúðar og 
kærleika. Eg hefi margsinnis fundið anda hans lauga sál 
mina eins og hún móðir min laugaði Hkama minn, þegar 
eg var htið barn. 

Aftur og aftur hefi eg fundið, að eg hlaut, að mér 
var hfsnauðsyn, að bera bróðurhug til alls og allra — Hka 
til þeirra, er eitthvað höfðu gert á hluta minn. Og þá 
hefir orðið bjart í sál minni, og hugur minn eins og skrúð- 

mikið skógartré. — Eg sagði áðan, að vonbrigði 

og gleði, gremja og tilhlökkun, hefðu skift öUu lífi mínu 
milli sín. Það er satt — að undanskildum seinustu árun- 
um. Þau hafa borið mér einskæra hugarrósemi og frið, 
og ekkert annað. Og eg held, að orsökin sé sú, að þessi 
seinustu ár hefi eg ekki borið kala til nokkurs manns, eg 
hefi betur og betur getað vanið mig af því, að sjá ofsjón- 
'um yfir annara manna velgengni. Enda hefi eg komist 
að raun um, að erfiðleikar eru mér engu síður nauðsyn- 
legir, heldur en velgengni, rétt eins og regnið er jurtinni 
jafn nauðsynlegt og sólargeislinn. Þessvegna er eg ánægð 
með hluta þann er mér hlotnast af borði tilverunnar og 
óska ekki annars en þess, er eg hefi, eða get veitt mér, 

— án þess að stjaka við öðrum. Máltækið 

segir, að »hvað elski sér likt«. Það er hklega vegna þess, 
hve mér var grátgjarnt fram eftir allri æfl, að tiltölulega 
margir koma til min, þegar eitthvað amar að þeim. 

Þegar dóttur-börnunum mínum er eittthvað þungt niðri 
fyrir koma þau til min, og bera upp fyrir mér kveinstafl 
sina. Þá verð eg að segja þeim sögur, sömu sögurnar aft- 
ur og aftur. Þeim er sama um það, aðeins ef eg segi 
€itthvað og strýk þeim um vangann. Skirnir] Grátur. 421' 

Ungu stúlkurnar koma lika til míu, þegar þær verða 
fyrir einhverjum vonbrigðum. Þær segja, að gráturinn 
verði léttari, ef eg held i hendur þeirra. Og þegar kon- 
urnar i nágrenninu missa mennina sína og börnin sin, og 
standa uppi einmana og eignalausar, þá gera þær sér ferð 
til min, og sitja hjá mér, löngum og löngum. Þær segja, 
að þeim viröist eg skilja öðrum fremur, hvernig þeim 
muni innan brjósts. Og eg get ekki neitað, að mér finst 
eg skilja vel ýmiskonar mannlegar raunir, vegna þess að 
þœr eru gamlir kunningjar minir, vegna þess að eg hefi 
reynt þær, en ekkert get eg þó hjálpað. Þess vegna er 
eg oft forviða á ástúðinni og traustinu, sem mér er sýnt. 
Mér, farlama gamalmenninu og smælingjanum, er hefi 
ekkert annað að bjóða en velvildina. Dómaskipun í fornöld. Eitt af þeim atriðura, er hafa verið vafamál i fornii 
stjórnarskipan, er tala dómenda í fjórðúngsdómum á alþingi. 
Sumir hafa álitið, að dómendur hafi verið 36, aðrir, og 
þeir munu flestir, að þeir hafi ekki verið nema 9. Meðal 
þeirra var Vilhjálmur Finsen; hann hefur ritað svo ræki- 
lega um málið 1 »Fristatens Institutioner« (1888) 10. bls. 
— 30, að ætla mætti, að það hefði verið tekið gilt. En 
nú hefur hr. próf. Einar Arnórsson aftur tekið málið fyrir 
í hinni fróðlegu ritgjörð sinni í Alþb. ísl. III, 1, og hall- 
ast hann að hinni fyrri skoðun, að dómendatalan hafl 
verið 36. V. Finsen hefur vist talið alt sem unt er að 
telja sinni skoðun til stuðnings, og væri því eiginlega 
rjettast að snúa þeim kalia, er um málið er. Jeg læt raér 
þó lynda að taka upp kafla úr þessum þætti orðrjett. Jeg 
er sjálfur á þeirri skoðun, að það sje óyggjandi, að talan 
hafl verið 9. 

Auðvitað er það rjett, að tala þessi, svo lág sem hún 
er, gæti vakið efa. En ef litið er <á fyrirkomulag al- 
þíngis og stjórnar frá öndverðu, verður hún í sjálfu sjer 
skiljanleg og jafnvel eðlileg. 

Þegar frá upphafl var gerð breyting á þvi sem var 
og verið hafði frá aldaöðli í Norvegi — og þar var fyrir- 
myndin tekin, sem allir vita — ; þar var 1 ö g g j a f a r- 
valdið og dómsvaldið sameinað í einni stofnun, 
lögrjettunni. Að greina þetta tvent í tvær sjálfstæðar 
stofnanir var i rauninni svo mikil bylting, að raaður fyll- 
Í8t undrunar — og aðdáunar. Það var skynsemin og klSkiniir Ðómaskipan i fornöld. 423 

fyrirhyggjan, hugvitssemi þeirra IJlfljóts og Þorleifs hins 
spaka, er ollu byltingunni. Þeim hefur þótt það fyrir- 
sjáanlegt, að lögrjettan e i n mundi alls ekki geta annað 
öllu því lagastarfi og dómstarfi, er á henni hlaut að hvíla, 
á þeim fáu dögum, sem henni var ætlað að starfa. 

Landið var svo stórt og íbúaíalan þá þegar orðin 
8V0 mikil, að búast mátti við miklu fleiri málum en t. d. 
1 þeim 3 fylkjum vestanfjalls í Norvegi, er áttu þíng saman 
(sbr. Egilss.). Því var þetta snjallræði tekið, -að greina 
dómsvaldið frá löggjöfinni þegar í upphafi. En eftir því 
verður að taka, að þessi breyting var ekki smáræði á 
þeim timum; hún var hrein og bein byltíng, eins og jeg 
kallaði það. 

Dómstóll var þvi frá upphafi sjerstakur á alþingi, og 
eflaust i honum 86 menn, — sama talan og í lögrjettunni. 
Þessi dómur var vist nefndur eða gat verið nefndur Al- 
þingisdómur (svo V. Finsen). 

Svo sem öllum er kunnugt, var ærið róstusamt á 10. 
öld á íslandi og lángt fram á 11. Vígaferli og barsraiðir 
og margar aðrar móðganir i orði og verki áttu sjer stað 
svo að segja daglega. Otal mál risu af þessu og komu 
fyrir alþíngisdóm. I^vi raá nærri geta, að þeir 14 dagar, 
er þíngið stóð, hrukku ekki til allra þessara mála, enda 
voru það heldur ekki fullir 14 dagar, sem um var að 
tefla, þvi að tveir dagar gengu frá að minsta kosti. Hvað 
skyldi nú taka til bragðs, er tíminn hrökk ekki til?, hvað 
nema leita ráðs um umbæturV Lá þá ekki beint við að 
segja sem svo: vjer skuluni skifta dóminum eftir lands- 
fjórðúngum og láta hvern fjórða part dæma mál úr 
hverjum fjórðúngi? Það var likt og þegar nú eru aettar 
nefndir. Þetta hefði verið snjallræði, hafi þaö verið gert. 
Þar með mátti og segja sera svo: hjer koma svo mörg 
mál úr fjórðúngi hverjum, það er auðvitað, að þeir sem 
5iga heima i fjórðúnginum eru færastir til að dæma vegna 
^kunnugleiks, hinir síður, er úr öðrura bygðum eru. íslandi 
[^llu mátti ekki líkja við Gulaþingsfylkin 3 saman. 

JFyrst framan af hafa menn liklega skoðað hvern 424 Ðómaskipaii i fornuld. [Skirnir- 

fjórðúngsdóm sera part af hinum almenna alþíngisdómi,. 
en þegar frá leið gleymdist þessi uppruni, en vaninn oUi 
því, að enginn hneyxlaðist á því, að hjer varð og var um 
4 alveg sjálfstæða fjórðúngsdóma að tala með 9 dómend- 
um hvern. Dómarnir fengu eðlilega nafn eftir þeim fjórð- 
úngi, sem þeir voru fyrir. 

Hefðu nú dómarar verið 36 í hverjum dómi, þá hefðu 
þar verið 27 menn úr öðrum hlutum landsins en þeim 
hluta, sem dómurinn var fyrir. Hyernig var þá eðlilegt, 
að hver dómur væri nefndur eftir þeimi 9' manna minni- 
hluta, sem úr var þeim fjórðúngi'? Um þetta hefur ViIhjV 
Finsen komist svo að orði, að ekki verður það betur gert: 
»Samkvæmt skoðun P. Melsteðs og K. Maurers hafa 
í hverjum fjórðúngsdómi verið 9 dómarar, er nefndir voru 
af goðunum í Austfirðíngafjórðúngi meðal þíngmanna hans,. 
9 nefndir á sama hátt af goðunum í Sunnlendíngafjórð- 
úngi, 9 nefndir af goðunum i Vestfirðíngafjórðúngi og, 
9 af goðunum í Norðlendingafjórðúngi. I hverjum fjórð- 
ungsdómi voru þá jafnmargir dómarar úr hverjum; 
fjórðúngi. AUir fjórðúngsdómar hefðu þá likst hver 
öðrum sem einn vatnsdropi öðrum. Það er nú auðsjeð, 
að það hefði verið alv^g óeiginlegt og ekki annað en 
valdboð (vilkárligt) að tákna nokkurn einstakan af þessum 
dómum, er svo voru til orðnir, sem dóm fyrir þann og 
þann ákveðna fjórðúng og nefna hann eftir fjórðúnginum., 
Eftir t. d. nafninu »Austfirðíngadómur« skyldu menn ætla,. 
að i honum sætu Austfirðíngar [að minsta kosti meiri hlut- 
inn, F. J.], en í honum var í raun og veru ekki nema 
fjórði hluti frá þessum landshluta, en hinir '/4 voru utan- 
fjórðúngsmenn; það var ekkert sem einkendi þennan dóm 
fyrir þenna fjórðúng framar en fyrir hvern hinna fram*. 

Það má nú segja sem svo, að það sem h jer hefur verið 
sagt sjeu tómar hugleiðíngar; það er það líka, að því við- 
bættu þó, að enginn getur neitað, að þær sjeu næsta senni- 
legar og eðlilegar. 

Vjer viljum nú lita á, hvað lögin fornu (Grágás) segja.. 
Hr. E. A. hefur tilfært flesta þá staði sem hjer er um a5 
ræða. Þeir skulu hjer taldir: Skirnirl Dómaskipan i fornöld. 425' 

1, a, skal goði hverr') nefna mann i dóm. 

b, skal goði hverr nefna sinn þriðjungamann í dóm. 
Grágás I a 38. 

2, goði skal ganga i hamraskarð ok setja niðr þar dóm- 
anda sinn. I a 39. 

3, þá skal goði setja niðr dómanda sinn. I a 45. 

Sbr. 4, þá eigu goðar ut ganga með dómendr sína. Sst. 

Alla þessa staði tilfærir E. A. nema 3. 011 þessi orða- 
tiltæki hefur V. F. skoðað sera ótvíræð vitni þess, að h v e r 
g ð i hafi ekki haft nema e i n n dómanda fyrir að sjá. 
Enda liggur það beinast við. Alstaðar er e i n t a 1 a n 
höfð; mætti það þykja fyrirmunun, ef goðinn hefði nefnt 
fleiri (en einn), að a 1 d r e i skuli vera höfð fleirtala. Ef 
goðinn hefði nefnt fleiri en einn, væri hjer ófyrirgefanleg 
ónákvæmni í orðanna hljóðan og óHk þvi sem annars á 
sjer stað. Rjett á undan la stendur: »vér skulum .iiij. 
eiga fjórðúngsdóma« — hjer á eftir hefði mátt búast við 
að staðið hefði (í 1 a) ekki »dóm« heldur »dóm hvern«. 
Hr. E. A. játar sjálfur (bls. LXVIII), að sú skýríng liggi 
nær, »að hver goði skyldi aðeins nefna e i n n mann í 
einn dóm«. Þetta er mikilsverð játning, en brýtur þó 
undarlega bág við ályktun hans. Hann bendir til að 
annarstaðar sje slept »hverr«, þar sem Hkt sje ástatt, >t. 
d. la 51'«, en þessi staður er ekki gildur, því að þar 
merkir »dómr« (i »áðr dómr fari út«) e k k i »hverr dómr«, 
heldur »sá dómur, sem i hvert skifti á i hlut«, en það er 
ekki sama. Um hinn staðinn (39^ að neðan) er llkt a5 
segja; þar stendur »(sakar . .) er til fjórðuugsdóms skal« 
(lýsa eða stefna), hjer er »fjds« sama sem »þes8a eða hins*. 
Það verður því að visa til aunara staða en þessara, ef 
duga skal. 

Um 2. staðinn (sem er reyndar = 3. staðurinn) segir 
hr. E. A. sjálfur (s. LXIX): »Þe8SÍ staður bendir ótví- 
r æ 1 1 (gleiðletrað hér) á það, að hver goði hafi alls nefnt 1) Svo, ekki „liverr goði" (E. A.), sem þó er aaðvitað sama. Ein» 
skiftir £. A. orðuDum ,,niðr þar" (l 2) um. ■426 Dómaskipun í fornöld. [Sklrnir 

■€ i n n dómanda, því að annars hefði átt að standa » d ó m - 
^ndr 8ina«. Þessu er jeg alveg saradóma, aukin heldur 
sem sama stendur tvisvar. En ef nú þetta er »ótvírætt« 
— þá skil jeg ekki betur en alt sé »klappað og klárt*. 
Mjer er ekki unt að skilja áframhaldið hjá hr. E. A. »En 
þó er hann eigi úrslitastaður* — segir hann. Hjer rekst 
hvað á annað. Ef staðurinn er »ótviræður« — og það 
hy gg jeg, hann sje — þá er hann einmitt »úrslitastaður«. 

Grágás ákveður, að »(goði skal) kveða á i hvern dóm 
hann nefnir«. Hjerum segir hr. E. A., að þetta ákvæði 
hafi verið óþarfl, því hafi um einn ákveðinn dóm verið 
að ræða, var það vitanlegt, hver hann var. En hjer 
gleymir hr. E. A., að þetta og þessu lík ákvæði koma 
þráfaldlega fyrir og þess krafist að dómur eða menn 
s k y 1 d u nefndir, þótt enginn vafi gæti verið um það, 
ihver væri meintur. Sú viðbára er því með öUu mark- 
laus. Það þarf ekki annað eii t. d. benda á, að við 
griðamál og trygða skyldu málsaðilar nefndir á nafn, og 
þó vissu allir, hverjir þeir voru. Þessi nákvæma nafn- 
greiníng og ákvæði heyra beinlinis til formi (formalismus) 
hinna fornu laga. 

Hr. E. A. getur svo um >orðtök [svo í fleirt.] í Grá- 
gás«, er bendi á að goði hafi nefnt i fleiri dóma en einn, 
og vísar til e i n s staðar (eru til fleiri ?, og hverjir eru 
þeir þá?); »at því vætti . . at ek spyr þik (o: goðann, 
er kvaddur er tylftarkviðar) at því . . .^) ef þú heflr goð- 
orð fult, at þú nefnir dóma fulla með«. Hjer þarf alls 
ekki að vera átt við fleiri f j ó r ð ú n gs-dóma en einn; 
fleirt. hjer getur eins vel þýtt mörg mál í saraa dórai eða 
dóma ár eftir ár (því sami goðinn var vitanlega goði 
mörg ár í senn, svo að segja ævilangt eða við því mátti 
búast að minsta kosti). Þetta er ekki annað en alment 
orðatiltæki. Þ a ð er vist, að þessi e i n i staður er ofveill 
^rundvöllur. ;: *) Hjer stendur: „ok nefna goðann" — en var eiginlega nokkur 
„þörf" á þvi? dSkirnírj Ðómaskipan i fornöld. 427 

Svo er annad höfuðatriði, sem hr. E. A. svo að 
fiegja hleypir aiveg úr. Hann getur að sönnu um (á bls. 
LXXI) að ákvæðið um, hve fáir skyldu ganga til vefanga 
(nfl. 6), sanni ekkert, »þvi að nákvæmlega sama regla 
var um vefang á Vorþíngum, og er þó beint ákveðið, að 
þar skyldu 36 menn sitja i dómi«. Þetta er satt, og jeg 
flkal ekki gera mikið úr þvi, að V. Finsen hefur Alitið, að 
talan »6« væri hjer röng (bls. 22, 5. athgr.) og þó er at- 
hugasemd hans engan veginn að vettugi virðandi. Ákvæð- 
ið g æ t i verið hugsanlegt sem bein stælíng á þvi sem 
átti sjer stað í alþíngisdómi, enda er og beinlínis vitnað 
til hans á þessum stað i Grágás, sem hjer er átt við. Þessi 
fitaður er því harðlíi ómerkilegur. 

En önnur ákvæði um aðferð í a I þ i n g i s - o: fjórð- 
úngs- dómi tel jeg miklu merkilegri. Það eru þessi: 

1, upphafið á 29. grein um hlutföll: >>Ef vi. dóm- 
endr eru út komnir eða fleiri, at þat er rétt« o. s. frv. 
(Grág. I a 53), 

2, »ok sækja þat sumar í enn sama dóm þegar er 
vi; dómendr eru út komnir í setur sínar eða fleiri, enda 
verðr jafnfullr þá dómr þeira sem þeir dæmi allir«, (I a 
75) sbr. (sst.): »vcrðr dómr þeira fuUr þóat þeir dæmi 
eigi fleiri um þar en .vi.« o. s. frv. og (s. 75): »þá á jafnt 
dómr þeira at standask, er um vilja dæmt hafa, ef þeir 
eru .vi. menn eða fleiri, seni dómrinn sé fullr«. 

Hjer er alstaðar ákveðið, að »minst 6« (það merkja 
orðin »vi. menn eða fleiri«) dómendur skuli geta felt 
löglegan dóm. Eru nú nokkur líkindi til, að menn, 
sem annars bjujrgu svo trúlega um alt, hafi farið svo illa 
og ósæmilega að ráði sínu, að ekki nema 6 af 36 — ein n 
sjötti hluti af fjórðúngsdómurura — hafi verið nógu 
margir til að leiða mál til lykta með dómi? Jeg get i 
[íillu falli ekki ekki hugsað mjer slíkt. Hins vegar verður 
ilan 6 að öUu leyti skiljanleg og skynsamleg, ef talan 
!var-9; það þurfti þá 2/3 til þess að dómur yrði dæmdur; 
)etta atriði er i mínum augum lángmerkast og áriðamest 
og V. Finsen kallar það (bls. 21) »et slaende argument«. 428 Dómaskipun i fornöld. [Skimir' 

Asamt orðatiltækjunum sem áður voru nefnd finst mjer 
þetta atriði væri »ótvírætt* og fullkomið »úrslita«-atriði. 

Einn er enn staður, sera hr. E. A. ræðir nokkuð rækilega 
um (s. LXVIII — IX) það eru orðin : »eða nefnir i annan 
dóm en hann hafi hlotit« (I a 39). I snöggu áliti má þessi 
staður virðast lítt skiljanlegur og svo hefur sumum þótt 
hann, eins og hr, E. A. tekur og fram. Mjer hafa þessi orð 
aldrei sýnst svo óskiljanleg. Það er satt að maður skyldi 
ekki halda, að það hefði verið gert ráð fyrir þvi, að goði 
gæti ruglast um dómnefnuna. En hjer er með þetta, sem 
það er áður var um getið, að nákvæmni í öllu formi var 
svo að segja takmarkalaus og stránglega heimtuð. Hvað 
var ekki hugsanlegt að gæti komið fyrir? Þessi setning 
er eitt dæmi þess, sem nefnt hefir verið »casuistik« i Grá- 
gás. Oss finst þar oft freklega [lángt farið og margt 
óþarflegt, en það má ekki fara eftir því, hvað oss finst 
nú. Frá þessu sjónarmiði verður setníngin mjer fuUskilj- 
anleg. Orðin »hann hafi h 1 o t i t« má ekki skilja svo^ 
sem >hann hafi fengið með hlutkesti«; hjer er alls ekki 
um neitt hlutkesti að ræða. Orðin merkja blátt áfram: 
»honum hafi* hlotnast«, aunaðhvort af þvi að hann er 
fæddur goðorðsmaður eða hefur fengið goðorðið að gjöf 
eða á annan hátt. Setningin merkir blátt áfram og ekk- 
ert annað en »eða nefnir mann i dóm, sem hann hefur 
engan rjett til að nefna í«. Ef nokkuð mætti leiða út af 
setníngunni, yrði það helst það, að goðarnir hefði aðeins 
nefnt menn i e i n n dóm hver. Og jeg er hr. E. A. alveg 
samþykkur er hann segir: »Ef hver goði nefndi aðeins 
einn mann í einn f jórðúngsdóm þá er ákvæðið m j ö g 
e ð 1 i 1 e g t« (gleiðletrað hjer). 

Þetta er jeg hef tekið hjer fram má að mestu leyti 
skoða sem útdrátt af orðum V. Finsens, og jeg vil skjóta 
þvi að öUum þeim, er hugsa vilja um málið, að lesa það,- 
sem hann hefur ritað, i heild sinni og með athuga. 

Finnur Jánsson. Jöklar á íslandí í fornöld. 

Athagasemd. í Andvara 1916 er löng og fróðleg ritgerð eftir pró- 
'íeasor Þorv. Thoroddsen um veðráttu og landkostl á ís- 
landi í fornöld o. fl. 

Prófessor Þorvaldur gerir, að þvi er eg hygg, of lítið 
•iliir breytingum þeira, sem orðið hafa hér á loftslagi siðan 
landið bygðist. Jöklarnir i fornöld — segir höf , bls. 76 
— hafa að öllu verulegu haft sömu takmörk eins og nú. 
'En þetta er óefað ekki rétt ; jöklar virðast vera til muna 
stœrri nú, en þeir voru á landnámstið og fram á 13. öld. 

Saga Markarfljóts virðist sýna þetta glögglega. 
I fornöld virðist Þverá ekki hafa verið til, og nafnið 
á Affallinu bendir til þess, að sú kvisl hafi ekki fallið úr 
fljótinu, þegar menn sáu það fyrst. Af Egils sögu, 23. 
kap., má sjá, að Rangá (ytri) hefir á landnámstíð runnið 
alla leið til sjávar, og svo var enn þegar Egils saga var 
rituð, sennilega á fyrri hluta þrettándu aldar. Ornefnið 
Rangársandur, sem á ekki við nú, er sjálfsagt frá þeim 
tíma, er Rangá féll alt i sjó fram. 

Það virðist augljóst, að Markarfljót hefir þurft að vaxa 
mjög mikið til þess að leggja Rangárnar undir sig. En 
hinn mikli vöxtur Markarfljóts stafar óefað af þvi, að 
jöklarnir, sem fljótið kemur úr, hafa vaxið til muna. 
Vatnanöfn austar benda í sömu átt ; engum kæmi til hug- 
ar nú á dögum, að kalla Jökulsá á Sólheimasandi eða 
Hverfisfljót læki, eins og áður var gert. Að Skeiðará 
ræður nú nafninu á sandinum en ekki Lómagnúpur, eins 
og til forna, kemur sjálfsagt af þvi, að áin óx svo mjög 480 Jöklar & íslandi i fornöld. [Skirnir 

að sandsins varð ekki minst svo, að áin kæmi ekki i hug- 
ann miklu fremur en^gnúpurinn, svo svipmikill sem hann' 
er. Þegar farartáimi fór að verða að ánni, hafa menn farií^^ 
að kenna sandinn við hana. 

Þá má ennjminna, ef til vill, á Þórsmörk, sem nú' 
em að eins litlar leifar eftir af, og á skóginn breiða, sem 
Breiðamerkurjökull tekur nafn af; er þar nú skóglauat 
með öllu. Prófessor Þorvaldur virðist ætla, að jökulsám- 
ar séu vatnsmeiri þegar jöklarnir eru minni; kennir þar 
misskilnings nokkurs hjá hinum mikla lærdómsmanni ; 
efnið er flóknara en í fyrstu sj'nist. 

Jökulsárnar voru minni í fornöld, samtímis þvi sem 
menn fengust við kornyrkju sumstaðar þar sem nú er 
fullerfitt að rækta kartöflur, en bygð var talsverð sum- 
staðar þar sem nú er afréttur. Loftslag var óefað þá ekki 
verra en það er nú, heldur að öllum Hkindum betra, 
Fleira um þetta efni má lesa í greinum mínum um lofts- 
lag á íslandi;i fornöld, Morgunblaðið 15. júli og 23. sept. 
Kvík 1915. 

Helgi Pjeturss. r Fáfnir og forn þýzka. 
I. 

Frá því segir í fornri sögu, er Fáfnir fór upp á Gnita-^ 
heiði og varð þar að ormi yfir guili því hinu mikla og 
hinu illa fengna. Kann vera, að í þeirri sögu sé fleira 
en varir til íhugunar fyrir þá, sem meta málm hinn gló- 
fagra meira en vert er. 

En um það ræðir ekki hér, heldur nafnið Fáfnir, hvað^ 
þýða muni. Virðist það augljóst. Fáfnir er fyrir Váfnir, 
sá sem vefur (sig utan um eitthvað). Er það slönguheiti 
gott. Fáfnir er þá, sama sem ófnir; kemur það höggorms- 
heiti fyrir i Eddu, og væri gott nafn á því, sem menn 
nefna kyrkislöngu. Annað heiti á höggormi, sem nefnt 
er i Eddu, er Sváfnir; þýðir það sá sem dáleiðir, svefur 
eða Bvæfir; er nafn þetta auðsjáanlega sprottið af þeirrí 
trú, að höggormar geti svafið eða dáleitt bráð sina. Sváfnir 
er líka eitt af nöfnum Óðins, og má hér minna á, hvernig 
Óðinn svefur Brynhildi á Hindarfjalli. Mjög eftirtektar- 
vert er það, að þegar Sigurður hefir vakið valkyrjuna af 
þessum svefni, sem Óðinn veldur, biður hann hana að kenna 
sér speki (goðspeki, nokkurs konar þeósófí) og gerir ráð fyrir 
að hún viti tíðindi »ór öllum heimum«. Verður vfsindamann- 
inum, sem leitar skilnings með samanburði, hér að minn- 
ast sögu einnar, sem »goðmáIugur« maður, EraanuelSwe- 
denborg, segir gerst hafa í andaheiminum (mundus spiri- 
l^tuum). »Andar« nokkrir tóku á sig stuttrar stundar svefn, 
)g er þeir vöknuðu, kváðust þeir verið hafa í himnariki 
'og séð óuraræðilega hluti. Líkt er sagt af hinni nafn- 
frægu völvu guðspekimanna (þeósófa) Helenu Blavatsky; -482 Féfnir og forn þýzka. [Skirnir 

"kvaðst hún stundum, er hún hafði sofið svefn mikinn, 
hafa verið i Tíbet og séð meistara sinn. 

Hafl menn séð til sanns eðli drauma, þá eiga þeir 
hægt með að skilja, að slikar sögur eru ekki á engu bygð- 
ar, jafnvel þó að þeir trúi hvorki á andaheim Sweden- 
borgs né á meistarana i Tíbet. 

II. 

Víkur nú aftur að nafninu Fáfnir. Dæmi slíkrar 
herðingar stafsins v i f, sem orðið Fáfnir sýnir, mætti 
telja úr íslenzku máli ; vil eg minna á orðið fúlki, sem 
mun vera af stofninum va, eins og valur og þýðir sama, 
nefnilega sá sera flýgur eða fer hart; af sama stofni hygg 
eg sé orðið foli og leitt af flýti hestsins. Stofninn va eða 
gva er mjög merkilegur og býsna mörg orð af honum 
sprottin; hygg eg að hljóð þetta hafl i fyrstu verið undr- 
unaróp mannnsins er hann sá eldinguna, og er þá skiljan- 
legt, að orð þau, sem af þessum stofni eru leidd, tákna 
bæði Ijós eða skin, og hraða hreyfingu. Er g-ið mjög oft 
fallið framan af orðum af þeim stofni og eigi sjaldan v-ið 
líka, en stundum hefir það orðið að f-i. Sú herðing er 
mjög algeng í þýzku; mun þar mega nefna orðið Fichte, 
sem þýðir grenitré. Til forna hygg eg tréð hafi nefnt 
verið viti, sem þýðir fyrst Ijós eða eldur, en siðan eitt- 
hvað sem gnæfir hátt upp; viddi, sem þýðir jötunn, er 
vist ekki annað en afbökun úr viti. Að tréð hafi fengið 
jötunsheiti, verður ennþá líklegra þegar vér gætum að 
þvi, hvað fura er á þýzku, nefnilega Kiefer; það mun 
vera íslenzka orðið gifur, sem þýðir tröll, einkum tröll- 
kona. Að grenið fekk jötuns nafn en f uran skessu, má ef 
til vill, setja í samband við það, að barrið, »hárið« á fur- 
unni er miklu lengra en á greninu. Eiefer vilja menn 
skýra svo sem það sé dregið saraan úr Kienföhre; en mér 
þykir það ólíklegra. Kien, fura eða eik, hygg eg sé orð- 
ið eikin, ei-ið fallið framan af; eins mun kein, enginn 
vera orðið til úr ekki einn: ki einn kein; eldri mynd 
þýzk er dechein. Skirnir] Fáfnir og fom þýzka. 438 

Nafnið grantré eða greni kynni að vera leitt af þvf, 
að barrið eða »ná)arnar« á þvi tré minna á grön ekki 
raikið sprottna. Grantré er á þýzku lika Tanne; það er 
islenzka orðið Tanni; grenibarrið minnir á tennur i kambi. 
Tanni var mannsnafn til forna hér á landi. Sumir hafa 
haldið, að trjáheitið Tanne sé keltneskt að uppruna, en 
það nær engri átt. 

í þessu sambandi má minna á ensku sögnina to tan, 
sem þýðir að súta; en þetta er íslenzka orðið að tanna; 
rainnir þetta á hvernig grænlenzka kvenfólkið »8Útar« 
«kinnin með því að tanna þau (eg hefi rainst á þetta í 
•Grœnlandsför rainni) og bendir til þess, að einhverntíma 
hafi forfeður Engilsaxa beitt likri aðferð við skinnin. 

Orðið fura er til á þýzku, en dálítið atiagað, Föhre. A 
þeesari aflöguðu mynd orðsins er ekki auðvelt að sjá hvað 
.það þýðir í raun réttri; en orðið fúra er auðskilið, leitt af 
fúrr, eldur; það logar svo vel á furuviðnum að hann varð 
•eldiviðurinn fremur öðrura, þar sem til hans náðist. 

Geta má þess til gamans, að norræna orðið fúrr er 
til i f rönsku, mjög lítið breytt, skrifað foudre ; láta Frakkar 
það þýða elding. Er það orð ekki komið úr latínu eins 
-og málfræðingar ætla, heldur frá Norraandi, eins og svo 
margt i frönsku raáli, þó að rajög sé afbakað. Orðaröðin 
i hinu svonefnda róraanska raáli, frönskunni, er raiklu 
nœr islenzku heidur en latínu, og er ekki vandfundið 
hvemig á því rauni standa. Hinn norræni andi skipaði 
rftir sínu eðli rústura þeirra tungumála, sem urðu fyrir 
íonum á Frakklandi, Iappne8ku(?), keltnesku, grisku og 
itinu, og ekki fá. norræn orð höfðu sig jafnvel frara i 
mskt ritraál^ en skæld og bjöguð oftast nær, svo að erfitt 
að þekkja þau. 

III. 

Þegar eg taldi raálin á Frakklandi, sem Norðraenn 

'^hittu þar fyrir, nefndi eg ekki þýzku og þó hafa Norð- 

menn fundið þar fyrir talsveít af þýzku raáli. Karl raikli, 

sera var «vo illur Söxum, var af þýzkura ættura eins og 

28 484 Fáfnir og fom ]>ýzk». [Skirniir 

menn vita, og talaði þýzku. Mun geta orðið erfftt, þegar 
rekja skal uppruna franskra orða, að greina altaf vel á/ 
miUi þess, hver orð séu þýzk að uppruna og hver nor- 
rœn. Verður þessi erflðleiki ennþá meiri, þegar þess er 
gætt, að þýzka og norræna hafa verið í fyrndinni miklu 
líkari en menn virðast ætla. Skal hér fært fram sitthvað' 
af þvi, sem styður það mál mitt. 

Tacitus, söguritarinn rómverski, getur þess að Þjóð- 
verjar hatí nefnst Tungri. Það hygg eg sé sama sem- 
Tungrar, í eintölu Tungarr, dregið af tunga, tungumáL 
Hygg eg að hinum fornu Geirmönnum (Germani) haft 
fundist svo mikið um tungumál sitt, að þjóðin hafi þaðan 
nafn tekið. Svipuð tilfinning kom Grikkjum til að nefna^ 
aðrar þjóðir eftir þvi hvað þeim þórti tungumál þeirra 
Ijótt og ófullkomið (barbari, sbr. babla). 

Tacitus segir að aðalvopn Geirmanna hafi verið spjót 
og heitið á þeirra máli fraraea. Hygg eg að þar sé skrif- 
villa forn eða lesviUa útgefanda fyrir framca; en framka 
er íslenzkt orð og þýðir spjót ; varð i framburði frakka. 
Af spjótsheitinu framka e?a frakka nefndist svo þjóðkvisl- 
in Frankar, sem Frakklandi hefir nafn gefið, likt og Saxar 
eftir öðru vopni. Þykir mér af þessum sökum líklegra, 
að Germani þýði einmitt Geirmenn eða spjótmenn, einsog 
orðið Frakkar, en ekki Germenn (gervimenn). Að orðið 
Germani sé úr keltnesku, þykir mér afar óliklegt, þó ab 
merkir fræðimenn þýzkir hafi hallast að þeirri skoðun. 

Barditus segir Tacitus (Germ. c. 3) hafi netnst her- 
söngur Þjóðverja; skyldi þetta ekki vera miskilningur hjá^ 
hinum ágæta söguritara? skyldi barðit ekki vera skjöld- 
urinn, röndin sem galað var undir (»objectis ad os scutis«, 
sbr. »undir randir ek gel«), en ekki nafnið á söngnunÞ 
sjálfum? Þó að þetta væri nú ekki rétt þá mætti 
margt nefna, sem sýnir að mál hinna fomu Geirmanna 
var miklu Hkara norrænu en nútíðar þýzka og það hygg 
eg að Sigmarr þessi hinn mikli (ingens visu segir Tacitus)- 
tengdafaðir Armnis Herskúahöfðingja, og íslendingur, sem 
ekkert kynni í nútiðar þýzku, mundu geta skilið hvor Skirnir] Fáfnir og forn þýzka. 485 

annan. En ekki mundi Sigmarr (SegimeruB) geta gert sig 
Bkiljanlegan Þjóðverjum nú á tímum, öðrum en þeim sem 
ÍBlenzku kunna. Ræðir hér um merkilegt efni, sem margt 
fleira verður um sagt i heimsfræði minni siðar. 

IV. 

Höfðingja þann sem Tacitus nefnir Arminius, kalla 
þýzkir rithöfundar Hermann. En mér virðist afar ólik- 
legt að hann hafi svo heitið. Rómverjar áttu hægt raeð 
að bera fram orðið Hermann (í latínu er til bæði herus 
og mannus), og það var engin ástæða til þess fyrir þá, 
að aíiaga svo mjög nafn Cherúska (Herskúa?) höfðingjans 
að gera Arminius úr Hermann. Hygg eg að Arminius 
hafi á Túngaramáli verið nefndur Armnir eða Armvini, 
þó að ekki séu þau nöfn kunn. 

Margar erfldrápur voru ortar eftir Arminius segir 
Tacitus: en allar eru þær týndar ; er þar ekki staf ur eftir, 
fremur en af öllum hinum fornu fræðikviðum, sem Tacitus 
getur um. Klerkarnir voru það sem eyddu svona fornu 
raáli og fornura fræðura. Svo ríkur var hjá Þjóðverjum. 
sá andi, sera einnig hafði það af að eyðileggja íslenzka 
söguritun, eins og vel má skilja af Árna biskups sögu, 
þar sem »fornorður« er látið vera lastmæli. Væri það 
fallegt verkefni að sýna fram á hvernig dauðamörk ís- 
lenzkrar sagnaritunar koma frara i Áma sögu og Láreutius 
sögu, þar sera áhuginn er allur á kirkjunni og hennar 
mönnura, en lítill á fegurð norræns raáls, eða þeirri raann- 
tegund sera á íslandi náði raestura þroska á þrettándu 
öld, i Sturlungaættinni, en úti i Evrópu í Hróðgeiri Bákna 
(Roger Bacon) og Friðriki keisara öðrum. Þesskonar 
menn einkenna framfaraaldir mannkynsins, slikar sem 
þrettánda öldin var, framan af, og sextánda öldin, og 
ósigur þeirra er byrjun og orsök að afturfaraöldum, slik- 
um sem voru 14. öldin og 17. öldin, þó að sitthvað gott 
og framtiðarvænlegt greri þar i rústunum, einkum þegar 
á leið. 

Helgi Pjeturss. 

28* Pú u l>ú hefir sagt það svanni 
og svarið við drengskap og trú, 
að einum skyldirðu unna mér, 
en annað sýnist mér nú. 

Þú hézt þvi svipfríði svanni, 

og sólin hlýddi' á þann eið, 

að engum skyldirðu' unna sem mér, 

en alt fer á sömu leið. 

Þú hefir nú svikið mig svanni 

og sólin döknaði' um leið, 

og ég er að hugsa um harminn þann 

€r bjarta mér biturst sveið. 

Þú hefir svikið mig svanni, 
ég sé það og veit fyrst nú, 
-að ég þáði aðeins Júdasarkoss, 
við jöfnum það síðar — frú! 

Ami Ola. Ritfregnir. Arne MagnnMson : Embedsskrivelser os aodre offentlige 
alitstykker. Pá Carlsbergfondets bekostning udgivet af Kr. Kalund. 
Gyldeiidalske Boghandel, Nordi»k Forlag. Köbenhavn — 1916 — 
Kriðtiunia. 

Aroe Magousson: Rrevveksling nied Torfæn!!i (Þornióðnr 
Torfa»<on). Pi> CHrlbbergfondets bekostning udpivet af Kr. Kalund. 
Gyldeudalske Boghandel, Nordisk Forlag. Köbenhavu — 1916 — 
Kriðtiania. 

Með óþreitandi elju og rœktarfullri alúð heldur Kr. Ktilund 
áfram að draga saman og gefa út alt það, sem á einhvern hátt 
snertir Árna Magnússon og miðar til að varpa Ijósi á œfi hans og 
persónu, enda er Kúlund málið skilt, þar sem bonum sem bóka- 
verði Arnasafns er trúað firir að gœta hinua dírmœtu gersema, sem 
Arni hefur eftir sig látið. -Hiö stœrsta og merkasta af ritum Ká- 
lunds, þeim sem hjer að lúta, er hin ágreta skrá hans ifir Arna- 
safn, sem kom út á árunum 1889 — 1894 í 2 stórnm bindum, og 
filgir síðara bindinu mjög fróðlegur formáli, sem meðal annars rekur 
allgreinilega sefi Arna. Þá gaf hann út árið 1909 handritaskrár 
þær, sem Árni hafði eftir sig látið og geimdar eru i Arnasafni nr. 
435 A-B, 4*^. Og nú koma frá honum 2 stór bindi um Arna; 
hefur annað að geima embættisbrjef frá Arna og til hans, enu hitt 
brjef sem fóru á milli hans og Þormóðar Torfasonar. 

Bæði þessi bindi eru stórmerkileg, ekki síst hið firnefnda, því 
aS út úr því má lesa eigi aðeins œfisögu og lindiseinkunnir Arna 
BJálfd, heldur og meginið af sogu lands vors á firstu árum 18. ald- 
ar. Arni var um það leiti manna mest riðinn við belstu málefni 
landsins, því að áriS 1702 var hann ásamt Páli þá varalögmaoni 
Vídalín skipaður af konungi í nefnd til að rannsaka ástandið hjer á 
landi, og var þeim nefndarmönnum gefið mjög viðtœkt erindisbrjef^ 488 Ritfregnir. [Skirnir 

dags. 22. maí 1902. Eitt hið helsta starf þeirra skildi vera að 
semja níja jarðbók, sem átti að ná ifir alt landið. Enn jafnframt 
áttu þeir að gefa gætur að öllu þvi, sera aflaga fór í stjórn lands- 
ins eða í verslutiinni, og vóru þannig að nokkru leiti settir til böf- 
uðs bæði veraldlegutn og andlegum valdsmönnum og kaupmönnum, 
og sjerstaklega var þeim boðið að taka á móti kærum frá alþíðu- 
mönnum, sem höfðu verið beittir ójöfnuði, og skíra konungi frá, ef 
þeim virtust kærurnar vera á rökum bigðar. Svo áttu þeir og að 
gera tillögur um, hvernig ráða mætti bót á þvi sem aflaga fœri, 
og hvað gera skildi l;U)rtiiiu til viðreisnar. Upphaflega var Páli 
Vídalín ekki ætlað sæti í nefndinni, heldur stóð til, að amtmaður, 
"biskupar og lögmenn skipuðu hana með Ariia, enn Pall Beyer 
skildi vera skrifari nefndarinnar. Enn Arni rjeð því, að Páll Vída- 
lín var settur í nefndina. Mun hann hafa sjeð fram á það, að 
lítið gagn miindi verða að efcirlitsdtarfi nefndarimiar með einbættis- 
mönnum, ef æðstu enibættismenn landbins sæti í nefndinni, enda 
'vissi hann að þar var hver höndin uppi á móti annari 0» lítil von 
um, að nefnditi mundi verða samtaka, ef hiin irði svo skipuð Enn 
2)að, að Arni fjekk því framgengt, að Páll var valinn, sínir, að kon- 
ungur og hin æðsta stjórn landsins í Kaupmainiahöfn hafði um 
þessar mundir ótakmarkað traust á Arna Magnússini. Má af því 
ráða, að Arni hafi sjálfur átt mestau þáttinn i að t:emja erindis- 
"brjef það, er nefndarmónnum var gefið. Páll Vídalín átti euga 
hlutdeild í þeisum undirbúningi, vissi ekki einu sir.ni, að hann var 
ski, aður í nefndina fir enn á alþingi 1702, þegstr haiui hitti Arna 
þar (sjá A. M.. Embedsikrivelser Nr. 16, bls. 22). I nefnd þess- 
ari sátu þeir fjelagar í 10 ár. Flest af þeim brjefum, sem birt eru 
i embættisbrjefabindinu, snerta þessi nefndarstörf og varpa ifir þau 
björtu Ijósi. 

Tilefnið til þess, að nefndin var skipuð, vóru þær umkvartanir 
og bænaskrár, sem Gottrup lögmaðnr hafði flutt af landsmanna 
hálfu við konung í utanför sinni 1701. Má ætla, að það hafi verið 
mikil vonbrigði firir Gottrup, er hann sjalfur hlaut ekki sœti i 
nefndinni, heldur tveir menn, sem hann hlaut að telja í andstœö- 
ingaflokki sínum, því að Pall Vídalín hafði ásnmt amtmanni Krist- 
jáni Múller og Jóni biskupi Vídalín, frænda sínum, verið forsprakki 
þess flokks á alþingi 1701, sem lagðist á móti sendiferð Gottrups, 
og höfðu þeir frændur ásamt 3 prestum og 3 s/slumönnum látið 
ágreiningeatkvæði eitt verða samferða Gotttup til dönsku stjórnar- 
tnnar og geíiS Árna Magnússini umboð til að halda því fram firir dBkirnir] Ritfregnir. 489 

-BÍna hönd (AM., lEmbedsskr. Nr. 7, bls. 8). Jafnframt mun amt- 
roaður hafa afflutt Gottrup firir stjórnÍDni. Mun hún ekki hafa 
^reist Gottrup til aÖ vera nógu óhlutdrœgur til að veita nefndinní 
forstöðu eöa eiga sœti í henni. Af öllum þeim mönnum, nem 
Btjórnin átti kost á til þessa starfa var Arni sá, sem best var 
treistandi til óhlutdrægni, þvi að hann hafði alt til þessa tíma 
verið h'tt riðinn við deilur manna heima á lalandi, og síndi stjórnin 
með því að velja hann, að henni var alvara að reina að bœta sem 
best úr því, sem aflaga fór í stjórn landsins. Páll Vídalín var lika 
firir margra bluta sakir vel fallinn til nefndarstarfanna, ekki síst til 
'jarðabókarstaifains, því að hann var eflaust hinn lögfróðasti þeirra 
manna, sem þá vóru uppi á íslandi, nákunnugur öllum búnaðar- 
iháttum, ötuU starfsmaður og ósjerhl/finn, enn ekki mátti hann 
óhlutdrœgan kalla fremur en Gottrup, því að hann hafði ekki sneitt 
hjá flokkadráttum þeim, eem þá vóru svo almennir hjer á landi, 
•og var kappgjarn maður ; orðtak haus var : »Það skal fram sem 
horfir. meðan rjett horfir«, segir Grunnavíkur-Jón. Má geta nærri, 
að þeir höfðingjar, sem vóru óvinir Páls, t. d. Gottrup, hugðu ekki 
gott til a^skifta hans af nefndarstörfunum, og stafar þaðan að 
■nokkru leiti mótspirna sú, sem nefndinni var sínd. 

Þegar vjer lesum brjef þau, sem fóru á milli nefndarinnar og 
stjóruarinnar í Danraörku, sjáum vjer, að það er eitt atriði í er- 
indisbrjefi þeirra, sem nafndarmenn láta sjer sjerstaklega ant ura, 
-og það er að halda uppi rjettindum lítilmagnanna gegn ifirgangi 
höfðingjanna, hvort sem höfðingjarnir vóru embœttismenn eða kaup- 
menn. Svo berjast þeir t. d. móti hinum mörgu, sumpart ólög- 
mætu, kvöðum, sem lagðar höíöu verið á konungs-Iandseta í Gull- 
'bringusíslu, svo sem mannslánum á báta, sem haldið var úti af 
þeim, sem höfðu tekið konungstekjur á leigu, hríshestum handa 
Bessastaðabóndanum, uppskrúfuðum gjaftollum o. fl.; þeir taka 
<máhtað landseta Þingeiraklausturs ge^n ifirgangi Gottrups, sem var 
•klausturhaldari; þeir tala máli Hólmfasts Guðmundssonar, sem hafði 
verið kaghíddur firir að selja fáeina fiska í Keflavík í staðinn firir 
i Hafnarfirði o. s. frv. Það gefur að skilja, að þessi afskiftasemí 
nefudarmanna jók ekki vinsældir þeirra hjá þeim, sem sakaðir vóru, 
smátt og smátt kom svo, að flestir höfðingjar urðu þeim and- 
f^gir, og ekki batnaði, þegar konungur skipaði þeim illu heilli að 
ðma sum af þeim málum, sem þeir höfðu kœrt. Við þetta flœkt- 
It nefudarmenn í eilíft raálavafHtur, sem hindraði störf þeirra og 
rð þeim til hins mesta ógreiða. .KSsti embættismaður innanlands, 440 Ritfregnir. [Skirnir 

amtmaCur Kristján Múller, s;m um þessar mundir líka var um^ 
boðsmaður 6ylden]0ve'ct stiftamtmanns, var nlgjörlega á bandi kaup- 
nianna og dró taum þeirra í öllu; var sagt, að hann œtti sjálfur 
hlut í versluninni. Hagaði bann vináttu sinni eða óvináttu mest 
eftir því, sem hann sá kaupmönnum best heuta. Arið 1701 hafði 
hann iagt fæð á Gottrup, af því að honum þótti hann of nœrgöng- 
ull við kaupmenn í sendiför sinni, að því er Arni Magnússon segir 
í brjefi til rentukamniersins (AM., Embedsskr. nr. 70, bls. 214). 
Framan af, meðan nefndarmenn gengu ekki í berhögg við kaup- 
menn, virðist hann ekki hafa verið þeim óvinveittur. Enn árið 
1705 komust nefadarmenn að því, að kaupmenn reru að því öllum 
árum við stjórnina með tilstirk amtmans, að öU verslun landsins 
irði seld í hendur einu alsherjar verslunarfjelagi í stað þess að* 
áður vóru einatakar hafnir boðnar upp til eiustakra kaupmanna. 
Tóldu uefndarmenn þessa fjelagsverslun niiklu óhagfeldari firir 
landsmenn enn það firirkomulag sem þá var, og ekki bætti það úr 
skák, að kaupmenn og MiiMer vildu láta banna öll verslunarvið- 
skifti með mönnum innanlands. Rjeð Arni þá af að fara utan þegar 
í stað til að reina að sporna við þessu ráðabruggi amtmans og 
kaupmanna. Lagði Árni sig allan fram í þessu máli. I bráðabirgða- 
álitsskjali til konungs, dags. 8. des. 1705, veitist hann beint að 
MuUer amtmanni og ber honum á brin, að hann hafi lagt meíri> 
Btund á að hlinna að hagsmunum kaupmanna enn að velferð alþíðu.. 
Og 5. janúar 1706 sendir hann konungi mjög ítarlegt og vel rök- 
Btutt álitsskjal gegn fjelagsversluninni (AM., Embedsskr. nr. 51 og 
53, 132. og 133.— 153. bls.). Tókst Árna að kveða niður þennan. 
draug, svo að hann kom ekki upp aftur meðan hann lifði, og er 
þetta Ijós vottur þess, að stjórnin hafði þá enu fult traust á Arna^ 
einkum þegar þess er gœtt, að verslunar-stjórnardeildin (commerce- 
coUegium) var fjelagsversluninni filgjandi (AM., Embedsskr. nr. 51, 
bls. 131). Enn upp frá þessu var Miiller amtmaður svarinn óvinur 
Arna, og rægir hann hvar sem hann fær því við koraið; er það- 
t. d. ófagur vitnisburður, sem Miiller gefur Arna í brjefi til 
Gyldenl0ve'8 U. febr. 1708 (AM., Embedsskr. 237. bls.)^) út af 
Brœðratungumálinu svonefnda, sem reis af málaferlum Arna viö- 
Magnús Sigurðsson í Brœðratungu um það, að Magnús hafði brig3la& 
Arna um að hann œtti vingott viÖ konu Magnúsar Þórdísi. Ovinir ') Þar er þetta brjef dags. 14. febr. 1707, enn það hlitur að vera 
rangt, þvi a5 þaö er amsögn um beiðni Arna, sem er dagsett 29. ág. 1707. Skirnir] Ritfregoir. 44Í 

Arna notuSn sjer sem best þeir gátu þetta htieixlÍBmál til aS tor* 
triggja Arna í augum Rtjórnaririnar. Hafði Arni unnið málið í 
bjeraði og firir lögþingisrjettinum og Magnús verið dœmdur í háar 
skaðabœtnr. Enn meö tilstirk kaupmanna kom Magnús málinu 
firir hœstarjett, enn dó í þeim klíðum, áður enn málið var tekið 
firir; samt var málinu haldið afram og dœmt i hœstarjetti 1709; 
varð niðurstaðan sú, að sakir vóiu látiiar falla niður og dómar þeir, 
er dœmdir höfðu verið, feldir úr gildi, enn illmœlið til Arua dæmt 
dautt og ómerkt. Aftan við embættihbrjefabindið er prentaður út- 
dráttur úr hœstarjettarskjölum þessa raáls, þar á meðal atkvœði 
hœstarjettardónTandanna. og sjest á þeim, að ágreiuingur herur verið 
mikill um niálið, vilja sumir dæma Árna í vil, aðrir fella málið á 
hann, enn meiri hluti dómaiida vill láta Hakir falla niður á báða 
bóga. iTBlit þeasi vóru að vísu ekki algjör ósigur firir Arna, 
þar Bem hann hjelt óskertum heiðri BÍnuni, enn eflauat hafa þau 
bnekt mjög áliti hans í Ðanmörku og spilt trausti hans hjá stjórn- 
inni. Um eömu mundir bárust og stjórninni ímsar kœrur ifir að- 
förum nefndarmanna, t. d. frá Sigurði lögmanni Björnssini, sem 
þeir höfðu dæmt frá embœtti og eigur hans fallnar í konungs garð; 
fjekk Sigurður einmitt um þetta leiti (1709) nokkra uppreisn mála 
Binna hjá konuugi. Muller amtmaður hafði flutt ðig til Kaup- 
mannahafnar 1707, og má geta nœrri, að hann hefur ekki bætt firir 
nefndarmönnum við stjórnina. í stað hanB gegndi Páll Beyer 
amtmannsstörfum sem »fullmektugur«, enn Oddur Sigurðsson tók viö 
umboði því, sem MiiIIer hafði haft firir Gyldenlove stiftamtmann, 
og fóru þesRÍr tveir menn, sem kallaðir vóru »þeir fullmektugu<i;, 
með œðstu stjórn innanlands. Af þeim var Oddur hinn mesti 
óvinur Páls VídalínB; sparði hann ekki að sverta nefndarmenn í 
augum Gyldenlove's og gerðist Gyldenlove þeim þungur í skautl 
upp frá þesBu. Danska stjórnin fer nú að verða óþolinmóð og 
rekur eftir nefndarmönnum að lúka við jarðabókarstarfið (AM. 
Embedsskr. nr. 87, 100, 119 og 129). Og lokBÍns skipar rentu- 
kammerið nefndinni í brjefi daga. 22. júlí 1712 að hætta starfinu 
og kveður Arna á sinn fund til að gera grein firir gjörðum nefnd- 
arinnar; er í því brjefi vitnað í skírslu frá Gyldenleve, sem ber 
nefndinni á brín, að hún œsi menn til ófriðar og málaferla. Var 
nefndarstörfunum þar með lokið, nema hvað Páll Vídalín tók að 
BJer síðar firir sjerstaka borgun að lúka við það sem ógert var a8 
jarðabókinni. 

Hinn helsti sínilegi árangur af nefndarstörfunum var jarSa. 442 Ritfregnir. [Skirnir 

bókin, sem vanalega er keud við Arna. þó að Páll Vídalín eigi sinn 
iulla þátt í henni, og enn fremur manntalið og búpeningstalið, sem 
nefndarmenn Ijetu taka. Með þessu þrennu, þó ekki vœri öðru, 
■hafa þeir reist sjer fagran minnisvarða, því að með því hafa þeir 
lagt hinn firsta áreiðanlega grundvöll uiidir hagskírslur landsins. 
Þeir eru þar langt á undan sínum tíma. Manntalið, sem þeir Ijstu 
fram fara páskanóttina 1703, er 62 árum eldra enn firsta manntal 
á Norðurlöndum. Indriði Einarsson segir um jarðabókina (Manntal 
á íslandi 1. des. 1910, Rvík 1913): »Húu er gullnáma firir hag- 
frœði íslands, sem hver meuningarþjóð mundi öfunda okkur af, 
sem þekti hana til h]]tar«. 

Litlar þakkir fengu þeir ei'tir á firir þetta ágæta starf sitt hjá 
stjórninni. Krafðist hún, að Arni Ijeti gera útdrátt úr jarðabók* 
inni á dönsku og tregðaðist við að greiða honum talsvert fje sem 
•eftir stóð af launum hans firir nefndarstörfin. Enn Arni þibbaðist 
yiÖ, og stóð í þessu þjarki, þangað til Arni dó. Því raiður vantar 
í jarðabókina jarðamatið í Múlasíslu og Skaftafellssíslu. Hetur það 
að líkindum brunnið í hinum mikla bruna 1728. 

Minni sínilegur árangur varð af viðleitni nefudarmanna að bæta 
hag smælingjanna og rjetta hluta þeirra gegn ifirgangi kaupmanna 
og valdsmanna, og má þó benda á ímislegt, sem þeir komu til 
leiðar í þessu efni, first og fremst tilskipun 15. maí 1705, sem 
miðar að því að vernda leiguliða firir ifirgangi landsdrottna ; þá 
var það og nefiidarmönnura að þakka, að fjelagsverslun konist eKki 
á fir enn árið 1732, þegar þeir vórii báðir komnir undir græna 
torfu. Arni dó árið 1730, Páll 1727. Góðan vilja þeirra á að 
bæta hag bændalíðsins getur enginn efað, sera les það bindi, sem 
Jijer liggur firir. Það er rjett, sem þeir segja á einum stað í skírslu 
til rentukammersius (A. M., Embedsskr. nr. 85, bls. 289), þar sem 
þeir kvarta undan ójöfnuði ifirvaldanna við fátæklinga: »Við gœt- 
um víst aflað okkur meiri vinsælda hjá ímsura raönnum hjer á 
landi, enu við nú höfum, og, ef alt skal segja, að líkindum grœtt 
fje, ef við vildum þegja ifir þessu og láta þá (höfðingjana) ráða 
meðferð sinni á bændum, enn það þorum við hvorki nje viljum«. 

Mörg af brjefunum bera glæsilegau vott um fróðleik nefndar- 
manna í sögu landsins og um alt, sem snertir hag þess. T. d. má 
benda á varnarskjal þeirra firir dómi sínum í máli Ara Pálssonar, 
sem hafði verið brendur firir galdra eftir dómi lögrjettuunar árið 
1681. Sína þeir þar með Ijósum rökum, hve fávísleg galdratrúin 
sje og hve miklu illu hún hafi til leiðar komið á »breanuöldinui«, 'fiHniir] Ritfregnir. 448 

«ein þá var nílega um garö gengin, og rekja greinilega sögu galdra- 
«nálanna frá 1656 í sama brjefi er og mjög fróðleg g»einagerö firir 
fltarfi og verksviði lögmanna frá elstu tímum. Kr. Kiilund vill 
eigna þetta bkjal Arna Magnússini einum, eun mjer finst sumt í 
því bera greinilegt mark Páls V/dalíns; líklega er það samið af 
'þeim báðum í sameiuingu. 

Arni mun hafa haft meiri skaprauu enn áuœgju af þessum nefnd- 
arstörfum. Málaþrasið, sem þau leiddu hann út í, varð honum bæði 
kostuaðarsamt og hvumleitt. Og að lokuin hafði hauu lítið aunað 
upp úr 10 ára starfi eiin óþökk dönsku stjóruarinnar og óvild 
•margra hinua helstu manna hjer á landi. Merkilegt er það, að 
etjórnin leitar þó síðar ráða hjá Arna um ísleusk vaudamál (A. M., 
Embedsskr. nr. 166, 168, 175, 177, 181) og sínir þaS, að hún euii 
eem fir taldi hann allra mann fróðastan í þeim efnum. Og árið 
1723, þegar Hfbur kom til tals að innleiða fjelagsverslun á íslandi, 
-er Árni enu á verði, skrifar konungi beina leið, leggur fastlega á 
móti fjelagsversluninni og óskar að mega V)era fram ástœður sínar 
gegn henni firir leindarráð konungs (A. M. Embedsskr. nr. 184). 
A i'msum brjefum má sjá, að Arni hafði traust og hilli Friðriks 
^koDungs hins fjórða. 

Kr. Kiilund bendir rjettilega á það, að nefndarstörfiu hafi dreg- 
4Ö Arna frá vísindaiðkunum á þeim tíu árum æfinnar, sem einna 
best eru falliu til víhiiidastarfa. Má vera, að fleiri vísindarit hefði 
legið eftir hann, tf hHnn liefði ekki setið í nefndinni. Eiiu hins 
vegar gáfu nefndarbtörfin og dvöl hans á íslandi honuni gott tæki- 
fœri til að safna íslenskum handritum og fornbrjefum og hann not- 
aði það óspart. Samkvœmt 3. grein í eriudisbrjefi nefndarinuar 
hafði nefndin rjett til að krefjast þess af jarðeigendum, að þeir 
Jjetu nefndinni i tje máldaga sína og heimildir firir jörðuuum eða 
afskriftir af þeim. Þetta var Arna mikill stuðningur til að ná í 
fornbrjef eða afskriftir af þeim og má ætla að hann hafi á þann 
'hátt komist ifir meginið af hiuu mikU fornbrjef<isafni, sem nú er í 
safni haus — þar eru nú geimd 2065 íslensk forijbrjef á skinni, 
auk afskrifta, en af afskriftunum glataðist mjög mikið í brunanum 
1728, eftir því sem Arni sjálfur segir. 

Þdð var og vel gert af Kr. KSIund að gefa út brjefaskifti 
þeirra Arna Magnússonar og I>ormóðar Torfasonar, því að þau lísa 
ágætlega báðum þessum merku mönnum. Sical jeg ekki fjölirða 
um það bindi, eun vísa aðeins til hins fróðlega formála útgefand- 
ans firir því. Eru þar rakin merkustu œfiatriði beggja þessara 444 Ritfregnir, [Skirnir 

manna og bent á það í brjefaskiftunum, sem helst einkennir þ4 
báða. Þar er og stutt ifirlit ifir œfi Asgeirs Jónssonar, sem lengi 
var skrifari Þormóðar. 

Ifir höfiið að tala er útgáfa beggja binda ágœtlega af hendi 
leist, eins og við var að búast af útgefandanum. Prentvillur eru 
fátíðar, og þœr sem eru er oftast hœgt að lesa í málið. Meinlegust 
«f þeim, sem jeg hef tekið eftir, er prentvillan í A.M., Embedsskr. 
bls. P'' »morfHderen8« firir: morbroderens. 

B. M. Ó. 

Isjienzk niannanöfn. Lög, nefndarálit og nafnaskrár. Gefin 
út ftð tilhlutuu Stj.')ruarráð8 íslands samkv. lögum nr. 41, 10. nóv, 
1913. Rvlk 1915. 

Mér er Ijúft að dæma um þetta litla rit. Kjarni þesa er 
Bpiottinn upp af grein sem óg ritaði í Skírni fyrir 8 árum, þar 
seni fyrst komu fram rækilegar tillögur um /alenzk ættarnofn. Ed 
anuars hefir nefndin farið langt út yfir það svið; hún hefir fjölga& 
reglunum, svo að úrvalið yrði auðugra. 

Stjórnarráð íslands hefir verið heppið í valinu á þessari nefndr 
Því að nefndin hefir afrekað tvent sem þurfti með: hún hefir valið 
smekklega og valið djarflega. Hún hefir tekið mjúkum og viö- 
kvæmum höndum á málinu. Þennan litla hluta þess hefir hún far- 
ið með eins og siðaðan ungling, hún hefir ekki sœrt líkama hans, 
hún hefir skorið hár hans. 

Það sem gerir þó þetta litla rit verðmœtast, er rökfærsla nefnd- 
arinnar að nafnavalinu. 011 framför var í upphafi synd, og rökfœrsla 
nefndarinnar er það sem gerir synd hennar að framför. Við hverja 
nýja reglu er hér svo berlega sýnt, að það nafna-Iögmál sem nefnd- 
in vill skapa á alskylt við íslenzka tungu, á ekki skyldara við neitt 
annað mál, og lætur málinu í engu misboðið. Þetta þrent er nóg, 
En þetta þrent er ekki alt. Það sem fullkomnar kerfið er, að eftir 
hverri reglu þess má skapa smekkvís og fögur nöfn. Þess vegna 
er það kerfið, eins og það er rökstutt, og ekki nafnavalið sjálft, 
sem hefir orðið verðmætasti þáttur af starfi nefndarinnar. Hér tek 
ég tíu dæmi, hvert úr sinni reglu kerfisins: 

Agnars Melnes 

Báron M/vaz 

Borgum Nafdal 

Eyfer Snœstar 

Hvarfan Vermann. Skfrnir] Ritfregnir. 446 

ÞaC er vai.di að skapa fjölskrúöugt /slenzkt œttarnafnakerfi. 
I>a6 er vandi að sveigja hinn btinna boga vors beygingaríka máls 
svo liðlega eins og hér hefir verið gert. Og því heegara er fyrir ötulan 
málfrœðing, og bœgast fyrir lélegan eða engan að ráðast i þetta 
kerfi. Hitt er vert að athuga, að sérhver árás mnn koma frá 
mönnum sem eru algerlega mótfallnir œttarnöfnum yfirleitt. þeir 
aem uuna þeim, munu unna þessu kerfi. 

Kg sé enn í íslenzkum blöðum haldið fram þeirri fásinnu, að 
föSurnöfnin séu dýrmœtur íslenzkur þjóðsiður. Hg tek fram i dag 
það sem ég tók frain fyrir átta arum, að þetta er ekki íslenzkara 
i dag heldur en það var danskt fyrir hundrað árum eða þjzkt eða 
^Dskt fyrir þúsund. Annar8||Kviðurkenni ég ekki þessa þjóðernis- 
ástœðu. Eins og nokkur hlutur sé betri í sjálfu sér fyrir það að 
hann er íslenzkur eða amerískur eða spænskur. Hugsum oss að 
«ftir þúsund ár séu allar þjóðir nema Islendingar horfnar frá járn- 
■brautum. Svo keraur upp barátta á íslandi um það að afnema 
járnbrautir og láta þœr þoka fyrir eiuhverju tfzkusniðnara sam- 
göngufœri. Þá vildu íslendingar ekki sleppa þeim, af því að 
nú œtti engin þjóð járnbrautir nema þeir. 

Það er leitt að sjá þessa þjóðernis-ástœðu á íslandi lagða við 
^vern hégóma. Vœri heuni brugðið upp í því einu sem vór gætum 
verið hróðugir af, þá vœri hún réttmœt. Eu hún er t. d. ekki 
helgari mönuum en það, að þeir bregða henni upp til varuar fyrir 
öðru eins smekkleysi og ímyndunar-fátœkt í bánaði eins og kemur 
fram í því sem nefnt er íslenzk peysuföt. Fóðurnöfnum og peysu- 
fötum er haldið enn á íslandi, ekki af því að það eé viðutkent 
fallegt eða hagkvœmt, heldur bókstaflega af því að sú hugsun, 
€em einu sinni hefir sknpað það tvent, er úrelt meðöllumöðrum þjóðura. 

Ekki gegnura vór heldur þeirri ástœðu, að ættarnöfn geri 
œttartölur ruglingslegri. Vór verðum fyrst að sannfærast um, aö 
œttgreiningin rugli jurtafræðina eða gatnaskipun geri vandrataðra 
i borginni. 

Hlœgilegast er þó að gera þetta mál að kvenréttindaatriði. 
Hingað til hefir faðirinn einn, karlmaðurinn, ánafnað dætrum sínum 
þetta hnoss á íslaudi. Nú mundi dóttirin ekki vera kend við 
föðurinn einan^ heldur við kyukvísl hans^ eða ef hún kysi heldur, 
viö kynkvísl móður sinnar, eða ef hún kysi helzt, við kynkvíal 
þeirra beggja, eins og hvorttveggja er ekki ótítt þar sem œttarnöfa 
ráða. Eu annan fáum vér ekki séð að eiginmaðurinn höggvi meira 446 Ritfregnir. [Skimir 

skarð i :^réttindi« konunnar, eii faðirinii hefir gert. Með œttarnöfn- 
um er konunni auk beldur gerður kostur á vali. 

Þetta þrent eru hinar veigalitlu ástœður þeirra sem eru raót- 
fallnir œttarnöfnuni. Vór sem erum hlyntir þeim tökum þau 
aftur á móti upp af því tvennu aðallega, að þau eru fallegri og 
bagkvæmari. Orðhalinn »-dóttir« minnir mig á aldauða fornaldar- 
d/r. Og vér óskum að heita sama nafui á Íalandi eina og vór 
heitum þó vór förura út fyrir poUinn. Ættkenning er á svœði nafn- 
greininganna það sem mynt er á svœði viðskiftanna. Það er alt 
og sumt. 

Eg hefi engan ótta af þeirri mótspyrnu sem ættarnafnalögin 
hafa mœtt á íslandi. Það er auðsætt, &ð ekki tjáir lengur a5 
spyrna á móti broddunum. Og undir eins og farið verður að kann- 
ast við áhrif þessara laga, þá mun líka þörf þeirra verða viðurkend. 
Málið var komið í það horf, að ef stjórnin hefði ekki tekið það a& 
sér, þá hefði ekkert taumhald orðið haft á þeim nafnaskrípum sem/ 
var líklegt að rigndi niður. Nú hefir verið búið til vandað og 
fjölskrúðugt kerfi, sem ganga má að eins og skírnarfonti. Og þa5 
hlægir mig, að þegar frá líður munu ekki annarstaðar þykja fegrí- 
œttarnöfn en í Svíþjóð og á íslandi. 

New York 1916. 

Goðmnndar Kamban. Ennfremur hafa Skírni verið send þessi rit, og verður surara 
þeirra getið síðar : 

Róttur. Frœðslurit um félagsmál og mannréttindi. Fyrsta ár. 

I. befti. Aðalútg. og ábyrgðarm.: Þórólfur Sigurðsson. Ak. 1915, 
Jónína Sigurðardóttir : Ný matreiðslubók fyrir fátæka og ríka, 

Með heilsufræðialegum inngangi eftir Steingrím Matthíasson. 

Ak. 1915. 
Gunnar Gunnarsaon : Ormarr ()rIygason, Ur œttarsögu Borgar- 

fólksins. Bókav. Sigurðar Kristjánssonar. Rv. 1915. 
Sami : Danska frúin á Hofi. Úr œttarsögu Borgarfólksins. Bókav. 

Sig. Kristjánssonar. Rv. 1915. 
Sami: Smaahistorier. Gyldeudal. Kbh. & Kria 1916. 
Ðaniel Bruun : Erik den Röde og Nordbokolonierne i Grönland*- 

Gyldendal. Kbh. 1915. Sklrnirl Ritfregair. 44T 

Islaudica. Vol. VIII. An Icelandic satire written at tbe beginning 

of the eighteenth century. Edited by Halldór Hermannsson. 

Ithaca 1915. 
Frímann B. Arngrímsson : Asters and violets. Some stray p«ems 

and verses. Ak. 1915. 
Sami : DugnaCur Akureyrar og anilli. Prentsm. Odds Björnssonar. 
Leiftur. Tímarit um dulskynjanir og þjóSsagnir. Ritstjóri Her- 

mann Jónasson. 1. bindi. 1. hefti. Fjallkonuútg. Kv. 1915. 
Tímarit íslenzkra samvinnufélaga. Kitstjóri : Sigurður Jónsson. 

X. ár. Ak. 1916. 
Annie Besant: Lífstiginn. Þytt hefir Sig. Kristófer Pétursson. 

Kv. 1916. Bókaútgáfa Guðspekisfélagsins. 
Magnús Jónsson : Vestan um haf. Smávegis um Ameríku og landa 

vestra. Rv. 1916. 
Hagskyrslur íslands. (7. Verzlunarskyrslur fyrir árið 1913. 8. Fiski- 

skyrslur og hlunninda árið 1913. 9. Bánaðarskýrslur árið 1914. 

10. Fiskiskyrslur og hlunninda árið 1914). Rv. 1916. 
Hagtíðindi gefin út af Hagstofu íslands. 1. árg. nr. 1. — 5. Rv. 

1916. 

Þorleifur H. Bjarnason: Fornaldarsaga banda œðri skólum. Rv. 
Bókav. Sigf. Eymundssonar 1916. 

Valur: Dagrúnir. Kv. kostnaðarm. Arinbj. Sveinbjarnarson 1915. 

— Brot. Sögur úr íslenzku þjóðlífi. Rv. Koatnaðarm. Arinbj. 

Sveinbjarnarson 1916. 
Hulda: Syugi syngi svanir mínir. Æfintyri í Ijóðum. Rv. Bókav. 

Arinbj. Sveinbj. 1916. 
Jón Laxdal: Sönglög I. (I. Helga in fagra. II. Gunnar á Hlíðar- 

enda. Kvœðaflokkar eftir Guðm. Guðmundsson fyrir einsöng^ 

tvísöng og kór). Rv. Aðalútsala: Bókav. Arinbj. Sveinbj. 1916. 
Arsrit hins íslenzka Fræðafélags í Kaupmannaböfu. Með myndum. 

Fyrsta ár. Khófn 1916. 
Bogi Th. MelHteð: Handbók í íslendingasögu. Gefin út af hinu 

íslenzka Frœðafélagi í Kaupmannahöfn. Fyrsta bindi. Khöfn 

1916. 

Arferði á íslandi í þúsund ár. Þorvaldur Thoroddsen safnaði og 

samdi. I. befti. Gefið út af binu íslenzka Frœðaíélagi í Kaup- 

mannahöfii. Khöfn 1916. 
Finnur Jónsson : Topografiske Beskrivelser i Sagaerne og deres 

Betyduing. (Særtryk af Oversigt over det kgl. danske Vidensk. 

Selsk. Forb. 1915. No 6). 
Finnur Jóusson: Opdagelsen af og Reiserne til Vinlaud. (Sœrtryk 

af Aarb. f. nord. Oldk. og Hist. 1915). Kbh. 1916. -448 Leiðrétting. Prentvillur. [Skirnri 

Lciðréttlng. 

Þegar eg hripaði upp »Athuga8emdir« við tímatalBritgerð Guð- 
mundar landlæknis, hefi eg í ógáti sett þessa viUu (bls. 334 í 6. 1.): 
!^en ekki að sumarið bafi veriðldegilengraen 
veturinn, einsog í tímatalinu frá 1500 með vetr- 
&rkomu á föstudag, né 2dögum lengrasvosera{ 
Rimbeglu o. s. frv.«. Eii hér atti að standa: en ekki að 
sumarið hafi verið 3dögumlengra, enveturinn 
einsog í tímatalinu frálöOOmeðvetrarkomuá 
föstudag, né 4 dögum lengra, svo sem í Rímbeglu 
o. s. f r v.« Þessa leiðréttingu bið eg lesendur Skírnis að athuga. 

Það er annars auðséð á öUu, að »Aukanœturnar« uv^ miððum- 
arið ásamt vetrarkomunni á laugardegi eru búnar til, eínungis til 
þess að missiramótin félli saman við mánaðamót í þessu þrítugnœtta 
tmánaðatali. 

Jób. L. L. Jóhannsson. Prentvillur. Því miður gat eg ekki sökum fjarlægðar lesið sjálfur prófarkir 
af grein minni um Snorra Sturluson í síðasta hefti Skírnis. Er 
þar nú hver prentvillan annari verri, og bið eg lesendur að leið- 
.rétta þœr helztu, sem eg hefi rekist á : 

Bls. 237, 12. 1. a. n. (den) les: (du). 

— — , 4. 1. a. n. ofrauu les: ofrausn. 

— 238, 18. 1. a. o. haldráður les: kaldráður. 

— 239, 6. 1. a. o. hagsýni les : hugsyni. 

— 244, 11. 1. a. n. sou les: souu. 

— 255, 6. 1. a. o. allri faUi b u r t. 

— — 10. 1. a. n. ráðstafanir les: ráðstefnur. 

Kaupmannahöfn, 25. ág. 1916, 

Signrðnr Nordal. 

Bls. 335, 11 1. a. n. þeim les: þeirra. (?> Skýrslur og reikningar 

Ðókinentafélagsins 1915. Bókaútgáfa. 

Félagid hefir árí& 1915 gefiö út þessar b»kar og félagsmenn feng* 
ib þær fjrír &rstillagið, 6 krónar: 

Skírnir. 89. ir kr. 4.00 

Fombréfasafn XI. b. 1. h — 4.00 

Sýslumannaæfir IV. b. 7. h. — 1.40 

Safn til söga íslands IV. b. 9. h. . . . — 1^5 

Safn til Böga Íslands V. b. 1. b. ... — 1.00 

Vikingasaga 2. h — 2.55 

Samtals kr. 14.50 
Reykjavik 17. júní 1916. 

Matthias Þórðarson, 
bókav. félagsins. Aðalfundur. Ár 1916, langardaginn 17. júni, kl. 9 að kveldi, var aðalfandar 
Sókmentafélagsins haldinn i Iðnaðarmannahúsínu. Fandarstjórí var kos- 
inn Láras H. Bjarnason prófessor. 

I. Forseti skýrði frá hag félagsins og gat fyrst látinna félaga: 
Jóns Jenssonar yfirdómara, Erístjáns Þorgrirossonar konsúla, Skúla Thor- 
oddsens alþingismanns, Benedikts Krístjánssonar præp. hon., Arna Jóns- 
sonar præp. hon. og próf. Ang. Gebhardts; mintaBt félagsmenn þeirra 
með þvi að standa upp. — Félagina höfða bætt i irínu 100 félagar og 
var nú félagatalan orðin 1200. ^ 

Þvi næst skýrði forseti frá fyrírhugaðri aldarafmælishátlð félags- 
ins 15. igáit i samar og gat um nokkrar riðstafanir félagsstjómarínnar 
þar að lútandi. 

Af bókum var gert rið fyrír, að kæmi út i ir, ank Skirnis : l hefti 
aí Fornbréfasafni, 1 af Safni til söga Íslands, 1 af Íslendingasöga Boga 
Th. Melsteðs og aak þess afmælisrít (c. 20 arkir). II Skýrtlar og reikningar. [Skirnir Þá las forsetí upp og akýrði fyrir fandarmönnam ársreikning og 
efnahagsreikning félagsins og bar þ& saman viö reikninga fyrra árs, og 
sömuleiðis var lesinn app reikningur fyrir 8jó5 Margr. Lehmann-Filhés. 
Eadnrskoðendur höfðu ekkert haft við þá að athuga, en annar af end- 
nrskoðendum félagsins, Kl. Jónsson landritari, hreyfði nokkrum munn- 
legam athugasemdum á fundinum. Reikningarnir voru siðan samþyktir 
i einu hljóði. 

II. Forseti skýrði frá úrslitum stjórnarkosninga samkvœmt kjör- 
bók félagsins: Forseti var kosinn dr. phil. Björn M. Olsen prófessor, 
varaforseti dr. phil. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður. I fulltrúaráð voru 
kosnir: Sigurður Kristjánsson bóksali og dr. phil. Björn Bjarnason 
kennari. 

III. Endurskoðendur endurkosnir i einu hljóði: Kl. Jónsson land- 
ritari og Hannes Þorsteinsson skjalavörður. 

lY. Forseti lagði til, eftir einróma tillögu fulltrúaráðsins, að kjörnir 
yrðu 12 nýir heiðursfélagar i tilefni af aldarafmæli félagsins, og var það 
samþykt i einu hljóði, og jafnframt tillaga um, að nöfn þeirra 8kyldi> 
eigi birta opinberlega fyr en á aldarafmœlisdag félagsins, 15. ágúst. 

y. Benedikt Sveinsson alþingismaðnr breyfði nokkrum fyrirspurn- 
um og tillögum viðvlkjandi bókútgáfu af félagsins hálfu framvegis, og- 
svaraði forseti þvl nokkrum orðum. 

Að lokum þökkuðn félagsmenn stjórninni með þvi að standa opp. 

Fundarbók lesin upp og samþykt. 

Fundi slitið. 
Lárus H. Bjarnason. J. Jónsson. 1. Reikningur 
yfír tekjur og gjðld Hins íslenzka Bókmentafélags fyrir irið 1915. 

Tekjur: 
Eftirstöðvar frá 1914: 

a. Yeðd^Idarbréf Landsbankans . . kr. 20000 00 

b. Dönsk verðbréf — 8000 00 

;. Peningar i sparisjóði — 7319 76 

kr. 85319 76 

Styrkur úr landssjóði — 2000 00- 

Fimtánda greiðsla fyrir handritasafnið — 1000 00 

Greidd tiUög meðlima — 5437 00 

Flyt kr. 43756 76- Bkirnir] Skýrnlur og reikningar. III Fiuttar 

5. Fyrir Skirni og seldar bœkur i lausasölu .... 

6. Fyrir anglýsinji^ar á kápu Skirnis 1915 

7. Ánnuið við útdregin veðdeildarbréf Landsbankans . 

8. Nafnverðslækkun keyptra veðdeildarbréfa .... 

9. Til jafnaðar mótí gjaldlið 4 

10. Arsvextir af: 

a. 20000 kr. i veðdeildarbréfum 

Landsbankans kr. 900 00 

h. 4000 kr. i kreditkassaskuldabréf- 

um landeigna — 140 00 

c. 2200 kr. i húskreditkassaskulda- 

bréfum — 8800 

d. 1600 kr. í þjóðbankahlutabréfum — 128 00 

e. 200 kr. i kreditbankaikuldabréfum 

jóskra landeigna ...... — 7 00 

f. Poningum i sparisjóði .... — 149 79 kr. 43756 7e 

1147 82 

70 OO 

90 00 

60 00 

1000 OO — 1412 79^ kr. 47537 37 kr. 3612 53 — 5181 28- Ojöld: 

1 . BókagerðarkoBtnaður : 

a. Skirnir: 

1. Laun ritstjóra kr. 500 00 

2. Ritlaun og prófarkalístur . , — 1160 00 

3. Prentnn, pappir og hefting . — 1952 53 

b. Aðrar bsekur: 

1. Ritlaun og prófarkalestur . . kr. 1262 12 

2. Prentun, pappir og heftíng . — 8919 16 

2. Afgreiðslukostnaður: 

a. Laun bókavarðar ...... kr. 600 00 

b. Innheimtnþóknnn til sama fTrír 
4rið 1914 — 95 99 

c. Buröargjald o. fl — 712 97 

8. Bmnabótagjald og ýms gjöld 

4. Kejpt veðdeildarbréf Landsbankans 

5. Eftirstöðvar 31. desbr. 1915: 

a. Veðdeildarbréf Landsbankani . . kr. 21000 00 

b. Kreditkassaskuldabréf landeigna . — 4000 00 

c. Háíkreditkassaskuldabréf . . . — 2200 00 

Flyt kr. 27200 00 kr. 11421 5» 1408 96 

218 82 

1000 oo SiiýrBlar og reikningar. [Skirnir 

Fluttar kr. 27200 00 kr. 11421 59 

d. Þjóöbankahlutabréf — 1600 00 

6. Ereditbankaskuldabréf jóskraland- 

eigna — 20000 

f. Peningar i sparÍBJó&i — 7115 70 

— 36115 78 

kr. 47537 37 
Reykjavik, 28. april 1916. 

Sigurdur Krigtjánsson 
p.t. gjaldkeri. 

Reikning þennan ásamt fjlgiskjölum höfum við nákvæmlega yfir- 
farið, og ekki fundið neitt við hann að athnga. 

Reykjavik, 10. júni 1916. 
Kl. Jónsson. Hannes Þorsteinsson. Efnahagrsreikningur 

Hins fslenzka Bókmentafélags I. janúar 1916. 

£ ign i r : 

1. Samkvæmt ársreikningi 1915: 

a. í verðbréfum kr. 29000 00 

b. í peningum i Bparisióði .... — 7115 78 

kr. 36115 78 

2. Forlagsbækur virtar — 20000 00 

3. Ymsir munir virtir — 716 00 

4. Útistandandi skuldir — 2720 40 

kr. 59552 18 

Skuldir: 

Skuldlaus eign kr. 59552 18 

kr. 59552 18 
Reykjavlk, 6. mai 1916. 
Sigurður Kristjánsson 
p.t. gjaldkeri. 

Reikning þennan höfum við yfirfarið, og ekki fundið neitt við 
bann að athuga. 

Reykjavik, 10. júni 1916. 
Kl. Jónsson. Hannes Þorsteinsson. Skirnirj Skýrslar og reikningar. Y 

Reíkningfur 

sjóös Margrétar Lehmanns-Filhés fyrír irlð 1916. 

Tekjur: 

1. Eftirstöðvar við árslok 1914: 

a. Stofnfé: 

1. í Söfnanarsjóði kr. 514138 

2. í innlánsbók Iglandsbanka . — 14 79 

kr. 5156 17 

b. Starfsfé: 

I innlánsbók Íslandsbanka — 175 5g 

2. Vextir 1915: 

a. í Söfnanarsjóði kr. 238 04 

b. I innlánsbúk íslandsbanka ... — 5 64 

— 243 68 

kr. 5575 43 

Gjöld: 
fiftirstöðvar viö árslok 1915: 

a. Stofnfé: 

1. í Söfnunarsjóði kr. 5200 89 

2. í innlánsbók íslandsbanka. . — 16 20 

kr. 5217 0» 

b. Starfsfé: 

I innlánsbók íslandsbanka — 358 34 

kr. 5576~4Í 
Reykjavik, 4. mai 1916. 
Sigurður Kri$tjáns»on 
p.t. gjaldkeri. 

Reikning þennan höfum við endurskoöað, og ekki fundið neitt vi^ 
bann að athuga. 

Reykjavik, 10. júnl 1916. 
Kl. Jónsson. Hannes Þorsteinsson. yi Skýrslur og reikDÍnj^ar. [Skirnir 

Hid i»lenzka Bókinentafélai*f. VERNDARl: 
Eristjáii konnngur hinn tínndi. STJORN: 
Torseti : Björn M. Ólsen, dr. phil , r. af dbr. og dbrm. 
Varaforsetí: Jón Þorkelsson, þjóðskjalavörður, dr. phil. 

Fulltrúaráð: 

Gnðmundur Finnbogason, bókav., dr. phil. 

Matthias Þórðarson, fornmenjavörður, bókavöröur félagsins. 

Einar Arnórsson, ráðherra, kjörstjóri félagsins. 

Jón Jónsson, docent, skrifari félagsins. 

Björn Bjamason, kennari, dr. phil. 

iSigurður KrÍBtjánsson, bóksali, r. af dbr., gjaldkeri félagsins. HEmURSFELAGAR: 
Anderson, R. B., prófessor, Madison, U. S. A. 
Briem, Eirikur, prófessor, comm. af dbr. m. m., Reykjavik. 
*Briem, Valdimar, vígslubiskup, r. af dbr., Stóra-Núpi. 
Bryce, James, Right Hon., sendiherra Breta í Washington. 
Brögger, W. C, prófessor við háskólann i Kristjania. 
Cederschiöld, Gustaf, prófessor, dr. phil., Lundi. 
*Finnur Jónsson, prófessor, dr. phil., r. af dbr., r. af St. 01 , Khöfn. 
Gering, Hugo, dr. phil., leyndarráð, prófessor i Kiel. 
fleusler, Andreas, prófessor, dr. phil, Berlin. 
Kálund, Kr., bókavörður, dr. phil., r. af dbr., Khöfn. 
Ker, W. P., prófessor við háskólann i Lundúnum. 
Kristján Jónsson, háyfirdómari, comm. af dbr. m. m., Reykjavik. 
Matthias JochumssoD, uppgjafaprestur, r. af dbr. og dbrm , Akureyri. 
Mogk, E., dr. phil., prófessor i Leipzig. 
Noreen, Adolf, prófessor, dr. phil., Uppsölum. 
Ólafur Halldórsson, konferenzráð, r. af dbr. og dbrm., Khöfn. 
*0l8en, Björn M., prófessor, dr. phil , r. af dbr. og dbrm., Reykjavik. 
Olsen, Magnus, prófessor við háskólann i Kristjaniu. 
Poestion, J. C, hirðráð i Vinarborg, comm. af dbr. 
*Stephen8en, M., fv. landsh. yfir Islandi, stórkross af dbr. m. m. 
Thoroddsen, Þorvaldur, prófessor, dr. phil., r af dbr, Khöfn. 
Wimmer, L. F. A., prófessor, dr. phil., stórkr. af dbr., Khöfn. 

* = neytti kosningarréttar BÍns 1916 (svo einnig i Félagatalinu). «kiniir] Skýnlar og reikningar. VII FÉLAGAB. 
A. Á íslandi. Rsykjavfk. 

Alexander Jóhanoesson '15'). 
Andersen, Lndvig, klæOsk. '15. 
Arinbjurn Sveinbjarnarson, bók> 

bindari '15. 
*Arni JóhannssoQ, bankaritari '15. 
Ami Jónsson, kaapm. '15. 
Asgeir Sigarðsson, konsúll '15. 
Ásgeir Torfason, efnafrœð. '15. 
Bartel«, Martin, bankaritari '15. 
Beck, Slmon, trésmiður '15. 
Benedikt Sveinsson, alþm. '15. 
Benedikt Þórarinsson, kanpm. '15. 
*Bjarnason, Agúst, próf., dr. '15. 
*Bjarna80D, Brynj. H., kaupm. '15. 
Bjarnason, Ingibjörg H., foratöðo- 

kona kvennaskóIaoB '15. 
*Bjarna8on, Lárus H., prof. juris '15. 
*Bjarna8on, Þorleifur H., adjunkt 

'15. 
Bjarni Bjarnason, klæðskeri '16. 
Bjarni Jensaon, læknir '15. 
Bjarni Jónsson, dómkirkjupr. '16. 
Björn Bjarnason, dr. phil. '12. 
Björn Björnsson, verzlunarm. '15. 
Björn Kristjánsson, bankastj. '15. 
Bjömson, Guðm., landlæknir '15. 
Björn Si^rðsson, bankastj. '15. 
*Bjurn Þórðarson, aðstm. i stjr. '15. 
*Blöndahl, Magnús, kaupm. '15. 
*Blöndal, Ragnh., unglrú '15. 
Bogi Olafsson, kennari '15. 
*Bóka8afn K. F. U. M. '15. 
Borgþór Jósefsson, bæjargjaldk. '15. 
Breiðfjörð, Guðm. '15. 
Briem, Eggerc, yfirdómari '15. 
Briem, Sigurðar, póstmeistari '15. 
Brynjólfur Björnsson, tannl. '15. 
*Brynleifur Tobfasson, kennari '15 

') Artölin aftan við nöfnin 
fyrir það ér siðast. Böðvar KristjánssoD, adjunkt '15. 
Claessen, Eggert, yfirréttarmála- 

flatningsmaðor '15. 
Copland, G., stórkaapm. '15. 
*Einar Arnórsson, r&ðberra '15. 
Einar Gannarsson, ritstjóri '15. 
Einar Helgason, ijaröyrkjufr. '15. 
Einar Magnússon, bókh. '15. 
Einar Magnússon '15. 
Erlendur H. Guðmundsson, bréf- 

beri '15. 
Eyjólfur JónssoD, rakari '15. 
Eyþór Guðjónsson, bókbindari '15. 
Fjeldsted, Andrés, augnlæknir '15. 
Fjeldsted, Lárus, cand. jur. '15. 
Friðrik BenÓDýsson '15. 
Friðrik Klemensson '15. 
Geir Sigurðsson, skipstjóri '15. 
*Georg Ólafsson, cand polit. '15. 
Gisli Guðmundsson, verkam.stj. '15. 
*GÍ8li Isleifsson, fv. sýslum. '15. 
Gísli Sveinsson, cand. jur. '15. 
Grimúlfur Olafsson, ritari '15. 
Gröndal, Ben. Þ., cand. phil. '15. 
Gnðjón Rögufaldsson, kennari '15. 
Guðjón Sigarðsson Hvg. 71 '16. 
*Guðm. ÁBbjarnarson, kaupm. '15. 
Guðm Bjarnason, klæðskeri '16. 
Guðm. Böðvarsson, kaupm. '15. 
Guðm. Finnbogason, dr. phil. '15. 
Guðm. Gamalielsson, bóksali -^15. 
*Guðm. Guðmundsson, sk&ld 
Gnðm. Hannesson prófessor '15. 
*Guðm. Helgason prnp. hon. '15. 
Guðm. Kr. Gaðmundsson, kaupm.'l5 
Guðm. LoftBBon, bankaritari '15. 
Guðm. Magniisson, prófessor '15. 
*Guðm. Magnússon, rithöf. '15. 
Gunnar SigurðsBon, stud. jnr. '15. 

merkja að tillag sé afhent bókaverði vin Skýnlur og reikningtr. [Skirnir '''Hafstein, Hanoes, fv. ráðb. '15. 
Halldór Danielsson, yfirdómari '15. 
Halldór Kr. Þorsteinsson, skipstj.'lð 
Balldór Þórðarsson '15. 
Eallgrimnr Benediktsson, nmboðs- 

sali '15. 
Hallgrimnr Jónsson, járnsm. '13. 
Hallgrimnr Jónsson, kennari '15. 
Hannes Þorsteinsson, skjalav. '15. 
*Hansen, Jörgen, verzlm. 
Hansen, Morten, skólastjóri '16. 
Haraldur Gunnarsson, prentari '15. 
Haraldar Nielsson, prófessor '15. 
Haraldnr Sigurðsson, verzlm. '15. 
Helgi Helgason, verzlunarstj. '15. 
*Helgi Jónasson, verzlnnarm. '14. 
Helgi Jónsson, dr. pbil. '15. 
Helgi Jónsson verzlm. '15 
Hliðdal, Guðm., verkfrœð. '15. 
*flólmfriður Árnadóttir, kenslnk.'15. 
Ísleifnr Jónsson, kennari '16. 
Jakobson, Jón, laudsbókav. '15. 
Jakob Jónsson verzlnnarstj. '15. 
Jensen, Tbor, kaupm. '15. 
Jensson, Sigriður H., frn '15. 
Jóhannes Sigfússon, adjunkt '16. 
*Jóhann Kristjánsson, ættfræð. '15. 
Jóhann Þorsteinsson, præp. hon. '15. 
Johnson, Olafur, konsúll '15. 
Johnson, Ag. J., bankaritari '16. 
Jónas Jónsson, kennari '16. 
Jón Guðnason, cand. theol. '14. 
Jón Helgason, prófessor '15. 
Jón Hermannsson, skrifstofnstj. '15. 
Jón Hj. Sigurðsson, héraðsl. '14. 
Jón Ívarsson, kennari '15. 
*Jón Jónsson, dócent '15. 
Jón Kristjánsson, prófessor '15. 
*Jón Magnásson, bæjarfógeti '15. 
Jón Olafsson, rithöf. '15. 
Jón Olafsson, skipstjóri '15. 
Jón Sigurðsson, ritari '16. 
Jón Þorbergsson fjárræktarm. 
Jón Þórarinsson, fræðslnm.stj. '15. Jón Þorkelsson, dr., þjóðskjalav.'lö.- 
"^Jón Þorlákssou, landsverkfr. '15. 
*Jörundur Brynjólfsson, kennari '16.- 
Kaaber, Lndvig, konsúll '16. 
Keunarafélag Barnaskólans '15. 
*Klemens Jónsson, landritari 'J5. 
Kolbeinn Þorsteinsson, skipstj. '15v 
*Krabbe, Th., landsverkfr. '15. 
Kristján Kristjánsson, skipstj. '15.. 
Kvaran, Einar, rithöf. '15. 
Laxdal, Jón, kaupm. '15. 
Laugarnesspitali '14. 
*Lestrarfélagið „íþaka" '15. 
Lestrarfélag kvenna '15. 
Levi, R. P., kaupm. '15. 
Magnús Arnbjarnar8on,cand. jnr.'l&, 
Magnús BenjaminssoD, úrsm. '15. 
Magnús Einarsson, dýralœknir '15. 
*Magnús Helgason, skólastj. '15. 
*Magná8, M., lœknir '15. 
Magnns Magnússon, kennari '16. 
Magnús Sigurðsson, cand. jur. '1&, 
Matthias Kinarbson, lœknir '15. 
Matth. Matthiasson, kaupm. '15. 
Matth. Þórðarson, fornmv. '16. 
*NordaI, Jóhannes, ishússtjóri '15. i 

Oddur Gislason, yfirréttarmálafl.- J 

maður '15. 
*Oddur Hermannsson, cand. jur. '15^ 
Olafson, Gisli J., simastjóri '15. 
Ólafur Bjömsson, ritstjóri '15. 
Olafur G. Eyjólfsson, kaupm. '15. 
Olafur Lámsson, s. próf. '15. 
Olafor Ólafsson, umsjónarm. '15. 
Olafur Runólfsson, bókhaldari '15, 
Olafnr Þorsteinsson, læknir '16. 
*01geir Friðgeirsson, samgöngu- 

málastjóri '15. 
Öskar Halldórsson, bnfrœð. '14. 
Páll E. ('ílason, ritari '16. 
Páll HalIdórsBon, skólastj. 15. 
Páll H. Gislason, kaupm. 15. 
*PálI Jónsson, verzlunarm. 15, 
Páll Stefánsson, kaupm. '15. Skirnir] Skýrtlar og reikningar. IX. rálmi PáUson, jfirkennari '15. 
Pétar HalldórsBOD, bóksali '15. 
Pétar Lárass, preotari '15. 
Péturss, Belgi, dr. phil. 'l.\ 
Fétar Zóphóniaason gagnfr. '13. 
*Proppé, Cari, verzlanarstj. '15. 
fiichard Torfason, bankabókari '15. 
Rósenkraoz, Ólafar, kennari '15. 
*Rögnvaldar ÖiafssoD, hásameist.'l^ 
*Samáel Eggertíson, skrautrit. '15. 
Sighv. BjarnasoD, bankastj. '15. 
Sigriöar Björnsdóttir '15. 
S. A. Gislason, cand. theol. '15. 
Sigarðar Guðmandsson frá Hofdöl- 

um '14. 
*Sigurðar Jónsson, bókbindari '15. 
""Sigarður Kristjánsson, bóksali '15. 
Sigurðar Sigurðsson, alþingism. '15. 
Sigurður Þórðarson, fv. sýslum. '15. 
*Sivert8en, Sigarður, dócent '15. 
Smitb, Faul, simaverkfr. '15. 
Snorri Jóhannsson, bókhaldari '15. 
Sleingrimar Arason, kennari '15. 
Steinunn Bjartmarsd., kensluk. '15. 
SveÍDU Björnsson, alþm. '15. 
^Sveinn Jónsson, trésm. '15. 
Sæmandsen, Karl, kaapm. '15. 
Sæm. Bjarnhéðinsson, prófessor '15. 
Thomsen, Ðitlev, ræðism. '15. 
Thoroddsen, Sigarður, adj. '15. 
Thorsteinsson, Hannes, cand. jar.'15. 
Thorsleinsson, Th., kaupm. '15. 
Tr. Gannarsson, fv. bankastj. '15. 
Talinius, Axel, málafl.m. '15. 
° Ungmennafél. Reykjavikar '15. 
Vigfús Einarsson, cand. jur. '15. 
V'igfns Guðmandsson '16. 
■ Wiehe, Holger, háskólakennari '15. 
Zimsen, Knad, borgarstjóri '15. 
Zoi'ga, Geir, cand. polyt. '15. 
Zoega, Geir, rektor '15. 
Zoe^a, Geir, verzlanarm. '15. 
Þórður Erlendss., Rauðarárst. '15. 
Þóiður Sveinsson, lœkuir, Kleppi'15. '"Þórhallor Bjamarson, biskop '15.. 
Þorkell Þorl&ksson, ritari '15. 
Þorl&kar Vilhj&msson, báfr. '15. 
Þorleifnr Ji^nsson, p<^8tafgr.m. '15.. 
^Þorsteinn Finnbogason, kaupm. '15» 
Þorsteinn Gislason, ritstj. '15. 
Þorsteinn Jónsson, bankarit. '15. 
Þorsteinn Sigurðsson, skósm. '13. 
*Þor8teinn Þorsteinsson, cand. jur^ 

'15. 
*Þorst. Þor8tein88on,hagstofustj.'15. 
*Þorv. Guðmundsson, afgr.m '15. 
Þorvarður Þorvarðarson, prentsm.' 

stjóri '15. Gulibrlngu- og Kjósarsýsla. 

Árni ÞorsteinssoD, prestur á K&lfa-^ 

tjörn '15. 
Bræðrafélag Kjósarhrepps '15. 
Einar MagnássoD, kennari, Gerðam' 

í Garði '15. 
*Gaðm. Ragnar Olafsson, Móakoti 

i Grindavik '15. 
Heilsuhælið á Yifilstöðam '15. 
Jóhann Ejólfsson, alþm., Braatar-^ 

holti '14. 
Johnsen, Sig. Þ., kenuari Seltjarn*- 

arnesi '14. 
*Jónas Björnsson, búfr. K&lfatjörn- 

'16. 
Jóna Sigarjónsdóttir, Keflavik '14v 
Jón Jónsson, kennari, Hvammi '14. 
Klemens Egilsson, óðalsb., Minni- 

Vog^m '15. 
Kolbeinn Högnason, kennari, KoUa' 

firði '15. 
Kristinn Ðanielsson, prestur, Út' 

skálum '14. 
*Léatrarfélag Keflavikar '15. 
LestrarFélag Kjalnesinga '15. 
Lestrarfélag LágafelUsóknar '15^ X Skýrslar og reiknÍDgar. [SkirDÍr Lestrarfélag Seltirninga '15. 
*M8gnÚ8 Bergmann Jónsson, Fugla- 

vik, Miðnesi '15. 
Sigurönr Magnússon, læknir, Vifils- 

stöðam '15. 
Stefán Sigarfinnsson, Bakkakoti, 

Leiru 'i5. 
'Sveinn Gaðmandsson, járnsm., Vif- 

ilsstöðum '15. 
Tómas Snorrason, kennari, Kefla- 

vik '14. 
í>orgrimar Þórðarson, læknir Kefla- 

vik '14. Hafnarfjarðar-umboð. 
(Umboðsm. Salómon Runólfsson, 
verzlunarmaður i Hafnarfirði).') 

Andrés Runólfsson, verzlnnarm. 

Árni Sigbvatsson, kaupm. 

Auðann Nielsson, kaupm. 

Bjarni Bjarnason, kennari. 

Bjarni Erlendsson, verkstj. 

'Einar Þorgilsson, kaapm. 

Flygenring, Aug., kaapm. 

Guðm. Eyjólfsson, verzlunarm. 

Onðm. Magnússon, skipstj. 

•Gannlaugur Kristmnndsson, kennari. 

Tngvar Jóelsson, verkstjóri. 

Janus Jónsson, prœp. hon. 

Kristinus Finnbogason, verzlm. 

Lárus Bjarnason, kennari. 

Lestrarfél. „Framför". 

Magnás Jc^hannesson, verkstj. 

Magnús JónRson, sýslum. 

Magnús Þorsteinsson, verzlm. 

Oddur Ivarsson, póstafgr.m. 

Olafur Böðvarsson, kaapm. 

Olafnr V. Daviðsson, framkv.stj. 

*Salómon Runólfsson, bókhaldari. 

Sigfás Bergmann, kaupm. 

*Sig. Kristjánsson, sýslaskrifari. 

') Skilagrein komia fyrir 1916. Sig. Sigurðsson, verzlanarm. 
Simon Jónsson, kaupm. 
Skinfaxi, bókas. skólapilta i Flensb. 
Steingr. Torfason, bryggjav. 
Sveinn Jónasson, sjóm. 
Þórður Edilonsson, læknir. 
Þórður Einarsson, verzlanarm. 
Þórður Guðnason, skólastj. 
*Ögmandur Sigurðsson, skólastj. Borgarfjarðar og Mýrasýsla. 

fljörtur Snorrason, bóndi, Arnar- 

holti 'in. 
Jón Sveinsson, prófastur, Akranesi 

'16. 
Lestrarfélag Akraness '14. 
*Magnús Andrésson, prófastnr, Gils- 

bakka '16. 
Oddur SveÍDSSon, kennari, Akranesi 

'14. 
Ottesen, Oddgeir P., hreppstj., Ytra- 

hólmi '14. 
Stefán GaðmundssoD, bóadi, Fitjam 

'15. 
Sumarliði Halldórsson, skógfræð- 

ingur, Akranesi '15. 
Thorlacins, Einar, prestur, Sanrbæ 

'15. 
Tryggvi Þórhallsson, prestur Hesti 

'15. 
Ungmennafélagið „Haukur'', Leirár- 

sveit 'J5. Borgarness-umboð. 

(Umboðsm. Jón Björnsson, kanpm. 

Borgarnesi).') 

Árni Þorsteinsson, bóndi, Brenni- 
stöðum. Skiroir] Skýrslur og reikDÍngar. XI Bjarni Bjarnason, bóndi, Skáney. 
Björn LáruBSon, bóndi, Heggatöðam. 
Bj5rn Olafsson, steinsmi&nr, Ka&al- 

stöðnm. 
Brynjólfar Bjarnason, búfræöingur, 

Deiidartanga. 
Bcndaskólinn á Hvanneyri. 
Ðavið Þorsteinsson, Arnbjargarlœk. 
Eggerz, Sigarður, sýslum., Borgar- 

nesi. 
*£inar Sigurðsson, Stóra-Fjalli. 
Fjeldsted, Sigarður, bóndi,Ferjakoti. 
Geir Pétorsson, Geirshlið. 
Grönfeldt, H. skólastj. Hvitárvörum. 
Guðm. Árnason, bóndi, Alftártangu. 
Gaðm. Danielsson, bóndi, Svigna- 

skarði. 
Jóhannes Jónsson, gagnfrœð., Efra- 

nesi. 
*Jóhann Magnússon, bóndi, Hamri. 
*Jón Björnsson, kanpm., Borgarnesi. 
Jósef Björnsson, Svarfh'-li. 
Kristján Fr. Björnsson, bóndi, Stein- 

um. 
*KrÍ8tján Sigurðsson, Bakkakoti. 
Lestrarfélag Álftaneshrepps. 
Lestrarfélag Borgarness. 
Lestrarfélag Hraunhrepps. 
Magnús Einarsson, Munaðaroesi. 
Magnús Jónsson, kennari, Borgar- 

nesi. 
Olafur B. Jónsson, Hvanneyri. 
Ólafur Guðnason, Signýjarstöðum. 
*Páll Jónsson, búfræð., Hvanneyri. 
*Páll Zóphóniasson, kenu , Hvann- 

eyri. 
Runólfur Runólfsson, bóndi, Norð- 

tungu. 
•SigurðurÞórólfsson, skólastj., Hvit- 

árbakka. 
Stef án Jónsson, prestar,Staöarhrauni 
Tómas Jónasson, Sólheimatangu. Ungmennaf^l. „Dagrenning'', Lundt- 

reykjadal. 
Þorgeir BjarnasoD, búfræð., Hvann- 

eyri. Snæfetlsnets- og Dalasýstur. 

*Benodikt Magnússou, kaupfélags- 

stj., Tjaldanesi U5. 
Benedikt. S. Benediktsson, verzlm., 

Grundarf. 14. 
*Bergraann, Daniel, verzlnnarstjóri, 

Sandi '16. 
Finnbogi Lárnsson, kaupm., Búð- 

um '14. 
*Kristján Kristjánsson, kennari, 

Raaðkollsstöðum '15. 
Lestrarfél. Sandara '16. 
MagnúsGuðlaagsson, læknir, Bjarna- 

stöðum '14. 
Svanbildur J 'hannsdóttir, kenslu- 

kona, Styhkish. Stykkishólms-nrahoð. 

(Umboðsm. Hjálmar Sigurðsson 

kaupmaður)'). 

Agúst Þórarinsson, bókh., Stykkis- 

hólmi. 
AsmandurSigurð88on,bóndi á Grand 

i Kyrarsveit. 
'^BIöndal, Magnús, kennari, Stykkis- 

hólmi. 
Bókasafn Vestaramtsins, Stykkit- 

hólmi. 
Einar Vigfússon, Stykkiskólmi. 
Elias Kristjdnsson, Arnartungu. 
Gestur Þórðarson, Höföa. 
Gisli Signrðsson, Langadul. ') Skiiagrein komin fyrir 1915. XII Skýrslur og reiknÍDgar. [Skirnnr Helgi Ouðmundsson, Ketilsstöðum. 
flelgi Guðmundsson, Skógarnesi. 
*Hjálmar Sigurðsson, kanpmaður, 

Stykkishólnii. 
Ingólfur Jóns«ou, verzhinarstjóri, 

Stykkishúlmi. 
Jón Sigurðsson, Hofgörðum. 
Lestrarfélag Hvammssveitar. 
Richter, Reiiili., vorzl m., Stykkis- 

hólmi. 
Sigurður Gunnarsson, prófastnr, 

Stykkishí^lmi. 
Sæm. Halldórsson, kaupm., Stykkis- 

hólmi. Búðardals-umboð. 

(Umboðsm. Bogi Sigurðsson, 

kaupmaður)'). 

Björn BjarnasoD, sýslum.,Sauðafelli. 

Bogi Sigurðsson, kaupm., Búðar- 

dal. 
*Jóhannes L. L. Jóbannsson, prest- 

nr, Kvennabrekku. 
Johnson, Bjarni Þ., sýslam., Búö- 

ardal. 
Lestrarfélag Miðdœla. 
Magnús VigfússoD, yerzlunarmaðor, 

Búðardal. 
Páll Ólafsson, kaupm., Búðardal. 
*Sigurðar Sigurðsson, læknir, Búð- 

ardal. Barðastrandarsýsla. 
Bókasafn Flateyjar á Breiðafirði 44. 
*Jón Einarsson, trésmiður, Kletti i 

Geiradal '13. 
Jón JóbannssoD, Mýrartungu i 

Reykhólasveit '14. *Jón Ólafsson, Króksfjarðarnesi '14r 
Lestrarfélag Geiradalshrepps '14. 
Magnús Sæbjörnsson, læknir, Flat' 

ey '13. 
Steioþór Oddsson, Míðbúsam '14. 
Þorvaldur Jakobsson, prestur, Saa&- 

lauksdal '13. Patreksfjarðar-umboð. 

(Umboðsm. Jón KristóferssoD, 

kennari). 

*Bjarni Simonarson, prófastar,. 

Brjinslæk '14. 
BókasafnYestur-BarðastrandarsýBla 

'12. 
*Eirikur Kristófersson, Brekkavelli, 
Hallgrimur J(^nsson, Bakka. 
Jóu B. Ólafsson, Hvanneyri. 
Jón Hallgrimsson, Bakka. 
Jón Kristófersson, kennari, Brekka- 

velli á Barðaströnd '14. 
Kristján Kristófersson, Haga '14. 
Lestrarfélag Bilddælinga 14. 
Lestrarfélag Breiðuvikursóknar '12^ 
Lestrarfélag Rauðsendinga '13. 
Lestrarfélag Tálknafjarðar '14. 
Magnús Þorsteinsson, prestur, Pat- 

reksfirði. 
Ólafur Magnússon, Kaldabakka '13, 
Svafa Þorleifsdótiir, fiildudal '14. 
*Þorbjörn Þ^rðarson, læknir, BildU' 

dal '14. ísafjarðarsýsla. 
Bókasafn Hólshrepps, Bolung^- 

vik '15. 
Halldór Stefánsson, lœknir, Flat- 

eyri '15. Skilagrein komin fyrir 1915. fikiniír] Skýrslar og reikningar. xni Bjálmar Jónsson, bóndi, Höf6a i 

Oninnavikurhreppi '15. 
Lestrarfélag Ðalinanna, önandar- 

firöi '15. 
Lestrarfélag Flateyrar '15. 
*Sighvatar Grimsson Borgfir&ingnr, 

Höf&a. Gjaldfri. 
-*Sveinn Halldórsson, kennari, Bol- 

■ngarvik '14. 

Ðýrafjarðar-amboö. 
■CUmbodsm. Jóh. Proppé, kanpmad- 

ur á Þingeyri)*). 
Andrés Eristjánsson, Meöaldal. 
Björn Guömundsson, kennari, Nœfra- 

nesi. 
Blaðafélagið „Ðagvardur", Eeldu- 

dal. 
Böðvar Bjamason, prestur, Rafns- 

eyri. 
Priörik Bjarnason, hreppstjóri, 

Mýrum. 
Ouðbrandur Guömundsson, Þing- 

eyri. 
Onðm. A. Goðmundsson, skipstjóri, 

Alviöru. 
Oaðmundur Jónsson, Granda. 
Oa&ni Bjamason, verzlnnarmaður, 

Kngeyri. 
Onðrún Benjaminsdóttir, kenslu- 

kona, Þingeyri. 
Oannlangur Þorsteinsson, lœknir, 

Þingeyri. 
"^jóhannes Daviðsson, Neðra-Hjarð- 

ardal. 
Kristinn Guðlaugsson, búfræðing^r, 

Nnpi. 
LestrarfélagÞingeyrarhrepps, Þing- 

eyrL 
Olafur Hjartarson, járnsmiður, 

Þingeyri. *ÓIafar Olafsson, kennari, Þing- 

eyri. 
*Proppé, ( >lafur, kaupm., Þingeyri. 
Sigriður Guðmundsdóttir, kensln- 

kona, Haukadal. 
*Sigtryggur Guðlaugsson, prestur, 

Núpi. 
^SÓpbónias Jónsson, gagnfræðingur, 

L»k. 
*Torfi Hermannsson, trésmiður, 

Þingeyri. Ísafjarðar-nmboð. 

(Umboðsm. Guðmundur Berg^son, 
bóksali, Isafirði)'). 

Aðalbjörg Jónsdóttir, hnsfrú, Arn- 

gerðareyri. 
Arngrimur Fr. Bjarnason, prent- 

ari, Isafirði. 
Árni £. Arnason, verzlunarmaður, 

Bolungavik. 
Asgeir Guðmundsson, hreppstjóri, 

Arngerðareyri. 
*Asgeir Guðmundsson, Æðey. 
Bárður Gnðmundsson, bókbindari, 

Isafirði. 
*Benedikt Bjarnason, húsmaðnr, 

Góustöðam. 
Bergur Rósinkranzson, kaupmaðar. 

Flateyri, 
Björn Guðmundsson, kaupmaður, 

ísafirði. 
*Einar8son, Þóra E., sjúkrah.st. 
Engilbert Eolbeinsson, bóndi, Lóns- 

eyri. 
Finnbjörn Hermannsson, verzlunar- 

maður, Isafirði. 
Friðbert Friðbertsson, kennari, Suð- 

ureyri i Siigandafirði. 
Friðbert Guðmundsson, Suðureyri. ') Skilagrein komin fyrir 1915. XIV Skýralar og reikningar. [Skirnir Friðrik HjartarsoD, kennari, Suð- 

ureyri. 
Grimur Jónsson, cand. theol., Isa- 

firði. 
Grnðmundur Bergsson, bóksali, Isa- 

firði. 
"^Guðmundar Hannesson, konsóU, 

m&laflutningsm., Isafirði. 
Guðmundur H. Finnbjörnsson, bóndi, 

Sæbóli i Aðalvlk. 
Gaðmundur Sveinsson, kaupmaður, 

Hnifsdal. 
Guðrán Tómasdóttir, Ijósmóðir, ísa- 

firði. 
Hálfdan örnólfsson, hreppstjóri, 

flóli í Bolungavik. 
Halldór Bjarnason, verzlunarmaður, 

Isafirði. 
Halldór Jónsson, búfræðingur, 

Laugabóli. 
Halldór Jónsson, búfræðingur, 

Rauðamýri. 
Halldór Olafsson, lögreglumaðar, 

Isafirði. 
Halldór P&Isson, útvegsbóndi, Hnifs- 

dal. 
Hannes Halldórsson, verzlanarm., 

ísafirði. 
Helgi Eetilsson, Bjómaðar, ísafirði. 
*Helgi Sveinsson, bankastjóri, ísa- 

firði. 
Hjaltlina Guðjónsdóttir, Álfadal. 
Ingólfar Arnason, verzlanarmaðar, 

Bolungavik. 
*Jens Nielsson, kennari, Bolanga- 

vik. 
'^Jóhann Þorsteinsson, kaupmaðar, 

Isafirði. 
Jóhanna Eiríksdóttir, Kleifam i 

Seyöisfirði. 
Jónas Halldórsson, Búð, Hnifsdal. 
Jónas Þorvarðsson, óðalsbóndi og 

oddviti, Hnífsdal. 
Jón GrimsBon, bókhaldari, Itafirði. Jón Mariasson, verzlunarm., ísafirði. 
Jón Sn. Árnason, kaupmaður, Isa- 

firði. 
Július Hjaitason, Bolungavik. 
Karl OlgeirssoD, verzlunarstjóri, 

ísafirði. 
*Kolbeinn Jakobsson, hreppstjóri, 

Unaðsdal. 
Kristj&n A. Kristjánsson, verzlanar- 

stjóri, Suðureyri i Súgandafirði. 
Lestrarfélag Bjarndæla og Fjarðar- 

manna, önundarfirði. 
Lestrarfélag Hnifsdælinga, Hnifs- 

dal. 
Lestrarsalur Isafjarðar. 
Lestrarfélag Seyðfirðinga. 
Lestrarfélag Sléttuhrepps. 
"^Lestrarfélag SúðavikarhreppSr 

Álftafirði. 
Magnús Bárðarson, útvegsbóndi 

Bolungavik. 
*Magnás Jónsson, prestar, ísafirðL 
Magnús Kristjánsson, búfræðingarr 

Múla i Laugardalshr. 
Magnús Torfason, sýslumaðar og 

bæjarfógeti, Isafirði. 
*Oddar Guðmundsson, póstafgr.m.f 

Bolungavik. 
Olafur Arnason, verzlunarmaðHfr 

Bolungavik. 
ólafor Jónsson, ísafirði. 
Olafur Pálsson, verzlstj., Arngerð- 

areyri. 
Páll Pálsson, útvegsbóndi, Heima- 

bœ, Hnifsdal. 
P&ll ÞórarinsBon, sjómaðar, Hnifs- 

dal. 
Pétur Oddsson, kaapm., Troö i 

Bolungavik. 
Sigfás Ðanielsson, verzlanantjórír 

ísafirði. 
Signrbjörn Armannsson. 
Sigarðar Kristjánsson, kennarí, l8a« 

firöi. Skirnir] Skýrslar og reikningar. XV Sig^rdor PálsBOD, verzlanarstjóri, 

Hosteyri. 
Sig. SignrðssoD, kennari. 
*Sig. Sigar&sson, málaflutning^m., 

ísafirði. 
Sigarðar Þorvaldsson, kennari, Isa- 

firöi. 
Stefán Sigarðsson, verzlm. 
Stephensen, Páll, prestar, Holti i 

Onandarfirði. 
Thordarson, Finnar, konsúll, Isa- 

firöi. 
*Thorstein88on, Davið Scheving, 

lcknir, Isafirði. 
Valdemar Valdemarsson, verzlanar- 

maðar, Hnifsdal. 
Þorvaldar Jónsson, lœknir og 

bankastj., ísafirði. 
*ÞorvaIdar Jónsson, prófastar, Isa- 

firði. 
Þorvarðar Brynjólfsson, prestar, 

Stað i Súgandafirði. Vigur-amboð. 

(Umboðsm. Sigarðar Stefánsson, 

prestar, Vigar)'). 

*FÍDnbogi Pétarsson, Hvitanesi. 
Jón Gaðmandsson, kaapm., Eyrar- 

dal. 
*Sigarðar Stef ánsson, prestur, Vigur. i Strandatýsla. 

Bárðarton, Guðm. G., Kjörseyri '14. 
Björn Magnússon, Borðeyrí '15. 
Oaðjón Gaðlangsson, kaupfélagsstj., 

Hólmavik '16. 
Halldór Er. Jóliasson, sýslnmaður, 

Borðeyri '13. Lestrarfélag Árneshrepps '15. 
Lestrarfélag Kirkjubólshrepps '14. 
Lestrarfélag KoUafjarðar '15. 
Lestrarfélag Selstrandar '15. 
Þórarinn G. Arnason, Þiðriksvöll'^ 
um '16. Húnavatnssýsla. 
Guðm. Arason, búfræð., Illugastöð- 

um '14. 
JÓD JÓDS80D, bóndi, Stóradal '14 
*KrÍ8tján H. Sigurðsson, kenDari, 

Brúsastöðum '14. 
Þorvaldur KristmuDdsson, búfræð., 

Bálkastöðum '15. Hvammstanga-umboð. 

(Umboðsm. Axel V. Wilhelmsson, 

verzlunarstj. á Hvammstanga)'). 

Andrés Guðjónsson, kaupm., Hara- 

stöðum. 
Asgeir Magnússon, skólastjóri^. 

Hvammstanga. 
Axel V. Wilhelmsson, verzlanarstj.,- 

Hvammstanga. 
Blöndal, Björn P., verzlunarmaður 

Hvammstanga. 
Bókasafn Vestur-Húnvetninga, 

Hvammstanga. 
Bríem, Jóh. Kr., prestur á Melstað. 
Guðm. B. Jóhannesson, Þorgrlms- 

stöðum. 
Guðm. Sigfússon, Króksstuðum. 
*Gunnar Krístófersson, hreppstj.^ 

Valdarási. 
Gunnl. GunnlaugSBun, búfræðingur^ 

Syðri-VöIIum. 
Halldór Magniísson, bóndi, VatnshóU *) Skilagrein komin fjrir 1915. ZVI Skýrslnr og reiknÍDgar. [Skimir Ingvar Jakobsson, Harastöðain. 
"^JÓn D. Gaðmandsson, Barði. 
*Jón Eiriksson, bóndi, Svertings- 

Btöðum. 
MagnÚB Þorleifsson, Erossanesi. 
^igurður Jónsson, Stöpum. 
Signrðnr Pálmason, Hvammstanga. 
-Stefán BjörnssoH, bóndi, Sporði. 
rStefán Diomedesson, Anastöðum. 
Valdemar Baldvinsson, búfræð., 

Helguhvammi. 
Þorbjörn Teitsson, Viðidalstunga. 

Blönduóss-amboð. 

(Umboðsm. Friðfinnur Jónsson, 
trésmiður, Blönduósi)'). 
Amalds, Ari Jónsson, sýslamaður. 
Bjarni Jónasson, barnak., Litladal. 
Bjarni Pálsson, prestur, Steinnesi. 
Ðaði Daviðsson, Gilá. 
Friðfinnur Jónsson, trésm., Blöndu- 

ósi. 
'Guðni Jóns